Dagur - 27.11.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 27.11.1968, Blaðsíða 8
8 C^/V'/VV'/'/VWV^VWVn^//v/^/s/WV^V'A/W^AAA/>/^/«A/s/«A/^AA/>/«^AAA^/^/'A/^v//s/ /V'/'/W'/'/S^/W'/'^/-/>/s^/-A/V«/VnA/-/«A/W\//'/'/«/'/«/S/«/< SMÁTT & STÖRT Hrímið skreytir trén í bænum. (Ljósm.: E. D.) MINNA DRUKKIÐ Samkvæmt umsögn lögreglunn- ar er nú minni drykkjuskapur í bænum en áður. Mun þar að nokkru ráða minnkandi kaup- geta og má segja, að fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokk- uð gott. Fyrir helgina urðu margir árekstrar enda hálka á vegum, og þá lenti bifreið fram af Spítalavegi Ökukona meidd- ist vonum minna en bíllinn eftir ástæðum. FJÁRFESTING BANKANNA Undir „viðreisn“ hafa aðalbank ar landsins fjárfest 350 milljónir og er þó yfirstandandi ár ótalið. Virðist minni fjárþröng hjá þeim en almenningi. Hjá bönk- Júgurbolgan i á síðastð bændaklúb Frummælandi Guðbrandur Hlíðar dýralæknir Á BÆNDAKLÚBBSFUNDIN- UM að Hótel KEA í fyrrakvöld mættu yfir 40 manns, þrátt fyrir mjög ískyggilegt veðurútlit. Guðbrandur Hlíðar dýralækn ir flutti framsöguerindi á fund- inum um rannsóknir á júgur- bólgu í kúm, varnir gegn henni Alþýðusðm- ALÞYÐUSAMBANDSÞING, hið 31. í röðinni, var sett í Súlna salnum í Bændahöllinni á mánu daginn. Fulltrúar voru 357 tals- ins, en félagatala innan Alþýðu sambandsins eru 35 þúsundir. Forseti ASÍ, Hannibal Valdi- marsson, setti þingið með ræðu, sem birt hefur verið í blöðum. Lagði hann áherzlu á, að við- ræður verkalýðssamtaka og ríkisvaldsins myndu markast af stefnu þessa þings, en ekki værij unnt að ganga til samninga, sem bandingi lögþvingana. Hann lýsti því yfir, að hann tæki ekki endurkjöri, sem forseti samtak- anna. í gær hófst fundur að nýju. Fór þá fram kosning þingfor- seta. Tvær uppástungur komu fram, um Björn Jónsson, Akur- eyri og Guðjón Jónsson, Reykja vík. Hlaut Björn 151 atkv. en Guðjón 118, en 72 seðlar voru auðir. Kosningin var endurtekin og fór hún þannig, að Björn hlaut 150 atkvæði en Guðjón 118, en 73 seðlar voru auðir, (Alþýðuflokksmenn?). Annar forseti var kjörin Herdís Ólafs- dóttir, Akranesi og annar vara- forseti Óskar Jónsson, Selfossi. Hannibal Valdimarsson flutti í gær skýrslu stjórnarinnar og urðu ekki umræður um hana. Og Eðvarð Sigurðsson flutti frumvarp um lagabreytingar og hafði hann ekki lokið máli sínu, er blaðið hafði síðast spurnir afJ og nötkun lyfja til lækninga, sýndi hann einnig kvikmynd og línurit til skýringar máli sínu. Það kom fram í erindi dýra- læknisins, að Mjólkursamsalan í Reykjayík he.fði frá ársbyrjun 1967 rekið rannsóknarstöð, sem hann.:veitir forstöðu. Gaf hann mjög athyglisverðar upplýsing- af um Hvað þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið, hafa leitt í ljós. Einnig skýrði hann frá rannsóknum,- er gerðar hafa ver ið erlendis, þar sem slík starf- semi er miklu lengra komin. Danir standa mjög framarlega á þessu sviði sem öðrum varð- andi landbúnaðinn og hafa hald ið uppi skipulagsbundinni rann- sóknarstarfsemi síðustu áratugi. Ræðumaður lagði áherzlu á hve mikla fjárhagslega þýðingu þetta hefði fyrir bændastéttina og taldi, að mikið mætti um bæta með góðu samstarfi milli rannsóknarstofu, dýralækna og mj ólkurf ramleiðenda. Hjá Mjólkurbúi Flóamanna hefur nú verið lagður grund- völlur að slíkri rannsóknarstofu og er byrjað að taka sýnishorn til rannsóknar. Vernharður Sveinsson mjólkurbússtjóri upp lýsti einnig á fundinum, að Mjólkursamlag KEA væri nú að undirbúa vísi að júguíbólgu- (Framhald á blaðsíðu 7) Oddvifarnir seinir fil svars STYRKTARFÉLAG vangefinna á Akureyri hefur gefið sveitar- og bæjarstjórnum kost á að taka þátt í rekstri hælis á Akur eyri fyrir vangefið fólk. Nokkrar hafa svarað þessu og lagt fram fé, en aðrar hafa ekki svarað. Eitt sýslufélag, Austur-Húna- (Framhald á blaðsíðu 2). Þorskurinii og íshúsið lialcla nú uppi atvinuulífinu á Siglufirði EN UM NÍUTÍU MANNS - KARLAR OG KONUR - ERU ATVINNULAUS Siglufirði 26. nóv. Komin er norðan krapahríð og fer veður kólnandi, eftir þriggja vikna hlýindi og veðurblíðu. íshúsið hefur meiri framleiðslu fyrstu 10 mánuði þessa árs en allt árið í fyrra. Það hefur tekið á móti 5200 tonnum fiskjar til fyrsta nóv. og framleitt 51 þús. kassa. Siglfirðingur er búinn að lánda 1650 tö'nnum, og hóf hann veiðar 10. febrúar. Vonin er bú- in að landa um 870 tonnum, en hún hóf ekki veiðar fyrr en um miðjan júní. Aflinn hjá þessum skipum hefur því verið mjög sæmilegur. Bæði komu skipin inn í nótt með afla. Aflatölur þessar eru miðaðar við 20. nóv. Línubátarnir: Hringur er bú- inn að fara 29 róðra í okt. og til 20 nóv. og afla 131.6 tonn eða 4.5 tonn í róðri. Anna er búin að fara 20. róðra á sama tíma og afla 69.3 tonn eða 3.5 tonn í róðri. Smábátarnir hafa fiskað sæmilega bæði á línu og hand- færi á gæftatímanum í nóvem- ber. Miklar ógæftir voru í októ- ber. Togarinn Hafliði seldi fyrir þrem dögum í Bretlandi, 181 tonn fyrir 10667 pund. Meiri vinna hefur verið í ís- húsinu en nokkru sinni áður. Það eru því þorskurinn og ís- húsið, sem hér halda uppi at- vinnulífinu í ár. 1 íshúsinu vinna • nær 200 manns. En stúlkurnar, sem unnið hafa við niðurlagn- ingu síldar og menn þeir, sem unnið hafa í Tunnuverksmiðj- unni, vantar vinnu, samtals um 90 manns. Þannig standa málin í dag. En þessi fyrirtæki munu ekki starfrækt fyrir áramót. Síldin frá sumrinu er að mestu farin. J. Þ. um og sparisjóðum er talið að vinni nú um eða yfir 2000 manns. Tíu arkitektar vinna nú við teikningar að nýju húsi Seðlabankans. Hér á Akureyri undrast menn lánastarfsemi úti bús Landsbankans og fjárfest- ingu hans. Þetta útibú mun vera að unga út öðru útibúi í Glerár- hverfi og væri, samkvæmt því, eðlilegt að ein tvö bankaútibú væru uppi á brekkum. En hið sanna er, að hér vantar ekki bankastofnanir, heldur betri bankastarfsemi. KONUNGSGRÖF Hér á Iandi hvílir aðeins einn konungur — Hrærekur —. Kon ungsgröf þessi er í friðlýstum en ógirtum hól á Kálfsskinrii á Árskógsströnd. Hól þennan þarf að girða og merkja á varanlegan hátt. Stórvirk tæki gætu á ein- um degi —'af vangá — eyðilagt hina gömlu konungsgröf. Hver vill beita sér fyrir því, þar í sveit, að gera hvorttveggja í senn, varðveita staðinn og vekja á honum verðuga athygli? ER ÞETTA EINS OG VERA BER „f sumar og haust, er við höf- um verið staddar á Akureyri, og þurft að koma við á snyrtingu kvenna undir kirkjutröppunum, hafa verið þar fyrir allt upp í tíu unglingsstelpur, á að gizka tólf til fimmtán ára, sumar meðt gosdrykki, sitjandi á gólfinu, margar reykjandi og dimmt af reyk inni. Þarna voru m. a. bamfóstrur með smábörn úr vögnum, og er ótrúlegt að for- eldrum þyki dvöl á slíkum stað æskileg fyrir þau“. Undir þessa fyrirspurn skrifa „tvær sveitakonur“. JÓLAGJAFIRNAR Ef að líkum lætur mun enginn sá dagur að kveldi líða til jóla, að ekki hækki verð á fleiri eða færri tegundum þeirra vara, sem fólki er nauðsyn að kaupa. Þetta eru jólagjafir viðreisnarstjórn- arinnar, sem gekk til siðustu kosninga undir kjörorðinu:: „Stöðvunarstefna“. Svona grát- brosleg eru orð og efndir æðstu manna á okkar tíma. (Framhald á blaðsíðu 2). Aukin heyrnarhjálp á Akureyri Á LIÐNU SUMRI buðu forráða menn Heyrnarhjálpar í Reykja- vík að þjálfa kennara á Akur- eyri við heyrnarmælingar, ásamt meðferð og stillingu á heyrnartækjum. Eftir ósk skóla stjóra Oddeyrarskólans, fór Sig urður Flosason kennari suður og kynnti sér þessi mál. Geta má þess, að áður höfðu Lions- menn á Akureyri gefið barna- skólunum fullkomin heyrnar- Lions-menn selja Jkerti o LIONSKLUBBURINN Huginn á Akureyri ætlar á laugardag- inn að heimsækja bæjarbúa og hjóða kerti, spil og fleira hent- ugt til jólagjafa. Ágóðanum verður varið til líknarstarfa, svo sem áður hefur verið. Klúbbfélagar vænta þess, að þeim verði vel tekið eins og undanfarin ár. Verð hvers pakka er hið sama og áður, eða 100 kr. Minn má á, að þessi klúbbur hefur gefið tæki til Fjórðungs- sjúkrahússins og stutt sjúkl- linga til utanfarar. Meðal þess, sem Lionsklúbburinn Huginn hefur á dagskrá nú, er aðstoð við æskulýðsheimilið við Vest- mannsvatn. □ prófunartæki. í byrjun nóvember var hafist handa við að heyrnarprófa þau börn við Oddeyrarskólann, sem grunur lék á að væru heyrnar- skert. Kom brátt í ljós, að mörg þessara barna eru verulega heyrnarskert, sum á báðum eyr um. Starx og tími vinnst til, munu öll börn í yngri deildum, sem eiga í erfiðleikum með lestr arnám, verða heyrnarprófuð, en góð heyrn er undirstaða lestrar námsins. Þar sem öll skólaíbörn hafa verið prófuð, hefur komið í ljós, að allt að 6% barna hafa að ein- hverju leyti skerta heyrn og má í mörgum tilfellum rekja orsakir til áramótasprenginga. Margar þessar heyrnarskerðing ar eru varanlegar og því full ástæða til að benda foreldrum á, að koma í veg fyrir að börn þeirra leiki sér með hvellhettur eða aðra hluti, sem framleiða mikinn hávaða. Hér á Norðurlandi, hefur ekki verið um að ræða neina fasta heyrnarhjálp. Reynslan hefur þó sýnt, að fjölmargir þeirra, sem nota heyrnartæki, eiga í einhverjum erfiðleikum með að stilla þau og gera við lítilfjör- legar bilanir. Margir hafa því gefizt upp við notkun tækjanna. Þessu fólki skal bent á að snúa sér til Sigurðar, sem mun eftir getu veita því aðstoð og fyrir- greiðslu. Hann hefur einnig til sölu rafhlöðúr, hleðslutæki, margs konar fylgihluti með heyrnartækjum og útvegar heyrnartæki. Sími hans er 12986 og er helzt að tala við hann eftir kl. 6 e. h. á daginn. Með sím- talinu er hægt að ákveða frek- ari viðtalstíma. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.