Dagur - 19.02.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 19.02.1969, Blaðsíða 1
LII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 19. febrúar 1969 — 7. tölubl. FILMU HÚSIÐ Mafnarstræli 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING LIONS-BLÓM Á SUNNUDAGINN NÆSTKOMANDI sunnudag, 23. febrúar, Konudaginn, munu félagar úr Lionsklúbb Akur- eyrar fara um bæinn og bjóða fagra blómvendi til sölu, en ágóða af sölunni verður varið til góðgerðarstarfsemi. Um þessar mundir beinist fjáröflunarstarfsemi klúbbsins að því að styrkja ungan Akur- eyring, sem þarf að ganga undir mjög kostnaðarsama læknisað- gerð erlendis. Er ekki að efa að Lionsmönn- um verði vel tekið, eins og und anfarin ár, er þeir hafa selt Akureyringum blóm á Konu- daginn. Vegirnir opnaðir í gær 1 GÆRMORGUN var stórhefill Vegagerðarinnar sendur vestur Svanbjörn Frímannsson settur seðlabankastjóri DR. GYLFI í>. Gíslason, við- skiptamálaráðherra, hefur orðið við beiðni Sigtryggs Klemenz- sonar, bankastjóra Seðlabanka íslands, um að veita honum leyfi frá störfum af heilsufars- ástæðum í 6 mánuði frá 15. febrúar að telja. Hefur viðskiptamálaráðherra, að fengnum tillögum bankaráðs Seðlabankans, sett Svanbjörn Frímannsson, bankastjóra, sem seðlabankastjóra tímabilið 15. febrúar til 15. ágúst 1969, vegna forfalla Sigtryggs Klemenz- sonar. □ á Öxnadalsheiði en þá var mokstursdagur á Reykjavíkur- leið. Búist var við því, að opnuð yrði Húsavíkurleið um Dals- mynni og Kinn. Verið var að opna Dalvíkurveg en Múlaveg- ur er ófær með öllu og var eng- in ákvörðun tekin í gær, í sam- bandi við hann. Snjóblásarinn nýi var á Veigastöðum í gærmorgun og var ekki búið að ákveða honum verkefni, er blaðið ræddi við Guðmund Benediktsson yfir- verkstjóra fyrir hádegi í gær. Nota verður fljótvirkari tæki því fólk má ekki vera að því að bíða, sagði verkstjórinn. En reynslutími blásarans verður að sjálfsögðu notaður til að full reyna hæfni hins nýkomna tækis við þau skilyrði, sem hér eru fyrir hendi og við þau verk efni, sem leysa þarf. □ Á norrænu bókasýningunni í Amtsbókasafninu á Akureyri: Frá vinstri: Ingibjörg Jónsdóttir, Ámi Jónsson bókavörður og Else M. Sigurðsson. (Ljósm.: E. D.) Bókasýning Norræna hússins komin til Ákureyrar NORRÆNA HUSIÐ hefur nú í annað sinn komið hingað og opnað sýningu. Hin fyrri var norræn listiðnaðarsýning, sem sett var upp á Hótel KEA og í Landsbankasalnum sl. haust. En hin síðari var opnuð á laug- ardaginn með viðhöfn í Amts- bókasafninu nýja og er það bókasýning. Má því segja, að á íslirafl viða við Norðurland SAMKVÆMT upplýsingum Veðurstofunnar í gær, hefur is- hrafl nálgast Norðurland en meginísinn er þó nokkru fjær. Helztu fréttir voru þessar: Hofsjökull tilkynnti kl. 3 að ísspöng væri 7 mílur suð-suð- vestur af Melrakkanesi. ísbrún- in liggur til norðausturs og er 6 mílna löng. Samfastar ísspang ir í 13 mílna fjarlægð frá Brim- nesi. Fyrir Langanes dreifðir jakar. Siglingaleið greiðfær í björtu en varhugaverð í myrkri. Enginn ís á vanalegri siglinga- leið frá Hrísey þar til 2 mílur austur fyrir Rifstanga, þaðan dreifður ís á siglingaleið. Nokkrir ísjakar á siglingaleið frá Barða að Stiga samkvæmt frétt frá Landhelgisgæzlunni. Frá Hornbjargsvita: Mikil breyting á ísnum og ísinn að- eins að losna frá landinu. Þétt- leiki íssins á því svæði, sem séð verður yfir er 5—8 tíundu. ís hefur rekið inn á Siglufjörð og frá Holti í Þistilfirði sýnist samfelldur ís út í fjarðarmynn- inu. Frá Skoruvík fréttist, að dreifðir jakar séu á víkinni og á siglingaleið. Staka jaka hefur rekið inn í Ólafsfjórð. Frá Hrauni á Skaga: Héðan sjást nokkrir hafísjakar á reki á siglingaleið. Dreifðar ísspangir og ísjakar kring um Grímsey, svo langt, sem séð verður. □ hinum stutta tíma síðan Nor- ræna húsið var opnað, hafi það bæði starfað sunnanlands og norðan og er það vel. Forstjóri þess er Ivar Eskeland, mikill áhugamaður um norræna sam- vinnu í verki, svo sem hann hef ur sýnt. Það er ánægjulegt að eiga þess kost hér á landi, fyrst fyrir sunnan og síðan hér nyrðra, að geta gert sér grein fyrir þróun- inni á bókamarkaði Norður- landanna og sjá nýjar bækur frá þessum löndum, 1626 að tölu í öllum bókmenntagrein- um á fyrstu slíkri sýningu, sem haldin hefur verið. Og hér er ekki aðeins um það að ræða, að sjá nöfn bóka og höfunda, held- ur einnig prentun og bókband. Bókum þessum hefur verið smekklega fyrir komið, að mestu á efri hæð hins nýja safn húss hér, en barnabækurnar eru þó á fyrstu hæð, eins og barnabækur Amtsbókasafnsins. Því miður var Ivar Eskeland veikur af kvefi og gat ekki kom ið norður. í hans stað kom Else Mia Sigurðsson bókavörður Norræna hússins og Ingibjörg Jónsdóttir bókavörður Borgar- bókasafnsins. Opnaði Else sýn- inguna á laugardaginn. í sambandi við þessa myndar legu bókasýningu, sem verður opin til 31. marz, geta þeir, sem vilja, tekið þátt í skemmtilegri getraun um fallegustu bækurn- ar. Verðlaunin eru góðar bæk- ur. □ Ferðamönnum hjálpað á Öxnadalsheiði Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ óku tveir menn bílaleigujeppa norður Öxnadalsheiði og misstu hann út af veginum skammt frá Grjótá. Þeir gengu áfram og komust í Sesseljubúð Slysa- varnafélagsins. Veður versnaði mjög á heiðinni og náðu menn- irnir ekki sambandi gegn um talstöðina. Á mánudaginn gátu þeir gert vart við sig og fóru þá 7 menn úr Flugbjörgunarsveit- inni á Akureyri á 2 bílum af stað til aðstoðar, undir farar- stjórn Gísla Kr. Lorenzsonar formanns sveitarinnar. Þeir fóru um kl. 1 frá Akureyri og komu í Sesseljubúð kl. 6. Til Akureyrar komu þeir kl. 2 í fyrrinótt. Þæfingsfæri var á köflum. Ferðamennirnir að sunnan heita Birgir Helgason og Þorsteinn Kristjánsson. Dvöl þeirra í Sesseljubúð var ekki góð, því kolaofn, sem þar er, reykti mjög og þarf úr að bæta. (Framhald á blaðsíðu 2) Nennlaskólaleikur Margar eru þær bækurnar BANASLYS UNGUR Akureyringur, Árni Gunnar Tómasson vélvirki, lézt af slysförum við Búrfell á laug- ardaginn. Hann lætur eftir sig konu og þrjú börn. □ Á BÓKASÝNINGU Norræna hússins, sem nú er opin dag hvern í Amtsbókasafninu á Ak- ureyri, er þessar upplýsingar m. a. að finna um bókaútgáfu á Norðurlöndum: í Svíþjóð komu út 5.809 titlar 1967. í Danmörku komu út 4.895 titlar 1967. Smárit innan við 48 síður innifalin. 62% bókanna voru danskar. í Finnlandi komu út 5.485 titl ar 1967. Þar með ný upplög af eldri bókum — alls komu út 15 milljón eintok. í Noregi voru gefnar út 625 bækur 1967 og endurprentaðar 355 bækur. Á íslandi hafa verið gefin út frá 1887 til 1966, samtals 19.919 bækur og rit. Árið 1966 komu út 533 titlar. Frumsamdar ljóða bækur frá 1887 til 1966 eru sam tals 1.257. □ í MENNTASKÓLANUM á Ak- ureyri starfar leikfélag. For- maður þess nú er Ragnheiður Ríkharðsdóttir. En verndari þess er Jón Árni Jónsson menntaskólakennari. Á hverjum vetri sýnir þetta leikfélag skólans einn sjónleik og er hann jafnan góð tilbreyt- ing í fremur fáskrúðugu leik- listarlífi bæjarins. Þórunn M. Magnúsdóttir hefur sviðsett leikinn að þessu sinni og varð Romanoff og Júlia fyrir valinu, en það er gamanleikur um heimsmálin, ef svo má segja. Frumsýningin verður í leikhúsi bæjarins á laugardaginn og hefst kl. 8. Sýningin mun standa tvær og hálfa klukku- stund. Sigurgeir Hilmar Frið- þjófsson, Sólveig Brynja Grét- arsdóttir og Kristján Sigur- björnsson fara með þrjú stærstu hlutverkin af þrettán. Bændaklúbbsfundur verður mánudaginn 24. þ. m. að Hótel KEA. Hefst fundurinn af venju kl. 21, Umræðuefni verður að þessu sinni, náttúrunafnakenningin og hefur prófessor Þórhallur Vilmundarson framsögu í mál- inu. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.