Dagur - 20.08.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 20.08.1969, Blaðsíða 1
LII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 20. ágúst 19G9 — 33. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Slmi 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Akureyrarbær fær einstæða gjöf FRÚ Anna Jónsson, ekkja Ein- ars Jónssonar, myndhöggvara, hefir gefið Akureyrarkaupstað afsteypu af höggmynd lista- mannsins Útilegumanninum, og hefir myndinni verið valinn staður í samráði við gefanda á grasflöt við gatnamót Eyrar- landsvegar og Hrafnagilsstrætis. Menningarsjóður Akureyrar kostar uppsetningu afsteypunn- ar, en ósk gefanda er sú, að því verki verði lokið fyrir haustið. Verður slíkt að sjálfsögðu reynt. Hér er um einstæða gjöf að ræða, svo sem allir mega vita, sem listaverkið hafa séð, og Akureyrarkaupstað sýnd mikil virðing og hlýhugur með gjöf- inni. (Fréttatilkynning) BORAÐ EFTIR HEITU VATNI f SKÚTUD AL Lítil telpa afhendir forsetafrúnni blómvönd við Grjótá. Aðrir frá vinstri eru: Bjarni Einarsson, Einar Jónasson, forsetinn, Eiður Guðmundsson, Brynjólfur Sveinsson og Jón Stefánsson. (Ljósm.: E. D.) Heimavist Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar ÁKVEÐIÐ er, að heimavist verði starfrækt við Gagnfræða- skólann í Olafsfirði næsta vet- ui' ef nægilegur fjöldi nemenda fæst. Heyrzt hefur, að erfiðlega gangi að koma þeim nemend- um, sem lokið hafa skyldunámi, í áframhaldandi gagnfræðanám, og er hér gerð tilraun til að bæta hér nokkuð um. Hentugt húsnæði hefur verið tekið á leigu til starfseminnar og munu nemendur af bæjum í Ólafsfirði sitja fyrir um vist, en einnig er rúm fyrir allmarga nemendur utan héraðs. Þeir nemendur, sem ekki eiga kost á 3. og 4. bekkjar námi í heimahéraði, er gefinn kostur á, að notfæra sér þessa aðstöðu í Ólafsfirði og eru umsóknir þeg- ar teknar að berast. Upplýsing- ar gefur skólastjórinn, Kristinn G. Jóhannsson. □ Um næstsíðustu helgi var farið á tveimur bílum hér inn Hvammsheiði og Dalsheiði, inn Heljardal, austan við Haug og alla leið á þjóðveg milli Gríms- staða og Möðrudals. Þessi leið HINN 29. ágúst verður nýbygg- ing Menntaskólans á Akureyri tekin í notkun og er það raun- vísindadeild skólans. Viðstadd- ur verður Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra, □ FRÁ Siglufirði berast þær fregnir, að byrjað sé að bora eftir heitu vatni í Skútudal á vegum kaupstaðarins. Áformað er, að bora þrjár 300 metra djúpar holur í tilarunaskyni, með varmaveitu fyrir Siglufjarð arkaupstað í huga. Jón Jónsson jarðfræðingur hjá Orkustofnuninni hefur rannsakað svæðið og sagt fyrir um borunarstað. Áætlaður húsahitunarkostn- aður á Siglufii'ði er 12—13 millj. kr. á ári, en áætluð varmaveita, ef vatn fæst, áætluð 51 millj. kr. Ólafsfjörður nýtur jarðhita og var fyrstur bæja að koma upp hitaveitu. Sauðárkrókur nýtur DAGUR kemur seinna út en venja er og veidur því yfirvinnubann prent ara, er hófst í gær, þriðjudag. einnig heita vatnsins, sem þar fannst við borun í næsta ná- grenni, og nú eru Dalvíkingar að leggja hitaveitu frá Hamri úr nýgerðri borholu, en Húsvíking ar undirbúa hitaveitu frá Hvera völlum. Ef vatn finnst í Skútu- dal, verða Siglfirðingar og Dal- víkingar samferða í hitaveitu- málunum. □ Forseti íslands dr. Kristján Eldjárn flytur snjalla ræðu í Lystigarði Akureyrar 18. ágúst. (Ljm.: E. D.) FORSETAHEIMSÖKNIN TIL NORDURLANDS FORSETI ÍSLANDS, dr. Krist- án Eldjárn og Halldóra Eldjárn forsetafrú, eru í fyrstu opin- beru heimsókn sinni á Norður- landi um þessar mundir, en for- setinn tók við embætti sínu í fyrra, að loknu fórsetakjöri og er þriðji forseti íslands síðan lýðveldið var stofnað 1944. Ný kvikmynd sýnd á Austurlandi HIN nýja fjórðungskvikmynd Austfirðingafélagsins á Akur- eyri var nýlega sýnd í Múla- sýslum. Þetta er falleg litmynd tekin af Eðvarð Sigurgeirssyni. Þeir Eiríkur Sigurðsson, Jónas Thordarson og Hörður Svan- bergsson ferðuðust með mynd- ina og sýndu hana. Fengu þeir hvarvetna hinar beztu móttök- ur. Var myndin sýnd á 12 stöð- um frá Djúpavogi til Vopna- fjarðar og sáu hana um 2400 manns. Eins og af þessu má ráða var aðsókn mjög góð og fólkið ánægt með þessa glæsi- legu mynd. Þetta mun vera fyrsta heild- armynd, sem tekin hefur verið af Austurlandi. Síðar verður myndin sýnd á Akureyri, í Reykjavik og ef til vill á fleiri stöðum. □ Blaðið leitaði frétta af för for setahjónanna um Húnaþing og Skagafjörð. Jón ísberg sýslumaður Hún- vetninga á Blönduósi sagði svo frá: Sýslunefndarmenn tóku á móti forsetahjónunum við Hrútafjarðarárbrú og nokkrir aðrir, í ljómandi veðri og var síðan ekið til Hvammstanga. Þar fór fram hin opinbera mót- taka í félagsheimilinu nýja og hófst hún kl. tæpt fjögur, og fór þannig fram: Fólk safnaðist sam an úti í sólskininu og í anddyri félagsheimilisins en forsetahjón in heilsuðu fólkinu og ræddu við það. Síðan bauð sýslunefnd öllum til kaffidrykkju og sáu kvenfélagskonur um stórglæsi- legar veitingar og gengu um beina í íslenzkum búningum. Sýslumaður ávarpaði forsetann í boði þessu, frú Sólveig Krist- jánsdóttir í Reykjaskóla ávarp- aði forsetafrúna og til máls tóku einnig Skúli Guðmundsson al- þingismaður og Bjarni Tryggva son verkamaður á Hvamms- tanga. En að síðustu flutti for- setinn ræðu. Hófi þessu stjórn- aði Ólafur Kristjánsson skóla- stjóri. Þá var haldið vestur í Reykja skóla og snæddur kvöldverður í boði sýslunefndar. Og þar gistu forsetahjónin. Á laugardagsmorguninn óku sýslunefndarmenn og ýmsir fleiri ósamt forsetahjónunum og fylgdarliði þeirra að Gljúfrá og þar tók sýslunefnd A.-Húna- vatnssýslu á móti hinum tignu gestum. Ekið var í hinu feg- ursta veðri um Vatnsdalinn og síðan haldið til Blönduóss. Þar snæddu forsetahjónin hjá sýslu manni og eftir það skroppið til Skagastrandar, utan áætlunar. Nokkur hópur fólks hafði safn- azt við kirkjuna og hreppsnefnd in fagnaði forsetahjónum þar og séra Pétur Ingjaldsson prófast- ur ávarpaði þau og Lárus Guð- mundsson bóndi á Vindhæli flutti frumort ljóð. Gengið var upp á höfðann við kauptúnið, en þar er mjög fagurt útsýni, (Framhald á blaðsíðu 4) Góð heyskapartíð í Þistilfírði Gunnarsstöðum 19. ágúst. Um miðjan ágúst hélt Framsóknar- félag N.-Þing., austan heiðar, almennan stjórnmálafund á Þórshöfn. Á fundinn niættu al- þingismennirnir Gísli Guð- mundsson, Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Jónas Jónsson, fyrsti varamaður. Fundinn sátu um 60 manns. Um ræður voru fjörugar og af heimamönnum tóku þessir til máls: Jón.as Helgason, Aðal- björn Arngrímsson, Sigfús A. Jóhannsson, Pálmi Olafsson, Eggert Olafsson og Þórarinn Kristjánsson. hefur ekki áður verið farin á bílum. Ferðin gekk greiðlega. Fararstjóri var Sigfús A. Jó- hannsson bóndi á Gunnarsstöð- um. Tíð hefur verið framúrskar- andi góð nú um mánaðartíma, þótt öðru hvei'ju hafi rignt. Margir bændur eru að ljúka við tún og sumir búnir. En hey- skap er þó hvergi lokið því menn slá hvern einasta slægan blett, bæði á eyðibýlum og' engjum. Heyfengur er afar mis jafn._______________Ó. H. Raunvísindadeildin

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.