Dagur - 12.03.1969, Blaðsíða 5

Dagur - 12.03.1969, Blaðsíða 5
4 PÁLL MAGNÚSSON, LÖGFRÆÐINGUR: Skrifstoíur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Oskir forsæfisráðherra STJÓRNARSTEFNA sú, sem fylgt hefur verið síðasta áratug, er hin sama nú og í upphafi þess tímabils og alveg óbreytt hvort sem metár í afla og verðlagi koma í röð eða undan hallar eins og nú. Hins vegar hafa margs konar ný orð og orða- tiltæki skotið upp kollinum, annað hvort til að skýra mál eða rugla dómgreind manna. — Stjómarblað segir frá þvi fyrr í vikunni, að „heilastormun“ sé sú staiisaðferð nefnd, sem reynd hafi verið á nýaf- staðinni ráðstefnu Stjómunarfélags íslands um efnahagsvandann. En hagi'æðing, framleiðni og stjórnun hafa auðvitað verið þarna á dagskrá því að 300 leiðir til úrbóta komu þar fram! — Ekki verður Gylfi í vandræðum að velja úr þeim, þótt illt sé ef satt er, að hann sé svo gjör- samlega búinn að missa áttimar í efnahagsmálunum, að honum sýnist þar vatnið renna móti brekkunni. En ekki em það nú raunar gaman- mál, sem nú era efst á baugi. Stjórn- in slysaðist til að setja fyrir jól, lög um skerta hlutaskiptingu sjómanna. Þetta leiddi til stöðvunar bátaflot- ans. Síðan varð henni það á að láta atvinnurekendur neita að greiða vísitölubætur og þrjóskaðist jafnvel við að birta vísitölu framfærslukostn- aðar, og jafnframt era málaferli haf- in milli fjármálaráðherra og BSRB vegna neitunar hins opinbera að greiða fullar vísitölubætur frá 1. marz. Eins og nú standa sakir, lítur helzt út fyrir umfangsmikil verkföll, því enn miðar ekkert í samkomulagsátt milli verkalýðsfélaga og atvinnu- rekenda. Má segja, að stjómin sé að veralegu leyti völd að þessum hörðu deilum. Eftir öll góðærin þennan síðasta áratug (íslendingar þriðju hæstu pr. mann í þjóðartekjum í heiminum árið 1967) era lífskjör þjóðarinnar veni en 1959 og kaup- máttur launa minni nú sem nemur 17%. Þessar dapurlegu staðreyndir vill forsætisráðherra láta þjóðina votta með sér og taka á sig þessa kjararýmun án þess að mögla. Hann bæði biður þess og krefst þess af þjóðinni, að hún viðurkenni j>etta á borði og þar með auðvitað líka, að viðreisnarstefna hans og félaga hafi nú ekki tekist betur en þetta, og að íslendingar séu aðeins hálfdrætting- ar í kaupi, miðað við nálæg lönd og hafi aðeins fjórðung þess, sem hafn- arverkamenn hafa í tekjur í Banda- ríkjunum. (Framhald á blaðsíðu 5) NÁTO'lierstöðvarnar á íslandi GERA verður eftirfarandi kröf ur í því máli: a. Að hinn mislukkaði her- stöðvasamningur frá 5. maí 1951 verði sem fyrst tekinn til endurskoðunnar, með eða án uppsagnar. b. Að hafist verði handa um fullar efndir á öryggisfyrir- mælum 5. gr. samnmgsms, sem alveg hafa verfö van- ræktar hingað til. c. Að breytt verði ósanngjöm- um ákvæðum sanmingsins um bótaskyldur íslands á tjón, sem herstöðvamar geta haft í för með sér. d. Að NATO-ríkin greiði rétt- mæta ársleigu fyrir hemaðar leg afnot sín af landinu. Af því að herstöðvamál okkar hefur verið talsvert á dagskrá að undanfömu, finnst mér ekki vera úr vegi að athuga lítillega hinn 18 ára gamla herstöðva- samning okkar frá 5. maí 1951. Vegna legu íslands í Atlants- hafi og hemaðarlegrar þýðingar þess í stórveldastríði, urðu Bretar að hernema landið árið 1940, í skjóli þess, sem nefnt er neyðarréttur. Hernámið fór fram með þeim hætti, að Bretar settu herlið á land í höfuðborg okkar og byggðu hermanna- skála víða í borginni og ná- grennj hennar og gerðu, er frá leið, herflugvöll í miðri Reykja vík. Árið eftir settist svo banda rískur her að í herstöðvunum í stað Breta og árið 1941 fengu Bandaríkjamenn leyfi til að gera fullkominn herflugvöll í næsta nágrenni Keflavikur. Með þessu var ísland gert að herstöð til varnar þeim þjóðum, sem þá voru í stríði við Þjóð- verja. En þetta hlaut jafnframt að hafa í för með sér, að ísland og þá fyrst og fremst höfuðborg þess, gæti orðið orustuvöllur, þar sem fórnað yrði lífi og eign um verulegs hluta þjóðarinnar, ef til alvarlegra átaka kæmi um herstöðvamar. Auðvitað gátu íslendingar neitað um þetta leyfi, en líklegt er, að her stöðvarnar hefðu engu að síður verið hafðar hér áfram og þá án þess að við fengjum þar nokkru um ráðið, svo hér var vissulega úr vöndu að ráða. Árið 1945, að stríðinu loknu, óskuðu Bandaríkin að hafa hér áframhaldandi hersetu, vegna hins uggvænlega kalda stríðs milli austurs og vesturs, og urðu harðar deilur með þjóð okkar um það, hvort farið skyldi að vilja þeirra í því efni. Árið 1949 var Norður-Atlants- hafsbandalagið, öðru nafni NATO, stofnað, og gerðist ís- land, eins og kunnugt er, aðili að því. í bandalaginu eru nú þessi 15 ríki: Bandaríkin, Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Grikk- land, Holland, ísland, ítalía, Kanada, Luxembourg, Noregur, Portúgal, Sambandslýðveldið Þýzkaland og Tyrkland. Með aðild okkar að NATO varð sáttmáli bandalagsins raun verulega okkar varnarsamning ur, því með honum skuldbatt NATO sig til að verja ísland. Við vorum komnir á vamar- svæði NATO. Við vörpuðum að vísu um leið hlutleysi okkar fyrir borð, en tryggðum jafn- framt öryggi okkar, eftir því sem unnt var, að áhti meiri- 'hluta Alþingis. Eftix þetta sótti NATO á unx það, að fá að hafa herstöðvamar hér áfram sér til varnar. Fyrir okkur var þetta að sjálfsögðu annað mál og margfalt hættu- hættulegra en þátttakan í NATO. Með áframhaldandi her stöðvum í landinu, var árásar- hættunni beint að íslandi og þá einkum að þeim mikla fjölda íbúa þess, sem búa í nágrenni herstöðvanna. Landið gat með þessu orðið orustusvæði hvenær sem var, en þau örlög reyna öll ríki að forðast í lengstu lög, þótt þau séu aðilar að hernaðar- bandalagi. — Og eins og Þórir Baldvinsson gerði rækilega grein fyrir í Morgunblaðsgrein sinni, 23. f. m., eru herstöðvarn- ar okkur nú verri en engar og FYRRI HLUTI aðeins til þess fallnar að bjóða hættunni heim til okkar. Heiti herstöðvasamningsins, sem gerður var að tilhlutan NATO, 5. maí 1961, milli Bandaríkjanna og íslands, er því samkvæmt framansögðu algert rangnefni og mjög vill- andi. Það hljóðar svo: „Vamarsamningur milli lýð- veldisins íslands og Bandaríkja Ameriku á grundvelli Norður- Atlantshafssamningsins.“ Með þessu rangnefni er gefið í skyn, að herstöðvarnar séu hér fyrst og fremst í þágu ís- lendinga og þeim til varnar. Og í „Inngangsorðum“ samningsins er þetta áréttað með enn berari orðum, þar segir orðrétt: „hefur Norður-Atlantshafs- bandalagið farið þess á leit við ísland og Bandaríkin, að þau geri ráðstafanir til, að látin verði í té aðstaða á íslandi til varnar landinu og þar með einnig til varnar svæði því, sem Norður-Atlantshafssamningur- inn tekur til.“ Ekki getur hjá því farið, að ályktað sé af þessu, að samn- ingurinn sé gerður aðallega í þágu íslendinga og þeim til varnar. Enda er þeim, með 2. Örfleyg var árdagsstundin, sem angaði blómið frítt, áður en ægiþungum örlagadóm var hlýtt. Þung er oft rökkurraunin, ríki vetrarins kalt. Vitað er þó að vorið vakir á bak við allt. Og vorið á vængjum sínum, vonir og drauma ber, góðum, græðandi höndum um grátin blómin fer. Mótuð er skýrt í minni, mynd, sem er björt og hlý, sorgir er unnt að sefa, sól rís á bak við ský. í geislanna björtu brosum birtast mun auglit þitt. Englabörnin þér unna, opna þér ríki sitt. gr. samningsins gert að leggja ókeypis til allt land, sem her- stöðvarnar þurfa á að halda. Og ennþá skýrar kemur þetta sjón- armið fram í „Viðbæti“ samn- ingsins, því samkvæmt honum á ísland að þola bótalaust veru- legan hluta af öllu því tjóni á eignum og mannslífum, sem hér getur orðið, er minnst varir í sambandi við starfsemi her- stöðvanna. Sem dæmi um þetta má taka það tilfelli, að herþota félli niður í miðri Reykjavík og grandaði þar eignum og manns lífum í stórum stíl. Einn slíkur atburður skeði á Skarði í Lands sveit 28. marz 1968, er herþota hrapaði þar niður innan sand- græðslugirðingar. Flugmaður- inn bjargaðist í fallhlíf, en flug- vélin sprakk í tætlur, er spreng ing varð í eldsneyti hennar, og gróður og girðing eyðilagðist á 20 þúsund fermetra svæði. Sem betur fór skeði þetta á ber- svæði. Tjónið var metið á 90 þúsund krónur, en yfirmenn setuliðs Bandaríkjanna vísuðu reikningnum til ríkisstjórnar okkar, samkvæmt fyrrnefndum viðbótarsamningi, og kváðu hana eiga að bæta tjónið, — og við það situr enn. Örðugt er að gera sér rétta grein fyrir þessum mistökum við samningsgerðina fyrir 18 árum, því viðhorf og afstaða til málsins er nú nokkuð önnur en þá var. En þau mistök gátu og geta enn valdið okkur óútreikn anlegu og óbætanlegu tjóni, og það án þess að til átaka komi um herstöðvarnar, það sýnir atburðurinn á Skarði. Það er því meira en tímabært að taka samninginn, með eða án upp- sagnar, til rækilegrar endur- skoðunar og breytinga, og ætti þá, í stað núverandi rang- nefnis samningsins, að koma yfirskriftin: Samningur milli Bandaríkja Ameríku og fslands iun her- stöðvar á íslandi til varnar ríkj um Norður-Atlantshafsbanda- lagsins. Samkvæmt tilgangi og mark- miði NATO með herstöðinni, er þetta rétt heiti á samningnum og muninn sjá menn, ef þeir bera það saman við núverandi heiti hans, sem sést hér að framan. (Framhald í næsta blaði) Gimsteinninn góði og sanni, geymi þig Drottins mund. Lýsir þín ljúfa minning, læknað fær djúpa und. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. Þormóður Svanlaugsson Fæddur 5. júní 1963 — Dáinn 23. janúar 1969 5 Brotnir raflínustaurar. (Ljósm.: G. P. K.) - Ofviðrið á Akureyri HELGI HALLGRÍMSSON: NÁTTÚRUVERND (Framhald af blaðsíðu 1). Óveðrið skall á rétt fyrir há- degi og stóð á aðra klukku- stund. Fjöldi fólks lenti í hrakning- um, einkum þó börnin, sem voru á heimleið úr skóla í ört versnandi veðri, svo og gamalt fólk. í nokkrum tilvikum var börnurn bjargað úr bráðum háska og einnig fullorðnum — enda óstætt veður fullfrískum mönnum þegar verst var. Nokkrir menn slösuðust, en ATHUGASEMD. Ritstjóri Dags lætur smá hug- leiðingu fylgja grein minni í 9. tbl. Dags. Mér virðist gæta þar nokkurs misskilnings og vil því skýna þetta ögn nánar. Honum finnst það einkennilegt, að blanda, sem eigi að vera seld á kostnaðarverði og önnur hlið- stæð, sem sé seld með 15% álagningu skuli vera ámóta dýr ar. Stingur hann upp á þeim ástæðum að um há umboðslaun erlendis sé að ræða eða óhag- kvæm innkaup. Aðrar ástæður eru þó fyrir þessu. Fóðurblanda sú, er við höfum séð um dreif- ingu á hér, er seld á verði, sem á að vera ríflegt. Er það gert til að auðvelda reksturinn, þar sem þessi félagsskapur hefur enga sjóði. Verði tekjuafgangur í árs lok, sem góðar vonir standa til, þá verður hann endurgreiddur viðskiptavinunum að fullu. Einnig þurfti að taka við all- miklum lager frá fyrrverandi umboðsaðila K.F.K. hér. Er hann óeðlilega dýr vegna mikils vaxtakostnaðar og þess að fóð- urblanda var dýrari í Dan- mörku, þegar hann var keypt- ur. Þarf því nokkra álagningu á blönduna nú, til þess að jafna þennan verðmun. Annars finnst mér það 'vera merkilegra í þessu máli og meiri ástæða fyrir ritstjórann að leita orsaka þess, hve kaup- félögin gátu lækkað verð blönd unnar mikið og samt haft all- góða álagningu. Virðast inn- kaupin hafa verið óheppileg eða álagningin óhóflega mikil áður. enginn týndi lífi, en ýmsir voru hætt komnir, þótt ekki verði hér rakið. □ - Óskir forsætisráðh. (Framhald af blaðsíðu 4). Aldrei hefur nokkur for- sætisráðherra krafist slíks dóms yfir sjálfum sér og stjórnarstefnu sinni ef»ir langt og samfellt góðæris- tímabil. Nú er af mörgum talið eitt mesta hagsmunamál bænda sé að komið verði upp fáum og stórum fóðurblöndunarstöðvum hér á landi. Með tilliti til þess, sem hér hefur verið að gerazt í verðlagi á fóðurblöndu, virð- jst það mjög hæpið, nema þá að stöðvarnar verði að fullu undir stjórn bændanna sjálfra. Guðmundur Þórisson. ENN TIL ATHUGUNAR. Kjamfóðurkaup bændanna hafa hin síðari ár færzt mjög í vöxt og eru einn stærsti kostnaðar- liður búanna. Er hér þess vegna um stórmál að ræða. Bændur við Eyjafjörð hafa keypt mest- an hluta kjarnfóðursins hjá KEA á Akureyri, bæði fóður- blöndur og aðrar fóðurvörur, fyrir milljónatugi á ári. Nú hafa málin þróazt svo, að allmargir bændur hafa keypt þessar vörur eftir öðrum leið- um og talið sig komast að betri kjörum, svo sem fram hefur komið í blaðagreinum. Eflaust verður mál þetta til umræðu á deildarfundum KEA í hérað- inu áður en langt líður og verð- ur þá betur upplýst. En sam- kvæmt upplýsingum kaupfélags stjóra á félagsráðsfundi fyrr á þessu ári, er verð þessara fóður vara álíka hátt, en um nákvæm an samanburð getur naumast verið að ræða, nema þegar um alveg samskonar vörur er að ræða. En það sem gildir fyrir bændur, er að fá sem mest, fóð- urfræðilega séð, fyrir hverjar Góðir gestir. Hugtakið náttúruvernd er býsna nýtt á nálinni. Mér er nær að halda, að það hafi lítið heyrzt, hér á landi, fyrr en á allra síðustu árum, og þá eink- um eftir að hið merkilega Kísil vegarmál í Mývatnssveit hafði auglýst svonefnt Náttúruvernd- arráð, svo rækilega, að það gat ekki lengur farið fram hjá nein um, sem hlustaði á útvarp, eða las blöðin, að þetta háa ráð existeraði í landinu. Sumir munu jafnvel hafa frétt, að til væru Náttúruvernd arnefndir, en þær höfðu annars haft kyrrt um sig fram að þessu, og starfað leynilega, ef þær hafa starfað á annað borð. Árið 1956 var staðfestur mik- ill lagabálkur, sem kallast Lög um náttúruvernd. Er hann hvorki meira né minna en 10 blaðsíður í Stjórnartíðindum, svo eitthvað hlýtur nú að vera þar ritað. Maður skyldi því ætla, að þarna væru hin gull- vægu boðorð náttúruverndar- innar upp teiknuð skilmerki- lega, og síðan þyrfti ekki annað en segja: þetta mátt þú ekki gera, því skrifað stendur o. s. frv. Um þetta eru lögin þó frem ur fáorð, en því meira máli er varið í útlistanir á lagakrókum, sem margir hefjast á þessa leið: Nú gerir þessi þetta, þá skal svo og svo með fara.... I Mývatnssveit gerðist það líka, að lögin urðu náttúru- verndinni til ógagns. Málið reyndist ekki rétt til búið, heima í héraði, og var ónýtt af þeim sökum. Þetta héldum við að gæti aðeins gerzt í íslend- ingasögum. Þó eru lög þessi þúsund krónur. í kurteislegri grein herra í yfirlætislausri greinargerð framan, telur hann verðið á fóðurblöndum K.F.K. óeðlilega hátt vegna mikils vaxtakostn- aðar og verðsveiflu í Dan- mörku. Þurft hafi nokkra álagn ingu á blönduna nú vegna þessa o. fl. en tekjuafgangur verði greiddur við ársuppgjör. Ekki skal í efa dregið, að allt er þetta satt og rétt. En hvað mætti þá segja um vaxtakostnað hjá KEA, sem þarf að liggja með mjög miklar birgðir? Og hvern ig ber að skilja orð sama grein- arhöfundar í Degi 5. marz, en þar segir, að blandan sé seld án álagningar og við kostnaðar- verði! En í greininni hér að framan er sagt, að fóðurblandan sé seld á ríflegu verði til að auð velda reksturinn! Ennfremur orðrétt: „Þarf því nokkra álagn ingu á blönduna nú.“ Þá vill greinarhöfundur fá skýringu á því, hvers vegna kaupfélögin hafi getað lækkað verðið á fóðurblöndum sínum og samt haft allgóða álagningu. Skilja má á þessari frómu ósk greinarhöfundar, að e. t. v. beri að þakka fóðurvöruverðlækkun KEA þeim bændum, sem fá þessar vörur með hjálp heild- sala. Um það skal ekki dæmt, en vel er ef svo er. Hins vegar er vart hugsanlegt, við núver- andi aðstæður, að aðrir geti betur fullnægt fóðurbætisvið- skiptum bændanna en Kaup- félag Eyfirðinga. Til þess hefur það alla aðstöðu. mikilvægur áfangi í sögu nátt- úruverndar á íslandi, því með þeim er hlutur náttúruverndar- innar viðurkenndur, svo ekki verðui' um villst, og fram- kvæmd náttúruverndar falin ákveðnum aðilum. Því er heldur ekki að neita, að margt hefur verið gert, og hefur Náttúruverndarráð haft forgöngu í flestum þeim mál- um. Nægir að minna á nýleg kaup á landi Skaftafells í Öræf- um, í því skyni að koma þar á fót þjóðgarði eða þjóðvangi, eins og réttara er að kalla þess háttar fyrirbæri. Hins vegar hafa náttúruvemd arnefndirnar, sem áður segir, verið ákaflega lítilvirkar, að ekki sé meira sagt, og er þeim þó, samkvæmt lögunum ætlað talsvert hlutskipti í náttúru- vemdarmálum landsins. Fyrir rúmu ári voru þó náttúruverndarnefndir Eyja- fjarðar og Akureyrar vaktar upp frá dauðum, og hafa þær síðan starfað reglulega, og gert nokkrar merkar samþykkir, svo sem um verndun Glerárgilsins. Fyrir utan þymirósarsvefn náttúruverndamefndanna, er það einkum tvennt, sem háð hef ur virku náttúruverndarstarfi hérlendis. Annars vegar það, að hér vantar rannsóknastofnun eða stofnanir, sem kannað gætu, á hvern hátt verndun náttúrunnar verði bezt fram- kvæmd og bezt tryggð. Hins vegar það, að hér hefur vantað samtök áhugamanna og almenn ings um þessi málefni. Því er náttúruvernd á íslandi mun skemmra á veg komin en í ná- grannalöndum vorum, og skiln- ingur fólksins á henni áberandi minni. En hvað er þá náttúruvernd, mun nú einhver spyrja? Og er rétt að ræða það mál lítillega. Samkvæmt þeim hugmyndum, sem nú eru almennt tengdar þessu hugtaki, verður skilgrein ing þess eitthvað á þessa leið: Náttúruvemd er fólgin í því, að koma á og viðhalda því jafn- vægi í náttúrunni, sem bezt er og skynsamlegast frá sjónar- miði mannsins. Eins og fram kemur í þessari skilgreiningu, er hið gamla sjón armið náttúrufriðunar látið lönd og leið, en það er einmitt friðxmin, sem flestir þekkja, og því er það algengur misskiln- ingur hjá fólki, að náttúru- verndin sé fólgin í því, að leggja lönd í eyði, reka þaðan fólk og fénað, banna alla ræktun o. s. frv. Samkvæmt reglum nútíma náttúruvemdar, er friðun því aðeins réttlætanleg, að hennar gerist brýn þörf til að viðhalda jafnvæginu, eða til að forðast útrýmingu á einhverjum pört- um náttúru einhvers lands. Sem dæmi um furðulegan mis- skilning náttúruverndar má taka þær raddir, sem nýlega hafa heyrzt um að skógræktin spilli landinu, og stríði gegn náttúruvemd. Þeir menn, sem þannig tala, vilja varðveita náttúru landsins nákvæmlega eins og hún er nú í dag, eftir margra alda rányrkju og eyði- leggingu gróðurs, jarðvegs og dýralífs. Rökrétt framhald þeirr ar skoðunar væri þá líklega að eyða því litla sem eftir er af lífi í landinu, og gera það að al- gerðri eyðimörk. Þá vantar væntanlega ekki útsýnið, ef þá verður einhver til að njóta þess. Hitt er og rétt, að óþarft er að di'ita barrplöntum niður í öllum fegurstu gróðuryinjum lands- ins, þær hafa þegar sitt sér- kennilega jafnvægi lands og lífs, sem óþarft er um að bæta, og raunar ómögulegt. Sannleikurinn er sá, að hvers konar raunveruleg ræktun landsins, heyrir undir náttúru- vernd, og ætti að vera þannig gerð að hún væri náttúruvernd. Þá fyrst er hún líka orðin al- mennileg ræktun. Hvernig var landið, þegar fyrstu mennirnir komu hér? Um það veit að vísu enginn nú. En margar og sterkar líkur benda til þess að það hafi verið eitthvað svipað því og Jónas segir í kvæðinu um Gunnars- hólma: klógulir ernir yfir veiði hlakka, því fiskar vaka þar í öll um ám. Blikar í lofti birkiþrasta sveimur, og skógar glymja, skreyttir reynitrjám. — Þetta land var í jafnvægi, eft ir að hafa verið ósnert í um 10 þúsund ár. Þetta land verður aldrei aftur til, því að nú er komin ný skepna til sögunnar, skepna sem krefst þess að öll náttúran lúti hennar stjóm. En það hefur löngum sannazt á skepnu þessari, að vandi fýlgir vegsemd hverri. Það er vandi að stjórna landinu; ekki einasta reynist það þó nógu erfitt, — mannlegum íbúum þess, — og heldur einnig hinni villtu nátt- úru. Og hafi okkur mistekizt að stjórna mönnunum, þá er þó enn augljósara, að okkur hefur mistekizt hrapalega að stjórna náttúrunni. Hér þarf að verða breyting á, og það ekki lítil. Hvorki meira né minna en það, að náttúru- vernd verður að verða stjóm- málastefna. Ekki eins útvalins flokks, heldur allra flokka, allra félaga, allra klúbba, allra hópa, allra manna. Hún verður að renna okkur í merg og bein, eins og stundum er sagt. Allsstaðar þar sem náttúru- vernd er eitthvað á veg komin, vaknar fljótlega sú spurning, hvað á að gera, eða hvað er réttast að gera? Þetta er engan veginn eins augljóst og margir halda að það sé. Hringrás náttúrunnar er við- kvæm. Því má ekkert gera van- hugsað. Þá getur svo farið, að það sem átti að vera lækning verði morð, jafnvel á því sem hún átti að lækna. Þess eru ýmis dæmi, að friðunarráðstaf- anir hafa orðið til ills eins, og mjög oft eru friðimarráðstafan- ir gagnslausar, vegna annara afla, sem verka á hið friðaða fyrirbæri. Upphaflega héldu menn að það dygði, að vernda fuglana eða friða þá fyrir eggja. ræningjum, skotum veiðimanna o. s. frv. Síðar kom í ljós, að þetta var haldlítið. Hið náttúru lega umhverfi fuglanna, skógar, vötn, mýrar, móar o. s. frv., voru í sívaxandi mæli tekin til umbreytingar í þágu mannlegra þarfa. Hvar áttu hinir friðuðu fuglar að halda til? Á hverju áttu þeir að lifa? Meira að segja skordýrin voru frá þeim tekin, þeirra aðallífibrauð, og ekki nóg með það, skordýrin voru eitruð með D.D.T. og öðrum skordýraeyðurum. Fuglarnir drápust af að éta eitruð skor- dýrin. Fuglarnir, sem sjálfir voru af náttúrunni til þess gerð ir að eyða eða fækka skordýr- unum. Þar með var vitleysan líka komin í heilan hring. Á einni mynd þessarar sýningar getur að líta haug af slíkum fuglum, sem safnað var saman á einum búgarði í Bretlandi, fyrir skömmu. Misnotkun eiturefna er eitt- hvert hryggilegasta mál, sem nú er á döfinni, og því miður höfum við íslendingar ekki hreinan skjöld í þessum efnum. Raunveruleg náttúruvemd, verður ekki framkvæmd án undanfarandi rannsókna. Þetta hafa Bretar skilið, og því var það að þeir komu á fót sinni Náttúruverndarstofnun (Nature Concervancy), árið 1949. Brezka Náttúruverndarstofnun in hefur nú um 200 vísinda- mönnum á að skipa, og rann- sóknastöðvar víða um landið. Ymis svæði hafa verið vernduð, í þeim tilgangi að rannsaka þar jafnvægi náttúrunnar, bæði hið núverandi jafnvægi og það sem bezt mætti verða. Hér getum við mikið lært af frændum okkar Bretum. í Bretlandi er mikil áherzla lögð á verndun strandarinnar, enda telja þeir að ströndin hafi mikið heilsufarslegt gildi fyrir fólkið, og eigi þó eftir að hafa það í enn ríkara mæli en hingað til. Þess vegna verður að skipu- leggja nýtingu hennar, til heilla fyrir alla. Ströndin á ekki að vera staður fyrir fáeina útvalda auðjöfra, sem hafa efni á að kaupa sér hinar eftirsóttu sum- arbústaðalóðir. Mikill hluti strandarinnar er nú undir eftir- liti, og almennt gildir sú regla, -að ekki má byggja eða gera önnur mannvirki, í minna en 200 metra fjarlægð frá strand- línum sjávar og vatnsfalla. Unnið er að því, að koma upp svonefndu „grænu belti“ um- hverfis stórborgirnar, og hindra þannig að þær vaxi saman í einn óskipulegan hrærigraut. Allt er þetta nánar útskýrt með lesningum og myndum á þessari sýningu, og skal því ekki nánar rætt hér. Þess var áður getið, að okkur vantaði samtök áhugamanna, til að standa við hliðina á Náttúru verndarráði og náttúruverndar nefndum héraðanna, en slík samtök eru nú starfandi í flest- um löndum Evrópu. Vísir að slíkum samtökum er þó orðinn til með því að nokkr- ir menn í Hinu íslenzka náttúru fræðifélagi í Reykjavík, komu á fót sérstakri náttúruverndar- nefnd. Og það er fyrir tilstilli þessarar nefndar, að við fáum nú að líta þessa merku sýningu. Ég hef áður slegið fram þeirrí hugmynd, að slíkar áhuga- mannanefndir, ættu að vera til í sem flestum sveitarfélögum, og síðan að hafa með sér náið samstarf innan héraðanna, fjórð unganna og landsins alls. Mér er það vel kunnugt, að fjöldi manna bíður nú eftir slík um samtökum, bíður þess að fá að vinna að náttúruverndarmál um á þeim grundvelli. Við ætt- um að veita þeim þetta, með því að stofna til þess háttar sam- taka. Þau gætu verið mikið afl, og nauðsynlegt til að veita hin- um opinberu nefndum hæfilegt aðhald, til að uppgötva verk- efni, til að fylgjast með fram- kvæmd verndunar, til rann- sókna o. fl. o. fl. Hér á sýningunni liggur nú frammi listi, þar.sem þeir menn, sem áhuga hafa á slíkum sam- tökum geta ritað sín nöfn. Á vori komanda mun síðan verða boðað til fundar með þessum aðilum, sem falin verður frekari framkvæmd þessarar hugmynd ar. Það er viðeigandi að ljúka þessu spjalli, með tilvitnun í þjóðskáld Breta, Shakespere, en tilvitnunin er á lokaspjaldi þessarar sýningar, og hljóðar svo í íslenzkri þýðingu: Er þér takið allt, sem ég lifi á. Þér líf mitt einnig takið. — Megi þessi orð skáldsins vera leiðarljós, í umgengni mann- anna við náttúruna, hvar sem er í heiminum. (Flutt við opnun sýningar um náttúruvernd í Bretlandi, 2. marz 1969). /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.