Dagur - 08.01.1969, Blaðsíða 5
4
Skrifstofiír, Hafnarstræti 90, Akureyri
Síniar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
HAFÍSHÆTTA
VEÐURFRÆÐIN GAR komust að
þeirri niðurstöðu á síðasta sumri, að
meiri líkur væru á, að hafís legðist
að landinu nú í vetur en nokkru
sinni áður á síðari áratugum. Þessi
skoðun byggist á rannsóknum á loft-
og sjávarhita á norðlægum slóðum
og þeirri þekkingu á hafísmyndun og
ísreki, sem fyrir hendi eru og legu
hinnar miklu íshafsbreiðu í norðri,
sem á ýmsum tímum hefur bæði
ógnað landsmönnum á stórum svæð-
um og stundum orðið landföst í hörð
um árum og skapað neyð.
Á fyrri h'luta þessa vetrar var stöð-
ug sunnanátt hér á landi um sex
vikna skeið og hlýindi óvenju mikil.
Samt nálgaðist ísinn, samkvæmt um-
sögn Landhelgisgæzlunnar, sem ann-
aðist ískönnunarflug. í öðru lagi
urðu ísmyndanir á stórum liafsvæð-
um vegna sjókulda og frosta, þótt
hér á landi væri hlýtt.
Um áramótin var útlitið ískyggi-
legt, hvað ísinn snerti. Sýnt var, að
ísinn gat lagst að Norðuriandi og
Vestfjörðum í nokkurra daga hvössu
norðanveðri. Þetta útlit er óbreytt
enn, nema hvað ísinn hefur enn
færzt nær landi, íshrafl jafnvel séðzt
frá Siglunesi og Grímsey nú eftir síð-
ustu helgi. Þess er þá einnig að geta,
að hafísinn á hafsvæðinu norður af
íslandi liggur óvenjulega austarlega
og eykur það ísahættuna til muna,
því sterkir straumar liggja suður
með Austurlandi og ef ísinn lendir
í þeim, berst hann að venju með
miklum hraða suður með landinu og
fyllir þá hvern fjörð á skömmum
tíma.
Fyrir ári síðan rak hafís að land-
inu, svo sem mönnum er í fersku
minni. Um 20. júlí í sumar var ísinn
enn að sveima á Húnaflóa, svo þaul-
sætinn var hann, þó aldrei yrði hann
samfrosta við land og því alltaf á
hreyfingu.
Þegar hafísinn kom að Norður-
landi um þetta leyti í fyrra, var lítið
til af olíu og fóðurvörum í þeim
landshlutum, sem jafnan verða harð-
ast úti vegna ísa. Ef ísinn hefði þá
frosið saman eða „frosið við land“
var neyðarástand framundan. Betur
fór en á horfðist og auðvelt var að
læra af þeirri reynslu, sem þá fékkst.
Menn tala um, að hafís valdi nú
minna tjóni vegna meiri flutninga-
tækni og vélakosts en áður var. Þetta
er vafasamt. Áður bjuggu menn
meira að sínu og sóttu ekki olíu í
kaupstað til upphitunar íbúðarhúsa
og lítið af kjarnfóðri. En vöntun þess
ungarástand, sem koma verður í veg
fyrir. □
(Framhald á blaðsíðu 7)
BERNHARÐSTEFÁNSSON
ÁTTRÆÐUR
BERNHARÐ STEFÁNSSON
fyrrverandi alþingismaður er
áttræður í dag, 8. janúar. Hann
er fæddur á Þverá í Öxnadal og
ólst þar upp með foreldrum sín-
um, Þorbjörgu Friðriksdóttur og
Stefáni Bergssyni bónda þar.
Kennarapróf tók Bernharð
við Flensborgarskólann 1908 og
varð svo kennari í Skriðuhreppi
og Öxnadal til ársins 1923. En
jafnframt hafði hann þá verið
bóndi á Þverá í sex ár en alls
bjó hann þar'til ársins 1935.
Árið 1924 kusu Eyfirðingar
Bernharð Stefánsson á þing og
var hann alþingismaður til árs-
ins 1959 og nokkur ár var hann
forseti efri deildar Alþingis og
jafnan mikilsvirtur á vettvangi
stjórnmálanna, bæði í héraði og
á löggjafarsamkomunni, sökum
gáfna sinna og rökfestu. Hann
skipaði sér snemma í sveit ey-
firzkra Framsóknarmanna, er
einn af elstu ungmennafélögum
þessa lands, félagshyggju- og
samvinnumaður.
Utibússtjóri Búnaðarbankans
á Akureyri var Bernharð frá
1930—1959. Sæti átti hann í
stjóm KEA 4 áratugi, allt frá
1921. Hann var sæmdur riddara
krossi fálkaorðunnar 1955. Á
meðan hann enn átti heima í
Öxnadal var hann hreppsnefnd-
aroddviti frá 1915—1928 og auð-
vitað átti hann sæti í nefndum
og ráðum, sem hér verða ekki
upp talin.
Kona Bernharðs er Hrefna
Guðmundsdóttir frá Þúfnavöll-
um og eiga þau tvö börn, Berg-
hildi og Steingrím.
Bernharð ritaði endurminning
ar sínar í tveim bókum. Kom
fyrra bindið út 1961 en hið síð-
ar 1964.
Bernharð Stefánsson var góð-
ur glímumaður á yngri árum,
einnig góður ræðumaður og
æfði þær íþróttir meðal æsku-
fólks í Öxnadal í elsta ung-
mennafélagi landsins, og tamdi
sér frá upphafi drengilega fram-
göngu í sókn og vöm, sem síðan
er við brugðið.
Degi er það bæði ljúft og
skylt að þakka langt samstarf og
ómetanlegan stuðning á þessum
tímamótum og senda hinu átt-
ræða afmælisbarni virðingar-
fyllstu vinarkveðjur og árnaðar
óskir. E. D.
ÖXNADALUR er um þessar
mundir einn af fámennustu
hreppum landsins. En sú fá-
menna sveit fóstraði á sínum
tíma „listaskáldið góða“. Og þar
er sá maður borinn og bam-
fæddur, sem lengur en nokkur
annar hefur verið fulltrúi Ey-
firðinga á Alþingi Islendinga,
Bernharð Stefánsson, sem er
áttræður í dag.
Bemharð Stefánsson var fyrst
kjörinn á þing í Eyjafjarðarsýslu
haustið 1923, þá 35 ára gamall.
Vitur maður spáði því þá, að
þingsaga 'hans yrði löng og
reyndust það orð að sönnu, því
hann var endurkjörinn tólf sinn
um í röð og sat á þingi 36 ár
samfleytt, eða þar til Eyja-
fjarðarsýsla var lögð niður sem
sérstakt kjördæmi með stjómar
skrárbreytingu 1959.
Þó að ég væri ekki orðinn
kjósandi árið 1923, eru mér
alþingiskosningarnar nokkuð
minnisstæðar. í þeim kósning-
um færðist Framsóknarflokkur-
inn mjög í aukana. Auk Bern-
harðs Stefánssonar voru þá
kjömir á þing í fyrsta sinn, Ás-
geir Ásgeirsson, Halldór Stefáns
son, Ingvar Pálmason og
Tryggvi Þórhallsson. Fyrsta
ræðan, sem ég heyrði Bernharð
flytja á Alþingi var um stofnun
menntaskóla á Akureyri. Þótti
mér sú ræða snjöll. Eftir að
hann hafði verið kjörinn á þing
í annað sinn, var ég í tvö ár
ræðuskrifari á Alþingi. Þá
kynntist ég ræðumennsku hans
frá nýrri hlið. Hann var einn
þeirra þriggja þingmanna, sem
bezt var að „skrifa eftir“. Hinir
tveir voru, ef ég man rétt, Einar
á Eyrarlandi og Jón Þorláksson.
Það kunnum við vel að meta,
sem ekki vorum hraðritarar.
Fyrstu persónuleg kynni mín
af Bernharð Stefánssyni eru frá
þessum tíma, þ. e. frá árunum
fyrir 1930. En eftir að ég kom
á þing áttum við þar sæti saman
rúma tvo áratugi. Hann var þá
í efri deild nokkuð lengi forseti,
sem kunnugt er. En einnig eftir
að hann hætti þingmennsku
hafa vinsamleg kynni okkar og
samstarf haldizt. Og mér hefur
á þessum árum þótt gott að eiga
hann að, njóta ráðhollustu hans
og góðvildar og heyra álit hans
á mörgu er máli skiptir.
Um Bemharð Stefánsson er
mér margt í minni frá þeim
tíma, er við sátum saman á þingi
þótt fátt verði nefnt. Ég minnist
hans sem ræðumanns á fundum,
hve orðfæri hans var skýrt og
skilmerkilegt eins og hjá góðum
kennara og sem ritað væri þótt
mælt væri af munni fram. Rök-
ræðumaður var hann í bezta
lagi á þessum vettvangi, ekki
hraðmæltur en hitti vel ímark.
Ég minnist hans í forsetastól,
virðulegrar formfestu hans og
stíls í stjórn. Ég minnist þess,
sem oft kom fram, hve vel hann
var að sér í þingsögunni og
glöggur á þingmálin fyrr og síð-
ar. Ég minnist vitsmuna hans,
nákvæmni og samvizkusemi í
meðferð mála og í viðræðum.
Og með honum var gott að
vinna. Ég minnist þess hve góð-
ur Eyfirðingur liann var og er
og umhugað um, að héraðið,
sem um langan tíma hafði sýnt
honum mikið traust, héldi sín-
um hlut og að ekki væri á það
hallað.
Ég mun ekki að þessu sinni
ræða þau trúnaðarstörf utan A1
þingis, sem Bernharð Stefáns-
syni hafa verið falin á langri
ævi í þágu lands eða héraðs,
t. d. fjögurra áratuga setu hans
í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga.
Að þessu munu aðrir víkja. Sjálf
ur hefur hann, eftir að hann lét
af þingmennsku, gert grein fyrir
ævi sinni. En minningabók hans,
sem kom út í tveim bindum,
1961 og 1964, mun mörgum
þykja athyglisverð, ekki sízt er
stundir líða, því þar er margt
fróðlega rakið, stórt og smátt um
langan þingmannsferil og tíma-
bil ævintýralegra þjóðlífsbreyt-
inga. En með sérstakri þökk
minnist ég þess nú, að samtök
okkar Framsóknarmanna í kjör
dæminu hafa, allt fram á þenn-
an dag, átt þar hauk í horni,
sem hann er. Hann hefur mætt
sem fulltrúi á flestum kjördæm-
isþingum okkar og þá jafnan
kjörinn þingforseti, þangað til á
árinu 1968, þá mun hann ekki
hafa treyst sér til þingsetu. Ná-
vist og fundarstjóm hins aldna
leiðtoga hefur átt sinn þátt í því
að setja svip á þessi þing. Ég
minnist þess líka á fjölmennum
fundi okkar Framsóknarmanna
á Akureyri nú í vetur, var Bem
harð Stefánsson einn hinna
fyrstu, sem þar tóku til máls að
loknum framsöguræðum.
Þó að Bemharð Stefánsson sé
nú nokkuð farinn að heilsu, veit
ég að honum þykir eins og skáld
inu „gaman að hafa — lifað svo
langan dag“. Sjálfur segir hann
í endurminningum sínum, að
þetta hafi verið sólskinsdagur
lengst af. Ég veit hann þakkar
sólskinið að miklu leyti ástríkri
eiginkonu sinni. Og nú vil ég að
lokum með þessu greinarkorni
flytja þeim hjónum báðum
alúðarkveðjur.
Gísli Guðmundsson.
í DAG verður Bernharð Stefáns
son fyrrv. bankastjóri, alþingis-
maður og þingforseti áttræður.
Bernharð hefur orðið þeirrar
hamingju aðnjótandi, að lifa
mesta framfaratímabil þjóðar-
innar og vera í fylkingarbrjósti
þeirrar sveitar, sem dreymdi
fagra drauma þjóð sinni til
handa í byrjun þessarar aldar
og hafði áræði og framsýni til
að fylkja liði og láta draumana
rætast. Hann ólst upp á höfuð-
bóli, lærði því ungur að árum
að hafa viðskipti við landið og
skilja kjör þeirra, sem landbún-
að stunda. Hann byrjaði ungur
búskap á föðurleifð sinni, Þverá
í Öxnadal, og varð skömmu síð-
ar oddviti sveitar sinnar. Hann
var einn þeirra, sem stofnuðu
eitt fyrsta ungmennafélag hér á
landi og var þar í forystuliði.
Árið 1923 bauð hann sig fram
við alþingiskosningar fyrir
Framsóknarflokkinn í Eyjafjarð
arsýslu og sigraði þær kosning-
ar glæsilega, eins og jafnan síð-
ar. En hann átti sæti á Alþingi
til haustsins 1959 eða í rúmlega
36 ár. Hann var kosinn formað-
ur Framsóknarfélags sýslunnar
er það var stofnað 2. desember
1931 og gegndi þar formennsku
til 1960. Þegar Framsóknarfélög
in í Eyjafirði og á Akureyri
tóku við útgáfu Dags, sem mun
hafa verið í júní 1940, var Bern-
harð kosinn í blaðstjórn fyrir
Framsóknarfélag Eyfirðinga og
sat í henni í 20 ár eða til ársins
1960.
í stjórn Kaupfélags Eyfirð-
inga á Akureyri var hann í 41
ár frá 1921 til 1962. Búnaðar-
bankaútibúið á Akureyri tók til
starfa 16. des. 1930 undir stjórn
Bernharðs Stefánssonar, en því
starfi gegndi hann til sjötíu ára
aldurs. Allt fram að þessum degi
hefur Bernharð sótt kjördæmis-
þing okkar Framsóknarmanna í
Norðurlandskjördæmi eystra og
oftast verið fyrsti þingforseti
þess. í nóvembermánuði síðast-
liðnum þegar Framsóknarfélög-
in í Eyjafirði og á Akureyri
héldu sinn fjölmenna fund á
Hótel KEA út af efnahagsmála-
ráðstöfunum ríkisstj órnarinnar,
var Bernharð einn af þeim, sem
kvaddi sér þar hljóðs og kom
það glöggt fram, þrátt fyrir háan
aldur, að hann fylgist vel með
málefnum þjóðarinnar, ekki síð
ur en þeir, sem yngri eru. Eins
og að framan greinir var Bern-
harð Stefánsson forystumaður
eyfirzkra Framsóknarmanna
allt frá unga aldri og fram
á þennan dag. Hann naut virð-
ingar og trausts í héraðinu, enda
fylgdi gifta jafnan störfum hans.
Af þessu leiddi, að Bernharð
hafði fylgi langt út fyrir raðir
Framsóknarmanna til dæmis við
alþingiskosningar og væri auð-
velt að finna þeim orðum stað
þótt það verði ekki gert að
þessu sinni.
Sá, sem þetta skrifar átti um
árabil sæti í fulltrúaráði Fram-
sóknarfélaganna í Eyjafirði og
tók því þátt í að undirbúa fram
boð alþingiskosninga. Bernharð
fékk öll atkvæði fulltrúaráðs-
manna nema sitt eigið, til að
skipa fyrsta sæti listans í öll
þau skipti, sem ég sat á fundi.
En jafnan voru skiptar skoðanir
um skipun listans að öðru leyti
og það segir sína sögu um, hvað
fylgi Bernharðs var eindregið í
byggðum Eyjafjarðar um langa
ævi.
Fyrir hönd Framsóknarfélags
Eyfirðinga vil ég á þessum degi
færa Bernharð Stefánssyni inni
legustu þakkir fyrir hans marg-
þættu forystu- og þjónustustörf
5
fyrir félag okkar á liðnum ára-
tugum. Byggðir Eyjafjarðar
sýna það, að samvinnumenn
hafa haft þar gifturíka forystu á
liðnum árum. Þar tala verkin
sínu máli. Auðvitað eru það fjöl
margir, sem lagt hafa hönd á þá
félagslegu uppbyggingu, sem
þar hefur orðið á liðnum árum.
En óumdeilanlega hefur Bern-
harð Stefánsson verið þar í for-
ystusveit. Fyrir hönd fjölskyldu
minnar vil ég færa Bernharði
Stefánssyni og fjölskyldu hans
ilhlegustu afmæliskveðju og
hamingjuóskir. Og vil ég þakka
langa og trausta vináttu og hon_
um góða leiðsögn og hans vel-
vilja, sem hefur rnjög einkennt
störf hans á langri og giftu-
drjúgri ævi.
Stefán Valgeirsson.
Nörg oámskeið fyrirhuguð á
iiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
iii ■ 1111111111
ÆSKULÝÐSRÁÐ Akureyrar-
kaupstaðar boðaði fréttamenn á
sinn fund í Hótel KEA á laugar
daginn. Bauð séra Birgir Snæ-
björnsson sóknarprestur frétta-
mennina, svo og samstarfsmenn
sína og leiðbeinendur á nám-
skeiðum, velkomna.
Út er komið hefti af Unga
Akureyri, sem bæjarbúar kann-
ast við frá fyrri árum, og er það
að þessu sinni sérstætt að efnis-
vali, því það er eingöngu helgað
fyrirhuguðum störfum Æsku-
ýmsu starfsþátta. Þeir, sem
skýrðu þau mál, hvert fyrir sig,
lýðsráðs. Þar er sagt frá nám-
skeiðum þeim, sem framundan
eru og fleiru í því sambandi og
verður ritið borið í hvert hús.
Með því eru æskulýðsmálin vel
kynnt og athygli vakin á þeim
verkefnum, sem eflaust verða
mörgum unglingumtil leiðbein-
ingar um notkun tómstundanna.
Hér verður ekki prentað upp
Hvernig errnn við búnir imdir ísavetur?
*
Börn finna sér oft skennntileg viðfangsefni í fjörunni.
(Ljósm.: E. D.)
11111111111111111111
iiliiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiinii
ii 11111111111111111111111111iii
Fuglar taldir 27. des.
HINN árlegi fuglatalningardag-
ur er 27. desember. Eru þá fugl-
ar taldir víða um land af sér-
stökum trúnaðarmönnum og er
með þessu móti fengin heildar-
mynd af fuglalífinu á þessum
árstíma.
Hér á Akureyri lögðu fimm
fuglatalningarmenn af stað kl.
10 árdegis og skiptu með sér
verkum í landi bæjarins. Þeir
voru: Guðmundur Karl Péturs-
son, Árni Bjöm Árnason, Þor-
steinn Þorsteinsson, Jón Sigur-
jónsson og Albert Sigurðsson.
Hiti var við frostmark og
stormur af norðri með krapa-
éljum og kólnaði er á daginn
leið. Snjóföl var á jörðu og jörð
frosin nema fjörur þíðar. Kann-
að var allt svæðið frá Krókeyri
. að Skjaldarvík og því farið
nokkuð út fyrir bæjartakmörk-
in. Ennfremur var farið upp
með Glerá, því oft er mikið um
fugla á öskuhaugum bæjarins
en þar sást nú enginn fugl, enda
mun sorp hafa verið vel dysjað
rétt áður. Þá var Lystigarðurinn
og Gróðrarstöðin vel athuguð
svæði, enda lengi von fugla á
þeim stöðum báðum.
Niðurstaða talningarinnar varð
þessi:
54 auðnutittlingar,
81 bjartmávur,
24 gulendur,
6 hávellur,
102 hettumávar,
62 hvítmávar,
92 hrafnar,
290 skógarþrestir
3 silkitoppur,
180 snjótittlingar,
208 stokkendur,
950 svartbakar,
27 sendlingar,
4 starar,
206 silfurmávar,
1 rauðhöfðaönd,
220 æðarfuglar.
Samtals eru þetta 17 tegundir.
Til gamans má geta þess, að
svartþröstur hélt til í bænum í
fyrravetur, en hvarf á síðast-
liðnu vori. Þá var hér einnig blá
hrafn um mánaðartíma í fyrra-
vetur. Hvítur Grænlandsfálki
sást á Siglufirði í fyrravetur.
Fuglalíf er auðugt hér í bæ og
nágrenni, eftir því sem verða
má á þessum norðlægu slóðum.
Trj ágróður er mikill í bænum,
fólk gjöfult á vetrum, andar-
pollurinn drengur að sér fugla,
einkum stokkendur. Áberandi
er, að hröfnum hefur fjölgað á
síðari árum. Svartbak virðist
einnig fjölga, einkum þó öðrum
tegundum máva. □
(Framhald af blaðsíðu 1).
þessa. Ekki heldur á Siglufirði
eða í Krossanesi; 400 tonna
geymir var í sumar settur upp
á Sauðárkróki. Geymar olíu-
félaganna á Siglufirði taka olíur
til þriggja mánaða notkunar.
í Eyjafjarðar- og Þingeyjar-
sýslum er ástandið þannig: Ef
Raufarhöfn og Grímsey eru
undanskildar, en á þeim stöðum
báðum er nægilegt birgðarými,
er birgðarými sem svarar til
2—3 mánaða notkun.
Blaðið ræddi lítillega við
nokkra norðlenzka kaupfélags-
stjóra um olíu- og fóðurbirgðir.
Fara svör þeirra hér á eftir:
Árni Jóhannsson, Blönduósi:
Við höfum 750 tonn af olíu, sem
endist í þrjá mánuði. Geymslu-
rými er lítið meira. Kjarnfóður-
skip er á leiðinni og ef ísinn tef_
ur ekki siglingar næstu 7—10
daga eigum við nægilegt magn
kjarnfóðurs til vors.
Sveinn Guðmundsson, Sauð-
árkróki: Samkvæmt fóðurbætis
notkun í fyrra eigum við birgðir
til þriggja mánaða en notkunin
er minni nú. Á leiðinni eru 500
tonn til viðbótar og eigum við
þá ekki að verða uppiskroppa.
Um miðjan des. voru olíutank-
arnir fullir. Geymarými er til
fjögurra mánaða eða svo. Fyrir-
greiðsla ríkisvaldsins í birgða-
málum hefur ekki verið önnur
en sú, að við höfum sex mánaða
greiðslufrest í stað þriggja áður.
Valur Arnþórsson fulltrúi á
Akureyri: í þessum mánuði er
væntanlegt kjarnfóður, sem end
ast á til vors og hafa ráðstafanir
verið við það miðaðar, að þá
skorti ekki þessa nauðsynlegu
vörutegund.
Guðmundur Jónsson, OIíu-
félaginu Akureyri: Nær allir
olíugeymar eru fullir og endast
þær birgðir rúma þrjá mánuði.
Geymslurými er tæp 8 þús. tonn
fyrir olíutegundirnar samanlegt,
hjá okkar félagi.
Finnur Kristjánsson, Húsa-
vík: Eigum 900 tonn af gasolíu
og endist hún 3 og hálfan mán-
uð. Geymar nær fullir. Fóður-
vörur koma með skipi eftir þrjá
daga og meiri fóðurvörur eftir
viku og eigum við þá fóður til
vors.
Ilrafn Benediktsson, Kópa-
skeri: Olíu er ekki skipað hér
upp úr skipum, heldur er henni
ekið frá Húsavík. Mánaðar-
birgðir eru á staðnum og er það
alltof lítið. Af fóðurvörum eig-
um við nóg fram á sumar. Q
- SMÁTT OG STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8).
landi og una flestir vel hag sín-
uni. Þó togar heimþráin nokkra,
eins og eðlilegt er. Margt af
þessu fólki hefur „skroppið
lieim“ en fann þá fyrst, að það
hafði fest rætur í nýju Iandi,
eignazt nýtt föðurland, og fagn-
aði liingaðkomunni af heilum
huga. Atvinnuhættir, trú og sið-
ir eru gjörólíkir í þessum lönd-
um og því erfiðleikar á, að sam-
hæfast nýjum aðstæðum. Sagt
er, að allir þessir innflytjendur
fagni frelsi og mannhelgi hér á
landi og telji það dýrmætast af
öllu, hvernig sem þeir að öðru*
leyti líta á sitt nýja föðurland.
- Sfórbruni á verksmiðjum SÍS á Akureyri
(Framhald af blaðsíðu 1)
atvinnu, bæði konum og körl-
um. En iðnverkafólkið er lág-
launafólk og þolir ekki atvinnu-
stöðvun.
Blaðið ræddi á mánudaginn
við slökkviliðsstjóra um brun-
ann og nokkra forsvarsmenn
verksmiðjanna og fer umsögn
þeirra hér á eftir.
SVEINN TÓMASSON slökkvi
liðsstjóri: Mestir erfiðleikar
Albert á fund til
Akurey
rar
NÝKJÖRINN formaður Knatt-
spyrnusambands íslands, Albert
Guðmundsson, er væntanlegur
til Akureyrar á laugardaginn og
verður þá haldinn fundur á
Hótel KEA, sem öllum knatt-
spyrnumönnum og áhugamönn-
um er heimilt að sækja. Fund-
urinn hefst kl. 15.30. Umræðu-
efnið verður að sjálfsögðu knatt
spyma. □
voru í sambandi við vatnið.
Vatn í Glerá er mjög kalt og í
þessum lieljarkulda fraus það í
dælunum og brunaliani er að-
eins emn við verksmiðjurnar,
og þurfti því langt að fara eftir
vatni, í brunahana í næstu göt-
um. Slys urðu ekki á fólki nema
nokkrum slökkviliðsmönnum
varð illt af reyk og óhollum
gufum, en náðu sér fljótt aftur
og aðrir skrámuðust og liggur
einn á sjúkrahúsi ennþá (mánu
dag).
ÞORSTEINN DAVÍÐSSON:
f eldsvoðanum brunnu vélar og
tæki Skinnaverksmiðjunnar að
meirihluta, svo og hráefni, hálf-
unnar og fullunnar vörur, auk
verksmiðjuhússins. Á efri hæð
var m. a. hluti af Skógerð lðunn
ar og á þeirri liæð hússins brann
allt, sem brunnið gat. Vonir
standa til, að einhver sútun geti
hafist fyrir næstu lielgi.
RICHARD ÞÓRÓLFSSON:
Skógerð Iðunnar hafði um 80
manns í vinnu, þar af um lielm-
ing konur. Sauma- og sníða-
deild brann gersamlega, en hún
var í suðurhluta Iðunnarhússins,
efri hæð, sem brann til ösku.
Hinn liluti Skógerðarinnar er í
gamla Gefjunarhúsinu. Þar er
aðal vélasalur og brann þar ekki
en skemmdir af reyk og vatni
eru órannsakaðar ennþá. Allt
hráefni Skógerðarinnar brann
en fullunnar vörur ekki. Við
reynu-m af fremsta megni að
finna karhnönnum okkar vinnu
við að hreinsa til og lagfæra —
og við að hefja undirbúning á
framleiðslu á ný.
ARNÞÓR ÞORSTEINSSON:
Það, sem brann hjá Gefjun var
þak kyndiliússins og bruna-
skemmdir urðu einnig í efna-
vörugeymslu Skógerðarinnar í
„gamla Gefjunarhúshiu“. Sam-
komusalur starfsfólksins brann
til kaldra kola. í morgun, mánu-
dag, var unnt að hefja fulla
vinnslu í verksmiðjunni, því
annar stóri ketill kyndistöðvar-
innar var óskemmdur. Starf-
semi á Fataverksmiðjunni
Heklu truflaðist ekki. Hátt á
fimmta liundrað niamis vann í
verksmiðjum SÍS hér á þessu
verksmiðjusvæði að undanfömu
og er þá Ullarþvottastöðin með-
talin. □
Æsknlýðsráðs
úr heftinu, þar sem það verður
svo víðlesið. En frá hinu sagt,
að ýmsir gerðu nánari grein fyr
ir margskonar tilhögun hinna
voru: Hermann Sigtryggsson,
Einar Helgason, Ingólfur Ár-
mannsson, Gígja Möller, Bragi
Hjartarson, Tryggvi Þorsteins-
son, Haraldur Sigurðsson og
Eiríkur Sigurðsson, auk for-
manns. Þegar litið er yfir verk-
efnaskrána, sem prentuð er í
ritinu Unga Akureyri, er þar
um margt að velja. Blaðið vill
beina þeim óskum til yngri og
eldri, að þeir kynni sér rækilega
þessa starfsáætlun og spyrjist
fyrir um þau atriði, sem þeim
þykir þurfa.
Innritun í námskeið og klúbba
Æskulýðsráðsins fer fram í
Hafnarstrætj 100, annarri hæð,
simi 1-27-22 og í Gagnfræða-
skólanum hjá þeim Einari Helga
syni og Ingólfi Ármannssyni,
kennurum.
Æskulýðsráð Akureyrar er
þannig skipað: Séra Birgir Snæ
björnsson, Gísli Bragi Hjartar-
son, Einar Helgason, Eiríkur
Sigurðsson, Haraldur Sigurðs-
son, Ingólfur Ármannsson og
Tryggvi Þorsteinsson. Q
Leiðrétting
GRÓÐRARSTÖÐ Skógræktar
ríkisins á Vöglum í Fnjóskadal
var 0.7 ha. á árunum 1942—1945
en er nú 2.2 ha. að stærð. Leið-
réttast með þessu talnaskekkjur
í Jólablaði Dags — í grein ísleifs
Sumarliðasonar skógarvarðar á
Vöglum. □
líristniboði á f erð
FYRIR skömmu kom heim til
fslands Svein B. Johansen, sem
verið hefur kristniboði í Liberíu
sl. 3 ár. Veitti hann þar forstöðu
allri starfsemi Sjöunda-dags
Aðventista. Við heimkomuna
tók hann við forstöðu sama safn
aðar hér á landi. Svein, sem er
Norðmaður og kvæntur ís-
lenzkri konu, er mörgum vel
kunnur hér á landi, en hann
dvaldi hér í 8 ár áður en hann
hélt til Liberíu.
Þau hjónin eru væntanleg til
Akureyrar fyrir næstu helgi og
munu tala á samkomum í Laxa-
götu 5 á laugardagskvöld og
sunnudag. — Sjá nánar í sam-
kömuauglýsingum. Q
- Tungusel brann
(Framhald af blaðsíðu 8).
höfn. Fólk það, er nú fór með
hlutverk leiksins er aðeins frá
5 bæjum, og fólksfjöldí á þeim
bæjum svipaður og í litlu sam-
býlishúsi í kaupstað.
Harðsótt var fyrir fólk að
koma heim í jólaleyfi. Hinn 20.
des. var ekki hægt að fljúga
hingað. En 46 farþegar til Húsa-
víkur, Raufarhafnar og Þórs-
hafnar lögðu þá á stað frá Akur
eyri í stórum langferðabíl. Hing
að kom svo fólkið eftir 29 klst.
og drakk einu sinni kaffi á leið-
inni. O. H.