Dagur - 29.05.1969, Side 2

Dagur - 29.05.1969, Side 2
I Knattspyrnumót íslands liafið Knattspyrnuæfingar hjá KA munu Valur sigraði Fram 2:0, Akurnesingar og Kefl- r víkingar gerðu jafntefli 1:1, leik IBA og Vest- mannaeyinga varð að fresta. Knattspyrnumót íslands hafið ÍSLÁNDSMÓTIÐ í knatt- spyrnu hófst á annan í hvíta- sunnu eins. og áður var frá sagt. í Keflavík léku heimamenn við Akurnesinga og lauk leiknum með jafntefli 1:1. — Akureyr- ingar áttu að leika við Vest- mannaeyinga og flugu suður að morgni annars í hvítasunnu, en þeir komust ekki til Eyja vegna þess, að flugvöllurinn þar var lokaður allan daginn. Þar fóru ca. 30 þús. kr. í kostnað, en inn koma engin. í athugun mun, að ÍBA-liðið leiki við Vestmanna- eyinga í kvöld, en ef af því verð ur ekki verður leiknum frestað þar til síðar í sumar. Á sunnu- daginn kemur eiga Akureyr- ingar að mæta Fram í Reykja- vík. Valur og Fram léku svo á Laugardalsvelli sl. þriðjudag og sigraði Valur 2:0, og hefur Val ur þar með tekið forustu í 1. deild. □ heíjast 3. júní KNATTSPYRNUÆFINGAR hjá yngri flokkum fara nú að byrja, og hefjast æfingar hjá KA þriðjudaginn 3. júní n. k. og eru allir KA-félagar, sem ætla að æfa í sumar, hvattir til að mæta strax á fyrstu æfingu. Æft verður á þriðjudögum og föstudögum, og lítur æfinga- taflan þannig út: Kl. 5 e. h. 6 flokkur. Kl. 6 e. h. 5. flokkur. Kl. 7 e. h. 4. flokkur. Kl. 8 e. h. 3. flokkur. Verið getur, að breytingar verði gerðar á æfingum síðar og verður þaó þá tilkynnt. Knattspyrnuæfingar hjá KA Skólaþroskðpróf a Akureyri - HAFNARFRAMKYÆMDIR (Framhald af blaðsíðu 1). skera niður framkvæmdir. Bæj arstjórnarfundurinn samþykkti, að hækka útsvarsstigann um 4% en skera jafnframt niður nokkra liði á fjárhagsáætlun- inni, svo sem 2 millj. kr. til framkvæmdasjóðs og nokkrar minni upphæðir. Var því í þessu efni mætzt á miðri leið og hlaut þessi afgreiðsla 7 atkvæði gegn 3. Til máls í þessum um- ræðum tóku þátt, auk bæjar- stjóra: Gísli Jónsson, sem sagði það „prinsip“mál þeirra Sjálf- stæðismanna að hækka ekki útsvarsstigann en skera heldur niður framkvæmdir, og Sigurð- ur Óli Brynjólfsson, sem sagði, að þótt hækkun skattstiga væri óæskileg, væri samdráttur fram kvæmda og atvinnu enn óæski- legri, en hér væri farinn milli- vegur er samcinað gæti hin ólíku sjónarmið. Haukur Har- aldsson lýsti stuðningi við til- lögu G. J. um að hækka ekki útsvarsstigann. Höfnin. Bjarni Einarsson bæjarstjóri reifaði hafnarmálin og sagði lánsloforð til hafnarfram- kvæmda nú liggja fyrir frá at- vinnumálanefnd ríkisins, gengis tryggð. Hann minntist og á þá frestunartillögu þeirra Jóns G. Sólness og Stefáns Reykjalíns, sem fræg er orðin. Jón G. Sól- nes hélt langa ræðu um þetta mál og nokkuð grófa. Fjallaði hún nær eingöngu um þá grein- argerð, sem bæjarstjóri hafði um málið ritað og var fylgiskjal með fundargerðum til bæjarfull trúanna. Lýsti hann sig að lok- um andvígan hafnarmannvirkj- um sunnan á Oddeyri. - Skoðunarferðir (Framhald af blaðsíðu 1) ardaginn 14. júní í þeim tilgangi einkum, að skoða fjörur og fjörulíf. Farið verður frá skrif- stofu Ferðafélagsins kl. 2 e. h. og ekið að Víkurbakka á Ár- skógsströnd. Gengið í fjör.ur þar og ef til vill víðar á Ströndinni. Á eftir gefst þátttakendum kost ur á að skoða smáverur úr fjör- unni í smásjám. Daginn eftir, sunnudaginn 15. júní, ei’ svo ferð í Drangey, til skoðunar á fuglalífi þar. Hefst hún kl. 8 f. h. og verður komið samdægurs til baka. Þann 27. júlí verður svo gönguferð gegnum Þorvaldsdal, og verður hugað að ýmsu á þeirri lieð, m. a. gömlum og nýjum framhlaupum, og ágætt tækifæri gefst þá til plöntuskoð unar og söfnunar á plöntum. Innritun er nauðsynleg í tvær síðari ferðirnar, en æskileg í hinar. Skrifstofa Ferðafélagsins, Skipagötu 12, verður opin kl. 8—9 kvöldið fyrir ferðir, sími 1-27-20. ' □ Sigurður Óli Brynjólfsson mótmælti nokkrum atriðum í ræðu Sólness og bæjarstjóri öðrum. Gísli Jónsson sagðist fylgja þeirri áhættu, að styðja áður samþykktar framkvæmda áætlanir því það gæti verið meiri áhætta að grípa ekki gæs- ina þegar hún gæfist og lýsti fylgi við mannvirkjagerð sunn- an á Oddeyrartanga. Þorvaldur Jónsson sagðist andvígur frest- unartillögu Sólness og Reykja- líns, enda væri áður búið að samþykkja hafnarframkvæmd- ir í öllum nefndum og ráðum og fylgdi hann þeim samþykktum. Jón Ingimarsson vísaði frest- unartillögunni á bug á þeim forsendum, að hér væri um mjög atvinnuaukandi fram- kvæmd að ræða. Haukur Har- aldsson taldi fyrirhugaðar hafn arframkvæmdir myndu auka hagvöxt bæjarins og mótmælti frestunartillögunni. Frestunartillagan var síðan felld með 8:3 atkvæðum. Iðnskólinn. Bæjarstjórn samþykkti að taka gengislán til lúkningar iðn skólabyggingunni á tveim ár- um. Fegrunarvika. Samþykkt var með öllum at- kvæðum sú tillaga Fegrunar- félagsins, sem Ingibjörg Magnús dóttir flutti, að hafa á Akur- eyri árlega fegrunarviku. □ ODDEYRARSKOLANUM var slitið föstudaginn 23. maí. Und- ir barnapróf gengu 66 börn og stóðust öll prófið. Skólinn starf Margrét J. Vilhelmsdóttir. aði í vetur í 19 bekkjardeildum og nemendafjöldi við skólalok var 463. í vetur var kennd danska í 6. bekk og haldið var áfram með mengjafræðinám í yngri deildum. Sigurður Flosason, kennari, lærði til heyrnarpróf- unar hjá Heyrnarhjálp í Reykja vík. Leiðbeindi hann síðan hjúkrunarkonum skólanna við heyrnarprófanir. Við rannsókn- ir í skólanum, kom í ljós, að meira er um heyrnarskerðing- ar, en reiknað hafði verið með. Margar íþróttakeppnir voru í skólanum í vetur og veittir far- andbikarar. Síðast var svig- keppni, er haldin var í Hlíðar- fjalli. Sigurvegarar urðu börn úr 6. bekk í 8. stofu. Sveitina skipuðu: Atli Hermannsson, Birgir Kristbjörnsson, Margrét J. Vilhelmsdóttir og Svanhvít Ragnarsdóttir. Vilhelm Þor- steinsson, framkvæmdastjóri, gaf fyrir nokkrum árum farand bikar, sem veittur er beztu svig sveit skólans. Einnig hefur hann gefið verðlaunapening, sem sá einstaklingur hlýtui', sem hefur beztan brautartíma. Að þessu sinni hlýtur Margrét J. Vil- helmsdóttir þennan fagra verð- launapening til eignar, en hún ei' efnileg skíðakona. Við skólaslitin barst skólan- um 10.000.00 króna gjöf frá Eiríki Sigurðssyni fyrrv. skóla- stjóra. Er þessi upphæð vísir að sjóði, sem veita á úr tvenn verð laun á hverju ári. Nánari reglur verða settar um sjóðinn. Til við bótar þessari höfðinglegu gjöf veitti Eiríkur Sigurðsson verð- laun fyrir beztu ritgerðina á barnaprófi og bezta samanlagða einkunn í íslenzku. Þá bárust skólanum margar verðlaunabækur frá Kvöldvöku útgáfunni, en þær voru veittar fyrir háar einkunnir og góða hegðun. Hæstu einkunn á barnaprófi hlaut Kristjón Falsson, var hún 9.40. Skólastjóri þakkaði gefend- um og órnaði nemendum allra heilla. Hann gat þess, að skóla- þroskapróf væru nú að hefjast við Oddeyrarskólann og yrðu síðar í öðrum barnaskólum bæj arins. Ásgeir Guðmundsson, yfirkennari í Hlíðarskólanum í Reykjavík, væri að koma hing- að norður og ætlaði að leiðbeina kennurum með prófin. Þessi próf hafa um nokkur ár verið reynd í skólum Reykjavíkur og hafa þótt gefa nokkuð öruggar niðurstöður. Sálfræðingur verð ur fenginn til leiðbeininga og frekari rannsókna ef þurfa þyk ir. í haust hefja börn í 4., 5. og 6. bekkjum nám 15. september. Skólastjóri Oddeyrarskólans er Indriði Ulfsson. □ - Tryggingarfélagið Andvaka 20 ára (Framhald af blaðsíðu 8). Hinn 1. janúar 1929 tekur Jón Ólafsson, hæstaréttarlögmaður, við stjórn íslandsdeildar félags- ins, og undir farsælli stjórn hans ei' deildin rekin til ársins 1949, þegar hinn íslenzki trygg- ingastofn var seldur Líftrygg- ingafélaginu Andvöku, sem stofnað var sama ár fyrir for- göngu Sambands íslenzkra sam vinnufélaga. Líftryggingafélagið Andvaka, sem alíslenzkt félag, tók svo til starfa síðari hluta árs 1949. Var Jón Ólafsson þegar ráðinn fram kvæmdastjóri félagsins og gegndi hann því starfi til 1. ágúst 1958. Við starfi Jóns Ólafs sonar, sem framkvæmdastjóri beggja félaganna, tók Ásgeir Magnússon, lögfræðingur, og hefur hann gegnt því síðan. Árið 1949 voru iðgjöld félags- ins kr. 211.624.00, trygginga- stofn kr. 4.988.000.00, trygginga sjóður kr. 2.757.000.00 og bónus sjóður kr. 109.680.00. Árið 1968 voru sambærilegar tölur hins vegar iðgjöld kr. 4.164.182.00, tryggingastofn kr. 518.204.714.00, tryggingasjóður kr. 32.730.000.00 og bónussjóður kr. 4.013.844.00. Á 20 ára starfstíma félagsins hafa iðgjöldin þannig 20 faldazt og tryggingastofninn 100 fald- azt. Stjórn Líftryggingafélagsins Andvöku skipa nú: Erlendur Einarsson, forstjóri, formaður, Ingólfur Ólafsson, kaupfélags- stjóri, Jakob Frímannsson, kaup félagsstjóri, Karvel Ögmunds- son, útgerðarmaður, og Ragnar Guðleifsson, kennari. Hefur stjórnin á fundi sínum í dag afhent Bjarna Bjamasyni, lækni, f. h. Krabbameinsfélags íslands, og Sigurði Samúelssyni, prófessor, f. h. Hjartaverndar, hvorum um sig kr. 25.000.00 í tilefni 20 ára afmæli félagsins. Reykjavík, 9. maí 1969. (Úr fréttatilkynningu) Niðursuðudós, sem opna má með einu handtaki f APRÍLMÁNUÐI efndu full- trúar ameríska álfyrirtækisins Alcoa til sýningar fyrir Lands- samband norskra niðursuðu- verksmiðja, sem hefir aðsetur í Björgvin, á nýrri gerð niður- suðudósa, sem vænta má, að ryðji sér brátt til rúms víða um heim. Þessi nýja dós er léttari en aðrar af svipaðri stærð og jafn- framt með endurbótum á efni, TIUNDI HVER SVII A LEIÐ TIL GLÖTUNAR? TILTÖLULEGA frjáls sala á áfengi í Svíþjóð undanfarandi hálfan annan áratug hefur vald ið því, að svo stefnir nú að 10. hver Svíi muni verða áfengis- sjúklingur, segir sænska blaðið „Dagen“ í grein eftir Elis Ström berg. Þegar skömmtunarkerfið (Bratts-kerfið) var afnumið í Svíþjóð árið 1955, lögðu margir trúnað á þá kenningu, að áfeng- isneyzla þjóðarinnar myndi auk ast fyrst í stað, en síðan minnka, en reynslan varð önnur. Ymiskonar yfirsjónir og af- brot af völdum ofdrykkju hafa fjölgað geysilega, einkum meðal kvenna, unglinga og barna. Samkvæmt skýrslum fangels anna kemur í ljós, að 75—80% fanga afplána refsidóma vegna lögbrota, sem framin eru í ölvunarástandi eða af völdum áfengis. Það er einnig upplýst að 5000 manns deyr árlega í landinu þar sem áfengið er dauðavaldurinn beinlínis eða óbeinlínis. Áfengisneytendur greiða ár- lega um 2.5 milljarða sænskra króna (42.5 milljarða ísl. kr.) fyrir áfenga drykki. G. T. blaðið 5/3 1969. Áfengisvarnaráð. sem gera að verkum, að hún er með afbrigðum sterk. Auðvelt er að opna hina nýju dós í sam- anburði við eldri gerðir, því að til þess þarf aðeins eitt handtak með því að kippa í hring í einu horni loksins, sem losnar þá í einu lagi. Lokbrúnin, sem eftir er, situr í gróp í hlið dósarinn- ar, svo að auðvelt er að komast að innihaldinu og tæma dósina. Brún er á dósarhliðinni, sem ver lokið hnjaski og er líka að- hald við flutning á tómum dós- um, en unnt er að stafla þeim hverja í aðra, þar sem örlítill flái er á hliðunum. Sérstök rif eða fætur eru þrykktar í botn dósanna til að styrkja hana og auðvelda stöfl- un. Efnið í dósunum er sérstak- lega hert ál, sem Alcoa fram- leiðir eingöngu til nota í dósir af ýmsu tagi. Meðal annara mikilvægra atriða í augum framleiðenda, sem berjast gegn vaxandi kostn aði, og þeirra, sem annast hönn un umbúða, er sú staðreynd, að auðvelt er að prenta á sjálfan málminn, svo að ekki er þörf sérstakra umbúða, pappa eða pappírs, um dósirnar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.