Dagur - 12.03.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 12.03.1969, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstrætj 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVER2LUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING SJÓNVARPIÐ NÆR NÚ TIL GRÍMSEYJAR Grímsey 10. marz. Hafíshrafl er allt í kring um eyna og nokkr- ar samfeldar spengur. Höfnin er lögð og bátar frosnir inni. í janúar og febrúar var töluvert róið og aflaðist allvel. Loksins munum við losna við það síðasta af fiskinum, sem hér hefur legið pakkaður og beðið skipsferðar. Fimm sjónvarpstæki eru kom in hingað og sést vel í þeim. Við njótum geisla Dalvíkurstöðvar- innar, þótt sérfræðingar tryðu ekki á, að svo mætti verða, fyrr en fyrsta sjónvarpstækið kom og þetta var reynt. S. S. JÖRÐ SPRINGUR Eðvarð Sigurgeirsson tók þessa mynd af Lindu eftir fárviðrið 5. marz. JÖRÐ springur nú af frostum með dunum og dynkjum, svo hús skjálfa sem í jarðskjálfta. Yfir 80 liús skemmdust í ofviðri á Akurevri Þretfán sjómenn lýndu líti 45 BILAR SKEMMDIR 0G FOLK HRAKTIST BÁTARNIR Dagný SF 61, 27 lestir að stærð, og Fagranes ÞH 123, 17 lestir, eru týndir. Á hvorum bát var þriggja manna áhöfn. Fagranes var á leið til Akraness en Dagný á leið til Reykjavíkur. Síðast var vitað um bátana á föstudags- kvöld. Brak hefur fundizt úr Fagranesi. Á fimmtudaginn fórust sex sjómenn á togaranum Hallveigu Fróðadóttur, er sprenging varð í kyndiklefa hásetaíbúðar og nokkrir menn veiktust af reyk- eitrun að auki. Og enn einn íslenzkur sjó- maður fórst á Agli Skallagríms syni í Þýzkalandi, en kviknað hafði í hásetaklefa og lézt sjó- maðurinn af reykeitrun. AHt eru þetta hin hörmuleg- ustu- tíðindi, sem snerta alla þjóðina. □ Á MIÐVIKUDAGINN, 5. marz, gekk fárviðri af vestri og suð- vestri yfir Norðurland og olli miklu tjóni. Talið er að veðrið hafi verið verst á Akureyri, en þar urðu 82 hús fyrir skemmd- um og 45 bílar. Og í Bæjar- landinu norðan Glerár að Lóns- brú brotnaði hver einasti staur raflínunnar, 33 eða 34 talsins, og þar að auki 12 staurar norð- an Blómsturvallavegar í Kræk- lingahlíð. Þakið af verksmiðjuhúsinu Lindu, 900 fermetrar, fauk af í heilu lagi, mörg önnur stærri hús urðu fyrir skemmdum á þökum og gluggum, þar af fjölbýlishús og fjöldi einbýlis- húsa. Skorsteinar fuku, sjón- varpsloftnet, girðingar og allt, sem lauslegt var. Tólf vindstig voru talin, en þó mun veðurhæðin hafa verið nokkru meiri öðru hverju. (Framhald á blaðsíðu 4) Akureyrardeild KEA með 2673 lélagsm, r I Morðingi leigubílstjóra RÚMLEGA fertugur leigubíl- stjóri í Reykjavík var handtek- inn á föstudaginn, grunaður um að vera morðingi Gunnars heit- ins Tryggvasonar, er skotinn var í bíl sínum aðfaranótt 18. Grunur sá, er beindist að hin um fertuga leigubí'lstjóra, er m. a. vegna skammbyssu, er hjá honum fannst hlaðin. En þess- arj byssu vai- stolið 1965. Njörður Snæhólm mun í gær hafa tekið sér far vestur um haf með byssuna, skothylki, er fundust á morðstað og kúlu þá er banaði Gunnari. Sérfræðileg athugun verður gerð á þessum hlutum, er taka nokkra daga. Hinn grunaði maður hefur áður verið yfirheyrður vegna ANY Reykjavík fundinn? morðsins, en situr nú í varð- haldi og hefur verið yfirheyrð- ur nokkrum sinnum án árang- urs. Játning eða sannanir liggja ekki fyrir, en sú staðreynd, að morðingjar ganga lausir á ís- landi er í senn uggvekjandi og hörmuleg — og er mál að linni. AÐALFUNDUR Akureyrar- deildar KEA var haldinn 4. marz á Hótel KEA. Deildar- stjórinn, Ármann Dalmannsson, setti fundinn og stjórnaði hon- um og gerði grein fyrir störfum deildarstjórnar á liðnu ári. Þar kóm'm. a. fiarri, að Akureyrár- deild hefur á undanförnum ár- um gefið um 100 þús. krónur til ýmsra menningarmála í bæn- um, nú síðast Skátafélagi Akur eyrar 15 þús. kr. í Akureyrardeildinni eru nú 2673 eða 44 fleiri en árið áður og í sjóði á deildin 184 þús. kr. Frá bæj arstj órninni Um vísitöluuppbót á laun bæjar starfsmanna. Þar sem deilur standa yfir um greiðslu vísitöluuppbóta á laun frá 1. marz n. k. og kaup- Söfnðu limmfíu þúsundum SÖNGFLOKKURINN „Nútíma börn“, sem gekkst fyrir vel heppnaðri skemmtun í Austur- bæjarbíói hinn 26. f. m., hefur afhent framkvæmdanefnd Biafra-landssöfnunar 50.080.00 krónur til styrktar hinu nauð- Nokkrir skaðar urðu I Kinn Ófeigsstöðum 10. marz. Skaðar urðu nokkrir hér í sveit í of- viðrinu sl. miðvikudag. Þriðj- ungurinn af þakjárni nýja fé- lagsheimilisins fauk, 9 eða 10 raflínustaurar brotnuðu hjá Hriflu, þakplötur fuku af íbúð- arhúsinu á Stað í Kinn að ein- hverju leyti og þakskemmdir urðu líka á Hálsi og Garðs- horni. Ekki er trúlegt, að margir vilji tala um daginn og veginn eftir hið ágæta erindi Skúla Guðjónssonar í gærkvöldi. Hér stendur yfir andleg íþróttakeppni milli hreppa, þar sem glímt er við spurningar. Ennþá birtir ekkert í launa- pótitíkinni og er það enn áhyggjuefni. Hvorki hafa bjarn dýr gengið hér á land eða hvali rekið. B. B. stadda fólki í Biafra. Er hér um að ræða ágóða af skemmtun- inni, sem haldin var gagngert í fjáröflunarskyni fyrir söfnun- ina handa íbúum þessa hrjáða lands. Margir kunnir skemmti- kraftar komu fram á skemmt- uninni án endurgjalds — og sýndu með því hug sinn til máls ins. Auk aðalátaks landssöfnunar innar, sem fram mun fara helg- ina 15. og 16. þ. m. mun fjár til söfnunarinnar verða aflað á ýmsan annan hátt, m. a. með skemmtunum af þessu tagi á ýmsum stöðum um allt landið. Hafa ýmis félagasamtök og ein- staklingar heitið stuðningi sín- um svo og skólabörn margra skóla, að því er Biafra-lands- söfnunin hefur tjáð blaðinu. Hér á Akureyri verður safn- að fé á sunnudaginn. □ *v*3 ' greiðsluvísitala febrúar-mánuð ar hefur enn ekki verið birt, ákveður bæjarráð, að kaup- greiðslur til starfsmanna Akur- eyrarbæjar verði greiddar með óbreyttri vísitöluuppbót, þar til um annað kann að verða samið. íþróttafélagið Þór sækir um íþróttasvæði. Með bréfi dagsettu 24. febrú- ar sl. fer íþróttafélagið Þór þess á leit við bæjarráð, að félaginu verði úthlutað svæði fyrir starf semi sína vestan og norðan Barnaskóla Glerárhverfis í stað svæðis austan Hörgárbrautar og (Framhald á blaðsíðu 2) Deildargjald hefur verið 5 kr. en hækkar nú í 15 kr. Fulltrúar deildarinnar á næsta aðalfundi KEA verða 90 talsins. Akureyringar lögðu inn 575 þús. lítra mjólkur á árinu og er það 22 þús. 1. minna en árið 1967. Þeir lögðu inn 1158 dilka og talsvert af fullorðnu fé. Með alvigt dilka var 14.87 kg. eða aðeins meiri en árið áður. Jakob Frímannsson kaup- félagsstjóri flutti yfirlit um hag og rekstur KEA á liðnu ári í mjög fróðlegri og yfirgripsmik- illi ræðu, en þar sem hún var í aðalatriðum samhljóða þeirri, sem hann flutti félagsráðsfundi fyrir skömmu og blaðið birti að nokkru, verður ekkj nánar frá henni sagt nú. Stjórn Akureyrardeildar KEA skipa: Ármann Dalmanns son, Sigurður O. Bjömsson, Brynjólfur Sveinsson, Sigurður Jóhannesson, Jón Kristinsson, Tryggvi Þorsteinsson og Jón Aspar, en tveir þeir síðasttöldu voru endurkjörnir í stjórnina til næstu þriggja ára. □ MEÐGENGU ÞRETTÁN INNBROT FRÁ því í haust hefur innbrota faraldur gengið á Akureyri, ef svo má að orði komast, og margskonar þjófnaðir. Blaðið sagði frá því fyrr í vetur, er mörg innbrotanna voru upplýst, en þar voru fjórir ungir menn að verki. Hinn 7. marz voru tveir ungir piltar teknh' til yfirheyrslu eftir innbrot í útibú Kaupfélags Verkamanna við Byggðaveg. Leiddi rannsókn til þess, að þessir menn játuðu á sig þrettán innbrot á Akureyri frá því í október í haust. Eru með þessu flest innbrot á nefndu tímabili nú upplýst orðin. Piltamir, sem hér um ræðir, eru 15 ára. (Upplýsingar bæjarfógeta). frá skrifstofu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.