Dagur - 20.08.1969, Blaðsíða 8

Dagur - 20.08.1969, Blaðsíða 8
Þýzka skóla-seglskipið Gorch Fock kom til Akureyrar á mánudagsmorguninn. Þetta fagra skip er smíðað 1958 og er 1870 tonn með 1953 fermetra segl á 45 metra háum möstrum. Mesti hraði undir seglum er 16 hnútar eða 30 km. Skipstjórinn lieitir Ernst v. Witzendorff, 53 ára. Sláttuþyrlan PZ — sýningar PZ SLÁTTUÞYRLUR (sláttu- vélar) hafa nú verið í notkun hérlendis í 4 sumur. Þær hafa reynzt mjög vel og er nú svo komið að meirihluti sláttuvéla er fluttur inn af þessari gerð. Dagar hlaupastelpunnar virðast nú senn taldir. í vor og sumar hefur SÍS, Véladeild, og kaup- félögin útvegað bændum 130 þyrilsláttuvélar — og mundu fleiri sjálfsagt hafa viljað eign- azt, en ekki séð það mögulegt að sinni. Margir bændur hafa sameinazt um kaup á slíkri vél. Þyrilsláttuvél má fá bæði ÖLDRUÐ kona, Jónanna Jóns- dóttir, Eiðsvallagötu 20, Akur- eyri, varð sl. fimmtudag fyrir bifreið við Hjalteyrargötu 6 og beið hún bana. Snemma morguns 17. þ. m. var bifreið ekið ó brúarstólpa Fréttatilkynning frá Fegrunarfélagi Ak. tveggja og fjögurra tromlu — en tveggja kostar nú kr. 41.001.00 og fjögurra 49.774.00 með söluskatti. Helztu kostir þyrilsláttuvélar innar ei' að litlar sem engar taf- ir verða við sláttinn þótt skil- yrði séu erfið — grasið bælt eða SKOTAR eru ekki alveg á því, að láta niður falla sagnir um vatnaskrímsli. En frægast er Lónsbrúar við Akureyri. Öku- maður, grunaður um ölvun, var einn í bifreiðinni og var hann fluttur meðvitundarlaus í sjúkrahús. Mun hann óbrotinn en mikið slasaður og bíllinn ónýtur. Nokkuð bar á ölvun og jafn- vel ryskingum stráka á almanna færi um helgina, sagði lögregl- an blaðinu í gær. Q legið — og arfablettir í túnum. Þótt stofnkostnaður sé meiri við þessar vélar er rekstrar- og viðhaldskostnaður miklum mun minni. Tveggja tromlu vélin afkast- ar allt að 1.5 ha./klst. og fjög- (Framhald á blaðsíðu 5). skrímslið í Loch Ness-vatninu, sem er allt að 1000 metra djúpt. En sögur um skrímsli þar, hafa laðað óteljandi til Skotlands. Ný saga hermir, að maður einn hafi verið að veiðum í vatninu, er skrímsli ógurlegt kom í ljós og gleypti þegar í sig hálfa ár bátsins og gaf veiði manni óhýrt auga. Byssa var í bátnum og með henni var skot- ið á skepnuna, er þegar hvarf í djúpið. □ Á MEÐAN Norðlendingar gæddu sér á töðugjöldunum, höfðu ýmsir sunnlenzkir bænd- ur ekki hirt þurrt strá í hlöðu. Nú er loks kominn langþráður þurrkur syðra. Q Dauðaslys á Akureyri Skrímslið enn á ferð FEGRUNARFÉLAG Akurevr- ar beitir sér fyrir því í samráði við forstöðumann Lystigarðsins að sérstök leiðsögn verður veitt um garðinn og upplýsingar gefn ar um starfsemina þar, laugar- daginn 23. ágúst n. k. klukkan 2 til 6 e. h. Á STJÓRNARFUNDI Fegrun- arfélags Akureyrar 13. þ. m. var eftirfarandi tillaga samþykkt: Stjórn Fegrunarfélags Akur- eyrar skorar á yfirvöld Akur- eyrarbæjar, að þegar verði hirð ing á gróðursvæðum bæjarins stór bæít. Senda skal áskoru.n þessa bæjarstjóra og blöðum bæjarins til birtingar. Jón Kristjánsson. 1. DEILDAELIÐ ÍBA átti að leika á Akranesi sl. sunnudag, en þeim leik varð að fresta vegna þess að Akureyringar komust ekki suður, því flug féll niöur vegna þoku hér nyrðra. N. k. fimmtudag, 21. ágúst, leika Akureyringar við Kefl- víkinga á Akureyrarvelli, og HÚS og BÚNAÐUR - tímarit fyrir heimili SÖLUMENN - fyrir tímaritið Hús og búnað litu inn á af- greiðslu Dags fyrir helgina. Hafa þeir verið á ferðalagi um Austur- og Norðurland m. a. hér á Akureyri í áskrifendasöfn un. Þetta er þriðja árið sem tímaritið kemur út og hefur það þegar getið sér óvenjulega mik- illa vinsælda enda vandað til þess bæði að efni og frágangi. í ritið skrifa ýmsir sérfróðir menn um málefni sem heimilin varða svo og byggingar og hús- búnað almennt. Ritið hefur lát- ið neytendafræðslu til sín taka og má fá þar margvíslegar leið- beiningar í þeim efnum. ákoreyri verður væntanlega um skemmti lega viðureign að ræða. Kefl- vrkingar eru nú lang efstir í 1. deild með 13 stig, og verða því ekki auðveldir viðureignar. Trú lega fjölmenna knattspyrnu- unnendur á völlinn og hvetja lið sitt vel. Leikurinn hefst kl. 19 e. h. Segja má að markmið ritsins sé að rækta upp fögur og menn- ingarleg heimili í þjóðlegum nútímastíl. í ritinu eru ýmsar upplýsing- ar um kaup og notkun á efnum og áhöldum sem hvert heimili þarfnast. Af efni síðasta heftis má t. d. nefna grein eftir Jón Ólafsson húsgagnaarkitekt um borðstofuhúsgögn, þar sem gerð er nokkurs konar gæðakönnun á húsgagnamarkaðinum. Hrafn Bragason lögfræðingur ritar grein um réttarstöðu heimil- aima. Óli Valur Hansson garð- yrkjuráðunautur ritar. um með- ferð blóma en auk þess er fönd- urþáttur og sitthvað fleira í heftinu. Þeir sem standa að ritinu eru: Snorri Hauksson híbýlafræðing ur, Stefán Guðjohnsen tækni- fræðingur, Sigurður Albert Jónsson garðyrkjufræðingur, Agla Marta Marteinsdóttii' inn- anhússfræðingur . og. Ragnar Ágústsson, sem er ábyrgðar- maður ritsins. Afgreiðsla tímaritsins er að Grettisgötu 8, Rvík, áskriftar- sími 17220. □ SMÁTT & STÓRT HEIMSÓKN TÍGINNA GESTA Heimsókn forsetahjónanna til Norðurlands og nú þann 18. ágúst til Eyjafjarðar, er á hvers manns vörum. Nokkur þúsund manns í Lystigarði Akureyrar, þar sem hin opinbera móttaka fór fram, bar því vitni hve margir óskuðu að sjá og heyra hina góðu og tignu gesti. Al- menningur í þessu landi finnur vel þá þörf, að eiga þjóðhöfð- ingja, sem sameiningartákn, með sundurþykkri þjóð, vill kynnast honurn og geta treyst honum til drengilegra hluta, ofar dægurþrasi og pólitískum deilum. Þann forseta á þjóðin og getur fagnað því. BÆNUM TIL SÓMA EN........ Sú ákvörðun bæjarstjórnar, að óska þess við vinnuveitendur, að sem flestum gæfist kostur á að vera við hina opinberu mót- töku, var til sóma. Verzlunum var lokað nokkru fyrr en venja er til t. d. öllum fyrirtækjum KEA, bæði verzlunum og verk- smiðjum, skipasmíðastöð, Lindu o. s. frv. svo og kaupmanna- verzlunum og skrifstofum. Starfsfólkið skilur þetta- og met ur áreiðanlega að verðleikum. Því miður voru hér þó undan- tekningar og hefur starfsfólk þar, látið í ljósi gremju sína. DÝRLEGUR FAGNAÐUR ÚTVALDRA í nágrannahéruðum var öllum viðstöddum boðið til kaffi- drykkju með forsetahjónunum, er þau komu í opinbera heim- sókn og ríkti mikil ánægja meðal fólks yfir þeirri rausn. Hér á Akureyri var á annað hundrað manns boðið til kvöld- verðar, af yfirvöldum bæjarins og á kostnað bæjarsjóðs. Þar var það að vísu til fyrirmyndar, að lokað var fyrir áfengiskran- ann að ósk forseta. Það er gamall siður að bjóða „betri borgurum“ til veizlu með höfð- ingjum til að borða sig sadda af góðum mat og til vera með lieldri mönmun. En hverjir eru „betri borgarar" í þessum bæ? Svari sá, sem þar kann í dilka að draga. Hér má taka upp nýj- an sið og gæti það orðið til at- liugunar næst. f stað matar- veizlu sem er á margan hátt óviðfeldin og einangrar heiðurs gestina um of, mætti hafa frjáls legt borðhald fyrir alla, t. d. kaffidrykkju, þar sem forsetinn gæti gengið um að vild og kynnst fólki með viðræðum og það honum. Þetta var hægt að gera í íþróttaskemmunni, Sjálf- stæðishúsinu, KEA, á einum eða fleiri stöðum eftir þörfum. Burt með lokaðar stórveizlur á kostnað almennings. BERJASPRETTAN FÁDÆMA MIKIL Berjasprettan á Norðurlandi er með eindæmum mikil og eru berin að verða fullþroskuð. Hef ur víða mátt sjá fólk við berja- tínslu undanfarna daga og eink um nú um síðustu helgi. En berin sjálf og allt það, er úr þeim má búa til og konur kunna, er hið ágætasta búsílag og vetrarforði, ef tínslan er stunduð af kappi. En óþarft er að skilja eftir dagblöð, sígarettu pakka og plastpoka í berjalönd- um, svo sem víða má sjá. Það er álíka ómenning og ófagur vitnisburður um berjafólkið og að sjá fagra bakka laxánna út- biaða af umbúðum víns og bjórs. Þessi 17 ára heimasæta á Rauðalæk varð hlutskörpust í fegurðar- samkeppni sýslunnar og heith- hún Helga Ingólfsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.