Dagur - 19.03.1969, Blaðsíða 8

Dagur - 19.03.1969, Blaðsíða 8
8 Starfsfólk í nýju kjörbúðinni á Dalvík. Verzlunarstjórinn til liægri. (Ljósm.: G. P. K.) SMÁTT & STÓRT VILJA FARA Á HESTBAK Skólaskipið Corah Fock, sem hér var 1963 og sigldi þá undir sínum miklu seglum inn Eyja- fjörð, kemur hingað 18. ágúst í sumar. Allstór liópur áhaftiar, vill ferðast á hestum, gista í hlöðu eða þ. h. og glóðarsteikja kjöt undir berum himni. Meiri- hluti áhafnar mun þó kjósa að ferðast í bifreiðiun til Mývatns sveitar og víðar. Viðdvöl skips- ins verða tveir dagar. HVER NENNIR ÞVÍ? Vissir þættir ræktunar liafa verið á undanhaldi síðustu ár og áratugi, þrátt fyrir aukin tún, upprennandi skóga og ist ágætlega þurrkaður. Og rabarbara má einnig geyma þannig, þótt hann sé e. t. v. beztur til sultugerðar, nýr. Óþarft er að kaupa erlendar sultur, svo ekki sé nú talað um kartöflurnar og allt grænmetið. En garðyrkjumaðurinn skrifar þarfa grein um þessi mál, sem blaðinu hefur borizt. SKÓLARNIR OG BÖRNIN Forsjármenn barnaskólanna á Akureyri hafa sætt harðri gagn rýni vegna þess, að þeir létu bömin yfirgefa skólana 10 mínútum fyrir 12 á hádegi ofviðrisdaginn 5. marz sl. Sam- kvæmt frásögnum fólks virðist Verður byrja Dalvík 18. marz. Björgvin kom með 70 lestir í morgun og Björg úlfur landaði 60 lestum fyrir þrem dögum. Unnið var bæði á l^ugardag og sunnudag í frysti húsinu. Og fiskurinn er sagður mjög góður. Hjá Útibúi KEA var opnuð matvörukjörbúð á laugardag- inn, en deildarstjóri hennar er Kristján Ólafsson. Enn er borað í Hamarslandi og komið 200 metra niður. Þar renna upp 4 lítrar af tæplega EFTIR ÓVEÐRIÐ SIGURÐUR HELGASON raf- magnseftirlitsmaður á Akureyri hefur beðið blaðið fyrir eftir- Sý faiing í Hvammi Á SUNNUDAGINN verður mál verka- og ljósmyndasýning í skátaheimilinu Hvammi á Akur eyri. Myndir þessar eru gerðar á námskeiðum Æskulýðsráðs bæjarins. Aðgangur er ókeypis en gest- ir geta dæmt um beztu mynd- irnar, en Æskulýðsráð hefur ákveðið að verðlauna höfunda þá, sem því þykir hafa til þess unnið. Sýningin er opin frá kl. 1—10 e. h. á sunnudaginn. □ farandi til athugunar fyrir hús- eigendur: Komið hefir í ljós, að í óveðr- inu mikla 5. þ. m. hefir snjór fokið inn á háaloft í mörgum húsum í bænum. En nú í þíð- viðrinu hefir þessi snjór bráðn- að og vatn runnið niður í loftin með þeim möguleika að valda skemmdum á raflögnum. Jafn- vel þótt loftin vii'ðast vera þorn uð, geta varhugaverðar skemmd ir á raflögnum verið fyrir hendi. Því eru það tilmæli raf- magnseftirlitsins að þeir hús- eigendur, sem hafa orðið varir við vatnsleka í loftum og út- veggjum í húsum sínum, láti löggiltan rafvirkjameistara ann ast athugun og einangrunar- mælingu á húsveitunni. 50 stiga heitu vatni, til viðbótar því sem fyrri borholan gefur og áður hefur verið sagt frá. En heita vatnið, sem þarna er fund ið hitar auðveldlega öll hús á Dalvík og næsta nágrenni, þeg- ar hitaveita verður lögð. Verið er að vinna að hitaveituáætlun- um fyrir Dalvíkurhrepp og kom ið hefur til viðræðna um danskt lán, allt að 20 millj. kr., sem við þurfum að fá ríkisábyrgð fyrir, ef til kemur. En mjög mikill áhugi er á því að hefja hitaveitu framkvæmdir strax í vor og láta ekki heita vatnið renna til ónýtis til lengdar. Frammi í sveit er verið að leika Hreppstjórann á Hraun- hamri við góða aðsókn og undir tektir og vai' það ungmenna- félagið Þorsteinn Svörfuður, sem valdi sér þetta verkefni. J. H. skrúðgarða. En þar er átt við ræktun grænmetis á heimilun- um. Hver nennir að rækta gul- rætur, blómkál, hvítkál og græn kál, salat og spínat, hreðkur, rófur, rabarbara, graslauk og jarðarber þegar allt þetta fæst í búðum? Og þó kartöflurækt sé nokkur, láta fleiri sér lynda, að kaupa þær í næstu verzlun. Ræktunarmenningu lieimilanna hefur stórhrakað, hvað allt þetta snertir. AÐ SPARA 10 ÞÚS. KR. íslenzkur garðyrkjumaður varð undrandi, er hann í sumar sá skammt frá London, að gras- laukur og rabarbari voru þar ræktaðir í stórum stíl. Hann sagði, að óþarft væri fyrir fs- lendinga að kaupa matarlauk þar sem liann þrifist hvar sem væri hér á Iandi og hann geym Frostið varð 31 stig Kasthvammi 9. marz. Hér var 31 stigs frost í nótt. „Nú er hann kaldur, kaldur piltar" sagði Árni á Sveinsströnd. Það Leiklistarlíf í Skagafirði Frostastöðum 4. marz. Um ára- tugaskeið hefur myndarlegt og athafnasamt leikfélag starfað á Sauðái'króki. Hefur það að jafnaði sýnt einn til tvo sjón- leiki á ári, ávallt í Sæluvikunni og auk þess oft fyrri hluta vetr- ar. Hefur félagið ætíð haft góð- um kröftum á að skipa og stai'f- semi þess verið til mikils menn SKÓGRÆKT SEM BÚGREIN SIGURÐUR BLÖNDAL skógar vörður á Halloi-msstað segir ný- lega í viðtali við Búnaðarblaðið m. .a.: Hér á Hallormsstað er hægt að stunda skógrækt á sama grundvelli og hvern ann- án búskap og í'æktun, sem menn hafa fi’amfæri sitt af. Þessi staðhæfing byggist á því, að vöxtur vissra trjátegunda hér er sambærilegur við ]xað, sem hann er í nálægum lönd- um, á þeim stöðum, þar sem skógrækt er stunduð, sem at- vinnugrein. Reynslan af skógrækt á Hall- ormsstað er slík, að oi'ð skógar- varðarins verða naumast í efa dregin. Hins vegar er sitt hvað, að rækta skóg þar sem hann er fyrir og búinn að auðga jarð- veginn og veitir skjól eða hefja skógrækt á skóglausu landi. En þann mismun má að nokkru bæta upp á annan veg, svo sem með áburði og reynsluþekkingu á vaxtarþoli trjátegundanna. En skógarvörðurinn bendir á síber iska lerkið, sem hina harðgerð- ustu. Ein skógar á Fljótsdals- héraði og skógræktin, virðast nú vei'a að mai’ka tímamót í skógræktarsögu íslendinga. Skógræktarfélag Austurlands samþykkti 1956 tillögu um, að skógrækt yrði tekin upp, sem þáttur í búskap bænda í Fljóts- hreppi í N.-Múlasýslu. Nánari áætlun var sú, að á 25 árum yi’ðu teknir 1500 ha. lands til skógræktarinnar, eftir að bænd ur í hreppnum höfðu lýst áhuga sínum á málinu. Fjárveitingavald Alþingis féllst á, að veita hálfa milljón kr. til þessa og ef framhald vei'ð ur þar á, eru eftirtektarverð spor stigin og vonandi reynist skógræktin bændum drjúg bú- grein þegar til lengdar lætur, auk þess að vera hin menningar legasta. □ ingarauka í héraði. Minna hefur verið um leik- starfsemi út um sveitirnar enda húsakostur þar löngum verið ófullkominn til þeirra hluta. Með byggingu félagsheimilisins Miðgai'ðs hefur aðstaða hvað þetta áhrærir gjöx-breytzt. Þar er leiksvið á borð við það, sem bezt gerist í félagsheimilum. Þótti áhugamönnum um leiklist í framhluta héraðsins einsýnt (Framhald á blaðsíðu 5). segi ég líka. Hér hefur verið austan og nox-ðaustanátt all- hvöss í gær og dag með 18—19 stiga frosti, snjókoma lítil, og fór bii'tandi og lægjandi með kvöldinu, og frost komið í 22 stig. Ég tel eiginlega harðindi síðan um nýár, eða að minnsta kosti frá þorrakomu, enda allar veðurspár náttúi'unnar óhag- stæðar, dimmviðri á Pálsmessu, bjartviðri á Kyndilmessu og þrjár fyrstu þorranæturnar þíðar, tæplega hægt að kalla það „þíðugang", en dæmist lík- lega „kei'lingahláka" svo ekki er á góðu von. Þó er ekki hægt að segja að snjór sé mikill, nema með pörtum hér að aust- anverðu, stóx-fenni er þó að sjálf sögðu, því nokkrir snarpir stór- hríðarhvellir hafa komið en eng Frosfhörkur - skemfanir Stórutungu 11. marz. Enn eru sömu harðindin þó frost hafi minnkað nú síðustu daga. Sauð fé búið að vera á innistöðu í 8 vikui', og segja má að gjaffrekt hafi verið allt frá miðjum des. og þykir mönnum mál að linni. í síðustu viku þorra mældist mest frost í Svartárkoti 30 stig, lítið eitt minna niðri í dalnum. Snjór er enn minni en ætla mætti og vegir all greiðfærir og þar sem snjór er á vegleysum eru harðai' slóðir. Skjálfanda- fljót er ísilagt á löngum kafla. Síðustu viku hafa frosthörkur verið meiri en áður, 6 daga í röð var frost yfir 20 stig. Mest mældist frost í Víðikeri morg- uninn 7. þ. m. 34 stig, annars yfirleitt 32 stig. Um fleira er þó hugsað en frost og harðindi. Enn er skemmt sér við spil, dans o. þ. h. þegar færi gefst. í kvöld spila bridge spilamenn hér úr sveit og suðurhluta Ljósavatns- hrepps. Spilað verður í barna- skólanum. Ekki er hér um venjulega keppni að í'æða, held ur kynningu og gaman. Ekki er allt upptalið af merkum atburð um. Nýlega opinbreuðu trúlof- (Framhald á blaðsíðu 4) óveðrið ekki hafa skollið á, á nákvæmlega sama tíma alls- staðar í bæniím. Það var komið vont veður þegar börnin fóru úr skólunum en fárviðrið skall á þau á heimleiðinni. Nemend- ur Gagnfræðaskólans losnuðu úr tímum 25 mínútum síðar en barnaskólabörnin og þá var óstætt veður, enda fengu þau ekki að yfirgefa skólann fyrr en skánaði. EFTIRÁ AÐ HYGGJA Áður en dómur fellur imi sekt eða sýknun skólamanna af þessu tilefni, verður að fást úr því skorið hvort veðrið hafi á þeirri stundu, sem börnin vorui látin yfirgefa skóla sína 10 mín. fyrir 12, verið háskalegt án fylgdar fullorðinna og þá líka hvort útlit væri á, að svo yrði (Fi'amhald á blaðsíðu 5) Laxárdal inn staðið lengi, en frost hafa oft vei'ið mikil, mest 26 stig. Mjög er oi'ðið svellað. Samgöngur hafa verið sæmi- legax', og mjólk flutt nokkurn veginn í'eglulega. Slóðir gerðar með di'áttarvélum og bílum eft ir hvern hvell, og þær svo stað- ið í nokki-a daga. Búið er að gefa itrni í rúmar 7 vikur síðan um nýár og beit var ekki góð í janúar fram að þorrakomu þó hægt væri að láta út, fyrh' hríðum og frost- hörkum. Félagslíf er lítið, en þó beti-a en ekkert, en menn hafa ögn notið góðs af félagslífi nágranna sveita. Nokkrir menn farnir á vertíð. Heilsufar gott síðan hettusóttinni létti af í janúar. Ekki hefur verið getið nýlega um góða líðan útigangshrossa í Húnavatnssýslu, einhver hroll- ur held ég hljóti að vera í þeim í dag og gær. G. Tr. G. 423 atv.lausir Á MÁNUDAGINN voru 423 ski-áðir atvinnulausir á Akui'- eyri, samkvæmt upplýsingum Vinnumiðlunarskrifstofunnar. Þar af voru 179 konux'. Hæsta tala atvinnulausra á Akureyri í vetur var 480. Sést af þessu, hve atvinnusveiflur urðu hér minni en víðast annars staðar, vegna verkfalls og samn inga á fiskiskipaflotanum. En atvinnuleysið er geigvænlegt og lítil von að úr því rætist verulega í bráð. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.