Dagur - 25.09.1968, Blaðsíða 4

Dagur - 25.09.1968, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síinar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÉÐSSON Augiýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Stjórnlaga- breyting Á KJÖRDÆMISÞINGI Framsókn- armanna á Laugtim 31. ágúst sl. var m. a. samþykkt einróma ályktun þess efnis, að þingið legði áherzlu á, að stjórnarskráin yrði tekin til ítarlegr- ar endurskoðunar og þeirri endur- skoðun lokið svo tímanlega að ný lýðveldisstjórnarskrá geti tekið gildi eigi síðar en árið 1974 á aldarafmæli hinnar fyrstu stjórnarskrár íslands. í sömu ályktun segist kjördæmisþing ið telja rétt, að tekin verði upp ein- menningskjördæmi og landinu verði skipt í umdæmi (fylki), sem öðlist sjálfstjóm í sérstökum málum. Lýsti þingið yfir þeirri skoðun sinni að sú breyting myndi hafa það í för með sér, að bein áhrif fólksins í dreifbýl- inu á stjóm þjóðfélagsins yrðu meiri en þau em nú og jafnframt stuðla að auknu jafnræði milli landshlutanna. Áður en gömlu kjördæmin voru lögð niður 1959, var hér blandað kosningafyrirkomulag. í höfuðborg- inni og sex kjördæmum öðmm var listakosning, en hin kjördæmin voru einmenningskjördæmi. Svo var, eins og nú, úthlutað eftirá ellefu uppbót- arsætum, sem þingflokkamir fengu handa föllnum frambjóðendum sín- um. Nú er listakosning í öllum kjör- dæmum og því allsstaðar flokkar í kjöri, en flokkamir fá svo uppbótar- sæti. Ef tekið yrði upp hreint ein- menningskjördæmafyrirkomulag og þingmannatala óbreytt, yrði landinu skipt í sextíu kjördæmi. Kjördæm- um yrði þá væntanlega skipt í jafn- mörg kjördæmi og þingmenn em þar nú. Kosningin yrði persónuleg og þingmenn yrðu fyrst og freinst ábyrgir gagnvart kjósendum sínum og þá sjálfstæðari gagnvart flokkn- um. Sennilega myndu myndast tveir aðalflokkar í landinu. Einmennings- kjördæmafyrirkomulag virðist nú njóta vaxandi fylgis meðal ungs fólks. Þótt hverjum þyki sinn fugl fagur, verða þeir, sem flokkum fylgja, að gera sér grein fyrir því, að stjóm- málaflokkar em breytileg fyrir- brigði. Það er úrelt kredda að þjóð- inni beri skylda til, að haga stjóm- skipulagi sínu og kosningum eftir þörfum flokka. Þjóðin verður að velja sér það fyrirkomulag, sem hún telur sér hollast. Þar skiptir mestu máli, að almenningur geti valið þá menn til þingsetu, sem hann þekkir og treystir. □ 6 MINNING Sára Ingóiíur Þorvaldsson fyrrum prestur í Olafsfirði EKKI minnist ég þess að dauð- inn hafi nokkru sinni áður höggvið jafn mörg skörð í vina- hóp minn á eins skömmum tíma og á þessu ári. Vinirnir hafa horfið einn eftir annan. Sumra þeirra hef ég getið á prenti. Ann ara ekki, þó þeir séu mér líka hugstæðir. Nú á sunnudaginn 15. þ. m. barst mér svo tilkynn- ing um það, að séra Ingólfur Þorvaldsson fyrrum prestur í Ólafsfirði hefði látizt þá um morguninn. Mér kom þessi and- látsfregn algerlega á óvart. Ég vissi að vísu að séra Ingólfur gekk ekki algerlega heill til skógar, en fundum okkar bar saman hér á Akureyri í sumar og mér fannst hann þá óvenju- lega hraustlegur. Glaður og reifur var hann og þá sem jafnan. Séra Ingólfur Þorvaldsson var fæddur í Stærra-Árskógi á Ár- skógsströnd 20. júlí 1896, kom- inn af hinni kunnu Krossaætt. Foreldrar hans voru Þoi'valdur Þorvaldsson og kona hans Jóna tína Kristjánsdóttir. Hann braust til mennta á unglings- aldri og vann þá töluvert fyrir sér á sumrum. Stúdent varð hann árið 1919. Las guðfræði við Háskólann og tók guðfræðipróf árið 1923. Sama ár var hann sett ur prestur í Þóroddstaðapresta- kalli í Suður-Þingeyjarsýslu og sat þá á Vatnsenda. Vígður var hann til prests 25. maí 1923. Á meðan sr. Ingólfur var í Háskólanum, eða 6. nóv. 1920, kvongaðist hann Önnu Nordal, systur Sigurðar Nordal pró- fessors. Þar held ég að sr. Ingólf ur hafi stigið sitt mesta gæfu- spor í lífinu, því frú Anna er hin mesta ágætiskona og hefur verið manni sínum stoð og styrk ur í lífinu og alveg sérstaklega eftir að heilsa hans bilaði. Þau hjóhin hafa eignazt 3 syni. Þeir eru nú fyrir löngu fulltíða menn og kvæntir. Nöfn þeirra eru: Viihjálmur, Ragnar og Sigurður Jóhannes. Frú Anna var alin upp hjá Vilhjálmi Bjarnarsyni fyrrum bónda í Kaupangi og síðar á Rauðará við Reykjavík og konu hans. Vilhjálmur var bróðir Þórhalls Bjamarsonar ' biskups. Mun frú Anna hafa alizt upp á hinu mesta myndar- heimili, enda bar hún þess vott, því á heimili hennar og sr. Ing- ólfs ríkti jafnan hinn mesti myndar og rausnarbragur. Sem fyrr segir var séra Ing- ólfur í fyrstu vígður til Þórodd- staðaprestakalls, en ekki voru hin ungu prestshjón þar þó nema árið. Árið eftir, 1924, fékk . séra Ingólfur Ólafsfjarðarpresta kall og fluttust þau hjónin þá þangað. Má segja að í Ólafsfirði innu þau aðal lífsstárf sitt á 4. áratug. Fók þá séra Ingólfur að kenna sjúkleika, sem varð til þess að hann sagði af sér prests- skap og fluttu þau hjónin til Reykjavíkur. Eignuðust þau þar íbúð við Hagamel 45 og bjuggu þar. Þegar til Reykjavíkur kom tók séra Ingólfur að sér starf fyrir líknarfélag og vann við það á meðan ég vissi til. Störf séra Ingólfs sem sóknar prests þekkti ég eðlilega lítið sökum fjarlægðar. Vissi þó að hann var vinsæll af mörgum sóknarbörnum sínum. Veit og af kynnum við manninn Ingólf Þorvaldsson, að hann vildi rækja hvert starf vel og sam- vizkusamlega og mun svo einnig hafa verið um prestsstarfið. Það var á öðru sviði sem ég kynnt- ist þeim prestshjónunum og það náið: á heimili þeirra. Gestrisni þeirra var frábær. Ég var í fyrsta sinn boðinn heim til þeirra haustið 1924, ásamt Ein- ari sáluga á Eyrarlandi. Það var í fyrsta sinn sem ég kom til Ólafsfjarðar. Hafði ekki komist þangað haustið áður. Þau hjónin voru þá ný komin þangað og tæplega búin að koma sér fyrir, en samt fengum við hinar ágæt- ustu viðtökur. Eftir þetta kom ég á hverju ári til Ólafsfjarðar og stundum oftar en einu sinni og var jafnan getur prestshjón- anna og síðari árin bjó ég hreint og beint hjá þeim þegar ég var á ferð í Ólafsfirði, þar til þau fluttu suður. Þá vil ég einnig þakka per- sónulegan og pólitískan stuðn- ing séra Ingólfs og þeirra hjóna beggja í alþingiskosningum, öll- um sem háðar voru á meðan þau voru í Ólafsfirði. Já ég þakka alla gestrisnina og fylgið. AUra mest þakka ég þó vináttuna. Hún verður mér dýrmæt minning þann stutta tíma, sem ég kann að eiga ólif- aðann. Á hana bar aldrei neinn skugga og hún hélst þó fundum fækkaði. 1 dag verður séra Ingólfur lagður til hinztu hvíldar. Ég hefði viljað vera þar viðstaddur og fylgja honum síðasta spöl- inn, en get ekki komið því við. Ég veit að margir munu senda honum og ástvinum hans hlýjar kveðjur nú. Ef ekki með nær- veru og orðum, þá í huganum, bæði Ólafsfirðingar, þeir sem hann vann fyrir í Reykjavík og margir vinir víðsvegar að. Ég sendi honum hinztu kveðju með hjartanlegri þökk fyrir öll okk- ar kynni, sem voru frá hans hendi með ágætum. Frú Önnu Nordal og sonum þeirra sr. Ing- ólfs sendum við hjónin bæði okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Akureyri 21. sept. 1968. Bemharð Stefánsson. - SIGURBJÖRG MEÐ 150 LESTIR (Framhald af blaðsíðu 1). áður með 150 lestir fyrra sunnu dag. Saltaðar voru röskar 500 tunnur af þeim afla og ennfrem ur fór nokkuð í hraðfrystingu. Alls hafa verið saltaðar hér 1825 tunnur. Flestir bændur hafa heyjað allvel í sumar og er heyskap lok ið, eða þar um bil. B. S. - SJÓNVARPIÐ (Framhald af blaðsíðu 8). Ástæðurnar fyrir þessu tóm- læti eru sjálfsagt margar, en eflaust munu aðgerðir í gjald- eyrismálum hafa haft áhrif, sér staklega á þann hátt, að þeir sem voru reiðubúnir að kaupa keyptu það sem til var. Hluti félagsmanna hefur óskað eftir að félagið leitaði samninga um uppsetningu sjónvarpsloftneta og er það nú í athugun. Nokkur seinkun, miðað við það sem búist var við, hefur orð ið á sendingu „stillimyndar“, en álitið er að hún hefjist í lok þessa mánaðar. Rétt er að vekja athygli félagsmanna á því að ekki er hægt að ganga endan- lega frá sjónvarpsgreiðum fyrr en eftir að sending „stillimynd- ar“ er hafin. Einnig er rétt að nefna að margt mælir með því að þeir sem geta notað sendingu frá endurvai'psstöðinni á Skipalóni geri það, en hverjir það geta, fæst ekki endanlega ákvarðað, fyrr en sending þaðan hefst. Við viljum árétta það, að til þess að fá sem bezta sjónvarpsmynd er mælt með að allir hafi að minnsta kosti 6—8 elementa úti loftnet, jafnframt viljum við minna á samþykkt bæjarstjórn- ar og ákvæði byggingasamþykkt arinnar um loftnetsstangir. Ákveðið er að hafa skrifstofu félagsins að Geislagötu 5, 3 hæð, opna miðvikud.-, fimmtud. og föstudag 25.—27. sept. frá kl. 17—19, og eru félagsmenn hvattir til að taka þar félags- skírteini sín. Félagið mun fram vegis sem hingað til leitast við að útvega upplýsingar og vera málsvari þeirra félagsmanna sem þess óska og eru menn hvattir til að notfæra sér það. Stjórnin. KAFFISALA SL. SUMAR efndu KFUM og KFUK á Akureyri til kaffisölu að sumarbúðum félaganna að Hólavatni. Varð aðsókn svo mikil að einhverjir urðu jafnvel frá að hverfa án þess að kom- ast að. N. k. sunnudag verður aftur efnt til kaffisölu að Hóla- vatni. Verður nú reynt að girða fyrir það, að allir fái ekki af- greiðslu. Kaffisalan hefst kl. 3 e. h. og verður síðan afgreitt kaffi og brauð til kl. 10 um kvöldið. Fólki skal bent á, að búast má við mestri aðsókn um kl. 3 til 4, svo að þeir sem forð- ast vilja mikil þrengsli geta hagað ferðum sínum eftir því. Hringferð um Eyjafjörð á fögr- um haustdegi er ánægjuleg og hressandi kaffisopi að Hóla- vatni ætti ekki að spilla ánægj- unni. Verið velkomin að Hólavatni á sunnudaginn. KFUM og KFUK. Barna- buxurnar „STRETCH" ódýru — eru komnar aftur VEFNAÐARVÖRUÐEILD HELGI VALTÝSSON FLUTTUR HELGI VALTÝSSON rithöf- undur á Akureyri, flutti búferl- um til Akraness sl. mánudag, eftir 33 ára dvöl í höfuðstað Norðurlands. Hann er háaldrað Helgi Valtýsson, rithöfundur. ur orðinn og heilsuveill en and- lega hress. Blaðið þakkar öll samskipti við rithöfundinn, blaðamanninn og hinn vökula borgara, sem unnið hefur að fjölda menning- armála með penna sínum, í við- tölum og úr ræðustóli — og vin- áttu hans í minn garð og ýmsar leiðbeiningar þakka ég sérstak- lega. E. D, VOLKSWAGEN árg. 1963, í góðu lagi, til sölu. Uppl. gefnar í síma 1-20-26 næstu þrjá daga kl. 7 til 8 e. h. TIL SÖLU: MOSKVITHS bifreið, árg. 1963. Uppl. í síma 1-15-18. OPEL RECORD árg. 1958 til sölu. Haraldur Bjarnason, sími 1-29-08. TVEIR JUNIORAR ásamt varahlutum seljast ódýrt. — Einnig Taunus station. — Engin útborg- un. — Góðir greiðsluskil- málar. Hjálmar Jóhannesson, sími 1-29-08. TAÐA - KÝR! Þann, sem vantar töðu, og vill selja unga og snennn- bæra kú, getur gert góð kaup við mig, ef samið er strax. Guðmundur Jónsson, Mýrarlóni. Pedegree BARNAVAGN til sölu. Sími 2-10-15. Sem nýr Pedegree BARNAVAGN til sölu. — Verð aðeins kr. 2.500,00. Uppl. í sírna 2-15-58. 5 Frá Bridífefélasi O CJ Akureyrar FYRIR skömmu fór fram hin ái'lega bæjarkeppni í bridge milli Siglfirðinga og Akureyr- inga. Sóttu Akureyringar Sigl- firðinga heim, og kepptu 4 sveit ir frá hvorum aðila, en tvöföld umferð var spiluð. Akureyring- ar sigruðu með 41 stigi gegn 23. Starfsemi B. A. hefst þriðju- daginn 1. okt. með aðalfundi í Landsbankasalnum kl. 8.30. □ HÖFÐINGLEG GJÖF FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚS- INU á Akureyri hefir nýlega borizt mjög höfðingleg gjöf, að upphæð kr. 100.000.00, frá hjón- unum Nönnu Valdemarsdóttur og Jóhannesi Árnasyni á Þóris- stöðum, Svalbarðsströnd. Gjöf þessi er til minningai' um dóttur þeirra hjóna, Hrafnhildi, er and aðist sl. vor. Vil ég fyrir hönd sjúkrahúss- ins færa gefendunum hinar beztu þakkir fyrir þessa stór- rausnarlegu gjöf og fyrir það traust og þann velvildarhug í garð stofnunarinnar, sem hún ber vitni um. Guðmundur Karl Pétursson. HERBERGI til leigu á Suður-Brekk- unni. Uppl. í síma 1-14-91. Til sölu er tveggja herb. ÍBÚÐ í gömlu húsi á Oddeyri. Selst ódýrt. Uppl. í síma 1-25-45. Tveggia herbergja ÍBÚÐ ÓSKAST strax til leigu. Uppl. í síma 1-19-24. HERBERGI til leigu. Uppl. í síma 1-21-46. TVÖ HERBERGI til leigu í nýju húsi á Ytri Brekkunni. — Reglusemi áskilin. Uppl. í síma 1-15-29. TIL SÖLU: GÓÐ ÍBÚÐ 'á efstu hæð í húsi nálægt Miðbænum. — Greiðslu- skilmálar. Uppl. í síma 1-26-84. GÓÐUR BÍLSKÚR óskast til leigu í vetur. Ágúst Steinsson, Sími 1-12-06. Báru j árnsklæddur SKÚR TIL SÖLU til niðurrifs. — Ódýr. Uppl. í síma 1-28-27, eftir kl. 6 e. h. TIL SÖLU er 4ra herbergja nýleg ÍBÚÐ. Góð lán fylgja. Uppl. í síma 1-15-40. Aukin þjónusta ÞURRHREINSUN - HRAÐHREINSUN Tökum eftirleiðis fatnað til hreinsunar eftir vigt. — 1 kg á kr. 50,00 - 2 kg á kr. 90,00 - 3 kg á kr. 120,00 og 4 kg á kr. 150,00. EFNALAUGIN LUNDARGÖTU 1 FATAHREINSUNIN HÓLABRAUT 11 GUFUPRESSUNIN SKIPAGÖTU 12 Bifreiðaeigendur Eigum fyrirliggjandi ýmsar stærðir af Weed snjókeðjum Á GAMLA VERÐINU VÉLADEILD AUGLÝSING UM s j ónvarpsloftnet Athygli skal vakin á því, að samkvæmt byggingarsam- þykkt skal vera ein útvarps og sjónvarpsstöng á húsi, er sé sameiginleg fyrir allar íbúðir þess. Einnig hefur Bæjarráð Akureyrar samþykkt að beina þeim tilrnæl- um til eigenda eldri húsa í bænurn, að þeir komi sér saman um uppsetningu og notkun sjónvarpsloftneta, svo ekki þurfi að setja fleiri en eitt loftnet á hvert hús. Bæjarstjóri Akureyrar, Bjami Einarsson. Til sláturgerðar Frá Kjörbúðum KEA: Rúgmjöl — Haframjöl — Rúsínur — Slát- urgarn — Vambakalk — Rúllupylsukrydd ^ Salt — Saltpétur — Plastpokar KJÖRBÚÐIR KEA Telpupeysur Kvenpeysur VEFNABmÖRUDEILD ORÐSENDING FRÁ NÝJU RAMMAGERÐINNI Þar sem Nýja rammagerðin, Strandgötu 11, er hætt starfsemi sinni, eru allir þeir, sem ekki hafa tekið myndir sínar úr innrömmun, beðnir að vitja þeirra föstudaginn 27. þ. m. — eða gera ráðstafanir í sírna 1-28-96. Sama dag verður útsala á myndum. Einnig verða seld þar ýrnis þörf smíðaáhöld, ásamt nokkrum hús- gögnum. O O Frá Iðnskólauum Nemendur þeir, sem hafa í hyggju að stunda nám í 4. bekk skólans næsta vetúr, mæti til viðhals og skrán- ingar í skólahúsinu (Húsmæðraskólanum) þriðjudag- inn 1. október kl. 8,30 síðdegis. (3. bekkur janúar— rnarz 1969). Þeir, sem sóttu undirbúningsnámskeið skólans í teiknigreinum síðastliðið vor, en þurfa á frekari bók- legri kennslu að halda, til þess að geta staðizt próf upp í 3. bekk, rnæti til viðtals í G. A. miðvikudaginn 2. október kl. 6 síðdegis, Nánari upplýsingar um skólann veitir skólastjórinn, Jón Sigurgeirsson, Klapparstíg 1, sími 1-12-74. Akuréýri, 25. september 1968. Skólanefndin. HúsmæSur! NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ OG SPARIÐ! VerzliS í Kjötmarkaði KJÖTVÖRUR OG MATVÖRUR á lægra verði en annars staðar FISKFARS á þriðjudögum og fimmtudögum SALTAÐ DILKAKJÖT á hagstæðu verði GULRÓFUR á kr. 16,00 pr. kg SVÍNALIFUR ljúffeng í steik — kr. 50,00 pr. kg Kjötmarkaðsverð STJARNAN - KJÖTMARKAÐUR VIÐ LUNDARGÖTU (RÉTT VIÐ STRANDGÖTU)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.