Dagur - 25.09.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 25.09.1968, Blaðsíða 8
8 Barnaskólinn gamli og Gagnfræðaskólinn verða fjölmennustu skólar Akureyrar í vetur, með hálft áttunda liundrað nemendur hvor. (Ljósm.: E. D.) eru nú að hefja störf SMÁTT og stórt | Skólarnir TALIÐ ER, að fjórði hver fs- lendingur sitji á skólabekk á vetrum. Hér á Akureyri eru tveir skólar fjölmennastir: Gagn fræðaskólinn og Barnaskólinn gamli. j í Gagnfræðaskólanum á Akur eyri verða 760 nemendur í vetur og er sú nemendatala hærri en nokkru sinni áður. Ekki verða miklar breytingar á kennaraliði skólans. Nýir kennarar verða: Álfhildur Pálsdóttir, Ragnar Magnússon, Reynir Aðolfsson og Jenny Sigurðardóttir, sem mun kenna matreiðslu í stað Þorbjargar Finnbogadóttur, sem er í ársfríi. Jón Björnsson og Patricia Aylett hætta kennslu. Skólastjóri er Sverrir Pálsson. í Barnaskóla Akui-eyrar verða 750 nemendur eða álíka margir og sl. vetur. Helztu breyt ingar á starfsliði verða þær, að Tryggvi Þorsteinsson skóla- stjóri hefur frí frá störfum í vetur en Páll Gunnarsson verð- ur skólastjóri í hans stað. Frá skólanum hverfa Guðný Helga- dóttir, Oli Jóhannsson, Andrea Sigurðardóttir og Valgerður Elín Valdemarsdóttir. Að skól- anum koma eftirfarandi kenn- arar: Einar Rafn Haraldsson, Guðrún Hlín Þórarinsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Nanna Kolbrún Sigurðardóttir, Nanna Þórsdóttir og Valdís Þorkels- dóttir. Nemendafjöldi Oddeyrarskól- í DAG, 20. sept., er Rafveita Húsavíkur 50 ára. Hún var stofn uð að frumkvæði Fundafélags Húsavíkur, sem var málfunda- félag, stofnað fyrir aldamót og lét sig mjög varða ýmis fram- faramál byggðarlagsins. Virkjuð var lítil á, Búðará, sem rennur gegn um Húsavíkur kaupstað. Helztu hvatamenn virkjunarinnar voru þeir bræð- ur, Aðalsteinn og Páll Kristjáns synir, Steingrímur Jónsson sýslumaðúr og Stefán Guðjon- sen kaupmaður. Mesta driffjöðr in var þó Páll Kristjánsson, sem nú býr háaldraður í Reykjavík. Rafstöðin og dreifingarkerfið var gert eftir fyrirsögn Jóns Þor lákssonar þáverandi landsverk- fræðings. En Guðmundur Hlíð- dal tók að sér stjórn fram- kvæmda. Búðarárveitan var í notkun til ársins 1948, en siðan hefur ans mun verða meiri en áður, eða um 475. Helztu breytingar á kennaraliði eru: Helga Eiðs- dóttir, Matthías Gestsson og Valgerður Elín Valdemarsdóttir hætta störfum við skólann, en nýir kennarar eru: Aðalgeir Aðalsteinsson, Stefán Aðalsteins son, Valdís Jónsdóttir og Hólm- fríður Gestsdóttir. Skólastjóri er Indriði Ulfsson. í Glerárskólanum verða um SAMKVÆMT tilgangi félagsins að miðla upplýsingum til félags manna, var auglýst í bæjarblöð unum eftir tilboðum frá þeim aðilum sem ætluðu að selja sjón vörp og loftnetsefni til þeirra á Akureyri. Þar sem félagið ætl- aði ekki að gerast söluaðili og hér í bænum voru margir sem ætluðu að selja og/eða veita þjónustu, þótti ekki rétt að gert væri upp á milli seljanda, held- ur væri Öllum gefinn kostur á að gera grein fyrir sinni vöru. Bárust 12 tilboð er gefin voru á eyðublaði, sem félagið lét gera, þannig að upplýsingarnar yrðu sem sambærilegastar. Til- boðin báru það með sér að hægt var að fá staðgreiðsluafslátt og ef nokkur samstaða um kaup næðust var auk þess völ á magn afslætti. Húsavík eingöngu notað raf- magn frá Laxárvirkjun. Fyrstu gæzlumenn rafstöðvar á Húsavík voru Jón Aðalgeir Jónsson og Steingrímur Jóns- son. En frá 1920—1948 sá Jón Baldvinsson um rekstur stöðv- arinnar ásamt sonum sínum. Lengsta satrfsskeið við raf- veituna á Benedikt Jónsson. Hann lét af störfum í júlílok sl. og hafði þá verið starfsmaður Rafveitu Húsavíkur frá 1920. Núverandi rafveitustjóri er Kristján Arnljótsson. Rafveitan efndi í dag til hófs í félagsheimili Húsavíkur og bauð til nokkrum gestum. Þar rakti Björn Friðfinnsson bæjar- stjóri sögu Rafveitunnar í stór- um dráttum. Stjóm Rafveitu Húsavíkur hefur samþykkt að rafveitan gefi sjúkrahúsi stað- arins 50 þús. kr. í tilefni afmælis ins og félagsheimilinu jafn háa upphæð. Þ. J. 100 nemendur, eða svipuð nem- endatala og í fyrra. Nýr kennari við skólann er Ágústa Þórdís Olafsdóttir. Skólastjóri er Vil- bergur Alexandersson. Við alla skólana eru meiri og minni breytingar á ráðningu stundakennara. í Menntaskólanum verða á sjötta hundrað nemendur, en fréttir þaðan hefur blaðið enn ekki íengið. □ Opnuð var skrifstofa að Geislagötu 5 þann 12. ágúst og höfð opin frá klukkan 17—19 virka daga nema laugardaga. Þar gátu félagsmenn kynnt sér þessi tilboð og skoðað eina gerð af flestum tegundum sem boðn- ar voru, einnig lágu frammi STAFNSRÉTT STAFNSRÉTT í Svartárdal verður í dag og stóðrétt á morg- un, fimmtudaginn 26. sept. Leið réttist með því frétt í síðasta blaði. Búið var fyrir helgi að lóga 11200 fjár á Blönduósi og var meðalvigtin 14.94 kg., sem er mun meira en í fyrra. Og það fyrsta af kjötinu er þegar farið á Bretlandsmarkað. Alls verður lógað rúmlega 55 þús. fjár á Blönduósi og Skaga- strönd. En Kaupfélag Húnvetn- inga á Blönduósi hefur tekið við rekstri Kaupfélgs Skagstrend- inga við sameiningu félaganna, sem formlega er verið að ganga frá. (Frétt frá Á. J., Blönduósi). VÍÐA ÚTI HEY í VOPNAFIRÐI Ytri-Nípum Vopnafirði 24. sept. Víða eru hey úti ennþá, en 'hvergi mikil. Þurrkar hafa ekki komið síðan 9. september. Hey- skapur er viðunandi. Slátrun hófst 19. sept. Líklegt er, að fé sé sæmilega vænt. Lóg að verður 15500 fjár, sem er færra en verið hefur. Þ. Þ. Dagur kemur næst út miðvikudaginn 2. október. Eins og sjá má á blaðinu nú, komst lítið af les- efni og bíður það næstu hlaða. MARGT ER LÍKT MEÐ SKYLDUM Atferlisfræði er ný vísindagrein, er sinnir rannsóknum á með- fædclu, eðlislægu atferli manna og dýra. í enskri bók, „Nakinn api“ er maður og api bornir saman á sviði atferlis. Þar segir m. a. að innantómt málæði fólks í kokkteilboðum sé samkynja átferli apanna, er þeir þvaðra og leiti hver öðrum lúsa. Annar enskur höfundur leiðir rök að því, að ríkasta eðlishneigð manna og dýra sé að eiga land, ofurlítinn blett og verja hann. Mannlegir þjóðfélagshættir séu verulega í samræmi við þessa svæðiskennd og eignareðli manna. HÁTÍÐ ALJ ÓÐIN Utgefandi hátíðaljóðanna marg- umtöluðu, sem dónmefnd taldi ekki verðlauna verð, lét hina almennu kaupendur ljóðanna greiða atkvæði um þau. At- kvæði greiddu 120 og féllu þau á 17 höfunda, en 32 töldu ekkert ljóðanna til verðlauna fallið. Útgefandi hátíðaljóðanna gefur nú 10 þús. kr. í hjálparsjóð heymardaufra barna, í stað þess að veita þau til einhvers höfundar nefndra ljóða. En eng myndalistar. Jafnframt þessu voru inn- heimt félagsgjöld og dreift spumingalista. Með því að safna á einn stað tækjum og tilboðum vænti stjórnin þess að félagsmenn ættu auðveldara með að gera sér grein fyrir hvað í boði væri og gætu á grundvelli tilboðanna og þeirra almennu upplýsinga sem í té mætti láta, tekið ákvörð un um væntanleg kaup og gæfu þessa ákvörðun sína til kynna með því að útfylla spurninga- listann. Samkvæmt auglýsingu í bæj- arblöðum var skrifstofan opin til föstudagsins 13. sept. Aðeins rúmlega 120 félagsmenn höfðu séð ástæðu til að skila spurn- ingalistanum þótt margfalt fleiri hafi leitað til skrifstofunnar. (Framhald á blaðsíðu 4) Islands var sett 19. september. Forstöðumaður er Björn Krist- insson og ávarpaði hann við- stadda við þetta tækifæri. Áður hefur farið hér fram fyrsta-stigsnám (undirbúnings- deild). En nú hefst einnig kennsla annars stigs, eða fyrsta bekkjar. Eru deildirnar því tvær að þessu sinni og vonandi, að framhald verði á því og fleiri bætt við. Kennt á þrem stöðum. Kennt verður á þrem stöðum. Smíðakennsla verður í Glerár- götu 2B, verkleg kennsla í véla- sal skólans við Laufásgötu og bókleg kennsla í Gránufélags- götu 9. Aðalkennarar, auk forstöðu- manns eru: Friðfinnur Ámason, Bárður Halldórsson, Steinberg Ingólfsson, Bjöm Þorkelsson, inn höfundanna hlaut tilskilinn helming atkvæða. TÍMI KRAFTAVERKA EKKI LIÐINN Hinir víðfrægu Benfica-menn léku knattspyrnu við Val í Reykjavík sl. miðvikudag. Ekk- ert mark var skorað. Hinir 18243 áhorfendur skemmtu sér liið bezta, sáu Sigurð Dagsson verja 47 markskot Portúgal- anna, snilldarlega knattmeð- ferð hinna erlendu manna og þótti í leikslok, sem tími krafta- verkanna væri ekki enn liðinn. LAUNAKOSTNAÐUR LÆKKAR Sjaldan heyrist um lækkaðan launakostnað á síðustu verð- bólgutímum. f Boðbera, frétta- blaði K. Þ. á Húsavík, segir kaupfélagsstjórinn, að í fullri alvöru hafi verið unnið að lækk un á tilkostnaðinum, m. a. launa kostnaði og hafi það tekizt í öll- um verzlunum félagsins frá ára mótum, bæði að krónutölu og í prósentvís af vörusölu. Þessi við leitni K. Þ. og árangur getur verið nokkurt umhugsunarefni. RÖNG STEFNA Ríkisstjórnin skilur ekki þjóð- nýt störf almennings í sam- vinnufélögunum og vinnur gegn þeim, í stað þess að styrkja þau. Þrjú kaupfélög hafa gefizt upp, mörg önnur eiga í vök að verjast. Að sjálfsögðu eru samvinnufélög engar heilagar kýr og þau lifa hvorki eða starfa að gagni nema saman fari: örugg framkvæmdastjórn og vakandi áhugi félagsmanna. Því er ekki að leyna, að örðugt er að fá vel hæfa kaupfélagsstjóra og þótt það takist verða sam- vinnumenn stöðugt að standa á verðinum, vera jafn ötulir gagn rýnendur sem tillögumenn — vera sér þess meðvitandi, að samvinnuviðskipti eru í eðli sínu þrepi ofar í viðskiptalegum samskiptum en kaupmanna- verzlun og liafa bætt lífskjörin meira í okkar landi, en nokkur önnur fjöldasamtök. Jakob Ó. Pétursson og Gunn- laugur Björnsson. □ ALÞINGIHEFST10. OKTÓBER NÆSTA reglulegt Alþingi hefst 10. október, að venju. Umræður standa enn yfir milli stjórnmáaflokkanna um efnahagsvandamálin. Sagt er af hálfu stjórnarinnar, að verið sé að safna upplýsingum um ýmsa þætti þjóðarbúskaparins og muni sú söfnun standa yfir til miðs næsta mánaðar. Fyrir þann tíma mun naumast að vænta stórviðburða í breyttum stjóm- arháttum, og hjálparbeiðni stjómarinnar á „neyðartímum“ verður þá fyrst unnt að taka til alvarlegrar athugunar. □ RAFVEITA HÚSAVÍKUR 50 ÁRA Skrifslofð sjónvarpsðhugðmanna er opin Vélskóladeildin á Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.