Dagur - 11.06.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 11.06.1969, Blaðsíða 1
BEZTA HUSHJÁLPIN ÞRIFUR ALLT LII. árg. — Akureyri, miðvikudaginii 11. júní 1909 — 25. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sfmi 12771 • P.O. Box 397 SCRVER2LUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING TVÖ ALVARLEG SLYS NÝLEGA Feikna afli Áður en ráðstefnan hófst á sunnudaginn, var þessi mynd tekin við Slkíðaliótelið í Hlíðarfjalli. (Ljósm.: E. D.) UNDANFARNA daga hefur verið mokafli inn við sand á Húsavík og er það ýsa, sem veiðist. Á Húsavík voru á laugardag- inn haldnir tveir stjórnmála- fundir. Sjálfstæðismenn og Hannibalistar þinguðu og voru sumir Húsvíkingar svo áhuga- samir, að þeir fóru milli funda og héldu ræður á báðum stöð- um. □ DAGUR kemur næst út á laugardaginn, 14. júní. — Umsögn um söng Vísis o. fl. bíður næsta blaðs. SÍÐDEGIS á mánudaginn vildi það slys til í Hrafnagilshreppi, að Jón Hallgrímsson yngri, bóndi í Reykhúsum fékk höfuð högg, þar sem hann var að vinna með dráttarvél og missti meðvitund. Var hann fyrst flutt ur á sjúkrahús hér á Akureyri en síðan til Reykjavíkur. Slysið varð með þeim hætti, að Jón var að losa dráttarvélina og not aði við það planka, er brotnaði og slóst í höfuð honum og bak. Var hann þungt haldinn. í gær varð það slys á Dalvík, að 17 ára piltur, Ingvar Krist- jánsson, handleggsbrotnaði illa, er hann ók vörulyftara í Frysti húsi KEA þar á staðnum. Hann var fluttur í sjúkrahús á Akur- eyri. □ Heildarvelta KEA yfir einn milljarS kr. Aðalfundurinn haldinn á Akureyri í gær og dag Dalvík 2. júní. íshraungl er að sjá hér inn og fram um allan sjó. ísinn rak hér að í gær en losnaði sundur í morgun. Höfn- in er lokuð með stálvír. Flestir náðu upp grásleppu- netum en eitthvert netatjón varð þó. Með |)ýzkt f lot- troll um borð í Siglfirðingi EINI skuttogari íslendinga, Sigl firðingur SI, er nú á tilrauna- veiðum fyrir Norðurlandi með þýzka flotvörpu og er Guðni Þorsteinsson, fiskifræðingur og veiðarfærasérfræðingur um borð í skipinu og hefur yfirum- sjón með tilraununum, en skip- stjóri á Siglfirðingi er Axel Schiöth. Siglfirðingur kom inn fyrir helgina með um 40 tonn af þorski, sem fékkst í trollið. Til- raunirnar hafa staðið hátt á aðra viku og verður haldið áfram í nokkra daga enn. □ ÞÓTT ýmsir hefðu nokkra van- trú á sérstakri iðnaðarmálaráð- stefnu á Akureyri, er nú ljóst, að hennj lokinni, að hún var þörf, tókst mjög vel svo að allir, Sauðburður hefur gengið vel og nokkru meiri gróður er frmmi í sveit en hér við sjóinn. Verið er að setja niður kart- öflur og víðast munu kýr komn ar út. Björgvin er að landa í dag. Loftur Baldvinsson og Björg- úlfur lönduðu fyrir helgina. Það er látlaus vinna í frysti- húsinu og jafnt um helgar. Hef- ur svo lengi verið og hin mikli afli í vetur hefur gefið mörgu fólki góðar tekjur. Prófað hefur verið að dæla heita vatninu úr fyrstu borhol- unni á Hamri. Gefur holan um 30 lítra og er það talið nægilegt vatn fyrii' hitaveitu á Dalvík. Það bar til tíðinda á Sjó- mannadaginn, eftir guðsþjón- ustu í Dalvíkurkirkju, að af- hjúpaður var minnismerki um látna sjómenn, er stendur sunn- an við kirkjuna og er gert af Jónasi Jakobssyni myndhöggv- ara. Slysavarnadeildirnar geng- ust fyrir þessu, en án þess að greiða úr eigin sjóðum, því nægilegt safnaðist í frjálsum framlögum. En upphaf þessa máls er það, að maður einn gaf 50 þús. kr. til þessa og síðan bættist við. J. H. sem hana sátu, fagna því að hún var haldin. Þökk sé Framsókn- arfélögunum á Akureyri og Reykjavík fyrir framtakið og framkvæmdina. ÁRDEGIS í gær hófst aðal- fundur Kaupfélags Eyfirðinga í Samkomuhúsinu á Akureyri og var þar bæði fjallað um síðasta starfsár félagsins, hið 83. í röð- inni, og rædd framtíðarverkefni þess. Fundarstjórar voru Stefán Halldórsson og Hilmar Daníels- son. Stjórnarformaður, Brynjólfur Sveinsson, bauð fulltrúa vel- komna og flutti skýrslu stjórnar Til ráðstefnu þessarar mættu um 40 manns að sunnan og komu þeir með flugvél frá Reykjavík á föstudagsmorgun- inn 6. júní. Alls voru ráðstefnu- KEA, minntist hins sögulega atburðar á Grund árið 1886, er eyfirzkir bændur lögðu grund- völl þann að starfsemi nýrra samtaka, er borið hefur þann árangur, sem raun ber vitni hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. En fé- lagið starfar enn á sama grunni og fyrst var lagður og með það markmið fyrir augum í verzlun og þjónustu, að bæta lífskjör fólksins og koma þeim nauð- Sana. Tíminn var vel notaður og um leið og flugvélin með sunn-i anmenn var komin hingað norð (Framhald á blaðsíðu 4) synjamálum í framkvæmd, sem einstaklingum eru ofviða. Jakob Frímannsson fram- kvæmdastjóri flutti síðan yfirlit um rekstur félagsins árið 1968, hag þess og horfur. í ræðu hans (Framhald á blaðsíðu 5) Sjómaður heiðraður AF ÁRSKÓGSSTRÖND er m. a. skrifað: Hér á Árskógsströnd var heiðx-aður á Sjómannadag- inn okkar elzti sjómaður og sveitungi, Jón Kristjánsson, Skógamesi (frá Hellu), verður 89 ára í haust. Hlaut hann heið- ursmerki Sjómannadagsins. — Eins og þú veizt hóf hann sjó- sókn á unga aldri og hafði rauð maganet í sjó nú í vor. En sjón- in er það mikið tekin að bila, að einn gat hann ekki vitjað um. Þú getur því farið nærri um hve sjómannsferill hans er lang ur orðinn. Þetta var ekki látið í útvax-p, þar sem ekki voru há- tíðahöld hér. Þó var sjómanna- messa í kirkjimni og dansleikur um kvöldið. □ Iðnaðarmálaráðstefnan á Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.