Dagur - 02.07.1969, Blaðsíða 8

Dagur - 02.07.1969, Blaðsíða 8
8 SMATT & STORT Á LAUGARDAGINN, 5. júlí, verða tónleikar í Borgarbíói á Akureyri. Þar leika Björn Olafs son, Jón Sen, Einar Vigfússon og Ingvar Jónasson og er kvartett þessi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík og hljóðfæra leikararnir vel þekktir. Aðgöngumiðar fást í Huld á 125 krónur en fyrir nemendur Tónlistarskólans hér er aðgangs eyrir 60 krónur. Kvartettinn leikur einnig á Sauðárkróki, Siglufirði, Húsa- vík og í Skjólbrekku á vegum tónlistarskóla eða tónlistar- félaga á hverjum stað. Verkefnin eru eftir Mozart, Haydn, Hendel og Beethoven. Meðfylgjandi mynd er af kvartettinum. □ Rússar með olíu á síldarmiðin ÞANGAÐ LIGGUR LEIÐIN Akureyringar eru öðrum fremri í því að sækja knattspyrnuleiki, hversu sem viðrar og hverjir sem við eigast. Sjálfir eiga þeir allgott lið þótt hlaupahraði sé ekki þess sterka hlið, heldur hnitmiðaður samleikur með stuttum sendingum, þegar því tekst hezt, og þá er ÍBA-liðið hættulegur andstæðingur og þá hafa Akureyringar mikið gam- an að sínum mönnum. Og víst er, að leið þúsunda liggur jafn- an út á íþróttavöllinn er knatt- spyrnukeppni fer þar fram. fl' Mfíll VANTAR ANDLEGA ORKU? Með fótunum er boltinn barinn og því er knattspyrnuleikurinn mikil fótamennt. Þarf mó meira til en góða fætur. Það þarf sam- vinnu í knattspyrnunni, greind á þröngu sviði og baráttuvilja, sem ekki brestur, þó andbvr blási. Þegar ÍBA-liðið hefur náð nokkru meiri hlaupahraða, þarf að efla hinn andlega styrk þess og ýmis skynsemdaratriði íþróttarinnar. í því sambandi bendir sá er þetta ritar á þann leikmannanna, sem elztur er og um áð kenna er flytja átti til Hollands, en hafnaði í fljótinu. Heilbrigðir fiskar, er settir voru í Rínarfljótið eftir mengunina, drápust á sjö mínútum. Víða um heim er nú farið að tak- marka notkun skordýraeiturs og setja stílangari reglur um framleiðslu þess, flutning og almenna notkun. FLJÚGA MEÐ FISKINN Flugmaður einn syðra hefur flogið nokkrar ferðir til Skot- lands með ísaðan fisk og selt hann þar og hefur þetta borgað sig. Það var lúða, sem flogið var með, en síðar mun laxinn send- ur út á þennan hátt, en þessir fiskar eru í háu- verði og því varð flutningskostnaðurinn ekki of mikill. TUN GLFERÐIR PANTAÐAR I Þýzkalandi hafa 120 manns pantað far til tunglsins hjá Pan Amerikan, að því er þarlent blað hermir. í sama blaði segir frá þýzku umboði, er býður fólki grafir hjá Pyramidunum frægu í Egyptalandi. Kostar Fundur í kjördæminu FRAMSÓKNARFÉLÖGIN hér í kjördæminu efna nú til margra funda og mæta þar þing mennirnir Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Jónas Jónsson, er mætir í stað Gísla Guðmundssonar, sem dvalið hefur erlendis en er væntanleg- ur fljótlega. Þingmenn flytja tíu mínútna erindi en svara síðan fyrirspurn um og mælist þessi stutti ræðu- tími vel fyrir. Fyrsti fundurinn var í Greni- vík á laugardaginn og var um leið aðalfundur er lauk ekki störfum. Á mánudaginn var fundur í Ljósvetnmgabúð í Kinn og var það jafnframt aðalfundur Fram sóknarfélagsins í Ljósavatns- hreppi. Stjórn félafsins skipa: Baldvin Baldursson, Rangá, for maður, Hlöðver Hlöðversson, Ný!t Arnarfell smíðað hér? SAMKVÆMT frétt í Tímanum hefur Samband íslenzkra sam- vinnufélaga samþykkt að hefja samningaviðræður við Slipp- stöðina á Akureyri um smíði nýs Arnarfells. Væri æskilegt, að þetta eða annað slíkt yrði næstu verkefni skipasmíðastöðvarinnar hér. □ Björgum, ritari og Bjarni Pét- ursson, Fosshóli, gjaldkeri. — Varamenn eru: Sigurður Jóns- son, Yztafelli og Sigtryggur Vagnsson, Hriflu. — í félagið gengu 22 á fundinum. f gærkveldi ætluðu Bárðdæl- ingar að halda fund og Reyk- dælir í kvöld að Breiðumýri. Á morgun, fimmtudag, halda svo Framsóknarmenn í Aðaldal fund á Hólmavaði og á föstu- daginn verður fundur í Skjól- brekku í Mývatnssveit, en á Tjörnesi á laugardag og á Sval- barðsströnd á sunnudag. Fund- ur fyrir Dalvík og Árskógs- strönd verður á þriðjudaginn. Sumarvaka á DAGSKRÁ: Miðvikudaginn 2. júlí kl. 9 s. d. Kvöldvaka og dans að Hótel Höfn. Fimmtudaginn 3. júlí kl. 8.30 s.d. Slettirekan. Leiksýning L.S. Kl. 10 s d. Dansleikur að Hótel Höfn. Föstudaginn 4. júlí kl. 2—6 s. d. Veiðikeppni í Miklavatni. Kl. 8.30 s. d. Strokkvartet't Björns Ólafssonar leikur í Nýja Bíói. Kl. 10 s. d. Dansleikur að Hótel Höfn. Laugardaginn 5. júlí kl. 4 s. d. Fjölbreytt útiskemmtun við barhaskólann. Kl. 8 s. d. Karla- kórinn Vísis syngur í Nýja- Frá Húsmæðrask. á Laugalandi HÚSMÆÐRASKÓLANUM á Laugalandi í Eyjafirði var slitið laugardaginn 14. júní sl. Sóknar presturinn séra Bjartmar Krist jánsson predikaði. Forstöðu- kona skólans, frk. Lena Hall- grímsdóttir, ávarpaði síðan námsmeyjai' og afhenti þeim prófskírteinin. Hún gat þess að alls hefðu 40 nemendur dvalið í skólanum en aðeins 36 verið allan tímann og lokið prófi. Þórdís Kristinsdótt- ir, Neskaupstað, hlaut hæstu einkunn 9.10, og næst hæstu einkunn hlaut Fanney Theó- dórsdóttir, Tjarnarlandi, Eyja- firði, 9.09. Hún gat þess að heilsufar hefði vei'ið ágætt og öll skólastarfsemi með svipuð- um hætti og venjulega. 10, 20 og 30 ára nemendur heim sóttu skólann þann 17. maí og færðu honum góðar og fagrar gjafir, sem væru mikils virði, en þó mest um vert sá hlýhug- ur, sem nemendur sýndu með komu sinni. Að lokum árnaði hún nem- endum allra heilla í framtíðinni og sagði skólanum slitið. (Fréttatilkynning frá Lauga- landsskóla.) Á MÁNUDAGINN voru fjögur síldveiðiskip á heimleið af síld- armiðunum norðan Bjarnareyj- ar, vegna þess að olía þeirra var á þrotum. íslenzki ambassador- inn í Moskvu fékk leyfi Rússa fyrir því, að íslenzk skip á þess- um slóðum mættu kaupa olíu úr rússnesku birgðaskipi, sem þar er til öryggis sínum skipum, allt að 400 lestir. Er að þessu nokkurt hagræði. En vistir og vatn íslenzku veiðiskapanna ganga einnig til þurrðar. Um einn tugur skipa er nú á miðunum við Bjarnarey og hefur aflinn verið mjög tregur til þessa. □ hefur verið einskonar burðarás ÍBA-liðsins í síðustu leikjum þess á heiniavelli. En hvers vegna? Hann beitir mikilli orku sinni skynsamlega og hiklaust, eins sá, sem berst til sigurs. Ef nefna ætti eitt á óskalista ÍBA, yrði það: Meiri andleg orka. TIL NOREGS Evrópumeistaramótið í sjóstang veiðum liefst í Stavanger í Nor- egi 3. ágúst í sumar. Þangað munu margir íslenzkir sjóstang veiðimenn leggja leið sína, og meðal annarra Matthías Einars- minnst 2300 mörk að láta grafal sig þar, en flutningur á líki frá Þýzkalandi kostar álíka upp- hæð. En einnig er gömlum boð- in dvöl í Egyptalandi og sparast þá líkflutningskostnaðurinn. Dýrustu grafirnar kosta 250 þús. mörk og eru þær múraðar. Og enn stendur, að ferðamanna liópur einn í Þýzkalandi hafi viljað gleðja prest sinn og sendi því kveðju til hans og árnaðar- óskir. Prestur þessi var dáinn fyrir 10 árum. Pósturinn lagði skeytið á gröf hans. (Framhald á blaðsíðu 7) Bíói. Kl. 10 s. d. Dansleikur að Hótel Höfn. Sunnudaginn 6. og mánudag- inn 7. júlí kl. 8.30 s. d. Kabarett í Nýja-Bíói. Einsöngvarar, kór- söngur, hljómsveitir o. fl. Kynn ir: Júlíus Júlíusson. Ef veður leyfir, verða farnar hópferðir um nágrennið og skíðaferðir í Ekarðdal. Allar nánari upplýsingar gef- ur Júlíus Júlíusson, Föndur- búðinni. Sími 71477. (Aðsent) son frá Akureyri, er þar hyggst verja titilinn,- en hann varð síð- ast Evrópumeistari í þessari grein. Á móti þessu verður sú nýbreytni, að einnig verður keppt í laxveiði, í einni af beztu lavveiðiám Noregs, Sandelven, en þar geta 50 veitt samtímis. EITRIÐ í RÍNARFLJÓTI Talið er, að 4—5 þús. tonn af fiski hafi drepizt í Rínarfljóti af eitrun, og er tjónið metið á 60— 70 milljón íslenzkra króna. Full víst þykir, að skordýraeitri sé Skáfamó) Norðurl. 1969 ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda Skátamót Norðurlands 1969 í Leyningshólum í Eyjafirði dag- ana 11.—13. júlí. Starfræktar verðá, fyrir utan skátabúðirnar, dróttskátabúðir, ylfinga- og ljós álfabúðir og fjölskyldubúðir. — Skorað er á alla skáta, unga sem aldna svo og skátaforeldra, að fjölmenna á þetta mót. (Fréttatilkynning ) Gömul mynd frá móti skáta í Vaglaskógi. (Ljósm.: E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.