Dagur - 11.06.1969, Blaðsíða 2

Dagur - 11.06.1969, Blaðsíða 2
I Fwstudeildarlelkurmn á Ak. J SÍÐDEGIS á sunnudaginn fór fyrsti knattspyrnuleikurinn á Akureyri fram í fyrstu deild á nýbyj'juðu keppnistímabili. — Góðkunn knattspyrnulið frá íþróttabandalögunum á Akur- eyri og Akranesi áttust þar við að viðstöddu miklu fjölmenni og í ágætu veðri. Dómari var Guðmundur Haraldsson frá Reykjavík og hafði hann allgott vald á leiknum, þótt dómur hans um vítaspyrnu er Akur- eyringar guldu dýru verði þætti hæpinn. Akureyringar léku fyrri hálf leik á nyrðra markið og voru þungir og mistækir, eins og hálf „loppnir" á fótum. Akurnesing- ar virtust hins vegar vel upp- lagðir, baráttuglaðir og knáir og voru meira í sókn en norðan- menn í fyrri helmingi leiksins. Þegar ein mínúta var til leik- hlés og maður átti von á, að dómarinn gæfi merki um það á næsta andartaki eða svo, dæmdi hann vítaspyrnu á Akureyr- inga. Guðjón tók hana og skor- aði auðveldlega með föstu skoti. Akureyringar hófu leikinn, glopruðu frá sér knettinum og eftir nokkrar sekúndur lá hann öðru sinni í netinu í mai'ki Akureyringanna. Staðan 2:0 fyr ir Akranes í hálfleik. Síðari hálfleikur var allur annar, því þá virtist allt annað lið leika gegn Akurnesingum, sem voru einnig duglegir í síð- ari hluta leiksins. Þetta nýja lið var hin betri hliðin á Akureyr- ingum og má segja, að þeir hefðu frumkvæðið til leiksloka og leikurinn fór, með nokkrum undantekningum, fram á vallar helmingi sunnanmanna. Árang- urinn varð þó minni en efni stóðu til, því aðeins eitt mark var skorað og gerði Skúli það úr góðri sendingu frá Stein- grími. Staðan var 2:1 fyrir Akra nes og fleiri mörk voru ekki gerð. Margt furðulegt gerist oft í knattspyrnu, og til marks um það voru 6 misheppnuð skot Lítil IBÚÐ óskast sem fvrst. Uppl. í síma 1-27-62. ÍBÚÐ! Oskum eftir lítilli íbúð eða tveim samliggjandi herbergjum. Helzt í ný- legu luisi. Valbjörk h.f.» sími 1-17-97 og 1-26-55. HERBERGI (12-16 fenn.) öskast til leigu júní—september. Uppl. í síma 2-15-66. ÍBÚÐIR ! TIL SÖLU: 5 herb. íbúð á Syðri Brekkunni. 2 fjögurra herb íbúðir á Eyrinni. 2ja herb. íbúð við Hafnarstræti. Freyr Ofeigsson, hdl., sími 2-13-89. Akureyringa að marki sunnan- anna í síðari hálfleik, auk þess er heppnaðist. En það er m. a. þetta, sem eykur spennuna í knattspyrnukeppni, að þar get- ur allt gerst og betra liðið tapað. Þessi leikur var mjög fjörugur og vel leikinn á köflum hjá báð um liðum og bar lítið á grófum leik þrátt fyrir harða keppni. Hins vegar sýndu ungir heima- menn mikinn skort á prúð- mannlegri framkomu í leikslok og vonar blaðið, að slík skömm hendi ekki á ný, að gestir séu ataðir auri. E. D. KRABBAMEINS- FÉLAG AKUREYRAR AÐALFUNDUR verð.ur haldinn að Hótel KEA fimmtudáginn 12. júní kl. 8.30 e. h. Venjuleg aðalfundar- störf. Á fundinum mæta Bjarni Bjarnason læknir form. Krabbameinsfcd. íslands og Jón Oddgeir Jónsson framkvæmda- stjóri Krabbameinsfél. íslands og flytja þeir fræðslu ög sýna fræðslu- kvikmyndir um ikrabba- mein. STJÓRNIN. VAR ÞETTA LANDSLIÐIÐ? FYRSTI meiriháttar knatt- spyrnuleikurinn á þessu vori, fór fram á íþróttavellinum sl. fimmtudagskvöld. Áttust þar við landsliðið og ÍBA. Er skemmst af að segja, að leikurinn einkenndist af kæru- leysi, klaufaskap og trassaskap beggja liða. Sjaldan brá fyrir góðri knattspyrnu. Sendingar voru afar ónákvæmar, oftast til mótherja og voru ÍBA-menn þar lakari hlutinn. Steingrímui' Björnsson var eini liðsmaður ÍBA er barðist til þrautar, en hlaut lítinn stuðn ing samherjanna. Og svo var það „landsliðið11. Ég tel það hreint til skammar, þeim Haf- steini og Albert, að senda þetta samsafn fótboltahlaupara hér norður og kalla þetta „landslið". í þetta lið vantaði þá burðai- ása, er virðast hafa verið nokk- urn veginn sjálfkjörnir í þetta svokallaða landslið. Þá Sigurð Dagsson, Jóhannes Atlason, Þor slein Friðþjófsson, Ellert Schram, Hermann Gunnarsson og Eyleif Hafsteinsson. Já, marg ur mundi spyrja. Hvað er þá eftir? Eftir þessum leik að dæma, var Hreinn Elliðason eini mað- urinn í þessu liði, er verðskuld- aði það, að kallast landsliðsmað ur og er þá stjörnufákurinn Þór ólfur Beck ekki undanskilinn. Albert og Co. hefir kannske þótt það nógu gott að senda þetta samsafn á móti ÍBA-lið- inu, og jaðraði við að svo væri. En það er samt sem áður móðg- un við áhorfendur, sem aldrei hafa látið á sér standa að sækja vel hvern leik hér á Akureyri, að bjóða þeim upp á svona lag- að. Enginn afsláttarprís var þó á aðgangseyrinum, 60 kr. takk fyrir að standa í moldarflagi upp við Klapparstíginn. Enn má svo við bæta. Hver ræður því, að nú þurfa þeir áhorfend- ur, er heima eiga uppi á brekku og gjarnan koma gangandi yfir klappirnar vestan bústaðar bæj arstjóra, að fara niður norðan vallargirðingarinnar, til að kom ast inn á völlinn, síðan að vaða yfir moldarflag og príla loks upp klappirnar, til að komast í áhorfendasvæði. Er ekki hægt að hafa söluhlið nyrzt í Klappar stígnum, eins og verið hefir og ef þetta er ekki hægt. Hvers vegna? Má ég biðja nefndir og ráð, þessa bæjar, er þessu ráða að svara og það opinberlega. Það er bezt fyrir alla. í leikhléi var marg auglýst að fegrunarvika stæði fyrir dyrum á Akureyri og skorað á bæjar- búa að hreinsa nú vel til í kring um hús sín. Vel sé það og eigi trúi ég öðru en að bæjarbúar bregðist vel við. „En maður líttu þér nær“. Hvernig er umhorfs á áhorf- endasvæðinu vestan íþrótta- vallarins? Mold aftur mold og meirj mold. Ég held að það svæði þyrfti lagfæringar við. Sigm. Bj. Vil kaupa notaðan ÍSSKÁP og' einnig FATASKÁP. Uppl. í síma 2-10-84. Vil kaupa eða taka á leigu um tíma notuð GOLFÁHÖLD. Sími 1-14-43 kl. 11-12 f. li. HERBERGI með bús- gögnuin óskast lil leigu í einn mánuð. — I.engri tími getur kontið til greina. Uppl. í síma 2-13-30. Fjögttiira berbergja ÍBÚÐ til sölu. Uppl. í síma 1-27-74. V eiðileyf i Iðja, félag verksmiðjufólks. Akurevri, hefur tek- ið á leigu silungsveiðisvæði í Laxá í suntar. — Veðileyfin fást í bókaverzlun JakÖ’Bs Árnasonar, Brekkugtitu 5 og á skrilstofu Iðju. Veiðintenn atliugið! — Bezt að skipta við Iðju. STJÓRN IDJU. Það, sem þér þurfið í ferðalagið frá Kjötiðnaðarstöð KEA, SVÍKUR YÐUR EKKI. KIÖRBUÐIR KEA YOROHAMA- hjólbarðar í flestum stærðum. ÖNNUMST VIÐGERÐIR Á ÖLLUM TEGUNDUM HJÓLBARÐA. Opið alla daga - Einnig sunnudaga GÚMMÍVIÐGERÐ KEA Strandgötu 11, sími 1-10-90 - Heimasími 1-19-28. FLÓRU-sultur FLÓRU-saftir FLÓRU-búðingar FLÓRU-ávaxtasafi FLÓRU VÖRUR NJÓTA VAXANDI VINSÆLDA. KJORBUÐIR KEA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.