Dagur - 02.07.1969, Blaðsíða 2

Dagur - 02.07.1969, Blaðsíða 2
1 Nokkrir leikmenn Bermuda í vörn. (Ljósm.: E. D.) NORÐLENZKAR KNATTSPYRNUFRETTIR EINS og flestir vita leika Völs- ungar á Húsavík í 2. deild á þessu keppnistímabili, og eru þeir í riðli með Breiðablik, Kópavogi, FH, Hafnarfirði og HSH. Völsungar hafa leikið 3 leiki, við Breiðablik á Húsavík og töpuðu þeim leik 3:2, við FH í Hafnarfirði, þeim leik lauk með jafntefli 1:1, og áttu Völs- ungar meira í þeim leik, þá léku þeir sl. laugardag við HSH á þeirra heimavelli og sigruðu 4:2. Þeir eiga því eftir 2 leiki í riðlinum á heimavelli við FH og HSH og vonandi tekst þeim a ðsigra. Þá eiga þeir eftir að elika við Breiðablik í Kópavogi, og verða þeir eflaust erfiðir heim að saekja. Breiðablik er sigurstranglegast í riðlinum, en Völsungar ættu að geta náð 2. sæti ef þeir standa sig vel í þeim leikjum sem eftir eru. Á Norðvesturlandi er svo riðill í 3. deild. KS, Siglufirði, Skagfirðingar og lið frá Blöndu ósi. Ekki hef ég nákvæmar frétt ir úr þeim riðli, en eftir því sem ég bezt veit sigruðu Skagfirð- ingar Siglfirðinga 2:1, en Sigl- firðingar sigruðu liðið frá Blönduósi um sl. helgi 3:0. Geysileg þátttalca er nú í 3. deildarkeppninni, alls er þátt- tökuliðin 21. 17. júní-mófið á Akureyri Leikur IBA og Bermuda var slakur SL. FÖSTUDAG léku á íþrótta vellinum á Akureyri landslið Bermuda og lið ÍBA. Mörgum fannst það nokkuð djarft teflt af Akureyringum að leika við Bermunda á föstudag, þar sem þeir áttu að Ieika við Val á sunnudag, enda fór það svo að 3 leikmenn ÍBA urðu að yfir- gefa völlinn meiddir áður en yfir lauk en sá fjórði haltraði um. Steingrímur og Magnús léku þó með ÍBA-liðinu á sunnudag og einnig Gunnar Austfjörð, en Þormóður lék ekki og ekki heldur Eyjólfur, en ekki er mér kunnugt um hvort Eyjólfur meiddist. Leikur ÍBA og Bermuda var slakur, Akureyringar áttu fyrri hálfleik en Bermudamenn þann seinni. Ég sá þessa sömu aðila mætast hér á vellinum 1964 og var sá leikur ólíkt fjörlegri og betri hjá báðum aðilum, og satt að segja finnst mér ekki ástæða til að hefja íslenzka landsliðið upp til skýjanna þótt það hafi sigrað þetta lið, sem lék hér á vellinum, þó þeir hafi e. t. v. sýnt eitthvað betri leik en þeir gerðu hér. Framlínan var sér- staklega slök, enda tókst Bermudamönnum ekki að skora eitt einasta mark hér á landi, og í leiknum hér á Akureyrí voru þeir margsinnis í dauðafæri, en tókst að klúðra knettinum fram hjá eða yfir mai'kið. Eins og áður segir áttu Akui'- eyringar mest allan fyrri hálf- leik og strax á 7. mín. skorar Magnús eina mark leiksins með föstu jarðarskoti eftir fyrirgjöf frá Þormóði. Liðin skiptust síð- an á upphlaupum og áttu bæði góð tækifæri í fyrri hálfleik, en TAPAÐ Þ Ú ! Þú, sem tókst í ógáti bílþvottakústinn á þvottaplani BP á fimmtudagskvöld s.l., skilaðu honum til mín á Ljósmyndastofuna geon fundarlaunum og o o o myndatöku. Páll Á. Pálsson, ljósmyndari. VIÐSKIPTA- FRÆÐINGUR óskar eftir atvinnu. Uppl. í símum 1-13-68 og 1-14-44. ekki tókst að skora. Á 40. mín. brenndi Bermudamaður af í dauðafæri á markteig, skaut yfir markið, og á 42. mín. lá nærrí að Akureyringar skor- uðu, en markmaður Bermuda varði vel. í síðari hálfleik sóttu Bermudamenn sig nokkuð, en ekki tókst þeim að skora, þrátt fyrir góð tækifæri. Þó má geta þess, að knötturinn lá þrívegis í leiknum í markiAkureyringa, en öll mörkin voru ölögleg, 1. markið skorað beint úr óbeinni aukaspymu, 2. markið úr rang- stöðu og í þriðja skiptið hrintu þeir Samúel markverði. Á 35. mín. síðari hálfleiks fengu Bermudamenn eitt sitt bezta tækifæri í leiknum, en þá fór svo illa að Bermudamaður skaut í félaga sinn, sem lá á mai'klínu ÍBA-marksins og þar með fór það tækifærið. Það má sannarlega segja, að Akureyringar hafi verið heppn- ir að vinna landslið Bermuda, þó sigur yfir því sé ekkert til að státa af. Betra væri að eitthvað af heppninni í Bermuda-leikn- um hefði fylgt liðinu í 1. deildar leikjunum, en því er ekki að heilsa það sem af er. Dómari var Rafn Hjaltalín og dæmdi vel, nema hvað mér fannst hann vera óþarflega nákvæmur í sumum dómum sín um, og það liðið sem braut hagn aðist á því að leikurinn var stöðvaður. Að Iokum má geta þess, að um 100 manns horfði á leikinn úr Brekkugötu, því nú er búið að loka Klapparstígnum! Sv. O. 100 m. hl. (meðvindur) sek. Sig. V. Sigmundss., UMSE 11.6 400 metra hlaup. sek. Jóhann Friðgeirss., UMSE 59.5 100 m. hl. kvenna (meðv.) sek. Ingunn E. Einarsd., KA 13.5 Ingibjörg Sigtryggsd., KA 14.4 Þóra Þóroddsdóttir, HSÞ 14.8 Langstökk kvenna. sek. Ingibjörg Sigtryggsd., KA 4.54 Ingunn E. Einarsd., KA 4.42 Þóra Þóroddsdóttir, HSÞ 4.21 Hástökk. m. Sig. V. Sigmundss., UMSE 1.75 Halldór Matthíasson, KA 1.60 Kúluvarp. m. Vilhj. Ingi Árnason, KA 14.23 Mark ÍBA í leiknum gegn Bermuda. Markmaðurinn horfir á eftir knettinum. (Ljósm.: E. D.) (Akureyrarmet) Þóroddur Jóh.son, UMSE 12.78 Sig. V. Sigmundss., UMSE 11.54 80 m. grindahl. kvenna. sek. Ingunn E. Einarsd., KA 14.4 (Akureyrarmet) 400 m. hl. kvenna. sek. Ingunn E. Einarsd., KA 67.5 (Akureyrarmet) Barbara Geirsdóttii', KA 69.5 Kringlukast. m. Vilhj. Ingi Árnason, KA 36.76 Óskar Eiríksson, KA 35.74 Sig. V. Sigmundss., UMSE 35.00 Þóroddur Jóh.son, UMSE 33.05 1500 m. hlaup. mín. Sigvaldi Júlíusson, UMSE 4.30.1 Þórir Snorrason, UMSE 4.36.6 Halldór Matthíasson, KA 4.46.3 Langstökk. m. Sig. V. Sigmundss., UMSE 6.27 Guðl. Ellertss., (HSS) MA 5.27 Spjótkast. m. Vilhj. Ingi Árnason, KA 49.39 Halldór Matthíasson, KA 43.39 Sig. V. Sigmundss., UMSE 42.84 Keppnin fór fram 14. og 15. júní. 17. júní-bikarinn, gefinn af Olíusöludeild KEA, hlaut Vil- hjálmur Ingi Árnason fyrir bezta afrek mótsins, 14.23 m. í kúluvarpi, sem gefur 742 stig. Mótsstjóri var Haraldur Sig- urðsson. □ SBÁ og Valur gerðu jafnfefli í bezta leik sumarsins á Ákureyri LOKS SÝNDIÍBA-LIÐIÐ SITT RÉTTA ANDLIT SL. SUNNUDAG, kl. 4 e. h, lék ÍBA-liðið sinn 3. leik í 1. deild í sumar og mætti Val á Akur- eyrarvelli. í stuttu máli sagt, var leikur þessi hinn bezti, sem sézt hefur hér á vellinum í sum ar, og sýndi ÍBA-liðið nú sitt rétta andlit og voru á köflum góð tilþrif í leiknum. Valur átti einnig góðan leik, og skoruðu Valsmenn 2 falleg mörk, sem Samúel réði ekki við. Mörk ÍBA-liðsins voru einnig góð, og mega Valsmenn teljast heppnir að hljóta annað stigið, svo þung var sókn Akureyringa í síðari hálfleik, en allt bjargaðist hjá Val, þótt oft munaði litlu, t. d. á 17. mín. er Valsmenn bjarga á línu. Upphlaup Valsmanna voru fá, en all-hættuleg, eins og t. d. á 20. mín. síðari hálfleiks, er Valur náði yfirhöndinni 2:1, eftir snöggt upphlaup og gott skot Ingvars Elíssonar. All-mikill austanstrekkingur var er leikurinn fór fram, en það hafði lítil áhrif á leik lið- anna. Breytt ÍBA-Iið. Lið ÍBA var nokkuð breytt frá leiknum við landslið BeiTnuda sl. föstudag. Það fór eins og margir voru hræddir við, að meiðsli urðu í þeim leik. Þormóður lék nú ekki og ekki heldur Eyjólfur. Með liðinu léku nú Sævar Jónatansson og Númi Friðriksson, og var Númi á hægri kanti. en á vinstri kanti lék Aðalsteinn Sigurgeirsson, sem verið hefur bakvörður í sumar, en Pétur lék í bakvarðar stöðunni. Steingrímui' var mið- herji, en hann meiddist lítillega í Bermundaleiknum, þá virtist Skúli ekki vera heill heilsu. Þá má geta þess, að rétt fyrir leiks- lok kom Valsteinn inn á vinstri kantinn, en hann hefur verið frá vegna meiðsla. Þrátt fyrir þessar tilfærslur og breytingai' á ÍBA-liðinu kom liðið nú bet- ur samstillt og ákveðnara til leiks en áður í sumar, og sýndi á köflum góðan samleik og þá festu, sem þarf til þess að standa sig í 1. deildarkeppninni, en óþarfa harka sást ekki í þess um leik. Gangur leiksins. ÍBA-liðið hóf strax sókn og Aðalsteinn lyfti rétt fram hjá marki Vals. Á 5. mín. skora Akureyringar. Skúli á laust skot að marki Vals, sem Sig. Dagsson markvörður telur að fari fram hjá stöng, enda rótaði hann sér ekki, en skot Skúla hrökk í stöng og þaðan fyrir fætur Steingríms, sem fylgdi vel eftir að vanda, og var hann fljótur að afgreiða knöttinn í netið fram hjá Sigurði. Mikið fjör færðist í leikinn við mark ÍBA-liðsins, og sóttu Akureyringar fast næstu mínút ur. Á 11. mín. eru Valsmenn í sókn, og fær Reynir Jónsson knöttinn inn í vítateig ÍBA og fær þar nægan tíma til að laga knöttinn fyrir sér og spyrnir síðan laglega og lendir knöttur- inn í hægra horni ÍBA-mai'ks- ins, og réði Samúel ekki við skotið. Þarna var vörn ÍBA ekki vel á verði, enginn fór á móti og Reynir náði að skjóta og skora, enda í góðu færi. Akur- eyringar sækja fast næstu mín- útur og á 23. mín. bjargar Sig. Dagsson vel. Á síðustu mín. fyrri hálfleiks pressa Akureyr- ingar fast og fengu tvær horn- spyrnur á Val, en ekki tókst að skora. Valur átti og sín tæki- færi, en þau voru fá og ekki eins hættuleg og Akureyringa. Upphlaup Vals voru snögg, en ekki var um samfellda sókn að ræða. Hermann, Ingvar og Reynir voru hættulegastir í sóknaraðgerðum Vals, en Gunn ar Austfjörð gætti Hermanns vel, og tókst honum ekki að sýna nein tilþrif. Valur átti fyrstu sóknarlot- una í síðari hálfleik, en hún mis tókst, þá tóku Akureyringar við og héldu uppi látlausri sókn í 15 mín., en ekki tókst þeim að skora. Á 4. mín. er hætta við mark Vals, á 15. mín. er enn hætta við Valsmarkið og á 17. mín. bjarga Valsmenn á línu. Á 21. mín. fær svo Hermann knöttinn og gefur til Ingvars, sem var frír á vítateig og spyri\ (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.