Dagur - 02.10.1968, Page 1
LI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 2. október 1968 — 41. tölublað
FILMU HÚSIÐ
Hafnarstrætj 104 Akureyri
Simi 12771 • P.O. Box 397
SÉRVERZLUN:
LJOSMYNDAVÖRUR
FRAMKÓLLUN - KOPIERING
Ráðstefna Framsóknarmanna um skipulag og starfshætti flokksins var haldin á Selfossi 28. og 29. september sl. Ráðstefna þessi var
vel sótt og umræður hinar fjörugustu. (Ljósm.: G. E.)
LÝSISGEYMAR NOTAÐIR FYRIR OLÍU
BJARGAÐI
NORSKUM DRENG
Húsavík 1. október. Götur bæjar
ins voru hreinsaðar í gær. Færi
er gott um allar sveitir þótt snjó
föl sé á jörð.
Svo bar við í Hammerfest í
Noregi í sumar, að Hallgrímur
Valdimarsson, Húsavík, 2. stýri
maður á Örfirisey, bjargaði
dreng frá drukknun. Var hann
sokkinn er Hallgrím bar að og
kafaði hann eftir barninu, enda
er hann sundmaður góður.
Drengurinn hresstist fljótt.
Hann var 10 ára. □
Fé dregið úr fönn
í Svarfaðardal
Dalvík 1. október. Hér er kom-
inn töluverður snjór eða um 40
cm. jafnfallinn snjór. Um miðja
sveit og í Skíðadal er hann þó
minni. En milli Atlastaða og Þor
steinsstaða, sem eru fremstu
bæir Svarfaðardals hafa kindur
verið dregnar úr fönn eftir hríð-
ina. Óttast er um, að dilka hafi
hrakið í skurði og læki þar sem
veðurhæð var mest.
Fé hefur reynzt mun vænna
til frálags nú en undanfarin ár.
J. H.
RITHÖFUNDASJÓÐUR ís-
lands hefur veitt eftirtöldum
100 þús. kr. styrk eða verðlaun:
Guðbergi Bergssyni, Svövu
Jakobsdóttur, Guðmundi Daní-
elssyni og Jóhannesi úr Kötlum.
Stefán Júlíusson formaður Rit-
höfundasambandsins afhenti
NÝJA dráttarbrautin á Oddeyri
verður tekin formlega í notkun
á föstudaginn, 4. október kl.
10.30 árdegis.
Síðan dráttarbrautin var tek-
in í notkun til reynslu, 6. ágúst
sl. hafa 8 skip verið tekin upp,
þar af 4 togarar. Hefur brautin
reynzt vel í hvívetna.
Til að reyna dráttarbrautina
til hlýtar og til að sýna lands-
mönnum 'hversu aðstaða öll til
upptöku skipa á Akureyri hefur
batnað við tilkomu brautarinn-
ar, hefur hafnarstjóm Akureyr-
ar undanfarið verið að leita eft-
ir stóru millilandaskipi til að
taka upp í nýju brautina. Skipa
Rafmanslaust
Gunnarsstöðum 1. okt. Enn er
veðrið ekki að fullu niður geng-
ið hér á Norðausturlandi, en
skánandi þó.
í fyrravetur bilaði raflína,
sem hingað liggur frá Þórshöfn.
Hagur maður, Valdimar Guð-
mundsson, annaðist viðgerð í
bráð. Lofað var að láta full-
komna viðgerð fara fram í sum
ar, en Ríkisrafveitur sviku það.
Nú bilaði línan á ný. Rafveit-
STEFÁN VALGEIRSSON al-
þingismaður leit nýlega hér inn
á skrifstofu Dags og kvaðst vilja
leiðrétta það, sem hér var fyrir
nokkru sagt, að hann væri for-
maður svokallaðrar ihafísnefnd-
ar. Leiðréttist það hér með. En
blaðið notaði tækifærið og
þessa viðurkenningarstyrki á
Hótel Sögu. Er þetta fyrsta út-
hlutun úr sjóðnum. Jóhannes
úr Kötlum og Guðmundur
Daníelsson hafa ritað bækur um
áratuga skeið en hinir rithöf-
undarnir hafa vakið athygli með
bókum sínum allra síðustu ár.
deild SÍS hefur nú orðið við
þeirri ósk hafnarstjórnar Ak.
að lána m.s. Helgafell, sem er
2194 br. rúmlesta skip og 88.2 m.
að lengd, til uppsáturs á föstu-
daginn. Hefur Skipadeild SÍS
einnig samið við Slippstöðina
h.f. um botnhreinsun og málun
á skipinu. Á það verk ekki að
taka nema tvo daga.
Helgafell mun losa á Akur-
eyri vörur á fimmtudag en
áformað er að taka skipið upp
á morgunflóðinu kl. 9.15.
Hafnarstjórn Ak. hefur boðið
allmörgum gestum til að vera
viðstaddir vígslú brautarinnar,
þar á meðal sjávarútvegsmála-
í þrjý dægur
urnar gátu ekki biargað málinu
og vorum við rafmagnslaus í
þrjú dægur. En áðurnefndur
snillingur bjargaði í annað sinn.
Sláturfé reynist fremur vel.
Á föstudaginn var nær 200 dilk-
um frá Syðra-Álandi lógað hér.
Meðalvigt var 18.23 kg. Þessi
lörnib voru 40 kg. til jafnaðar á
fæti.
Verið er að ryðja snjó af
Hálsavegi í dag. Ó. H.
spurði þingmanninn um starf
þessarar nefndar. Hann sagði,
að upphaflega hefðu þingmenn
á Norðurlandi, Austurlandi og
Vesturfjörðum kosið sér 8
manna nefnd, eftir að hafísinn
lagðist að landinu á sl. vetri —
tvo úr hverju kjördæmi. Verk-
efni þeirrar nefndar var að
fylgjast með ástandinu í þessum
landshlutum og knýja á ríkis-
valdið um úrbætur, ef þurfa
þætti, einkum í sambandi við
flutninga þungavöru ef ís lok-
Lýsisgeymar notaðir fyrir olíu
aði leiðum (Stefán var formað-
ur þeirrar nefndar).
í aprílmánuði kaus svo Al-
þingi hafísnefnd. Formaður
hennar er Ólafur Björnsson pró
ráðherra, Eggerti G. Þorsteins-
syni og iðnaðarmálaráðherra,
Jóhanni Hafstein, ásamt ýmsum
embættismönnum ríkisins og
ríkisstofnana. Einnig hefur al-
þingismönnum kjördæmisins
verið boðið, svo og forstöðu
mönnum nokkurra skipafélaga.
Munu gestir safnast saman
við dráttarbrautina kl. 10.30. Þá
mun forseti bæjarstjórnar,
Bragi Sigurjónsson, bjóða gesti
velkomna en síðan mun Eggert
G. Þorsteinsson gangsetja afl-
vélar dráttarbrautarinnar, sem
þá draga vagninn með Helga-
fellinu í. Vagninn mun verða
rúman klukkutíma upp. Á
meðan mun Skapti Áskelsson
forstjóri Slippstöðvarinnar
bjóða gestum hafnarstjómar að
skoða skipasmíðar fyrirtækisins
og strandferðaskipin tvö, ’ sem
þar eru í smíðum. Síðan býður
hafnarstjórn gestum sínum til
hádegisverðar í Sjálfstæðishús-
inu.
(Fréttatilkynning)
Daguk
kemur næst út á laugardaginn,
5. október.
fessor. Auk hans eru í nefnd-
inni Stefán Valgeirsson, Bragi
Sigurjónsson, Pálmi Jónsson,
alþingismenn og Jóhannes Stef-
ánsson forstjóri, Neskaupstað.
Verksvið nefndarinnar?
Hafísnefnd á að kanna ástand
á Vestfjörðum, Norðurlandi og
Stefán Valgeirsson.
Austurlandi og benda á leiðir til
að leysa þann vanda, sem hafís
hefur í för með sér, ef hann haml
AUGLÝST hefur verið nýtt bú-
vöruverð, samkvæmt nýjum
verðlagsgrundvelli. Samkvæmt
honum eiga bændur að fá kr.
10.61 fyrir hvem lítra mjólkur
og kr. 77.53 fyrir hvert kg. af
fyrsta flokks dilkakjöti.
Útsöluverð mjólkur og kjöt-
vara er sem hér segir:
Mjólk í eins líters hyrnum
hækkar úr kr. 9.15 í 10.50 hver
líter.
Rjómi í kvarthyrnum hækkar
úr kr 24.10 í kr. 26.65.
Skyr hækkar úr kr. 23.65 í
kr. 26.00 hvret kíló.
Gæðasmjör hækkar úr kr.
115.75 hvert kíló í kr. 138.45.
45% ostur hækkar úr 144.65
kr. hvert kíló í kr. 159.25.
Súpukjöt hækkar úr kr. 84.75
hvert kík» í kr. 97.90.
ar siglingum. En framkvæmd-
in er í höndum ríkisvaldsins.
Við höfum kannað þetta svæði
og skiptum með okkur verkum.
í vor fengum við varðskip til
vöruflutninga austanlands, þaf
sem bæði var olíu- og kjarn-
fóðurlaust á sumum höfnum.
Ýmsar aðrar ráðstafanir gerðum
við, ef á hefði þurft að halda.
Og nú er vetur framundan á
ný?
Já, við höfum haldið 9 eða 10
fundi í sumar, haft fundi með
oddvitum, bæjarstjórum og bún
aðarfélagsformönnum. í ljós hef
ur komið, í sambandi við olíuna,
að geymar eru ekki til nema til
2—3 mánaða á hafíssvæðinu.
Hér á Akureyri og við Eyjafjörð
er 10—11 vikna geymarrými.
Mega allir sjá hver vá er fyrir
dyrum ef hafís lokar siglinga-
leiðum því engin tæki eru til í
landinu, sem geta annast olíu-
dreifinguna ef leiðir á sjó lok-
ast.
Hvernig verður geymarúmið
aukið?
Athugað hefur verið, hvort
ekki er hægt að nota lýsis-
geyma, sem víða eru til, svo sem
(Framhald á blaðsíðu 2).
Heil læri hækka úr kr. 97.00
hvert kíló í kr. 111.55.
Kótelettur hækka úr kr.
110.95 kílóið í 127.15 kr.
Slátur með sviðnum haus
hækkar úr kr. 87.00 í 98.50 kr.
Verð þetta gildir frá þriðju-
deginum 1. október. □
Sleðafæri á Raufarh.
Raufarhöfn 1. okt. Verið er að
salta 100 tonn síldar úr Gísla
Árna og í dag kemur Orfirisey
með 200 tonn og Vörður, Greni-
vík með 60 tonn. Sjö skip lágu
inni í garðinum en eru farin á
veiðar.
Hér er sleðafæri á götunum
og dálitlir skaflar komnir. Veð-
ur er mjög hatnandi. H. H.
Rithöfundar lilutu viðurkenningu
Drállarbraufin vígð á föstudaginn
NÝJA VERÐIÐ