Dagur - 15.01.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 15.01.1969, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Vinnuslys - árekstrar UM KL. 3 í fyrradag varð vinnu slys í húsakynnum Iðunnar, þar sem unnið er á brunastað við hreinsun o. fl. Starfsmaður datt úr stiga og var þegar fluttur í sjúkrahús. Honum leið sæmi- lega eftir atvikum árdegis í gær og var talinn óbrotinn. Innbrot var framið í Eyrar- bakaríi um helgina og stolið skiptimynt. Tólf bílar lentu í árekstrum á mánudaginn, á götum bæjar- ins og fengu margir Ijótar skrámur, þótt enginn árekstur- inn væri harður og fólk meidd- ist ekki. Lögreglan telur rólegt í bæn- urn það sem af er þessu ári. □ RauBakrossbiliinn fór 556 ferðir BLAÐIÐ hefur fengið þær upp_ lýsingar hjá Akureyrardeild Rauða krossins, að sjúkrabíll deildarinnar hafi á síðasta ári farið 465 sjúkraferðir innan- bæjar en 91 ferð til ýmsra staða Björn Jónsson alþingismaður svarar spurningum Dags. utan Akureyrar, sömu erinda, eða samtals 556 ferðir. Sjúkrabíllin er í umsjá Slökkviliðs Akureyrar frá 8. marz sl. en áður í umsjá lög- reglunnar. Hann er nýr og vel búinn bíll og er fólk ánægt með hann og rekstur hans, að því er blaðið veit bezt. Félagar Rauða kross deildar- innar hér, þyrftu að vera miklu fleiri. Árgjaldið er 100 krónur. Formaður er Guðmundur Karl Pétursson, ritari Jakob Frí- mannsson, gjaldkeri Guðmund- ur Blöndal. Varaformaður er Jóhann Þorkelsson og með- stjórnendur Ingibjörg Magnús- dóttir, Gísli Ólafsson og séra Pétur Sigurgeirsson. □ Bændaklúbfmrinn heldur fyrsta fund sinn á þessu ári að Ilótel-KEA mánudaginn 20. þ. m. og hefst fundurinn eins og venjulega kl. 9 að kveldi. Rætt verður um sauðfjárrækt, einkuin framleiðslu á ull og gærum. Framsögumaður verð- ur Stefán Aðalsteinsson land- Albert Guðmundsson flytur knattspymumönnum nýársboðskap sinn á Hótel KEA á laugardaginn. Vetrarleikir í knattspyniinmi eru merkileg nfjung Albert Guðmimdsson i heimsókn á Akureyri búnaðarkand. □ Á LAUGARDAGINN boðaði Haraldur M. Sigurðsson f. h. KA, marga leiðandi menn í íþróttamálum bæjarins og frétta menn o. fl. á sinn fund á Hótel KEA. ásamt tveim góðum gest- um að sunnan, þeim Albei't Guð mundssyni formanni Knatt- spyrnusambands íslands og Jóni Magnússyni framkvæmda- stjóra sambandsins. Keppnisliði ÍBA í knattspyrnu var þar einnig boðið, samtals 80—90 manns. Var þar kaffi fram borið. í upphafi fundar kynnti fund- arboðandi þá Albert og Jón fyr_ ir heimamönnum og síðan kynnti hann formenn félaga og helztu viðstadda trúnaðarmenn í knattspyrnumálum bæjarins fyrir sunnanmönnum, svo og fréttamenn bæjarins. Mætti þetta verða öðrum til fyrirmynd ar á blaðamannafundum. Síðan rakti Haraldur M. Sig- urðsson stuttlega frægðarferil Alberts Guðmundssonar í knatt spyrnu og það, sem nú hefur gerzt síðan hann varð formaður KSÍ. En Albert virðist ætla að hrista doðann úr íslenzkum knattspvi'numönnum í fyrslu lotu og nefur raunar tekizt það með því að beita sér fyrir fjölda ÖLL VERKALVÐSFÉLÖG ERU Sjómannafélögin hafa boðað vinnustöðvun UM ÞESSAR MUNDIR eru öll verkalýðsfélög landsins innan ASÍ með lausa samninga og geta boðað vinnustöðvanir með skömmum fyrirvara. í þeim eru 35 þús. manns. Dagur spurði í gær Björn Jónsson alþingismann og vara- forseta ASÍ hvernig horfði í at- vinnu_ og kaupgjaldsmálum. Hann sagði m. a.: Viðræður hafa farið fram af hálfu Alþýðu Þrálátar klakastíflur í Laxá ENN eru miklar klakastíflur í Laxá og eru þær víða í Laxár- dalnum, allt frá „Soginu“ og alla leið upp að Auðnum. Smá- hlaup varð í ánni í gærmorgun, en það varð ekki að tjóni og hefur vatnsrennsli aukizt, sagði rafveitustjórinn á Akureyri, Knútur Otterstedt, blaðinu í gær. Grípa þurfti til lítilsháttar skömmtunar fyrir hádegi í gær og ekkert má út af bregða, svo mikið er álagið orðið. Stöðin við Laxá framleiddi í gær rúm 11 þús. kw. og varastöðin á Ak- ureyri 4 þús. Þetta dugar að- eins, nema e. t. v. rétt fyrir há- degi. Það getur allt gerst í Laxá í þessu veðri, frosti og renningi, en í augnablikinu er þetta næst um viðunandi, sagði rafveitu- stjórinn. Líklegt er að ána leggi og rennsli jafnist. □ sambandsins við vinnuveitendur og ríkisstjórnina um atvinnu- málin. Þær hafa eingöngu verið bundnar við þau. Annars vegar eru svo sjó- mennirnir í sínum samningum um kjörin. Sjómenn hafa lýst yfir vinnustöðvun frá 20. janúar. Þar eru þó Austfirðii' og Vest- firðir undanskildir og Árnes- sýsla. Viðræður okkar um atvinnu- málin eru held ég að komast á lokastig. Erfitt er að fullyrða á þessari stundu hvernig þær fara. En verkalýðsfélögin hafa hvergi boðað til vinnustöðvana ennþá og ekki sagt upp, þau hafa heldur ekki myndað sér samstöðu um kjaramálin ennþá. Áherzla hefur hins vegar verið lögð á að vinna bót á atvinnu- leysinu og vinna að þessum mál um aðskildum. Bráðlega lýkur viðræðum okkar með árangri eða án hans. Verði árangur enginn, af þess- um viðræðum, hljóta verkalýðs félögin engu að síður að halda áfram sinni baráttu. Samkomulag varð milli vinnu veitenda og verkalýðssamtak- anna um afstöðu í atvinnumál- um í aðalatriðum. Báðir aðilar telja það grundvallaratriði að (Framhald á blaðsíðu 7) knattspyrnukappleikja nú í vet- ur, með ágætum árangri, svo sem kunnugt er. En vetrarknatt spyrna er nýjung hér á landi, sem vert er að veita athygli. Takmark þessa blaðamanna- fundar var það eitt að vekja at- hygli á knattspyrnunni, bæði sem vetraríþrótt og íþróttinni almennt og munu knattspyrnu- menn og aðrir hafa farið af fundi þessum áhugasamari en áður og væntanlega betur við því búnir að lifa þáttaskil í ís- lenzkri knattspymu — komast á ný úr öldudalnum. Albert Guðmundsson nýkjör- inn formaður KSÍ flutti eftir- minnilega ræðu. Sagðist hann hafa beitt sér fyrir því, að ráð- inn var framkvæmdastjóri KSÍ, Jón Magnússon. Kostnaðin- um af auknu starfi væri mætt með sölu happdrættismiða, sem sendir væru félögum víðsvegar. Um knattspyrnuleikina nú í velur, sagði hann: Við vildum gefa fólkinú kost á að horfa á knattspymu og að sjá knatt- spyrnumenn í fullu fjöri á þess- um árstíma. Og þetta gaf góða raun. Með þessu er æfingatím- inn lengdur og hefur þetta geng ið mjög vel. Aðsókn hefur verið mjög mikil, þótt veður hafi ver- ið misjöfn og jafnvel hörð. Það eru bæði landslið og unglinga- lið, sem leika við knattspyrnu- félögin þessa æfingaleiki. Þetta eru þó alvöruleikir og þeir eru undirbúnir á sama hátt og um landsleiki væri að ræða. Eitt af því, sem íslenzkir knatt spyrnumenn verða að losa sig við, er óttinn við að tapa. Við ætlum ekki að fara að kenna (Framhald á blaðsíðu 2). Atvinnuleysi er geigvænlegt í SÍÐUSTU VTKU var upplýst, að í Reykjavík væru yfir 800 manns atvinnulausir og á Akur- eyri voru um áramótin 180 at- vinnulausra karla og kvenna. Síðan hafa bætzt við tugir manna og þar að auki svipti stór bruninn í verksmiðjum sam- vinnumanna fjölda manns at- vinnu. Er ástandið því orðið hið geigvænlegasta hér á Akureyri. Á ýmsum öðrum stöðum var ástandið þó miklu verra, hlut- fallslega. Atvinnuleysið er því sú kalda miskunnarlausa staðreynd, sem margir óttuðust og töldu líkur á að koma myndi. Aðrir hafa talað eins og glópar um þetta mál, jafnvel látið sér um munn fara, að slíkt tilheyrði fortíðinni einni eins og risaeðlurnar, það væru aðeins bölsýnir menn, sem ekki áttuðu sig á tíma framfaranna. Lífskjörin hér á landi hafa verið mikið skert og nýju dýr- tíðarflóði helt yfir landsfólkið, án kauphækkana til að mæta því. Hinir tekjulægstu og fátæk ustu, sem lögðu hart að sér til að hafa til hnífs og skeiðar, eru nú margir atvinnulausir og standa nú frammi fyrir hinni ægilegustu staðreynd: skortin- um. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.