Dagur - 12.03.1969, Blaðsíða 8

Dagur - 12.03.1969, Blaðsíða 8
8 . i I t t i f i i i t r SMÁTT & STÓRT Hafnarframkvæmdir ræddar á Akureyri fyrir íslendingum að endumýja togarana, þrátt fyrir frumvörp þar um á Alþingi og nefnda- Hafnarstjórn Akureyrar legg ur kapp á, að framkvaemdir geti hafist þegar í sumar og enn- fremur fyrstu byggingar, m. a. skemmubygging Eimskip, sem áður var fyrirhuguð á Togara- bryggjunni. Skipulagsnegnd bæjarins bók aði 7. marz eftirfarandi: Aðalskipulag Akureyrarhafnar. „Teknar voru fyrir tillögur að aðalskipulagi Akureyrar- hafnar á Oddeyri og við Torfu- nef, og á hluta af Oddeyri. í tillögum þessum felst m. a. eftirfarnadi: 1. Gert er ráð fyrir 160 m. viðlegukanti til norð-austurs og 50 m. kanti til norðurs við Torfu nef fyrir skip, sem ekki þarfn- ast vöruafgreiðslu. 2. Sunnan Strandgötu, vestan Hjalteyrargötu ,er gert ráð fyr- ir uppfyllingu, sem verði hluti miðbæjar. 3. Sunnan Strandgötu, austan Hjalteyrargötu, er gert ráð fyr- ir almennri vöruhöfn með fjór- um vörugeymslum á hafnar- bakka. Er þar gert ráð fyrir 350 m. viðlegukanti. Auk 250 m. kants í framhaldi af honum til norðurs, austan á Oddeyrar- tanga. Við þann kant er m. a. gert ráð fyrir aðstöðu til upp- skipunar sements og korns. Síð ar meir er gert ráð fyrir að sá kantur haldi áfram til norðurs (300 m.). 4. Þar fyrir norðan er gert ráð fyrir fiskhöfn, fyrst lönd- unarbryggju fyrir fiskiðjuver, (kantlengd 2x80 m.). Þá kemur viðlegukantur frá þeirri bryggju að Togara- bryggju (210 m.). Gert er ráð (Framhald á blaðsíðu 6). skipanir. Kannski gætu íslend- ingar lært af Færeyingum f þessu efni, eftir að sýnt er, að þeir geta ekkert lært af öðrum þjóðum í togaraútgerð. MJÓLKURSKORTUR Á meðan Gylfi ráðherra lýsir stjómarstefnunni á fundum með kaupmönnum í Reykjavík í landbúnaðarmálum og predik ar bændafækkun, sem hinni einu og sönnu viðreisnarstefnu, eru 60—80 tonn af mjólk viku- lega flutt á Reykjavíkurmarkað (Framhald á blaðsíðu 7). Húseigendatrygging nauðsynle! Akureyringar þurfa að endurnýja togaraflota s'nn. (Ljósm.: E. D.) LEYFI TIL VINNU- STÖÐVANA Dagsbrún í Reykjavík og Ein- ing á Akureyri hafa samþykkt að veita stjórn og trúnaðarráði heimild til að boða vinnustöðv- un ef samningar nást ekki. Auk þessara fjölmennu félaga hafa nokkur önnur minni verkalýðs félög einnig samþykkt sams- konar heimild. Ekkert virðist enn miða í samkomulagsátt. Oll verkalýðsfélög miða kröfur sín- ar við fullar verðlagsbætur en ekki grunnkaupshækkanir. BJÖRN í FRAMBOÐI Verkamaðurinn á Akureyri birt ir þá frétt, að Björn Jónsson alþingismaður verði í framboði við næstu alþingiskosningar í Norðurlandskjördæmi eystra eða hvergi ella. Sama blað birt- ir afskræmda mynd af væntan- legum frambjóðanda kommún- ista, Rósberg Sændal. En eins og kunnugt er, hefur hið gamla Alþýðubandalag nú endanlega klofnað í kommúnistadeild ogj þá, sem sögðu sig úr samtökim- um, svo sem Björn Jónsson og Hannibal Valdimarsson og þeirra fylgjendur. Þeir eru sagð ir ætla að mynda með sér ný samtök. FÆREYINGAR DUGLEGRI Á meðan íslenzki togaraflotinn hefur verið að grotna niður ög minnkað um nær þrjá fimmtu, kaupa Færeyingar nýja togara, m. a. þrjá til Klakksvíkur einn- ar, að því er nýjustu fregnir herma. Um árabil hefur það vafizt H AFN ARMÁLIN á Akureyri erii nú mjög á dagskrá. Skipu- lagsstjóri hefur undanfarið setið á fundum með hafnarstjórn bæj arins og öðrum ráðamönnum. Gerðar eru áætlanir um mikil ný" hafnarmannvirki og liggja teikningar af þeim fyrir, gerðar í s'amráði við vita- og hafnar- málastjóra. Leikiir á Akureyri á þriðjudaginn HINN kunni píanóleikari, Philip Jenkins, leikur hér n. k. þriðjudag á vegum Tónlistar- félags Akureyrar. Með tónleikum þessum hefst síðari hluti starfsárs félagsins og er miðasala og endurnýjun MARGIR horfa nú fram á það, að verða sjálfir að greiða tjón það, sem varð á húseignum þeirra, bifreiðum o. fl. ofviðris- daginn 5. marz hér á Akureyri, þrátt fyrir allar tryggingar. í því sambandi er vert að benda á auglýsingar frá Bruna- bótafélagi íslands og Samvinnu tryggingum, sem auglýsingar eiga í þessu blaði og minna á, að til er húseigendatrygging, sem bætir slík tjón á húsum. Blaðið hafði tal af Sigmundi Björnssyni hjá Samvinnutrygg ingum og Þói'ði Gunnarssyni hjá Brunabótafélaginu, og sagð ist Þórði svo frá m. a.: Brunabótafélag íslands bauð fyrst íslenzkra tryggingafélaga, Endurkæiitigarstöð á Akureyri? félagsskírteina í bókabúðinni Huld. Philip Jenkins lék nýlgea með Sinfóníuhljóm9veit íslands við góðan orðstír og einnig munu sjónvarpsnotendur eiga þess kost að heyra hann og sjá áður en langt líður. □ NÚ ER á döfinni að koma á fót endui'hæfingarstöð á Akui'eyri til endui'hæfingar fólks, sem oi'ðið hefur fyrir ýmis konar líkamlegum áföllum, en fyrir liggur, að hundruð hafa ríka þörf fyrir þessa starfsemi, sem aðeins hefur verið fyrir hendi í smáum stíl til þessa. Að stöð- inni vei'ður ráðinn lærður sjúkraþjálfari. Kiwanisklúbbur inn Kaldbakur á Akureyri hef- ur frumkvæði að þessu, en gert er ráð fyrir að fleiri aðilar styðji framgang málsins, m. a. og einkum Sjálfsbjörg, félag lamaðra og fatlaðra á Akureyri. Kiwanisklúbburinn Kaldbak- ur var stofnaður fyi'ir tæpu ári, en hann er fimmti Kiwanis- klúbburinn hér á landi. í heim- inum eru nú starfandi um 5.500 KRON greiðir vísitölubætumar SÚ FREGN hefur vakið at- hygli, að Kaupfélag Reykjavík- ur og nági'ennis hefur ákveðið, að greiða starfsfólki sínu, sem er hálft annað hundrað talsins, fullar vísitölubætur á laun eftir 1. mai'z í vetur. KRON er sjálf- stæður samningsaðili í kaup- deilum og er hvorki félags- bxrndið í samtökum atvinnu- húseigendatryggingu, sem sam- einar í eitt sjö tryggingagreinar, en þær hafði verið hægt að kaupa sérstaklega. Hin nýja húseigendati-ygging innifelur eftirtaldar tryggingategundir: Vatnstjónstryggingu, glertjóns- tryggingu, foktryggingu, brott- flutnings- og húsaleiguti'ygg- ingu, innbrotstryggingu, sót- fallstryggingu og ábyrgðartrygg ingu húseiganda, og sagði hann nánar frá hverju atriði. Sigmundur Bjöx-nsson sagði: Bætur á innbúi eru ekki greidd ar vegna óveðurstjóns, en nýja húseigendatryggingin bætir aft ur á móti tjón á fasteigninni, sem orsakast af eftirtöldum tjónum: Vatnstjóni, glertjóni (Framhald á blaðsíðu 6). Mólmæla kjaraskerðingu Kiwanisklúbbar með um 275 þúsund meðlimum. Tilgangur klúbbanna er að stuðla að fram förum í menningar- og mann- úðarmálum. Stofnun endurhæf ingarstöðvarinnar er fyrsta verk (Framhald á blaðsíðu 7) rekenda eða í Vinnumálasam- bandi samvinnumanna. Þess er nú beðið með mikilli eftirvænt- ingu hvort deiluaðilum tekst að semja án verkafalla. □ EFTIRFARANDI tillaga var lögð fyrir aðalfund Einingar af stjórn félagsins og sam- þykkt með öllum atkvæðum: „Aðalfundur Verkalýðsfé- lagsins Einingar, haldinn 23. febrúar 1969, mótmælir harð- lega þeirri ákvörðun atvinnu- rekendasamtakanna að taka sér einhliða vald til að ákveða stórfellda lækkun kaupgjalds frá því sem fyrri samningar kváðu á um, og það því frem- ur sem hin einhliða ákvörðun er tekin án nokkurra tilrauna til samninga eða samkomulags. Lýsir fundurinn yfir því, að félagið viðurkennir ekki fram angreinda kauplækkunará- kvörðun og felur stjórn félags ins að tilkynna það atvinnu- rekendum. F.undurinn lýsir ennfx-emur yfir fyllsta samþykki sínu við ályktun ráðstefnu ASÍ um kjaramál, sem haldin var 21. febrúar s.l., og veitir nefnd þeirri, er ráðstefnan kaus, um boð til viði'æðna við samtök atvinnurekenda um nýja samn inga. Er stjórn félagsins jafn- framt falið að fylgjast sem ná kvæmlegast með gangi við- ræðnanna og að skipa fulltrúa af hálfu félagsins til þátttöku, þegar kemur til meiriháttar ákvörðunar samtakanna í sam bandi við þá baráttu, sem nú blasir við.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.