Dagur - 08.01.1969, Blaðsíða 7

Dagur - 08.01.1969, Blaðsíða 7
7 ÁVARP PRESTASTÉTTARINNAR 1892 Kæri bróðir! Hvort sem þjer þegar eruð bindindismaður eða neytið víns, þá eruni vjer sannfærðir um, að þegar þjer hugleiðið rækilega vínnautnina og hinar venjulegu afleiðingar hennar, hvað sem út áf ber hinni ströngustu hófsemd, þá sjeuð þjer oss samdóma um, að tjónið, sem hún veldur, sje hryggilegt og stórkostlegt í sam anburði við þá stundaránægju, sem hún veitir hinum sanna hófsmanni, livort sem hann er neytandi eða veitandi. Vjer er- um sannfærðir um, að þjer kann izt við, að útrýming vínnautnar- innar, og með henni ofdrykkj- unnar, sje í fyllsta máta kristi- legt kærleiksverk, þjónum kirkj unnar samboðið, eins og syno- dus 1890 hefir opinberlega lýst yfir og heitið að styðja að í orði og verki, sem 'sönnu nauðsynja- máli og velferðarmáli þjóðar- innar. Oss, sem undir þetta ávarp rit um, virðist að hinn rjetti og hentugi tími nú sje kominn til að veita þessari yfirlýstu stefnu synodusar meiri festu og ákveðn ari mynd. Bindindishreyfingin á landi hjer verður ávallt sterkari og sterkari, og ef vjer, andlegrar stjettar mennirnir, göngum nú álmennt undir merki hennar, ætlum vjer vonina um fagran sigur með Guðs hjálp óbrigðula. Þetta starf teljum vjer samboð- ið voru fagra hlutverki, að efla allt gott, fagurt- og kristilegt, hver í sínum verkahring, til heilla fyrir land og lýð. Vjer von um og óskum, að þjer viljið sýna í verkinu, að þjer sjeuð oss samdóma í þessu efni, með því að rita nafn yðar undir með- fylgjandi yfirlýsingu, og að þjer svo sendið oss hana við fyrstu hentugleika. Þá er vjer höfum fengið yfirlýsingarnar, er það áform vort, að prenta eina þeirra með öllum undirskript- unum í Kirkjublaðinu, og von- um vjer þá, að öllum verði ljóst, að hið góða málefni bindindis- ins eigi marga fylgismenn meðal landsins andlegu stjettar. í júnímánuði 1892. Hallgrímur Sveinsson, biskup yfir íslandi. Guðmundur Helgason, próf. í Borgarfjarðarpróf.d. Jens Pálsson, prestur á Utskálum. Jóhann Þorkelsson, dómkirkjuprestur í Rvík. Magnús Andrjesson, próf. í Mýraprófastsd. O. V. Gíslason, prestur að Stað. Þorkell Bjarnason, prestur að Reynivöllum. Þórhallur Bjarnarson, prestaskólakennari. YFIRLÝSING. Vjer undirskrifaðir andlegrar stjettar menn skoðum eflingu og útbreiðslu algjörs æfibindindis (bæði frá að neyta og veita) sem kristilegt kærleiksverk, er sjerstaklega snerti oss eptir stöðu vorri, og viljum því með eigin dæmi og yfh’ höfuð í orði og verki styðja þetta velferðar- mál þjóðar vorrar. Sumarið 1892. Yfirlýsingin er undirrituð af 46 kennimönnum. Þetta ávarp á ekki síður við nú en fyrir þrem aldarfjórðung- um. Og ekki er minni þörf nú, á skeleggri bindindisboðun. Margir prestar hafa bæði fyrr og síðar unnið ómetanleg björg- unarstörf í áfengismálum, sem seint verður fullþakkað, en of margir eru sjálfir veikir á svell- inu og geta í þessum efnum hvorki bent á hina betri leið — leið bindindis — eða farið hana sjálfir. En svo margir eru þjón- ar kirlcjunnar blessunarlega lausir við áfengistízkuna, að þeir geta unnið í anda hins gamla ávarps með miklum árangri, bæði með fordæmi og baráttu í kirkju og utan. Þar vinna þeir „kristilegt kærleiks- verk“, sem allir góðir menn eiga að styðja. □ §><$><$><3><$><8><$><$><$><$><$><S><$><$><$>^^ AUGLÝSINGAVERÐ er frá 1. janúar kl. 75.00 pr. dálkcm. — Afsláttarreglur verða óbreyttar. Dagur, Alþýðumaðurinn og Vei’kamaðurinn. I I V 7?inilegt þakklœti fyrir margvíslega vináttu, sem © auðsýncl á o/ Z Lifið heii mér var auðsýnd á sjölugsafmceli mínu 21. des. é 1968. ’ " KRISTJÁN JÓHANNESSON, | Dalvík. t T *-^©-v*'S-©7*-j-©-^*7©-^*'>-©-^*-}-©->*->©->*->.©->*-».©->*-».©-í-*-j.@ ® t Ollum þeirn, sem glöddu mig á áttatiu ára af- <3 mœlisdegi mínum þann 22. des. s. I. með gjöf- £ um, hamingjuóskum og hlýju handtaki, fœri ég ® minar beztu þakkir og blessunaróskir. f‘ TRYGGVI KRISTJÁNSSON. I- -j. *7©***©-^*-í.©7*-^©7**©->*-(-©^*-*©^*^©->*s-©-S-*-í.©->-*-»-© ® Þakka af alhug árnaðaróskir og góðar gjafir i f tilefni af áttrœðisafmceli minu þann 22. des. s. I. Jí Lifið heil. I ÁRAIA NN HA NSSON, % Myrká. s I- I I t Af lieilhug vottum við stjórn og framkvæmcla- f stjórum Útgerðarfélags Akureyringa okkar inni- t legustu þakkir fyrir jólagjafir og þann hlýliug | í okkar garð, sem þcer báru vöttum. — Jafnframt | $ viljum við óska þess, að hagur félagsins megi blómgast scm bczl um ókomin ár. STARFSFÓLK LIRAÐFRYSTIHÚSS Ú.A. h.f. © I I t 1 ÞAKKARÁVARP. © I- © t t .. . # ý Ollum þeim, sem heimsóttu okkur á árinu 1968, * sýndu okkur með því vinarhug og veittu okkur ® ánœgjust.undir, færum við aluðarfyllstu þakkir. f Þá fcerum við Leikfélagi Akureyrar þakkir fyrir f hin ágætu boð á leiksýningar. Hjálprœðishern- % um á Akureyri þöhkum við boð á jólatrésfagnað f — og alla vcitta vinsemd, og Rebekkusystrum á t Akureyri þökkum við gjafir og góðar kveðjur. — f Sérstakar þakkir færum við Lionsklúbbi Akur- J- eyrar við ágœta þeningagjöf, sem varið skal til t kaupa á orgeli í hælið, — og Lionsklúbbnum „Huginn“ á Akureyri fyrir veglega bókagjöf. Þá sendum við félaginu Berklavörn á Akurcyri © beztu þakkir fyrir auðsýnda vináttu. * *£• Njótið öll ykkar góðu verka. ^ Óskum ykkur árs og friðar. <■ | f 1 © SJ UKLINGA R KRIS TNESHÆLI. Þökkum hjartanlega auðsýnda sanntð og vinar- hug við andlát og jarðarför JÓNS SIGFÚSSONAR, Borg, Glerárhverfi. Einnig færum við þeirn, er önnuðust hann á Fjórðungssjúkralnisinu á Akureyri okkar inni- legustu þakkir. Sigríður Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega öllum þeini, sem sýndu okkur samúð og vinarlntg við andlát og jarðarför föður okkar ÁSKELS SIGURÐSSONAR. Systkinin. gaEE,rræaj5SE55ss3sss I.O.O.F. Rb. 2 — 117188V2 — I.O.O.F. — 1501108V2 — MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Sálmar: 577 — 582 — 104 — 105 — 678. — B. S. SUNNUDAGASKÓLI AKUR- EYRARKIRK.TU verður n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Öll börn hjartanlega velkomin. — Sóknarprestar. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Samkoma verður n. k. sunnu- dagskvöld kl. 8.30. Ræðumenn Gylfi Svavarsson og Guð- mundur Hallgrímsson. — Sunnudagaskólinn kl. 11 f. h. Allir hjartanlega velkomnir. FÍLADELFÍA, Lundargötu 12. Saumafundir fyrir telpur á miðvikudag kl. 5.30 e. h. Allar telpur velkomnai’. Sunnudaga skóli hvern sunnudag kl. 1.30 e. h. Öll börn velkomin. — Almenn samkoma hvem sunnudag kl. 8.30 e. h. Verið velkomin. — Fíladelfía. ÆSKULÝÐSFÉLAG Akureyrarkirkju. — Sameiginlegur fundur deildanna kl. 8 e. h. fimmtudaginn 9. þ. m. Helgi- stund. Fjölbreytt skemmti- atriði. Veitingar. — Stjórnin. HJÚKRUNARKONUR. Fundur verður í Systraseli mánudag- inn 13. jan. n. k. kl. 9 e. h. — Stjórnin. - UPPBYGGING (Framhald af blaðsíðu 8). miklu máli fyrir atvinnulif Akureyrar. Framkvæmdastiórn Sambands ins hefur nú ákveðið, með sam- þykki stjórnar þess, að gera sem allra fyrst áætlun um byggingu nýrrar sútunarverksmiðju, sem yrði bæði stærri og fullkonmari en sú, sem fyrir var. Þá hefur einnig verið ákveðið að endur- byggja Skógerðina, en til bráða- byrgða verður athugað að hefja framleiðsluna fljótlega í bráða- byrgðahúsnæði. Sambandið vill leggja sérstaka áherzlu á að framleiða upp í pantanir, sem fyrir liggja á iðn- vörum. Leitað verður til banka og annarra aðila til stuðnings hinni nýju uppbyggingu, enda mikið í húfi. Bæjaryfirvöldin á Akureyri og Iðja, félags verk- smiðjufólks, hafa þegar sýnt málinu mikinn áhuga. Á þessu ári er gert ráð fyrir að flytja út iðnaðarvörur frá verksmiðjum Sambandsins fyrir á annað hundrað millj. kr. Af þessari endursögn blaða- mannafundarins í Reykjavík í gær, er ljóst, að samvinnu- menn ætla ekki að draga saman seglin heldur efla hinar þýðing- armiklu iðngreinar og mun það flestum gleðiefni. □ TILSÖLU Mercedes-Benz 220. Skipti á minni bíl koma til greina. Ujjpl. í síma 2-15-77. Óska að kaupa góða JEPPABIFREIÐ, helzt með dísilvél. Baldur Halldórsson, Hlíðarenda við Akureyri GJÖF til Akureyrarkirkju kr. 1000 frá H. S. — Áheit á Lög- mannshlíðarkirkju kr. 500 frá ónefndri konu. — Áheit á Strandarkirkju kr. 100 frá ónefndri konu. víslega. KARLAKÓR AKUREYRAR Æfingar hefjast aftur fimmtudaginn 9. þ. m. kl. 8.30 e. h. í Laxa- götu 5. — Félagar, mætið vel og stund- — Stjórnin. FRA MÆÐRASTYRKSNEFND Úthlutun á fatnaði fer fram dagana 9. og 10. jan. n. k. kl. 2 til 5 e. h. að Kaupvangs- stræti 4. GEYSISFÉLAGAR. Æfing kl. 8 á morgun, fimmtudag. Áríð- andi að allir mæti. I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99. Fundur fimmtudaginn 9. jan. kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu. —• Fundarefni: Inntaka nýrra félaga, kosning embættis- manna, önnur mál. — Æ.t. eftir. FRÁ SJÁLFSBJÖRG. Spilakvöldin byrja aft- ur fimmtudaginn 9. þ. m. kl. 8.30 e. h. í Bjargi. Myndasýning á SKOTFÉLAGAR. Æfing á föstu dagskvöldið kl. 9.15 til 10.45. KRISTNIBOÐAR frá Liberíu. Svein B. og Anna Johansen, kristniboðar í Liberíu, Vestur- Afríku, eru nýkomin heim til íslands. Svein veitir nú for- stöðu söfnuðum Sjöunda- dags Aðventista hér á landi. Anna er mörgum kunn fyrir fagran söng sinn. Þau hjónin kunna frá mörgu að segja, sem þau munu gera n. k. laug ardagskvöld í Laxagötu 5 kl. 20.30, og á sunnudag ld. 17. Allir velkomnir. — Sjöunda- dags Aðventistar. LIONSKLÚBBUR Mjjp. AKUREYRAR Fundur í Sjálfstæðishús inu á fimmtudag 9. jan. kl. 12. Á aðfangadag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sólrún Hansdóttir, Reykjavík og Sig- urður Friðriksson, Halldórs- stöðum, Reykjadal, S.-Þing. Á gamlársdag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Kristjana Helgadóttir, Húsavík og Páll Friðriksson, Halldórsstöðum, Reykjadal, S.-Þing. Á gamlárskvöld opinberuðu trúlofun sína ungfrú Herdís Ingvadóttir, Ránargötu 27 og Friðrik Árnason, Hólabraut 19, Akureyri. - TUNGLFARARNIR (Framhald af blaðsíðu 8). vísindamanna verður staðreynd, gleymist þetta nýmma tækni- afrek nútímans. Þeir lieita Borman, Lovell og Anders, er skotið var á loft meí Saturnus 5 eldflaug frá Kemiedyhöfða. En sjálfir voru memiirnir í Apollo 8 geimfarinu. Þeir hófu ferð sína kl. 12.51 að íslenzkum tíma, laugardaginn 21. desember. Gennfarið lenti kl. 15.51 hinn 28. desember, heih4 og liöldnu. Flugvélamóðurskipið Yorktown tók geimfarana um borð, með hjálp þyrlu, og voru þeir hinir hressustu. Unnið er úr vísindalegum árangri þessar- ar mestu geimfcrð sögunnar. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.