Dagur - 12.03.1969, Blaðsíða 7

Dagur - 12.03.1969, Blaðsíða 7
 Klúbbarnir „Öruggur akstur" Klúbbarnir ÖRUGGUR AKSTUR, sem hafizt var handa um að stofna haustið 1965, eru nú orðnir 33 að tölu, víðsvegar um landið, og voru þeir síðustu stofnaðir á sl. hausti á Vopna- firði, Fáskrúðsfirði og að Núpi í Dýrafirði. Markmið klúbbanna er ein- ungis að stuðla að auknu um- ferðaröryggi í landinu, og tóku þeir drjúgan þátt í undirbúningi umferðarbreytingarinnar á sl. ári, m. a. með þátttöku fulltrúa klúbbanna í umferðaröryggis- nefndunum. Klúbbarnir eru nú um það bil að halda aðalfundi sína, en á fyrsta fulltrúafundi þeirra, haustið 1967, var kosin ■sérstök samstarfsnefnd til að móta og samræma starfsemi klúbbanna. Samstarfsnefndin hefur nú ákveðið, að klúbbarnir haldi á þessu ári 2. fulltrúafund sinn. Fundurinn, sem verður haldinn í Reykjavík um miðjan apríl n. k., verður í formi ráðstefnu, þar sem flutt verða erindi um ýmsa þætti umferðarmála, raedd þróun þeirra undanfarin ár og ályktað um þær leiðir, sem færar eru til úrbóta. Á ráð stefnunni verða afhent verð- laun í hugmyndasamkeppni þeirri, sem Samvinnutryggingar hafa efnt til um bezta ráðið til bættrar umferðar, svo og verð- laun í getraun þeirri, sem efnt er til í sambandi við útgáfu bók arinnar ÖRUGGUR AKSTUR. MOKVEIÐIER AF LOÐNU UNDANFARIÐ hefur verið uppgripaafli af loðnu við Suður og Suðvesturland. Verð á loðnu mjöli og loðnulýsi hefur hækk- að. Talað er um, að aðal loðnu- göngurnar séu þrjár upp að landinu. En rannsóknir á loðnu göngum hafa litlar verið, en lík legt talið, að þennan nytjafisk megi veiða allt sumarið Lóðað hefur á loðnu í Eyjafirði. □ Árbók Þingeyirtga 1967 BLAÐINU hefur borizt Árbók Þingeyinga 1967. Ritstjóri henn ar er Bjartmar Guðmundsson, en ritnefnd skipa Helgi Krist- jánsson, Þórir Friðgeirsson og ritstjórinn. Utgefandi er Þing- eyjarsýslur og Húsavíkurkaup- staður. Árbókin er nær 250 blaðsíð- ur, myndskreytt og fróðleg mjög að vanda. Meðal höfunda eru Karl Kristjánsson, Sigurð- ur Þórarinsson, Kári Sigurjóns- son, séra Sigurður Guðmunds- son, Steingrímur Baldvinsson, Þórgrýr Guðmundsson, Jóhann Skaptason, St. Kr. Vigfússon, Jónas Jónsson og svo ritstjórinn Eiginkona mín, móðir okkar og dóttír RÓSA KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR andaðist í Fjórðungssjúkrahúsimi á Akureyri mánudaginn 10. þ. m. Jarðarförin auglýst síðar. Ólafur Eyland, Erna María Eyland, Jóhann Gísli Eyland, Aðalbjiirg Helgadóttir, Jóliann Jónsson. Útför eiginmanns rníns SÆMUNDAR KRISTJÁNSSONAR frá Hjalteyri fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 14. marz n.k. kl. 2 e. h. Þorgerður Konráðsdóttir. Hjartanlega þökkum við öllum þeim sem auð- sýndu okkur og fjölskyldum okkar sanrúð og hluttekningu við andlát og útl'ör ÁRNA GUNNARS TÓMASSONAR, Skólavöllum 11, Selfossi. Sérstakar þakkir til Fosskrafts og starfsmannafé- lagsins við Búrfell. Halldóra Gunnarsdóttir og dætur. Þorbjörg Jóhannesdóttir. Tómas Kristjánsson og systkini liins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við frá- fall og jarðarför TRYGGVA GUÐMUNDSSONAR. Skipasundi 92, Reykjavík. Ragna Jónsdóttir, Magðalena Baldvinsdóttir, systur og aðrir aðstandendur. □ RÚN .: 59693127 = 6 .: □ RÚN .: 5969137 — 2 .: I.O.O.F. — 1503148Vu I.O.O.F. Rb. 2 — 1173128Vu — Atk. MESSAÐ verður í BarnaskóLa Glerárhverfis n. k. sunnudag kl. 2 (Æskulýðsdagur þjóð- kirkjunnar). Pétur Pétursson menntaskólanemi predikar. Yngri og eldri velkomnir. — B. S. AKUREYRARKIRKJA. Mess- að n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Almennur æskulýðsdagur kirkjunnar. Sverrir Pálsson skólastjóri predikar. Ung- menni aðstoða við guðsþjón- ustu. Sálmar: (Unga kirkjan) 31 — 23 — 36 — 68 — 8. — Sóknarprestar. FÖSTUMESSA verður í Akur- eyrarkirkju í kvöld (miðviku dagskvöld) kl. 8.30. Sungið verður úr Passíusálmunum sem hér segir: 16, 7—11; 17, 21—27; 19, 17—21; 25, 14. — B. S. MÖÐRUVALLAKLAUSTURS- PRESTAKALL. N. k. sunnu- dag, 16. marz, verður guðs- þjónusta í Glæsibæjarkirkju kl. 2 e. h. og Elliheimilinu í Skjaldarvík kl. 4 e. h. Söng- kór Möðruvallaklausturs- kirkju syngur. — Sóknar- prestur. MÖÐRU V ALL AKL AUSTURS - KIRKJA. Föstuguðsþjónusta verður miðvikudaginn 19. þ. m. kl. 9 e .h. — Sóknar- prestur. SAMKOMUR að Kaupvangs- stræti 4, II hæð. Biblíuskóli og þjónustusamkoma fimmtu daginn 13. marz kl. 20.30. Opinber fyrirlestur: Góð sam búð við aðra vegna kristilegs kærleika — fluttur af Óskari Karlssyni, sunnudaginn 16. marz kl. 16. Allir velkomnir. — Vottar Jehóva. ZION. Samkoma n. k. sunnu- dag kl. 8.30 e. h. Ræðumaður Guðmundur Ómar Guð- mundsson. Sýnd verður kvik myndin „Dásemdir sköpunar verksins'1. Allir velkomnir. SLYSAVARNAKONUR Akur- eyri. Aðalfundur verður í Al- þýðuhúsinu þriðjudaginn 18. marz kl. 8.30 e. h. Vanaleg aðalfundarstörf. Mætið vel og stundvíslega, og takið með kaffi. — Stjórnin. FRÁ Slysavamadeild kvenna á Akureyri. Hverfisstjórar eru beðnir að skila árgjöldum strax til gjaldkera. — Gjald- keri. BAZAR. K.F.U.K. hefur köku- og munasölu í kristniboðs- húsinu Zion laugardaginn 15. marz kl. 4 e. h. Margt góðra muna. — K.F.U.K. KVENFÉLAGIÐ FRAMTÍÐIN þakkar innilega öllum, sem lögðu lið sitt og aðstoðuðu við kaffisamsætið sunnudaginn 2. marz. — Stjórnin. SÝNIKENNSLA í veizluundir- búningi e í Húsmæðraskóla Akureyrar um þessar mund- ir. Næsta námskeið verður n. k. föstudag kl. 8 e. h. og laugardag kl. 3 e. h. Upplýs- ingar veittar og tekið á móti þátttökutilkynningum milli kl. 8 og 9 á fimmtudagskvöld- ið í síma 1-11-99. HJÓNAEFNI. Hinn 21. febrúar opinberuðu trúlofun sína ung frú Jóhanna Ragnarsdóttir, Skarðshlíð 40, Akureyri, og Þórir Snorrason, Skipalóni. BRÚÐHJÓN. Hinn 1. marz sl. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju, ungfrú Jónína Guðrún Aðalsteins- dóttir og Hreiðar Leosson verkamaður. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Aðal stræti 14, Akureyri. BRÚÐHJÓN. Hinn 8. marz voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju ung- frú Auður Björk Hermanns- dóttir og Jón Snorrason síma maður. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Hamarsstíg 29, Akureyri. BRÚÐKAUP. Hinn 1. marz sl. voru gefin saman í Akureyr- arkirkju brúðhjónin ungfrú Svanhildur Sigtryggsdóttir frá Jórunnarstöðum og Tryggvi Valdimarsson bóndi að Halldórsstöðum, Bárðar- dal. GJAFIR. Til Ragnars Ármanns sonar kr. 500 frá ónefndri konu. — Til Rauða kross ís- lands kr. 100 frá öskudagsliði á Syðri-Brekkunni, kr. 100 frá Sigrúnu Bjarnhéðinsdótt- ur og kr. 100 frá Stefáni Bjarn héðinssyni. — Beztu þakkir. — Birgir Snæbjörnsson. VISTHEIMILINU SÓLBORG hafa borizt eftirtaldar gjafir. Minningarsjóður Þorbergs H. Jónssonar frá Laxamýri, gjöf frá foreldrum hans, kr. 30.573.92, frá Laxdalshjónum í Tungu á Svalbarðsströnd kr. 3.000.00, frá M. V. (ösku- dagSgöfnun) kr. 35.00, og frá A. J. kr. 2.000.00. Samtals kr. 35.608.92. — Kærar þakkir. — J. Ó. Sæm. ÞINGEYINGAFÉLAGIÐ, Akur eyri heldur spilakvöld að Bjargi laugardaginn 15. marz n. k. kl. 8.30 e. h. Spiluð verð ur félagsvist. Skemmtiatriði og dans. Mætið vel og stund- víslega. — Nefndin. SKEMMTIÐ ykkur án áfengis hjá Skemmtiklúbb Templara n. k. föstudagskvöld. — Sjáið nánar auglýsingu í blaðinu í dag. I.O.G.T. stúkan Ísafold-Fjall- konan nr. 1. Fundur miðviku daginn 12. marz kl. 8.30 e. h. í Æskulýðsheimilinu Kaup- vangsstræti 4. Systrakvöld fimmtudaginn 13. marz kl. 8.30 e. h. í Alþýðuhúsinu. Mörg skemmtiatriði. Kaffi og dans. Bræðumir sérstaklega boðnir. Fjölmennið. — Syst- urnar. FRÁ Sálarrannsóknarfélagi Ak ureyrar. Fundur verður hald inn í Bjargi fimmtudaginn 13. þ. m. kl. 8.30 e. h. Frú Guðrún Sigurðardóttir sér um fundar efni. Félagsfólki heimilt að taka með sér gesti meðan hús rúm leyfir. — Stjómin. ■hb IRSÞING Ungmenna Bambands Eyjafjarðar zerður haldið í Lauga- iorg 29. og 30. marz n.k. — Nánar auglýst síðar. — UMSE. ST. GEORGS-GILDIÐ. Fundur verður haldinn í Hvammi mánudaginn 17. marz kl. 8.30 e. h. Stjórnin. SKOTFÉLAGAR. Munið æfing una á föstudaginn kl. 8.15. —■ FERÐAFÉLAG AKUREYRAR hefur kvöldvöku að Hótel KEA n. k. föstudagskvöld. — Sjáið nánar auglýsingu í blað inu í dag. GJÖF til Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri frá sjúklingi kr. 2.000.00. Með þökkum móttekið. — Guðm. Karl Pétursson. GJÖF. Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hefur borizt gjöf frá Pálínu Daníelsdóttur, Vinaminni (Stekkjargerði 7, Akureyri) kr. 1.000.00. Kærar þakkir. — T. G. GJAFIR og áheit. Til Ragnars Ármannssonar kr. 200 frá ónefndri konu. — Til svöngu bamanna í Biafra kr. 200 frá sömu, og kr. 3.000 frá G. E. — Áheit á Strandarkirkju kr. 500 frá G. E. — Beztu þakkir. — B. S. DRENGJADEILD! — A* ‘A Fundur kl. 8 á fimmtu v* 'T / ^aSs^vöH. Stúlkunum V —' boðið á fundinn. Mæt- ið vel. — Stjórnin. — Eftir guðsþjónustu á sunnudaginn verður árshátíð Æskulýðs- félagsins í Sjálfstæðishúsinu. SJÓNARHÆÐARSTARFIÐ. — Sunnudagur. Sunnudagaskóli kl. 1.30. Öll börn velkomin. Almenn samkoma kl. 5. Allir velkomnir. — Mánudagur. Drengjafundur kl. 5.30. Allir drengir velkomnir. — Þriðju- dagur. Telpnafundur kl. 5.30. Allar telpur velkornar. - Endurhæfingarslöð (Framhald af blaðsíðu 8). efnið, sem Kiwanisklúbburinn Kaldbakur tekur sér fyrir hend ur, en fjár til framkvæmda verð ur aflað með ýmsum hætti. Er stefnt að því, að afla til stöðvar innar allt að 300 þús. króna. Fyrsta fjáröflun klúbbsins verður fyrir páskana, en þá munu klúbbfélagar selja páska- egg í sérstökum umbúðum, við vægu verði, og verður öllum ágóða af sölunni varið til endur hæfingarstarfsemi. Treystir klúbburinn á skilning og vel- vild Akureyringa varðandi þetta mikilsverða stefnu- og framkvæmdamál sitt, sem snert ir beint og óbeint stóran hluta bæjarbúa. Forseti Kiwanisklúbbsins Kaldbaks er Jóhannes Sigvalda son, varaforseti Stefán Gunn- laugsson, kjörforseti Haukur Haraldsson, ritari Rafn Hjalta- Ifn, erlendur ritari Pétur Jósefs son, gjaldkeri Guðmundur Guð laugsson, féhirðir Sveinn Tryggvason, svo og 7 meðstjóm endur, en félagar eru alls 32. (Fréttatilkynning) HOLLENZKAR NÝ SENDING Stærðir 38—46 SÍÐBUXUR MARGAR GERÐIR MARKAÐURINN SÍMI 1-12-61

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.