Dagur - 04.06.1969, Blaðsíða 8

Dagur - 04.06.1969, Blaðsíða 8
Verið að rækta eyfirzku árnar Ö1V1S±± 1 < ENN EITT UTIBU Landsbankaútibúið á Akureyri hefur stofnað annað útibú eða afgreiðslu í Glerárhverfi, í húsi Karls Friðrikssonar. Þetta á að auka þjónustuna. Sú stefna bankanna að kaupa lóðir, byggja milljónatuga hús, fjölga útibúum og starfsfólki er að litlu leyti aukin þjónusta við viðskiptavinina. Akureyringar eru engu bættari með nýjum bönkum og bankaútibúum, nema þeir fái þar sæmilega fyrirgreiðslu. Bankakerfið í landinu er hið herfilegasta og úrbætur nauðsynlegar. En hér á Akureyri vantar ekki banka- útibú, heldur aðra stefnu í pen- ingamálum. NÝ SAMTÖK Stofnuð voru í Reykjavík í síð- ustu viku „Samtök frjáls- sy öi ujka ræðna, svo og tillögur uppstill- inganefndar um menn í stjórn en deilt um nafnið. Formaður er Bjami Guðnason prófessor. Stofnendur voru á þriðja hundr að, svonefndir „Hannibalistar“. FRAM, FRAM FYLKING! Nú hefur bæjarstjórn ákveðið, að fegrunarvika skuli árlega haldin á Akureyri og er það vel. Fegrunarfélagið liefur unnið mikið starf og gott undir for- ystu Jóns Kristjánssonar og nú fær félagið væntanlega þá að- stoð, er um munar, er stjórn bæjarins hefur með samþykkt sinni sýnt málinu vilja sinn. Akureyri er fríður bær og þrifa legur þegar á lieildina er litið. En verkefni til fegrunar eru þó óþrjótandi og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu fegrunarmála nú. í EYJAFJÖRÐ falla nokkrar ár, sem fiskgengar eru og nokkr ar veiðiár. Ár þessar eru ekki í hópi þeirra, sem miklar laxveiði ár teljast en mörgum leikur hug ur á, að svo verði og má segja, að svolítið miði í þá áttina hin síðustu ár, og sýnilegur árang- ur sé af viðleitni manna til að auka laxgöngur í árnar. Ef byrjað er í Ólafsfirði, er þar falleg, fremur vatnslítil á, sem rennur í gegn um stórt vatn við Ólafsfjarðarkaupstað. Margt bendir til þess, að náttúr an hafi í þessari sveit gefið mikil og auðveld tækifæri til mikillar fiskiræktar, sem enn eru ónotuð. Allmikið gengur af bleikju í vatnið og veiðist hún þar og í ánni. Lax veiðist öðru hverju. Svarfaðardalsá er miklu vatnsmeiri og gengur oft mikið af bleikju í hana þegar líður á (Framhald á blaðsíðu 5). Gljúfurversvirkjun I Laxá Ályktun sýslunefndar S.-Þingeyjarsýslu sam- þykkt með öllum atkvæðum sýslunefndarmanna ÓLAFUR JÓHANNESSON pró fessor, formaður Framsóknar- flokksins, flytur ávarp á iðn- aðarmálaráðstefnunni á Akur- eyri á föstudaginn. [j] SÝSLUNEFND Suður-Þing- eyjarsýslu mótmælir harblega framkominni áætlun um flutn- ing fallvatna af vatnasvæði Skjálfandafljóts til Mývatns- sveitar og þaðan að Laxárvirkj- un. Sú röskun, er því fylgir, mundi valda ófyrirsjáanlegum afleiðingum, er varða sex sveit- arfélög héraðsins. Sérstaka áherzlu vill nefndin leggja á eftirfarandi atriði: 1. Suðurá og Svartá eru veru legur hluti vatnsmagns Skjálf- andafljóts, og breyting á rennsli þeirra mundi rýra mjög mögu- leika til fiskiræktar þar. 2. Breyting á rennsli þessa vatns mundi valda spjöllum á löndum bænda í Skútustaða- hreppi og spilla búskaparað- stöðu, gróðri og fuglalífi. Sand- burður í Mývatn mundi og hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar. 3. Hækkun vatnsborðs í Lax- árdal, eins og fyrix-hugað er, mundi eyðileggja alla byggð þar. 4. Aukning vatnsmagns í Laxá neðan Laxárvirkjunar og breytilegt rennsli hennar hlýt- ur að valda hættu á flóðum yfir gróðurlendi og ófyrirsjáanleg- lyndra“. Samkvæmt umsögn Akureyrings, er þar var stadd- ur, var fundurinn all fjölsóttur en mjög daufur. Hin nýju sam- tök ætla að berjast gegn flokks- ræði gömlu flokkanna og ætla sjálf að taka þátt í stjórnmála- baróttunni. En hér fór sem stundum áður, að fundurinn var skýr spegilmynd af því, sem berjast átti gegn: Lög samtak- anna voru samþykkt án um- VONBRIGÐI Tryggvi Þorsteinsson skátafor- ingi og skólastjóri skrifaði á sín um tíma athyglisverða grein um 17. júní-hátíðahöld á Akur- eyri og voru þar nýstárlegar til lögur fram bornar. Þetta vakti athygli í bænum. Því miður komast þessar tillögur ekki í framkvæmd nú, á aldarfjórð- ungsafmæli lýðveldisins. Þó ber (Framhald á blaðsíðu 5) MUNIÐ um afleiðingum fyrir veiði og fiskirækt í ánni. Hins vegar vill sýslunefndin vekja athygli á, að hún telur héraðinu hagkvæmt, að raforku fi’amleiðsla vei’ði aukin með við bótarvirkjun þar, þótt hún hafi í för með sér hækkun vatns í Laxá ofan virkjunarinnar allt að 18 meti'um. Að lokum bendh- sýslunefnd- in á, að samkvæmt 144. gr. Vatnalaga, nr. 15 frá 20. júní 1923, ber að hafa fullt samráð við hlutaðeigendur í héraði varðandi framkvæmdir sem þessai', áður en mikilsverðar ákvai'ðanir eru teknar. □ Fengu nokkra væna blöðruseli Hrísey 2. júní. í gær Var hér gleðskapur í tilefni Sjómanna- dagsins. Var hér handknattleik- ur, kaffisamsæti og dans. Hér var Snæfell að landa 25 tonnum fiskjar og Stígandi er með annað eins og er byrjað að landa úr honum. Grásleppan treg í vor. Búið er að taka upp netin og rak ís- inn á eftir því. Vinna hefur verið nokkur en nú bætist skólafólkið í hópinn. Tveir bátar útbúa sig með þox-skanót og margir hugsa til færaveiða og síðar verður snur- voðin reynd. Mjög lítið hafa þeir fengið, sem undanfrna daga hafa verið á handfæri. Hér var dr. Finnur ur daginn að heilsa upp á í-júpurnar. 63 pör verptu í eyjunni í fyrra og er talan svipuð nú, skilst méi'. Sjómenn skutu nokkra mjög stóra blöðruseli fyrr í vor og sást meira af þessari selategund nú, en um fjölda fyi'ii'fai'andi ára. S. F. Bifreið eyðilagðisf á ðxnadalsheiði Frá Stjómunarfélagi Norðurlands MEÐ tilliti til þess, að gefnar hafa verið út reglur um sam- Leikvellirnir opnaðir Á MÁNUDAGINN vox-u fimm gæzluleikvellir opnaðir á Akur eyri. Þeir eru: Lokaðir gæzlu- leikvellir við Löngumýri og í Glerárhvei’fi og sá þriðji verður opnaður seint í þessum mánuði við Vanabyggð. Opnir gæzlu- leikvellir eru í Búðargili og við Helgamagrastræti. □ KAPPREIÐAR og góðliesta- keppni Léttis á skeiðvellinum við Eyjafjarðará á laugardag- inn, 7. júní, kl. 14.30. □ skipti verkkaupa og verktaka við útboð, tilboð og vei'ksamn- inga, þar sem er staðall Iðnaðar málastofnunar íslands, hefur Stjórnunarfélag Noi'ðui’lands í samráði við Stjórnunarfélag fs- lands ókveðið að efna til nám- skeiðs, þar sem tekin verður fyrir gerð útboðsgagna, tilboða og verksamninga. Leiðbeinendur vei'ða vei’k- fræðingai'nir Sigurbjörn Guð- mundssoxx og Skúli Guðmunds- son, en væntanlegir þátttakend- ur í námskeiðinu geta látið ski'á sig í síma (96)21372. Námskeið- ið stendur dagana 13. og 14. þ.m. Stjórnunarfélag Norðurlands var stofnað sl. haust, og er þetta þriðja námskeiðið, sem félagið gengst fyriir. SAMKVÆMT umsögn lögi-egl- unnar á Akui'eyri, var mikil ölvun í bænum um síðustu helgi og eftir sjómannadagsi'áðs dansleiki urðu nokkur illindi í miðbænum. Um helgina var Fiatbíl stolið en hann fannst litlu síðar á öðrum stað í bænum og var óskemmdui'. Vörubíll á vestui-leið með fóðurblöndu á palli, vallt út að vegi á Oxnadalsheiði á laugar- dagskvöldið. Hann bilaði í Klif- inu, en bílstjóri og fai'þegi gei’ðu við bilunina og voru að leggja af stað á ný, er bifreiðin rann af stað, fór út af veginum og eyðilagðist. Hvorugur mann anna var í bílnum, er liann rann af stað og sluppu þeir því ómeiddii’. Slökkvilið var kallað til að slökkva eld í skógi'æktarstöð- inni í Kjai’nalandi á sunnudag og á mánudag til að slökkva eld í brekkunni sunnan við Sam- komuhúsið Hafði verið kveikt í sinu á báðum stöðum. Er lík- legt, að börn eða unglingar hafi að verki verið og er mikil nauð- syn að foreldrar vari börn sín við eldhættunni, sem nú er í náttúrunni, eftir langvarandi þurrka. □ Bíllinn eyðilagðist á Öxnadalsheiði. Urðu nokkrar umferðartafirl meðan verið var að ná honum upp á veginn. Mikið lán var, áð bæði bílstjóri og farþegi sluppu algerlega ómeiddir. (Ljósm.: N. H.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.