Dagur - 09.07.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 09.07.1969, Blaðsíða 1
LII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 9. júlí 1969 — 30. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SERVERZLUN: LJÓSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Raðherrar undir smásjá UPP hefur komizt um stór af- glöp starfsmanna hjá ríkisstofn- unum og einkum í sambandi við fjármál. Endurskoðendur ríkis- reikninga flettu ofan af ýmsu í þessu efni, sem allir nutna. Vítaverð meðferð fjármuna hjá embætti húsameistara ríkis ins er sorglegt dæmi um hnign- andi siðgæði. Hneykslið í Sem- entsverksmiðjunni er átakan- legt dæmi á sama stofni. Þegar ekki var hægt að neifa staðreyndum, játaði fjármála- ráðherra ástandið, lofaði bót og betrun og tók þá skýrlega til orða og menn reyndu að trúa því, að nú yrði röggsamlega á málum tekið. MIKIL LAXGENGND FRETTIR hafia borizt af því víða að, að laxgengd sé með meira móti í ár og í sumum ám mjög mikil, svo sem Laxá í S.- Þing. Veiðin er þó misjöfn eins og gengur. □ En hvað hefur gerzt? Almenn ingur, sem hefur þessi mál und ir smásjánni, bíður aðgerða, enn án árangurs. Hann veit, að slík mál eru í höndum dómsmála- ráðherra, Jóhanns Hafsteins. En ætlar liann og þeir báðir í sameiningu, að svæfa slík mál og reyna að láta þau- gleymast? í vetur sagði fjármálaráð- herra orðrétt í opinberri til- kynningu sem blöðin birtu: „í sainbandi við óreiðuna hjá húsameistaraembættinu, mun dómsmálaráðherra hafa ákveðið að víkja frá störfum þeim, er meginábyrgð hefur haft á fjár- stjórn stofnunarinnar.“ Ekki hefur um það heyrzt, að meira hafi verið gert í því máli. Almenningur bíður og vonar. að dómsvald í landinu, sé enn ekki orðið nafnið tómt. En hve lengi á hann að bíða? Og hve lengi getur þjóðfélagið þolað hina ört vaxandi spillingu ofan- frá? □ Úrslitasprettur í 250 metra folahlaupinu. (Ljósm.: Myndver) Kappreiðar LÉTTIS við Eyjafjarðará FRAMKVÆMDIR I GRIMSEY Grímsey 8. júlí. Við búum við algert samgönguleysi og eru nú engar fastar ferðir hingað, hvorki á sjó eða í lofti. Þetta verður að breytast. Unnið er við höfnina og eru hér starfandi um 15 manna hóp ur frá vitamálaskrifstofunni. Grjótkantur er settur utan á hafnargarðinn og ennfremur varnargarð, þar fyrir utan. Ekki hafa heimamenn mikla trú á, að sá garður muni halda, en þetta lítur vel út á teikningu. Tillög- ur okkar voru ekki samþykktar. Útibú KEA hér tekur á móti öllum fiski í salt um þessar mundir. Einnig getum við heil- fryst. Fiskmóttakan verður í sumar bætt með viðbótarbygg- ingu. Þokur hamla nokkuð veiðum. Héðan róa tíu trillur og eru tveir á flestum og fiska á hand- færi. Nú hafa nokkrir byrjað með rafmagnsrúlluna og það er gjörbylting. Eyjan er hræðilega kalin í ár. Seinna verður settur upp sjálf virkur simi. G. J. KAPPREIÐAR og góðhesta- keppni Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri fóru fram á skeiðvelli félagsins við Eyja- fjarðará á sunnudaginn. Þær áttu að fara fram 7. júní sl., sem var mun betri tími en áin flæddi þá upp á skeiðvöllinn og varð að fresta samkomunni Um 50 hross voru látin taka þátt í íþróttum dagsins að þessu sinni. í góðhestakeppni alhliða gæðinga var Sindri dæmdur beztur. Hann er grár að lit, 7 NÝ STEYPUSTÖÐ TIL BÆJARINS FYRIR nokkrum dögum kom hingað til bæjarins steypustöð. Það er Möl og sandur, fyrirtæki einstaklinga, KEA og Akureyr- arbæjar, rúmlega 20 ára gamalt, sem keypt hefur steypustöðina. Steypustöðin er þýzk, ársgömul og keypt í Straumsvík. Verð 5—6 milljónir, miðað við vélar uppsettar og hún samanstendur af blöndunar- og hrærivél og er sjálfvirk. Mjög lítið er nú um íbúða- byggingar í bænum, en væntan lega kemur að því, að fram- kvæmdir örvist og er þá gott að hafa nýja steypustöð tilbúna. í GÆR var ný viðbygging hrað , frystihúss Ú. A. tekin í notkun og er það vinnslusalur fyrir 50 stúlkur og eykur þetta afkasta- getuna að mun, eða um 50% og gerir hana hagkvæmari. Unnt er nú, að Ijúka vinnu kl. 7 í stað þess að vinna til kl. 11. Aðeins tveir mánuðir eru síð- an byrjað var að grafa fyrir hinnj nýju viðbyggingu og hef- ur byggingahraði því verið óvenju mikill. Stefán Reykjalín hefur staðið fyrir verkinu f. h. Ú. A., Gunnar Oskarsson ann- ast múrverk en Þorsteinn Villi- amsson trésmíði. □ vetra, skagfirzkrar ættar. Eig- andí er Jóhann Konráðsson. Annar var Tígull, jarpskjóttur, 13 vetra. Eigandi Þorvaldur Pétursson, og þriðji varð Bleik- ur Karls Ágústssonar. Beztur klárhestur með tölti var Blossi, rauðblesóttur, 9 vetra, þingeyskur. Eigandi Jónas Ó. Egilsson. Næstur var Blíða Jóns Sigfússonar, en hún (Framhald á blaðsíðu 5). Sláttur og laxveiðar hef jast í Vopnaf. Vopnafirði 7. júlí. Heyskapur er ekki byrjaður fyrir alvöru enn- þá, en næstu daga mun hann hefjast ef sæmilega viðrar því spretta er að verða þolanleg. Nýjar kalskemmdir eru engar og eru því betri horfur en áður. Aðalfundur kaupfélagsins hérna í Vopnafirði var haldinn 20. júní. Halli varð á rekstrin- um síðasta ár og nam hann 400 þúsund krónum, en afskrifaðar höfðu þá verið 600 þúsund krón ur. Vörusala aðkeyptra vara nam 28.5 millj. kr. og lækkaði um 3 millj. kr. Onnur fyrirtæki kaupfélagsins komu vel út nema bifreiðaverkstæðið. Kaup félagsstjóri er Halldór Halldórs son. Fjárfestingarframkvæmdir voru nær engar á síðasta ári en nú er í undirbúningi að stækka frystihúsið og mun útvegun fjár til þess á góðurn vegi. Hafnarframkvæmdum er haldið áfram í sumar við Vopna fjarðarkauptún og verið að vinna við síðari hluta mikils_ hafnargarðs. Alls munu hafnar- framkvæmdirnar þæi', sem unn ið er að og ákveðnar, kosta um 30 milljónir króna, samkvæmt áætlun. Bílslys varð í nótt við svo- nefndan Drang, rétt innan við Vopnafjarðarþorp. Fólksbifreið héðan úr plássinu fór út af veg- inum og valt. Bíllinn stór- skemmdist en engan þeirra fimm manna, er í hoíium var, slasaðist alvarlega, að því er talið er. Laxveiði er enn ekki hafin í Vopnafjai'ðaránum, enda geng- ur hann hér jafnan fremur seint, og er því ekki hægt að segja fréttir að þeim veiðiskap. En það getur til tíðinda talist, að veiðisvæði Selár hefur nú, með nýjum fiskvegi, verið lengt um 20 km. Þ. Þ. DAGUR fer nú í þriggja vikna sumarfrí og kemur út eftir verzlunar- mannahelgina. Því miður bíða enn aðsendar greinar og verða einhverjar þeirra líklega fallnar úr gildi er að þeim kemur. Einkum eru það löngu grein- arnar, sem dregst að birta og er það vinsamleg ósk blaðsins, að menn stilli máli sínu svo í hóf, að samrýmst geti okkar alltof litla blaði. En eins og jafnan áður, eru lesendur livattir til að taka þátt í umræðum í blaðinu, gefa ábendingar og láta vita um fréttnæma hluti, er livar- vetna gerast þar sem fólk lifir og starfar. □ Togarar Útgerðarfélags Akureyringa h.f., fjórir að tölu, hafa skilað miklmn afla á land það sem af er árinu, þótt komnir séu til ára sinna. Starfsemi Ú. A. hefur skapað mikla og dýrmæta vinnu í bænuml og verðmætasköpun til útflutnings er einnig mikil. (Ljósm.: E. D.) SL. LAUGARDAG kom 86 manna hópur Vestur-íslendinga með flugvél til Keflavíkur. Eru þeir flestir frá Vancouver og fararstjórinn dr. Hermann Marteinsson. Mun ferðafólkið dvelja hér á landi til 2. ágústs og ferðast talsvert um landið í leit að ættingjum og vinum. Til Akureyrar kemur 25 manna hópur föstudagskvöldið 11. jáh. Nsesta dag verður ferð- ast um Þingeyjarsýslur en sunnudaginn 13. júlí verður hinn árlegi Vestmannadagur á Akureyri. Hefst hann með guðs þjónustu í Matthíasarkirkju kl. 10.30 f. h. Séra Pétur Sigur- geirsson messar og ávarpar gest ina, en kveðju flytur prófessor Richard Beck. Eftir hádegi verða söfnin skoðuð, en kvöld- verð snæða Vestur-íslending- arnir í boði Akureyrarbæjar. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.