Dagur - 23.04.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 23.04.1969, Blaðsíða 1
LII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 23. apríl 19G9 — 17. tölublað FILMU húsið Hafnarstrætj 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÓSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Nokkrir farfuglar þegar komnir Á SUNNUDAGINN heyrðu menn fyrst í lóunni, en hún mun kærkomnust allra farfugl- anna á þessum slóðum. Á laug- ardaginn sáust nokkrir stelkar hér norður með firðinum og tjaldurinn er kominn fyrir nokkru, ennfremur ofurlítið af rauðhöfðum og urtöndum. Þá hefur skógarþröstum fjölgað ört í bænum og hafa þeir fyrstu haf ið hreiðurgerð sína við húsin, ennfremur auðnutittlingarnir. Gæsir hafa séðzt á flugi síðustu daga og þúfutittling sáu menn um helgina. Allir eru þessir fuglar hinir elskulegustu vorboðar. □ Hreindýrin hag* Egilsstöðum 21. apríl. Veðráttan er ljómandi, sunnan eða suð- austan síðustu dagana og nær allur snjór hoi-finn, en þó er ekki farið að grænka. Vegir eru að versna en vegagerðinni til hróss má segja það, að töluvert var borið í vegina af möl, en er nú hætt, enda skemmist stund- um meira en bætt er, þegar vegagerðin er að störfum á með an vegirnir eru viðkvæmastir. Þungatakmörk gilda hvarvetna Allgóð veiði Raufarliöfn 21. apríl. Hrogn- kelsaveiðin er mjög að glæðast og einnig þorskveiðin. Frysti- húsið mun taka til starfa um mánaðamótin maí—júní og batn ar þá aðstaða sjómanna veru- lega. Þorskur er veiddur í net því beitu vantar, einnig ögn á handfæri. Snjór er að mestu horfinn, en erfitt er að verða færið sökum aurbleytu á vegum. Undirbúningur undir síldar- vertíð í sumar er enginn ennþá, enda standa söltunarstöðvar, bræðsla og annað ilbúið til að hefja störf. H. H. nema á veginum til Reyðarfjarð ar. Ekkj er enn búið að moka Fjarðarheiði. Þar var mikill snjór og ekki borið við að moka, því betur hefur reynzt að troða slóðir og hefur á þann hátt stundum verið bezta fólks- bílafæri. í fyrradag var haldin vegleg afmælishátíð Kaupfélags Hér- aðsbúa, sém minnist sextíu ára starfs. Var öllu starfsfólki kaup félagsins o. fl. boðið til hófs þessa, sem haldið var í Vala- skjálf. Kaupfélag Héraðsbúa hefur útibú á Reyðarfirði, Borg arfirði og Seyðisfirði. En aðal- stöðvar þess eru á Egilsstöðum. Fyrsti kaupfélagsstjórinn var Jón Bergsson, síðan sonur hans Þorsteinn Jónsson, þá Björn Stefánsson og nú Þorsteinn Sveinsson. Börn og unglingar lifa þessa daga angistartíma prófanna. Hreindýrin eru hér í hundr- aðatali, bæði í Egilsstaðaskógi og á Fagradal og hreyfa sig ekki þótt bílar aki um veginn. Þau virðast hin hraustustu, eða líta a. m. k. mjög vel út. Rætt er um, að betur þurfi að skipu- leggja en áður, hreindýraveið- arnar. V. S. að er blíSvi Ofeigsstöðum 21. apríl. Það er blíðviðri í dag og ekkert verk- fall. Sumarið er í námd og verk föll. Hvernig stendur á því, að allar atvinnustéttir í landinu hafa aðstöðu til að gera verk- föll nema bændur? Er það af því, að bændurnir skipa lægsta Iaur(aflokkinn meðal atvinnu- stéttanna? Eða er það af því, að þjóðfélagið líti á þá eins og minka og tófur, sem er nauð- synlegt að fækka, eins og Gylfi vill? Eða er kannski hægt að lifa án verkfalla? í þessu landi eru sumir að segja að stundum séu kosnar nefndir. Hvers vegna eru ekki kosnar nefndir til at- hugunar á því, hvort rök séu fyrir því, að stofna til verkfalla hverju sinni? ri oi ekkerl Hvers vegna er ekki til dóm- stóll, sem sé hæfur að dæma um slíkt? Hvers vegna er ekki hægt að taka mál til dóms í þessu landi sem snertir verk- föll almennt, úr því ein af höfuð stéttum landsins, bændurnir, og sú lægst launaða, lifir án harmkvæla, að því er séð verð- ur og lætur þó skammta sér Gunnarsstöðum 21. apríl. Hér er næstum autt en vegir að verða slæmir. Þó er fært á jepp um bæði til Vopnafjarðar og Raufarhafnar. Búið er að halda aðalfund Kaupfélags Langnesinga. Kaup Kynningarkvöld Á MORGUN, á sumardaginn fyrsta, heldur stúkan fsafold- Fjallkonan nr. 1 kynningar- kvöld í Alþýðuhúsinu og hefst það kl. 8.30 síðdegis. Ávörp verða flutt og skemmti þættii', en að síðustu verður dansað og leika Laxar fyrir dansinum og kynna nýja söng- konu. Allir eru velkomnir á þetta kynningarkvöld stúkumanna, á meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis. Er þess vænst, að bæjarbúar sýni starfi templara þann vilvilja, að fjöl- menna í Alþýðuhúsið á morgun. Dimittendar á Akureyri 1969. (Ljósm.: E. D.) ÞEKKINGIN ER HIÐRAÐANDI AfL Steingrímur Hermannsson ræddi atvinnumál og rannsóknarstörf á fundi á Akureyri. FRAMSÓKNARFÉLÖGIN boð uðu til almenns fundar um at- vinnu- og stóriðjumál á Hótel KEA síðdegis á sunnudaginn. Frummælandi var Steingrímur Hermannsson framkvæmda- stjóri Rannsóknarráðs ríkisins. Hjörtur Eiríksson formaður kaup með lögum, sem að þessu hefur verið hlýtt? Það er blíðviðri í dag. Við bændur erum svo heppnir að búfé okkar mun verða vel fram gengið eftir all harðan vetur, því fóðurbirgðir ætlumst við til að endist framúr. En voi'ið á eftir að sýna sig. Jörðin getui' (Framhald á blaðsíðu 4) félagsstjóri er Gísli R. Péturs- son. Reksturshalli varð 3.5 millj. kr. á síðasta ári. Mest tap hefur orðið á frystihúsinu og nú sem stendur ei' ekki tekið á móti fiski. En félagið leigði frystihúsið. Þrír eða fjórir út- gerðarmenn hafa komið sér upp aðstöðu til að salta fiskinn. Úr stjórn kaupfélagsins áttu að ganga þeir Aðalbjörn Arn- grímsson og Eggert Ólafsson og voru báðir endurkjörnir. Einnig var Þórarinn Kristjánsson end- urkjörinn endurskoðandi. Um 300 félagsmenn eru í Kaupfélagi Langnesinga og sex félags- deildir. Sjómaður aflaði grásleppu fyrir 20 þúsund krónur í gær. Ó. H. fulltrúaráðs Framsóknarfélags Akureyrar bauð gesti velkomna og sérstaklega frummælandann, i Steingríniur Hermannsson. en að því búnu tók Stefán Reykjalín við fundarstjórn og gaf hann Steingrími Hermanns- syni oi-ðið. Steingrímur flutti mjög yfir- gripsmikla, fróðlega og sköru- lega ræðu um hin mörgu svið atvinnu- og framleiðslumála og um rannsóknarstörfin í þágu atvinnuveganna og möguleika nýrra iðngreina og nýtingu auð linda landsins. Hann benti á, að allar nýjar framleiðslu- og iðngreinar þyrftu mxkinn undh'búning, er tæki langan tíma. Flestar aðrar þjóðir byggðu á fjölmörgum iðn_ og framleiðslugreinum, en íslendingar á fáum og því gæti t. d. markaðs- eða aflasveifla í einni grein, sett allt efnahags- kerfið úr skorðum, ef miklar tekjur góðæra væri ekki því meira notaðar til jöfnunar. Hér á landi er sjávarútvegurinn svo veigamikill þáttur atvinnu- lífsins, að ef ein grein hans bregst að verulegu leyti, eins og síldin á síðustu vertíð, er vá fyrii' dyrum. Fyrir nokkrum árum var hér á landi leitað möguleika á stóriðju, er ekki tæki mikið vinnuafl frá höfuð- atvinnuvegum. Nú hefur þetta snúizt við og þykir mest þörf að koma upp þeim fyrirtækjum, sem þurfa mikið vinnuafl, til að létta atvinnuleysið. Samræmd stefna í rannsóknum og til efl- ingar þeirra atvinnuvega, sem fyrir eru, svo og nýrra, þarf að (Framhald á blaðsíðu 5). Enn brofizl inn hér i bænum ÞVÍ miður virðist hreinn inn- brotafaraldur hafa gengið á Akureyri í vetur og eru flest innbrot og þjófnaðir af öðru tagi, nú upplýstir. Um helgina var brotist inn í Mjólkursamlag KEA' og stolið þúsund krónum, eftir vandlega leit í þrem peningakössum. Þá var einnig brotist inn í Sjörn, en án árangurs fyrir innbrots- menn. Og enn var gerð tilraun til innbrotaí verzlanirnar Gránu og Höfn. Á flestum þessum stöð um voru nokkrar skemmdir. í fyrrakvöld var lögreglan búin að ná í tvo þeirra, er inn- brotin frömdu og fá vitneskju um þann þriðja. □ verkfall

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.