Dagur - 09.07.1969, Blaðsíða 4

Dagur - 09.07.1969, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.L LANDGRÆÐSLA HINN nýi sambandsstjóri Ung- mennafélags íslands, Hafsteinn Þor- valdsson á Selfossi, hefur frá því sagt, að samtök ungmennafélaganna hefðu tekið að sér að dreifa 75 tonn- um af áburði og tæpum 6 tonnum af grasfræi á gróðurvana landsvæði víðs vegar um landið. Þessi störf eru unn- in í samvinnu við Landgræðsluna og undir eftirliti hennar, þar sem Ingvi Þorsteinsson og Ólafur Ásgeirsson eru leiðbeinendur og skipuleggja starfið. Landgræðslan leggur til áburðinn og fræið en ungmenna- félagarnir gefa sína vinnu. Er nú svo komið, að á sumum stöðum eru svo margir sjálfboðaliðar, að áburð og fræ vantar. Þessi starfsemi ungmennafélag- anna hefur vakið þjóðarathygli og er þess verð, að henni sé þó enn meiri gaumur gefinn og hún studd dyggi- lega af einstaklingum og þjóðfélag- inu í heild. Vísindalegar rannsóknir þykja sýna, að í ýmsum landshlutum, er uppblástur meiri en landgræðsla og á meðan svo er, stendur þjóðin illa í ístaðinu. Hin almenna þátttaka ungmennafélaga í landgræðslustarf- inu sýnir, að unga fólkið skilur ekki aðeins vandamálið, heldur sýnir í verki hvert stefna ber. í þessu starfi sínu nálgast ung- mennafélögin á ný eitt af fyrstu stefnumálum sínum, en nú á raun- hæfari hátt. Þau hófu snemma bar- áttu fyrir skógrækt og vel sé þeim fyrir það og um það bera ýmsir skóg- arreitir vitni. En svo ágæt sem skóg- rækt er, og hennar merki ber að halda hátt á lofti, er ennþá nauðsyn- legra að hefta gróðureyðinguna og snúa vörn í sókn og endurheimta sem mest af fornu gróðurlendi, sem nú er auðnin ein og örfoka land. Starf ungmennafélaganna miðar að því að stækka ísland og gera það byggilegra, því það er gróður lands- ins, fyrst og fremst, sem gerir land okkar byggilegt. Og það er gróður- inn og gróðurmoldin, sem er dýr- mætasti auður þjóðarinnar. Á með- an ungir menn og ungar konur vilja vemda og auka þann þjóðarauð, og láta ekki þar við sitja að rétta upp hönd til samþykkis, en leggja fram krafta sína í sjálfboðavinnu við land- græðslustörfin, er ástæða til bjartsýni um framtíð þessarar kynslóðar. Og þá er um leið ástæða til aukinnar bjartsýni um framtíð landsins sjálfs, gróður þess og gæði. Þökk og heiður þeim, sem slík verk vinna. □ Þar er ennþá„mörg matarliolan” Bóndinn á nyrzta byggðu bóli landsins, Sigurð- ur Haraldsson á Núpakötlu, svarar spurningum Sindri Jóhanns Konráðssonar hlaut 1. verðlaun alhliða góðhesta og heldur eigandinn á verðlaunabikarnum. (Ljósm.: Myndver) - Kappreiðar Léttis við Eyjafjarðará NÚPSKATLA á Sléttu í Prest- hólahreppi er talinn nyrzti byggður bær á íslandi. Þar býr Sigurður Haraldsson og hefur búið þar í aldarfjórðung, róleg- ur maður og traustur að sjá. Hann leit inn á skrifstofur blaðs ins einhverra erinda í síðustu viku og um leið var hann spurð ur tíðinda af Sléttu, en hann kvaðst fá kunna. Fækkar byggðum býlum aust ur þar? Á síðasta áratug hafa fjórir bæir farið í eyði í mínu ná- grenni og er að því eftirsjá, því Sigurður Haraldsson. fólksfæð er þreytandi og hæfi- lega þétt byggt nágrenni er nauðsynlegt til að mannlífið daprist ekki. Hvemig hefur vorað og sumr að? Spretta er miklu betri í út- haga nú en fyrirfarandi vor, en túnin eru enn mjög illa farin eftir síðustu kalái-in og eitthvað mun einnig af nýju kali. En allt lítur þetta þó betur út nú. Sagt er, að eitt af mörgu bjargræði á Sléttu séu skips- strönd? Lítið er um þau nú, segir Sig- urður, þegar frá er talin Hans Sif, sem strandaði á Rifstanga í glaða tunglsljósi og Klausturs- bræður náðu síðar út. Nú siglir það skip aftur um höfin. En 1931 strönduðu tveir erlendir togarar í sama mánuðinum. Mannbjörg varð þó, eins og oft- ast áður. Jú, því er ekki að leyna, að mörg skip hafa lokið siglingu sinni við þennan út- skaga, eins og raunar á fleiri slíkum stöðum hér við land. En ég held að bændur hafi ekki lifað á skipsströndum. Fremur mætti segja, að þeir hafi bjarg- að mörgum mannslífum og er það mikill ávinningur út af fyrir sig. Hvemig nýtast hin ýmsu hlunnindi, svo sem varp, sel- og silungsveiði? Æðarvarp er minnkandi og gera bæði minkur og tófa usla í varplöndum. Minkur komst núna í Grjótanesvarpið og brytj aði niður irngana. í vetur voru fimm minkar, sem komizt höfðu inn í útihús, drepnir. Skaut ég þrjá þeirra, tvo heima og einn á Grjótnesi og aðrir skutu tvo. Annað kemur einnig til, er varp inu eyðir. Mikið af æðarfuglin- um drepst í grásleppunetunum, sem síðustu ár eru mörg í sjó. Æðarfuglinn þarf umönnun og friðun og það borgar sig að sinna æðarvarpi. En samkvæmt framansögðu eru skaðvaldarnir margir og sumir tvífættir. Um kríuvarpið er það að segja, að það virðist hverfa á bæjum, jafn skjótt og fólk yfirgefur þá. Þannig er það á Rifi og á sömu leið er að fara á Oddsstöðum. En silungurinn? Á Sléttu eru mörg vötn og silungur í þeim flestum, bæði bleikja og urriði. í vötnunum á austanverðri Sléttu er einkum urriði en bleikja í vesturhlutan- um. Þetta er góður silungur og við veiðum hann í net til nokk- urra nytja. Og selveiðin? Af selunum er sorgarsaga. Gömul og friðlýst selalátur hafa verið eyðilögð og er þar hvorki ref né mink um að kenna. Ég get sagt lítið dæmi um þetta. Nú í vor lágu 10 selir uppi í vík einni. Grásleppuveiðimaður Laugum 29. júní. í gær, 28. júní, var haldinn í þinghúsinu Breiðu mýri fundur um virkjunarmál Laxár í Þingeyjarsýslu. Áfundinum mættu sem frum mælendur Sigurður Thorodd- sen, verkfræðingur, Haukur Tómasson, jarðfræðingur og Sigurjón Rist, vatnamælinga- maður. Knútur Otterstedt, raf- veitustjóri, Akureyri var fund- arstjóri. Sigurður Thoroddsen gerði grein fyrir áætlunum um bygg- ingu svokallaðrar Gljúfurvers- virkjunar í Laxá. Haukur Tómasson ræddi um jarðfræðileg atriði í sambandi við virkjunina, og Sigurjón Rist skýrði frá breytingum á vatns- magni og rennsli Laxár, en framkvæmdir þessar fela í sér, að vatni úr Suðurá í Ódáða- hrauni verður veitt um Mý- vatnssveit til Laxár. Fundinn sótti margt manna úr sveitum þeim, sem fram- kvæmdimar snerta. Á eftir frummælendum tóku til máls Ketill Indriðason, Ytra- Fjalli, Jón Gauti Pétursson, Gautlöndum, Böðvar Jónsson, Gautlöndum, Sigurður Þóris- son, Grænavatni, Páll Magnús- son, lögfræðingur, Þráinn Þóris FRAMSÓKNARFÉLÖGIN í S.-Þing. halda nú hvern fund- inn af öðrum í sveitum héraðs- ins og eru margir þeirra aðal- fundir félaganna. Þar hafa mætt þingmenn flokksins í kjördæm- inu, Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Jónas Jónsson, sem mætir í stað Gísla Guð- mundssonar. Að loknum aðalfundarstörf- unum og afgreiðslu þeirra mála, sem fyrir eru tekin, flytja þing- mennimir stuttar ræður en fundarmenn bera fram mai'gar spurningar. Ræður þingmanna fjalla um lands- og héraðsmál, en fundarmenn beina umræðum í margar áttir, svo sem gefur að skilja og standa umræður jafn- an fram á nótt. Þess hefur áður verið getið hér, að sú eftirtektarverða sam- þykkt Framsóknarflokksins, að stefna að prófkjöri í kjördæm- unum fyrir alþingiskosningar, verður að byggjast á formleg- um félagsskap, þar sem stjórn lagði þá net sín fyrir víkina og drap alla selina, en þeir ánetj- uðust. Ásókn sjómanna er hörð og þegar lög og reglur eru brotn ar, er ekki von á góðu. Þú munt hafa fengizt við refa veiðar? Já, á Núpsstaðaheiðum. Við Ingimundur Pálsson unnum í vor 14 dýr, þar af 4 fullorðin. Við annað grenið, sem var ný- flutt í, voru lambaræflar, svo það var mikilsvert að ná því greni. Þótt nokkuð sé um refi, held ég að þeim hafi fækkað á Sléttu síðustu árin. En minkur- inn er nýr skaðvaldur. Ærnar léttar á fóðrum? Það þótti gott að setja kindina á einn bagga, en ég hef gefið helmingi meira af heyi og tölu- vert kjarnfóður. Það eru komn- ir aðrir búskaparhættir nú, bet ur gert við féð en áður var algengt. En afurðirnar hafa lika vaxið og nú fá Sléttubændur eins væna dilka og aðrir og eru sumarlöndin þó þau sömu, og son, Skútustöðum, Hermóður Guðmundsson, Ámesi, Þórólfur Jónsson, Stórutungu, Dagbjart- ur Sigurðsson, Álftagerði og Ingi Tryggvason, Kárhóli. Báru ræðumenn fram margar fyrirspurnir til frummælenda og gagnrýndu harðlega virkj- unaréætlanir þessar. Eftirtalin atriði þóttu þeim einkum ámælisverð. Tilfærsla Suðurár mundi hafa í för með sér ófyrirsjáanlega röskun á búskaparaðstöðu og náttúruskilyrðum í Mývatns- sveit. Þegar virkjunin er fullgerð myndast um 10 ferkílómetra uppistöðUlón í Laxárdal. Hlýtur dalurinn þá að leggjast í eyði og náttúrufeguið hans að stórspill- ast. Vatnsborðshækkun og aukið rennsli Laxár í Aðaldal breyta laxveiðiskilyrðum árinnar. 50—60 metra há jarðvegs- stífla í Laxárgljúfrum hefur í för með sér hættu á eyðileggj- andi flóði í Aðaldal, ef stóran jarðskjálfta ber að höndum. Frummælendur svöruðu fyrir spurnum í fundarlok en fundur inn stóð frá því fyrir kl. 10 f. h. fram yfir kl. 14 um daginn. Einmitt á þeim tíma hófst ráð- er kjörin og félagaskrá liggur fyrir, svo hvorugt sé véfengt. En umræðuefni þessara funda auk aðalfundarstarfa eru svo margvísleg að vart verður tölu á komið. Skal hér þó nefna raf- væðingu, virkjun Laxár og hættu af þeim ráðagerðum, að sameina fleiri ár, samgöngu- og vegamál, iðnaður og svo að sjálfsögðu landbúnaðarmálin, sem í sveitum eru jafnan mál málanna. Auk þeirra funda, sem áður var getið, í síðasta blaði, var aðalfundur Framsóknarfélags- ins í Bárðardal haldinn 1. júlí í barnaskólanum og var hann vel sóttur og sátu hann, auk bænda og bændasona, allmarg- ar konur. Fundarstjóri var Þórólfur Jónsson, Stórutungu. Stjóm félagsins skipa: Þórólfur Jónsson, Gunnlaugur Guð- mundsson, Hrappsstöðum og Þorsteinn Jónsson, Bjarnastöð- um. (Framhald á blaðsíðu 2) nú þykir ekki mikið að fá 70— 80% af ánum tvílembdar. Það mun enn mörg matar- holan á Sléttu, eins og einu sinni var sagt, og nú eru bjarn- dýr hætt að ganga þar á Jand? Já, bjarndýr hafa ekki gengið á land þar nú. En þeirra getur alltaf verið von þegar ísinn kem ur nálægt landinu. Árið 1918 voru þrjú bjarndýr skotin á hlaðinu á Núpskötlum. Við höf um ekki bjarndýrafeldi að selja, heldur aðeins refa- og minka- skott, sem greiddar eru 350 kr. fyrir, nema yrðlingaskottin, 200 kr. En um hinar „mörgu matar- holur“, eins og sagt var, má segja, að þær séu enn til, þrátt fyrir þær dekkri hliðarnar, sem ég hef nokkuð lýst, segir Sig- urður Haraldsson, og hefur nú ekki lengri tíma aflögu til að spjalla, því erindi í bænum eru enn óleyst og ýmsu að sinna á stuttri ferð. Þakka ég svo við- talið og er ákveðnari í því en áður að aka kring um Sléttu í björtu veðri, skoða Rauðunúpa, líta á veiðivötnin mörgu og allt það annað, sem ber fyrir augu ferðamanns. E. D. stefna um náttúruvernd á Norð urlandi í Laugaskóla. Lá leið allmargra fundarmanna beint á ráðstefnuna, enda bar virkjunar mál þessi á góma þar. G. G. Jafnframt skorar fundurinn á Náttúruverndarráð og mennta- málaráðherra, að unnið verði ötullega að því, að sett verði á stofn, föst, alhliða náttúrurann- sóknastöð við Mývatn.“ Að lokum samþykkti fundur- inn að stofna samtök um nátt- úruvernd á Norðurlandi, og rit- uðu flestir fundarmanna sig inn sem félagar. Samþykkt var að kjósa bráðabirgðastjórn, er skip uð væri þremur mönnum, og skyldu þeir gangast fyrir öðr- um fundi um sama efni í vestur héruðum Norðurlands, ogsemja uppkast að reglum fyrir sam- tökin, er síðan yrðu lagðar fyrir framhaldsstofnfund á Akureyri. Þessir menn voru tilnefndir í stjórnina, með eim'óma sam- þykki fundarmanna: Helgi Hall grímsson safnvörður, Jóhann Skaptason sýslumaður og Hjört ui' Eldjárn Þórarinsson bóndi. Um 40 manns sátu fundinn þegar flest var, og voru Þing- eyingar þar í meirihluta. Á sunnudaginn kl. 10 f. h. hófst fundur um náttúruvemd og landsnytjar. Framsögumenn voru þeir Hjörtur E. Þórarins- son, Jóhannes Sigvaldason og Hallgrímur Indriðason. Auk þess flutti Jónas Jónsson ráðu- nautur ýtarlegt erindi, og las m. a. ályktun, sem gerð hafði verið um náttúruvei-nd á Bún- aðarþingi nýiega. Fjörugar um- ræður urðu einnig um þetta efni, og lauk fundi um kl. 12.30. Fundurinn samþykkti eftir- farandi tillögu: „Fundur áhugamanna um náttúruvemd, haldinn að Laug- um í S.-Þing., dagana 28.—29. júní 1969, lýsir áhyggjum sínum yfir hömlulausri *otkun nýrra þvottaefna og annarra efna, er valdið geta stórtjóni á lífi í ám og vötnum landsins. Fyrir því skorar fundurinn á rétt yfirvöld landbúnaðar- og heilbrigðis- mála, að láta hið fyrsta setja lög um eftirlit með innflutningi og framleiðslu slíkra efna, þannig að sala þeirra í landinu verði óheimil, fyrr en öruggt er fékk sérstakan bikar, sem bezta hryssan í hópi gæðinganna. Blíða er 9 vetra, jörp, eyfirzk. Þriðji í röðinni varð Skjóni Sigurlaugar Stefánsdóttur. Folahlaup. í 250 metra folahlaupi sigraði Fengur Jóhanns M. Jóhanns- sonar á 22.0 sek. Annar varð Lýsingur Zophoniasar Jóseps- sonar á 22.3 sek., og þriðji Bliki Ragnars Stefánssonar á 22.6 sek. 300 niefra stökk. Fyrstur varð Mökkur Hólm- geirs Valdimarssonar á 24.5 sek. talið, að þau séu skaðlaus vatna lífi.“ Um kl. 2 s. d. var lagt af stað í náttúruskoðunarferð í Mý- vatnssveit. Um 30 manns tóku þátt í ferðinni, þrátt fyrir óhag- stætt veður. Aðalleiðbeinendur voru þeir Jóhannes Sigfinnsson, Grímsstöðum og Þorgeir Jakobs son frá Brúum. Ráðstefnunni var slitið um kvöldið í Reynihlíðarhótelinu. (Fréttatilkynning ) var valið nafnið „Sólborg“, taki að einhverju leyti til starfa í haust. Frk. Júdit Jónbjörnsdóttir kennari á Akureyri hefur nú stofnað sjóð með 100.000.00 kr. framlagi, og er hann til minn- ingar um frú Signýju Hjálmars- dóttur, Bergi, Aðaldal, og ber heitið „Vinarhöndin“. Tilgang- urinn með sjóðnum er sá, að styrkja starísemi heimilisins og allt er lýtur að menntun og þroska vistmanna, svo og kaup á tækjum o. fl. til heimilisins. Til stuðnings þessum sjóði leitum við til félaga, stofnana og einstaklinga á Norðurlandi um fjárframlög, er mættu verða til þess að sjóðurinn gæti sinnt hlutverki sínu sem allra fyrst, en á því er mikil nauðsyn, þar eð kaupa þarí ýmis áhöld, vélar og tæki til nota á heimilinu þegar það tekur til starfa. í trausti' þess að almennur skilningur sé fyrir hendi á Norð urlandi og víðar á málefni þessu og rekstri „Sólborgar'1, viljum við undirritaðir vekja athygli sem allra, flestra á sjóði þessum og hvetja félög, stofnanir og einstaklinga til þess að láta eitt hvað af hendi rakna til hans, — rétta „Vinarhöndinni“ vinar- hönd. Stjórn Styrktarfélags vangef- inna á Akureyri veitir framlög- um í sjóðinn viðtöku, svo og undirritaðir. Einnig hafa bæjar- Annar Lýsingur Huga Kristins- sonar á 25.4, og þriðji Hringur Jóseps Zophoniasarsonar á 25.5 sek. 350 metra stökk. Fyrstur varð Lýsingur Björns Mikaelssonar á 28.9 sek., annar og þriðji á 29.0 sek. urðu Skjóni Sigurlaúgar Stefánsdóttur og Perla Alfreðs Arnljótssonar. □ Blossi, beztur klárhestur nieð tölti. Eigandi Jónas Ó. Egilsson, en faðir hans, Egill Jónasson, beldur í hestinn. (Myndver) blöðin góðfúslega lofað að taka við gjöfum til hans. Akureyri, 28. maí 1969. Með vinsemd og virðingu. Jóhann Þorkelsson, læknir (form. Sólborgar). Jón Ásgeirsson, varaformaður Einingar. Arnfinnur Arnfinnsson, hótelstjóri. Hafliði Guðmundsson, formaður Verzlunar- og skrifstofufólks, Akureyri. Jón Ingimarsson, formaður Iðju. Sigurður Ólason, læknir. Gísli Konráðsson, f ramkvæmdastj óri. Árni Bjöm Ámason, vélvirki. Hulda Þórarinsdóttir, félagsforingi „Valkyrj- unnar“. Ingólfur Ármannsson, félagsforingi Skátafélags Akureyrar. Þóroddur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Ung- mennasamb. Eyjafjarðar. Fundur á Breiðumýri um virkjunarmál MARGIR FRAMSÓKNARFUNDIR - Samtök stofnuð um náttúruvernd ■ Styðjum vistheimili vangefinna Fréttatilkynning frá sfjóm Sjúkrahússins í Húsavík VEGNA athugasemda í blöðum frá hr. Daníel Daníelssyni lækni um læknamálin í Húsavík vill stjórn Sjúkrahússins í Húsavík taka fram eftirfarandi: Stjórnin hefir engar upplýs- ingar gefið út á við um lækna- málin í Húsavík, og mun bíða enn um sinn með að gera það, þar sem hún hefir til þessa talið málið snerta málsaðila fyrst og fremst. Hinsvegar mun stjórnin að sjálfsögðu birta almenningi um gang mála frá byrjun, hefji læknai' eða aðrir frekari skrif um málið . Þó telur stjórnin rétt, að al- menningi sé gerð kunn marg- umrædd reglugerð um störf lækna við Skjúkrahúsið í Húsa vík, er samin var með aðstoð fulltrúa frá Læknafélagi ís- lands, yfirlækni Sjúkrahússins á Akranesi og framkvæmda- stjóra Borgarsjúkrahússins, er Landlæknir mæltist til að að- stoðaði stjómina við gerð henn- ar. Síðan var reglugerðin borin undir stjórnarmenn Lækna- félags íslands fyrir milligöngu formanns þess, áður en hún hlaut staðfestingu. Eftir ýtar- lega athugun hjá heilbrigðis- MINNING ÞEGAR mér barst sú fregn að hún Rósa væri horfin sýnum fylltist hugur minn söknuðj og það var erfitt að vita sæti henn_ ar autt. Ég trúði því varla að ég ætti aldrei eftir að fá að sjá hana, með hlýlega brosið sitt og bjai'ta blikið í augunum — blik ið, sem langvarandi heilsuleysi og margþættri reynslu hafði eigi tekizt að slökkva. Rósa var fíngerð kona og rframkoma hennar var mótuð af góðvild og hógværð, hún var glaðleg og glettin í tilsvörum og við sem kynntumst henni hlut- um að finna að það var einkenn andi fyrir hana hvað fylgdi henni mikil gleði, hún var vel gefin, hafði sérstaklega ánægju SVO sem fram hefur komið í fréttum kannar Flugfélag ís- lands nú áhuga bænda fyrir að selja erlendum ferðamönnum gistingu og beina. Ennfremur kannar félagið hvort eigendur sumarbústaða hafi áhuga á að leigja bústaði sína erlendum ferðamönnum um lengri eða skemmri tíma. Þótt könnun þessi sé á frumstigi er þegar ljóst að verulegur áhugi á þess- um málum er fyrir hendi. Á vorfundi Flugfélagsmanna sem haldinn var í Skotlandi í marz sl. kom fram að skrifstofa félagsins í Frankfurt hafði feng ið margar fyrirspurnir frá ferða skrifstofum og einstaklingum varðandi leigu á sumarbústöð- um á íslandi. Gunnar Jóhanns- son fulltrúi félagsins í Þýzka- landi taldi að þarna gæti orðið um verulegan fjölda ferða- manna að ræða, en sem kunn- ugt er tíðkast það mjög í Evrópu að fjölskyldur taki litla bústaði á leigu og eyði þar sum arleyfinu. Af svörum og fyrir- spurnum sem Flugfélagið hefur fengið undanfarna daga er Ijóst að margir eigendur sumarbú- málaráðuneytinu var svo neðan skráð reglugerð staðfest af ráð- herra hinn 11. apríl sl. starfandi læknum við sjúkrahúsið að sjálfsögðu til eftirbreytni. REGLUGERÐ um störf lækna við Sjúkrahúsið í Húsavík. 1. gr. Yfirlæknir sjúkrahússins er for maður læknaliðs þess. Hann hefui' réttindi og starfsskyldur samkvæmt sjúkrahúsalögum, en auk þess skal hann skipu- leggja heilbrigðisþjónustu spítal ans og hafa eftirlit með starfs- liði, er að henni stafar. Hann tekur við beiðnum um innritun nýrra sjúklinga og stuðlar að hagræðingu í daglegum rekstri. Hann ber ábyrgð á heilbrigðis- þjónustu sjúkrahússins gagn- vart sjúkrahússtjóm. 2. gr. Yfirlæknir og aðrir læknar, sem ráðnir eru að sjúkrahúsinu, skipa samstarfsnefnd, er sé ráð- gefandi fyrir stjórn sjúkrahúss- ins um allt, er varðar læknis- þjónustu, samstarí og samhæf- ingu starfskrafta. Hún skal af bundnu máli og var sjálf prýðisvel hagmælt. Fyrir nokkrum árum gekk hún í st. Ísafold-Fjallkonan nr. 1. Þar kynntist ég henni fyrst. Það var gott að starfa með henni þar, maður fann að henni þótti vænt um stúkuna og að hún vildi styrkja þann félags- skap af alhug. En við andlát hennar er hlekkur brostinn. Við höfum misst mikið, en ástvin- irnir meira og ég votta þeim dýpstu samúð. Rósa mín, nú ert þú horfin sjónum okkar yfir móðuna miklu, til bjartari landa. Ég sendi þér mína hinztu kveðju og þakklæti. staða eru fúsir til að leigja bú- staði sína annaðhvort allt sum- arið eða þá tíma, sem þeir ekki nota þá sjálfir fyrir sig og fjöl- skyldur sínar. Farskrárdeild fé- lagsins sem Gunnar Hilmarsson veitir forstöðu sér um þessar athuganir og er deildinni nú þegar kunnugt um allmarga bú staði á Suður- og Suðvestur- landi, sem verða til leigu. Þegar þetta er skrifað hafa ekki verið boðnir fram bústaðir í öðrum landshlutum en þess ber að geta að mjög stutt er síðan könnun hófst. Á Ferðamálaráðstefnu sem haldin var í Reynihlíð við Mý- vatn sl. vor benti Gísli Sigur- björnsson forstjóriá þá mögu- leika, sem skapast gætu af tæk- ist að koma á gistingu erlendra ferðamanna á sveitabæjum svo sem nú tíðkast í Skandinavíu og víðar í Evrópu. Flugfélagsmenn ákváðu að kanna áhuga bænda á þessu máli og stendur sú athugun nú yfir. Fá svör hafa enn borizt frá bændum en nokkrar fyrirspurnir hefur deildin fengið. (Fréttatilkynning) stuðla að þróun í starfsemi sjúkrahússins, þjónustugæðum, menntun lækna og annars starfs liðs. Samstarfsnefnd ber ábyrgð á því að staðli um læknisþjón- ustu sjúkrahúsa, ef settur verð- ur, sé fylgt. Yfirlæknir er málsvari samstarfsnefndar gagn vart sjúkrahússtjórn. 3. gr. Samstarfsnefnd heldur fundi daglega, þegar þess er kostur og ekki sjaldnar en 2—3 í viku. Á þessum fundum verði m. a. fjall að um eftirfarandi atriði: a. Skýrsla um síðustu vakt (vaktir). b. Greint sé frá innritun bráðra sjúkdómstilfella í sjúkrahús- ið. c. Rætt um sjúkdómsgreiningu og meðferð sjúklinga á sjúkrahúsinu og ávallt skýrt frá breytingum á meðferð. d. Rædd sérstök sjúkdómstil- felli, valin daginn áður eða með lengri fyrirvara. e. Ákvörðun um stundun sjúkl inga, þ. á. m. hvaða læknir skuli aðallega annast með- ferð „akut“ innlagðs sjúkl- ings (sjúklinga) frá síðasta fundi nefndarinnar. f. Væntanlegar útskriftir sjúkl inga. g. Væntanlegar inm'itanir sjúkl inga. 4. gr. Um verkaskiptingu lækna í sjúkrahúsinu og skiptingu sjúkl inga milli lækna fer eftir sam- komulagi þeirra og/eða reglum, er sjúkrahússtjórn setur, að fengnum tillögum samstarfs- nefndar. Innritun bráðra sjúk- dómstilfella og fyrstu meðferð annast vakthafandi læknir og gerir sjúkraskýrslu. Innritun sjúklinga af biðlista skal, sé þess kostur, ákveðin með nokkr um fyrirvara og hvaða læknir skuli annast hann öðrum frem- ur. Stefnt sé að því að þau hlut- föll, sem samkomulag næst um varðandi starfssvið og skiptingu sjúklinga milli lækna, raskist sem minnst a. m. k. ekki um lengri tíma. Útskrift sjúklings og ritun læknabréfs annast sá læknir, sem aðallega hefur stundað sjúklinginn. 5. gr. Stofugang að morgni annast astl æknar saman og kynnast meðferð sjúklinga hver annars. Kvöldstofugang annast vakt- hafandi læknir. 6. gr. Læknar sjúkrahússins gegna störfum yfirlæknis í fjarveru hans skv. ákvörðun sjúkrahús- stjórnar, að fengnum tillögum samstarfsnefndar. 7. gr. Reglugerð þessi kemur til fram kvæmda strax, að því leyti sem aðstæður leyfa að mati sjúkra- hússtjómar, en að öllu leyti eigi síðar en 1. apríl, 1970. ^ Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af stjórn Sjúkra hússins í Húsavík, staðfestist hér með samkv. 3 mgr. 2 grein sjúkrahúsalaga nr. 54/1964 til þess að öðlast gildi þegar í stað og birtist eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. • Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 11. apríl 1969. ;; Jóhann Hafstein, jj Jón Thors. Rósa Jóna Sumarliðadóífir E. S. VILJA BÆNDUR OG EIGENDUR SUMAR- BÚSTAÐA LEIGJA ERL. FERÐAMÖNNUM?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.