Dagur - 19.02.1969, Blaðsíða 5

Dagur - 19.02.1969, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. KAUP LÖGFEST VINNUDEILU sjómanna á báta- flotanum og útgerðarmanna lauk fyrir skömmu með samkomulagi. En yfirmenn á bátaflotanum felldu hins vegar sáttatillögu sáttasemjara, en útgerðarmenn samþykktu hana. Var sú deila því óleyst og stóð svo í fyrra- dag. Þá flutti sjávarútvegsmálaráð- herra í efri deild Alþingis frumvarp þess efnis, að sett yrðu lög til stað- festingar á sátta- eða málamiðlunar- tillögu sáttasemjara, sem yfirmenn bátaflotans höfðu áður fellt. Eftir allmiklar umræður var frumvarpið samþykkt í báðum þingdeildum eft- ir löglega málsmeðferð en harða gagnrýni stjómarandstöðunnar. Get ur því flotinn hafið veiðar. Formaður Framsóknarflokksins, Ólafur Jóhannesson, rakti í þessum umræðum afskipti þessarar ríkis- stjórnar í kjaramálum. En liún hef- ur sjö sinnum beitt meirihlutavaldi sínu á Alþingi í vinnudeilum og sett lög um gerðardóm eða bannað kaup hækkanir frá 1961. Minnti formaður inn á þetta og jafnframt þá yfirlýs- ingu stjómarinnar að skipta sér ekki af vinnudeilum. Sérstaklega undir- strikaði Ólafur Jóhannesson tilefni þeirra verkfalla, sem nú stöðvaði bátaflotann, en það var lögfest ákvæði um hlutaskiptingu sjómanna sem stjómin knúði fram fyrr í vetur og mjög var þá varað við, en stjómin skellti þá við skollaeyrum. Við aðra umræðu þessa máls kom fram minnihlutaálit sjávarútvegs- nefndar, er þeir Ólafur Jóhannesson og Bjami Guðbjörnsson fluttu. Þar segir svo: „Eins og nú er komið, em það smámunir, sem á milli ber. Þess hefði því átt að vera kostur að leysa þessa kjaradeilu með samningum, ef rétt hefði verið á haldið, en það hef- ur þó ekki tekizt, að því er varðar deilu yfirmanna á bátaflotanum og útvegsmanna. Það er augljós þjóðar- nauðsyn að koma bátaflotanum af stað, og viljum við því eigi standa í vegi fyrir, að verkfallið verði leyst, úr því sem komið er, með þeim hætti, sem frumvarp það, sem hér liggur fyrir, gerir ráð fyrir. A hinn bóginn teljum við eðlilegt, að stjóm arflokkamir beri einir ábyrgð á þess ari lagasetningu. Við teljum, að deila þessi sé að verulegu leyti sprott in af fyrri aðgerðum ríkisstjómar- innar í efnahagsmálum. Við höfum ekki átt þess kost að kynna okkur málamiðlunartillögu sáttasemjara til neinnar lilítar í ein- stökum atriðum. Við munum því sitja hjá við af- greiðslu málsins.“ □ Jón SigurSsson BÓNDI, YZTAFELLI MINNING HINN 10. febrúar andaðist Jón Sigurðsson í Yztafelli á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri, áttræður að aldri. Útför hans fer fram á Ljósavatni í dag, mið vikudaginn 19. febrúar. Jón var sonur Sigurðar Jóns- sonar ráðherra og bónda í Yzta felli, elztur sex systkina, naut æsku og þroska á menningar- heimili en lítillar skólagöngu, eða sem svarar tveim vetrum, á námskeiðum, unglingaskólum og í Hólaskóla. Myndi það þykja lítið nú og var Jóni þó aldrei brugðið um menntunar- skort. Hann tók við búi í Yztafelli, ásamt Marteini bróður sínum, þegar faðir þeirra varð ráð- herra 1917. Ráku þeir það um skeið sem félagsbú. Síðar var jörðinni skipt og eru þar nú fjögur býli og myndarlegt um að litast. Og í Yztafelli hefur Jón átt heima alla ævi, var í senn bóndi og rithöfundur, fyr- irlesari og félagsmálamaður til elliára. Hann kvæntist Helgu Friðgeirsdóttur árið 1918 og eru börn þeirra þessi: Kristbjörg, gift Ingólfi Kristjánssyni bif- vélavirkja og búa þau á Yzta- felli III; Hólmfríður, gift Árna Kristjánssyni menntaskólakenn ara á Akureyri; Sigurður, fyrr- um kunnur sundgarpur, kenn- ari í Kinn, kvæntur Kol- brúnu Bjamadóttur, Yztafelli II, og þar býr Friðgeir, ókvænt- ur; Jónas ráðunautur B. í., kvæntur Sigurveigu Erlings- dóttur og eru þau búsett í Reykjavík; Hildur, gift Sigur- birni Sörenssyni frá Kvíslar- hóli, nú búsett á Húsavík. Nokkrum dögum áður en Jón í Yztafelli andaðist tók Jónas sonur hans sæti á Alþingi. Bækur þær, er út hafa komið eftir Jón í Yztafelli eru þessar: Land og lýður, Samvinnufélög- in í Norðurálfu, Helga Sörens- dóttir, Bóndinn á Stóruvöllum, Héraðslýsing Suður-Þingeyjar- sýslu, Sigurður í Yztafelli og síðast og nýlega er svo út kom- in skáldsagan Garðar og Nátt- fari, byggð á sögulegum heim- ildum. Auk þessa eru svo allar ritgerðir hans í blöðum og tíma ritum. Jón Sigurðsson í Yztafelli var alla ævi mikill og víðsýnn hug- sjónamaður, svo sem greinar hans og ræður báru vitni. Hann mun hafa verið flestum fróðari um samvinnumál og átti góðan þátt í sókn samvinnufélaganna í fyrri hluta þessarar aldar. 1 Yztafelli stofnuðu kaupfélög landsins heildarsamtök sín, Samband íslenzkra samvinnu- félaga, og stendur þar hlaðin steinsúla á myndarlegum stalli til minningar um þann atburð. Áhugasamur ungmennafélagi var hann alla tíð, skógræktar- unnandi var Jón og sagðist hvergi una betur en við vinnu í skóginum. En Skógrækt ríkis- ins hefur tekið í sína umsjá 100 ha. lands í Kinnarfelli, sem er hið fegursta skóglendi og að meirihluta í landi Yztafells. Fræðslumálin hafa ekki farið fyrir ofan garð og neðan hjá bóndanum í Yztafelli, því hann var í þrjú ár skólastjóri héraðs- skólans á Reykjum í Hrútafirði. Þótti sumum sú ráðstöfun furðu leg, þar sem um óskólagenginn mann var að ræða. En Jón leysti það starf með prýði og hvarf að því loknu heim að búi sínu. Taldi hann skólastarfið meðal ágætustu ævintýra ævi sinnar og sína aðal skólagöngu! Ég kynntist Jóni fyrir meira en þrjátíu árum og man hann vel frá þeim árum. Hann var stór maður vexti og herðabreið ur og hinn kempulegasti maður, svipmikill, þá þegar rúnum rist ur, kurteis og glaður. í sam- ræðum var hann alvörumaður, sem þó kunni gnægðir gaman- mála. Vinnufrek bústörf eru flest- um bændum nóg verkefni. En Jón Sigurðsson í Yztafelli var hvergi meðalmaður og mætti fremur nefna hann afreksmann, sem rithöfund og ræðumann og bar margt til. Hann var með afbrigðum ritfær og í rauninni ótrúlega mikill kunnáttumaður í meðferð móðurmálsins. Hann var í senn vitur maður og hug- kvæmur með víða yfirsýn um málefni héraðs og landsins alls. Kappsfullur var hann að allri gerð og gekk jafn reifur til and legra skylminga við hugsjóna- lega andstæðinga, sem að dag- legum bú- og ritstörfum. Hvar sem Jón fór, var eftir honum tekið, þegar hann steig í ræðustól var hlustað, og rit- verk hans lesin. Á síðari árum leit Jón stund- um inn á skrifstofur Dags, er haxm átti leið um. Bar þá margt á góma og naut ég þess í ríkum mæli. Er ég þakklátur fyrir þær stundir og að hafa bæði þá og fyrr fengið að kynnast einum stórbrotnasta samtíðarmanni aldarinnar og einum af afreks- mönnum andans í norðlenzkri bændastétt. E. D. MÁNUDAGINN 10. febrúar sl. lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Jón Sigurðsson, bóndi og fræðimaður frá Yztafelli í Lj ósavatnshreppi. Jón var fæddur að Yztafelli 4. júní 1889 og voru foreldrar hans Sigurður Jónsson bóndi þar, og síðar ráðherra og kona hans Kristbjörg Marteinsdóttir. Nám stundaði Jón í unglinga skóla á Ljósavatni og Húsavík og síðar í eldri deild Hólaskóla veturinn 1907—08. Síðan vann Jón að búskap hjá föður sínum til ársins 1917 að hann tók við búi og bjó æ síðan að Yztafelli, nema árin 1934—37 að hann var skólastjóri Héraðsskólans að Reykjum í Hrútafiiði. Jón kvæntist 11. ágúst 1918, Helgu Friðgeirsdóttur, bónda á Þóroddsstað í Kinn, hinni mestu ágætis og sæmdarkonu. Jón vann mikið að félagsmál- um og var lengi í sýslunefnd S.-Þingeyinga, formaður skóla- ráðs Laugaskóla frá upphafi til 1933 og í stjórn Skógræktar- félags S.-Þingeyinga, svo eitt- hvað sé nefnt. Jón var afkastamikill fræði- maður og rithöfundur og liggur mikið eftir hann á því sviði. En mest og bezt kynntist ég Jóni vegna starfs hans að skóg- rækt og skógræktarmálum. Hann var lengi í stjórn Skóg- ræktarfélags S.-Þingeyinga, eins og áður er getið, og vann alla tíð að framgangi þess, og af heilum hug. Hann starfaði líka að skóg- rækt heima hjá sér og sézt það bezt í brekkunni ofan við bæ- inn. Þar vann hann oft að gróð- ursetningu á vorkvöldum og langt fram á nætur eftir langan og strangan vinnudag. Austan Kinnarfells er einn fegursti birkiskógur landsins, Fellsskógur. Ég fann það oft, glöggt, hve vænt honum þótti um skóginn sinn og þá um- hyggju sem hann bar fyrir hon- um. Það er gleðiefni að afkom- endur hans feta þar í fótspor hans. Jón vildi svo sannarlega bæta og fegra landið og ég er viss um að beztu launin sem Jón hefði kosið sér, væru meira og öfl- ugra starf og umfram allt fleiri liðsmenn. Þau hjónin Jón og Helga voru þátttakendur í skógræktar för til Noregs árið 1965. Hópn- um var skipt í tvo flokka. í þeim flokknum sem mér var fenginn til fararstjórnar voru flestir hinir yngri þátttakendur, en einnig þeir elztu, Helga og Jón. Mér er það sérstaklega minn- isstætt hve fljót þau hjónin voru að ávinna sér vináttu og virðingu allra þátttakenda. Þó elzt væru, var áhuginn óbilandi, þótt gróðursett væri hátt í hlíðum og í steikjandi sólarhita. Ég held að enginn okkar gleymi heldur skilnaðarræð- unni sem Jón hélt í Rissa í norður-Þrændalögum, á kjam- góðri íslenzku, sem frændur okkar áttu svo ótrúlega auðvelt með að skilja. Jón var ræðinn og skemmti- legur, vinsæll og tryggur vinum sínum og höfðingi í lund. Sem samstarfsmaður Jóns í mörg ár, votta ég honum inni- legar þakkir fyrir vináttu hans og samstarf og sendi eftirlifandi eiginkonu hans, börnum og öll- um ástvinum dýpstu samúðar- kveðjur. ísleifur Sumarliðason. - FRÉTTABRÉF ÚR ÞISTILFIRÐI (Framhald af blaðsíðu 8). haft hærri meðalvigt en á Þórs- höfn. Mitt álit er, að það væri hreinn lúxus að búa með sauðfé á þessu svæði, ef túnræktin væri sæmOega árviss. Því er það okkur mál málanna, að tak ist að finna og fjarlægja sem flestar af hinum vafalaust mörgu orsökum kalskemmd- anna. Þó oft hafi orðið alvarleg ur grasbrestur á túnum, af og til síðan 1949, þá hefur það aldrei nálgast neitt þá eyðilegg- ingu, sem varð sl. sumar. Ef endurræktun túnanna tekst ekki betur en að undanförnu, fer sannarlega að vandast mál- ið. En frá búunum förum við ekki margir lifandi. E. Ó. 5 STEFNA MÖRKUÐ Á ALÞINGI Á ÞEIM 10 vikum, sem Alþingi starfaði fyrir jól að þessu sinni, lögðu þingmenn Framsóknar- flokksins fram nokkur þingmál, sem eru þess efnis, að þau gefa glögga hugmynd um ýmsa meg inþætti í stefnu þingflokksins og viðhorfi gagnvart því, sem nú er efst á baugi í þjóðmálun- um, að hans dómi. Skal nú þessi stefna lauslega rakin samkvæmt þingskjölum, sem Degi hafa borizt. I. Snemma á þinginu fluttu þing- menn flokksins í sjöunda sinn lagafrumvarp sitt um „ráðstaf- anir til að stuðla að verndun og eflingu landsbyggðar og koma í veg fyrir eyðingu lífvænlegra byggðarlaga“. En baráttu sína fyrir þessu máli hafa þeir háð þing eftir þing síðan á árinu 1962. Þó að þetta mál hafi ár eftir ár verið svæft í nefndum, eða því vísað frá með þeim rök- stuðningi, að ekki sé þörf nýrr- ar löggjafar á þessu sviði, hefur þó flutningur þess á löggjafar- þinginu og það, sem um það hefur verið rætt, haft meiri og minni áhrif á ýmsan hátt. Setn- ingu laganna um Atvinnujöfn- unarsjóð 1962, sem raunar var gagnslaus, og laganna um At- vinnujöfnunarsjóð 1966, sem var spor í rétta átt, mátti án efa rekja til málflutnings Fram sóknarmanna. Og svipað er að segja um þá viðleitni til áætl- unargérða fyrir Vestfirði og Norðurland, sem átt hefur sér stað, og raunar er, enn sem komið er, meira í orði en á borði. En um þessar byggða- jafnvægisráðstafanir ríkisstjórn arinnar sagði Sigurður Bjarna- son alþingismaður í blaði SjáLf- stæðisflokksins 31. des. að þær væru í „of smáum stíl“ og var það hóflega orðað, svo sem vænta mátti af stjórnarsinna um þetta efni. En Sigurður er líklega sá af þingmönnum Sjálf stæðisflokksins, sem helzt hef- ur áhuga á þessu viðfangsefni og hefur raunar lengi haft, þótt minna hafi orðið úr en skyldi, vegna flokksræðis. I frumvarpi Framsóknar- manna um vemdun og eflingu landsbyggðar segir í fyrstu grein, að það sé tilgangur þess, ef að lögum verður, að „stuðla að jafnvægi í byggð landsins með rannsóknarstörfum, áætl- anagerð og fjárhagslegum stuðn ingi til framkvæmda og efling- ar atvinnulífi í þeim landshlut- um, þar sem bein eða hlutfalls- leg fólksfækkun hefur átt sér stað undanfarið eða er talin yfir vofandi“. f þessu skyni er lagt til, að stofnaður verði „Byggða- jafnvægissjóður" undir sér- stakri stjórn, og að byggðajafn- vægisstofnun sú, sem hér er um að ræða, starfi stöðugt að vernd un og eflingu byggðar í þeim landshlutum, sem höllum fæti standa gágnvart valdi og að- dráttarafli höfuðborgarsvæðis- ins við Faxaflóa. í frumvarp- inu er gert ráð fyrir, að til þess arar starfsemi verði fyrst um sinn það fjármagn til reiðu, sem hér segir: 1. Tiltekinn hundraðshluti af tekjum ríkissjóðs, 2% ár hvert. Sú upphæð næmi nú 120 millj. kr. á ári og myndi hækka í hlut falli við ríkistekjur. 2. Lán, sem Byggðajafnvægis sjóður tæki með ríkisábyrgð, 1000 millj. kr. samtals á 5 árum. 3. Núverandi eignir Atvinnu- jöfnunarsjóðs og þær tekjur, sem honum eru nú ætlaðar með lögum, m. a. af álverksmiðj- unni. 4. Vaxtatekjur og innkomn- ar afborganir af útlánum af eig- in fé Byggðajafnvægissjóðs. Ástæða er til að vekja athygli á, að í frumvarpinu er gert ráð fyrir: 1. Að Byggðaj afnvægisstofn - unin en ekki Efnahagsstofnun- in, geri landshlutaáætlanir, en sé þó heimilt að fela áætlunar- nefndum innan landshluta þetta verk hverri á sínu svæði. 2. Að sveitarfélögum verði veitt lán til að koma upp íbúð- um, til viðbótar lánum annarra stofnana, t. d. Húsnæðismála- stjórnar. 3. Að Byggðajafnvægissjóður geti gefst meðeigandi í atvinnu fyrirtæki, ef nauðsyn krefur. 4. Að einstakir landshlutar geti stofnað byggðajafnvægis- sjóði og þá fengið til ráðstöfun- ar, það sem þeim landshlutum ber úr allsherjarsjóðnum. 5. Að veita megi óafturkræf framlög. 6. Að stjórn Byggðajafnvægis sjóðs ákveði sjálf lánskjör hverju sinni með hliðsjón af áætlaðri greiðslugetu. 7. Lán úr Byggðajafnvægis- sjóði séu að jafnaði viðbótar- lán, en komi ekki í staðinn fyrir þá lánamöguleika, sem nú eru til staðar. 8. Að þegar komið er upp at- vinnufyrirtækjum með fjárhags legum stuðningi ríkisins (t. d. ábyrgð) skuli ríkisstjómin leita álits Byggðajafnvægisstofnunar innar um staðsetningu þeh'ra. 9. Að gerðar séu bráðabirgða- ráðstafanir vegna lífvænlegra byggðarlaga, sem hætta er á að fari í eyði. Eins og greinargerð frv. ber með sér, er í sambandi við jafn vægið milli landshluta um tví- þættan vanda að ræða. Fari landsbyggð í eyði eða haldi áfram að dragast saman, er sjálf stæði landsins og þjóðmenning í hættu á komandi tímum. En það er líka staðreynd, að „ört stækkandi stórborg í fámennu landi ýtir undir verðbólgu og að hlutfallslega jafn vöxtur allrar landsbyggðar hef- ur áhrif á efnahagsmál þjóðar- innar í jafnvægisátt". Þessi stað reynd hefur mönnum ekki ver- ið nægilega ljós til skamms tíma. En nú, þegar einn fer- metri lands í miðborg Reykja- víkur er seldur á 25—30 þúsund krónur, blasir hún við í nekt sinni. Til hinnar miklu verð- bólguáhrifa á höfuðborgarsvæð inu má að verulegu leyti rekja fjórar síðustu gengisfellingarn- ar, sem orðið hafa síðan 1960, og veikleiki ríkisstjórnarinnar hef ur m. a. komið fram á þessu sviði. II. Skömmu fyrir þingfrestun kom fram annað stefnumark- andi stórmál af hálfu Fram- sóknarmanna. En það var frum vai-p til laga um Atvinnumála- stofnun, fjárfestingu og gjald- eyrisnotkun, og hafði formaður flokksins, Ólafur Jóhannesson, framsögu í því máli. Með frum- varpi þessu er tekið á viðfangs- efnum, sem hafa verið mjög mikið rædd um land allt undan farna mánuði og raunar lengur. í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir því, að fulltrúar atvinnnu veganna, launþegasamtakanna og gjaldeyrisbankanna tveggja liafi með höndum stjórn At- vinnumálastofnunai'innar. Hlut verk hennar á að vera: 1. Að semja áætlanir til langs tíma, um þróun atvinnuveg- anna og marka stefnu í atvinnu málum þjóðai'innar. 2. Að hafa forgöngu um gerð framkvæmdaáætlana á sviði at vinnulífsins þ. á. m. um atvinnu uppbyggingu einstakra lands- hluta á meðan gerð landshluta- áætlana er ekki falin samtök- um sveitarfélaga. Landshluta- áætlanirnar koma þó að sjálf- sögðu í hlut Byggðajafnvægis- stofnunarinnar, ef frumvarpið um hana yrði að lögum. 3. Að beita sér fyrir ráðstöf- unum til að auka atvinnuöryggi í öllum byggðarlögum landsins. 4. Að hafa á hendi heildar- stjórn fjárfestingar og gjald- eyrismála. Mælt er fyrir um, að Atvinnu málastofnunin skuli hafa sem nánasta samvinnu við stéttar- samtök launþega og atvinnu- rekenda og boða ráðstefnur með fulltrúum stéttarfélaga, sveitarstjórnum og sérfræðing- um um vandamál einstakra at- vinnugreina og héraða. Þá er ennfremur kveðið á um það, að Atvinnumálastofnunin skuli stefna að hagræðingu fjárfest- ingar og gjaldeyrisnotkunar í landinu þannig, að sú fjárfest- ing og gjaldeyrisnotkun sitji í fyrirrúmi, sem nauðsynlegust er og einkum aðkallandi á hverjum tíma og með því stuðl- að að framleiðslu- og atvinnu- aukningu, framleiðni og jafn- vægi milli landshluta, en komið í veg fyrir þá fjárfestingu og þá gjaldeyrisnotkun, sem að skað- lausu má fresta. í greinargerð er nánar um þetta rætt. Þar segir svo: „Nú þegar útflutningur hefur minnkað á ný, verð útflutnings vara lækkað og þjóðartekjur dregist saman, kemur það glöggt fram og vekur margan til umhugsunar, að ekki hefur verið farið búmannlega með efni þjóðarinnar á undanförn- um árum. Stjórnendur landsins og ráðunautar þeirra hafa ekki gefið þann gaum er skyldi að séreinkennum íslenzks atvinnu lífs, en í stað þess miðað aðgerð ir sínar við efnahagsástand há- þróaðra iðnaðarþjóðfélaga og litið á þá tekjuaukningu sem hagvöxt, er í rauninni byggðist á hagstæðri sveiflu sjávarafl- ans, sem er í eðli sínu svipull. Hinum dýrmæta erlenda gjald- eyri, sem þjóðinni áskotnaðist á nokkrum veltiárum, hefur ver ið sóað, til þess að hér mætti heita frelsi í innflutningsverzl- ATHYGLISVERÐAR UPPLÝSINGAR Á síðastliðnu vori, kom í kvöld- dagskrá útvarpsins athyglisverð ur þáttur. Maður nokkur átti viðtal við lögregluna í Reykja- vík, og fylgdist með strafi henn ar eitt kvöld, og allt fram til kl. hálf þrjú, eða þrjú að nóttu. Komið var víða við, hann kom á lögreglustöðina, hann kom þar sem óeirðir urðu á götum úti, hann kom á vínveitingahús, kom þar sem verið var að mæla ökuhraða bifreiða o. s. frv. Af viðtali við lögregluna, kom ýmislegt fram, í sambandi við starf hennar, og fékk maður af því nokkra innsýn í viðfangs- efni þau, sem hún hefir við að glíma. Þarna var fjölþætt starf, og í mörg horn að líta. Óspektir á almannafæri, eftirlit á vínveit ingahúsum, einkum í sambandi við unglinga, efth'lit með öku- hraða, stilla til friðar á heimil- um o. s. frv., allmargir höfðu verið „teknir úr umferð“, þetta kvöld, eins og það er kallað, og un og utanríkisviðskiptum af ýmsu tagi. Og skort hefur um- sjón með því, að þær fram- kvæmdir, sem þjóðinni er mest þörf á, sitji fyrir fjármagni og vinnuafli. Fjárfestingin hefur verið stjórnlaus. Þess vegna hef ur mikið verið framkvæmt, sem að skaðlausu hefði mátt drag- ast, en hins vegar skoi't fjár- magn og vinnuafl til ýmissa bráðnauðsynlegra fram- kvæmda. í meðalárferði og þegar þröngt er í þjóðarbúi, verður stjórnleysi í gjaldeyrismálum og fjárfestingarmálum tilfimian legra en svo, að við það verði unað. í meira en 40 ár, eftir að þjóðin varð fullvalda, var líka lengst af talið nauðsynlegt, að þjóðfélagið hefði heildarstjórn á þessum málum að meira eða minna leyti, og fóru þó ýmsir stjórnmálaflokkar með völd á því tímabili. Þá byggði þjóðin líka stundum mikið upp af litl- um efnum og við erfiðar kring- umstæður og lagði undirstöður, sem að haldi komu síðar. Nú er því haldið fram af ýms um, að ekki þurfi að takmarka gjaldeyrisnotkun, því að þeim muni fækka, sem hafi efni á að kaupa erlendan gjaldeyri, þegar búið er að tvöfalda verð hans á einu ári, og að getuleysi margra í fjármálum muni reynast hem- ill á fjárfestinguna. Þar með er ekki sagt, að gjaldeyrinum og fjármagninu verði réttilega skipt og á þann hátt, sem nauð- syn býður. Það er vafasöm stefna að hafa skortinn fyrh skömmtunarstjóra í staðinn fyr ir skynsemina.11 III. Næst er ástæða til að rekja helztu tillögur, sem þingflokk- urinn hefur flutt á þessu þingi um málefni einstakra atvinnu- vega. En við stefnumörkun í þeim málum var fyrst og fremst í huga það ástand, er nú ríkir í atvinnurekstri landsmanna svo og brýnustu þarfir fram- tíðar, efth því sem unnt er að gera sér grein fyrir þeim. Helztu málin eru þessi: Tvö frumvörp, sem varða skuldir bænda, frumvarp um tímabundinn greiðslufrest á skuldum bænda og vinnslu- stöðva landbúnaðarins, og frum varp um að breyta lausaskuld- um bænda í föst lán. Gert er ráð fyrir, að greiðslufresturinn gildi til 1. maí, og verði þá hlotið gistingu hjá lögreglunni. Sumt af því voru vesalingar, svokölluð „úrhrök mannfélags- ins“, sem hvergi eiga höfði sínu að að halla. Einu sinni höfðu þetta þó verið hraustir og glaðir æskumenn, von foreldra sinna og föðurlands, ætlaðir til að vinna sjálfum sér og föðurlandi sínu gagn. Þarna voru einnig ungh menn. Hvað mundi liggja fyrir þeim? E. t. v. áttu þeir sömu örlög fyrir höndum, og vesalingar þeh, sem getið var um hér á undan. Allsstaðar þar sem lögreglan var til kvödd, var undirrótin ein og hin sama, neyzla áfengis. Sjálfsagt er ástandið orðið nokkuð alvarlegt á heimilum, þegar farið er að leita til lögreglunnar. Hvernig mun vera fyrir böm að alast upp á slíkum heimilum? Hvað um framtíð þeirra? Mun henni ekki vera stefnt í nokkra tví- sýnu? Hér er brugðið upp smá mynd af því ástandi sem ríkti í áfengismálum okkar, í upphafi ársins 1968. Því miður mun sú ráð’rúm til að undirbúa frekari ráðstafanir í skuldamálunum, breytingu lausra lána í föst lán eða skuldaskil í sumum tilfell- um, ef þurfa þykir. Miðist föstu lánin við allt að 80% af virð- ingarverði veðs og séu til allt að 20 ára með 6.5% vöxtum. Seðlabankinn kaupi banka- vaxtabréfin á nafnverði (lánin veitt í bankavaxtabréfum). Virðingarvei'ðið sé ákveðið af dómkvöddum mönnum á þann hátt, sem tíðkast hefur hjá veð- deild Búnaðarbankans. Vélar í eigu bænda og vinnslustöðva verði veðhæfar í þessu sam- bandi. Þá er af flokksins hálfu flutt frumvarp um eflingu veðdeild- ar Búnaðarbankans og að greiða megi hluta jarðakaupa- lána í tryggðum skuldabréfum, sem ætlast er til að seljandi taki sem greiðslu. IV. Þá er af flokksins hálfu flutt frv. til laga um að fela ríkisstjórn- inni að láta fara fram athugun á efnahag og lausaskuldum ein- staklinga og fyrhtækja, sem reka útgerð og vinnslustöðvar sjávarafurða og semja að því loknu lagafrumvarp um breyt- ingu lausaskulda útgerðar og vinnslustöðva í föst lán. Enn- fremur um skuldaskil, þar sem tilefni er til og ætla má, að hægt sé að skapa heilbrigðan rekstrargrundvöll. í sambþndi við þessa tillögu er flutt frum- varp um tímabundinn greiðslu- frest meðan undirbúningur lög- gjafar stendur yfh. V. Varðandi málefni iðnaðarins hefur af flokksins hálfu verið flutt tillaga um að fela ríkis- stjóminni: 1. Að leggja fyrir rannsókna- ráð ríkisins að taka til ræki- legrar athugunar og rannsókn- ar í samráði við Iðnaðarmála- stofnun íslands, hvaða iðngrein ar geta hérlendis haft jafngóðan eða betri starfsgrundvöll en hliðstæðar iðngreinar hafa í ná- grannalöndum Islands. Jafn- framt verði kannað, hvaða ráð- stafanir séu nauðsynlegar og til tækar til þess að búa sem allra flestar iðngreinar þannig í stakk, að þær geti mætt sam- keppni frá öðrum þjóðum. Áliti verði skilað sem fyrst og það birt almenningi, svo að orðið mynd vera svipuð, nú í upphafi ársins 1969. Fjölda manna hefir jafnan verið ljóst hver voði áfengis- neyzlan er. Þeir hafa viljað gera áfengið útlægt úr landinu. Þá hafa vinir Bakkusar jafnan fyllst vandlætingu mikilli og hrópað: „Frelsi, frelsi“. Og til viðbótar. „Á að fara að leiða þjóðina út í lögbrotafen?“ Yrðu bannlög sett, mundi það verða rothögg á alla löghlýðni! Nú vill svo vel til, að hægt er að svara þessum upphrópunum með rök um reynslunnar. Það hafa verið sett bannlög á íslandi. Og hver varð þá reynslan af þeim? Ekki aukin lögbrot, heldur þver- öfugt. Hegningarhúsin tæmd- ust. Stærri afbrot hurfu svo að segja gjörsamlega. Lögreglan hafði ekkert að gera. Um þetta eru til skýrslur, sem ekki er hægt að véfengja. Áfengisneyzlan er stærsta böl þjóðarinnar. Öll þjóðin þarf að samemast til að útrýma því. Stefán Kr. Vigfússon. geti m. a. til leiðbeiningar þeim, sem vilja hefja nýjan iðn- rekstur. 2. Að gangast fyrir því að sér stök lánafyrirgreiðsla verði veitt þeim iðnfyrirtækjum, sem keppa við erlend fyrirtæki, sem bjóða greiðslufresti, og komið á sérstöku útflutningslánakerfi. 3. Að gangast fyrir því að rekstrarlán til iðnaðar verði veitt með hliðstæðum hætti og til annarra atvinnugreina. 4. Að gangast fyrir því að felldur verði niður innflutning- ur iðnaðarvara á þeim sviðum, þar sem vörur til sömu notkun ar eru framleiddar hér á landi með atvinnulega hagkvæmum árangri, og íslenzk fyrirtæki lát in annast þau verk, sem þau eru fær um að annast þannig, að talizt geti þjóðhagslega hag- kvæmt. 5. Að tryggja, að smíði fiski- skipa og flutningaskipa verði haldið áfram og aukin í land- inu, og jafnframt verði hafin smíði fiskibáta á vegum ríkisins með það fyrir augum að endur- nýja og efla þann hluta fiski- flotans, sem einkum aflar hrá- efnis til vinnslu í harðfrysti- húsum. Rannsókn sú, sem fjallað er um í 1. lið tillögunnar, er nú mjög aðkallandi vegna umsókn ar ríkisstjórnarinnar um aðild að EFTA, en hefir verið van- rækt hingað til. VI. Með tilliti til núverandi ástands hefur af flokksins hálfu verið flutt frumvarp um breyt- ingu á lögum um Húsnæðis- málastjórn ríkisins. Breyting- arnar eru sem hér segir: 1. Lán til íbúða verði afborg- unarlaus fyrstu þrjú árin, í stað eins nú. 2. Lánstími verði lengdur úr 26 árum í 35 ár. 3. Vísitölubinding lánanna verði afnumin. 4. Heimilt verði að veita lán- takenda tímabundinn gjald- frest, ef hlutaðeigandi hefur orðið fyrir fjárhaglegum áföll- um vegna atvinnuleysis eða af öðrum óviðráðanlegum ástæð- um. VII. Frysting sparifjár viðskipta- banka, sparisjóða og innláns- deilda í Seðlabankanum mun nú nálægt tvö þús. millj. kr. Af hálfu Framsóknarflokksins hef ur á þessu þingi verið flutt til- laga um að skora á ríkisstjórn- ina að hlutast til um, að hér verði staðar numið og innláns- stofnanir ekki krafðar um meira fé til frystingar, þó að innlánsfé kunni að aukast í minnkandi krónum. vm. í sambandi við afgreiðslu fjár- laganna fyrir árið 1969 stóð Framsóknarflokkurinn að til- lögu þess efnis að veittar yrðu úr ríkissjóði 200 millj. kr. til framkvæmda til atvinnuaukn- ingar og töldu óhætt að hækka fyrirliggjandi áætlun um ríkis- tekjm- á árinu, sem þessu svar- ar vegna gengisfellingarinnar. En gengisfellingin hefur hækk- að aðflutningsgjöld til muna og söluskattinn einnig. Ennfremur vildi flokkurinn heimila ríkis- stjórninni 150 millj. kr. lántöku í sama skyni. Gátu samkvæmt því verið til ráðstöfunar 350 millj. kr., sem flokkurinn lagði til að ráðstafað yrði af Alþingi og ríkisstjórn í samráði við sveitarstjórnir og stéttarfélög. Þessar tillögur voru felldar við atkvæðagreiðslu, en eins og búast mátti við hefur atvinnu- leysi farið vaxandi síðustu vik- urnar. í slíku atvinnuárferði liefði að sjálfsögðu verið æski- (Framhald á blaðsíðu 7).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.