Dagur - 15.01.1969, Blaðsíða 5

Dagur - 15.01.1969, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Fjármálin og atvinnulífið í ÁLITI minnihluta fjárveitinga- nefndarnefndar Alþingis, sem lagt var fram á þingi fyrir jólin, við af- greiðslu fjárlaga fyrir árið 1969, segja Framsóknarmennmir, Ágúst Þorvaldsson, Halldór E. Sigurðsson og Ingvar Gíslason, og Alþýðubanda- lagsmaðurinn Geir Gunnarsson, m. a. það, er hér fer á eftir. „Venjan hefur verið sú, að ríkis- stjórnin hefur aflað tekna handa at- vinnuvegunum, en tekið þann tekju- stofn til ríkissjóðs við næstu áramót á eftir og aflað þá nýrra tekna vegna atvinnuveganna. Og segja má með réttu, að aukaskattur hafi fylgt flest- um málum, sem fram hafa gengið í stjórnartíð núverandi valdhafa, enda er nú svo komið vegna verðbólgu, margendurtekinna gengisbreytinga, ofsköttunar og eyðslu, að fjárlög hafa hækkað úr 1500 millj. kr., eins og þau vom eftir gengisbreytinguna 1960 í 7000 millj. kr. á árinu 1969.“ Síðan segja þeir: „Tillögur okkar miða að því, að hefja endurreisnar- starfið hjá atvinnuvegunum með frestun greiðslna og afborgunum og vöxtum af föstum lánum, með því að breyta lausaskuldum í föst lán til langs tíma, með aðstoðarlánum í einstökum tilfellum og jafnvel með skuldaskilum með því að létta sér- sköttun af atvinnuvegunum, með lækkun vaxta og breyttu stofnlána- kerfi, með auknum rekstrarlánum. Við viljum einnig taka tryggingar- kerfið til endurskoðunar og sömu- leiðis taka dreifingarkerfi olíuverzl- ana í landinu til athugunar og leita að hepplegustu leið til að sameina það. Það er skoðun okkar, að síend- urteknar gengisfellingar hafi í för með sér spillingu, ýti undir eyðslu og kæruleysi og sú lausn, sem far- sælust muni reynast hljóti þjóðinni og atvinnuvegunum, sé að snúa frá stefnu verðbólgu, eyðslu og gengis- fellinga. Við teljum eðlilegt, að leið- beining og eftirlit séu af hálfu lána- stofnana með þem fyrirtækjum, sem aðstoðarlána þurfa að njóta, til þess að tryggt verði, að fyrirtækið njóti þess, sem að sé stefnt. Við viljum einnig undirstrika það, aíð sú stefna, sem fylgt hefur verið, að leggja háa skatta á atvinnuveg- ina og styrkja þá svo aftur með rík- issjóði, er að okkar dómi röng stefna, enda hefur reynslan sannað það.“ Sömu menn vekja athygli á, að tekjur ríkissjóðs umfram fjárlaga- áætlanir á síðustu átta árum, eru ca. 2500 millj. kr. □ Góðir íslendingar. Ársins 1968 mun meðal annars verða minnzt fyrir það, að þá tókst mönnum í fyrsta sinn að komast til annarra hnatta, fara í kringum tunglið. Allir hljóta að vona, að þetta dásamlega afrek hugvits og hugrekkis bendi fram á við til betra og auðugra lífs í mannheimi. Allar þjóðir keppast við að færa sér í nyt hvern þann sigur, sem unn inn er á sviði vísinda og tækni. Vér íslendingar spyrjum, hvern ig vér séum búnir til að sækja það, sem vér þörfnumst, í skaut náttúrunnar, nýta gæði hennar og verjast áföllum af hennar völdum. í stuttu nýjársávarpi vil ég leiða hugann að landinu, sem vér byggjum, fósturjörðinni, landinu, sem Jónas Hallgríms- son kallaði farsælda frón og hag sælda móður. Land hverrar þjóð ar er örlagavaldur í sögu henn- ar. Til skamms tíma gáfu sagn- fræðingar þessu ekki þann gaum sem skyldi. Þeir skrifuðu um mannanna verk og athafnir, því að það er sjálf sagan, en gáðu þess miður en vert er, hvem þátt lega lands og náttúru far allt, landgæði og annmarkar, áttu að baki þessu öllu. Saga íslendinga verður ekki skilin nema með sífelldri hliðsjón af þeim lífsskilyrðum, sem landið hafði að bjóða. Að sama skapi unni. Þeir námu kaldara og norðlægara land en heimahag- arnir voru. Venjulega er þessu þveröfugt farið um þjóðflutn- inga. Snemma hófust átök milli lands og þjóðar, ef svo mætti að orði kveða. Það þurfti hörku til að sækja lífsviðurværi sitt í greipar náttúrunnar, og þjóðin fór illa með landið sitt, af því að hún vissi hvorki betur né gat, en landið launaði líku líkt og átti það til að vera harðleikið við þjóðina. Þetta þrátefli hélzt um aldir, og veitti ýmsum betur. En þegar á heildina er litið, er það heillandi og lærdómsrík saga, hvernig þjóðinni tókst áð lifa hér lífi sínu innan þeirra takmarka, sem landið sjálft markaði henni á aðra hönd og heldur frumstæð verkmenning hennar á hina. Að ógleymdu mis góðu stjórnarfari hlaut þetta tvennt að skera henni stakk, og hann var að vísu þröngur en þó aldrei svo, að hún yrði að kosta öllu lífsmagni sínu til að afla brýnustu lífsnauðsynja. Þrátt fyrir allt hafði hún þá orku af- lögu að geta varðveitt og ávaxt- að þá andlegu menningu, sem landnámsmenn fluttu með sér hingað að stofni til og verið hef ur bakhjallur þjóðarinnar jafn- an, og tekið við nýrri. Stundum hefur verið sagt, að íslendingar fyrr á tíð hafi aldrei lært að lifa í sátt við landið sitt. Ef til vill Forseti íslands dr. Kristján Eldjárn. ÁRAMÓTARÆÐA FORSETA ÍSLANDS DR. KRISTJÁNS ELDJÁRNS: Sambúð lands og þjóðar verða allar framtíðarhugmyndir um líf þjóðarinnar að styðjast við fullkomna þekkingu á eðli landsins og sjávarins, sem girðir það og er í rauninni hluti af því. Þjóðin verður að semja við land sitt og una við það, gera sér grein fyrir kostum þess til gagns og gleði, og ókostum þess til varnaðar. Því að ísland hefur bæði kost og löst, eins og haft er eftir einum hinna fyrstu manna, sem af því sögðu fregnir. Á því ári, sem nú er liðið, varð mönnum tíðhugsað til þess, að þá var hálf öld síðan hafís lagðist upp að ströndum lands- ins, en einmitt á því ári gerði hann sig enn á ný heimakom- inn, meira en nóg til að minna rækilega á, að enn búum vér við þann nágranna, sem oft hefur gert oss þungar búsifjar. Og það minnti um leið á, að vér íslend- ingar höfum færzt það í fang, sem mörgum útlendum mönn- um þykir með eindæmum, ein fámennasta þjóð veraldar, að vera sjálfstæð þjóð og nútíma- þjóð að lífsstigi og menningu í tiltölulega köldu og erfiðu landi. Fyrir allmörgum árum kom frægur erlendum vísindamaður hingað til lands og lét svo um mælt, að ísland væri á takmörk um hins byggilega heims, eða öllu heldur að það væri á norð- urmörkum þess, þar sem viðlit væri að láta nútíma menningar- þjóðfélag þrífast. Sumir þykkt- ust við, þótti sem hallmælt væri landinu, aðrir létu sér fátt um finnast og þóttust ekki vita annað en að hér hefði menning- arþjóðfélag staðið inn aldir, enn aðrir létu sem hér væru merki- leg sannindi sögð. Þarna var nokkuð harkalega vakið máls að merku íhugunar- efni. Fljótlegt er að ganga úr skugga um, að suðurmörk ís- lands liggja norðar en nokkurs annars lands þar sem lifað ei' á vísu nútíma menningarþjóð- félaga, og Reykjavík er nyrzta höfuðborg í heimi. Forfeður vor ir gerðu það sem fátítt er í sög- má eins vel svo að orði komast, að þeir hafi aldrei beygt sig svo mjög fyrir því harðdræga í nátt úruskilyrðum þess, að þeir þar fyrir seldu af höndum sér við- leitnina til andlegs lífs. Og lífs komst þjóðin af, og ásamt með lífi sínu bjargaði hún þeim verð mætum, sem vér viljum nú bezt að hlúa á nýjum og gjörólíkum tímum. Saga íslenzku þjóðarinnar fyr ir tækniöld sýnir, að hér á landi gat tiltekinn hámarksfjöldi fólks lifað við lífsstig frumbúskapar, að vísu við fátækleg ytri kjör, en þó við töluverða andlega menningu og vann stundum afrek í þeim efnum. Þetta var hægt á þessu norðlæga landi. En það er ekkert svar við þeim efasemdum, sem fólust í þeim ummælum sem ég nefndi áður. Kröfumar til lífsins í þjóðfélagi frumbúskapar eru svo gjörólík- ar þeim kröfum, sem nútíma- þjóðfélag gerir, að samanburður hefur takmarkað gildi. Landið er enn hið sama og það áður var, á sömu norðurslóðum, en nú verður það að standa undir margfalt meiru til þess að þjóð- in nái því markmiði, sem hún ætlar sér, að lifa hér í nútíma velmegunarþjóðfélagi. En síð- ustu áratugir hafa sýnt og sann að, að einnig þetta er hægt. Hin miklu vísindi og tækni nútím- ans hafa fengið oss í hendur þau tæki, sem megnuðu að rjúfa hinn þrönga hring, sem lega og náttúra landsins mörkuðu allri framvindu áður fyrr. Þjóðin hef ur náð áður óþekktu valdi yfir auðlindum lands og sjávar og sótt á öllum sviðum kappsam- lega fram að því marki, að hér mætti blómgast nútímaþjóðfélag með efnalegri og andlegri vel- megun. Velviljaður umheimur og rás heimsviðburða eiga hér sinn hlut að máli, en þó er það fyrst og fremst nýting landkost- anna, sem vér eigum það að þakka, sem vér nú höfum. Land ið er að vísu norðlægt og nokk- uð harðskiptið á stundum, en það hefur ekki brugðizt þjóð- inni. Það heyrist raunar ekki sjaldan, að vér séum vanþróuð þjóð og ísland sé í rauninni eins konar verstöð, eins og forðum var sagt með lítilli virðingu. Slík ummæli krefj'ast þó nánari skilgreiningar til þess að mark sé á þeim takandi. Þótt eitthvað megi út á setja og margt kunni að vera hér hálfkarað, er full ástæða til að gleðjast yfir því, að vér búum nú við nútíma þjóð félag á íslandi, þrátt fyrir efun- arorð ókunnugra um möguleika landsins og getu smárrar þjóðar. Hitt er þó enn sem fyrri sjálf- sagt, að vér verðum að halda vöku vorri og stefna vitandi vits að heillaríkri sambúð lands og þjóðar. Trúin á hvorttveggja má enga hnekki bíða. Við þessi áramót eru efst í huga margra þeir miklu efnahagserfiðleikar, sem þjóðin á nú við að stríða. Vegna þeirra horfa nú margir fram á komandi ár með kvíða. Allir vona þó, að úr rætist sem fyrst, og hvað sem öllu líður er nú um ekkert að gera nema snúast við vandanum af alefli og treysta giftu og manndómi þjóðarinnar til að sigrast á hon- um. Og þrengingarnar hvetja til lærdóma, að þessu sinni meðal annars þeirra, að leita þurfi ráða til að treysta betur undirstöður íslenzkra atvinnuvega. Vér höf- um notað tæknina til að hag- nýta hinar gömlu lífsuppsprett- ur þjóðarinnar, frjómoldina og ekki sízt fiskimiðin. Það mun- um vér enn gera á ókomnum tímum og með vaxandi gát og gjörhygli og frá nýjum sjónar- miðum. Víst er að landið og sjórinn kringum það búa yfir möguleikum, sem enn eru lítt notaðir og alls ekki að fullu kannaðir. Jónas Hallgrímsson kallaði landið farsælda frón, og var það mjög mælt ekki sízt í hans tíð, en hann sagði einnig í öðru kvæði, að vísindin vefji lýð og láð farsældum, notar sama orðið aftur. Þetta var skáldsýn, vísindum mun verða efld fjölbreytni í atvinnuhátt- um á landi hér. Margt hefur verið gert í þessa átt eða er í uppsiglingu. En víst er, að betur má ef duga skal. Rannsóknar- starfsemi verður að auka til muna, bæði grundvallarrann- sóknir á náttúru lands og hafs og hagnýtar rannsóknir í kjöl- far þeirra og samhliða þeim. Því má staðfastlega trúa, að með skynsamlegri hagnýtingu þeirr- ar þekkingar, sem vísindaleg rannsókn leiðir í ljós, geti orðið hér nægur auður í garði til góðra lífsskilyrða í nútíma menningarþjóðfélagi. Langar vetrarnætur og sólarlítil sumur norðursins geta ekki komið í veg fyrir það. En þótt boðaður sé tími vís- inda og vaxandi þekkingar má sízt gera þessi hugtök að átrún- aðargoðum, sem hægt sé að varpa allri áhyggju sinni á. Vís- indin leysa engan af hólmi, ekki sjómanninn, bóndann, verka- manninn, iðnaðarmanninn. En þau eiga að tryggja honum ávöxt síns erfiðis, gera hann og þar með allt þjóðfélagið óháðara veðri og vindum, sól og regni, sem Stephan G. sagðist eiga allt undir. Ég sagði fyrir skömmu í ræðu, að íslendingar gætu ekki gert sér vonir um að verða forustu- þjóð í vísindum. Ekki munum vér stefna til tunglsins. En nær- tækari rannsóknarefni eru ótelj andi. Og því vil ég bæta við áðurgreind ummæli mín, að víst eigum vér að verða forustuþjóð í þeim greinum, sem beinlínis varða þjóðina sjálfa, sögu henn- ar og menningu, og landið, gögn þess og gæði. í því sambandi rifja ég upp, að á gamla árinu, 1968, voru tveir merkir minn- ingardagar, sem að þessu mega lúta. Á því ári voru réttar 9 ald- ir síðan talið er að fæddur væri Ari prestur Þorgilsson, sem kall aður hefur verið faðir íslenzkr- ar sagnritunar, reyndar maður á heimsmælikvarða á sínu sviði, eins og nú er komizt að orði. £ 5 Fr amsóknarmenn ræddu fjár hagsáætlun bæjarins honum persónugerðist evrópsk menntastefna á furðulega full- kominn og um leið þjóðlegan is- lenzkan hátt. Til verka hans, beint eða óbeint, verða raktar rætur íslenzks þjóðernis, og hef ur einhverntima verið haldið upp á ómerkara afmæli. Á því ári voru og tvær aldir liðnar frá dauða Eggerts Ólafs- sonar. Um nafn hans er mikill Ijómi í minningu þjóðarinnar, enda var hann frægt skáld, framgjarn forustumaður og hann hvarf þjóð sinni með harm sögulega eftirminnilegum hætti í blóma lífsins. Áhrif hans á ís- lendinga urðu mikil, en nú minn umst vér hans ekki hvað sízt fyrir þá sök, að með honum hófst, með næsta ótrúlegum glæsibrag, vísindaleg rannsókn landsins, sem einmitt nú er kjör orð vort. Vel mætti minning þessara tveggja manna, hvors á sínu sviði, vera leiðarljós í því þjóð- félagi rannsókna og þekkingar, sem hér hlýtur að koma og er reyndar þegar að komast á legg. Einhverjum kann að finnast til um, að hér hafi verið talað um fósturjörðina frá hagnýtu sjónarmiði einu, af eins konar matarást, en ekki minnzt á ætt- jarðarástina, hina hreinu göfugu tilfinningu. Henni hef ég þó ekki gleymt. íslendingar unna landi sínu, og það eins þótt þeir viti, að það er ekki landa bezt, ef einhver algildur mælikvarði á slíkt væri þá til, enda vita þeir einnig, að sitt er að jörðu hverri. ísland þyrmir þjóð sinni við mörgu, sem aðrar þjóðir verða að þola af landi sínu, og gefur þeim margt, sem aðrir þrá, en hafa ekki. Olnbogarými, hreint og heilnæmt loft, óendan lega möguleika til að njóta upp- runalegrar, óspilltrar náttúru í fjölbreytilegustu myndum. Nýtt viðhorf til alls þessa hefur skap- azt á vorum dögum, eins konar ný ættjarðarást. Ekki meiri en áður var allt frá tímum róman- tíkurinnar, sú sem birtist í ara- grúa ættjarðarljóða, sem eiga mest skylt við ástarjátningar og tilbeiðslu. Slíkt á ekki við smekk nútímans, í staðinn fyrir þetta mikla tilhugalíf eru komin persónulegri kynni og raunveru leg sambúð. Þjóðin hefur numið landið á nýjan hátt, og það er gleðilegt tímanna tákn, og mætti þó það landnám enn efl- ast. En þetta nýja viðhoi'f til landsins, nýja ást á landinu, helzt í hendur við .trúna á landið ' sem lífgjafa. Vér verðum að treysta landinu og trúa á mögu- leika þess, þá fyrst fáum vér notið þess unaðar og þeirrar hamingju sem það er að búa í þessu fagra og blessaða landi, sem engan á sinn líka. Góðir samlandar. Á þessum fyrsta degi hins nýja árs vildi ég mega þakka yður öllum góð samskipti á því ári, sem nú er liðið. Margs er að minnast fyrir hvern og einn, og fyrir mig þess þá helzt, að ég tók við því emb- ætti, sem nú færir mér að hönd um að ávarpa yður í dag. Þess er mér ljúft að geta að þjóðin hefur, jafnt háir sem lágir, auð- veldað mér göngu mína með góðvild og vinsemd, og fyrir það færi ég henni þakkir. Ég óska yður öllum árs og friðar. Með þeirri gömlu íslenzku kveðju tek ég þá undir óskir og bænir manna víða um heim fyr_ ir friði meðal þjóða, friði meðal manna. Gleðilegt nýjár, þökk fyrir gamla árið. □ — LÆGST LAUNAÐIR (Framhald af blaðsíðu 8). ar tekjur og aðrir, sem líkamleg störf stunda. Yfirdómur rétti þó hlut bænda verulega nú í haust, þótt mikið vantaði á, að þeir fengu sinn réttláta hlut. □ FRAMSÓKNARFÉLÖGIN á Akureyri héldu fund í Hafnar- stræti 90 sl. fimmtudagskvöld. Fundarstjóri var Björn Þórðar- son og fundarritari Hákon Eiríksson. Umræðuefni var fjárhags- áætlun Akureyrar fyrir árið 1969. Framsögumaður var Sig- urður Óli Brynjólfsson en Stef- án Reykjalín tók einnig þátt í umræðum, sem stóðu til mið- nættis. Mörgum fyrirspurnum var beint til bæjarfulltrúanna, Sigurðar og Stefáns, og af svör- um þeirra og framsöguræðu urðu menn margs vísari um málefni bæjarins. Hér fara á eftir nokkur efnis- leg atriði úr ræðu Sigurðar Óla Brynjólfssonar: Sígurður Óli Brynjólfsson bæjarfulltrúi sagði í upphafi framsöguræðu sinnar, að fjár- hagsáætlun bæjarins nú, mót- aðist af því efnahagsástandi, sem ríkti í landinu um þessar mundir. Við samningu fjárhags- áætlunarinnar hefði óvissan og ringulreiðin í efnahagsaðgerð- um ríkisstjórnarinnar komið átakanlega í ljós. Þar væri verið að berja brestina hér og þar án þess að unnt væri að vita hverj- ar afleiðingarnar yrðu. Sem dæmi um þetta mætti nefna, að um miðjan des. sl. hefði verið leitað upplýsinga hjá opinber- um aðilum um, hver áætlaður hluti Akureyrarkaupstaðar í sjúkratryggingum þyrfti að vera. Upplýst var, að gert væri ráð fyrir 8.5 millj. kr. í stað 7.4 árið áður. En ekki var fyrr búið að renna áætluninni gegn um HINN 8. jan. héldu vinir og sam herjar Bernharðs Stefánssonar á Akureyri og í Eyjafjarðar- sýslu honum og konu hans, Hrefnu Guðmundsdóttur, kaffi- samsæti á Hótel KEA í tilefni af áttræðisafmæli hans þann dag. Stefán Reykjalín bæjarfull- trúi stjómaði samsætinu, sem var vel sótt og hið ánægjuleg- asta. Ræður fluttu: Ingvar Gísla son, Þórir Valgeirsson, Ketill Guðjónsson, sem færði afmælis barninu áletraðan silfurskjöld frá Framsóknarfélagi sýslunnar, Sveinn Jónsson, er aflienti Bem harði skrautritað skjal frá ey- firskum ungmennafélögum, Sig fjölritaran, þegar nýjar upplýs- ingar sýndu, að liðurinn þyrfti að vera 11.3 millj. kr. og er það 50% hækkun frá síðasta ári. Á sama tíma fréttist svo það, sem er regin hneiksli: Daggjöld sjúkrahússins hér eigi að vera 760 krónur en eru t. d. í Borgar sjúkrahúsinu í Reykjavík 1500 krónur og 1050 krónur á Lands- spítalanum. Hér getur, sagði bæjarfulltrúinn, ekki verið um annað að ræða en verið sé að láta Fjórðungssjúkrahúsið hér gjalda þess mjög ómaklega, að einstakrar hagsýni hefur verið gætt í rekstri þess á liðnum ár- um. Þetta verður að leiðrétta. Nú lýlega komu svo enn þær upplýsingar, að framlag Akur- eyrar til Almannatrygginga þyrfti að hækka um 600 þúsund kr. frá því er gert var ráð fyrir í desember. Þessir tveir liðir: Framlag til sjúkratrygginga og Almannatrygginga þurfa nú að vera 22.2 milljónir móti 16.6 millj. kr. árið áður. Þegar við þetta bætast svo stöðugar kostn aðarhækkanir á flestum sviðum, er ekki að undra, þótt fjárhags- áætlunin feli í sér nokkurn sam drátt í framkvæmdum, en það er þó það, sem sízt mátti, sagði ræðumaður. Framkvæmdaféð er í krónu- tölu svipað og í fyrra, en vegna hækkananna, bæði á efni o. fl., er framkvæmdamáttur þess minni. Utsvarsupphæðin hækkar, samkvæmt áætluninni um 3.9% frá síðasta ári og miðað við óbreyttan álagningarskala. Auk útsvaranna eru aðstöðugjöld og urður Jóhannesson, er færði þeim hjónum blómakörfu frá Framsóknarfélögum á Akur- eyri, Aðalsteina Magnúsdóttir, er afhenti frú Hrefnu blómvönd frá viðstöddum konum, Skúli Jónasson, Ólafur Magnússon og að síðustu flutti Bemharð Stef- ánsson ræðu og þakkaði. Fjöldi skeyta barst afmælis- baminu í samsæti þessu og las Gísli Konráðsson þau upp. Jóhann Konráðsson söng nokkur lög við undirleik Ás- kels Jónssonar, sem einnig stjórnaði almennum söng. Samsæti þetta var sérstaklega ánægjulegt og að öllu leyti hið myndarlegasta. □ skattar af fasteignum, ásamt framlagi úr Jöfnunarsjóði, helzt ir tekjuliðir, sagði ræðumaður. Framlag úr Jöfnunarsjóði er í samræmi við fjárhagsáætlun ríkisins ig hækkar um 13%. Gjaldaliðir fjárhagsáætlunar bæjarins breytist mjög misjafn- lega. Sumir hækka verulega, eins og framlag til trygginga- sjóðanna, en aðrir liðir lækka allt að 35%, svo sem framlög til íþrótta. En þar munar mestu, að niður fellur stofnframlag til skíðalyftu. Framlag til skipulags- og gatnagerðar er nú áætlað 26.1 millj. kr. og er það 19% hækk- un, þar af er til endurbyggingar gatna, holræsagerðar og mal- bikunar 15 millj. kr. eða 2.2 Sigurður Óli Brynjólfsson millj. kr. meira en i fyrra. En vegna hins aukna tilkostnaðar verða um minni framkvæmdir að ræða en á síðasta ári. í mörg ár hefur fjárveiting bæjar-sjóðs til framkvæmdasjóðs verið frá 3—7 millj. kr. árlega. Markmið þessa sjóðs var að stuðla að uppbyggingu atvinnu- fyrirtækja og treysta atvinnu- lífið. Mestum hluta þessa fjár hefur verið varið til að treysta atvinnurekstur Ú. A. á liðnum árum og sjá allir þýðingu þess. í ár eru 4 millj. kr. áætlaðar til framkvæmdasjóðsins. Vonir eru Trúboðshjón UM SÍÐUSTU HELGI komu trúboðshjónin Kjell og Iiris Geelnard hingað til Akureyrar. Þau hjónin munu dvelja á Akur eyri í þessari viku til þess að taka þátt í starfsemi safnaðar votta Jehóva hér í bæ. Margir Akureyringar kannast vel við Kjell og Iiris þar sem þau hafa verið búsett á Akureyri í fjögur ár áður en þau fyrir nokkru fiuttust til Reykjavíkur þar sem Kjell nú starfar sem forstöðu- maður votta Jehóva hér á landi. í sambandi við heimsóknina nú í vikunni verða fleiri sam- komur haldnar aukalega. Meðal annars verður kvikmynd sýnd að Bjargi föstudagskvöld 17. jan. kl. 20.30. Myndin er nefnd „Guð getur ekki farið með lygi“ og fjallar aðallega um spádóma Biblíunnar og hvemig þeir hafa reynzt vera sannir. Efni mynd- arinnar beinir eirmig athygli manna að því að Guð og Jesús Kristur eru ekki ein og sama persóna, heldur tvær mismun- andi þersónur. Myndin er í lit- um og er að mestu leyti tekin í biblíulöndunum fyrir botni Mið jarðarhafs. Skýringatexti á ís- lenzku er lesinn með myndinni. Sunnudaginn 19. jan. lýkur heimsókn þeirra hjónanna með því að Kjell flytur fyrirlestur að Kaupvangsstræti 4, II hæð. Fyr bundnar við það, að efnahags- aðgerðir ríkisstjórnarinnar í vetur, sem sagðar eru miðaðar við að tryggja rekstur slíkra fyrirtækja, geri það að verkum, að nota megi þessa upphæð til uppbyggingar á öðrum sviðum. I einhverju ættu hinar miklu álögur ríkifeins á almenning og bæjarfélög að sjást. Áætlað er að verja 3.5 millj. kr. til Iðnskólahússins og er von ast til að unnt verði að vinna þar fyrir 10 millj. kr. og yrðu þá tvær hæðir fullgerðar. Þetta horfir þó þunglega, þar sem hlutur ríkissjóðs er aðeins áætl- aður 1.1 millj. kr. Sigurður Óli Brynjólfsson sagði að lokum: Eins og fram hefur komið í ræðu minni er útlitið fremur ískyggilegt. En við verðum að treysta því, að dugnaður og þrautseigja Akur- eyringa og annarra Islendinga vinna skjótan sigur á erfiðleik- unum, sem nú er við að eiga, og aftur birti í efnahags- og atvinnumálum. Við, hér fyrir norðan, verðum, þrátt fyrir allt, að treysta á velvilja ríkisvalds- ins, en sá velvilji má ekki vera orðin ein, heldur verður hann að birtast í skjótum aðgerðum með ríflegum stuðningi við fyrir tækin, uppbyggingu atvinnu- fyrirtækja í bæ og héraði og stuðningi við þau, sem fyrir eru. -ÚRLAXÁRDAL (Framhald af blaðsíðu 8). sveit. Nýrækt var um 2 ha. á jarðabótamann og er það meira en undanfarin ár. Um 3 km. veg ur var gerður að Hólum og Ár- hólum og malborinn, og er það mikilvæg samgöngubót fyrir þessa bæi. Vegaviðhald var aft- ur á móti lítið og lélegt. Það var alveg rétt ályktað hjá forsætisráðherranum á gamlárs kvöld, að ætla Pétri Ottesen að blása á erfiðleika þjóðarinnar þó vafi hljóti að vera á því hvað Pétur orkar miklu hér eftir. Hitt hefði verið eðlilegra að forsætis ráðherra sjálfur hefði blásið á þá eða a. m. k. skýrt þá. Ég skil ekki í öðru en fleirum en mér hafi þótt áramótaræða for- sætisráðherrans lítilfjörleg. G. Tr. G. í heimsókn irlesturinn er nefndur „Orsök eilífðar gleði“ og verður fluttur kl. 16. Almenningur er velkom- inn að báðum þessum samkom- um og er aðgangur ókeypis. Q HJÁLPARBEIÐNI Góðir Akureyringar. Ungur samborgari, Ragnar Ár- maimsson, Norðux-götu 51, hefir þrisvar orðið að fara til Dan- merkur til hjarta- og æðaað- gerða. Nú þarf hann utan hið fjórða sinnið til mjög kostnaðar samrar hjartaaðgerðar. Að þessu sinni er förinni, sam- kvæmt læknisúrskui'ði hér heima, heitið til London. Það liggur í augum uppi, að di'engurinn og móðir hans, sem er ekkja, geta eigi boi'ið svo mikinn útgjaldabagga ein. Þess vegna er nú leitað eftir hjálp ykkar, lesendur góðir. Við treystum því að þið bregðist vel við eins og svo oft áður. Hvert smáfi'amlag er mikils virði e£ margir leggja saman. Blöðin í bænum, Húsgagna- verzlunin Kjai'ni og undirritaðir munu taka á móti fi-amlögum. Blessunaróskir til ykkar alli’a á nýbyrjuðu ári. Pétur Sigurgeirsson, Birgir Snæbjömsson. » Sveinn Jónsson afhendir Bernharði Stefánssyni skrautritað' ávarp. Bernharði Stefáns- syni lialdið samsæti

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.