Dagur - 23.04.1969, Blaðsíða 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
ÚTFLUTT HROSS
DANIR og Svíar virðast um þessar
mundir hafa mikinn áhuga á hrossa-
kaupum, hér á landi og keyptu Dan-
ir og fluttu út nokkur hundruð
hross úr Skagafirði og Húnavatns-
sýslu fyrir fáum dögum. Nú eru
sænskir menn að kaupa hross á sömu
slóðum og eru stórtækir og gefa
hærra verð fyrir þau. Hrossin eru á
öllum aldri að heita má, ótamin
flest enda mörg ekki á tamninga-
aldri. Vera má, að eigendur hrossa í
svokölluðum hrossahéruðum þurfi
að fækka hrossunum og miðað við,
að reka þau til slátrunar, eru þessi
viðskipti aðgengileg. En að fleiru
þarf að hyggja.
Glöggur maður með góða þekk-
ingu á landbúnaði, er nýkominn úr
utanlandsferð. í Hollandi ræddi
hann við verksmiðjueiganda einn,
sem átti 15 íslenzka hesta, sem eru
hans tómstundagaman. Hann hafði
þetta að segja um málið:
Án efa er hægt að vinna upp mjög
mikinn og öruggan markað fyrir ís-
lenzka hesta víða í Evrópu og fá
mjög gott verð fyrir þá. En til þess
þarf alveg nýja aðferð upp að taka,
því að íslendingar eru ekki þeir
einu, sem selt geta litla sporthesta og
má þar bæði minna á Norðmenn
með fjarðahestinn sinn og smáhesta-
eigendur á Bretlandseyjum.
íslenzkir hestar, seldir á hinn
stóra markað meginlandsins, þurfa
allir að vera bandvanir, stilltir og
meðfærilegir, á hvaða aldri sem þeir
eru, en tamdir, gangþýðir, helzt
töltarar, ef þeir hafa aldur til, og
það þarf að temja hestana með vissu
tilliti til óska kaupendanna. íslenzka
hestinn á ekki að selja sem bama-
hest lieldur sporthest fyrir liesta-
menn. Og honum þarf að fylgja ís-
lenzkt nafn og ættartala. Handahófs-
legur útflutnigur hrossa á öllum
aldri er e. t. v. á góðri leið með að
eyðileggja markaðinn. Einn vondur
hestur (klækjabykkja) eyðileggur
meira en tuttugu góðir hestar vinna
á. Útflutt hross frá íslandi getur ver-
ið dýrmætur útflutningur ef rétt er
á haldið og verðið á góðum hross-
um, sem uppfylla nokkur grund-
vallaratriði, á ekkert skylt við verð á
matvælum, sagði þessi útlendi eig-
andi íslenzkra hrossa og áhugamað-
ur um meðferð þeirra, ræktun og
sölu, og mættu menn hugleiða orð
lians. Og ennfremur geta menn hug-
leitt, að íslenzka hestakynið er gætt
ótrúlega fjölþættum kostum, svo
sem þoli, vilja, tölti og skeiði og ótrú
legri hreysti, svo er óblíðri náttúru
hér á landi fyrir að þakka. Og hesta-
kynið er enn svo lítið ræktað, að kyn
bótamöguleikamir eru nær óþrjót-
andi. O
Frá vinstri: Marinó Þorsteinsson og Jón Kristinsson í hlutverkum sínum. (Ljósmyndastofa Páls)
LEIKFÉLAG AKUREYRAR
POPPSÖNGYARINN eftir Yernon Sylvaine. -
Leikstjóri: Bjarni Steingrímsson. - Söngtextar
Kristján frá Djúpalæk
Ingimars Eydal.
SJALDAN hefur leiklistarlíf
verið meira um allt land — en í
vetur, nema þá helzt hér í Eyja
firði. L. A. fór myndarlega af
stað í haust, með Dúfnaveizl-
una eftir Halldór Laxness. Eftir
nýár var bamaleikrit, Súlutröll
ið, eftir Indi-iða Ulfsson, og
núna síðast léttur gamanleikur,
Poppsöngvarinn, eða Grátsöngv
arinn eins og hann hét fyrst.
Ég geri ráð fyrir, að sjónvarpið
hafi hrætt L. A. að taka stærra
verkefni nú með vorinu, en
nágrannar okkar eru hvergi
hræddir, Ólafsfirðingar sýndu
Pilt og stúlku, Skagfirðingar
Mann og konu, Húsvíkingar
- Tónlist: Hljómsveit
PúntilJa og Matta, og Mývetn-
ingar Delerium búbónis. Hefði
verið gaman ef L. A. hefði kom
ið með sterkan mótleik á sjón-
varpið og reynt að skáka því.
Hvað um það, Poppsöngvarinn
var sýndur sl. laugardagskvöld
undir leikstjórn Bjarna Stein-
grímssonar, er ekki að sjá ann-
að en hans hlutur sé góður.
Svona leikir gefa ekki tilefni til
stórræða, hraði og léttleiki var
góður. Efni leiksins verður ekki
rakið hér, þetta er léttur gaman
leikur — vitlaus munu margir
segja — auðvitað — gáfulegur
gamanleikur hlýtur að vera
hundleiðinlegur. Við förum og
SMATT & STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8). sem Jón H. Magnússon er.
ur, rauðmaga og vænan þorsk
í hrognkelsanet sín. Mikil skot-
hríð var á Eyjafirði á laugar-
daginn. Ætla má, að vel þurfi
að fylgjast með því hvað skotið
er. Isinn er skammt undan og
teppti siglingar við Hom fyrir
helgina. Mikill skæruhernaður
er hafinn hér á landi í verka-
lýðsbaráttunni og kannski fer
einhverjum að detta í hug, í
alvöru, að semja. Lugi, sænska
handknattleiksliðið, leikur hér
á landi í vikunni og á Akureyri
á föstudaginn. Þetta duglega lið
hefur islenzkan liðstyrk, þar
- Það er blíðviðri
(Framhald af blaðsíðu 1).
gert verkfall.
Hinni stóru spumingu: Verð-
ur kal í túnunum í vor, verður
enn ekki svarað. En máski
sleppum við.
Áburðurinn hækkar ekki
nema um 35%, kraftfóður og
verð útlendra neyzluvara ekki
nema um 40%!
Hér er félagsheimili í smíðum
og búið að vera það í meira en
hálfan áratug, en þó ekki full-
byggt. Enda stendur á því að
ríkið greiði sinn hluta. Samt er
þar barnaskóli í vetur og virð-
ist ganga mjög vel. Nýjan barna
skóla með heimavistum á að
reisa fyrir tvo eða þrjá hreppa
í vor suður í Ljósavatnsskarði.
Iþróttasamtökin eru að setja
getraunir á laggirnar. Matthías
Gestsson, kennari á Akureyri,
opnaði nýlega Ijósmyndasýn-
ingu í Reykjavík. Hafsteinn
miðill hafði fund með stúdent-
um í Háskóla íslands og er það
í fyrsta sinn, að slíkur fundur
er þar haldinn. Þykir mörgum
það ótíðindum sæta, að fjalla
um dulræn efni þar. Hið sanna
er, að það er furðulegt, að Há-
skólinn skuli hafa sniðgengið
þetta efni svo lengi. Akureyr-
ingar flykkjast á Fiðlarann á
þakinu.
og ekkert verkfall
Hann átti að kosta rúmar 50
milljónir í vetur. Ekki veit ég
hvað áætlanir segja nú. Það
veit enginn. Hann átti'að hafa
heimavistir fyrir 60 nemendur,
sem trúlega engir geta notað,
samkvæmt því sem Páll í Sand-
læk segir. Því það kostar 30—50
þús. fyrir hvern nemanda.
En allir höfum við „viðreisn-
ar“-stjórn, sem sparai- nú hvern
eyri, og býður þangað til betur
blæs.
Og bráðum kemur maðurinn
með Ijáinn, sem langar til að
fækka bændum og þá verða nú
færri í sveitinni. En það er blíð-
viðri hér í sveitinni í dag og
ekkert verkfall. B. B.
sjáum gamanleik til að hlæja,
gleyma öllu amstri líðandi
stundar, verkföllum og dýrtíð,
og sannarlega er hægt að
hlæja í leikhúsi okkar að Popp-
söngvaranum. Ekki skemmir,
að inn í leikritið var felldur
léttur söngur og skemmtileg
músik er Hljómsveit Ingimars
Eydals sér um.
Jón Kristinsson leikur John
Bentley, húsbóndann á heimil-
inu, sem ekki er of hrifinn af
tengdasonum sínum. Jón gerir
honum góð skil, nema framsögn
hans mætti vera skýrari á
köflum.
Sigurveig Jónsdóttir leikur
Stellu seinni konu Bentley’s.
Sigurveig hefir of oft fengið
hlutverk er voru of einhæf.
Sigurveig er ágæt leikkona og
þarna var hún prýðileg. Svip-
brigði góð og skýr framsögn.
Helga Thorberg og Þórey
Aðalsteinsdóttir léku dætur
Bentley’s af fyrra hjónabandi.
Helga er nýliði hér á sviði og
spáir góðu. Þórey er orðin vön
leikkona og er ágæt, mér hefir
stundum fundizt Þórey ofleika
en þarna örlaði ekki á því.
Sæmundur Guðvinsson leik-
ur tengdason Bentley’s, lista-
mann með skegg og tilheyrandi.
Sæmundur er öruggur og
traustur leikari og þarna var
hann prýðilegur.
Olafur Axelsson leikur sjálf-
an Poppsöngvarann. Þetta svart
kollótta goð sem allt kvenfólk
á öllum aldri fellur fyrir. Ólafur
hefir oft sýnt okkur að hann er
góður leikari, en núna var eins
og herzlumuninn vantaði. Hvort
það er leikstjórans, eða Ólafi að
kenna, vantaði þetta brjálaða í
hann t. d. er hann söng hefði
verið eðlilegra að láta hann
sýna okkur tilburði poppsöngv-
ara. Að vísu er ég ekki vanur
að horfa eða hlusta á þessa
faxprúðu söngvara sem eftir
nafninu að dæma eiga að heita
karlmenn, en í þessi fáu skipti
er ég hef séð þá, virðist mér
þeir líkjast flogaveikum aum-
ingjum. Svolítið meira „popp“
í þig Ólafur, og þá ertu stór-
fínn.
Marinó Þorsteinsson leikur
sálfræðing þýzkan að uppruna
og forkostulegan.
Kristjana Jónsdóttir leikur
Lindu þjónustustúlku er alger-
lega fellur fyrir poppsöngvar-
anum, og Guðlaug Hermanns-
dóttir og Ámi Valur Viggósson
léku Pearl og Micael Kenley.
Þessi leikur ætti að falla í
geð unga fólksins, léttur og
skemmtilegur með músik við
þeirra hæfi. Það hafa allir gott
af að hlæja eina kvöldstund.
J. Ö.
5
STJÓRNMÁLAÁLYKTUN
AÐALFUNDUR MIÐSTJÓRNAR FRAMSÓKNARFLOKKSINS
ÁHRIF stjónarfarsins blasa
hvarvetna við sein samdráttur
og stöðvun í atvinnurekstri, at-
vinnuleysi, féleysi, getuleysi til
uppbyggingar og gengndar-
laus skuldasöfnun.
íslenzka þjóðin er því nú í
miklum vanda. En hún er jafn-
framt á örlagaríkum tnnamót-
um, bæði vegna þess ástands,
sem hér ríkir, og raunar ekki
síður vegna þeirra öru breyt-
inga á þjóðfélagsháttum, sein
átt hafa sér stað og fyrirsjáan-
legar eru á næstu árum um
heim allan, en íslenzk stjóm-
völd hafa ekki horfzt í augu við.
Eina von íslenzku þjóðarinn-
ar, til að halda sjálfstæði sínu
og sækja fram til betri kjara, er
að gjörbreyta um stjórnarfar,
taka nýja stefnu undir forustu
nýrra manna, bæði til að leysa
aðkallandi efnahagsvanda og
marka alhliða framtíðarstefnu.
Verði svo gert álítur mið-
stjórnin að hægt sé, vegna dugn
aðar og hæfileika þjóðarinnar
og náttúruauðæfa í landinu
sjálfu og kringum það, að
rfyggja íslendingum lífskjör,
sem séu sambærileg við það,
sem gerist meðal nágrannaþjóð-
anna.
Miðstjóm Framsóknarflokks-
ins leggur því áherzlu á, að snú
izt verði tafarlaust gegn þeim
voða, sem við blasir í atvinnu-
og efnahagsmálum, og telur að
ný stefna verði að byggjast á
eftirtöldum atriðum:
1. íslenzkum atvinnuvegum
verði tryggður rekstrargrund
völlur me!ð gjörbreyttrí
stefnu á sviði fjármála.
Breyta beri lausaskuldum
atvinnuvgeanna í föst lán og
framkvæma skuldaskil í viss
um tilvikum, lækka vexti af
stofn- og rekstrarlánum og
auka rekstrarfjármagn.
2. Leggja verður áherzlu á
spamað, ekki aðeins á veg-
um einstaklinga og fyrir-
tækja, heldur einnig á veg-
um ríkisins og opinberra
stofnana.
3. Erlendar lántökur þjóðarinn
ar takmarkist við arðvæn-
legar framkvæmdir.
4. Tekjuöflun ríkissjóðs verði
endurskipulögð í því skyni
að beinir skattar komi rétt-
látar niður. Óbeinir skattar
leggist meira á óþarfa eyðslu
en nú er.
5. Ríkisvaldið hafi markvissa
forustu um eflingu og endur
nýjun atvinnulífs um Iand
allt, í samstarfi við samtök
launþega og atvinnurekenda,
og sveitarfélaga m. a. til að
koma í veg fyrir það atvinnu
leysi, sem nú ríkir.
6. Óþörf fjárfesting og gjald-
eyriseyðsla verði nú þegar
stöðvuð og fjármagninu beint
í þjóðhaglega mikilvægar
framkvæmdir með opinberri
liagstjórn.
7. Miðstjórnin telur óhjákvæmi
legt að vísitöluhækkun verði
greidd á laun samkvæmt síð-
ustu- samningum, en vanda
atvinnulífsins verði að leysa
með öðru móti en kaup-
lækkun.
8. Á meðan ástand og liorfur í
Þekkingin er hið ráðandi afl
(Framhald af blaðsíðu 1).
vera fyrir hendi, óháð tíma-
bundnum verðsveiflum og at-
vinnuskilyrðum, sagði ræðu-
maður. En hann lagði- jafnframt
áherzlu á, að um langa framtíð
yrðu íslendingar þó að treysta
á landbúnað og sjávarútveg,
sem aðal atvinnuvegi sína og
þar væru mikil verkefni fram-
undan, til að auka verðmæta-
sköpunina. I því sambandi
nefndi hann glögg dæmi um
meðferð fiskjar á sjó og í landi,
er mjög væri ábótavant. Jafn-
vel aðal markaður fyrir skreið,
sem lokazt hefur, hefði að veru
legu leyti verið byggður á
skemmdri vöru. Afkastageta í
mjölframleiðslunni væri 200
þús. tonn á ári, en aðeins 50
þús. var framleitt á sl. ári.
Þá fór Steingrímur nokkrum
orðum um loðnuna, sandsílið,
spærling, skelfisk og rækju.
Verð á hörpudiski er nú 240 kr.
pr. kg. í Bandaríkjunum. Mjöl
til manneldis var og á dagskrá.
Fullnýting á ull og gærum
stæði væntanlega fyrir dyrum
og væri á góðri leið, en þar
stæðu Akureyringar fremstir
og þyrftu að halda áfram á
sömu braut.
Fiskeldi taldi Steingrímur
Hermannssón geta orðið veru-
lega framleiðslugrein hér á
landi. Þang- og þaravinnsla
væri í undirbúningi, kísiliðja í
fullum gangi og myndi stækkuð
á næstunni. Ennfremur minnti
hann á basaltbræðslu, perlu-
steinsvinnslu og ýmiskonar leir
brennslu. Húsgagnaiðnaðinn
mætti samræma til betri véla-
og vinnunýtingar og til þess að
geta sinnt stærri verkefnum til
sölu á erlendum markaði, og
nefndi dæmi um nauðsyn þess.
Skipasmíðar sagði ræðumað-
ur, að þyrfti að gera trygga
framleiðslu og jafna, gagnstætt
því, sem nú væri. Skipasmíða-
stöðvarnar yrðu að njóta opin-
berrar fyrirgreiðslu til þess
m. a. að hafa næg verkefni,
óbundin aflasveiflum.
Af hinum stóru verkefnum
talaði frummælandi um ál-
bræðslur, sjóefnavinnslu, olíu-
hreinsunarstöð, siliciumvinnslu
og taldi m. a. að siliciumfram-
leiðsla gæti e. t. v. vel sam-
ræmst fullvirkjun á miðsvæði
Laxár í S.-Þing.
En fyrst og síðast í ræðu
Steingríms Hermannssonar
lagði hann áherzlu á þekking-
una, sem grundvöll allra hag-
nýtra framfara í hinni miklu
sókn manna til bættra lífskjara.
Hann sagði, að þekkingin væri
nú eins mikilvæg eins og vopn-
in á miðöldum og auðlegðin síð
ar, og hann nefndi þess nokkur
mjög glögg dæmi.
Að ræðu frummælanda tóku
þessir til máls: Sigurður Óli
Brynjólfsson, Hjörtur Eiríks-
son, Svavar Ottesen, Stefán
Reykjalín Pétur Gunnlaugsson
og Haukur Árnason. Báru allir
ræðumenn fram fyrirspurnir,
sem Steingrímur svaraði skýrt
og skilmerkilega.
Vildu kaupa stóðhest á 100 þúsund
(Framhald af blaðsíðu 8).
hross fyrir 3—350 þús. kr. hér
í Skagafirði. Þess má geta, að
Svíarnir hafa keypt hér 3 stóð-
hesta, þar af einn fyrir 58 þús.
kr. Svíarnir skoðuðu 5 Vetra
stóðhest, sem Sveinn Guð-
mundsson, Sauðárkróki á og
var hann á landbúnaðarsýning-
unni í sumar. Þeim þótti hest-
urinn fagur og mörgum kostum
búinn og vildu ólmir eignast
gripinn. 100 þús. kr. buðu þeir
í Sörla Sveins en hann var ekki
falur. Má af því sjá hvert stefn-
ir. Vissulega ber að fagna því,
að Sörli var ekki seldur og
-KFAogUMSE
(Framhald af blaðsíðu 8).
Það er því sérstök ástæða til að
fagna því starfí sem nú hefur
tekizt hjá UMSE og KEA á
þessu sviði. Félagsmálanám-
skeið af þessu tagi eru án efa
þroskandi fyrir þátttakendur
þeirra og gerir þá hæfari til
hvers konar félagsstarfa og til
að takast á hendur margháttuð
trúnaðarstörf í þágu samtaka
sinna og sveitar. □
mun hann því áfram prýða
skagfirzkan hestastofn. S. G.
Frá Gídeonfél.
ATHYGLI bæjarbúa skal vak-
in á því að starf Gídeonfélagana
á íslandi verður kynnt við guðs
þjónustu í Akureyrarkirkju
n. k. sunnudag. Gídeonfélög
erlendis hafa þann sið að kynna
starfsemi sína þannig einu sinni
á ári, og leita þá jafnframt til
almennings um fjárhagslegan
stuðning.
Gídeonfélögin hafa það mark
mið að útbreiða Biblíuna og
Nýjatestamentið. Öllum 11 ára
skólabörnum er gefið Nýja-
testamenti, einnig gefa félögin
Biblíur í hvert hótelherbergi og
Nýjatestamenti við hvert sjúkra
rúm.
Allt þetta starf hefur að
mestu leyti verið kostað af fé-
lagsmönnum sjálfum, en nú er
leitað til almennings eins og
fyrr segir í kirkjunni n. k.
sunnudag. Væntum við að fólk
sýni þessu máli velvild og skiln
ing.
(Fréttatilkynning)
í þessum umræðum kom m. a.
þetta fram: Verksmiðja til að
vinna 10 þús. tonn af silicium
árlega, kostar nokkur hundruð
millj. kr. en þarf 20 þús. kw.
orku. Vinnuaflsþörf 100 manns
eða vel það. Þessi málmur er
mest notaður til ýmiskonar
málmblöndunar. Fjármagn til
rannsóknarstarfa er í flestum
menningarlöndum margfallt
meira, miðað við þjóðartekjur,
en hér. Hér á landi nemur það
0.4%, í Bandaríkjunum 3.3%,
en Spárrn og Portúgal eru álíka
á vegi og íslendingar, í þessu
efni. I sambandi við umræður
um hættu á sjálfstæði þjóðar-
innar vegna skuldasöfnunar er-
lendis, sagði Steingrímur, að sú
þróun væri að vísu ískyggileg
og hinar erlendu skuldir næmu
nú 60 þús. kr. á hvert manns-
barn í landinu. En hitt værj þó
enn hættulegra, ef þjóðin hætti
að byggja land sitt allt og nýta
gæði þess, hin íslenzka hugsun
dapraðist mönnum og um of
væri treyst á erlenda forsjá,
samanber viðskiptabandalög
o. s. frv.
Málflutningi Steingríms Her-
mannssonar var ákaflega vel
tekið og þóttust menn fróðari
um marga hluti að þessum
fundi loknum. □
íslenzku efnahagslífi er eins
og hér hefur verið rakið og
öllum er orðið Ijóst, telur mið
stjórnin ekki koma til greina
að tengjast Fríverzlunar-
bandalagi Evrópu eða öðrum
liliðstæðum samtökum.
Framtíð íslenzku þjóðarinnar
er undir því komin, að þegar sé
mótuð markviss stefna í grund-
vallaratriðum þjóðfélagsþróun-
arinnar.
1. Leggja ber höfuðáherzlu á að
efla þekkingu á öllum svið-
um þjóðlífsins. Námsaðstaða
verði jöfnuð um land allt og
skólaskyldu fullnægt. Sífellt
verður að endurskoða
fræðslukerfið, námsefni og
kennsluhætt imeð stórauk-
inn fjölda nemenda á hinum
ýmsu framhaldsstigum að
markmiði og kröfur breyttra
tíma í huga.
2. í efnahgasmálum hlýtur sér-
staða íslenzks atvinnulífs
vegna fábreyttra atvinnu-
vega og mikilla áhrifa óvið-
ráðanlegra afla að leiða til
samræmdrar, innlendrar
stefnu. Gera verður ráðstaf-
anir' til að efla atvinnuvegi
þjóðarinnar og auka fjöl-
breytni þeirra, m. a. með nýj
um iðngreinum. í því sam-
bandi kemur til greina sam-
vinna íslenzkra og erlendra
aðila, enda sé þess gætt að
erlent fjármagn fái ekki að-
stöðu, sem raskað geti stöðu
innlendra atvinnugreina eða
stefnt efnahagslegu sjálf-
stæði í tvísýnu.
3. Til þess má ekki koma að
erlendir aðilar nái fótfestu í
verzlun hér á landi og verð-
ur því jafnan að búa þannig
að innlendri verzlun að hún
geti gegnt hlutverki sínu.
4. Vegna hins óstöðuga, ís-
lenzka efnahagslífs er skipu-
leg stjórn fjárfestingarmála
óhjákvæmileg undir forustu
ríkisvaldsins og í samráði við
samtök vinnuveitenda og
launþega. Skipa verður meiri
háttar framkvæmdum eftir
fyrirfram gerðum áætlunum.
Gerðar verði landshlutaáætl-
anir í samvinnu við sveitar-
félögin, er tryggi svo sem
verða má nýtingu landkosta
og búsetujafnvægi um land
allt.
5. Tekin verði upp lieildar-
stjórn gjaldeyrismála með
hliðsjón af gjaldeyristekjum
og þörfum framleiðsluat-
vinnuveganna. Auka ber
gjaldeyrisöflun með aukinni
verðmætasköpun og mark-
vissri sölustarfsemi erlendis.
6. Miðstjórnin leggur álierzlu á
aukið samstarf samvinnu-
hreyfingarinnar og verkalýðs
hreyfingarinnar.
7. Miðstjórnin minnir á, að
aðild að Norður-Atlantshafs-
bandalaginu og varnarsamn-
ingurinn við Bandarikin eru
tvö aðskilin málefni. Mið-
stjórnin telur rétt að íslend-
ingar verði áfram í Norður-
Atlantshafsbandalaginu, að
óbreyttum aðstæðum en vís-
ar að öðru leyti til samþykktf
ar síðasta flokksþings um
utanríkismál, þ. á. m. um
brottför vamarliðsins í áföng
um.
Miðstjórnin tekur undir þá
kröfu þjóðarinnar, sem lieyra
má úr öllum áttum, að ríkis-
stjórnin segi af sér tafarlaust og
efni til nýrra kosninga, svo að
þjóðin geti markað nýja stefnu
og valið nýja forustu.
Hlutverk Framsóknarflokks-
ins er að mynda sterka og víð-
tæka umbótahreyfingu. í því
skyni heitir miðstjórnm á öll
þjóðholl öfl að fylkja liði um þá
stefnu, sem hér er mörkuð. □
- MIKILL ÍÞRÓTTAVIÐBURÐUR
Mjög nauðsynlegt væri að
losna við leðjuna kringum
íþróttaskemmuna, svo nienn
komist þar um þurrum fótum í
venjulegum skóm, og verður
því væntanlega kippt í lag fyrir
föstudag.
Mikill íþróttaviðburður.
Þessi heimsókn er mjög
ánægjulegur viðburður í íþrótta
lífi Akureyringa, og eiga Vík-
ingar þakkir skilið fyrir þetta
framtak. Þarna gefst Norðlend-
ingum tækifæi'i að sjá hand-
knattleiksmenn á heimsmæli-
kvarða, eins og Geir Hallstoins-
son og sænska markvörðinn Ulf
Johnsson, auk margra fleiri.
Sv. O.
Góður liásetahlutur
UM miðjan apríl var hásetahlut
ur á Albert, Grindavík, orðinn
170 þús. kr. á þessari vertíð og
má vel við una.
Báturinn var þá búinn að
koma með 1286 tonn í land og
aflayerðmæti 6.5 millj. kr., ef
miðað er við 5 kr. meðalverð.
Alls höfðu 24250 tonn boi'izt
til Grindavíkur á þessum tíma.
Skrilsloluslúlka
Óskum að ráða skrifstofustúlku, til almennra
skrifstofustarfa. Vélritunar- og bókhaldsþekking
skilyrði.
SANA h.f., Akureyri.
Á gömlu veríi:
HERRASANDALAR
margar gerðir, verð frá kr. 269.00.
Köflóttir STRIGASKÓR, lágir,
stærðir 23—33.
Bláir, lágir STRIGASKÓR,
stærðir 23—32.
Tökum upp í dag:
Uppreimaða STRIGASKÓ,
allar stærðir.
Rúmenska VINNU- og GÖTUSKÓ,
herra.
PÓSTSENDUM.
SKÓBÚÐ KEA
VINNUBUXUR, m. teg.
Verð frá kr. 275.00.
VINNUBUXUR, drengja
Verð frá kr. 170.00.
VINNUSTAKKAR
VINNUTREYJUR
SMEKKBUXUR
SAMFESTINGAR
VINNUSLOPPAR
VINNUPEYSUR
ATH.: Ennþá bjóðiun vér allan vinnufatnað á
GÖMLU VERÐI.
PÓSTSENDUM!
HERRAÐEILD
•afc.