Dagur


Dagur - 02.10.1968, Qupperneq 8

Dagur - 02.10.1968, Qupperneq 8
8 SMÁTT OG STÓRT Fyrsta og eina síldarsöltunin á Akureyri á þessu- sumri það sem af er, var í Krossanesi sl. fimmtudag. Súlan kom þangað með 200 tonn af ísaðri síld, auk þess nokkuð af síld, sem söltuð hafði verið á miðunum. (Ljósm.: E. D.) SAMVINNUSKÓLINN 50 ÁRA SAMVINNUSKÓLINN Bifröst var settur í dag, 26. september, í hátíðasal skólans. Guðmundur Sveinsson skólastjóri flutti setn ingarræðu og bauð nemendur, starfsfólk og kennara velkomin til starfa. í ræðu skólastjóra kom fram, að skólinn er 50 ára í næsta mánuði og er nú hafið 51. starfsár skólans frá stofnun, en hið 14. frá flutningi skólans að Bifröst. Skólastjóri minntist sérstaklega Jónasar Jónssonar frá Hriflu, fyrrum ráðherra, en \ LOGAÐ ALLT AÐ 43 ÞUS. FJAR Á SAUÐÁRKRÓKI Frostastöðum 19. sept. Sauðfjár slátrun hófst hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sl. mánudag, þann 16. sept., eða viku fyrir göngur, Ekki mun þó gert ráð fyrir því, að hámarksafköstum verði náð fyrstu dagana en úr því er áformað að slátra 1500 kindum á dag. Samkvæmt sláturfjárlof- orðum mú búast við að slátrað verði í haust lijá félaginu 42— 43 þús. fjár og er það nokkru fleira en áður hefur verið. Auk þess verður trúlega einhverju slátrað hjá svonefndu Slátur- samlagi Skagfirðinga, en sá fé- lagsskapur mun á sinni tíð hafa Akureyrartogararnir KALDBAKUR fór á veiðar frá Reykjavík 24. sept. Hann iandar eftir helgina. SVALBAKUR fer á veiðar kl. 8 í kvöld, eftir hreinsun í slipp. HARÐBAKUR er væntan- legur 3. okt. með um 80 tonn. SLÉTTBAKUR fór 27. sept. á veiðar en kom inn í gær með bilaða ljósavél. Fer út aftur á morgun eða fimmtudag. (Frétt frá Ú. A. 1. okt.) verið í einhverskonar tengslum við Verzlunarfélagið sáluga. Undanfarin haust hefur ekki fengizt að slátra á Sauðárkróki fullorðnu fé austan yfir Héraðs- vötn og hefur það verið flutt í Hofsós. Var það gert til þess að forðast garnaveikissýkingu vest an Vatna. Nú eru hins vegar brostnar forsendur fyrir því banni þar sem garnaveikin hef- ur numið land í vestanverðu héraðinu og er nú leyft að slátra öllu fé austan yfir Vötn á Sauð- árkróki. Áætlað er að sauðfjárslátrun verði lokið hjá kaupfélaginu 23. —25. okt. en þá tekur við stór- gripaslátrun. Um 110—120 manns vinnur við slátrunina. Vænleiki dilka hér í haust verður naumast ráðinn af því sýnishorni, sem enn er komið í sláturhúsið. Það er eingöngu fé, sem verið hefur í heimahögum eða hið næsta afréttargirðing- um og verið sótt þangað og er það oft rýrara en hitt, sem unir sér í afrétt. Þó virðast þeir dilk- ar, sem enn eru heimtir, lofa góðu fremur en hitt. Góðviðri er nú með eindæm- um dag hvern og hefur svo ver- (Framhald á blaðsíðu 2). stofnanda Samvinnuskólans og skólastjóra hans í áratugi, þakk aði störf Jónasar og bað við- stadda minnast hins látna með því að rísa úr sætum. Skólastjóri skýrði frá að 76 nemendur myndu stunda nám við skólann í vetur, 39 í 1. bekk og 37 í 2. bekk. Hafa nemendur aldrei verið jafn margir í skól- anum frá því hann var fluttur að Bifröst. Um skólavist í 1. bekk á þessu hausti sóttu 288 ungmenni, eða sjö sinnum fleiri en hægt var að taka í skólann. (Framhald á blaðsíðu 5). EKí- SAUÐFJÁRSTÍÐIÐ í REYKJAVÍK í réttunum skarst verulega í otlda milli yfirvalda höf- uðborgarinnar og sauðfjáreig- enda, sem bannað var að flytja fé sitt frá rétt í Fjárborg (fjár- húsahverfi). Varð lögreglan að skerast í málið. En sauðfjárhald hefur verið bannað í landi borg arinnar, sauðfjáreigendur mót- mæltu banninu svo lögreglu- valdi varð að beita. SKÚRASTÍÐ Á AKUREYRI Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa verið að stríða við það undan- farin ár, að losna við nokkra tugi kofa og skúra, einkum á Oddeyri. Húsnæði þetta er m. a. notað sem hesthús. Sauðfjár- hald er ekki bannað í landi bæj-' arins og áttu bæjarbúar á þriðja þús. fjár á fóðrum sl. vetur, enn fremur 3—400 hesta. Löghlýðnir kofaeigendur liafa fært sig um set, en aðrir þráast við. Auðvit- að verða kofarnir að víkja eins og hvert annað skran. En mynd arleg hesthús og kindahús gætu verið augnayndi í sjálfum mið- bænum ef ströngum kröfum í umbúnaði og umgengni er full- nægt. KALLAÐI Á GÆSIRNAR Norðlenzkur bóndi var að kalla á gæsahópinn sinn að kveldi dags. Þær voru bústnar og verða enn bústnari þegar líður að jólum — og jafnframt drjúg tekjulind eiganda sínum —. Furðulegt er, hve fáir nota gras lendið til alifuglaræktar. Sum- um hefur tekizt að lokka æðar- fuglinn til að mynda varpsam- félag á nýjum stöðum, til mikilla nytja. Dúnninn hækkaði nýlega mikið í verði. SELUR ÁSKERI Á snöggri ferð um Vatnsnes í sumar sáust hundruð sela sleikja sólskinið á lágum skerj- um. Við læddumst fram á sjávar bakkann til að sjá selina betur. En þeir voru ekki mannfælnir og höfðu líka gaman af að sjá fólk. Hættum við þá feluleikn- um og gengum frarn á bakkann þar sem liann var hæstur. Sel- irnir blésu hátt og sumir góluðu og allir stungu þeir sér í sjóinn. En þeir fóru ekki heldur komu þeir upp að fjöru og léku þar listir sínar fyrir okkur. Þeir voru eins og húsdýr, gæfir, for- vitnir og skemmtilegir. SÁ AFTURMJÓI Fimm ára gamlir Iaxar, sem veiðast í Laxá eru oft um 20 pund. Þeir hafa þó aðeins verið tvö ár samfleytt í sjó, en gengið 3ja ára úr ánni (gönguseiði) þá 15—18 cm. langir og mjóslegnir fiskar. Vöxtur laxanna, eftir a5 þeir yfirgefa árnar, er ótrúlegur. Talið er, að unnt sé að marg- falda laxagöngur í íslenzkum laxveiðiár, með því að hjálpa náttúrunni við uppeldið. En. grundvöllur að allri ræktun lax fiska, sem í sjó ganga, er það eðli þeirra að vitja æskuslóð- anna, sem stórir og verðmiklir nytjafiskar. Mikið norðanveður um UM SÍÐUSTU HELGI var hvöss norðanátt um land allt og mikilli snjókomu um norðan- vert landið og á hálendinu. Fé fennti í Svarfaðardal, í gær var verið að leita að fé í sköflum í Vinhælishreppi og Höfðahreppi á Skaga, svo dæmi séu nefnd. Holtavörðuheiði varð þung- fær, skaflar á vegum hjá Holta- stöðum og Móbergi í Langadal og veruleg umferðartruflun í Húnavatns- og Skagafjarðai'- sýslum en greiðfært orðið í gær. Múlavegur tepptist, heiðavegir norðaustanlands urðu þungfær- ir í bráð. Oddsskarð og Fjarðar- heiði lokuðust, svo og Hálsaveg- Stórbruni á Másseli í Jökulsárhlíð Egilsstöðum 1. okt. íbúðarhúsið Mássel, norðarlega í Jökulsár- hlíð, brann til ösku í gær. Eld- urinn varð laus kl. 11 í gær- kveldi, átti sennilega upptök í viðbyggingu íbúðarhúss, þar sem olíurafstöð var. Vindur var hvass, 7—8 vindstig af norð- austri. Eldurinn magnaðist fljótt svo húsið varð alelda á skammri stund. Við eldsupptök voru í húsinu bóndinn Þórarinn Guðjónsson, ÖSKRANDl GUFUGOSI BJARNARFLAGI EINS og vegfarendum um Bjarn arflag og Námaskarð er kunn- ugt, hafa tvær borholur spúð sjóðandi gufu með öskrum og óhljóðum skammt frá þjóðvegi. Þriðja borhola og yngri var virkjuð og notuð í Kísiliðjunni. í sumar var fjórða holan boruð, með tilliti til raforkuframleiðslu, þeirrar fyrstu hér á landi. Því verki er nýlega lokið og hola sú gýs stöðugt síðan. Gufumagnið er mikið og ómælt og hitinn er 281 stig og vaxandi. Holan er 1138 m. djúp. Verið er að tengja gufuna Kísiliðjunni til bráða- birgða, eða þar til hún verður tekin til raforkuframleiðslunn- ar. Verið er að byggja raf- stöðvarhús við holuna. Enn- er byrjað á nýrri holu í Bjarnar flagi og er hún gerð vegna Kísil iðjunnar. Eldri borholur tvær, sem hvæsa að vegfarendum eru ónýttar enn, þóttu ekki nægi- lega heitar til raforkufram- leiðslu. En þar er óhemju orka, sem enn fer út í loftið, engum til gagns. Jarðborunardeild ríkisins sér um borunarframkvæmdir í Bjamarflagi. Og enn hefur eng- inn hugmynd um orkumögu- leika á því jarðhitasvæði, sem kennt er við Námaskarð og Bjarnarflag, sem fást kynnu með borunum. □ sem var uppi á efri hæð, enn- fremur kona 'hans, Árný Þórðar dóttir, ásamt dóttur og þrem dótturbömum. Mæðgumar voru í kjallara en komust upp á hæð ina, brutu glugga og björguðu út börnunum og svo sjálfum sér. En móðir barnanna, Elín- borg, brenndist nokkuð og var síðar gert að sárum hennar á Egilsstöðum. Guðbjörn, sonur hjónanna gat bjargað föður sín um út um glugga á efri hæð og einhverju af fatnaði fólks. Allt annað brann. Húsið var timbur- þiljað steinhús og er gjörónýtt. Er því brunatjónið mjög mikið. Bóndasyni tókst einnig að bjarga þrem nautgripum úr áföstu fjósi en kálfur brann inni og nokkur hænsn. Ekki varð í síma komist, en er nágrannar sáu eldinn, komu þeir til hjálpar og skjóta þeir skjólshúsi yfir fólkið. Alllangt er til næstu bæja, en skemmra til eyðibýlis þar sem fólkið býr e. t. v. um sig til bráðabirgða, svo unnt sé að halda búskap áfram og nýta hey í vetur. □ ur, Axafjarðaiheiði og Möðru- dalsöræfi. Vaðlaheiði var snjó- lítil og Fljótsheiði nær snjó- laus. ' Margir vegfarendur voru keðjulausir og varbúnir vetrar- veðri um helgina. Tafir urðu því mun meiri af þeirri ástæðu en þurft hefði að vera á vegum úti. Er á það minnt nú, að ekki er að treysta góðu veðri og greið- um vegum þegar um lengri ferðalög er að ræða og þessi árs tími kominn. Q SLEGIST VIÐ HÖFNINA í NÓTT kom til átaka milli bæjarbúa og enskra sjómanna af togaranum Arsenal, sem lá í Akureyrarhöfn. Lögregla bæjar ins skabkaði leikinn og handtók 4 hinna erlendu sjómanna, þeirra á meðal skipstjórann. Tveir íslendingar meiddust lítil lega í átökum þessum og var gert að sárum þeirra. Útlending arnir voru látnir lausir í dag, eftir að yfirheyrslum var lokið. Óróaseggirnir voru ölvaðir. Nokkrir erlendir togarar komu til Akureyrar til að liggja af sér garðinn um síðustu helgi. Fleiri óspektir urðu af völdum áhafna þeirra, en þau mál komu ekki til kasta lögreglunnar. (Samkv. viðtali við lögreglu- varðstofuna í gær). □

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.