Dagur - 27.11.1968, Blaðsíða 4

Dagur - 27.11.1968, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. SKULDASÚPÁN UM ÞAÐ LEYTI sem krónan var felld á dögunum bar mönnum ekki fyllilega saman um það, hver væri heildarupphæð skulda íslands er- lendis dagana fyrir og eftir gengis- lækkunina og fóru þó þeir, sem um þetta ræddu eftir upplýsingum frá Seðlabankanum. Mismunur á tölum, sem raunar var ekki mikill, stafaði af því, að stundum er talað um umsamið er- lent lánsfé, sem ekki er alltaf búið að nota að fullu en stundum um notað lánsfé eingöngu, sem telja verður réttara, en þá þarf það að liggja glöggt fyrir, hvað búið er að nota af umsömdu lánsfé. Nú hefur Seðlabankinn birt tölu, sem treysta verður um upphæð skuld- arinnar þegar eftir gengislækkun, miðað við notað lánsfé og var skuld- arupphæðin samkv. henni ca. 12500 milljónir króna. Síðan er búið að semja um 770 millj. kr. gjaldeyris- lán erlendis og mun það koma fram í skýrslum eftir áramótin, að hve miklu leyti hér verður um raun- verulega skuldaraukningu að ræða. En vera má, að þetta fé verði að ein- hverju leyti notað til að lækka lausa- skuldir erlendis. I árslok 1958, þ. e. fyrir tæpum 10 árum, námu erlendu skuldirnar ca. 4000 milljónum, breytt í núverandi gengi íslenzkrar krónu. Skuldaaukn- ingin síðan 1958 upp í 12500 millj. kr. er því stórkostleg. Og þar sem báðar upphæðimar eru reiknaðar á sama gengi, er hér um að ræða raunverulega skuldaraukningu í er- lendum gjaldeyri. Fyrir „viðreisn" komust fróðir menn að þeirri niðurstöðu, að árleg- ir vextir og afboiganir af þáverandi skuldum væm um 5% af því sem inn kæmi á ári fyrir útfluttar vömr og þjónustu. Þennan hundraðshluta þ. e. 5%, nefndu þeir greiðslubyrði þjóðarinnar gagnvart útlöndum og sögðu að hún mætti ekki þyngri vera og væri í öðram löndum yíirleitt léttari. — Forystumenn Sjálfstæðis- ins deildu einkum á vinstri st jómina fyrir það, að þessi greiðslubirði, sem var 5%, væri of þung og töldu sig ætla að ráða bót á. í viðræðum stjómmálaflokkanna í haust var upplýst, að greiðslubyrð- in væri komin upp í 1350 milljónir á ári, á gamla genginu og væri ná- lægt 15% í staðinn fyrir 5% fyrir 10 árum. Þessi upphæð jafngildir því sem inn í landið kom fyrir allar frystar sjávarafurðir á árinu 1967 og samsvarar nálega 2100 millj. kr. á nýja genginu. Þannig er skuldasúpan orðin við útlönd eftir 10 ára „viðreisn“ íhalds á íslandi. O SKILJUM-SKILJUM EKKI? NÚ BER HÁTT skrif og skraf um atvinnu- og fjármálavanda margs konar, sem þjakar þjóð- ina. Ekki eru vandamálin ný- tilkomin. Talið er að 2 að raun- ar 3 árin siðustu hafi verið erf- ið og áfallasöm, og að sífellt hafi sigið á ógæfuhliðina, unz svo er komið, að gjaldeyrisforði þjóð- arinnar, sem átti að vera til ör- yggis á erfiðum árum, er upp- étinn með öllu. Hér er það sag- an gamla um mögru kýrnar 7 sem átu upp hinar 7 feitu, í nýrri útgáfu og með nútíma stafsetningu. Þó er nú gengið harðara. að en á Egyptalandi forðum, því segja má að 2 magr- ar kýr séu búnar að torga 7 . feitum. Hagfræðingar og stjórnmála- menn fræða lýðinn um þessi mál margvíslega. Við „venju- legir“ menn og konur leggjum okkur fram um að skilja, en tekst það misjafnlega. Sumt, og jafnvel margt, skiljum við alls ekki, þótt við séum öll af vilja gerð. '.'' En áður en lengra er farið, mun rétt að skilgreina nokkuð, hvað ég á við, er ég nota orða- lagið „venjulegir menn og kon- ur“ — „venjulegt fólk“ og „venjulegar manneskjur“. Ég á blátt áfram við obbann af fólki, unga og gamla, í þessari borg — Reykjavík — og um land allt. Fólk misbúið að menntun og atgerfi, en um eitt er það yfirleitt á sama báti: Það hefir engum eða litlum erfða-auði á að byggja, né úr að spila, enda er nú lítið um slíkan auð á landi hér. Ennfremur: Það hefir ekki sópað saman verzlunar- og um- svifaauði á feitu árunum, í bezta lagi ef það hefir aunglað saman og lagt til hliðar að því marki að verða vel efnalega sjálfbjarga. Það hafa margir gert sem betur fer. Já, það eru margir sem falla undir þessa heildar-skilgrein- ingu, en þar eru sér í flokki, í huga mínum, þeir mörgu sem höfðu efnast nokkuð áður en gengisfellingar-trúin og sýkin grejp um sig í landi hér, en eiga nú við felli vona ag hagsmuna að búa, eftir að gengisfellingar hafa látið greipar sópa um eig- ur þeirra. Það er sízt að undra þótt þetta fólk gerist blendið í trúnni á vizku og forsjá leið- toga þjóðarinnar og eigi erfitt með' að skilja hagfræðiræður þeirra fyrr og nú. Aldrað fólk, sem svo er ástatt um, verður nú daglega að velta fyrir sér því reikningsdæmi hvort verðfelld- ar .eignir muni endast og hrökkva til, til viðbótar þeim ellilífeyri sem ríkið nætur í té og vel ber að meta, unz yfir lýkux. Slíkt reikningsdæmi get- Xir blátt. áfram horft þannig við öldruðu fólki, að góð heilsa og útlit fyrir að lifi lengi, verði þeim- er í hlut á ærið áhyggju- efni og vandamál. Fátt er dapr- ára en að þurfa að óttast að lifa of lengi, þar eð eyðilagður fjár- hágur leyfi það eigi, og eiga þjóð félaginu og stjóm þess fyrir það að þakka. En það er ekki sérstaða og viðhorf hinna gömlu, sem eru og verða að éta upp leifamar af eignum sem margbúið er að verðfella, sem er aðalumræðu- efnið. Mest er um vert að líta á viðhorf fjöldans venjulega fólksins, éilþýðu manna. — o — Okkur er sagt að nú verði all- ir að spara, nú eiga allir að hjálp ast að, við að yfirstíga erfiðleik- ana. Hin daglega reynsla verður því miður á þann veg að svar okkar einstaklinganna vel flestra verður á þessa leið: Ég hvorki get eða vil afsala mér neinu, það verða aðrir að gera. Þannig er hugsað og sagt oftast í hljóði, en einnig upphátt. Hvað veldur þessum hugsunarhætti, þessu meini? Margt ber til, en það sem lengst dregur og verstu veldur, er sú tilfinning okkar, reynsla og skilningur, að hag- fræðingar ríkisins, fjármálafor- kólfar og stjórnarvöldin sýni harla litla viðleitni í þá átt að spara útgjöld og herða ólina. Og sem sé: ef ríkið bankarnir og aðrar opinberar stofnanir þurfa ekki að spara, hvers vegna eig- um við einstaklingarnir, sem vel flestir höfum ekki meira en til hnífs og skeiðar, eða vel það, þá að vera að spara, nei og aftur nei! Máli mínu til stuðnings skal ég nefna nokkur dæmi sem við höfum fyrir augum og eyrum daglega. Hluti sem okkur geng- ur illa að skilja. — o — Ríkið er að byggja tollahöll mikla og veglega við höfnina í Reykjavík. Við spyrjum: Hefði ekki allt komizt af, við fyrir- sjáanlegan minnkandi innflutn- ing, þótt þeirra fleiri tuga milljóna — ef til vill 100 millj- óna — framkvæmd hefði verið frestað um sinn, unz eitthvað batnaði í ári? Hið sama gildir vonandi um símabygginguna nýju, sem er mikil og dýr bygg- ing. Búnaðarbankinn byggir stór- hýsi við Rauðarárstíg, til við- bótar fyrir starfsemi sína — tug milljóna byggingu. Hefði það staðið þjóðinni nokkuð fyrir þrifum þótt þeirri framkvæmd hefði verið frestað nokkuð? Er ekki sama að segja um stór- byggingu Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis við Skólavörðu stig. „Nauðsyn“ þessara stór- bygginga, þessara dýru fram- kvæmda, nú þegar stjómarvöld in segja að hart sé í ári og nú þurfi að spara er eitt af þeim fjármálavizku-úrræðum sem við erum að reyna að skilja — én tekst ekki. — o — Og um leið verður okkur hugs að til fjárfestingar bankanna yfirleitt, og útþenslu bankakerf- isins hin síðustu ár. Við sjáum að nýir bankar og bankaútibú rísa upp og gróa eins og gor- kúlur á haug út og suður um borgina og víðar. Nú mun tala banka og bankaútibúa á svæð- inu Reykjavík—Hafnarfjörður vera komin verulega á þriðja tuginn. Er þetta eðlilegt? Er þessi útþenslustefna fjármála- yfirvaldanna rétt og heppileg í sama mund og kvartað er um peningaleysi og fjárskort í bönk um, stofmmum og hjá ríkinu? Við „venjulegir“ menn sem höf um lítil viðskipti í bönkum skilj um þetta ekki, að það þurfi að fjölga bönkum eftir því sem fjár skortur géri meirá vart við sig og krónurnar verða verðminni. En okkur er sagt að þetta sé rétt og að jafnvel þurfi betur að gera, fjölga bönkunum ennþá meira. Málið var til umræðu á Alþingi nú alveg nýverið. Þá upplýsti viðskiptamálaráðherra, að í Danmörku væru bankarnir mun fleiri, miðað við fólksfjölda. Við héldum að hann myndi láta þau orð fylgja skýrslu sinni, um fjölda banka hérlendis og fjár- festingar á því sviði, að hér væri bersýnilega of langt gengið, og að nauðsyn bæri til að stinga við fótum. Þar misskildum við hlutina rétt einu sinni, fengum tilvitnunina til Danmerkur í hausinn. Útþensla bankakerfisins og fjárfesting er blátt áfram stork- un við almenning í þessu landi og við fjárvana atvinnuvegi, og tilvísunin til Danmerkur er gróf blekking. Annars vegar er fjöl- menn þjóð, miðað við okkur, og gróin að efnum. Hins vegar er- um við fátækir og fámennir og fjárvana. Já svo fjárvana að við verðum af illri nauðsyn að draga til okkar útlent fjármagn við hálfgerða neyðarkosti, svo ekki sé meira sagt. Allur saman burður á okkur og Dönum, á þessu sviði er fásinna. — o — Fjármálaréttlætið? Við skilj — um nauðsyn þess og réttmæti, að við hljótum sekt ef bíllinn okkar stendur lengur við stöðu- mæli en tilskilið er. Og við reyn um líka að skilja að það sé eðli- legt að bíllinn verði tekinn úr umferð ef við greiðum ekki sektina. Svipað er um síma, út- varp, sjónvarp, rafmagn og hita veitu að segja. Við vitum og skiljum svona sæmilega vel, að það er engin miskun hjá Magn- úsi, það er einfaldlega lokað fyrir ef við greiðum ekki á rétt- um tíma. En það er annað, sem við skiljum ekki, svipaðs eðlis eins og stöðumælasektirnar, en ólíkt viðameira. Togarar og togbátar eru teknir í tugatali við ólög- legar veiðar. Þeir eru færðir til hafnar, yfirmenn eru yfirheyrð ir, og reynist hlutaðeigandi skip stjóri sannur að sök, landhelgis- broti, er hann dæmdur í ekt. Þetta er einfalt og auðskilið. Hitt er okkur öllu erfiðara að skilja, að togarar og togbáta- sektirnar eru yfirleitt aldrei greiddar, að því er orðrómur hermir, og hefir ekki verið af- sannað. Landhelgisbrotin kosta því eigi skipstjórana annað en töfina við að sigla til hafnar og sitja undir yfirheyrslu. Að henni lokinni er farið á veiðar aftur og lögbrotin endurtaka sig. Þannig gengur þetta ár eftir ár, einnig nú þegar sagt er að þröngt sé í búi hjá ríkissjóði. Það reynist erfitt fyrir „venju lega“ menn með stöðumælasynd ir á samvizkunni að skilja þetta lögsögu-„samræmi“. Það er ekki vel til þess fallið að örva menn til löghlíðni og til þess að bera virðingu fyrir peningum og þeim stjómarvöldum sem tala um sparsemi og reglusemi í fjár málum, um rétt framtöl til skatts o. s. frv. — o — Okkur er ljóst af dýrri reynslu, að ef við stöndum ekki í skilum með greiðslur á opin- berum gjöldum, svo og gagn- vart bönkunum með rentur og afborganir af lánum sem hvíla á íbúðum okkar, þá vofa yfir lögtök og nauðungaruppboð. Ennfremur, að þegar mikil brögð verða að vanskilum blasir við gj’aldþrOt, — við verðum hreinlega „gérðir upp“. Og það þurfa oft ekki að vera neinar stórupphæðir á nútímavísu, som leiða til lögtaks, fjámáms og jafnvel gjaldþrots, þegar „venju legir“ menn eiga hlut að máli. Þetta er vitanlega einfalt mál og auðskilið, einhver röð og regla verður að vera á hlutun- um. En svo kemur annað til, annað og meira, sem okkur veit ist erfitt að skilja. Við aðgerðir þings og stjómar gengur ríkissjóður í ábyrgð fyr- ir félög, stofnanir og einstakl- inga. Hér venjulega ekki um neinar smáupphæðir að ræða, alla jafna eru það milljónir og stundum tugir milljóna. Nýlega hefir verið birt furðu- leg skrá yfir slíkar ábyrgðir sem fallnar eru á ríkissjóð. Sennilega koma þó ekki öll kurl til grafar á skrá þessari, en Ijóst er af skránni, að félög og einstakling ar geta hlaupið frá greiðslu- skyldum sínum í miklum mæli, án þess að verða „gerðir upp“, og bara látið rikissjóð, sem ábyrgðaraðila, taka við súpunni, milljóna og jafnvel tugmilljóna skuldum. Og það virðist ekkert vera því tií fyrirstöðu, að hinir sömu aðilar geti lifað „praktug- lega“, leikið sér og farið allra sinna ferða, þrátt fyrir vanskil- in, öruggir um að sleppa við lög tök, nauðungaruppboð og gjald þrot. Þettá eiga venjulegir minni háttar gjaldþegnar erfitt með að skilja. Lögmálið virðist vera — og er ekki nýtt — að það geti verið erfitt og ábyrgðarhluti að skulda lítið, en stórum betra að skulda mikið, og vera í van- skilum með skuldimar. Slíkt getur blátt áfram verið vænlegt til framdráttar og áhrifa í þjóð- félaginu. — o — Gjaldeyrissjóðurinn gjörsam- lega uppétinn. Fyrir löngu, já meira en ári síðan, mátti sjá að hverju fór um þá hluti. Nú al- veg nýlega fóru gjaldeyrisyfir- völdin að hamla ofurlítið á móti miður nauðsynlegri gjaldeyris- sölu. Okkur verður að spyrja: Hvers vegna var ekki stungið við fótum miklu fyrr — ög fast ar? Hér er sama sagan sem blas ir við, hið opinbera sparar ekki, vill ekki spara, bara láta allt . ganga sinn gang, unz allt er upp urið og komið í öngþveiti. Er þetta ekki hliðstætt við stór- byggingar ríkis og banka? Al- menningur á bágt með að átta sig á nauðsyn sparnaðar þegar þessu fer fram. Það er eins og fjármólayfirvöldin hafi trúað því, að kraftaverk myndi gerast og beðið eftir því. En nú verður ekki beðið lengur, og þá er hæg- urinn hjá, fjármálayfirvöldin gera bara kraftaverkið sjálf. í kvöld var okkur tjáð í útvarpi, að á morgim, á Marteinsmessu verði gjaldeyrisbankarnir lokað ir og á þriðjudag 12. nóvember mætti búast við nýju gengi. Kraftaverkið er fram komið, það er ný gengisfelling, sem nú á að bjarga þjóðinni ennþá einu sinni. Við sem ekki erum fjármála- hagfræðingar spyrjum: Hve oft er hægt að fella gengi krónunn ar? Er. hægt að gera það enda- laust? Og ennfremur spyrjum við: Ef það er hagur að fella krónuna t. d. um 30 prósent, er þá ekki augljóslega miklu meiri hagur að fella hana um 60 pró- sent, eða jafnvel 90.prósent? Við skiljum ekki þennan skollaleik, og hann er- okkur engin hvöt né uppörvun til þegnskapar né sparn^ðar, því er fjarri. — o — En það er ekki bara gengi krónunnar sem nú fellur. Gengi leiðtoga stjómmálaflokkanna og tiltrú almennings á landinu til þeirra hrynur. Viku eftir viku bárust fregnir af því að leiðtog- arnir sætu á fundum og von væri til þess, að þeir myndu koma sér saman um bjargráð og leið út úr ógöngunum. Við von- uðum hið bezta, því að nú beið þjóðarsómi og þjóðarheill. Við vorum að vona að það krafta- verk myndi gerast að stjórn- málamennirnir virtu meira þjóð (Framhald á blaðsíðu 2). Jólðkort ÆSK í Hólaslilli EINS og undanfarin ár gefur Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti út jólakort. — í þetta sinn er það mynd frá jólum í Ólafsfirði, — og jólaversin á kortinu eru úr kvæði séra Matt híasar: Fullvel man ég fimmtiu ára sól. — Telpan á myndinni er Auður Guðrún Ármannsdóttir 12 ára, þar sem hún horfir hugfangin á jólatréð sitt og jólaljósin. — Myndina tók Ármann Þórðar- son. — Sérstök nefnd vinnur að gerð jólakortanna og dreifingu þeirra. — Formaður nefndarinn ar er Þórarinn Jónsson skrif- stofumaður, Stekkjargerði 14, Akureyri. — Allur ágóði af sölu kortanna rennur til styrktar starfinu að Vestmannsvatni. — Kort ÆSK hafa átt vinsældum að fagna. — Q LANDIÐ ÞITT, annað bindi eftir Steindór Steindórsson, skólameistara Saga og sérkenni nter 700 staða í óbyggðum fslands ásamt nafnaskrá yfir bæði bindin. Prýdd 26 myndum eftir Pál Jónsson og Þorstein Jósepsson. Bókaútgáfan Orn og Örlygur h.f. hefur nýlega sent á bóka- markaðinn annað bindi bókar- innar Landið þitt eftir Steindór Steindórsson, skólameistara á Akureyri. Eins og nafn bókar- innar gefur til kynna, þá er hér um að ræða framhald bókarinn- ar Landið þitt eftir Þorstein Jósepsson er kom út fyrir jólin 1966 og hlaut þá strax miklar vinsældir. Annað bindi er byggt upp á sama hátt og hið fyrra hvað niðurröðun efnisins snertir og það er eðlilegt og nauðsynlegt framhald hins fyrra. Það fjallar að mestu um óbyggðir og öræfi íslands en auk þess eru í ritinu nafnaskrá yfir bæði bindin. Nafnaskrárnar eru 7, þ. e. a. s. mannanafnaskrá, skrá yfir bæk- ur og rit, skrá yfir félög og stofn anir, atburðaskrá, skrá yfir þjóð- og goðsagnanöfn, staða- nafnaskrá og að lokum skrá yfir erlend staðanöfn. Nú er ekki lengur nauðsyn- Fréít frá samvinnunefnd banka og sparisjóða RÉTT er, að nokkrar athuga- semdir fylgi auglýsingu nefnd- arinnar í blöðum um tékkavið- skipti. í henni felst, að frá og með 18. nóvember geta þeir, sem eiga tékkaviðskipti við banka og sparisjóði átt von á því að þurfa að framvísa persónuskilríkjum við afgreiðslu. Jafnframt hætta þessar stofnanir almennt að kaupa tékka á aðrar banka- stofnanir, sem ætlazt er til að séu innleystir með reiðufé. í auglýsingunni er ennfremur ábending um, að sölu slíkra tékka sé beint til þeirrar stofn- unar, sem tékki er gefinn út á. Með þessari breytingu er tek- in upp regla, sem hefur verið ORÐSENDING TIL FORELDRA I DREIFBYLI: Bréfaskólinn-sunnudaga- skóli fyrir börn í sveilinni MEÐ þessum linum vil ég vekja athygli foreldra í sveit á merki- legu starfi, sem verið er að vinna fyrir börn í dreifbýlinu, sem ekki hafa aðstöðu til þess að vera í sunnudagaskóla, en þetta starf er Bréfaskóli ÆSK fyrir börn á aldrinum 8—12 ára. Oll börn, sem vilja taka þátt í þessu stárfi fá sent „Bréf“ — sem er fjölritað lesefni til trúar- legrar uppbyggingar, til fróð- leiks og skemmtunar, — og eru þegar um 200 börn á Norður- RICHARD BECK: VERTÍÐARVON Þótt lækki sól á Iofti og haust lengi skugga sína, sett hef ég ekki enn í naust alla báta mína. Sumir glíma á sævi enn, sóknardjarfir, þreyta, en heim af djúpi halda senn, hafnar tryggrar leita. Von í hug mér vakir þó, vermd af röðulhlýju: Að báta mina í sókn á sjó ég sendi á vori nýju. landi, sem fá bréfið. — Þeim er svo ætlað að svara spurningum, sem beint er til þeirra, og skrifía um þau atriði, sem skólastjórinn spyr um, eða óskar eftir að fá svar við. Skólastjórinn er séra Jón Kr. ísfeld prestur að Bólstað í Svart árdal, A.-Hún. — En hann er löngu þjóðkunnur maður fyrir barnastarf sitt, enda er hann manna færastur til að skrifa og tala við börn. — Bréfið er fjölritað í Fjölrít- unarstofu Hilmars Magnússon- ar, Akureyri og voru 6 bréf 'send til barnanna á þessu ári, — Reynslan hefir sýnt að bréfa- skólabömin hafa mikla ánægju af þessu sambandi við hið kirkju lega starf. — Þátttökugjald er 100 krónur yfir árið. — Þeir foreldrar, sem vildu láta börn sín verða aðnjótandi þessarar starfsemi, eru beðnir um að senda afgreiðslu „Bréfsins" nafn og heimilisfang þeirra til af- greiðslunnar. Afgreiðslumaður er Þorvaldur Kristinsson, Munkaþverárstræti 15, Akur- eyri. — Nægir, að eitt bréf komi á hvert heimili, þó að um fleiri börn sé þar að ræða. — Nýr árgangur „Bréfsins“ hefst eftir áramót, og þá er tækifæri fyrir nýja þátttakendur að byrja. Pétur Sigurgeirsson. sjálfsögð og allsráðandi erlendis um langt skeið. Þar geta menn ekki gengið í hvaða banka sem er og selt tékka gegn reiðufé. Er þar ætlazt til, að menn geri annað tveggja að fara í þann banka, sem tékki er gefinn út á, og leita innlausnar þar eða selji hann í eigin viðskiptabanka til innborgunar á reikning. Þessi breytta afstaða banka og sparisjóða við kaup í umrædd- um tékkum hefur almennt kom ið fram í sumum bankastofnun- um, en er nú fyrst samræmd al- mennt. Valda henni gerbreyttar aðstæður. Tékkaviðskipti hafa margfaldazt undanfarin ár, og fjöldi bankastofnana hefur auk- izt verulega og öll viðskipti orð- ið viðameiri en áður var. Má nefna sem dæmi, að ávísana- reikingar við bankastofnanir á Reykjavíkursvæðinu eru vel yf- ir 60.000 og fjöldi tékka, sem bókaðir eru daglega, er 10—15 þús. í kjölfar þessarar þróunnar hefur misnotkun tékka aukizt verulega. Þessar aðstæður allar valda því, að afstaða bankastofnana hlýtur að breytast til aðila, sem ekki eru í föstum viðskiptum og er umrædd auglýsing til komin þess vegna. Vona þær stofnanir, sem að þessu máli standa, að almenn- ingur sýni því fullan skilning, en markmiðið er að sjálfsögðu að skapa aukið traust í banka- viðskiptum og styrkja gildi og örýggi tékka. legt að vita undir hvaða upp- sláttarorði skuli leita einhverra upplýsinga varðandi einstök nöfn, heldur nægir að slá upp í skránni og fá þar tilvísun á réttan stað i hverri bókinni sem er. í hinni nýútkomnu bók lýsir Steindór um 700 stöðum og óbyggðasvæðum. Saman við náttúrulýsinguna er fléttað sögu og sögnum af nýjum eða löngu liðnum atburðum eftir því sem efni hafa staðið til. Steindór Steindórsson er þjóð kunnur fyrir gróðurrannsóknir og þjóðleg fræðistörf. Bók þessi; er ávöxtur áralangra kynna hans af hálendi íslands. Myndir þeirra Páls Jónssonar og Þorsteins Jósepssonar crq , mikil bókarprýði. Landið þitt, annað- bindí, er prentað og ‘bundið í Prentsmiðj- unni Eddu, jrentmót gerðl' Litróf, en káputeikriingu aimað ist auglýsingastofa Gísla B. Björnssonar. PÍPUHATTUR GALDRA- KARLSINS, fyrsta bindið í stórum flokki Höfundur er H. C. Andersen- verðlaunahöfundurinn Tove Jan son. Bókaútgáfan Örn og Örlygur. h.f. hefur sent frá sér eitt mesta listaverk barnabókménntanna, þ. e. bókina Pípuhattur galdra- karlsins eftir hina heimsfrægu skáldkonu og teiknara Tove Jan son. Tove, sem er finnsk, hlaut árið 1966 hina eftirsóttu viður- kenningu barnabókahöfunda, H. C. Andersenverðlaunin, fyrir bækur sínar um múmínálfanna, en þau eru oft nefnd „Litlu Nóbelsverðlaunin“. Múmínálf- arnir urðu til í hugarheimi höf- undar og eiga sér enga hlið- stæðu í bókmenntum né þjóð- trú. Þeir hafa hlotið frægð um víða veröld. Teiknimyndasögur hafa verið gerðar urii múmin- álfanna og birtast þær reglúlega í heimsblöðunum. Einriig hafa verið gerðar sjónvarpskvik- myndir og leikrit, sem nú er sýnt á Norðurlöndum víð geysi- legar vinsældir. Pípuhattur galdrakárlsins er prentuð í Prentsmiðjúnni Eddu, prentmót gerði Litróf én kópu- teikning Argus. ÍSLENZKIR AFREKSr MENN á leikvangi og í þrek raunum daglegs lifs frá landnámsöld til 1911 Gunnar M. Magnús tók sam-. an. — Hringur Jóhannessori list málari myndskreytti.- ' ■ ■ Bók þessi er send á markað áf' Bókaútgáfunni Öm og Örlygur h.f. cg er hún-fyrsta bindi í merkilegum bókaflokki. Hér er á ferðinni all nýstárlegt ritl íslenzkir afreksméxm héfjast á grein eftir Helga Pjeturs óg nefnist hún Yaxtarbroddur mannkynsins á íslandi. Þar lýsir Helgi íslendingum tíuridu aldar innar, en eins og að ofan getur, þá spannar þetta bindi yfir tíma bilið frá landnámi og fram til ársins 1911. Gunnar M. Magnúss er löngu þjóðkunnur fyrir hin margvís- legu ritstörf. Með íslenzkum af- reksmönnum hazlar hann sér enn nýjan stað á ritvellinum og nýtur margs í senn; Hann er afburða ritsnjall, mikill aðdá- andi fornbókmenntanna og var á sínum ýngri árum í flokki vöskustu manna. Hann var í hópi þeirra æskumanna sem hrifust af hugsjón og íþrótta- anda ungmennafélaganna og hef ur æ síðan fylgzt náið með ís- lenzkum afreksmönnum á öllum sviðum þjóðlífsins. Hringur Jóhannesson fékk það vandasama verkefni að myndskreyta bókina, en hún nær að meginhluta yfir það tíma bil íslandssögunnar, þegar ljós- rmyndavélin var enn ekki komin fram á sjónarsviðið. íslenzkir afreksmenn er 192 blaðsiður. Bókin er prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Eddu, ' prentmót gerði Litróf en kápu- teikningu Argus. DAGFINNUR DÝRA- LÆKNIR 1 LANG- FERÐUM ! Ný bók — ný ævintýri Bókaútgáfan Örn og Örlygur h.f. hefur sent frá sér bókina Dagfinnur dýralæknir í lang- ferðum eftir Hugh Lofting í þýð ingu Andrésar Kristjánssonar, ritstjóra. Hin nýja bók er fram- hald bókarinnar Dagfinnur dýra læknir í Apalandi, sem kom á markað fyrir síðustu jól. Fyrir Dagfinn í langferðum hlut höf- undurinn eftirsóttustu barna- bókaverðlaun Bandaríkjanna Newbery-verðlaunin, og honum hefur æ síðan verið ^skipað á bekk með fremstu bamabóka- höfundum í heiminum. í hinni nýju bók lendir sögu- hetjan og félagar hans í fjölda ævintýra sem urðu aðaluppi- staðan í kvikmyndinni um Dag- vfinn dýralækni, en hún er nú sýnd við metaðsókn víða um heim. Bókin skiptist í 6 aðalhluta, sem skiptast svo aftur í fjölda undirkafla. í fyrsta hlutanum ■ segir frá heimili og dýrum Dag- finns og kynnum hans og sögu- mannsins, Tomma Stefáns, sem gerizt aðstoðarmaður læknisins og flytur til hans. í öðrum hluta segir frá undirbúningi að ferð- • inni til Apaeyjar, réttarhaldi í Pollabæ, er hundur var leiddur ., sem vitni, en Dagfinnur túlkaði. ,Þar segir einnig frá Purpura 'paradísarfugli, sem flytur fregn • ir af indíánanum Löngu ör o. s. frv. Dagfinnur dýralæknir í lang- ferðum er 2Ö8 blaðsíður að stærð og er bókin prýdd fjölda skemmtilegra teikninga eftir höfundinn. Bókin er einkar vel \ir garði gerð, prentuð í Prent- smiðjunni Eddu, myndamót eru (Framhald á blaðsíðu 2) Orðsending frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar EINS og að undanförnu gengst nefndin fyrir fjár- og fatasöfn- un fyrir jólin. Þar sem nú eru víða erfiðar ástæður leitum við ennþá til ykkar, kæru samborg arar. Skátar munu ganga um bæinn fyrstu dagana í desem- ber. Vonumst við eftir að þeim verði vel tekið. Þess er óskað að fötin séu hrein. Það er ekki ætlast til stórra upphæða hjá hverjum, en ef átakið er almennt þá safn- ast þegar saman kemur. Neðanskráðar nefndarkonur taka einnig á móti gjöfum: Guðrún Jóhannesdóttir foim., Gránufélagsgötu 5, sími 11908, Guðný Magnúsdóttir ritari, .Hamarsstíg 41, sími 12407, Margrét Antonsdóttir féhirðir, Austurbyggð 8, sími 12115, Guð rún Melstað, meðstj., Bjarma- stíg 2, sími 11115, Ingibjörg Hall dórsdóttir meðstj., Strandgötu 17, sími 11807, Guðrún Jóhannes dóttir meðstj., Sandvík, sími 12429, Margrét Magnúsdóttir meðstj., Hríseyjargötu 8, sími 11794, Hulda Tryggvadóttir með stj., Þórunnarstræti 121, sími 11766. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.