Dagur - 23.04.1969, Blaðsíða 8
■k.
: 8
SMÁTT & STÓRT
Göturyksugan nýja.
(Ljósm.: E. D.)
Á LAUGARDAGINN mátti sjá
nýtt tæki á götum Akureyrar.
Það var göturyksuga sú hin
mikla, sem í fyrravor kom, en
var ekki leyst úr tolli fyrr en
nú og kostar 1.8 millj. króna.
Ekki kann blaðið á því skil
hvað hún skilar afköstum
margra hinna gömlu og góðu
DAGUR
kemur næst út laugardaginn
26. apríl.
gatnahreinsunarmanna. En hún
sýnist vinna sitt verk vel og
veitir ekki af í baráttunni við
rykið og annan óþverra. □
HUS JONS SIGURÐSSONAR
Það snertir flesta óþægilega að
heyra þær fréttir, að hús Jóns
Sigurðssonar í Kaupmanna-
höfn, sem danskur maður gaf
íslendingum, skuli vera að-
setursstaður lausingjalýðs, sem
liið versta orð fer af. Er þess
vonandi ekki langt að bíða, að
húsinu verði sýndur sá sómi,
er telja verður við hæfi, því
annars hefðu fslendingar ekki
átt að þiggja þessa gjöf. Húsið
er gamalt og þarf gagngerðar
endurbætur.
BJÓRINN
Frumvarp Péturs Sigurðssonar
alþingismanns um bjórinn, var
fellt á Alþingi með 18 atkvæð-
um gegn 17. En ljóst er af þess-
ari atkvæðagreiðslu, að málið
hefur unnið sér fylgi innan
veggja þinghússins. Mjög fast
Karlakórinn
KARLAKÓR AKUREYRAR
mun að þessu sinni heilsa sumri
með samsöng í Samkomuhúsinu
á sumardaginn fyrsta kl. 5 síð-
degis. Alls mun kórinn syngja
fjórum sinnum hér í bæ, og
verða hinir samsöngvarnir á
föstudag 25. apríl kl. 8.30 síð-
degis og á laugardag og sunnu-
ar sumri meó söng
Yildu kaupa stóðhest á 100 þús.
Sauðárkrókur 22. apríl. Tveir
Sviar komu hingað til Sauðár-
króks á 18. þ. m., ásamt Gunn-
ari Bjarnasyni, til þess að
kaupa hross til útflutnings á
vegum SÍS og Kaupfélags Skag
firðinga. Páll Sigurðsson og
Sveinn Guðmundsson, Sauðár-
króki, hafa verið með þeim í
þessum kaupum.
Hrossin munu verða keypt í
Skagafirði og Húnavatnssýslu,
allt að 500—700 talsins. Þarna
er einkum um að ræða 3—8
vetra hesta og hryssur. Verðið
mun vera talið mjög sæmilegt
og gott í sumum tilfellum.
Þriggja vetra hross eru seld á
8500 krónur, fjögurra vetra og
eldri á 11500 krónur, bandvön
og tamin hross á 13—18000 kr.
Búið er að kaupa á þriðja
hundrað hross.
Helzt vilja Svíarnir kaupa
3—4 vetra- gamalt. Þeir hafa
lýst sig tilbúna að gera samn-
ing um áframhaldandi viðskipti
við Skagfirðinga um kaup á
hrossum til allt að tíu ára.
Egill Bjarnason ráðunautur
og Sveinn Guðmundsson kaup-
félagsstjóri hafa í viðtali lýst
sig ánægða með þessa sölu og
telja, að þarna sé gott verð og
svo hitt, sem er mikið atriði
fyrir hrossaframleiðendur, að
hafa nokkuð árvissa sölu.
Sum heimili hafa nú selt
(Framhald á blaðsíðu 4)
dag 26. og 27. kl. 5 síðdegis báða
dagana. Aðgöngumiðasala hefst
í bókaverzluninni Bókval á
þriðjudag og verði eitthvað af
óseldum miðum, verða þeir til
sölu við innganginn söngdag-
ana.
í Bókvali verður einnig hægt
að fá skipt miðum á milli daga,
og hafi einhver mistök orðið
með heimsendingu miða til
styrktarfélaga, eru þeir beðnir
að gefa sig fram og verður þá
reynt að bæta úr þeim eins og
kostur er. Þá skal þeim er hug
hafa á að gerast styrktarfélagar
bent á að láta skrá sig í Bók-
vali.
Karlakórinn flytur nú aðra
söngskrá sína á þessu starfsári.
Fyrr í vetur minntist hann
heilagrar Luciu með hátíðar-
sýningu og söng í Akureyrar-
kirkju með hjálp margra góðra
söngkrafta. Virtist hún njóta
vinsælda þeirra, sem á hlýddu.
Að samsöngnum hér loknum
hyggst kórinn syngja í ná-
grannasveitum, svo sem færð á
vegum og aðrar aðstæður leyfa.
Á söngskrá eru 16 lög eftir
innlenda og erlenda höfunda,
þar af tvö flutt í fyrsta sinn.
Söngstjóri er Guðmundur Jó-
hannsson, aðalundirleikari Dýr
lief Bjarnadóttir. Einsöngvarar
eru Eiríkur Stefánsson, Hreiðar
Pálmason og Ingvi Rafn Jó-
hannsson. Kórinn hefur notið
raddþjálfunar Sigurðar Demetz
Franzsonar eins og undanfar-
andi vetur. □
er og eftir því sótt, að fjÖIgH
þeim stöðum á landinu, einkum
á sumrin, sem veita mega
áfenga drykki gestum sínum og
niun hér einkum lagt til grund-
vallar, að það falli erlendum
mönnum vel í geð.
SONNIN G - VERÐL AUNIN
DÖNSKU
Halldór Laxness liefur nú tekil
á móti Sonning-verðlaununum
dönsku, 1.6 millj. ísl. kr. Eftir
Laxness er haft: „Þessir pen-
ingar eins og koma svífandi
utan úr himingeymnum, en ég
kann bezt við gömlu aðferðina,
að strita í sveita núns andlits,
til að eignast peninga.“ Og enn-
fremur: „Líklega er ég sá ís-
lenzkur rithöfundur, sem sízt
þurfti þessi verðlaun.“
Stúdentar mótmæltu kröftug
lega og fjöhnenntu við Hafnar-
háskóla þegar skáldið veitti
verðlaununum viðtöku og
skarst lögreglan í leikinn.
NOTKUN DEYFILYFJA
Það þykir ótvírætt hafa komið
í ljós við nokkra könnun á
notkun deyfilyfja, að margfalt
fleiri noti þau, en hingað til
var ætlað, og ættu bæði lög-
regluyfirvöld og heilbrigðis-
stjóm landsins að vera betur á
verði. Samkvæmt reynslu ná-
grannaþjóða okkar þarf sú varð
staða að vera vel rækt.
S AMTÍNIN GUR
Skellinöðrurnar þykja heldur
leiðinlegar í umferðinni og
kvartanir berast oft um gáleysi
ökumanna þessara farartækja)
Norður á Árskógsströnd veiða
menn jöfnum höndum gráslepp
(Framhald á blaðsíðu 4)
KEA og samtök ungmennafélaga vinna saman
EINS og skýrt hefur verið frá
í Degi hafa KEA og UMSE tek-
ið höndum saman um að hrinda
af stað fjórum félagsmála- og
mælskunámskeiðum. Þau eru
haldin að Melum, Freyvangi,
Laugaborg og fjórða haldið til
skiptis í Dalvík, Árskógi og á
Grund í Svarfaðardal.
Nú þegar hafa námskeiðin
verið haldin tvisvar á hverjum
stað, og er það álit allra sem að
þeim standa, að þau hafi tekizt
mjög vel hingað til. Þátttaka í
námskeiðunum er mjög góð, en
námskeiðsgestir eru alls 77.
Fram að þessu hefur einkum
verið fengist við ræðugerð og
ræðuflutning en auk þess verð-
ur svo fjallað um fundarstjórn
og fundarreglur og ýmiss mál
tekin fyrir og krufin í sérstök-
um umræðuhópum. Má þar
nefna t. d. unga fólkið og þjóð-
félagið og mikilvægi öflugrar
þátttöku þess í félagshreyfing-
um fólksins s. s. ungmennafélög
um og samvinnufélögum og mót
un samtíðar og framtíðar.
Leiðbeinandi og stjórnandi
námskeiðanna er Baldur Ósk-
arsson, starfsmaður fræðslu-
deildar SÍS, en hann' hefur vei'-
ið ráðinn til KEA um skeið til
að annast ýmis fræðslustörf hjá
kaupfélaginu.
Menningar- og fræðslustarf
er mjög nauðsynlegur þáttur í
stai'fi þeirra samtaka sem að
þessum námskeiðum standa.
(Framhald á blaðsíðu 5)
EINN fremsti píanóleikari Norð
manna, Robert Riefling, sem á
sínum tíma vann tónlistarverð-
laun í keppni Norðurlanda og
síðar nam hjá kunnum lista-
mönnum, heldur píanótónleika
í Borgarbíói 28. apríl n. k. á veg
um Tónlistarfélags Akureyrar
og hefjast þeir klukkan 9 síð-
degis.
Þessi ágæti listamaður hefur
ferðazt víða um heim og haldið
tónleika "og hlotið miklar vin-
sældir og góða dóma fyrir leik
sinn.
Robert Riefling hefur hin síð
ari ár verið prófessor við
Konservatoríið í Kaupmanna-
höfn, segir í frétt um heimsókn
píanóleikarans. □ Myndin sýnir þátttakendur og leiðbeinanda á fyrsta fólagsmálanánxskeiðinu á Dalvík.