Dagur - 27.11.1968, Blaðsíða 2

Dagur - 27.11.1968, Blaðsíða 2
2 SMATT (Framhald af blaðsíöu 8). ÞURFUM AÐ SPARA En lítum í eigin barm og hug- leiðum gjöld og tekjur. Á tíni- um ört minnkandi kaupgetu þarf fólk að takmarka margvís- lega eyðslu, sem í allmörgum atriðum er orðin vanaeyðsla. Skemmtanir, bílakostnaður, vín, tóbak eru útgjaldaliðir, sein víða er auðvelt að lækka. Jafn- vel raforku og olíu til upphitun- ar, er hægt að nota skynsam- legar en gert er o. s. frv. Og það er líka hægt að spara jólagjaf- irnar, þ. e. velja þær hóflegri en verið hefur algengast um árabil. Smágjafir eru skemmtilegastar Dg liafa alltaf verið það, þar sem hugkvæmni er í öndvegi en verð í hófi, vclast gjafir við hæfi. GLÆPAFARALDUR I höfuðborginni gengur glæpa- iaraldur eins og umgangspest, það staðfesta daglegar fregnir útvarps og blaða. Rán á götum úti um hábjartan daginn, inn- brot, oft á mörgum stöðum sömu nóttina, livarf fólks og niorð og auk þess eiturlyfja- neyzla. Allt eru þetta ógnvekj- andi fréttir ur höfuðborg lands- ins og bendir á siðferðilega upp- lausn eða ónóga löggæzlu,neina hvorttveggja sé. MÓTMÆLAALDA Gengisfellingarákvörðun stjórn- arinnar mætir hvarvetna harðri gagnrýni, enda er hún harkaleg árás á lífskjör launþega, Al- þýðusamband íslands með sína 15 þús. félaga hefur sagt upp samningum. Er auðsætt, að liin harkalega stefna stjórnvalda mætir ekki aðeins gagnrýni, beldur mun hún mæta þeirri andstöðu í verki, sem launþega- samtökin nú hafa gefið til - Bændáklúbburinn (Framhald af blaðsíðu 8). ■annsóknarstofu og hefði nýlega verið ráðinn maður til þess að nafa á hendi framkvæmd þeirra rannsókna. Lagði Guðbrandur mikla áherzlu á, að allar þessar rannsóknarstöðvar yrðu elfdar, 5vo sem kostur væri á og taldi oær hafa svo mikið þjóðhags- legt gildi, að full ástæða væri iil, að ríkið bæri verulegan hluta iostnaðar við rannsóknarstarf- .semina. Miklar umræður urðu um nálið, að erindinu loknu og oáru margir fram fyrirspurnir, sem frummælandi svaraði mjög ítarlega. Þessir tóku til máls, auk fram sögumanns: Árni Jónsson, Ólaf- ur Jónsson, Jónas Kristjánsson, Sigurjón Steinsson, Jón Bjarna ;5on, Vernharður Sveinsson og Árni Jóhannesson. Ræðumenn rómuðu mjög erindi dýralæknisins og tóku í sama streng um þýðingu skipu- lagsbundinna rannsókna á þessu sviði. Ármann Dalmannsson stjórn- aði fundinum og gat þess í fund arlok, að þetta yrði síðasti fund- ur Bændaklúbbsins á þessu ári. Bar hann fram í nafni Búnaðar- sambandsins þakkir til þeirra, er fundina hafa sótt og lagt þess ari starfsemi lið. Gerði hann ráð fyrir framhaldsstarfsemi á næsta ári. □ &STORT kynna, að koma muni. En ef til átaka kemur í kaupgjaldsmál- um nú, sprettur upp fyrsti vísir fimmtu gengisfellingarinnar. FORELDRAFUNDIR Margir, bæði foreldrar og kenn- arar hafa fundið sárt til þess, hve barnaskólar og heimili hafa litla samvinnu. Bamaskólinn á Akureyri hefur alls haldið 12 foreldrafundi og er sú leið mjög til fyrirmyndar.' Síðasti for- eldrafundurinn þar var 21. nóv. s.I. Þann dag áttu börnin frí en foreldrarnir komu í skólann í staðinn og ræddu við kennara og skólastjóra um börn sín og nám þeirra í skólanum. Svo vill til, að í Barnaskóla Akureyrar eru um 750 börn. Og viðtöl þau, er þennan dag fóru fram, milli kennara og foreldra voru álíka mörg. Slíkt samstarf er mjög nauðsynlegt og á að geta borið hinn.mesta árangur. Foreldra- fundir hafa líka verið haldnir í hinum barnaskólunum. FER UPPTAKA ÞAR FRAM? Eins og fram kom í viðtali Dags við Þorstein Ö. Stephensen á dögunum, er nú í undirbúningi að upptaka talaðs máls og hljóm listar fyrir ríkisútvarpið fái bætta aðstöðu hér í bæ. Eftir gagngerða viðgerð í Barnaskóla Akureyrar og hins nýja leik- sviðs, virðist þár vera kjörinn staður fyrir slíka starfsemi, að því er kunnáttumenn telja. — Hafa viðræður farið fram um málið og ekkert líklegra en niðurstaðan verði sú, að upp- taka fyrir ríkisútvarpið fari eftirleiðis; fram í þessum elzta barnaskóla bæjarins. - Svarfdælingar (Framhald af blaðsíðu 1). enginn til flutnings þótt eitthvað kunni. á það að skorta, að állir bændin- Séu ánægðir með kjör sín. Börnin í Húsabakkaskóla hafa í vetur mikið verið á skaut um á tjörn einni hjá skólanum. Hegrar tveir voru við tjörnina um vikuskeið og stríddu hrafn- ar þeim mjög. Hegrar þessir voru stórir og miklir fuglar. Fluglag þeirra er einkennilegt. Fullt vör af gæsum í haust. Nokkurt gæsavarp er í tung- unni við dalamót Svarfaðar- og Skíðadals. Gæsirnar koma svo niður eftir ánni með unga sína lítt þroskaða, þangað sem eru fergis- og stararlönd neðar í dalnum. Síðar gera gæsirnar tíð reist í berjabrekkur austan og vestan dalsins og eru þær fljótar að tína bláberin. Á Dalvík hefur verið nær óslitin vinna við frystihúsið. Björgvin landaði 35 tonnum þar í fyrradag og nokkru áður lagði hann þar upp 50 tonn. En auk þess hefur fiskpr verið fluttur frá Akureyri. Kvenfélagið hélt dansleik um síðustu helgi, til ágóða fyrir væntanlegt elliheimili á Dalvík. Karlakórinn er byrjaður að æfa. Söngstjórinn, Gestur Hjörleifs- son, átti sextugsafmæli á föstu- dginn og fjölmenntu menn heim til hans af því tilefni. Enn er unnið við hafnarfram- kvæmdir og mun svo gert með- an tíð leyfir. Þorgeir Pálsson hélt málverka sýningu á Dalvík um helgina. Meiri sérhæfi UM ÞESSAR MUNDIR standa fyrir dyrum all-verulegar breyt ingar á starfsemi Bíladeildar SÍS, en deildin hefur sem kunn- ugt er umboð hér á landi fyrir General Motors bifreiðir. Tilgangurinn með breytingum þessum eru þríþættur: 1. Að stuðla að bættri vara- hlutaþjónustu með því að koma upp sérhæfðum ÞJÓNUSTU- MIÐSTÖÐVUM fyrir þær þrjár megintegundir bifreiða, sem deildin annast sölu á, en það eru Chevrolet frá Ameríku, Opel frá Þýzkalandi og Vauxhall/ Bedford frá Bretlandi. 2. Að bæta aðstöðu til sölu á nýjum bifreiðum með því að auka verulega þá sölu- og sýn- ingaraðstöðu, sem þegar er fyr- ir hendi í þessu skyni. 3. Að koma upp aðstöðu til sölu á notuðum bílum, en fram að þessu hefur Bíladeildin ekki haft yfir slíkri aðstöðu að ráða. Þjónustumiðstöðvum fyrir Opel annars vegar og Vauxhall/ Bedford hins vegar mun Véla- deildin koma upp í samvinnu við þau fyrirtæki, sem um ára- bil hafa annazt viðgerðarþjón- ustu á þessum tegundum. Er hér um að ræða Bifreiðaverk- stæði Péturs Maack Þorsteins- sonar fyrir Opel og Vélverk h.f. fyrir Vauxhall/Bedford. Mun Véladeild SÍS annast inn flutning varahlutanna, telex- þjónustu, verðlagningu o. s. frv., en hins vegar mun smásalan og höndum Vélverks og Péturs. Eru báðir þessir aðilar að koma sér upp mjög ákjósanlegu verzl- unarhúsnæði í þessu skyni, Vél verk að Bíldshöfða 8 og Pétur að Nýbýlavegi 10, Kópavogi. Varahlutasalan fyrir amerísku bifreiðirnar Chevrolet, Buick o. fl. verður áfram í húsakynn- um Véladeildar SÍS að Ármúla 3, en að Ármúla 7 er bifreiða- verkstæði Eyjólfs Jónssonar, sem um árabil hefur sérhæft sig í þjónustu þessarra bifreiða- tegunda. Með breytingu þessari er stefnt að meiri sérhæfingu í varahlutaþjónUstunni en fram að þessu hefur verið unnt að koma við, er varahlutir í allar bifreiðategundir frá General Motors voru seldir í gegnum eina smásöluverzlun. Þetta fyrirkomulag tryggir og, að í næsta nágrenni við hverja varahlutaverzlun verða sérfróð ir menn um viðhald og viðgerð- - SJÓNVARPIÐ (Framhald af blaðsíðu 1). Búist er við, að Skagafjarðar- svæðið fái sjónvarpið litlu síðar eða fljótlega upp úr áramótum, ef ekert óvænt kemur fyrir. — Stöðin á Eggjum ofan við Tunguháls tekur fyrst á móti sjónvarpsgeislanum frá Skála- felli og endurvarpar síðan yfir syðri hluta Skagafjarðar, en jafnframt til endurvarpsstöðvar hjá Svanavatni á Hegranesi sunnanverðu. En endurvarps- stöðin þar er mikið mannvirki og stendur á Hegrabergi. Sú stöð nær yfir allt lálendi Skaga fjarðar, þar með Saurárkrókur og Hofsós. Norður með Skaga- firði austanverðum verður stöð byggð og sennilega verður Siglu fjörður tengdur í framhaldi af henni, en ekki frá Eyjafirði. Til gamans má geta þess, að fyrsta lugardaginn, sem við njót um sjónvarps hér á Eyjafjarðar svæðinu, verður sjónvarpað m. a. þætti er nefnist Akureyri í septembersól og Hljómsveit Ingi mars Eydals mun einnig láta til sín heyra. □ ng í varálulaþjónustu ir, sem viðskiptavinir geta leit- gerðar á hlutaðeigandi verk- að til um álit og ráðleggingar, stæði/eða ekki. alveg án tillits til þess, hvort (Fréttatlkynning frá Véla- bifreiðin verður færð til við- deild SÍS). - FRÁ BÓK AMARKAÐINUM (Framhald af blaðsíðu 5). gerð í Litróf en káputeikning hjá auglýsingastofunni Argus. Bækur Kvöldvökuút- gáfunnar 1968 HAFÍS VIÐ ÍSLAND Efni þessarar bókar er frá- sagnir af baráttu þjóðarinnar við hafísinn bæði fyrr og síðar. Guttormur Sigúrbjarnason, jarðfræðingur, ritar fróðlega og skemmtilega grein um myndun hafíssins, ferðir hans um heims- höfin og áhrif á veðurfar. Lýst er erfiðleikum og hætt- um íslenzkra sjómanna, er sigla þurftu í gegnum ísinn og halda uppi samgöngum við sjávarþorp in á ísasvæðinu. Bændur í afskekktum byggð- arlögum segja frá ævilöngum kynnum af hafísnum og reynslu sem þeir og forfeður þeirra öfl- uðu sér í þeirri baráttu. Þá segja gamlir menn frá því, hvernig þeir horfðu á fugla, seli og hvali heyja vonlausa baráttu við haf- ísinn, og rifja upp gamlar bjarn dýrasögur. Bókinni er ætlað að vera spegilmynd af áhrifum hafíssins á þjóðlífið og baráttu manna og dýra við „landsins forna fjanda“. Tíu menn víðsvegar um land- ið leggja til efni í bókina. Hún er 227 blaðsíður og prýdd fjölda mynda. Verð kr. 430.00 án sölu- skatts. AÐ HANDAN Að handan er bók, sem list- málarinn Grace Rosher hefur ritað ósjálfrátt og séra Sveinn Víkingur snúið á íslenzku. Bók þessi, sem félagssamtök enskra presta hafa gengizt fyrir að gef- in væri út, flytur boðskap um lífið eftir dauðann og hvað við tekur bak við sjóndeildarhring- inn. Bók þessi er einstök í sinni röð, því þar er skyggnst inn í veröld, sem hingað til hefur að mestu verið hulin. Hún er 150 blaðsíður og kostar kr. 320.00 án söluskatts. FIMMTÍU VÍSNAGÁTUR eftir séra Svein Víking Ollum mun ennþá vera í minni hinar bráðsnjöllu gátur, sem séra Sveinn Víkingur varp- aði stundum fram í erindum sín um um daginn og veginn. Skákfélag Akureyrar KEPPNTN í Haustmóti Skák- félags Akureyrar er nú mjög jöfn og spennandi og er staðan þessi eftir 8 umferðir. Meistaráflokkur: 1.—2. Kristinn Jónsson 6 v. 1.—2. Halldór Jónsson 6 v. 3.—4. Jón Björgvinsson 5 v. 3.—4. Hjörleifur Halldórss. 5 v. 1. flokkur: 1. Rúnar Búason 6 v. 2.—3. Jóhann Sigurðsson ÍV2 v. 2.—3. Þóroddur Hjaltalín 4% v. Næsta umferð verður tefld í kvöld (miðvikudag) kl. 8 e. h. í Alþýðuihúsinu. □ Nú hefur séra Sveinn frum- samið fimmtíu vísnagátur, sem hér birtast á prenti. Væntir út- gáfan þess, að allir þeir, sem yndi hafa af að ráða hnyttnar gátur, muni eiga eftir að hafa af því góða dægradvöl, að finna hin réttu lausnarorð. Bókin kostar kr. 90.00 án sölu skatts. F.yrsta bindi af „MYNDIR DAGANNA“ endurprentað Fyrsta bindi af hinu vinsæla ritsafni séra Sveins Víkings „Myndir daganna" hefur nú ver ið endurprentað. Ritsafn þetta, sem hlotið hefur óvenjulega góð ar viðtökur, mun nú fást aftur í bókabúðum. Ritsafnið allt, þrjú bindi, kost ar nú kr. 1000.00 án söluskatts. - SKILJUM... ina og nauðsyn hennar heldur en eigin valdahagsmuni og flokkshyggju. Nei, þetta krafta- verkið gerðist ekki, í gær var okkur tjáð að um ekkert sam- komulag væri. að ræða, og að allri samkomulagsviðleitni væri lokið. Allir flokkar sammála um það — að spara þegnskapinn. — Og svo er fólkið beðið að spara! Fólkið í sveitunum lætur sér fátt um finnast, það er farið að kannast við lausnárórðin: Færri bændur — fleiri banka. Við í borginni yptum Öxlum. Reykjavík, 10. nóv. 1968. Árni G. Eylands. - ODDVITAR (Framhald af blaðsíðu 8). vatnssýsla, hefuriofað að standa fyrir greiðslu allra sinna hreppa og er það til fyrirmyndar. Stjórn Styrktarfélags van- gefinna hefur af þessu tilefni beðið blaðið fyrir eftirvarandi; ORÐSENDING til bæjarstjórna og sveitar- stjórna í Norðlendingafjórðungi frá Styrktarfélagi vangefinna Akureyri. Hæli fyrir vangefið fólk á Norð- urlandi er í uppbyggingu á Ak- ureyri. Öllum bæjarfélögum og hreppum norðanlands hefur (með bréfi okkar 1. des. 1966) verið gefinn kostur á að eiga hlut að rekstri stofnunarinnar með (minnst) 10 kr. gjaldi af íbúa hverjum, árlega, meðan starfrækslan er að komast á legg. Flestir kaupstaðirnir og allmargir hreppar hafa gefið jákvæð svör og sumir sent til- lög sín. Fyrir það þökkum við. Alltof margir hafa enn ekkert látið frá sér heyra. Fyrir hönd stjórnar þessarar væntanlegu stofnunar ber ég nú fram þau tilmæli, að lofuð framlög verði send mér fyrir næstu áramót. Þá, sem ekki hafa svarað fyrrnefndu bréfi okkar, biðjum við að láta það ekki dragast fram yfir næstu áramót. Vinsamlegast, f. h. stjómar Styrktarfélags vangefinna, Akureyri. Jóhannes Óli Sæmundsson, f r amkvæmdastj óri, pósthólf 267, Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.