Dagur - 02.07.1969, Blaðsíða 4

Dagur - 02.07.1969, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.t SAMVERKAMEHN EORSETINN, dr. Kristján Eldjám, mælti mörg viturleg orð í ræðu sinni til þjóðarinnar 17. júní. í síðari hluta ræðunnar sagði hann: „Mikið hefur verið talað um erfið leika hér á landi upp á síðkastið, og ekki að ástæðulausu. Tuttugasta og fimmta ár lýðveldisins hefur verið mörgum íslendingi áhyggjusamt, og ef til vill setur það að einhverju leyti svip sinn á þennan hátíðisdag að svo skyldi liittast á. En ár verða misgóð á styttra tímabili en aldarfjórðungi. I dag ber oss að líta á allan þennan tíma sem eina heild, og þá getur eng um blandast hugur um, að aldrei í sögu þjóðarinnar liefur henni vegn- að betur. Þó að öndvert hafi blásið um sinn, mun aftur snúast til betri áttar fyrr en varir. Það hefur ætíð verið svo, enda skal því ekki trúað, að það merki, sem svo liátt hefur ver- ið reist, þurfi nú að síga oss til skaða og minnkunar. Ríkir af reynslu þessa aldarfjórðungs með liöppum og slys- um, ættum vér að vera betur undir búnir en nokkru sinni áður að standa við það ætlunarverk, sem 17. júní 1944 og hver þjóðhátíðardagur síðan á að minna oss á: hamingju- samt og réttlátt íslenzkt þjóðlíf á fs- landi. Vér eigum þetta land. For- feðurnir liafa helgað oss það með lífi sínu. í þessu landi hugsum vér oss framtíð niðja vorra. Stundum segja menn: Þetta er vont land eða þetta er gott land. Vér getum sparað oss slíkar alliæfingar. Landið er það sem það er og þar sem það er, ekki verð- ur því breytt, en það er eign vor og um leið eigandi. Það er samofið sögu vorri og framtíðarvonum, og enginn efast um það í alvöru, að landið búi yfir nægu lífsmagni til þess að gera oss kleift að gegna hlutverki liins ís- lenzka lýðveldis. Það sýnir meðal annars það sem hér hefur gerzt í ald- arfjórðung, enda gefi nú hamingjan, að áfram stefni og eigi miður en hingað til. Ýmis teikn eru nú á lofti, sem til þess benda, að þjóðin sæki í sig veðrið, snúist til vamar og síðan sóknar með nýjum móði, nýrri gát og alvöru. Ef til vill er það mesta fagnaðarefnið, þegar litið er fram á veg á þessum þjóðhátíðardegi. Þjóðhátíð, segja sumir menn, hvað er það annað en frídagur og orð inn- antóm, skálaræður? Satt er það, dauð legir menn mæla ekki máli guða, ekki heldur á þjóðhátíðardögum. En þjóðháu'ð höldum vér eigi að síður, og hennar hlutverk er mikið, þrátt fyrir allan ófullkomleika. Vér höfum þjóðhátíð til þess að minna oss á for- tíð vora og sögu, lífsbaráttu forfeðra vorra í landinu á liðnum öldum.“ □ Sunnlenzkur bóndi fyrir svörum STEFÁN JASONARSON í VORSABÆ EINN af góðbændum Suður- lands og félagshyggjumönnum í fremstu röð býr í Vorsabæ, ásamt konu sinni og börnum og er þar jöfnum höndum lögð alúð við arðsemi bús og fegurð, utan húss og innan. Stefán Jasonarson hefur verið bóndi í Vorsabæ í Gaul- verjabæ í Árnessýslu síðan 1943. Hann hefur lengi staðið framarlega í félagsmálum, fyrst sem ungmennafélagi en síðan í bændasamtökum. Hann er nú formaður Búnaðarsambands Suðurlands, sem tekur yfir Ár- nes-, Rangárvalla-, Vestur- Skaftafellssýslu og Vestmanna eyjar. Einnig er hann formaður Framsóknarfélaganna í Árnes- sýslu. Stefán var hér nýlega á ferð og átti blaðið þá við hann samtal það, er hér fer á eftir. Hvernig stendur á ferðum þinum hér? Dálítill hópur Sunnlendinga kom hingað norður, sem full- trúar ungmennafélaga frá Hér- aðssambandinu Skarphéðni og sat þing Ungmennafélags ís- lands á Laugum í Reykjadal 26. júní. Og til þess að auka ánægj- una, tóku margir konur sínar með til þess einnig, að þær gætu kynnst Norðurlandi. Störf þingsins? Um þau hafa blöð og útvarp fjallað og ekki ástæða til að endurtaka það hér. En e. t. v. eru það merkustu fréttirnar, að séra Eiríkur J. Eiríksson, sem verið hefur formaður UMFÍ yfir 30 ár, baðst undan endur- kjöri en í hans stað var kjörinn Hafsteinn Þorvaldsson, Selfossi, sem búinn er að vera nokkur ár ritari UMFÍ og einnig Skarp- héðins. Hann er mjög kunnugur ungmennafélagshreyfingunni og hefur unnið mikið fyrir hana. Áð þingi loknu lögðum við svo dálitla lykkju á leið okkar, til að sjá landið. Hvert var farið og hvað sáuð þið merkilegt? Við fórum til Mývatns og fór- um þar í sund í hinni sérstæðu náttúrulaug þeirra Mývetning- anna, skoðuðum auðvitað Kísil- verksmiðjuna, Dimmuborgir og fleiri merka staði. Því miður þurfti flest sunnanfólkið að hraða sér heim að þingi loknu. En ég og mitt fólk, héldum ferð inni áfram, skoðuðum Dettifoss, Hólmatungur, Hljóðakletta og Ásbyrgi og ókum til baka um Tjörnes. Á þessum eina degi sáum við undramargt, sem fag- urt er og eftirminnilegt. Mikill er uppblásturinn við Jökulsá og mikil er sú orka, sem enn bíður óbundin í Jökulsá á Fjöllum. Og miklir eru þeir möguleikar í landbúnaðinum, er við sáum er nær dró sjónum. Hvemig leizt þér á búskap- inn? Við sáum mörg hin búsældar legustu býli og eftir því tók ég, að það var undantekning, ef maður sá ekki tvö lömb með hverri á á heiðunum og ég sá líka víða heyfyrningar á bæjum og átti ég ekki von á að sjá þær. Hefur svo skoðað eitt og ann- að á Akureyri? Já, ég hef skoðað margt það helzta og er þó mikið eftir, og nú er ég að fara hringferð hér fram í fjörðinn til að líta á bú- skapinn áður en ég fer suður. En ég sé, að við Sunnlendingar getum margt af Akureyringum lært. Sem dæmi nefni ég Kjöt- iðnaðarstöð KEA, sem er ein- stætt fyrirtæki, ennfremur Slippstöðina, sem ekki er síður merkileg. Og svo eru það Sam- bandsverksmiðjurnar. Lítið fyr irtæki sá ég, sem hvergi mun til á öðrum stað, en það er kjöt- beinaverksmiðja til að nýta hrá efni, sem á öðrum stöðum er fleygt og verður engum að gagni. Hér eru verðmæti nýtt, sem aðrir kasta á glæ. Hvað viltu segja um sunn- lenzku ungmennafélögin? Héraðssambandið Skarphéð- inn nær yfir Árnes- og Rangár vallasýslu og í því eru 26 ung- mennafélög, flest allvel starf- andi en þó misjafnlega. Því er ekki að neita, að undanfarin ár hafa sum verið í öldudal. En nú vill svo vel til, að ný hreyfing er vakin. Þar hefur spurninga- keppni félaganna tvo síðustu vetur haft mjög vekjandi áhrif. Og þá voru öll félögin með. Milli 10 og 20 fjölmennar skemmtisamkomur voru haldn- ar í sambandi við keppnina og skemmtiskrár fjölbreyttar. Þetta lyfti félögunum töluvert. Formaður Skarphéðins er Jó- hannes Sigmarsson bóndi í Syðra-Langholti. Með honum í Stefán Jasonarson. stjórn eru Hafsteinn Þorvalds- son ritari og Eggert Haukdal á Bergþórshvoli gjaldkeri. Viltu nefna fleiri atriði eií spurningakeppnina á samkom- um? Nú í vetur var t. d. höfð keppni í ræðumennsku eða mælskulist og höfðu flestir einnig gaman að þeirri keppni. Hafið þið valið ykkur fegurð- ardrottningu í Ámessýslu? Nei, ekki nú ennþá. En heyrt hefi ég í útvarpi, að í Rangár- vallasýslu verði hún valin um næstu helgi. Ætli röðin komi ekki fljótlega að okkur, segir Stefán og hlær. Það eru ekki ungmennafélögin, sem fyrir slíku standa, heldur einhverjir í höfuðborginni, sem eru að vinna að jafnvægi í byggð lands ins, eftir því sem gárungarnir segja. Rétt er að taka fram, að allar þær samkomur, er hér voru nefndar hjá ungmenna- félögunum, voru áfengislausar samkomur og haldnar með menningarlegu sniði, og auk þess hafa þær gefið sambandinu góðar tekjur. Kemur það í góð- ar þarfir, því nýlega eignaðist Skarphéðinn eigið húsnæði á Selfossi, þar sem það hefur skiifstofur sínar og þar er fundaaðstaða. En á það ber að líta og þakka um leið, að önnur félög, svo sem sýslufélög og bún aðarfélag, auk sveitarfélaganna, hlaupa undir bagga og styrkja Skarphéðinn fjárhagslega. Eldra fólkið er farið að skilja það, að það er ekkert auka- atriði í uppeldismálum æskunn ar, hvernig félagsskapur unga fólksins er í sveitum, heldur eitt hið mikilvægasta. Ég þykist geta borið vitni í þessu máli, bæði sem bóndi og ungmenna- félagi. Og mér er sönn ánægja að skýra frá því, að samvinna ungmennafélaga og bændasam- taka á Suðurlandi er góð og vonandi eflist hún enn meira. En Búnaðarsamband Suður- lands? Svæði þess er stórt og í því eru búnaðarfélög í öllum hrepp um sambandssvæðisins og mið- stöð starfseminnar er í Laugar- dælum, þar sem starfrækt er kynbótastöð í nautgriparækt. Sambandið hefur 5 ráðunauta og skrifstofuaðstöðu sína á Sel- fossi. Samvinnustarfið? Við höfum eitt og tvö kaup- félög í hverri sýslu. Auk þess Mjólkurbú Flóamanna, sem nær yfir 3 sýslur og starfar sem sjálfstætt fyrirtæki, en er ekki á vegum kaupfélags, eins og hér hjá ykkur í Eyjafirði. Slátur félag Suðurlands starfar einnig sem sjálfstætt samvinnufélag og er ekki í beinum tengslum við önnur félög. Þannig er sam- vinnustarfið þrískipt hjá okkur syðra, þótt hvað styðji annað. Þið aukið ekki mjólkurfram- leiðsluna? Nei, því miður hefur þróunin orðið sú, að framleiðslan hefur dregizt saman og framleiðend- um hefur mikið fækkað síðustu árin. Búin stækka að vísu, en hitt vegur meira. Það er ekki aðeins að smákúabú við þorpin leggist niður, heldur hætta margir aðrir. í einum hreppi í Rangárvallasýslu standa 15 eða 16 fjós auð á sveitabæjum um þessar mund- ir. Ymsir bændur sjá sér ekki fært að klífa þann þrítuga ham- ar, fjárhagslega, sem þarf til þess að framleiða mjólk og fara t. d. fremur í sauðfjárræktina. Er sláttur hafinn syðra? Nei, enda allt á floti vegna rigninga. En fxúðuð tún í góðri rækt munu verða sæmilega sprottin um mánaðamótin júní —júlí. Kartöflurækt? Hún er mikil á Suðuxdandi, og í minni sveit er mikil ásókn í garðlönd bæði af einstaklingum og félögum, víða að. Selfoss- hreppur hefur t. d. stórt land út við sjó, þar sem hann úthlutar þorpsbúum. Þar hafa og margir Reykvíkingar kartöflurækt. En kartöflurækt er ekki árviss. Mex-kilegt er fi-amtak Finnlaugs Snoi'rasonar á Ragnheiðarstöð- um, sem setti upp hjá sér vatns úðunai'kerfi til að foi'ða frost- skemmdum og það hefur gefið góða raun. Þið veitið verðlaun fyrir góða umgengni á sveitabæjum? Já, fyrir nokki'um árum byrj- aði Búnaðarsambandið að veita verðlaun fyrir góða umgengni, 5 bændum er framúr sköruðu, hvoi’t ár. Nú er hugmyndin sú, að færa þetta út, fara á hvern bæ og gefa öllum einkunnir. Verða 10 atriði látin ráða í dóm um. Nú þegar hefur þessi við- leitni boi'ið góðan árangur og við viljum halda þessu áfram með enn meiri árangri, segir Stefán bóndi Jasonarson að lokum og þakkar blaðið við- talið. E. D. Landsmót ísl. ungfemplara 1969 Lið Austra á Eskifirði. EskfirSingar í heimsókn UM SL. HELGI var staddur hér í bæ um 40 manna hópur íþrótta fólks frá Eskifirði, en þjálfari þeirra er Jens Sumarliðason, kennai’i á Akureyri. Blaðið náði tali af Jens, og sagði hann að áhugi væri geysi mikill þar eystra á knattspyrnu og hand- knattleik, og taka Eskfirðingar þátt í Austfjarðariðli íslands- mótsins í knattspyrnu, 3. deild, og hefst keppni í þeim riðli í júlí. Hópurinn fór til Sauðárkróks á laugai-dag og keppti við Skag- firðinga í knattspyrnu og hand- -knattleik kvenna 2. fl. Leikar fóru svo að jafntefli varð í mfl. karla í knattspyrnu 1:1, en Eski fjarðarstúlkurnar sigruðu þær skagfirzku í handknattleik 4:2. Á sunnudag var svo leikið á Akureyri. Stúlkumar léku við Þór fyrir hádegi og töpuðu 0:3. Eftir hádegi lék svo mfl. karla við B-lið ÍBA á vellinum við Akureyrarflugvöll, og fóru leik ar svo að Akureyringar sigruðu 4:0. Völlur þessi er ósléttur og erfitt að leika þar góða knatt- spyrnu. 1. deildar-lið ÍBA Ieikur á Eskifirði um næstu helgi. Þá mun ákveðið að 1. deildar lið ÍBA fer í keppnisferðalag til Hagur SÍS batnaði (Framhald af blaðsíðu 8). þann 5. júní sl. Þá hefur stjórn Sambandsins ákveðið að endurnýja frystiskip ið Jökulfell, sem er nú 18 ára gamalt, með byggingu nýs frysti skips, sem verður all-miklu stærra en Jökulfell. Þá er í athugun bygging koi-n geymslu í samvinnu við aði'a aðilja, við hina nýju Sundahöfn í Reykjavík. Framkvæmd þessi er miðuð við það að unnt sé að koma við sem mestri hagræð- ingu við innflutning og fram- leiðslu á fóðurvöru. Heildarsala Búvörudeildar nam 1110 milljónum og jókst um 39.6% í ki’ónum, en aukn- ing í magni vai’ð 14.4% miðað við árið áður. Sala útflutnings var 798 milljónir en innanlands salan nam 312 milljónum. Heildarsala Innflutningsdeild ar nam 602 milljónum króna og var hækkun frá árinu áður 67.6 millj. eða 12.65%. Vörubirgðir í árslok 1968 voru 54.5 milljónir króna að verðmæti og jafngilti það 7.2 millj. króna hækkun eða 15.2%. Heildarsala Véladeildar nam 181.1 milljón króna. Sölurýrnun miðað við árið 1967 nam 17.5 milljónum króna eða 8.8%. Vörubirgðir í árslok 1968 námu 28.9 milljónum króna og höfðu lækkað um 5.5 milljónir miðað við árslok 1967. Sjö skip Skipa^ildar fluttu lítið eitt meira magn af vörum 1968 en árið áður. Flutningar milli hafna erlendis voru Va minni en 1967, en strandflutn- ingar jukust um 15.890 smá- lestir. Farmgjaldatekjur eigin skipa Skipadeildar námu 123.2 milljónum króna og sameignar- skipa 34.6 milljónum. Tekjur voru 54.4 milljónum króna hærri en árið 1967 hjá sömu skipum. Heildarsala verksmiðja og (Ljósm.: H. Sig.) Eskifjarðar um næstu helgi og leikur við heimamenn. Vonandi verður þessi heimsókn ÍBA- liðsins austur til gagns og ánægju. □ FYRSTA landsmót ungtempl- ara var haldið á Siglufirði sum- arið 1967 og þótti takast sér- staklega vel. Nú í sumar, nánar tiltekið 5. og 6. júlí, verður arrnað lands- mót ungtemplara haldið að Staðarhrauni á Mýrum, Mýra- sýslu. Akureyrskir ungtemplarar munu fjölmenna á þetta mót, en auk þeirra verða þai-na ung- templarar frá Vestmannaeyjum, Keflavík, Kópavogi, Reykjavík, Akranesi, fsafirði og Siglufii'ði. Þetta mót er ekki eingöngu fyr- ir ungtemplara, heldur einnig fyrir þá unglinga, sem vilja kynna sér starfsemi ungtempl- ai-afélaganna í landinu. Þess vegna eru allir unglingai’, fædd ir 1953 eða fyrr, velkomnir. Frá Akureyri verður farið föstudagskvöldið 4. júlí kl. 8 frá Umferðarmiðstöðinni (áður 1 ÁTTRÆÐDR | í I I & Helgi Stelánsson bóndi á Þórustöðum vei-zlana, sem heyra undir Iðn- aðai'deild SÍS nam 331.5 milljón um króna og er það 55.6 milljón um hærra en árið 1967. Útflutn ingur á ullarteppum, prjóna- peysum, loðsútuðum gærum og húðum nam á árinu 1968 61.8 milljónum króna. Heildarsala Sjávarafui’ðadeild ar nam á árinu 1968 618.8 millj. króna og var sölurýrnun 54.7 millj. króna. í skýrslu forstjóra um sölu- félag Sambandsins í Badaríkj- unum, Iceland Products, Inc., kom m. a. fram, að rekstur fé- lagsins batnaði verulega á sl. ári. Það sem af er þessu ári hef- ur oi'ðið mikil aukning á fram- leiðslu í verksmiðju Iceland Products og hefur söluverðmæti framleiðslimnar fyrstu 5 mán- uði þessa árs um það bil tvö- faldazt miðað við sama tímabil árið 1968. Fyx-ir mánuði var haf izt handa um stækkun verk- smiðju Iceland Products sem gerir mögulegt að koma við fjór um framleiðslulínum, en fram að þessu hefur verksmiðjan einungis haft tvær línur. Þá ger ir stækkunin ráð fyrir mikilli aukningu á frystirými en gólf- flötur í frystigeymslum mun stækka úr 600 fermetrum í 1950 fei-metra. Bandaríkin eru nú lang stærsti kaupandi að fiski frá Sjávai-afurðadeild Sam- bandsins og árið 1968 fóru 67.8% af útflutningi deildarinn- ar til Bandaríkjanna. Heildarvelta Sambandfélag- anna varð 4.590 milljónir króna og er það 267 milljón króna hæi’ri upphæð en árið áður. Sala landbúnaðarafurða jókst um 231 milljón en vöi-usala sam kvæmt vörureikningi vai’ð 2.215 milljónir og hækkaði um 3.6% frá árinu 1967. Brúttótekjur af vörusölu samkvæmt vörui'eikn- ingi lækkaði hins vegar um 5 milljónir eða 1.5%. □ ÞANN 1. júlí varð áttræður Helgi Stefánsson bóndi á Þóru- stöðum. Þótt ástæða væri til, ætla ég ekki að skrifa langt mál í tilefni þessa, heldur aðeins að senda honum litla kveðju og þakklæti fyrir samvei’una og vináttuna, sem hann ávallt hef- ir sýnt mér frá því fyrsta að ég man eftir. Ef til vill munu einhverjir þeir, sem þekktu Helga ungan, telja að hann hafi ekki lent á þeirri hyllu í lífinu, sem honum hæfði. Hann hefði betur verið kominn í sönghöllum hins stóra heims. Þar hefði hin undra- verða söngrödd hans og tónlist- arhæfileikar notið sín betur en við búsumstang hér uppi á ís- landi. Þessi vegur stóð honum opinn, er erlendur maður, sem kynntist honum um tvítugsald- ur bauð honum aðstoð sína til söngnáms. En á þeim árum mun varla hafa þótt árennilegt fyrir ungan sveitapilt að leggja út í slíkt ævintýri, enda munu þeir fáir hafa verið, sem fýstu hann til farar. En við tónlistina hefir hann þó aldrei slitið öll bönd. Allt til þess að sjón hans bilaði og hann, þann veg, dæmdist úr leik, varði hann flestum sínum stopulu tómstundum við fótskör hennar og ótaldar munu þær ánægjustundir, sem hann hefir veitt samferðamönnum sínum með þeim árangri, sem hann náði á þeim vettvangi. Ég er einn þeirra mörgu, sem fyrir hans tilverknað lærði að njóta þeirra unaðssemda og þeirrar göfgi, sem tónlistin býr yfir og fyrir það er ég honum ætíð þakklátui’. En enda þótt, eins og fyrr seg ir, að Helga hafi kannske hæft önnur lífsbraut betur en sú, sem hann valdi sér, verður þó eigi annað sagt, en að hann hafi full komlega valdið sínu verkefni. Slíkt er sjáanlegt hverjum þeim, sem yfir farinn veg hans lítur, og sér þau vegsummerki, sem hann lætur eftir sig á jörð sinni. Fyrir rúmri öld síðan kvað íslenzkur bóndi þessa stöku: „Þegar líf mitt eftirá er í gleymsku falið, Illugastaðasteinar þá standið upp og talið.“ í þá daga voru það steinarnir í túngörðunum og húsveggjun- um, sem þóttu vænlegastir eftir mælendur íslenzkra bænda. En síðai’i tíma bændur hafa valið sér önnur minnismei’ki. Þeir hafa kosið til þess hið gróandi gras, sem á hverju vori rís úr dvala og bi-eiðir sína grænu feg urð yfir íslenzkar sveitir og lyftir huganum yfir hversdags- leikann. í þeim hópi hefir Helgi fyllt sitt sæti með sóma og mun sá minnisvai’ði, sem hann reisti sér, með ræktun jarðar sinnar, ekki síður talandi en þótt hann hefði staðið á söngpöllunum. Megi ævikvöld hans verða um- vafið gróðri og tónum. Páll Helgason. Herbergi óskast fyrir iingan pilt í nágrenni Menntasíkólans næsta vetur. JÓN M. JÓNSSON, símar 1-15-99 og 1-14-53. ferðaski'ifstofan Saga). Laugardaginn 5. júlí er frjáls tími til kl. 5, en þá verður mótið sett. Sama dag milli kl. 6 og 8 verður jeppakeppni fyrir þá, sem koma á eigin bílum. Um kvöldið verður kvöldvaka i um sjá ungtemplarafélagsins Hrann ar, Reykjavík, en á eftir verður dansað og sjá hinir frábæru ROOF TOPS um fjörið. Á sunnudagsmorgun geta þátttak- endur valið milli tveggja ferða: Veiðiferðar og gönguferðar. Síð degis á sunnudag verður íþrótta mót og m. a. verður keppt í knattspyrnu kvenna! — Móts- slit verða kl. 6. Mótsgjald er kr. 300.00 óg innifalið í gjaldinu er: Allar skemmtanir úti og inni ásamt mótsmerki og mótsskrá. Á mótinu verður sölubúð, en þar fæst meðal annars: Ol, sælgæti, kex og margt fleira. Þátttakendur hafi með sér svefnpoka, tjald, nesti og góða skapið. Allar nánari upplýsingar um ferðina veita góðfúslega Hörður Hafsteinsson, Hafnarstræti 88, sími 12494 og Halldór Jónsson, Noi'ðui’götu 11, sími 12360, og einnig hafa ungtemplarar opna skrifstofu að Kaupvangsstræti 4 (2. hæð), fimmtudaginn 3. júlí kl. 8 til 10 e. h. Þeir sem þegar hafa ákveðið að fara eru vinsamlega beðnir að láta skrá sig sem allra fyrst. Akureyi-skir unglingai'! Lát- um ekki okkar hlut eftir liggja. Á landsmótinu á Siglufirði 1967 áttum við stærsta hópinn og hann var sannarlega þessum bæ til sóma. (Fréttatilkynning) FERÐIR, blað Ferðafélags Akur eyrar RIT Ferðafélag Akureyrar, júní 1969 — 28. árgangur, er komið út. Segir þar frá skála félagsins við Drekagil, miðhálendisferð eftir Þormóð Sveinsson og ferð um Uxaskarð og Náttfai’avíkur og ritar Björn Bessason þá grein, og Angantýr Hjálmars- son segir frá hitaveitunni í Laugarfelli. Vil kaupa MÓTATIMBUR, ca. 3000 fet. Helzt góðar lengdir. Uppl. í síma 1-10-94. - Margt fólk á Laugum (Framhald af blaðsíðu 1) ai’sstaða sungu. Þá flutti Sigurður Líndal, hæstaréttaiTÍtari lýðveldisi’æðu. Ræddi hann, hvei’su sjálfstæði þjóðar grundvallast á menn- ingu hennar og þjóðerniskennd og hversu mikil afrek eru oft unnin í fámenni og við örðug ytri skilyrði. Sr. Bolli Gústafsson flutti einnig ræðu og rifjaði upp minningar um 17. júní 1944, en gerði svo að umtalsefni, hver þróun hefði oi'ðið í þjóðlífi og hugsunai'hætti okkar íslendinga þann aldai'fjórðung, sem síðan er liðinn. Kirkjukór Grenjaðarstaðar- kii-kju söng undir stjórn Sigurð ar Sigurjónssonar, Páll H. Jóns son flutti frumort kvæði og því næst sungu sameinaðir karla- kórar Mývetninga og Reykdæla undir stjórn Páls H. Jónssonar og sr. Arnar Fi’iði'ikssonai’. Að því loknu var gert hlé á hátíðahöldum til klukkan 18, en þá sýndu á íþróttavellinum hjá Laugum glímuflokkur Héraðs- sambands Suður-Þingeyinga og fimleikaflokkur úr KR, sem þá var á sýningarferðalagi um Norðui’land. Haraldur Jónsson, bóndi, Jaðri, stjórnaði glímumönnum, sem glímdu fyrst sýningarglím- ur og háðu síðan bændaglímu. Fimleikamennirnir sýndu áhaldaleikfimi undir stjórn Ágústs Óskarssonar, iþrótta- kennara. Síðasti þáttur hátíðahaldanna var svo dansleikur um kvöldið í íþróttahúsi Héraðsskólans. Hátíðahöldin fóru hið bezta fram og margt fólk sótti þau, þó tæplega eins mikill mannfjöldi og ætla mætti við svo hátíðlegt tækifæri og í svo fögru veðri. G. G. Kennara vantar, fyrir haustið, ÍBÚÐ eða herbergi með sér inngangi og snyrt- ingu. — Helzt í nágrenni menntaskólans. Uppl. i síma 1-22-39. LÍTIL ÍBÚÐ á Eyrinni til söliu. Hagkvæmir greiðsluskil- rnálar. Leiga kærni einn- ig til greina. Sími 1-17-67, eftir kl. 7 á kvöltliru Stúlkur óskast Viljium ráða 1 stúlku til starfa við símaskiptiborð og gestamóttöku, góð kunnátta í ensku og' norð- urlandamálum nauðsynleg. Ennfi’emur 1 stúlku til að smyrja brauð. Nánari upplýsingar gefur hótelstjórinn. HÓTEL KEA. TIL SÖLU: KVIKMYNDASÝNINGARTÆKI af „Bauer“- gerð til sölu, þar sem þau eru í Samkomuhúsi bæjarins á Akureyri. Allar upplýsingar veitir BRAGI GUÐJÓNSSON, sýningarmaður, sírni 1-22-17.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.