Dagur - 04.06.1969, Blaðsíða 4

Dagur - 04.06.1969, Blaðsíða 4
5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar hJ. ÚTSVÖRIN ÚTSVARSSKRÁ Akureyrar hefur verið lögð fram. Hækka þurfti út- svarsstigann lítilsháttar og takmarka framícvæmdafé til að enclar næðuí saman á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs, þar sem skattskyldar tekjur urðu lægri í bænum en búist var við. Af fréttum er ljóst, að þetta hafa fleiri kaupstaðir hér norðanlands þurft að gera. Hækkun útsvarsstiga er óvin- sæl og mjög að vonum, en sýnir að- eins þá staðreynd svart á hvítu, að tekjumar eru minni en reiknað var með. Sú tilfærsla fjáraiagns meðal borgara í sveitarfélagi, sem felst í álagningu útsvara, er ætíð mikil og til jöfnunar á efnaliag ríkra og fátækra. Þær milljónir, sem koma í bæjarsjóð vegna hækkunar útsvars- stigans eru að mestu úr vösum þeirra tekjuháu og ríku en koma einkum hinum fátækari og tekjulægri til góða í auknum atvinnutekjum. Á bæjarstjómarfundi lagðist íhaldið auðvitað gegn þessu, sjálfu sér sam- kvæmt og talaði um ófrávíkjanlegt „prinsip“ í þessu efni, að hafa út- svarsstigann ekki hærri en í Reykja- vík, og miðast slík sjónarmið ekki við þarfir bæjarins. Hér á Akureyri er þörf á aukinni atvinnu svo aðkallandi, að ekki var á nokkum hátt verjandi að draga meira úr framkvæmdum en gert var. IÐNAÐARMÁLA- RÁÐSTEFNA HÉR á Akureyri hefst iðnaðarmála- ráðstefna á föstudaginn, 6. júní, og eru það Framsóknarfélögin á Akur- eyri og í Reykjavík, sem halda hana í sameiningu. Hingað koma á ráð- stefnuna nokkrir tugir manna, þar á meðal alþingismenn úr öllum kjör- dæmum landsins. Og eins og nafn ráðstefnunnar ber með sér, verður fjallað um iðnað og iðnfyrirtæki á Akureyri verða sérstaklega kynnt. Verður þetta því öðrum þræði kynn- ing á iðnaði bæjarins. Ætlast er til, að fulltrúar ráðstefnunnar geri álykt anir um iðnaðarmál, samkvæmt fréttatilkynningu. Það fer vel á því, að kynna sem flestum málsmetandi mönnum iðnað þessa norðlenzka kaupstaðar, sem hefur á að skipa flestu og þrautþjálf- uðustu iðnverkafólki og iðnaðar- fólki, hefur landsþekktan stórrekst- ur á ýmsum sviðum iðnaðar og bygg- ir framtíð sína á auknum iðnaði. □ UM SKÓLAÞROSKAPRÓF Á SL. VETRI samþykkti FræðsluráS Akureyrar einróma að lagt yrði „skólaþroskapi'óf“ fyrir öll 7 ára börn í bænum á þessu vori. Áður en tillagan um próf þessi var lögð fyrir ráðið kynnti ég mér eftir föngum hvaða skólaþroskapróf við gætum fengið til afnota fyrir Akureyri, en um mörg slík „próf“ eða „könnunaraðferðir“ er að ræða, og er notkun þeirra bundin því skilyrði að sérþjálfað fólk sjái um framkvæmd „prófanna“ og sálfræðingur fjalli um þær nið- urstöður sem þykja afbrygði- legar. Endirinn varð sá að hér var notað „Uppsalaprófið“, sem margir skólar á Norðurlöndum hafa lengi notað og lagt hefir verið fyrir 7 ára börn í Reykja- vík um nokkurra ára skeið. Mörgum foreldrum og for- ráðamönnum barna mun leika nokkur forvitni á að vita eitt- hvað um þessi „próf“, sem lík- lega væri réttara að nefna „könnunaraðferð“, því í raun- inni er hér ekki um próf í venju lgeum skilningi að ræða. Dansk ir kennarar hafa gefið út stutta greinargerð sem ætluð er for- eldrum til glöggvunar í sam- bandi við próf þessi og er það sem hér fer á eftir að nokkru byggt á henni. Það er ínikill munur á þroska bama. Rannsóknir hafa sýnt að jafn aldra börn eru mjög misjöfn að þroska. Stundum er 7 ára barn á sama þroskastigi og venjulegt 5 eða 9 ára barn, svo eitthvað sé nefnt. Þessi staðreynd er meðal ann ars orsök þess að kennsla í byrjendabekkjum hefir tekið miklum breytingum á síðari ár- um. Skólinn reynir í vaxandi mæli að taka tillit til einstakl- inganna. Ætíð má búast við því að einhver böm geti ekki fylgst með í hópkennslu, og hætt er við að þeir einstaklingar missi kjarkinn og fái neikvætt við- horf til náms og skólagöngu í stað tilhlökkunnar og áhuga, sem jafnan leiðir til góðs árangurs. Skólaþroskaprófið getur gefið vísbendingu um hvers vænta má af barninu í þessum efnum og þannig orðið kennurum og foreldrum til gagns í sambandi við námstilhögun barnsins. Hvernig fer „prófið“ fram? „Prófið“ er hópkönnun, þar sem verkefni eru lögð fyrir 12 —14 böm samtímis. Tveir kenn arar, sem notið hafa sérstakrar tilsagnar, sjá um framkvæmd „prófsins" en skólasálfræðingur ber í raun og vem ábyrgð á verki þeirra. Á „prófinu" fær hvert barn dálitla myndabók og í henni eru prófverkefnin. Annar próf- arinn skýrir fyrir bömunum hvað ætlast er til að þau skoði í bókinni, og hvað þau eiga að gera í sambandi við athuganir sínar, t. d. að setja kross eða strik í mynd o. s. frv. Hinn próf arinn athugar bömin á meðan þau vinna. „Prófið tekur 45 mín. og er ætlast til þess að bömin vinni róleg og óþvinguð, og í umhverfi sem ekki truflar þau á neinn hátt. Skólaþroskapróf er ekki neitt próf í venjulegum skilningi og enginn getur fallið á því. Þessi könnun er líkust venjulegri kennslustund og oftast þykir börnum mjög gaman að þessum „leik“. Börnunum sjálfum, er sem betur fer, sjaldan ljóst að þau hafi verið í „prófi“ þegar þessi skólaþroskaathugun fer fram, og það er bezt að svo sé. Aðrar upplýsingar. Skólaþroskaprófið er eitt þeirra hjálpargagna sem stuðst er við þegar athugað er á hvern hátt barni verður bezt hjálpað til náms, en margt annað getur einnig komið að gagni. Hafi barnið t. d. verið í forskóla, þar sem skráðar eru athuganir varð andi hvern einstakling, er sjálf- sagt að barnaskólinn fái um- sögn um barnið frá þeirri stofn un, því löng kynning ættu að gefa gleggri mynd af þroska þess en stutt athugun, sem gerð er með skólaþroskaprófi. Þýðingarmestu upplýsingarn ar um þroska barnsins er þó að jafnaði umsögn foreldranna, en reynslan er sú, að oft eiga þau erfitt með að gera sér grein fyr- ir því, hvernig barnið muni taka námi og skólágöngu, eink- um þegar um fyrsta barn þeirra er að ræða. Skólinn vill því gjarnan reyna að gefa ráð, sem að gagni koma. Samband skóla og heimila. Sumir skólar búa við þá að- stöðu að þeir geta fylgst með þroska barnanna samkvæmt ráðleggingum skólasálfræðings og leitað til hans ef eitthvað virðist óvenjulegt um þroska þeirra eða geðheilsu, en hér verðum við að láta nægja þá athugun sem gerð er með skóla þroskaprófinu og þær upplýs- ingar sem hægt er að fá eftir öðrum leiðum. Síðan verður að leita til sálfræðings utan bæjar- ins, ef ástæða þykir til nánari athugunar. Notkun prófanna er spor í rétta átt og getur stuðlað að því að börn fái réttari með- höndlun í skóla en annars hefði orðið, én vitanlega þarf að koma hér upp stofnun sem hef- ir sálfræðing, talkennara og fé- lagsfræðing í þjónustu sinni, og starfar í tengslum við skólana. Hvaða gagn er að skólaþroska- prófinu? Niðurstaða þess eikur skiln- ing og þekkingu kennarans á hæfileikum barnsins og getur orðið honum og foreldrunum til leiðbeiningar í viðleitni þeirra til að finna þroskavænlegustu aðferðirnar í sambandi við skólanámið. Þurfi barnið á sér- stakri aðstoð að halda í sam- bandi við skólagönguna kemur það venjulega fram við þessa skólaþroskakönnun og þá þarf skólinn að vera þess megnugur að veita hana strax. Það má ekki dragast þar til á þriðja skólaári eða lengur, eins og oft hefir skeð vegna fjárskorts og vöntunar á hæfum kennurum. Að lokum vil ég sérstaklega taka það fram, að ekki má rugla saman skólaþroskaprófum og gáfnaprófum og að skólaþroska próf, sem er hópkönnun, er alls ekki fullkomin aðferð til að kanna skólaþroska, en þau eru góð hjálpartæki sem geta orðið til mikils gagns á meðan ekki er völ á öðru betra, og ástæða til að fagna því að þau hafa nú verið tekin upp við alla skóla bæjarins. Tryggvi Þorstemsson. GREINARGERÐ framtalsnefndar Ak. um útsvarsálagningu 1969 ÚTSVÖRIN eru álögð samkv. V. kafla laga nr. 51, 1964, um tekjustofna sveitarfélaga og síð ari breytingum á þeim lögum. Samkv. 31. gr. nefndra laga eru útsvör miðuð við hreinar tekjur og skuldlausa eign samkv. skatt skrá. Áður en útsvör eru lögð á, samkv. neðanskráðum útsvars- stigum, er veittur frádráttur á hreinum tekjum: Fyrir einstaklinga kr. 45.200.00 Fyrir hjón — 64.500.00 Fyrir hvert barn innan 16 ára aldurs á framfæíi gjald- anda — 12.900.00 Tekjuútsvör sl. árs eru einnig dregin frá hreinum tekjum, hafi þau verið greidd að fullu fyrir áramót sl. og fyrirframgreiðsla, skv. 31. gr. framangreindra laga, hafi farið fram fyrir 31. júlí 1968. Samkv. ákvörðun framtals- nefndar og með heimild í 33. gr. og ákvæða til bráðabirgða, stafa lið e, fyrrgreindra laga, voru gerðar breytingar á hreinum tekjum, áður en útsvar var Akureyrartogararnir KALDBAKUR landaði á Akur eyri 30. maí 166 tonnum. SVALBAKUR seldi 221 tonn í Aberdeen fyrir 7494 pund. HARÐBAKUR landaði 21. maí 159 tonnum og landar hér aftur í dag. SLÉTTBAKUR landaði 27. maí 219 tonnum. Hinn 31. maí höfðu togararnir farið 37 veiðiferðir móti 35 í fyrra á sama tíma. Aflinn í þessum veiðiferðum nú var 6810 tonn eða 700 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Q álagt, sem hér segir: Veittur frádráttur á bótum frá Almannatryggingum öðrum en fjölskyldubótum með 1. og 2. barni, og hækkun ellilífeyris vegna frestunar á töku hans. Veittur frádráttur fyrir kostn aði vegna sjúkdóma, slysa eða dauðsfalla, sem á gjaldendur hefir fallið, ef verulegan má telja, eða skerða gjaldgetu þeirra verulega. Veittur frá- dráttur á skólakostnaði barna eldri en 16 ára, skv. reglum í 49. gr. reglugerðar nr. 245.1963. Vikið var frá ákvæðum skatt laga, 2. málsgr. b. liðs 11. gr. og 2. málsgr. 17. gr., varðandi yfir- færslu taps milli ára, og vara- sjóðsfrádrátt félaga. A. Af útsvarsskyldum tekjum samkvæmt framansögðu greiða: 1. Einstaklingar og hjón: Af fyrstu 25.800.00 kr. 10%. Af 25.800.00 til 77.400.00, kr. 2.580.00 af 25.800.00 og 20% af afgangi. Af 77.400.00 og þar yfir greiðast kr. 12.900.00 af 77.400.00 og 30% af afgangi. 2. Félög: Af fyrstu 75.000.00 kr. 20%. Af 75.000.00 og þar yfir greiðast kr. 15.000.00 af 75.000.00 og 30% af afgangi. B. Af útsvarsskyldum eign- um greiða: 1. Einstaklingar og hjón: Af fyrstu 500 þús. 5%c. Af 500 þús. til 1 millj. greiðast kr. 2.500.00 af 500 þús. og 9%0 af afgangi. Af 1 millj. og þar yfir greiðast kr. 7.000.00 af 1 millj. og 12%0 af afgangi. 2. Félög: Greiða 7 %o af hreinni eign sinni. Öll útsvör, álögð skv. framan skráðum rgelum, voru hækkuð um 3.5%. Akureyri, 27. maí 1969. Skattstjóri. Um tónlistarmálin á Akureyri Geitfé í Aðaldal. (Ljósm.: E. D.) Tónlisfarskóla Akureyrar sagf upp TONLISTARSKOLA Akureyr- ar var sagt upp sl. sunnudag 1. júní. Skólastjóri Jakob Tryggva son orgelleikari flutti skólaslita ræðu og gerði grein fyrir starf- inu á liðnu skólaári, sem var hið 25. frá stofnun skólans. Nem endur voru um 100 talsins, en alls voru um 140 manns í ein- hverjum námstengslum við skól ann. Kennslugreinar voru píanó- leikur, orgel og fiðluleikur, blásturshljóðfæri, tónfræði, tón listarsaga og heymarþjálfun. Aðalkennari á píanó var Philip Jenkins, fiðlukennslu annaðist María Bayer-Júttner, Sigurður Demetz Franzson hafði á hendi söngkennslu og Jan Kisa kennslu á blásturshljóðfæri. Ber þeim öllum heiður og þökk fyrir störf sín í þágu skólans og framlag sitt til eflingar tónlistar lífs bæjarins. Nemendur skiptust þannig eftir námsgreinum, að píanó- nemendur voru með fæsta móti eða aðeins 27, orgelnemendur voru 16, fiðlunemendur einnig 16 og er þarna aukning í báðum þessum greinum frá því sem verið hefur. Til söngnáms inn- ritaðist 41, 18 tóku þátt í kór- námskeiði og 22 stunduðu nám á blásturshljóðfæri. Kennarar voru átta að skóla- stjóra meðtöldum, sem annaðist kennslu á orgel ásamt tónfræði kennslu og heyrnarþjálfun. Skólaárið endaði að venju með prófum og nemendatónleik um. Að þessu sinni voru þrenn- ir tónleikar haldnir, því að auk tónleika yngri og eldri nemenda bættust nú við tónleikar söng- nemenda og var það ánægjuleg tilbreytni. Á öllum þessum tón- leikum sýndu ýmsir góða frammistöðu, og er ekki ástæða til að draga dul á það, að marg- ir úr hópi nemenda hafa stund- að nám sitt heils hugar og náð góðum árangri. Söngkennsla innan vébanda skólans er til- tölulega nýtilkomin. Hún hafði fallið niður um árabil, en að slíkri kennslu er hinn mesti fengur. Fyrirkomulag söng- kennslunnar er að vísu enn- í deiglunni, en fyrir liggur að fjalla um, hvernig bezt megi fella það í fastari skorður. Hljóðfærakostur skólans má heita góður og fullnægjandi við núverandi aðstæður. Þá er liús- næði skólans í Hafnarstræti 81 bæði hentugt og hið vistlegasta. ÆSKULYÐSBLAÐ ANNAÐ tölublað Æskulýðs- blaðs, er kemur út á vegum ÆSK í Hólastifti, er komið út og er ritstjórinn séra Bolli Gústavsson sóknarprestur í Laufási. Það er 59 blaðsíður, prentað á sæmilegan pappír, fjölbreytt að efni og myndum prýtt. □ Ekki skal því þó neitað, að inn- an skólans ríkir eftirvænting og tilhlökkun varðandi fleiri vistar verur á neðri hæð þar sem Amtsbókasafnið var fyrrum til húsa. Fleiri kennsluherbergi myndu auðvelda skiptingu í bamadeild til undirbúnings og eldri deild, en slík skipting er löngu orðin aðkallandi. Efst á óskalistanum stendur þó salur til tónleika- halds, og myndi ekki skólinn einn njóta góðs af, heldur yrði þarna ákjósanleg aðstaða til tón leika fyrir bæjarbúa. Gæti það komið sér vel að hafa slíkan sal tiltækan, þótt ekki væri hann ýkja stór. Einnig gætu menn komið þar saman til að iðka tón list. Sem stendur er því miður ekki unnt að halda reglulega nemendakvöld, en þau eru bráð nauðsynlegur þáttur í náminu. Er þess vonandi að vænta, að úr rakni hið fyrsta með viðbót- arhúsnæði fyrir skólann. Skólanefnd skipa: Vigfús Jónsson, sem er formaður, og auk hans Sigmundur Björns- son, Áskell Jónsson og Finnbogi Jónasson. NU UM SKEIÐ hefur sá háttur verið hafður á, að birtar hafa verið umsagnir um það, sem gerzt hefur í tónlistarlífi bæjar- ins. Þetta má víst heita ný- breytni a. m. k. nú um nokkurt skeið og liggur við, að ýmsum hafi orðið hverft við, er farið vai' að ræða t. d. um kóra í fullri alvöru rétt eins og hvað annað, sem mark er takandi á. Það er líkast því, sem sízt hafi verið búizt við, að kórar kæm- ust yfirleitt á blað. Þessi pistlar hafa verið nefnd ir tónlistargagnrýni og er rétt að taka það strax fram, að það virðist mér fullmikið sagt í sam bandi við frómar hugleiðingar mínar, sem ég hef fest á blað, um tónlistarmál á Akureyri. Hver sá, sem tekur að sér að hugsa upphátt um téð málefni, á um ýmsar leiðir að velja. Þess er engin von, að blöðin ætli skrifum um tónlist lítt takmark að rými; þau eru engin tónlistar tímarit. Sá sem skrifar verður sumsé að takmarka sig við viss atriði og þá helzt þau, sem mestu máli skipta miðað við að- stæður á hverjum stað. í fyrsta lagi kjósa ýmsir að miða skrif sín við persónulegt mat og eru þá langoftast að viðra einka- smekk sinn gagnvart því sem fram fer. í öðru lagi er hugsan- legt að einskorða sig við að ræða flutning verkanna eða túlkunarhæfni og tæknilega getu flytjenda. Þessi leið er helzt fær, þegar mjög hæfir flytjendur eiga í hlut og á stöð- um þar sem tónlistarlíf er fjöl- breytilegt og langþróað. í þriðja lagi er sá möguleiki að ræða almennt ástand staðar í tón- Iistarmálum, hvort menn séu að dómi gagnrýnanda á góðri leið og vænlegri áleiðis til meiri tón listarþroska og víðari sjóndeild arhrings, hvert menn stefna og ef þeir ekki stefna neitt að - Skrá um útsvör og aðstöðugjöld (Framhald af blaðsíðu 1) Jóhann Þorkelsson, læknir.......................... — 133.300.00 Stefán Reykjalín, byggingameistari................ — 131.700.00 Jóhann G. Benediktsson, tannlæknir................. — 130.200.00 Ólafur Sigurðsson, yfirlæknir ..................... — 129.800.00 Halldór Hallgrímsson, skipstjóri................... — 126.200.00 Alfreð Finnbogason, skipstjóri..................... — 122.800.00 Guðmundur Magnússon, læknir........................ — 122.200.00 Jónatan Klausen, útvarpsvirki...................... — 121.600.00 Félög: Kaupfélag Eyfirðinga ............................ kr. 482.900.00 Kaffibrennsla Akureyrar h.f........................ — 295.700.00 Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h.f. ... — 203.600.00 Amaro h.f.......................................... — 198.500.00 Valbjörk h.f....................................... — 175.100.00 Möl og sandur h.f.................................. — 161.200.00 Skipaafgreiðsla Jakobs Karlssonar h.f.............. — 151.500.00 * Braut h.f.......................................... — 122.500.00 Aðstöðugjöld voru lögð á 511 gjaldendur, samtals kr. 17.546.700.00. Einstaklingar eru 337 og bera samtals..........kr. 2.358.500.00 Félög eru 174 og bera samtals................. — 15.188.200.00 Hæstu aðstöðugjöld bera eftirtaldir aðilar: Einstaklingar: Oddur C. Thorarensen, lyfsali.....................kr. 157.600.00 Valdimar Baldvinsson, heildsali.................... — 92.000.00 Valtýr Þorsteinsson, útgerðarmaður................. — 90.000.00 Félög: Kaupfélag Eyfirðinga ........................... kr. 4.235.000.00 Samband íslenzkra samvinnufélaga................. — 1.738.400.00 Útgerðarfélag Akureyringa h.f.................... — 1.093.000.00 Slippstöðin h.f.................................. — 487.400.00 Amaro h.f........................................ — 376.600.00 Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h.f. .. — 350.000.00 Kaffibrennsla Akureyrar h.f...................... — 347.700.00 Bifreiðaverkstæðið Þórshamar h.f.......•....... — 297.100.00 Súkkulaðiverksmiðjan Linda h.f................... — 279.400.00 Leðurvörur h.f................................... — 209.900.00 (Fréttatilkynning) benda þá á færar leiðir og væn- legar. Mætti fleira tína til, en þetta nægir. Þessa síðasttöldu leið hef ég kosið að fara vegna þess, að mér virðist sem þar komi til greina mikilvæg atriði, sem hvað mestu máli skipta varðandi æskilega þróun tón- listarmála hér á staðnum. Ég myndi telja það vel farið, ef þessi fábrotnu skrif mín gætu orðið mönnum tilefni til að hug leiða hvar við stöndum í þess- um efnum. Ef þau gætu knúið rnerrn til að endurmeta viðhorf sín, væri betur af stað farið en heima setið. Skiptir þá minnstu, hvort menn eru mér sammála í smærri atriðum eða ekki. Það skal tekið fram hafi það ekki fyrr verið nægilega skýrt, að karlakórar yfirleitt eru því mið ur ekki á neinni sérstakri leið. Þeir eru búnir að hjakkia í sama farinu um langt skeið. Ef menn kunna því farinu bezt, er auð- vitað ekkert við því að segja. Samt er það trúa mfn, að þeir séu margir, sem kjósa að stefna á hærri mið og gera sér Ijóst, að það kostar að bera sig að sækja ögn á brattann, en ráðast ekki einlægt á garðinn þar sem hann er lægstur í þeirri trú, að það skapi vinsældir og þær rétt mætar. Það er háskalegt að taka lofsamlegar undirtektir og rífandi aðsókn sem gilda sönn- un þess, að rétt leið sé farin og allt sé í himnalagi. Væri t. d. víðtæk skoðanakönnun fram- kvæmd um vinsældir dægur- lags annars vegar og segjum sálmaforleiks eftir J. S. Bach hins vegar, myndi trúlega yfir- gnæfandi meirihluti veðja á dægurlagið. Hvað sannar nú þetta? Einfaldlega það, að hinn svokallaði almenningur er mjög ofurseldur ásókn hvers kyns léttmetis. Svona útkoma segir öldimgis ekkert um listrænt gildi, hún ber einungis vitni lítt þróuðum smekk. Einnig skyldu kóramenn varast að leggja of mikið upp úr vinsamlegum dóm um erlendis, er þeir hafa farið í vinaheimsóknir. Góðar undir- tektir t. d. í Frakklandi og á Norðurlöndum sýna okkur fyrst og fremst það, sem við raunar vissum, að frændur okkar og þeir frönsku eru í bezta máta kurteisir menn og velviljaðir gestum sínum og sömuleiðis það, að vitanlega fyrirfinnst hjá þeim tónlistarsmekkur, sem er rétt í meðallagi burðugur. Varðandi hugtökin smálag — þjóðlag gætir iðulega nokkurr- ar ruglandi sem rétt er að ræða nánar, ef það gæti brugðið upp einhverju Ijósi. Þjóðlagið í sinni beztu og sönnustu mynd endur speglar skaplyndi þjóðar og þær aðstæður, sem lífshættir hennar mótast af. Það vex fram meðal stríðandi lýðs í daglegri önn. Hreimur þess getur verið hrjúfur eins og veruleikinn sjálfur, en hann er ævinlega sannferðugur. í einfaldri gerð þjóðlagsins er „hið blíða bland- að stríðu“. Þau lög eða smálög, þótt lengdin skipti ekki máli, sem ég hef leyft mér að kalla léttvæg eru léleg végna þess að þau tjá sig yfirborðslega. Þau eru uppþembd með ytri glans, en segja aðeins hálfa sögu og varla það. Slik lög villa á sér heimildir vegna þess, að þar er reynt að fela innri tómleika und ir áferðarsnotru yfirbragði. Þjóðlagið er einmitt stórt í snið um, hvað svo sem lengd þess líður, vegna þess að það er aldrei væmið eða útþynnt. Það birtir áheyrandanum brot af lífi þjóðar „í sæld og þrautum“ og dregur ekkert undan. Hvert skyldu svo hinir stóru meistar- ar hafa sótt sinn efnivið nema beint til þjóðlagsins? Þar er uppsprettulindin og dæmin sanna, að þeim mun næmara eyra sem þeir höfðu fyrir lagi þjóðar sinnar og hreimi þess, þeim mun stærri varð list þeirra, þeim tókst að ljá list sinni alþjóðlegt gildi vegna þess, að þeir voru fyrst þjóðlegir. Það er einkum þetta, sem er svo merkilegt við Jón Leifs, að hann heyrði íslenzkan tón og leitaðist við að skapa listræna íslenzka tónlist af þeim efni- viði, sem íslenzk þjóð hefur um aldir verið að leggja til í öllu sínu lífsstríði. Þetta hefur svo mörgum íslenzkum lagasmið- um sézt svo hrapallega yfir, enda var rækilega gengið fram í því á síðustu öld að afmá þenn an tón úr vitund þjóðarinnar. Útkoman hefur svo að stórum hluta verið laglegt safn af þýzk um rómönsum síuðum gegnum dönsk eyru, eða daufur endur- rómur einhvers, sem ekki er okkar eigið. Gott dæmi um íslenzkt þjóð- lag í hreinni, sterkri mynd er t. d. „ísland farsælda frón“, sem sr. Bjarni Þorsteinsson skráði og er með tvísöngslög- unum í þjóðlagasafni hans. Það leggur svalan andblæ af þessu tignarlega lagi, og það er sem sprottið upp af stórbrotinni ásýnd okkar kalda lands. í þessu er einmitt gildi þjóðlaga fólgið, að þau dýpka og glæða skyn manna á umhverfi því, sem þau eru orðin til í ásamt því, að þau ljúka upp forsmekk af sönnum listrænum verðmæt- um hverju sæmilega ómvísu eyra. Þetta vakti m. a. fyrir mér, er ég hvatti til þess, að söngmenn legðu sig eftir þessu sviði tónlistar og tækjust á við veigameiri viðfangsefni en gert hefur verið um langt skeið. S. G. - Verið aS rækta eyfirzku árnar (Framhald af blaðsíðu 8). sumarið. Laxaseiði hafa nú ver- ið sett í hana og hefur það bor- ið árangur. Ekki eru nema fáir dagar síðan þar veiddist allstór laxahrygna, niðurgengin. Dal- víkingar hafa ána. Ágóði af seldum veiðidögum gengur til fiskiræktar. Þorvaldsá á Árskógsströnd hefur aldrei verið talin með fiskiám, enda foss í henni stutt frá sjó. Þar á framtíðin eftir að nýta mikla möguleika. í Hörgá voru í fyrra látin 5 þús. gönguseiði og þúsund minni og nokkrum sinnum áð- ur. Þar veiddust 12 laxar í fyrra, ásamt allmiklu af bleikju. Þar var eftirlitsmaður ráðinn í fyrra. Flúðir leigðu Hörgá. Eyjafjarðará hefur löngum verið dálítil bleikjuá. Þar er nú farið að veiðast ofurlítið af láxi hin síðustu ár, enda árlega lát- in í hana laxaseiði. Straumar og eyfirzkir bændur annast ána. Flúðir hafa tekið Fnjóská á leigu til 5 ára. Byggður verður þar laxastigi næsta haust. Fnjóská er allgóð veiðiá og hef ur gefið töluverðan lax síðustu árin og oft mikið af bleikju. f hana verða í sumar látin 3500 gönguseiði. Flúðir annast sölu veiðileyfa í Selá neðan við foss — þ. e. á gamla veiðisvæðinu. Þar sem fiskveiði í ám og vötnum er veruleg, þykir sjálf- sagt að hafa eftirlitsmann á sumrin. Svo er einnig hér, og er nú að því unnið og við það mið- að, að eftirlitsmaðurinn verði löggiltur og valdameiri en nú tíðkast um eftirlitsmenn veiði- vatna. Klakstöð er á Teigi í Eyja- firði. Hér á landi veiðist á annað hundrað tonn af laxi á ári, þar af um helmingur á stöng. Talið er, að stangveiðimenn greiði meira en 30 milljónir króna á ári fyrir veiðileyfi í veiðiám hér á landi, og sýnir það hvers virði árnar eru til veiða. □ - FEGRUNARVIKA A AKUREYRI (Framhald af blaðsíðu 1) jánsson og Haukur Árnason frá Fegrunarfélaginu, Björn Guð- mundsson, heilbrigðisfulltrúi, Kristján Rögnvaldsson, garð- yrkjumaður og Hermann Sig- tryggsson, æskulýðsfulltrúi. Þessir menn boðuðu frétta- menn og síðan bæjarráð á sinn fund til skrafs og ráðagerðar. Fegrunarvikan í ár er frá 9. —15. júní. Framkvæmdanefndin beinir þeim tilmælum til bæjarbúa, bæði félagasamtaka og einstakl inga að taka höndum saman um að hreinsa allt sem er til óþrifn aðar og óprýði af lóðum sínum eigi síðar en í fyrrgreindri viku. Starfsmenn Akureyrarbæjar munu fjarlæga rusl sem hreins- að verður af lóðum og sett í hrúgur á götukanta framan við lóðir eftirgreinda daga: Þriðjudaginn 10. júní í Glerár hverfi. Miðvikudaginn 11. júní, Ytri-Brekkan norðan Þingvalla strætis og Kaupvangsstrætis vestan Glerárgötu. Fimmtudag- inn 12. júní, Syðri-Brekkan og Innbærinn sunnan Þingvalla- strætis og Kaupvangsstrætis. Föstudaginn 13. júní, Oddeyri austan Glerárgötu. Nefndin verður til viðtals í skrifstofu heilbrigðisfulltrúa í bæjarskrifstofuhúsinu, dagana 9,—13. júní n. k. kl. 14.30—17.00, sími 21000. Allir bæjarbúar þurfa að sam einast um, að fegra bæinn og vinna að sínum hluta að því, að fegrunarvikan beri tilætlaðan árangur, bæ og íbúum til sóma. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). að þakka, að bæjarstjóm leitaði eftir því við skáta og íþrótta- félög, að taka að sér fram- kvæmd hátíðahaldanna, en þau treystu sér ekki til þess. Það voru mikil vonbrigði. Hátíða- liöldin verða því með líku sniði og áður, og í höndum nefndar, er bæjarstjórn kaus og vinnur hún nú að undirbúningi. SETJIÐ BJÖLLU A KÖTTINN Kettir eru óvinsælir um þessar mundir. I skóga- og runna- gróðri bæjarins verpir fjöldi þrasta og auðnutittlinga, bæjar búum til hinnar mestu ánægju. En kattavinir eru margir í bæn. um og era það tihnæli fugla- vina, að þeir loki ketti sína inni nú um skeið eða bindi bjöllu um háls þeirra, svo þeim tor- veldist fuglaveiðm. Hringt hef- ur verið til blaðsins úr ýmsum bæjarhlutum og kvartað yfir köttunum. Vonandi ber þessi áminning þann árangur, að gott fólk taki liana til grcina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.