Dagur - 19.02.1969, Blaðsíða 6

Dagur - 19.02.1969, Blaðsíða 6
6 v rn A $ # •f « -?- ■k •5■ ■3 Í -t 1» Gleðjiö eiginkonuna meö Lions-blómum Félagar úr Lionsklúbb Akureyrar koma í heimsókn á konudaginn (sunnudaginn 23. þ.m.). Kanjíió a£ þeim fagran y ^ blómvönd og styrkið um leið gott málefni. — Sjá nánar í frétt á forsíðu. í' ? -> T -•* MÚLAÞING NÝLEGA er komið út 3. hefti af ritinu Múlaþing, sem Sögu- félag Austurlands gefur út. Rit- stjórar eru Ármann Halldórs- son kennari á Eiðum og Sigurð- ur O. Pálsson skólastjóri Borg- arfirði eystia. f inngangsorðum kvartar rit- stj. um það, að afrek Sögufélags ins séu lítil og fáir þeir, sem taka viija þátt í störfum þess. Þetta er rangt hvað tekur til útgófustarfsemi hins unga fé- lagsskapar, því að hún er þegar lofsverð, en um hitt, hve fáir gerist félagar, vil ég leyfa mér að lýsa yfir því, að inngöngu- dyr Sögufélagsins muni harðla þröngar og ærið sjaldan opnar. Efni Múlaþings að þessu sinni er áþekkt fyrri heftunum, a. m. k. ritgerðir um gamalt, aust- firzkt efni, sem vera ber. Þá birtir ritið allmörg nýtízkuleg Ijóð; að því leyti, sem þau bera vottinn um skáldskap eiga þau rétt á að koma fyrir almenn- ings sjónu, þótt betur færi í bókmenntatímaritum, innan um smásögur o. þ. u. 1., en hér, þar sem sagan situr í fyrirrúmi. Skemmtilegasta greinin í rit- inu, lifandi, fróðleg og falleg, er „Örlagabrúðkaupið eftir Benedikt Gíslason frá Hofteiji. Lokaorðin eru ógleymanleg, a. m. k. lesanda, sem komizt hefur í snertingu við umhverfi og efni: „Hofteigur bjargaði nafni sínu inn á nokkrar heiðnar bæk ur, sem e. t. v. fylgja sögunni tímakorn. Það er eins og ómi af Hofteigsnafni um leið og klukkustrengur sögunnar er slitinn.“ Þrjár greinar eru um sam- gönguleiðir yfir vatnsföllin miklu á Héraði: Fljótið, Jökulsá í Fljótsdal og Jökulsá á Brú. Einar Pétursson frá Heykolls stöðuni skrifar einkar læsilega grein um svifferjuna á Lagar- fljóti utan við Arnarmelinn. Er mikils um vert að glata ekki sögu slíkra mannvirkja, sem héðan af hljóta að heyra sög- unni einni. Sama er um straumferjuna undan Hrafnkelsstöðum í Fljóts dal, sem Methúsalem Kjerúlf greinir frá. Rekur hann sögu lögferjunnar á Hrafnkelsst. frá 1904—1950, er árnar voru brú- aðar. Agnar Hallgrímsson stúdent frá Droplaugarstöðum skrifar langa grein um brýr á Jökulsá á Brú. Virðist efnið tæmt að hætti þeirra norrænumanna. Ritgerð þessi er hin bezta heim ild að því er tekur til brúnna, einkutn undan Fossvölliun, en eitthvað slær út í fyrir höf. um kláfferjumar á Jöklu, sem raun ar ætti að skrifa sjálfstæða grein um. Ólukka er, að höf. akuli ekki vita um kláfinn und- an Merfd, en hann er nú eini kláfurinn á þessari miklu for- ynju, sem notaður er að stað- aldri, ný uppgerður. Sag» Skrúðsins er merkileg og mun fjölbreyttari en við varð búizt. Um nafnið á Fá- akrúðsfírði var þó miður að ekki var vísað til kirknatals Páls biskups 1200, en þar stend ur: Kolfreystaður í SkrúðsftrBi. Við umræðuna af því hvort Jónas Hallgrímsson hafi komið í Skrúðinn og leidd er af dag- bók hans, vantar að geta þess, að Jónas dvaldist um skeið í Vallanesi hjá síra Guttormi Pálssyni og mdm. Margi-éti Vig fúsdóttur, Ormssonar. Ingunn systir hennar bjó á Eyjólfsstöð- um, átti Sigurð stúdent Guð- mundsson. „Úr gamanbréfi til kunningja míns í Kaupmanna- höfn“, er saga Jónasar um drottninguna frá Englandi, sem mun vera Ingunn á Eyjólfsstöð um, en sagan skrifuð í Valla- nesi af gefnu tilefni (sbr. Blanda IV, 1 bls. 41). Enn má geta af efni Múla- þings greina Halldórs Stefáns- sonar fv. alþingismanns, Prests- kosningin í Kirkjubæ í Hróars- tungu 1888, sem er fyrsta prests kosning á Austurlandi, er stutt og skemmtileg frásögu. Ævi- þættir Halldórs eru og prýðileg lesning. Halldór hefur skrifað mikið um sögu Austurlands og má þar minna á hinar stórfróð- legu greinar um Jökuldalsheið- ina og byggðina þar, Hrafnkels- dalinn o. fl. í Austurlandi, safni austfirzkra fræða. Mikill fróðskapur er í grein Jóns Eiríkssonar skólastjóra á Torfastöðum í Vopnafirði. Slík- ar ritgerðir gera Múlaþing að merku heimildarriti. Greinar tveggja nýlátinna manna, Halldórs Einarssonar frá Kóreksstaðagerði og Sigurð ar Vilhjálmssonar á Hánefsstöð um, eru ávinningur, einkum ber frásögn Halldórs hugþekkan málblæ. Laugum 15. febrúar. í síðustu viku kom saman til fundar nefnd, sem sjá skal um þorra- - Áfengismálafélag ísl. (Framhald af blaðsíðu 8). og fá stöðugt frá þeim upplýs- ingar um alla framþróun áfeng- ismálanna hjá hverju fyrir sig. ÁMÍ er þegar í sambandi við sterkasta áfengismálafélag ver- aldarinnar, National Council on Alcoholism Inc. í Bandaríkjun- um, sem þegar telur meðlima- stofnanir víða um heim. Frá þessu félagi hefur ÁMÍ þegar fengið hafsjó upplýsingabækl- inga og rita, sem gefin eru út fyrir sérstaka starfshópa, svo sem lækna, presta, lögfræðinga, kennara, fyrirlesara og forvígis menn í viðskiptum, iðnaði og framleiðslu. Að gefa út fréttabréf um áfengismál og hverja framvindu félagsstarfseminnar til allra meðlima félagsins. Að gefa út sérhæfða bækl- inga, sem fyrst og fremst verða miðaðir við að vekja áhuga al- mennings á því, að alkóhólismi er sjúkdómur, að alkóhólistar eru sjúklingar, og það er hægt að lækna alkóhólisma og það er þess virði fyrir einstaklinga og þjóðfélagið í heild, að alkóhólist um sé veitt sú aðhlynning, sem nauðsynleg er til þess að þeir geti náð bata. □ Ættargrein Guðmundar á Þvottá um Einar í Hjáleigunni og Ragnheiði konu hans er prýðilega unnin. Slíkur frágang ur er til mikils sóma. Guðmund ur er eini höfundurinn, sem skrifar í ritið um efni af sunnan verðum Austfjörðum, nema hvað sögu Halldórs Stefánsson- ar víkur þangað nokkuð. Er auð sær ávinningur fyrir lesenda- hópinn og útbreiðslumöguleika. Múlaþings að dreifa efni og höf undum sem mest. Stuttir þættir eru eftir Gísla heitinn í Skógargerði, Hrólf á Hallbjarnarstöðum og Sigur- bjöm Snjólfsson — auk ljóð- anna, sem áður gat. Nýlega sagði bæjarstjórinn í Neskaupstað eitthvað á þá leið í útvarp að bókaramennt og skáldamál væri liðin fyrirbæri á Austurlandi. Múlaþing 1—3, sem út hefur komið í röð sl. 3 ár, sýnir þó annað. Bendi þar til þess, sem hér getur lauslega að framan og minni á að auk húsganga og lausavísna eru Ijóð eftir 6 Aust firðinga í ritinu, sem allir eru á lífi nema síra Ólafur Indriðason á Kolfreyjustað. Hann var sem kunnugt er faðir Páls umboðs- manns og skálds á Hallfreðar- stöðum, en það er trúa mín að andi Páls og eldri frænda hans, síra Stefáns Ólfassonar í Valla- nesi, lifi enn með Austfirðing- um, bæði á Héraði og í Fjörð- um. Líklega á skáldskapur bæði hins bundna og óbundna máls svo sterkan þátt í Austfirðing- um að ástæða væri til að gera skil milli Múlaþings fræðimann anna og skáldanna. blót hér í sveit. Var þá sæmi- legt færi eftir hlákublota. En svo brá við, að morguninn eftir fundinn, var komin stórhríð og varð ekki af hátíðahöldum. Félagslíf liggur svo að segja allt í dái hér í sveit. Veldur því bæði erfitt tíðarfar og inflúensa, sem enn er á sveimi, þótt rúmur mánuður sé liðinn síðan hún kom í Laugaskóla. Náði hún þar hámarki eftir miðjan janú- ar og lágu flestir í einu 70—80 nemendur. Var hún þó fremur væg og hefur ekki borizt nema á einstöku heimili hér í sveit, en leggur þar stundum allt heimilisfólk í rúmið í einu. Vegna veikindanna seinkaði miðvetrarprófunum í Lauga- skóla og lauk þeim um síðustu mánaðamót. Má telja það til tíðinda, að einn nemandinn, Þóra Þóroddsdóttir frá Breiðu- mýri, hlaut í meðaleinkunn 9.79. Prófað var eingöngu í bók legum greinum. G. G. TIL SÖLU RÚSSAJEPPI, árg. 1960 Skijrti á 4 til 5 manna bíl, árgerð 1960 til 1963, koina til greina. Uppl. í síma 2-13-22. Ágúst Sigurðsson í Vallanesi. Lítið félagslíf í Reykjadal Vinnuveitendur og sveitar- félög á Norðurlandi: Erindi og umsóknir um fyrirgreiðslu til Atvinnu- málanefndar Norðurlands eiga að berast á eyðu- blöðum Atvinnujöfnunarsjóðs til íormanns, Lár- usar Jónssonar c/o bæjarskrifstofur, Akureyri, sími 21000. Eyðublöðin munu fást hjá bæjar- stjórum, sveitarstjórum og oddvitum í kaupstöð- um og kauptúnum á svæðinu. Atvinnumálanefnd Norðurlands. VESTFIRÐINGAR á Akureyri og í nágrenni! Vestfirzkar ættir, 4. bindi, Eyrardalsætt og nafnaskrá, er komtn. Tíl afgreiðslu hjá Sig. Baldvinss., Þingvallastr. 8 og Gúmmíviðgerðinni, Strandgötu 11. Barngóð stúlka óskast til að gæta tveggja barna í Reykjavík, þar sem húsmóðirin vinnur úti. Herbergi fylgir. Uppl. í síma 2-16-39 í Reykjavík eftir kl. 5 e.h. Vantar MATSVEIN á trollbát frá Vest- mannaeyjum. — Þarf ekki að -vera vanur. Uppl. í síma 1-19-83 GÓÐ AUGLÝSING - GEFUR GÓÐAN ARÐ eftir kl. 7 á kvöldin. Iðja, félag verksmiðju- fólks á Akureyri, heldur ÁRSHÁTÍÐ sína í Al- þýðuhúsinu laugard- 1. marz n. k. — Þorrablpts- matur á borðum. — . Aðgangseyrir kr. 250.00 pr. mann. . Miðasala o. fl. auglýst í næsta blaði. Nefndin. SPILAKVÖLD. Skemmt iklúbbur tfempl- ara hefur spilakvöld í Alþýðuihúsinú?|pstu- dagskvöld 2L febr. kl. 8.30. Miðar sejdir við innganginn og, kosta kr. 100.00. Fern verðlaun. Dansað eftir keppni. — Allir velkomnir án áfengis. S. K. T. ÓDÝRT - NOTAÐ! TIL SÖLU: RAFELDAVÉL, DÍVANAR, BORÐ og STÓLAR, GÓLFDÚK- UR, VERKFÆRI o. fl. Uppl. í dag og á morgun í Hríseyjargötu 6, uppi. Til sölu tvöfaldur SVEFNSÓFI. Verð kr. 1.500.00. - Enn fremur T ÖSKURIT VÉL í góðu lagi. Verð kr. 1.500.00. Uppl. í síma 12461. Til sölu LJÓSMYNDAVÉi, „Sujier 8" og sý’- ngar- vél af scimu tegund. Uppl. í síma 1-13-74 eftlr kl. 7 á kvöldin. Til sölu VÖSTRA skíði (1.95) með bindingum. Verð kr. 2.000.00. Ujipl. í súna 1-20-81. TIL SÖLU: BLÁSARAR MÓTORAR HEYVINN UVÉLAR VAGNAR MJÓLKURDUNKAR Gísli Guðmann, Skarði. TIL SÖLU Peregree BARNAVAGN Sími 2-11-76.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.