Dagur - 19.02.1969, Blaðsíða 7

Dagur - 19.02.1969, Blaðsíða 7
7 SMATT & STORT (Framhald af blaðsíðu 8). yfir, og endurtek það hér, að ég tel það sjálfsagðan lilut, að fólk, seni hefur grun um að það eigi rétt á bótum, leiti upplýsinga um rétt sinn. Og mér er það mjög til efs að þér, herra rit- stjóri, eða „sagnamenn“ yðar, yrðuð niikið aðgangslinari en aðrir, ef þér stæðuð í þeim spor um, að þér hélduð yður eiga rétt til bóta — sem liamingjan vonandi forðar yður frá. Hinu er ekki að neita, að bráðabirgðalögin um atvinnu- leysisbætur virðast nokkuð snöggsoðin og yfirþyrmandi, svo það er eðlilegt að þau komi nokkru róti á ímyndunarafl fólks. Með þökk fyrir birtinguna. Stefán Bjarman, fyrrv. vinnu miðlunarstjóri.“ BRÉF FRÁ ÞREM JÓNUM „í síðasta tölublaði Dags, blaði Framsóknarmanna hér á Akur- eyri, er að finna mjög illkvitnis lega klausu varðandi greiðslu atvinnuleysisbóta, til þess fólks, sem atvinnuleysi hefur herjað að undanförnu, og beinar árás- ir á það fólk, sem um atvinnu- leysisbætur sækja. Við undirritaðir, sem vinnum við útreikning atvinnuleysis- bóta og greiðslu þeirra hér í bæ til atvinnulausra, teljum að hér sé algerlega farið með staðlausa stafi. Ennfremur er það með öllu ósatt, að það verkafólk, sem leitar eftir atvinnuleysisbótum, hafi sýnt heimtufrekju eða aðra ósæmilega framkomu, miklu frekar hefur það sýnt þolin- mæði og biðlund og skilið það mikla starf, sem leggja þarf fram þegar svo niargir eru á atvinnuleysisskrá sem raun her vitni um. Úthlutunarnefnd atvinnuleys isbóta hefur að undanförnu af- greitt vikulega öll þau vottorð, sem borizt hafa frá Vinnumiðl- unarskrifstofu Akureyrarbæjar. Akureyri, 14. 2. 1969 Jón Helgason, Jón lngimarsson, Jón Ásgeirsson.“ SNÖGGSOÐIN LÖG OG YFIRÞYRMANDI Fyrrverandi vinnumiðlunar- stjóri, talar sjálfur um snögg- soðin lög og yfirþyrmandi í sami bandi við atvinnuleysisbætur og staðfestir þannig þau um- mæli blaðsins, að starfsmenn- irnir hafi lent í vandræðum vegna óljósra reglna, því annars hefðu þau ekki verið yfirþyrm- andi fyrir jafn reyndan mann og fyrrv. vinnumiðlunarstjóra. Hann segir ennfremur, að þau, þ. e. lögin, hafi komið róti á ímyndunarafl fólks, en það styður þær sagnir, að fólk hafi látið ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur í sambandi við atvinnuleysisbætur. Verður ef til vill vikið að þessu máli síðar. ÞRÍR JÓNAR Þrír Jónar finna sig knúða til Maðurinn minn og sonur okkar ÁRNI GUNNAR TÓMASSON lézt af slysförum laugardaginn 15. febrúar. Halldóra Gunnarsdóttir. Þorbjörg Jóhannesdóttir. Tómas Kristjánsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir °g afi, AÐALBJÖRN AUSTMAR andaðist að morgni 17. þ. m. Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Magnús Aðalbjörns- son, Ragna Magnúsdóttir, Svana Aðalbjörnsdótt- ir, Páll Pálsson og barnabörn. Eiginmaður niinn HARALDUR KARLSSON, Skarðshlíð 10, Akureyri, andaðist 14. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju laugar- daginn 22. febrúar kl. 1.30 e. h. Jóninna Jónsdóttir. Hjartanlegar þakkir viljum við votta öllurn þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför KRISTJÁNS EINARSSONAR frá Hermundarfelli. Alveg sérstaklega viljum við þakka læknum og lijúkrunarliði Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri er önnuðust hann af alúð og nærgætni síð- ustu árin. Aðstandendur. að gefa út yfirlýsingu af sama tilefni og fyrrv. vinnumiðlunar- stjóri. Kannski var meiri ástæða fyrir þessa menn, að kynna fólki rétt þess til bóta vegna atvinnuleysis og þær reglur, sem um málið gilda og væri Dagur fús að birta þær ábendingar, viðkomandi til hag ræðis og til þess einnig að forða fólki frá því, að verða háð ein- stökum mönnum í sambandi við atvmnuleysisbætur. Rétt er að geta þess, að núverandi vinnu- miðlunarstjóri, Heiðrekur Guð- mundsson, samvizkusamur starfsmaður, hefur ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við þá smáklausu í Degi, sem komið hefur róti á hugi Jón- anna þriggja og Stefáns Bjarm- an og blaðinu hefur ennfremur verið tjáð, að liann hafi sagt starfi sínu Iausu. Fannfergi víða um Evrópu FREGNIR HERMA, að mikið fannfergi sé nú víða í Evrópu. Hefur það valdið umferðar- truflunum og margvíslegum erfiðleikum. Frost hefur víða verið mikið t. d. 30 stiga frost á Norður-ítaliu einn daginn. Má því segja, að þar séu harð- indi um þessar mundir — ekki sízt vegna þess, að þar er fólk hvorki vel undir kalda veðráttu búið og víðast skapast hreint öngþveiti þar sem umferðar- æðar stíflast, svo sem nú af völdum snjóanna. □ □ RÚN 59692197 = 2 .-. IOOF — 1502218y2 AKUREYRARKIRKJA. Fyrsta föstumessan verður í kvöld (miðvikudagskvöld) kl. 8.30. Sungið verður úr Passíusálm unum sem hér segir: 1. sálm- ur vers 1—8, 2. sálmur vers 16—20, 3. sálmur vers 13—18 og 25. sálmur 14. vers. — B. S. MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Sálmar: 285 — 337 — 290 — 370 — 264. — B. S. SUNNUDAGASKÓLI Akur- eyrarkirkju er á sunnudaginn kl. 10.30. — Sóknarprestar GLERÁRHVERFI! Sunnudaga skólinn í skólahúsinu kl. 1.15 n. k. sunnudag. Öll börn vel- komin. SAMKOMUR að Kaupvangs- stræti 4, II hæð. Biblíuskóli og þjónustusamkoma fimmtu daginn 20. febrúar kl. 20.30. Opinber fyrirlestur: Hafið þolgæði eins og Job — fluttur af Holger Frederiksen, sunnu daginn 23. febrúar kl. 16.00. Allir velkomnir. — Vottar Jehóva. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Almenn samkoma sunnudag- inn 23. febrúar kl. 8.30 e. h. Ræðumaður Gylfi Svavars- son. Tekið á móti gjöfum til kristniboðsins. — Allir vel- komnir. MINNINGARSPJÖLD kvenfé- lagsins Hlífar. Öllum ágóða varið til fegrunar við bama- heimilið Pálmholt. Spjöldin fást í Bókabúðinni Huld og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hlíðargötu 3. AKUREYRINGAR. Munið sam komuna í kvöld, miðvikudag, kl. 8.30 e. h. Ofursti Arni Ödegaard talar og deildar- stjórinn Guðfinna Jóhannes- dóttir stjórnar. Kaffiveiting- ar. Verið velkomin. — Halló krakkar! samkomur á hverju kvöldi kl. 5 síðdegis. — Hjálp ræðisherinn. SAMKOMA á sunnudaginn kl. 4.30 e. h. Athugið bi'eyttan samkomutíma. — Hjálpræðis herinn. I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99. Fundur fimmtudaginn 20. febrúar n. k. kl. 9 e. h. í Al- þýðuhúsinu. — Fundarefni: Vígsla nýliða. Upplestur o. fl. Önnur mál. — Æ.t. VISTHEIMILINU SÓLBORG hafa borizt þessar gjafir: Frá Kvenfélagi sósíalista (til heið urs Elísabetu og Ingibjörgu Ein'ksdætrum) kr. 5.380.00 ásamt tveimur hlutabréfum. Minningargjöf um Bernólínu og Sævald í Sigluvík fró Sig- rúnu Ben. kr. 1.000.00. Kærar þakkir. — Jóh. Ól. Sæm. FRÁ SJÁLFSBJÖRG. Fjórða og síðasta spila kvöldið verður laugar daginn 22. febrúar að Bjargi kl. 8.30 e. h. —• Dans á eftir. SKEMMTIKLÚBBUR teinplara heldur spilakvöld ó föstudag- inn. Sjá auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. DRENGJADEILD. — Boðsfundur til stúlkna O. deildar fimmtudags- V S kvöld kl. 8. — Mætið allir. — Stefnan (Fi-amhald af blaðsíðu 5). legt að auka opinberar atvinnu- framkvæmdir til muna um land allt, ekki sízt þær, sem nota vinnuafl, sem um munar. En því miður eru fjárlögin ekki þannig úr garði gerð. Sýpur þjóði þann ig seyðið af veikri fjármála- stjóm, sem hér sat í hinum mikla góðæri, en kunni ekki með fé að fara. Hafi fjöldi fólks ekki vei'k að vinna, segir það fljótlega til sín í þjóðarbúskapn um. Nú hafa verkalýður og at- vinnurekendur látið ríkisstjórn ina lofa 300 millj. kr. til atvinnu aukningar. í minnihlutaáliti fjárveitinga- nefndar Alþingis sem alþingis- mennirnir Ágúst Þorvaldsson, Halldór E. Sigurðsson og Ingv- ar Gíslason stóðu að í desember sl. var vakin athygli á ýmsum alvarlegum staðreyndum í sam bandi við fjármál ríkis og þjóð- ar, og hvernig bregðast þyrfti við þeim vanda, sem þar er á ferðum. Á undanförnum átta árum hafa tekjur ríkisins farið samtals 2500 millj. kr. fram úr áætlun fjárlaga og bætzt hafa við hundruð milljóna, sem skuld í Seðlabankanum. Mikið af þessari fjárhæð var í verð- meiri krónum en nú eru í gildi. Vegasjóður skuldar nú 500 millj. kr. vegna nýbyggingar vega, sem lagðir hafa verið án fjárveitingar og ríkissjóður sjálf ur skuldar aðrar 500 millj. kr., sem honum hefur ekki tekizt að leggja fram til hafnargerða, skóla, sjúkrahúsa, rafmagns- veitna og flugvalla. Skuldir þjóðarinnar útá við mörkuð eru orénar mjög miklar, miðað við það, sem áður var, t. d. fyrir einum áratug. IX. En þjóðin verður að halda áfram að lifa í landi sínu. Það verður að nota vinnuafl henn- ar, framleiðslutæki og önnur gagnleg verðmæti. Það, sem óhjákvæmilegt er og ekki verð ur vahrækt án stórtjóns fyrir þjóðina, verður að ná fram að ganga ef unnt er, þó það kosti fé, og þjóðmálastefnuna þarf að miða við það, ef vel á að fara. Skammsýnir menn kalla það stundum ábyrgðarleysi að vilja, hvað sem það kostar, koma í veg fyrir, að heimili og atvinnu vegir, svo og heil byggðarlög, verði óvíg í lífsbaráttunni á erfiðum tímum. En þegar kom- ið er að skuldaskilum stjórn- leysisins, skilja menn betur en ella, hvað það er sem máli skipt ir. Og það verður, þótt erfitt sé, í lengstu lög að knýja fram „afl þeirra hluta, sem gjöra skal“, þegar brýna nauðsyn ber til. - Mikið atvinnuleysi (Framhald af blaðsíðu 1) Trillubátar hafa lítt farið á sjó. ísinn er kominn hingað inn, að vestanverðu inn í fjarðar- botn, og er sízt minni en í fyrra. í honum eru allmargir stórir jakar, en ekki er mikinn ís að sjá hér út fjörðinn. Verið er að opna veginn vestur. Fjárhagsáætlun Siglufjraðar- kaupstaðar hefur enn ekki ver- ið lögð fram. J. Þ. ÆSKULÝÐSHEIMILIÐ í skáta heimilinu Hvammi verður framvegis opið þriðjudaga og fimmtudaga. Sömu reglur og áður gilda. — Æskulýðsráð Akureyrar. SKOTFÉLAGAR. Æfing föstu- dagskvöld kl. 8.15 til 915. GJAFIR. Til Ragnars Ármanns sonar kr. 300 frá Birgi Pálma syni. — Til svöngu barnanna í Biafra kr. 200 frá Magnúsi Árnasyni, kr. 200 frá Lauf- eyju Árnadóttur bæði Þing- vallastræti 36, og kr. 1000 frá Guðrúnu Guðjónsdóttur, Gránufélagsgötu 17. — Beztu þakkir. — Birgir Snæbjörns- son. Happdrætti Háskóla r Islands Vinningar í 2. flokki 1969. Akureyrarumboð. 10.000 kr. vinningar: 24764, 36463. 5.000 kr. vinningar: 11305,12429, 17946, 21757, 23874, 31184, 51898, 53201, 55791, 57912, 58035, 59574. 2.000 kr. vinningar: 1154, 1541, 2942, 3373, 3584, 4653, 5379, 6882, 7005, 7257, 8840, 8984, 9065, 9229, 9239, 9766, 10212, 12075, 13380, 13636,13791, 14027, 14884, 16076, 16094, 16099, 16598, 17937, 17938, 19005,19070, 19588, 20519, 20721, 22090, 22140, 22144, 23248, 25956, 28853, 29047, 29050, 30508, 30532, 30540, 30594, 31126, 31151, 36465, 36468, 40591, 40596, 42831, 42835, 44597, 44622, 44845, 44854, 44870, 47451, 48267, 49127, 49273, 49298, 52989, 53825, 53830, 53963, 59007. Birt án ábyrgðaf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.