Dagur - 11.06.1969, Blaðsíða 5

Dagur - 11.06.1969, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMtJELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Iðnaðarmála- ráðsteinan IÐN AÐ ARMÁL ARÁÐSTEFN A Framsóknarfélaganna á Akureyri og Reykjavík, sem haldin var á Akur- eyri 6.-8. júní, var hin fróðlegasta og yfir eitt hundrað majnns sóttu hana. Henni lauk í Hlíðarfjalli síð- degis á sunnudaginn. Svo sem nafnið bendir til, var fjallað um iðnað hér á landi, stöðu hans í landinu nú, og framtíðarmöguleika hans. í ávarpi, sem Ólafur Jóhannesson prófessor flutti við setningu ráð- stefnunnar, þakkaði hann það fram- tak, að halda hana og taldi hana geta orðið þýðingarmikla. Og hann þakk- aði einnig, að hún væri haldin á Akureyri, í mesta iðnaðar- og sam- vinnubæ landsins. En málefni ís- lenzks iðnaðar væru í brennidepli um þessar mundir og umræður nauðsynlegar. Ræðumaður minnti á, að á næstu árum yrði þjóðfélagið að sjá þúsund- um af ungu fólki fyrir atvinnu, stærri starfshópum en nokkru sinni fyrr. Iðnaðurinn yrði að taka mestan hluta þessa vinnuafls í sína þjónustu þótt undirstöðuatvinnugreinarnar, landbúnaður og fiskiveiðar, væru og yrðu í næstu framtíð hinar mikil- vægustu. Þá gerði ræðumaður EFTA að umræðuefni og benti á, að umsókn um aðild þar færði iðnaðinn á sér- stök vegamót. Hann varaði við bráð- læti í þessum efnum og minnti á, að meiri og raunhæfari athuganir þyrftu að fara fram, áður en lengra væri haldið til inngöngu í stór og voldug efnahagsbandalög. Og jafn- framt taldi hann verkefni nær ótæm- andi í iðnaði landbúnaðar- og sjávar afurða. Þar gætu stóriðjuhugsjónir þær, sem nú svifu yfir vötnunum ekki komið í staðinn. Ólafur sagði, að iðnaður á íslandi væri ung grein, sem sjálfstæður at- vinnurekstur en engu að síður þýð- ingarmikil grein í þjóðarbúskapn- um. Þessi grein hefði vaxið á skömm um tíma og væri þróunin ævintýri líkust og margir brautryðjendur hans hefðu unnið afrek. Nú ætti ís- lenzkur iðnaður í vök að verjast, vegna rangrar stjómarstefnu og al- menns öngþveitis í fjármálum. Hann taldi, að enn þyrfti iðnaður- inn að njóta nokkurrar vemdar til að þróast og verða samkeppnisfær hvar sem væri. Ræðumaður taldi okkur enn varbúna að mæta þeim breytingum í iðnaðarmálum, sem aðild að EFTA krefðist. Að síðustu lagði hann áherzlu á, að betur þyrfti að búa að íslenzkum iðnaði en nú væri gert. □ - Iðnaðarmálaráðstefnaii á Ak. (Framhald af blaðsíðu 1). ur, var ekið með þá til nokk- urra merkra iðnfyrirtækja, þau skoðuð og undir leiðsögn heima manna. Fyrst var ekið í Sana- verksmiðjuna, þar sem öl- og gosdrykkjagerð fer fram. Börk- ur Eiríksson framkvæmdastjóri og Magnús Þórisson verksmiðju stjóri sýndu verksmiðjuna og leystu úr spurningum gestanna. Thule lageröl frá Sana er lands þekktur og vinsæll drykkur og auk þess framleiðir Sana 5 gos- dry kk j ategundir. Slippstöðin. í Slippstöðinni h.f. skoðuðu gestirnir, undir leiðsögn Skafta Áskelssonar o. fl., nýja strand- ferðaskipið, sem þar er í smíð- um, en það verður sjósett síðar á sumrinu. Hjá fyrirtækinu vinna um 200 manns og er næsta verkefni stöðvarinnar smíði annars strandferðaskips. Ný dráttarbraut og hin stærsta sinnar tegundar hér á landi, var einnig skoðuð. Skipasmíðastöðin á Akureyri er fullkomnasta skipasmíðastöð landsins. Valbjörk. Húsgagnaverksmiðjan Val- björk varð næst fyrir valinu í skoðunarferð ráðstefnunnar. Þar vinna 40—50 manns að hinni landsþekktu húsgagna- framleiðslu. Framkvæmdastjóri er Jóhann Ingimarsson. Að þessu loknu var hádegis- verður snæddur í Hótel KEA og þar var ráðstefnan formlega sett. Haraldur M. Sigurðsson formaður Framsóknarfélags Ak ureyrar flutti stutt ávarp, er hann setti ráðstefnuna og hvatti fulltrúa ráðstefnunnar til að nota tímann vel til að sjá það, sem markvert væri að sjá og til að átta sig á, hver staða íslenzks iðnaðar væri um þessar mundir og hver væri æskileg þróun hans, en um þessi atriði myndi ráðstefnan fjalla. Ólafur Jóhannesson prófessor, formaður Framsóknarflokksins, flutti ræðu við þetta tækifæri og verður hennar getið á öðrum stað hér í blaðinu. Og Einar Ágústsson, varaformaður Fram sóknarflokksins, tók einnig til máls. Vcrksmiðjur SIS. Eftir hádegisverðinn voru verksmiðjur SÍS á Gleráreyrum skoðaðar undh' handleiðslu verksmiðjustjóranna Arnþórs Þorsteinssonar, Richards Þór- ólfssonar, Þorsteins Davíðsson- ar, Ásgríms Stefánssonar, Ófeigs Péturssonar og annarra starfsmanna. Á síðasta ári nam framleiðsla Gefjimar 75 millj. kr. að verð- mæti. Starfsfólk er rösklega 200 manns. Hjá Heklu vinna 150 manns í tveim deildum. Þar eru unnar hinar frægu alullarpeysur, sem ásamt Gefjunarteppunum eru seldar Rússum að mestu hin síð ari ár. Skinnafatnað er nú einn- ig byrjað að framleiða hjá Heklu, mjög athyglisverðan. Skógerð Iðunnar er eina verk smiðjan sinnar tegúndar hér á landi, sem staðið hefur af sér storma og ráðleysi í íslenzkum efnahagsmálum. Hún fram- leiddi einn skó á hvern íslend- ing á ári þegar bezt lét. Endur- bygging verksmiðjunnar eftir brunann mikla í vetur verður mikil og myndarleg og miðað við mjög aukna framleiðslu. Sútunarverksmiðja Iðunnar lamaðist einnig af eldi í vetur og starfar ekki enn nema að hálfu leyti. En einnig þar verð- ur byggt meira og betur en áður var og hyggja samvinnu- menn þar á stóraukna starf- semi. Niðursuðan. í Niðursuðuverksmiðju K. Jónsson & Co., þar sem oft vinna um 100 manns við margs- konar niðurlagningu síldar o.fl., er auðvelt og lærdómsríkt að sjá hvernig hinu íslenzka hrá- efni er breytt í aðgengilegar neyzluvörur og þannig er það í svo mörgum greinum hér á Akureyri. Kristján og Mikael Jónssynir eru aðaleigendur og f ramkvæmdast j órar. Útgerðarfélag Akureyringa. Hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga starfa á fjórða hundrað manns og útgerð fjögurra tog- ara íélagsins, ásamt frystihúsi og annarri starfsemi í landi, skilaði verulegum hagnaði á síð asta ári. Það þykir merkilegt hér á landi um þessar mundir. Nú er verið að auka svo hús- rýmið, að unnt verður innan skamms að bæta við 50—60 kon um til starfa í hraðfrystihúsinu. Gísli Konráðsson og Vilhelm Þorsteinsson eru framkvæmda- stjórar. Linda. Allir þekkja Lindu-súkkulað ið, sem er feitum óhollt vegna þess hve mönnum hættir til að borða mikið af því. Eyþór Tóm- asson er eigandi og fram- kvæmdastjóri. Þar vinna 45 manns og verksmiðjan flytur út súkkulaði og fleiri framleiðslu- vörur, 'auk innlenda markaðar- ins. Ýmislegt var enn skoðað' á Akureyri, þótt fleira væri eftir og verður hér ekki lengur rakið. Dúkaverksmiðjan. Hún er 23 ára og framleiðir ýmsar gerðir vefnaðarvöru til heimilisnota og hefur góða möguleika til vaxtar, ef fjár- magn fengist til vélakaupa í gott húsnæði, sem þar er. Dúka verksmiðjan er eitt þeirra mörgu fyrirtækja á Akureyri, er liðið hefur fjármagnsskort. Þarna vinna 9 manns, en feðg- arnir Sigfús Jónsson og Sævar sonur hans eru aðaleigendur og annast reksturinn. Kjötiðnaðarstöð KEA. Og enn gafst gestum kostur á að sjá fullkomnustu kjötiðnaðar stöð landsins, í eigu KEA á Ak- ureyri. Þar starfa 35 manns við hina fullkomnustu aðstöðu og hreinlæti. Haraldur Ó. Valdi- marsson er verksmiðjustjóri. Ræðumenn. Margar ræður voru fluttar á iðnaðarmálaráðstefnu Fram- sóknarmanna. Má þar nefna ræðu bæjarstjórans, Bjarna Ein 5 arssonar, og Harry Frederik- sens, Helga Bergs, Jakobs Frí- mannssonar, Knúts Otterstedt og Arnþórs Þorsteinssonar, auk þeirra er áður getur. En af erindum þessum spunnust hin- ar fjörugustu umræður og marg faldaðist þá tala ræðumannanna og voru ýmsar ræður hressileg- ar og höfðu menn á orði, að hér væri engin hallelújasamkoma. Ályktanir. Hótel KEA var aðalfundar- staður ráðstefnunnar, en síðasta daginn, sunnudaginn 8. júní, var ráðstefnunni fram haldið í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli. Þar skiluðu nefndir uppköstum af ályktunum er ræddar voru og að lokum samþykktar með þeim breytingum, er þurfa þótti. Tryggvi Helgason flugmaður flutti erindi. Að lokum þágu ráðstefnugest ir kaffiboð Framsóknarfélag- anna í Reykjavík þar efra og þar sleit Kristinn Finnbogason ráðstefnunni. Sjóferð. Að sjálfsögðu hafa gestir ráð- stefnunnar stytt sér stundir við þær lystisemdir, sem hverjum og einum eru kærar, þegar hlé var á stöi'fum. En meðal þess, er sérstaklega má nefna til skemmtunar var sjófei'ð með Drang. Siglt var út Eyjafjörð en Jónas Kristjánsson skýrði það, sem fyrir augu bar. En nú skyldi rennt fyrir fisk og var það gert. Skammt norðan við Hörgárgrunn sögðu leitarmælar skipsins að fiskur væri undir og var færum þegar rennt. Stóð þegar fiskur á hverjum öngli. Dorgað var í tvo tíma og aflinn varð 10—1200 kg., að sögn fiski- skipstjórans, Bjarna Jóhannes- sonar, allt sæmilega vænn þorskur. Þarna var hinn ágæt- asti handfærafiskur á nokkru svæði, þ. e. nær Hörgárgrunni en Hjalteyri, og voru þar komn ir 30:—40 trillúbátar áður en haldið var heim. ísjakar voru á sveimi á veiðisvæðinu, einskon- ar eftirlegukindui', sem vissu ekki hvert halda skildi í logn- inu. Kynningarrit, yfir 50 blaðsíð- ur, prentað á góðan pappír og myndum prýtt, var gefið út í tilefni ráðstefnunnar. Kynnt voru mörg helztu iðnfyrirtæki á Akureyri og fengu gestir það í hendur. Ritstjóri þess var Haraldur M. Sigurðsson. Blaðið hefur ekki enn fengið í hendur ályktanir ráðstefnunn- ar, en vonar að geta birt þær eða hluta af þeim síðar. Hafi Framsóknarfélögin á Ak ureyri og í Reykjavík þökk fyr- ir iðnaðarmálaráðstefnuna á Ak ureyri 1969. E. D. Frá félagi iðnnema á Akureyri ÞANN 1. júní sl. komu hingað til Akureyrar tveir menn frá Iðnnemasambandi íslands, þeir Sigurður Magnússon formaður sambandsins og Heiðar Alberts- son stjórnarmeðlimur. Erindi þeirra var að endurvekja Iðn- nemafélag Akureyrar, sem leg- ið hefur í dái nú undanfarið. Boðað var til fundar að Hótel KEA kl. 5 síðd. og mættu þar rúmlega 20 iðnnemar. Tekin voru fyrir ýmis mál á fundin- um, svo sem kaup og kjör iðn- nema. Einnig fór fram stjói-nar- kjör og voru eftirtaldir menn kosnir í stjórn: Formaður Ingv- ar Baldursson ketil- og plötu- smiður, varaformaður Jakob Þórðarson ketil- og plötusmið- ur, ritari Jón Sigfússon prent- ari, gjaldkeri Andrés Aðalbergs son húsasmiður og spjaldskrár- ritari Þorkell Rögnvaldsson húsasmiður. í varastjóm voru kosnir þeir Guðmundur Hannesson, Hilmar Arason, Vilhjálmur Agnarsson og Valmundur Einarsson. Einnig var kosin skemmti- nefnd og íþróttanefnd. Markmið félagsins er að efla samstöðu og félagslíf meðal iðn nema, svo og að berjast fyrir bættum kjörum og aðbúnaði félaga. (Fréttatilkynning) Sumaráæflun Flugfélags íslands UM síðustu mánaðamót gekk sumaráætlun Flugfélags íslands innanlands í gildi. Ferðir frá Reykjavík verða með Friend- ship skrúfuþotum beint til eins áætlunarstaðar í ferð að undan- teknum ferðum til Fagurhóls- mýrar, sem eru sameinaðar Harnafjarðarflugi. Eins og áður verður Douglas DC-3 flugvél á Akureyri og flýgur þaðan til ísafjarðar, Þórshafnar, Raufar- hafnar og Egilsstaða. Ferðum fjölgar nú í áföngum og þegar áætlunin hefir að fullu gengið í gildi verða ferðir frá Reykjavík sem hér segir: Til Akureyrar verða þrjár ferðir á dag. Til Vestmannaeyja verða þrjár ferðir þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga en tvær ferðir mánudaga, miðviku daga, föstudaga og sunnudaga. Til ísafjarðar verður flogið á hverjum degi. Til Egilsstaða verða ferðir alla daga. Til Pat- reksfjarðar verða ferðir á mánu dögum, miðvikudögum og föstu dögum. Til Sauðárkróks verða flugferðir alla virka daga, til Húsavíkur mánudaga, miðviku daga og föstudaga, til Horna- fjarðar þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga og til Fagurhólsmýrar fimmtudaga og - sunnudaga. Milli Akureyrar og ísafjarðar verður flogið á miðvikudögum og sunnudögum, milli Akureyr- ar, Þórshafnar og Raufarhafnar á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum og milli Akur- eyrar og Egilsstaða á þriðjudög um, fimmtudögum og sunnu- dögum. í sambandi við áætlunarflug til hinna ýmsu flugvalla hefir verið komið á bílferðum til nær liggjandi staða. □ Roulunds HEMLABORÐAR í pökkum og rúllum Rofan VIFTUREIMAR í flesta bíla. MIKIÐ ÚRVAL LÁGT VERÐ SENDUM GEGN KRÖEU ÞÓRSHAMAR H.F. Varahlutaverzlun. Sími 1-27-00 Frá aðalfundi KEA, séð yfir „háborðið“. Framkvæmdastjóri í ræðustóli. (Ljósm.: E. D.) Frá aðalfundi Kaupfélags Eyf. (Framhald af blaðsíðu 1) kom fram, að á liðnu ári hafði velta Kaupfélags Eyfirðinga orð ið meiri í krónutölu en nokkru sinni fyrr eða 16.5% hærri en árið 1967. Heildarsala innlendra og erlendra vara og þjónustu hafði nú í fyrsta sinn farið yfir einn milljarð króna. í skýrslu framkvæmdastjóra og stjórnarformanns segir m. a.: „Rekstur félagsins var að mestu með svipuðum hætti og undanfarin ár, en á árinu voru þó undirbúnar verulegar skipu- lagsbreytingar, sem flestar mið- uðu að auknum sparnaði og samdrætti vegna hmnar miklu fjárhagskreppu, sem fylgdi í kjölfar minnkandi sjávarafla, verðfalls sjávarafurða á erlend- um markaði og tveggja gengis- fellinga á 12 mánaða tímabili. Má nærri geta að slíkar gengis- fellingar hafa haft geigvænleg áhrif á fjárhagsafkomu Kaup- félags Eyfirðinga. Gengistap fé- Iagsins á þessum tveim árum, 1967 og 1968, mun nema alls um 17 milljónum króna, en þar af eru um 13 milljónir króna, sem færðar eru á eigna-hækkanir vegna erlendra lána út á fast- eignir og vélar, en afgangurinn kr. 4 millj. kemur til útgjalda á rekstrarreikninga áranna 1967 og 1968. Þar af eru um kr. 3 millj. sem koma til lækkunar rekstrartekna ársins 1968. Teljum vér því, að sæmilega megi við una, að rekstur ársins 1968 hefur getað tekið á sig þetta mikla gengistap og skilað fullum afskriftum, eða alls rúm lega kr. 16 milljónum. En það er oss vel Ijóst, að verzlunarrekstur eða sala verzl unardeilda hefur ekki skilað þessari afkomu, heldur ýmsar hliðargreinar félagsins, sem hafa á árinu sýnt mjög sæmi- lega afkomu. Verður því ekki hjá því komizt að benda á þá miklu hættu fyrir öll kaupfélög landsins, sem af því stafar, að verðlagsákvæði eru nú og hafa raunar verið um mörg undan- farin ár, algjörlega óraunhæf og leyfa ekki þá álagningu, sem nauðsynleg er til eðlilegs rekst- urs verzlunar, sém rekin er á heiðarlegum grundvelli. Er þess að vænta, að ráðamenn verð- lagsmála séu nú farnir að skilja, að ekki sé viturlegt til frambúð ar að reikna með því að almenn verzlun í landinu sé neydd til annars tveggja, að leggja upp laupana eða haga rekstri sínum á óheiðarlegan hátt. Hraðfrystihúsin á Dalvík og Hrísey hafa á árinu skilað full- um afskriftum og Dalvíkurhús þó nokkru meiru, eða skilað rekstri útibúsins á Dalvík fylli- lega því, sem heildarrekstur kaupfélagsins varð að leggja því, til þess að standa undir full um afskriftum á árunum 1966 og 1967. Er það fyrst og fremst þessi batnandi hagur frystihúsanna, sem veldur því, að heildarrekstr Jakob Fríniannsson. arafkoma félagsins er nú á ár- inu 1968 jákvæð og gefur netto arð sem nemur tæpum tveim milljónum. Heildarafskirftir og aukning varasjóða og annarra eigna sjóða félagsins námu alls á ár- inu um 18 millj. króna, og að viðbættum netto rekstraraf- gangi nemur eigin fjármaghs- myndun alls um 20 milljónum króna. Má öilum ljóst vera, að fjár- magnsmyndun fyrirtækis, sem hefur heildarsölu yfir 1000 miiljónir króna, ætti að öllu eðlilegu að vera langtum meiri. Vörubirgðir félagsins hafa aukizt um ca. 21 millj. króna, vegna lækkandi verðlags krón- unnar, og nægir fjármagns- aukningin ekki til að standa undir þeirri fjármagnsþörf einni, þótt ekki sé tekið tillit til aukningar alls annars rekstrar- fjár vegna gengisfellinganna. Má þar sérstaklega nefna nauð- syn aukinna útlána til framleið- enda og síaukins rekstrarfjár vegna eigin iðnaðar og fram- leiðslu. Stjórn og framkvæmdastjóri telja þó, að árið 1968 haíi fsert félaginu nokkuð bættan hag og vonast fastlega eftir, að yfir- standandi ár megi leiða til enn batnandi afkomu. Það sem af er árinu 1969 virð ist benda til þess, að vænta megi batnandi tíma í náinni framtíð, ef stefnt verði að því, af opinberri hálfu að draga úr óhófs-eyðslu og óstjórnlegum innflutningi munaðarvarnings og annarra hátollavöru, en styrkja í þess stað atvinnuvegi til lands og sjávar til meiri fram leiðslu innlendra afurða og iðn- aðarvarnings.“ Beinar launagreiðslur KEA og útibúa þess á Dalvík og Hrís ey urðu á síðasta ári nær 133 milljónir króna, þar af til verka manna og annars lausafólks rúmar 34 milljónir. Þar að auki námu óbeinar launagreiðslur, svo sem til lífeyrissjóðs og sjúkrasjóðs 5.4 milljónum kr. En samtals eru þá beinar og óbeinar launagreiðslur félagsins árið 1968 um 138 milljónir. Fastráðið starfsfólk félagsins er 496 manns. Á félagssvæði KEA eru 24 deildir og eru félagsmenn sam- tals 5661. Þar er Akureyrar- deild hæst með 2673 félaga. Um afurðaframleiðsluna hef- ur blaðið áður birt fréttir, sem fram komu á félagsráðsfundi KEA snemma á árinu og vísast til þess. Aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga var skammt á veg kom inn þegar blaðinu var lokið í gær. Fundinum lýkur í dag og verður í næsta blaði væntan- lega hægt að segja nánari fréttir. □ - ,Skagfirðingasveitin4 (Framhald af blaðsíðu 8). um. Félagar í björgunarsveit- inni eru nú 14. Ætlunin er að hafa mánaðarlega æfingar fram vegis. Núverandi formaður björgunarsveitarinnar er Bragi Skúlason. Á Sjómannadaginn hafði sveitin kaffisölu til fjár- öflunar, og sáu konur björg- unarsveitarmanna um hana. — Sveitin er vel búin tækjum og öll eru hennar störf þakkar- verð. S. G. - Fegrunarvikan (Framhald af blaðsíðu 8). verkefna, er fegrunarvikan var samþykkt, og verður þessi fyrsta fegrunarvika því fyrst og fremst þrifnaðarvika, því stór- um verkefnum verður ekki lok- ið fyrir 17. júní að þessu sinni. Það verður t. d. ekki búið að fjarlægja kofa og skúra þá á Oddeyri og víðar, sem samn- ingar eru um, að verði horfnir úr bænum fyrir miðjan júlí í sumar. Ekki er heldur hægt að gera við skammarlegt útlit á húsum, m. a. húsum í eigu bæj- arins sjálfs fyrir þennan tíma. En verkefnin eru næg og bær- inn okkar getur tekið stakka- skiptum á einni viku ef allir leggjast á eitt. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.