Dagur - 09.07.1969, Blaðsíða 2

Dagur - 09.07.1969, Blaðsíða 2
1 Framkvæmdir eru hafnar sunnan á Oddeyri, en þar verður fluíninga- og umhleðsluhöfn bæjarins og munu bráít rísa niikil hús á nýjum hafnarbakka. (Ljósm.: E. D.) AF VETTVANGI KNATTSPYRNUNNAR Knattspyrnuæfingar lijá ÞÓR íþróttafélagið Þór. GOLFFRÉTTIR laugardag í Keflavík við heima- menn þar og töpuðu 2:0, og ber þeim saman um sem sáu leik- inn, að sigur Keflvíkinga hafi sízt verið of stór. B-lið ÍBA sígraði FH SL. súnnudag léku hér á íþrótta vellinum 2. deildarlið F. H. og B-lið ÍBA, og fóru leikar svo að Akuréyringar sigruðu 4:3. Völsungar - FH 1:1 SL. laugardag léku á Húsavík í 2. deild lið F. H. og Völsungs vellinum á íþróttasvæðinu. Klukkan 7.45—8.45 3. fl. Klukkan 8.45—9.45 1. og 2. fl. Þessir flokkar æfa á túninu við Barnaskólann í Glerárhverfi Félagar, eldri og yngri, fjöl- menhið á æfingarnar. — Nýir félagar velkomnir. r KA - Þór leika 15. júlí MFL. Þórs og KA áttu að leika sl. þriðjudag, en þeim leik hefur verið frestað til þriðjudagsins 15. júlí, og er ástæðan sú að ÍBA-liðið á að mæta Vest- mannaeyingum í kvöld í Eyj- um ef fært verður. ÍBA tapaði fyrir ÍBK ÞAÐ blæs ekki byrlega fyrir 1. deildarliði Akureyringa um þessar mundir. Liðið hefur nú leikið fjóra leiki og er neðst í 1. deild með 2 stig. Liðið lék sl. GUTTORMUR Ólafsson hefur nú byrjað þjálfun i knattspyrnu öllum flokkum hjá félaginu og breytist því æfingatimi og stað- ur. Eftirleiðis verða æfingar á mánudögum og fimmtudögum. Klukkan 4—5 6. flokkur. Klukkan 5—6 5. flokkur. Klukkan 6—7 4. flokkur. Þessir flokkar æfa á moldar- SEINUSTU helgina í júní var keppt um hinn svokallaða Sjóvá bikar. Leiknar voru 36 holur með fulh'i forgjöf. Eftir fyrri dag keppninnar hafði Gunnar Konráðsson forustuna. Hann hafði leikið af miklu öryggi, og hafði 2 högg í forskot fram yfir næsta mann eftir fyrstu 18 hol- urnar. En björninn var alls ekki unninn, því margir sóttu að hon um og hugðust leggja hann af velli. Því fór það svo að Hafliði Guðmundsson hafði jafnað við kappann er 36 holur voru að baki. Og þar af leiðir að þeir félagar þurfa að rölta 18 holur í viðbót til að úr því fáist skor- ið hver hreppi hnossið og hafi sterkari taugar. Efstir voru: högg Gunnar Konráðsson 140 Hafliði Guðmundsson 140 Björgvin Þorsteinsson 145 Þriðjudaginn 1. júlí fór svo fram unglingakeppni. Ungling- arnir voru líflegir mjög er þeir gengu til leiks. En þegar líða I.O.G.T. stúkan Akurliljan nr. 275. Fundur n. k. fimmtudag kl. 21.00 í Ráðhúsinu. Félagar fjölmennið. — Æ.t. tók á keppnina fór að bera á taugaslappleika hjá keppendum og er keppnin var úti voru þeir vart viðmælandi. En er úrslit voru kunn þá byrjuðu allir að telja upp mistökin sem þeir sögðust hafa gert í keppninni, og greinilegt er að þeir ungu standa þeim eldri ekkert að baki í þeirri list. Forgjafarmeistari unglinga 1969 varð: högg Heimir Haraldsson 69 Hermann Benédiktsson 70 Þórhallur Pálsson 72 Pétur Þórarinsson 77 (Framhald af blaðsíðu 4) Annan dag mánaðarins var aðalfundur haldinn á Breiðu- mýri, en stjórn Framsóknar- félagsins í Reykjadal skipa: Ingi Tryggvason, Kárhóli, Teitur Björnsson, Brún og Sigurður Haraldsson, Ingjaldsstöðum. Þriðja júlí boðuðu Framsókn armenn í Mývatnssveit til fund ar í Skjólbrekku. Stjóm félags- og lauk þeim leik með jafntefli 1 marki gegn 1. 3 leikir eftir í Vormóti júlí-mót hafið ÞREM leikjum er ólokið í Vor- móti í knattspyrnu, eftir eiga að leika mfl., 2. og 3. fl. og fara þeir leikir trúlega fram á næst- unni. Mfl. leikur n. k. þriðjudag. Þá hófst sl. mánudag Júlímót í knattspyrnu og fóru leikar svo að KA sigraði Þór í 6. fl. 2:0, en Þór sigraði KA í 5. fl. 3:1. Sl. föstudag sigraði KA Þór í Vormóti4. fl. 3:0, og er 4. fl. KA all-góður. Síðustu leikir ÍBA í fyrri umf. 1. deildar RÁÐGERT er að ÍBA leiki við ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld, miðvikudag, ef fært verður til Eyja. En á sunnudag, kl. 4, leika þeir á heimavelli við KR, og mega þeir spjara sig í þessum tveim leikjum ef þeir eiga ekki að lenda í neðsta sæti eftir fyrri umferð í 1. deild, en þeir hafa lokið um helgina. Síðan verður hlé á 1. deildarkeppninni þar til síðast í júlí vegna landsleikja íslendinga við Norðmenn og Finna. Sv. O. Handknattleikur hjá KA H ANDKN ATTLEIKSÆFING- AR stúlkna hefjast n. k. fimmtu dag kl. 7.30 e. h. á íþróttasvæði félagsins. Æfingar verða fram- vegis á mánudögum og fimmtu- dögum kl. 7.30 e. h. Áríðandi er að allar stúlkur mæti, sem ætla að taka þátt í æfingum í sumar. ins þar skipa: Jón Árni Sigfús- son, Víkurnesi, Böðvar Jónsson, Gautlöndum og Þráinn Þóris- son, Skútustöðum. Fundarstjóri var Jón Árni Sigfússon. Allir voru fundir þessir vel sóttir, eða 50—60 manns á þeim fjölmennustu. — Og fundur á Hólmavaði í Aðaldal var líka vel sóttur. Þeim fundi stjórnaði Indriði Ketilsson. (Framhald af blaðsíðu 8). bæjarstjóra veitt fullt og ótak- markað umboð til að undirrita lánsskjöl fyrir hönd Akureyrar kaupstaðai'. Viðbygging við Elliheimilið í Skjaldarvík. Með bréfum dags. 20. maí og 19. júní 1969 fer stjórn Elli- heimilisins í Skjaldarvík þess á leit, að bæjarstjórn heimili að látaframkvæma lagfæringu og viðbyggingu við Elliheimilið í Skjaldarvík á þessu ári auk við byggingar við Elliheimili Akur- eyrar. Er hér um að ræða hús- næði fyrir starfsfólk en jafn- framt yrði núverandi starfs- mannahúsnæði breytt í visther- bergi fyrir 12 manns. Upplýst er, að framkvæmdastjóri heim- ilisins hefir fengið vilyrði fyrir láni kr. 750.000.00 til 6 ára, en auk þess hefir stjórnin hug á að leita til hreppa sýslunnar um fjárstuðning. Þá hefir stjórnin rætt þann möguleika að bjóða út skuldabréfalán til að fjár- magna viðbyggingu elliheimil- anna. Bæjarráð leggur til, að stjórn Elliheimilisins verði veitt heim- ild til þess að ráðast í umbeðnar framkvæmdir, enda hafi stjórn- in með höndum alla fjármögnun byggingarinnar og rekstur elli- heimilisins beri verulegan hluta af vöxtum og afborgunum lána vegna byggingarinnar. Þá lýsir bæjarráð sig hlynnt útboði skuldabréfaláns tilframkvæmd- anna. Tillaga til bæjarstjómar vegna deiltlar Vélskóla íslands á Akur eyri. Að gefnu tilefni skorar bæjar stjórn Akureyrar á hlutaðeig- andi yfirvöld að veita nægilegt fé til starfsemi deilda Vélskóla íslands á Akureyri, svo sú starf semi stöðvist ekki, heldur geti þróast og eflst eftir því sem að- stæður gefa tilefni til. Starfsemi þessarar deildar hefir gefizt mjög vel, aðsókn að henni er góð og vaxandi og starfsemin öll er tvímælalaust mjög gagnleg fyrir Norður- og Austurland. Mengaður sjór. Borið hefur nokkuð á því að net séu lögð við fjörur hér við vestanverðan Pollinn og oft við eða nálægt sorpræsum. Vegna mengunar sjávar á þessu svæði telur nefndin að stöðva þurfi CHEVROLET ’53 til sölu. — Bíllinn er í mjög góðu lagi. Uppl. í Ásabyggð 12, sími 1-19-95. TIL SÖLU: FORD BRONCO. Uppl. í síma 1-17-05, eftir kl. 8 á kvöldin. Á Tjörnesi var fundur 5. júlí, ekki fjölmennur en góður, og á Svalbarðseyri var fundur 6. júlí og stjórnaði honum Haukur Halldórsson, Sveinbjarnargerði. Hann er félagsformaður og með honum eru í stjórn: Bjarni Hólmgrímsson, Svalbarði og Steingrímur Valdimarsson, Heiðarholti. □ þessar veiðar. Mælist nefndin því til þess við landeiganda, bæjarsjóð Akureyrar, að hann banni með öllu netalagnir og fyrirdrátt fyrir landi bæjarins innan Oddeyrar. Mælt með ráðningu forstöðu- konu að Húsmæðraskóla. Bæjarráð tekur eindregið undii' erindi skólanefndar Hús- mæðraskóla Akureyrar til menntamálaráðuneytisins, þéss efnis að nú þegar verði ráðin forstöðukona að skólanum, sem stjórni námskeiðum skólans fyrst um sinn og undirbúi náms skrá fyrir skólann þannig að hann geti tekið til stai’fa sem fullkominn húsmæðraskóli hið fyrsta. Laxárvirkjunarstjórn veitt um- boð til samninga. Bæjarráð leggur til, að eftir- farandi tillaga frá Laxárvirkj- unarstjórn verði samþykkt af bæjarstjórn: „Bæjarstjórn Akureyrar sam þykkir af sinni hálfu að veita stjórn Laxárvirkjunar fullt og ótakmarkað umboð til að semja við raforkumálaráðuneytið um eignaraðild Akureyrarbæjar og ríkisins að Laxárvirkjun í sam- bandi við hina nýju Gljúfur- versvirkjun, sbr. lög um Laxár virkjun frá 11. maí 1965.“ Umsókn Norðurflugs um land i nágrenni flugvallar. Með bréfi dags. 16. janúar fer Tryggvi Helgason þess á leit við bæjarráð, að fá hólma er liggur næstur austan við flugvöllinn, til afnota undir verkstæðishús. Skipulagsnefnd leggur til, að Norðurflug fái lóð fyrir verk- stæðishús með 15 ára stÖðuleyfi samkvæmt nánari útmælingum bæjarverkfræðings. Ennfremur leggur skipulagsnefnd til, að Norðurflug fái hólmann norðan núverandi þjóðvegar annað hvort á bráðabirgðaleigu eða erfðafestu. Mikið atvinnuleysi. Formaður atvinnumálanefnd ar las skýrslu um atvinnuleysi í bænum eins og það var 22. júní. Karlar — bótaskyldir . . . . , 124 Konur — bótaskyldar . .. . , 95 Konur — bótaskyldar . .. . , 73 (frá K. Jónsson & Co.) Stúlkur yfir 16 ára , 26 (ekki bótaskyldar enn) Piltar yfir 16 ára . 22 (ekki bótaskyldir enn) Piltar undir 16 ára . 24 Stúlkur undir 16 ára . .. , . 15 AIls . 379 (sem beðið hafa um aðstoð) Atvinnumálanefnd lýsir áhyggjum sínum yfir því at- vinnuleysi, sem fram kemur í skýrslu Vinnumiðlunarstjóra. Verulegar framkvæmdir eru nú í uppsiglingu í bænum, og sterk ar vonir til að senn dragi veru- lega úr atvinnuleysi verka- manna. Einnig eru nú horfur á, að stækkun á vinnslusal Ú. A. verði fullgerð á næstunni og muni þá fjölga starfsfólki þar um 30—50 manns. Nefndin telur nauðsynlegt að náið sé fylgst með atvinnu- ástandi næstu vikur og fer fram á að Vinnumiðlunarstjóri skili fyrst um sinn vikulega skýrsl- um um fjölda atvinnulausra. Þar sem alls ekki er víst að framkvæmdir þær, sem nefndar voru héi' að framan dugi til að útrýma atvinnuleysinu nú í sumar, beinir atvinnumála- nefnd þeim tilmælum til Vinnu miðlunarstjóra, að svokölluð vinnumiðlunarnefnd taki nú til starfa og vinni að lausn þessa vandamáls. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.