Dagur - 27.11.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 27.11.1968, Blaðsíða 1
FIL.MU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SéRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Sjónverpið væntanlegl á sunnudag EF allt gengur að óskurn liefst sjónvarpið á Akureyri og í nágrenni á sunnudaginn kem- ur, sagði Pétur Guðfinnsson skrifstofustjóri útvarps blaðinu í gær. Stöðin á Hóli við Dalvík er svolítið seinna á ferðinni. Sveit- irnar, sem eru í sjónarlínu frá endurvarpsstöðvunum á Skipa- lóni og Vaðlaheiði, ennfremur Akureyri, ná sjónvarpinu fyrst á tæki sín. Ólafsfjörður kemur síðar. (Framhald á blaðsíðu 2) Um 60 böm og unglingar Húsabakkaskóla í Svarfaðardal komu til Akureyrar á mánudaginn og skoðuðu Gefjun, Minjasafnið og Náttúru gripasafnið. Með þeim voru auk skólastjórans, Óttars Einarssonar, Björn Daníelsson kennari og Hjörtur E. Þórarinsson forfallakennari. — Svarfdælingar vel undir veturinn búnir SEXTÍU manna hópur skóla- fólks frá Húsabakka í Svarfaðar dal heimsótti Akureyri á mánu- daginn, prúð börn og unglingar eins og vera ber úr sveit forset- ans, skjóllega búin og hraustleg. Kannski eru þar þó einhverjir óróabelgir, sem sátu þó a. m. k. á sti-ák sínum er ég kom til þeirra á Hótel KEA, þar sem þau fengu sér hressingu. Fréttaritarar blaðsins í Svarf aðardal og Dalvík sögðu svo frá, að bændur hefðu mikil og góð hey að þessu sinni og væru því vel undir veturinn búnir og lítt hefur fé verið gefið til þessa þar í sveit. Það bar til tíðinda þar í sveit, að kvöld eitt voru saman komnar 80 konur, heimakonur og boðsgestir þeirra, konur af Árskógsströnd. Er sagt, að kon- urnar hafi skemmt sér mjög vel, án karlmanna og e. t. v. vegna þess. Þar kvað frumsamdar rím ur og aðrar frú Birna Friðriks- dóttir og þótti nýlunda og takast vel. Hóf þetta fór fram á Melum. Búnaðarfélag sveitarinnar gekkst fyrir bændaför til Suður lands í sumar og var landbún- aðarsýningin skoðuð um leið. Þátttakendur voru um 60, kon- ur og karlar. Það bar við í þeirri för, að forseti íslands dr. Kristj- án Eldjárn, bauð þessu fólki heim til sín að Bessastöðum og var það fyrsta heimboð nýs for- seta. Var þar vinafundur enda forsetinn Svarfdælingur. Sveit- ungar hans færðu honum að gjöf skeifu eina allslitna, undan gömlum og ágætum reiðhesti hans, Hring. Var skeifan fest á skjöld, ásamt áletruðum silfur- skildi. Úr Svarfaðardal hugsar nú (Framhald á blaðsíðu 2) STJORNUNARFELAG NORÐURLANDS EFNIR TIL FUNDAR Á AKUREYRI-Á LAUGARDAG Bókhald fyrirtækja sem st j órnunar tæki STJÓRNUNARFÉLAG Norður lnds hyggst efna til fundar um bókhald fyrirtækja sem tækis til stjórnunar. Ætlun félagsins með fundi þessum er m. a. sá að ræða sérstaklega með hvaða hætti félagið gæti orðið að sem Niðursuðuverksmiðj an er nú komin í gang HRAEFNIÐ ER FLITT AÐ SUNNAN A BILUM NIÐURSUÐU VERKSMIÐ J A K. Jónssonar & Co. á Akureyri hefur ekki verið starfrækt und- anfarnar vikur vegna hráefnis- ■skorts, en er nú tekin til starfa á ný og vinna þar um 50 manns. Hráefnið, sem unnið er úr, er ca. 20 cm. síld, veidd syðra, fryst og flutt á bílum hingað norður. Veiði síldar af þessari stærð er óleyfileg, en undanþága var veitt til þessarar starfsemi og bíður nú nokkurt magn þessar- ar síldar, frystrar, á Akranesi. Verksmiðjan hér vinnur úr fimm tonnum á dag þessa dag- ana og framleiðir svonefnda smjörsíld, sem er herramanns- matur. En Sovétríkin hafa verið aðal kaupendur hinnar niður- lögðu síldar frá Akureyri. Er væntanleg samninganefnd frá þeim innan skamms, og verður þá fjallað um sölu næstu árs- framleiðslu. Þótt niðursuðuverksmiðjan vinni ekki með fullum afköst- um, er því fagnað, að hún skuli nú starfa, þar sem mjög hefur aukizt atvinnuþörfin í bænum og útlit fyrir að þessi atvinna haldist næstu vikur, ef flutninga tafir hamla ekki, en flytja verð- ur síldina eftir hendinni því frystigeymslur vantar hér. í desember og janúar sl. veidd ist smásíld hér og var þá lögð MenningarlíY en lítil er atvinnan Gunnarsstöðum 26. nóv. Þótt veður væru góð þar til nú, hefur afli verið tregur og heldur dauft f I I i 1 I f Verkamaðurinn er J | orðinn fimmtugur | BLAÐIÐ VERKAMAÐURINN á Akureyri minnist um þessar mundir hálfrar aldar afmælis síns með út- <-s gáfu 64 síðu almælisblaðs. Efni blaðsins er fjölbreytt & og myndskreytt.. Ritstjóri Verkamannsins er Þorsteinn ® |- Jónatansson. — Dagur sendir Verkamanninum sínar f © beztu óskir og árnar honum allra heilla á þessum tíma- f f mótum. t yfir athafnalífinu á Þórshöfn. En menningarlífið er töluvert blóm legt hér um slóðir, síðan atvinn- an dapraðist, því eitthvað verða menn að hafa fyrir stafni er tómstundir gefast. Á laugardaginn kom söng- flokkur úr Vopnafirði og söng hann undir stjórn Árna Ingi- mundarsonar, bæði karlakór og blandaður kór. Undirleikari var Ögmundur Pálsson og einsöngv ari Kristbjörg Gunnarsdóttir. Þá flutti Stefán Ásbjarnarson, Guðmundarstöður í Vopnafirði, frásagnarþátt. Leikfélag Þistil- fjarðar æfir Skugga-Svein um þessar mundir. Flestir náðu heyjum sínum í góðu tíðinni en léleg munu þau hafa verið orðin. f gær var föl, nú er rigning. Ó. H. niður. Vart hefur orðið smá- síldar nú í firðinum, þótt ekki hafi hún veiðzt til gagns, en þetta gefur þó vonir um, að sú veiði geti glæðst á næstu mán- uðum eins og í fyrravetur og verður þá nóg að starfa í niður- suðuverksmiðjunni. Merk nýjung. Telja verður það merka nýj- ung hér, og mun mega þakka hana samstarfi Atvinnumála- nefndar bæjarins og atvinnu- rekenda, að hráefni er flutt að sunnan til atvinnuaukningar í bænum. En knýjandi nauðsyn er að auka frystirými hér í bæ vegna fiskiðnaðarins og atvinn- unnar. □ mestu liði þeim aðilum, sem óska upplýsinga þess og aðstoð- ar, til þess að betrumbæta bók- hald sitt í því skyni að það komi að meiri notum við stjórnun við komandi fyrirtækja. Á fundinum mun Finnbogi Jónasson, yfirbókari KEA, halda erindi um bókhald og efnt verður til hópumræðna um nið- urstöður bókhalds fyrirtækis og umræðna um þær niðurstöður sem hóparnir komast að. Fund- armönnum mun einnig gefast kostur á að skoða vélabókhald KEA. Fundurinn hefst kl. 10 f. h. á (Framhald á blaðsíðu 7) Happdrætti Fram- sóknarflokksins ÞEUt, sem hafa fengið senda miða, en hafa ekki gert skil, eru vinsamlegast beðnir að gera það hið allra fyrsta, þar sem dregiíí verður n. k. mánudag. Skrif- stofa flokksins — Hafnarstræti 95 — er opin kl. 4—7 alla daga. Einnig má gera skil á afgreiðslu Dags. □ Dökkl útlitið á Raularhöln Raufarhöfn 26. nóv. Hér er kom inn hríðarhraglandi en jörð snjó laus ennþá. Útlitið í atvinnu- málum er mjög dökkt. 55 voru skráðir atvinnulausir um síð- ustu mánaðamót og hefur fjölg- að síðan. Hlutafélag hefur verið stofnað af sveitarfélaginu og einstakl- ingum til að byggja' upp á ný, frystihús kaupfélagsins, sem brann í fyrra. Eru bundnar nokkrar vonir við vinnu við þá byggingu og ekki síður bætta aðstöðu ef tekst að gera frysti- húsið starfhæft á ný. Síldin frá í sumar er að mestu farin. Einn dekkbátur og nokkr ir minni hafa róið dálítið í haust en lítið aflað. Erfitt er líka, vegna vöntunar á frystihúsi, að koma aflanum í verð. Hér hafa samgöngur verið góðar — tvær flugferðir í viku og vegir góðir undanfarnar vik- ur. H. H.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.