Dagur - 19.03.1969, Blaðsíða 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
AFMÆLISGJÖF
MARGAR tillögur hafa fram komið
um það, hversu minnast skuli ellefu
alda byggðar á fslandi, árið 1974.
Jón heitinn í Yztafelli taldi þá gjöf
bezta, er þjóðin gæti gefið sjálfri sér,
að liefja nýtt landnám með stór-
felldri sókn í land- og skógræktar-
málum. Sú þjóð, sem lætur gróður-
moldina fjúka undan fótum sér í
sínu eigin landi og þykist ekki sjá
það, er á glötunarvegi. Hún stendur
ekki í skilum með vexti og afborg-
anir af þeini skuld, sem okkur ætti
þó að vera ljúfast að greiða fóstur-
jörðinni. Stór landsvæði, sem áður
báru mikinn og fagran nytjagróður,
eru orfoka sandar og melar nú, af
því við gengum ekki í lið með gróð-
uröflunum og gerum það að litlu
leyti enn, þótt augu manna séu að
opnast fyrir því, hvað er að gerast.
Þrátt fyrir alla ræktun okkar
minnka gróðurlönd landsins með ári
hverju og á því sviði þurfum við að
breyta vörn í sókn. Við eigum land-
græðslu, sandgræðslu, skógræktar-
félög, sem öll vinna að svipuðu
marki, að því að hefta uppblástur
og græða landið upp, og við erum
nú að eignast gróðurkort til glöggv-
unar. Og við eigum bændastétt, sem
sýnir í verki, að hægt er að græða
svartan sandinn og gera hann að arð-
sömum töðuvelli, en þrátt fyrir allt
þetta emm við á undanhaldi, og í
svo miklum andlegum öldudal í
umgengni við gróðuröflin, að um
allt land blasa við ógurleg sár eftir
opinbera starfsmenn vegagerðarinn-
ar, sem mörg fara stækkandi ár frá
ári. Ekki virðist duga minna en þjóð
leg vakning til að menn læri að elska
landið sitt í verki og að skilja, að
gróður þess er alger forsenda búset-
unnar. Sem lítið dæmi um, hvemig
aðrar þjóðir líta á þær landskemmd-
ir, sem við höfum daglega fyrir aug-
um hér á landi, þarf ekki nema til
Færeyja. Þar liggja þungar refsingar
við hverskonar jarðraski og þar
klæða vegagerðarmenn sárin jafn-
óðum. Þar er sú undantekning ein,
að sprengjugígir frá stríðsámnum
vom ekki græddir.
Við þurfum með öllum tiltækum
ráðum, að hef ja einskonar landvinn-
ingar- og menningarstefnu, með því
að skipa okkur öll í fylkingu með
gróðuröflunum á breiðum vettvangi
og hefja sókn. Tækni, vísindi og fjár
magn leysist úr læðingi þegar nauð-
synleg liugarfarsbreyting hefur orð-
ið með þjóðinni. En slík hugarfars-
breyting eða þjóðamakning, væri
þjóðinni meiri nauðsyn, er hún vill
minnast búsetu sinnar í okkar fagra
og norðlæga landi, en flest annað.
PÁLL MAGNÚSSON, LÖGERÆÐINGUR:
NATO-herstöðvarnar
Með þessari og öðrum breyt-
ingum á samningum, verður
það að koma ótvírætt fram, að
herstöðin er hér til varnar öll-
um NATO-ríkjunum, með sam
tals um 500 milljónum íbúa, en
þar af eru 200 þúsund íslend-
ingar, sem hlutfallslega er sama
og 1 á móti 2500. Allur kostn-
aður við herstöðina og öll
áhætta, sem rekstri hennar fylg
ir fyrir þjóð okkar, átti því vit-
anlega að koma á hið breiða
bak allra NATO-þjóðanna en
ekki á hina örfáu íbúa íslands.
Obeint framlag þeirra til hinna
sameiginlegu varna, varð samt
hlutfallslega miklu meira en
sanngjarnt gat talizt, þar sem
þeir láta land sitt undir her-
stöðvamar og geta með því orð
ið fyrir tjóni, sem aldrei verður
bætt með peningum. I 5. gr.
samningsins eru fyrirmæli, sem
áttu að tryggja, að þessi áhætta
yrði sem allra minnst. Þau
hljóða svo:
„Bandaríkin skulu fram-
kvæma skyldur sínar sam-
kvæmt samningi þessum þann-
ig, að stuðlað sé svo sem frekast
má verða að öryggi íslenzku
þjóðarinnar, og skal ávallt haft
í huga, hve fámennir íslend-
ingar eru, svo og það, að þeir
hafa ekki vanizt vopnaburði.“
Þarna eru loforðin, eins og
vera ber, ekki skorin við nögl.
Og það leiðir af sjálfu sér, að
hér er ekki átt við það, að her-
stöðvarnar verði sem öflugast-
ar, heldur hitt, að öryggi þjóð-
arinnar verði sem bezt tryggt
gegn þeim hættum, sem henni
stafa af því að hafa herstöðv-
amar í landi sínu. En úr þeirri
miklu áhættu varð aðeins dreg-
ið með lagningu góðra vega um
landið til undankomu á stund
hættunnar. En allar slíkar
öryggisráðstafanir hafa verið
algerlega vanræktar. Eðlilegast
var, að þeirra væri krafist strax
og landið var hemumið 1940 og
erlendur her tók að búa um sig
í höfuðborginni og nágrenni. 5.
gr. samningsins frá 1951 sýnir,
að valdamenn okkar hafa gert
sér grein fyrir hættunni, og er
því furðulegt, að ekki skyldi
vera hafizt handa um fram-
kvæmdir eftir að um það efni
hafði verið samið. En það er
ekki nýtt, að orð og athöfn séu
sitt hvað og að menn sofni á
verðinum. Slíkt andvaraleysi
kom Bretum og Frökkum eftir-
minnilega í koll í síðustu heims
styrjöld. Auðvitað áttu stjórn-
völd okkar að ganga eftir því,
að samningurinn yrði efndur í
öllu, sem varðaði öryggi þjóðar
innar. Sökin er því vafalaust
hjá þeim, en ekki hjá Banda-
ríkjamönnum. Þeir munu meira
að segja hafa boðið að leggja
fullkomna vegi um landið frá
herstöðvunum, og miklar hafn-
argerðir og fleira mun hafa
staðið til boða, en öllu þessu
mun hafa verið hafnað. Það er
heldur ekki líklegt, að Banda-
ríkin eða önnur stórveldi
NATO hafi verið að þráast við
að efna öryggisákvæði 5. gr.
samningsins. í þeirra augum
gat kostnaðurinn við það ekki
munað neinu. — En þessar van-
efndir eru nú skuld við okkar
fámennu þjóð, sem nemur mörg
um milljördum í okkar verð-
litlu krónum.
Því hefur fyrr og síðar verið
haldið fram, að íslendingum
beri sjálfstæðis síns vegna að
verja land sitt á einn eða annan
hátt. Hér er því í fyrsta lagi til
að svara, að rangt er að blanda
saman rétti þjóðar til sjálfstæð-
is og varnarmætti hennar. Eng
in smáþjóð getur nú varið land
sitt að nokkru gagni í styrjöld.
Nærtækt dæmi um það er upp-
gjöf Dana fyrir Þjóðverjum
1940. Og mestu herveldin eru
nú heldur ekki örugg í þessu
efni, enda stofna þau hernaðar-
bandalög sín af þeirri ástæðu.
Það er því fjarstæða að hin fá-
menna þjóð okkar geti á nokk-
urn hátt varið hið víðlenda
fjallaland sitt. Og í annan stað
er um það deilt, hvort hinar
erlendu herstöðvar séu hér
fremur okkur til varnar, en til
hins gagnstæða.
Auk hinnar umræddu hættu,
sem okkur stafar af NATO-
stöðinni, hefur hin tiltölulega
mikla og fjölmenna starfsemi
hennar fært hið fámenna þjóð-
félag okkar úr eðlilegum skorð-
um á ýmsa lund, valdið hinni
sívaxandi og seigdrepandi verð
bólgu og því fjárhagslega öng-
þveiti, sem henni fylgir, og
SÍÐARI
HLUTI
raskað atvinnulífi okkar og
stjórnarháttum á margan óæski
legan hátt. Við gátum þolað
þetta bótalaust í langvarandi og
óvenjulegu góðæri til lands og
sjávar, en nú, þegar úr góðær-
inu hefur dregið til muna, segja
afleiðingarnar strax til sín í
alvarlegri kreppu og atvinnu-
leysi. Jónas Jónsson frá Hriflu
sá þetta fyrir og barðist á sín-
um tíma fyrir því, að við leyfð-
um Bandaríkjamönnum að hafa
hér herbækistöðvar um ákveðið
tímabil, t. d. í 20 ár, gegn því,
að við fengjum á móti hömlu-
lausa og tollfrjálsa sölu í Banda
ríkjunum á allri okkar útflutn-
ingsvöru. Hann taldi víst, að
Bandaríkjamenn myndu fallast
á þessa lausn málsins og sagði,
að með þessu fengjum við eins-
konar þegnrétt í landi þeirra,
án þess að honum fylgdi nokkur
þegnskylda frá okkar hendi, og
hann áleit, að með þessu móti
tryggðum við efnahag landsins
í náinni framtíð. Þessar raun-
hæfu tillögur fólu í sér óbeina
leigu fyrir hemaðarleg afnot
landsins, en þeim var illa tekið
og ranglega túlkaðar sem lands
sala. Það sama gerist nú, þegar
vakið er máls á því, að her-
stöðvasamningurinn verði end-
urskoðaður og að tekin verði
leiga fyrir afnotin. Menn látast
vera hneykslaðir. — En sam-
tímis er teflt fram í útvarpinu
opinberri skýrslu, sem á að
sýna, að þjóðin hafi árlega um
hálfan annan milljarð ísl. króna
í erlendum gjaldeyri upp úr
hersetunni fyrir vinnu Islend-
inga hjá setuliðinu og önnur
viðskipti við það. Átti auðvitað
að skilja þetta svo, að þarna
hefðum við ágæta leynilega
leigu fyrir landsafnot NATO,
en hún yrði ekki talin lands-
sala, þar sem ekki væri um
hana samið opinberlega. Þenn-
an gjaldeyrishagnað má vafa-
laust til sanns vegar færa, ef
reiknað er með stöðugu atvinnu
leysi í landinu. En sé reiknað
með þeim virinuaflsskorti, sem
hér hefur verið undanfarna ára
tugi og, að launafólkið hjá setu-
liðinu sé því tekið frá sjávar-
útveginum og öðrum fram-
leiðslurekstri okkar, þá verður
útkoman stórkostlegt gjaldeyris
tap. Talið er, að hver maður á
íslenzku fiskiskipi færi 150—200
á íslandi
tonn af fiski í þjóðarbúið á ári
og er þá auðreiknað, hver þjóð
félagshagnaður það er, að sjó-
maðurinn fari úr skipsrúminu
í launað starf hjá hernum eða
öðrum erlendum atvinnuveit-
anda. Fjasið um, að hófleg og
réttmæt tímabundin leiga sé
sama og landssala, er blekkj-
andi vitleysa. Ársleigu fyrir
hernaðarleg afnot landsins er
eðlilegast að skoða sem endur-
gjald og tryggingu þeirra óút-
reiknanlegu fjárhagslegu verð-
mæta þjóðarinnar, sem stofnað
er í hættu með því að hafa hér
NATO-herstöð og gera landið
með því að líklegu árásar- og
orustusvæði.
Af öllu framansögðu, tel ég
sjálfsagt og alveg óhjákvæmi-
legt, að þessi gamli, mislukk-
aði og vanefndi samningur
verði tekinn sem allra fyrst til
endurskoðunar og breytinga,
með eða án uppsagnar. Ég skil
ekki af hverju þjóðin ætti að
vera þessu mótfallin. Hún hefur
í því efni allt að vinna en engu
að tapa. Því hefur að vísu verið
borið við, að NATO kunni að
yfirgefa herstöðina, ef við hreyf
um framangreindum kröfum.
Þetta er hrein vitleysa. NATO-
ráðið leggur herstöðvarnar nið-
ur að meira eða minna leyti,
þegar það álítur þær orð,nar
þarflausar fyrir sig. En það eru
engar líkur til, að þetta verði í
náinni framtíð, um það má vísa
til álits Stórþings Norðmanna
sl. sumar. Sanngjarnar kröfur
frá okkur um efndir öryggis-
varna eða leigu skipta engu
fyrir NATO. — Öll mistök okk-
ar í þessu máli stafa af al-
þekktri minnimáttarkennd og
einurðarleysi lítilmagnans, er
hann á í samningum við efna-
legan ofjarl sinn.
AKUREYRi
M hJOÚÚ
Skipulagsuppdráttur af framtíðarhöfn á Akureyri, sem bæjarstjóm
liefur samþykkt og frá sagði í síðasta blaði.
- ÚRSLIT í HERMANNSMÓTINU
23. febrúar 1969,
Páll Magnússon.
(Framhald á blaðsíðu 2).
Viðar Garðarsson, A. 33.74
Söngglöðum MA-félögum þakkað
ÞEIR, sem lögðu leið sína í
Samkomuhús Dalvíkur mið-
vikudaginn 12. þ. m. áttu þar
óvenjulega ánægjulega og góða
kveldstund. Þetta gamla hús
ómaði af söng og gleði, fölskva-
lausri og smitandi lífs og söng-
gleði. „24 M. A. félagar“ héldu
þar söngskemmtun undir stjórn
Sigurðar D. Franzsonar og með
aðstoð Ingimars Eydal og hljóm
sveitar hans. Það er skemmst
frá því að segja, að þau komu,
sáu og sigruðu. Ég legg engan
listrænan dóm á frammistöðu
þeirra, enda kom ég ekki til að
setja út á og leita að göllum og
mistökum, heldur til þess að
skemmta mér. Og það tókst
sannarlega. Og allir þeir, sem
ég átti tal við, höfðu sömu sögu
að segja. Það sem mér fannst
mest áberandi var sönggleðin
og léttleikinn, sem hreif alla
með sér. Það var enginn afkára
skapur eða fígúruháttur en
- FROSTHÖRKUR
(Framhald af blaðsíðu 8).
un sína Kristín Sigurðardóttir
frá Ingjaldsstöðum í Reykdæla-
hreppi og Atli Sigurðsson á
Lundarbrekku, og gefin voru
saman í hjónaband Svanhildur
Sigtryggsdóttir frá Jórunnar-
stöðum í Eyjafirði og Tryggvi
Valdimarsson á Halldórsstöðum
hér í sveit. Þ. J.
mun meiri hreyfing og léttleiki
en við eigum að venjast hjá
öðrum kórum og söngsveitum.
Ég fjölyrði svo ekki meira um
þetta, en ég þakka ykkur öll-
um komuna og vona að þið eig-
ið eftir að koma hingað aftur
og veita okkur ámóta eða betri
stund síðar. Ég veit ég þarf ekki
að hvetja þá, sem heyrðu þenn-
an konsert til að koma aftur,
því að þeir munu gera það ótil-
kvaddir, en hinum, sem ekki
komu segi ég: Þið fóruð mikils
á mis og látið vonandi ekki
happ úr hendi sleppa næst
þegar „24 M. A. félagar" verða
á ferðinni.
JAKOB KRISTINSSON, fyrr-
um útgerðarmðaur í Hrísey,
andaðist á Dvalarheimili aldr-
aðra sjómanna 12. marz, nær
áttræður að aldri. Hann fædd-
ist á Stóra-Eyrarlandi, Akui'-
eyri 2. október 1890. Á ferm-
ingaraldri fluttist hann til Hris-
eyjat- og dvaldi þar til ársins
1926 en fluttist þá til Akureyr-
ar og átti þar heima alla ævi,
eða þar til í haust.
Jakob gerði báta sína út frá
Hrísey, þótt hann væri löngum
búsettur á Akureyri. Hér á
Akureyri fékkst hann við bú-
skap í smáum stíl, sér til gagns
Magnús Ingólfsson, A. 38.68
Guðrún Sigurlaugsd., A. 125.4
Barbara Geirsdóttir, A. 136.0
Tvíkeppni karla. stig
Hafsteinn Sigurðsson, í. 1.56
Reynir Brynjólfsson, A. 18.64
Tvíkeppni kvenna. stig
Barbara Geirsdóttir, A. 129.10
Sigrún Þórhallsdóttir, H. 156.76
Guðrún Sigurlaugsd., A. 274.88
10. km, ganga. mín.
Halldór Matthíasson, A. 53.45
Stefán Jónasson, A. 57.49
Sigurður Jónsson, A. 58.33
Ingvi Óðinsson, A. 58.59
Mótsstjórn.
Mótsstjóri var Óðinn Árna-
son, yfirtímavörður Halldór
Ólafsson, brautarstjóri Reynir
Pálmason, göngustjóri Guð-
mundur Ketilsson, og mark-
stjóri Hermann Sigtryggsson.
og gleði þegar útgerð lauk og
umsvif minnkuðu. Hann átti
heima í Lækjargötu 4, og undi
sér þar vel. Ekkja Jakobs er
Filippía Valdimarsdóttir. Fimm
börn þeirra eru á lífi: Þordís,
húsfreyja á Akureyri, Viktor,
sölustjóri í Reykjavík, Kristinn,
útgerðarmaður í Hrísey, Valdi-
mar, skrifstofustjóri í Reykja-
vík og Þorsteinn, stýrimaður í
Reykjavík. Haraldur, kaupmað
ur á Akm'eyri, dó fyrir fáum
árum.
Útför Jakobs heitins Kristins
sonar verðm- á laugardaginn.
St. Sn.
Jakrtb Krisfinsson frá Hrisey
SMÁTT & STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8).
áður en þau næðu til síns
heima. Um fyrra atriðið verður
hér enginn dómur lagður á. Um
hið síðara mætti aftur spyrja:
Vissu foreldrar að ofviðri væri
á næstu grösum? Vissi veður-
stofan það? Vissu kennarar
það? En ofsarok skall samt sem
áður á og um það er þarflaust
að deila.
Hitt er svo annað mál, að
eftirá eru menn jafnan vitrari
og sýndist þá flestum, að börnin
liefðu betur verið geymd í skól-
unum þar til veðri slotaði.
Ábyrgð kennara og skólastjóra,
svo sem annarra umráðamanna
barna, er mikil og gagnrýni
nauðsynleg, þegar hún er á rök
um reist.
SKRÍTIN VIÐBRÖGÐ
Viðbrögð Akureyrarblaðanna
hafa verið eftirtektarverð, eins
og umsagnir ýmsra borgara.
Sigurjón ritstjóri Alþýðumanns
ins leitar orsaka óveðursins til
reiði Drottins allsherjar, sem
e. t. v. hafi kjörið Akureyri, sem
Sódómu aldarinnar. En á með-
an Akureyri var svo ógurlega
skekin, gælir ritstjórinn við þá
hugsun, hvort hann hefði nú
rétt pólitiskum andstæðingi
hjálparhönd í neyð! Herbert,
ritstjóri fslendings-fsafoldar
lætur sér hugkvæmast, að veð-
urstofan geti fyrirbyggt þá
hættu í skólum, að nemendur
lendi í vondu veðri, með því að
koma upp einskonar viðvörun-
arkerfi, eins og t. d. varðandi
eldsvoða!
- LEIKFÉL, SKAGAFJ.
(Framhald af blaðsíðu 8).
að láta ekki þá aðstöðu ónotaða
og stofnuðu, nú á öndverðum
vetri, Leikfélag Skagafjarðar
og eru meðlimir þess úr fjórum
fremstu hreppum héraðsins. —
Stjórn félagsins skipa: Frey-
steinn Þorbergsson, formaður,
Kristján Sigurpálsson, ritari og
Sigfús Pétursson, gjaldkeri.
Hófst félagið þegar handa um
æfingar á sjónleiknum Manni
og konu, sem þeir Emil Thor-
oddsen og Indriði Waage sömdu
upp úr sögu Jóns Thoroddsens,
svo sem alkunna er, — og réðu
Kristján Jónsson til þess að
annazt leikstjórn. Þótti rösklega
riðið úr hlaði af hinu unga leik
félagi, þegar þess er gætt, að
allir máttu leikendur kallast
gjörsamlega óvanir á leiksviði.
En þegar þessar línur eru rit-
aðar hefur félagið sýnt leikinn
fjórum sinnum í Miðgarði,
tvisvar á Dalvík, einu sinni á
Reykjum í Hrútafirði, einu
sinni á Blönduósi og einu sinni
á Sauðárkróki, þvínær ávallt
fyrir fullu húsi og við ágætar
undirtektir. Og enn eru sýning-
ar fyrirhugaðar utan héraðs.
Hér skulu leikurum ekki gefn
ar einkunnir að öðru leyti en
því, að eftirminnilegast verður
mér klækjarefurinn sr. Sigvaldi
í höndum Knúts Ólafssonar.
Fleiri skila vel sínum hlutverk-
um og öll er frammistaða leik-
aranna lýtalaus og ber leik-
stjóranum, Kristjáni Jónssyni,
gott vitni.
Leikfélag Skagafjarðar hefur
farið myndarlega af stað. Von-
andi bíður þess góð framtíð og
vöxtur með verkefnum.
mhg —
FRÁ ENDURVARPS -
STÖÐINNI
Óli Jakobsson endurvarpsstjóri
í Skjaldarvík liefur beðið blaðið
fyrir eftirfarandi, vegna fyrir-
spumar í síðasta tölublaði:
Frá 11. marz liafa orðið mikl-
ar rafmagnstruflanir á Eyja-
fjarðar- og Þingeyjarveitum.
Hefur rafmagnið farið af oft á
dag, allt að 5 sinnuin. Af þess-
um sökum hafa útsendingar frá
endurvarpsstöðvunum við Eyja
fjörð fallið niður. Eru hlustend-
ur beðnir velvirðmgar á þessu.
NÆTURKLÚBBAR
Sex næturklúbbar hafa verið
opnaðir í Reykjavík og auðga
þeir eflaust næturlífið verulega.1
En árekstrar liafa orðið milli
þeirra og lögregluyfirvalda
borgarinnar, svo sem kunnugt
er af blaðafregnum. En klúbbar
þessir virðast eiga sér marga
formælendur. Og víst er, að
nokkrar fyrirspurnir liafa bor-
izt um það hingað norður, hvorþ
ekki muni hentugt húsnæði að
fá í höfuðstað Norðurlands!
EITURLYF OG MEIMA-
BRUGG
Fregnir berast af því, þótt leynt
fari, að hér á Akureyri séu
unglingar að komast í snertingu
við eiturlyfin. Þá er uppi orð-
rómur um, að hehnabrugg
áfangis fari vaxandi. Bæði þessi
atriði eru hér gerð að umtals-
efni vegna þess að blaðið veit
með vissu, að fregnir þessar eru
ekki úr lausu lofti gripnar. Því
er þess vænst, að yfirvöldin
verði vel á verði í þessum efn-
um áður en hér skapast þau
vandamál, sem verða kumia, ef
ekki er gripið í taumana á tæka
tíð. Þó er fræðsla enn nauðsyn-l
legri en lögregluaðgerðir og
samkvæmt reynslu nágranna-
þjóðanna þarf hvorttveggja til,
og mun ekki af veita.
HÚSEIGNIN Laxagata
3B er til sölu. Húsið
getur verið laust nú
þegar.
Uppl. í síma 2-11-67 á
daginn og á staðnum,
eltir vinnutíma.
Viljum taka á leigu
2ja—3ja herbergja
í B Ú Ð .
Uppl. í síma 1-17-77
eltir kl. 6 e. h.
TIL SÖLU
eldra EINBÝLISHÚS
á Eyrinni. Gott lán get-
ur fylgt.
Uppl. í síma 2-14-61.
Hjón með eitt barn
óska eftir þriggja til
fjöguiTa herbergja
í B Ú Ð.
Uppl. í síma 1-21-81.
Bergþóra Gústafsdóttir.
Dögum saman sá ekkl í auðan sjó
Gunnarsstöðum, Þistilfirði 18.
marz. Sæmilegur hagi kom í
hlákunum fyrir og um helgina,
en örlítið hefur snjóað á ný.
Vegir eru færir innan sveitar-
innar.
Hér voru hafþök af ís svo
ekki sá í auðan sjó í marga
daga. Og hér var frostið 20 stig
og meira sex nætur í röð.
Fyrir viku fór Hermundur
Kjartansson í Svalbarðsseli að
sækja hey í Búrfellsheiði, en
þar hafði hann heyjað dálítið í
sumar. Fann hann í þeirri ferð
fullorðna á og tvö hrútlömb
hennar. Kom hann kindunum
að heyinu og sótti þær degi síð-
ar. Ærin var orðin mjög mögur
en hrútarnir allvel haldnir.
Þessi ær var frá Klifshaga í
Axarfirði.
Atvinnuástand er enn hið
hörmulegasta á Þórshöfn og
lítið um aðra vinnu að ræða
þar, en við verzlunarstörfin.
Ó. H.
VORFARGJÖLD
FLUGFÉLAGSINS
GENGIN eru í gildi vorfargjöld
Flugfélags íslands, en þau
skapa mörgum tækifæri til að
ferðast. Þau gilda til 15. maí og
voru samþykkt á fargjaldaráð-
stefnu IATA. Gildistími far-
seðils er 30 dagar frá því að
ferð hefst.
Vorfargjöldin eru 25% ódýr-
ari en venjuleg fargjöld og
freista manna til að „fá sér
sumarauka“. Allar upplýsingar
á afgreiðslu félagsins, um ferða
val, kostnað, svo og önnur
nauðsynleg fyrirgreiðsla. □
Nokkur orð um söngskemmtuu og kaffisölu
Á SUNNUDAGINN kemur ætl
ar kirkjukór Lögmannshlíðar-
sóknar að efna til söngskemmt-
unar í félagsheimilinu Bjargi
kl. 3.30 e. h. og þar geta menn
um leið drukkið miðdegiskaffið
sitt, því að konur í kirkjukórn-
um sjá um kaffiveitingar.
Á efnisskránni verður fjöl-
breyttur söngur, auk kirkju-
kórsins verður einsöngur Jó-
hanns Konráðssonar og kvenna
kór syngur. Söngstjóri er Ás-
kell Jónsson. Ræðu flytur Gísli
Jónsson menntaskólakennari.
Enginn aðgangseyrir er að
söngskemmtun þessarri, en
ágóðinn af kaffisölunni rennur
til heimilis fyrir vangefna að
Sólborg, sem nú er í smíðum.
Ég vil hvetja sóknarfólk til
þess að sækja skemmtun þessa
og styðja hið mikla mannúðar-
starf, sem verið er að vinna fyr
ir hina vangefnu.
Stórar framkvæmdir eru í
Kotárborgum við byggingarnar,
sem þar eru komnar undir þak.
Starfsemin mun geta hafist að
einhverju leyti í árslok. Fjöldi
barna bíður þess að geta fengið
vist í heimilinu, sem jafnframt
verður skóli þeirra og hjálpar-
stöð. Vinnum að því að líknar-
stofnun þessi geti sem fyrst tek
ið á móti börnunum opnum
blessandi örmum.
Pétur Sigurgeirsson.
- FÓLKSFJÖLGUNIN
(Framhald af blaðsíðu 1).
ingahópurinn, sem dvelst í land
inu í þrjár vikur, samanstendur
af starfsmönnum Skrifstofu
Sameinuðu þjóðanna í New
York, Þróunaráætlunarinnar
(UNDP), Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar (WHO) og
Menningar- og vísindastofnun-
arinnar (UNESCO). □
Greiff fyrir auka sförf presfanna
BISKUPINN yfir fslandi hefur
ritað mér svohljóðandi: „Hér
með tilkynnist yður, virðulegi
prófastur, að samkvæmt upp-
lýsingum í dag (28/2) frá
dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
inu hækkar þóknun fyrir auka-
verk presta um 24.9% miðað
við gjaldskrá eins og hún var
síðast birt í Lögbirtingarblaðinu
16. apríl 1966. Gildir hækkun
þessi frá 1. des. 1968.
Það er þægilegra að greiðsla
fyrir aukaverk standi á heilum
eða hálfum tug og legg ég því
til að þóknun fyrir aukaverk
verði sem hér segir:
Skráning nafns í kirkjubók
kr.115.00. Gifting án ræðu kr.
300.00. Ferming ásamt ferming-
arundirbúningi kr. 415.00. Lík-
söngseyrir kr. 190.00. Eendur-
NYKOMIÐ
SKÍÐASTAKKAR
margar tegundir.
SKÍÐABUXUR
HERRADEILD
skoðun kirkjureikninga kr.
45.00. Vottorð kr. 25.00.
Prestum er í sjálfsvald sett
hvað þeir taka fyrir útfarar-
ræður og aðrar athafnir.
Án frekara tilefnis að sinni.
Völlum, Dalvík, 7. marz 1969.
Stefán Snævarr.
P. s. Þeir prestar, sem ekki
hafa ennþá sent ársskýrslur
sendi þær sem allra fyrst.
»ÍÍ:Í»íiÉ*í
ATVINNA
STÚLKA óskast til
starfa á fámennu heim-
ili í nágr. Akureyrar.
Uppl. á Vinnumiðlunar
skrifstofu Akureyrar.
S T Ú L K A
vön afgreiðslu óskast frá
1. júní n. k.
Sigtryggur og Pétur,
gullsmiðir.
ATVINNA!
Vanur bifvélavirki ósk-
ast senr fyrst.
Bifreiðaverkstæðið
Þórshamar hf, sími
1-27-00.