Dagur - 11.06.1969, Blaðsíða 8

Dagur - 11.06.1969, Blaðsíða 8
8 runarvikan á BÆJARSTJORN Akureyrar, Hefur auglýsing þessi nú vænt- sem alltaf er að fara fram, sam- anlega verið borin í hvert ein- þykkti einróma fyrir skömmu, asta hús og þarf ekki að kynna að ein vika á vori hverju skyldi hana hér. helguð fegurðinni í bænum, En á það er rétt að rninna, enda hafði þá annar kaupstaður hve nauðsynlegt það er, að al- landsins og sá stærsti sunnan- lands, gert slíka samþykkt og fengið aðgang í sjónvarpi og út- varpi til að kynna hana hjá sér og meðal allra landsmanna. menningur bregðist við á þann hátt, sem til er stofnað og að hver geri hreint fyrir sínum dyrum. Tími var naumur til stærri (Framhald á blaðsíðu 4) SMÁTT & STÓRT FEGRUNARVIKAN Daglega má sjá fólk kasta hvers konar umbúðum og bréfarúsli út um bílgluggana á „rúntin- um“ hér á Akureyri. Og eng- inn staður er svo fegur úti á landsbyggðinni, að ferðafólk hiki við að skilja eftir sig rusl. Um það vitna þessir staðir, alveg eins og götur bæjarins, en aðeins um sóðana og þeim fer sem betur fer fækkandi. Hér er tillaga, sem þó er ekki ný, en ætti að vera til úrbóta: Sektir ættu að liggja við því að henda frá sér rusli í tjald- og áningastað, og á ferðalagi í bæ og byggð. Þetta er gert t. d. í Englandi og Þýzkalandi. Þar er sektin fyrir að kasta tómum sígarettupakka út um bílglugga á þjóðvegi svo há, að engum. heilvita manni dettur í hug að gera það. Þetta ætti nú að vera til atliugunar. LOKSINS Blaðið hefur undanfarið ár livatt til náttúruskoðanaferða um nágrenni Akureyrar. Nú í Olafsfirði vor eru þær loks byrjaðar og fagnar blaðið því. Er það Ferða félag Akureyrar og Náttúru- gripasafnið, sem forystu liófu um framkvæmdir. Tuttugu manna hópur, undir leiðsögn Helga Hallgrímssonar, fór hina fyrstu skoðunarferð og fór ekki langt. Til þess að gefa öllum hinum örlitla hugmynd um hvað merkilegt var skoðað í landslagi og jarðsögu, skal bent á eftirfarandi: GLERA Byrjað var á því, að skoða loft- mynd af Akureyri og umhverfi hennar. Síðan var haldið að Glerárósum. En Glerá liefur að verulegu leyti skapað umliverfi bæjarins. Og það stendur svo á, að áin rennur gegn um eitt stærsta liparítsvæði á Norður- landi, sem er beggja vegna Glerárdals og þess bera Glerár- eyrar því vitni í litskrúðugum steinum, sem skarta í bláum, grænum, gulum og svörtum Iit- um. Og kannski dregur áin nafn sitt af hinum glerkennda bik- steini, sem víða er að finna með fram Glerá. JÖKULRISPUR OG SKESSUFLÚÐIR Nú hefur nefnd sú á Akur- eyri, skipuð duglegum mönn- um, sem sjá á um að fegrunar- samþykkt bæjarstjórnarinnar verði meira en orðin tóm, tekið til starfa, m. a. með því að ,aug- lýsa rækilega hvernig bærinn ætlar að koma til móts við bæj- arbúa í því að þrífa nú ræki- lega til, gera myndarlega vor- hreingerningu fyrir 17. júní. Ólafsfirði 10. júní. Frá áramót- um hafa 3525 tonn fiskjar bor- izt á land í Ólafsfirði, til 1. júní að telja, allt af heimabátum. Á sama tíma í fyrra var heildar- aflinn 2570 tonn og þar af voru 1100 tonn fengin hjá aðkomu- bátum. Ólafur Bekkur aflaði 520 tonn til 1. júní, Þorleifur 477 tonn, Stígandi 765 tonn, Sigur- Minningarleikiír Á LAUGARDAGINN fer fram hinn árlegi minningarleikur Jakobs Jakobssonar. Þá kemur fyrstudeildarliðið Fram úr Rvík og keppir við ÍBA hér á Akur- eyri. Allur ágóði rennur í minn ingarsjóð sem tengdur er nafni Jakobs heitins. Leikurinn hefst kl. 4.30 e. h. Naumast þarf að hvetja bæjar Jakobs Jakobss. búa til að horfa á þennan knatt spyrnuleik því áhugi á þessari íþróttagrein er fyrir hendi meðal almennings og allir vilj- um við halda í heiðri minningu hins drengilega íþróttamanns, Jakobs Jakobssonar. Rétt er að minna á, að Fram og ÍBA skildu jöfn í fyrstudeildarkeppninni fyrir skömmu. □ björg 851 tonn, Sæþór 327 tonn í apríl og maí og Guðbjörg afl- aði 527 tonn. Sumt af þessu afla magni var lagt upp annarsstað- ar, vegna þess að frystihúsin önnuðu ekki að vinna að afl- anum hér heima. Atvinnuleysið hvarf með tilkomu þessa mikla afla. Bæjarstjóm hefur samþykkt í framkvæmdaáætlun sinni, að vinna í sumar að hitaveitufram- kvæmdum. Verður endurbætt aðalæð og leitt heitt vatn í 27 hús, sem eru án hitaveitu. Dælt verður upp úr nýrri hafnarkví og lagður með því, sem upp kemur, grunnur að nýju íbúðar hverfi á Flæðum og byggður fyrsti áfangi nýs gagnfræða- skólahúss undir þak. í barnaskóla voru 140 nem- endur, 5 fastir kennarar og skólastjórinn, Bjöm Stefánsson. Átján luku barnaprófi. í gagnfræðaskóla voru 71 nemandi. Þar eru þrír fastir kennarar og skólastjóri, Krist- inn G. Jóhannsson. 14 luku gagnfræðaprófi. Tekið var þar upp annað kerfi í kennslu. K. FIMLEIKAFLOKKUR ÚRVALSFLOKKUR KR í fim- leikum sýnir á Blönduósi laug- ardaginn 14. júní kl. 13.30. — Sauðárkróki sama dag kl. 18.00. — Akureyri 15. júní kl. 14.00 á íþróttavellinum. — Dalvík sama dag kl. 18.00. □ Á klöppum nokkru norðar og öðrum við Lónsbrú voru skoð- uð ein hin greinilegustu merki um jökulrispur, sem finnast hér á landi. Þar eru líka jökulflúðir, jökulgróp og jökulmánar, allt merki hins mikla skriðjökuls, er hér var fyrir 10 þús. árum eða meira. Út hjá Blómsturvöllum var gamall árfarvegur Glerár skoðaður og í enn öðrum far- vegum hefur hún sennilega runnið. Skessukatlar voru skoð aðir við gömlu rafveitustöðina, gamalt vatn í Glerárdal og mörg jarðsöguleg efni voru sýnd og skýrð. Ferðafólkið lét hið bezta yfir ferðinni. „Skagflsrðingasveilin" var stofnui 1932 Váttúrugripasafnið FRÁ 1. júní til 15. sept. verður sýningarsalur safnsins opinn al- menningi alla daga kl. 2—3.30, nema laugardaga, en þá er hann lokaður. Vörzlu á sýningarsal annast Sigurlaug Skaptadóttir, Odd- eyrargötu 16, sími 12187. Þeir sem óska að skoða safnið á öðr- um tímum snúi sér til hennar eða Kristjáns Rögnvaldssonar, Barðstúni 1, sími 11497. Skrifstofa safnsins verður í sumar opin einu sinni í viku, á mánudögum kl. 4—5 síðdegis, og verður safnvörðurinn, Helgi Hallgrímsson, yfirleitt til við- tals á þeim tímum. Sími safns- ins er 12983. (í sumar verður svarað í hann á opnunartímum sýningarsalsins og skrifstofu- tímanum). Heimili safnvarðar er á Víkurbakka, Árskógs- strönd, sími 61111 um Dalvík. SfinilÉ frjálslyndre á Akureyri NÝ stjórnmálasamtök, sem nefna sig Samtök frjálslyndra, voi'u stofnuð í Reykjavík 29. maí sl. Hér á Akureyri var stofnfundur samskonar sam- taka 6. júní. Stofnendur voru 150 talsins, samkvæmt upplýs- ingum nýkjörins formanns, Jóns B. Rögnvaldssonar. Á þessum Stofnfundi mætti félagsformað- urinn í Reykjavík, B|ami Guðnason, ennfremur alþingis- mennirnir Hannibal Valdimars son og Björn Jónsson og Stein- unn Finnbogadóttir ljósmóðir, Reykjavík. í stjórn félagsins á Akureyri eru, auk formanns, Árni Magn- ússon. Hörður Aðólfsson, Kristó fer Vilhjálmsson, Lárus B. Haraldsson, Olafur Aðalsteins- son og Teitur Jónsson. Þá hefur félag með 17 stofn- end.um verið stofnað á Dalvík. Formaður er Jóhannes Haralds son. □ SLYSAVARNADEILDIN Skag firðingasveit var stofnuð 1. febrúar 1932, og hefur starfað nær óslitið síðan. Félagatala er nú um 170. Björgunarsveit var stofnuð innan deildarinnar árið 1965, og var Ingólfur Nikodem- usson fyrsti formaður hennar. Slysavarnafélag Islands hefur séð sveitinni fyrir nauðsynleg- um tækjum til björgunar á sjó og landi. Síðastliðið sumar festi slysavarnadeildin kaup á bif- reið, og hafa félagar unnið að 'breytingum og lagfæringum á bifreiðinni í vetur. Ýmsir aðilar hafa veitt deildinni aðstoð og fjárhagslegan stuðning svo sem: Slysavarnafélag íslands, Lions- klúbbur Sauðárkróks, Kaup- félag Skagfirðinga, Útgerðar- félag Skagfirðinga, Sauðárkróks bær og Skagafjarðarsýsla. Á síðasta ári var sveitin kölluð þrisvar út til aðstoðar, og það sem af er þessu ári tvisvar sinn (Framhald á blaðsíðu 5) Nýja bifreiðin. (Ljósm.: St. Pedeísen)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.