Dagur - 20.08.1969, Blaðsíða 4

Dagur - 20.08.1969, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.L III er hennar ganga Á MEÐAN til var ríkisstjóm á ís- landi, sem því nafni gat kallast, var atvinna næg og jafnvel svo mikil verkefni til sjós og lands, að liægt var að taka á móti hundruðum er- lendra manna og veita þeim sæmi- lega vel launaða og arðbæra atvinnu. Þá biðu atvinnuvegir landsmanna eftir því, ár hvert, að taka á móti skólafólkinu á vorin og gátu hagnýtt hið dýrmæta vinnuafl hins stóra hóps æskufólks. Þá var kaupmáttur venjulegra launa á þann veg, að Is- lendingar gátu á þessum vettvangi horfst í augu við nágrannaþjóðimar án þess að þurfa að bera kinnroða fyrir atvinnumálum í landi sínu. Síðan hófst nýtt stjómartímabil, sem kennt er við „viðreisn“ og hefur staðið áratug. Á þessu tímabili hafa verið metár í aflabrögðum, livað eft- ir annað og meira markaðsgóðæri en títt er á friðartímum. Samt tók að snúast á ógæfuhlið. Hundruð manna hafa flúið land og freista gæfunnar, sem innflytjendur í fjarlægum lönd- um og álfum og er þessi landflótti hinn dapurlegasti og vitnar urn það vonleysi, sem illu stjórnarfari er jafnan samfara. f nágrannalöndun- um vinnur nú fjöldi íslenzkra iðn- aðarmanna, sem annars væru . at- vinnulausir í heimalandinu. f vetur stóð atvinnuleysisvofan við dyr fleiri íslenzkra heimila en nokkru sinni áður á síðustu áratugum. Loforð og svik stjómarinnar um skjótar úrbæt- ur í atvinnumálum vega salt á þeim væna ási, Bjama forsætisráðherra. Framundan virðist enn stórkostlegra atvinnuleysi í vetur, ef erlend at- vinnufyrirtæki hlaupa ekki undir bagga með því að ráða hundmð eða þúsundir fslendinga í vinnu til sín. Nú bjóða erlendir menn okkar iðn- aðarmönnum þrisvar sinnum hærra kaup en íslenzkir atvnnurekendur treysta sér til að greiða, samanber málmiðnaðarmenn í Máhney í Sví- þjóð. Þannig er atvinnuástandið á íslandi eftir öll aflagóðærin. Á tíu ára valdaferli „viðreisnar“- stjórnar hefur togurum landsmanna fækkað um 25 og hafa flestir verið seldir úr landi sem brotajám en eng- inn einasti verið keyptur til landsins í staðinn, að tillilutan núverandi stjórnarvalda. Þetta er hörmulegur vitnisburður um stjóm sjávarútvegs- mála. Þá eru dómsmálin í miklum öldudal og rekur nú hvert fjársvika- málið annað, án þess gripið sé í taum ana og í samgöngumálum reikna vísir menn Jiað út, að ef svo heldur sem horfir, verði sæmilegur vegur kominn milli liöfuðstaða Norður- og (Framhald á blaðsíðu 2) Talið er, að 3—4 þús. manns hafi hyllt forsetahjónin í Lystigarði Akureyrar. (Ljósm.: E. D.) F orsetaheimsóknin (Framhald af blaðsiðu 1) og þar lýsti Páll Jónsson fyrrv. skólastjóri stað og umhverfi. Veður var stillt, glaðasólskin og mjög hlýtt. Síðar um kvöldið var opinber móttaka á Blönduósi í félags- heimilinu klukkan rúmlega fjög ur. Sýslumaður og Hulda Stef- ánsdóttir fluttu ræður, einnig séra Pétur Ingjaldsson, Magnús Bragi Sigurjónsson forseti bæj- arstjórnar flytur ræðu í Lysti- garðinum. (Ljósm.: E. D.) Ólafsson, Sveinsstöðum, og Elísabet Sigurgeirsdóttir, form. Sambands vestur-húnverskra kvenna, og hún afhenti forseta- frúnni fagurt herðasjal úr ís- lenzkri ull, unnið af Jóhönnu Jóhannesdóttur, Svínavatni. Sýslunefnd bauð öllum, sem koma vildu í kaffisamsæti í fé- lagsheimilinu. Forsetinn flutti ávarp. Skátar stóðu heiðui'svörð framan við félagsheimilið þegar forsetahjónin komu. Um kvöld- ið sátu sýslunefndarmenn ásamt konum sínum og nokkr- um öðrum með forsetahjónun- um ofurlítið kvöldverðarboð sýslunefndarinnar. Næsta morg un fylgdum við forsetahjónun- um norður á Vatnsskarð en lögð um lykkju á leiðina, því við vilj um tjalda því sem til er, og sýnd um gestunum nýja skólann við Reykjabraut. Veður var hið ákjósanlegasta blíðviðri, og frá sjónarhóli okkar Húnvetninga var forsetaheimsóknin hin ánægjulegasta í alla staði og erum við þakklát forseta- hjónunum fyrir komuna, sagði Jón ísberg sýslumaður að lok- um. Jóhann Salberg Guðmunds- son sýslumaður Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauðárkróki sagði svo um forsetaheimsóknina: í gær, sunnudaginn 17. ágúst, fór um við til móts við forsetann og fylgdarlið hans að Arnarstapa við styttu Stephans G., sýslu- nefndarmenn og bæjarfulltrúar Sauðárkróks, ásamt konum okk ar. Þaðan var haldið til Sauð- árkróks til að heilsa upp á fólk þar, sem snöggvast. Var stað- næmst á Kirkjutorgi og þar var forsetinn ávarpaður af Guðjóni Ingimundarsyni forseta bæjar- stjórnar. Margt fólk var þarna saman komið og bærinn í há- tíðaskrúða. Forsetinn ávarpaði fólkið í ágætu og stilltu veðri og blandaði geði við marga. Síð an fór hann upp fyrir bæinn, þar sem stendur útsýnisskífa, á Nöfum en heimamenn kynntu það, sem þar bar fyrir augu. Síðan var hádegisverður snæddur að Hótel Mælifelli í boði bæjarstjórnar, Hin opinbera móttaka fyrir sýslu og bæ hófst svo í Miðgarði í Varmahlíð og kom þangað mikill mannfjöldi, mörg hundr- uð manns. Þar var kaffisamsæti og ræður fluttu: Sýslumaður, Gísli Magnússon, Eyhildarholti, Guðjón Ingimundarson, frú Pála Pálsdó.ttir, Hofsósi. frú Helga Kristjánsdóttir, Silfra- stöðum, og mæltu frúrnar eink- um til forsetafrúarinnar, og Hjörtur Benediktsson fyrrum safnvörður í Glaumbæ. Síðan talaði forseti en milli ræða var almennur söngur undir stjórn Jóns Björnssonar frá Hafsteins stöðum. Sýslumaður sleit síðan hófinu með fáeinum orðum. Síðast var sungið ljóðið Skaga- fjörður. Forsetahjónin gistu í Hótel Mælifelli, vegna bruna á Hólum, en þar var áður áætlað, að hafa næturstað. í morgun, 18. ágúst var svo lagt af stað áleiðis til Eyjafjarð- ar og fylgdum við góðum gest- um á sýslumörkin á Oxnadals- heiði. En farið var um Hegra- nes, austan Vatna, sem leið liggur til Oxnadalsheiðar. Þar Lúðrasveit og söngfólk. voru Eyfirðingar fyrir og kvödd um við þar forsetahjónin og þeirra fylgdarlið. Heimsókn for setahjónanna í Skagafjörð lán- aðist mjög vel og almenn ánægja ríkir yfir þessari ágætu heimsókn frá Bessastöðum og munu menn lengi minnast dags ins. Þá hefst Eyfirðingaþáttur í þessari forsetaheimsókn. Er þar þá til að taka, sem áður er frá horfið, að sýslumaður Eyfirð- inga, Ofeigur Eiríksson, sýslu- nefnd, bæjarstjóri, Bjarni Ein- arsson og forseti bæjarstjórnar, Bragi Sigurjónsson, ásamt kon- um sínum, voru komnir vestur að Grjótá, á sýslumörk, kl. að ganga tíu 18. ágúst. En einhverj ir höfðu fyrr á fótum verið, því upp var risið fánum skreytt hlið norðan Grjótár, til heiðurs þeim tignargestum, sem nú voru á leið frá Skagafirði og áttu skammt eftir á sýslumörkin, en þeir gestir voru forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn og Hall- dóra Eldjárn forsetafrú, ásamt forsetaritara, ljósmyndurum, fréttamönnum o. fl. Þurrt veður var, norðanand- vari og þokubelti í fjallatopp- um. Þroskamikil krækiber skörtuðu á þúfum, Grjótá, sem rennur úr Grjótárdal og fær dálítinn læk til viðbótar úr Vest mannadal litlu ofar, skvettist milli steina og rennur undir brúna í þjóðvegínum og heldur síðan til Norðurárdals í Skaga- firði. Beint á móti eru hinar einkennilegu Kinnar, vaxnar ljósum mosa en litlu norðar er Kaldbaksdalur. Þeir sem biðu góðra og tig- inna gesta horfðu inn eftir heið inni þar sem kallast Klif, en enn lengra er Giljareitur og sér ekki þangað og ekki sér heldur í Skógarhlíð. Fjórum mínútum eftir áætl- aðan tíma kom í ljós á Klifinu forsetabifreiðin og aðrar óæðri úr föruneyti hans og fylgdar- manna úr Skagafirði og runnu þær eftir örlitla stund yfir brúna sjálfa sýslumerkjaána, Grjótá. Þar stóð heiðursvörður skáta. Forsetanum og frú hans var vel fagnað og þau blöndúðu geði við viðstadda á sinn alúð- lega hátt, sem er einkennandi fyrir þau. Eyfirðingar, með sýslumann sinn og Skagfirðing- ar, með sinn sýslumann í broddi i Forseti og sýslumaður Eyfirðinga fyrir miðju. (Ljósm.: E. D.) (Ljósm.: E. D.) 5 fylkingar, blönduðu einnig geði nokkra stund, án ræðuhalda. Að því búnu kvöddu Skagfirð- ingar og héldu til síns heima en Eyfirðingar fylgdu forsetahjón- um til Akureyrar. Áriægjulegt var að sjá prúðbúin og hraust- leg börn við heimreiðir bæja í Öxnadal, heilsandi forsetahjón- unum með litlum íslenzkum fánum. Forsetahjónin snæddu há- degisverð á Hótel KEA og síð- degis heimsóttu þau Amtsbóka- safnið, Fjórðungssjúkrahúsið og Elliheimilið, en forráðamenn þessara stofnana önnuðust mót- tökur og fylgd. Klukkan hálf • sex síðdegis hófst svo hin opinbera móttaka í Lystigarði Akureyrar og var þar gífurlegur mannfjöldi sam- an kominn. Verzlunum í bæn- um var lokað kl. 5 þennan dag til þess að gefa fleiri kost á að vera við hina opinberu mót- töku svo og flestum vinnustöð- um. í Lystigarðinum lék lúðra- sveit og kórar karla og kvenna sungu, allt sameiginlega undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Forseti bæjarstjórnar, Bragi Sigurjónsson, flutti ræðu og síðan forseti íslands, dr. Krist- ján Eldjárn, og gerði forsetinn þýðingu og hlutverk lands- byggðar m. a. að umræðuefni og var ræðan bæði viturleg og snjöll. Bæjarstjórn hafði boð inni um kvöldið fyrir forsetahjónin og á annað hundrað gesti. Var það matarveizla án víns, sem forseti bæjarstjórnar stjórnaði. Þar fluttu ræður þeir Ófeigur Eiríksson bæjarfógeti og Bjarni Einarsson bæjarstjóri, en að síð ustu flutti forsetinn ávarp. Undir lok þessa samsætis, sem var hið ánægjulegasta í alla staði, gengu forsetahjónin að hverju borði og ræddu við fólk, þökkuðu samveruna og buðu siðan góða nótt. Barir voru lokaðir, að ósk for seta Og var því menningarbrag- ur á og ósvikin ánægja meðal viðstaddra. Heimsókn forsetahjónanna til Eyjafjarðar og Akureyrar mót- aðist öll af alúð, vinsemd og virðuleik af hálfu hinna tignu gesta og heimamenn munu hafa fundið, að hér var á ferðinni „forseti fólksins“. í gær, 19. ágúst heimsótti for- setinn svo æskustöðvar sínar í Svarfaðardal, fer þaðan til Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og síð an í Þingeyjarsýslur, og verður opinber móttaka á hverjum stað, samkvæmt þeirri áætlun, sem þegar hefur verið birt. □ r Happdrætti H. I. ( Akur ey r arumboð ) Vinningar í 8. flokki 1969. 10.000.00 kr. vinningar: 17639, 21762, 35586, 47000, 52516, 53815, 54090. 5.000.00 kr. vinningár: 3169, 9237, 12096, 14180,15569,17644, 18474, 23596, 24023, 33187, 34383, 35053, 44739, 44835, 52461, 53925, 53970, 54070, 54089, 57888. 2.000.00 kr. vinningar: 1526, 1622, 3587, 3590, 3841, 4008, 5002, 6554, 6555, 6900, 7009, 8033, 8042, 9186, 9198, 10629, 11179, 11987, 12088,12210, 12679, 13163, 13227, 13233, 13959, 13960, 14029, 14790, 14879, 14896, 15575, 16078, 17465, 17633,17852, 17872, 18045, 18207, 19061,19445, 19921, 21685, 22139, 22737, 23852, 24771, 25696, 26325, 28682, 28700, 28862, 29014, 29318, 30504, 31115, 33156, 36451, 36467, 36493, 37016, 37032, 37044, 37045, 37047, 40578, 41156, 42014, 42023, 43076, 44814, 44817, 46460, 48253, 48254, 49233, 51730, 52457, 52466, 52597, 53221, 54738, 55795, 56212, 57880, 57905, 57913, 58013, 59562. Birt án ábyrgðar. KVEÐJA Stefán Gutercdsson fyrrum bóndi á Efstalandi j s I I SEXTUGUR | I Kurf Sorcnercfefd I * f % tannlæknir f iií « ÉG GERIST nú gamall, enda hverfa nú gamlir vinir og kunn ingjar yfir móðuna miklu, sem skilur líf og dauða, hver á eftir öðrum sem tíðast og sumir sam tímis. Á laugardaginn var 9. þ. m. voru t. d. tveir gamlir vin- ir mínir lagðir til hinztu hvíld- ar. Ég hefði gjarna viljað fylgja þeim báðum síðasta spölinn, en þess var enginn kostur að vera á tveim stöðum samtímis. Ég fylgdi þeim sem hér verður far- ið fáum og fátæklegum orðum um: Stefáni Guðmundssyni fyrr um bónda á Þverárbrekku og síðar Efstalandi í Öxnadal. Hann var fæddur að Bási í Hörgárdal 15. ap.ríl árið 1886. Foreldrar hans voru Lilja Gunn laugsdóttir og Guðmundur Jóns son, er þar bjuggu þá. (Nú er Bás lagður undir aðra jörð). Guðmundur faðir Stefáns var hinn mesti dugnaðarmaður, einkum var hann alveg annál- aður sláttumaður (þá voru eng- ar sláttuvélar til). Synir Guð- mundar urðu állir mestu dugn- aðarmenn. Lilja móðir Stefáns og þeirra systkina hefur án efa verið ráðdeildarkona. Hún átti til þeirra að telja. Þegar Stefán var aðeins 11 ára gamall fór hann að Öxrihóli í Hörgárdal til Sigurðar Sigurðssonar bónda þar og konu hans Jóhönnu Ólafsdóttur. Sigurður á Öxn- hóli var víðkunnur maður á sinni tíð og heimilið annálað fyrir rausn og gestrisni. Hefur Jóhanna húsfreyja auðvitað átt sinn mikla þátt í því. Við verð- um öll að miklu leyti það, sem erfðir og uppeldi gera okkur að. Svo mun einnig hafa orðið um Stefán. Hann erfði dugnað og ráðdeild frá foreldrum. Á Öxn- hóli ólst hann svo upp við ágæt an búskap á þeirra tíma vísu, glaðværð og gestrisni. Þetta mun hafa mótað hann mjög. Hann var dugnaðarmaður og ráðdeildarsamur, góður bóndi, þó hann byrjaði með lítið, gest- risinn og glaðvær í vinahóp, góður drengur á allan hátt. í æsku okkar þekkti ég Stef- án lítið nema aðeins í sjón. Það var ekki fyrr en hann flutti að Þverbrekku í Öxnadal árið 1908, þá nýkvæntur frænku minni Margréti Kristjánsdóttur frá Hamri, að kynni okkar hóf- ust og þó einkum eftir að ég gerðist heimilismaður að Hrauni árið 1912, því þá urðu samskiptin meiri enda styttra á milli. Er ekki að orðlengja það: Öll kynni mín af Stefáni voru góð og bar þar aldrei skugga á. Þau hjónin Margrét og Stef- án eignuðust 6 börn. Þau voru Júlíus, Lilja, Jón, Kristján, Sig- urður, Eyþór. Elzti og yngsti synirnir eru dánir, svo og dótt- irin. Júlíus náði fullorðinsaldri, en missti heilsuna og andaðist ungur, Eyþór dó barn að aldri, Lilja var gift Gesti Sæmunds- syni bónda á Efstalandi. Hún andaðist á bezta aldri. Jón er búsettur hér í bænum, ekkju- maður, Kristján sömuleiðis bú- settur hér, kvæntur Valgerði Jónasdóttur frá Hrauni í Öxna- dal, Sigurður er bóndi í Stærra- Árskógi. Af þessum systkinum þekkti ég tvö þau elztu bezt, því ég kenndi þeim ungum. Júlíus var einn sá vandaðasti drengur sem ég hef þekkt og Lilja var líka ágætis kona. Af bræðrun- um þrem sem eftir lifa hafði ég minni kynni, en þó að góðu einu það sem þau ná. Þau hjónin Margrét og Stefán fluttu frá Þverbrekku vorið 1926 að Neðstalandi (nú sam- einað Bægisá) og bjuggu þar í 3 ár, þá fluttu þau að Efstalandi og keyptu þá jörð og bjuggu þar á meðan bæði lifðu. Margrét kona Stefáns andaðist sumarið 1948. Má nærri geta hversu sár sá missir hefur verið. Eftir þetta dvaldist Stefán enn um sinn á Efstalandi, en Gestur tengda- sonur hans tók þar við jörð og búi. Fluttist svo hingað til bæj- arins og dvaldist hin síðustu ár hjá Kristjáni syni sínum og konu hans. Hann kenndi sjúk- dóms mörg síðustu árin, eri var þó á fótum. Hann andaðist 3. þ. m. Sem í upphafi segir var hann jarðsunginn 9. s. m. að við stöddu fjölmenni svo að kirkjan á Bakka rúmaði tæplega þá sem fylgdu. Séra Þórhallur Hösk- uldsson jarðsöng og hélt ágæta xæðu við það tækifæri. Svo kveð ég þig hinztu kveðju Stefán vinur minn. Það fór ekki mikið fyrir þér í lífinu, en þú varst einn af þeim beztu mönnum sem ég hef þekkt. Sonum Stefáns og öðrum vanda mönnum sendi ég mína og konu minnar innilegustu samúðar- kveðju. Bernharð Stefánsson. ELDUR Á HÓLUM ELDUR varð laus á Hólum í Hjaltadal á sunnudaginn. Leik- fimihúsið við bændaskólann brann. □ KURT SONNENFELD tann- læknir á Akureyri varð sex- tugur 3. ágúst sl. Hann er einn þeirra mörgu Þjóðverja, sem vegna ættar sinnar var synjað um atvinnuleyfi í heimalandi sínu á Hitlerstímanum. Og hann er líka einn þeirra mörgu, sem yfirgaf ættland sitt áður en Gyðingaofsóknir urðu að út- rýmingarherferð. Sonnenfeld hafði hlotið tann- læknamenntun í heimalandi sínu áður en hann kom til ís- lands fyrir 34 árum. Hann starf aði fyrst nokkur ár í Reykjavík, sem aðstoðarlæknir Jóns heit- ins Benediktssonar tannlæknis, síðan fimm ár á Siglufirði en kom hingað til Akureyrar árið 1940 og hefur verið starfandi tannlæknir hér síðan. Þýzkur ræðismaður hefur hann verið frá 1954. Hann þykir góður tann læknir, enda bæði verklaginn og fylgist vel með nýjungum í grein sinni með árlegum utan- ferðum í því skyni að afla sér þekkingar. Ræðismannsstarfið er mér minna kunnugt, en hitt - Sláttuþyrlan PZ (Framhald af blaðsíðu 8). urra 2 ha./klst. Undanfarnar vikur hefur Véladeild SÍS í samvinnu við kaupfélögin og bændur sýnt vél ar þessar í notkun víðsvegar um landið. Hafa sýningar þess- ar verið fjölsóttar. Auk þess sem bændur hafa kynnzt vél- unum af eigin raun, hefur gefizt tækifæri til þess að ræða um áhugamál varðandi búvélar. Sýningar verða nú á Norður- landi sem hér segir: Þriðjud. 19. ágúst að Litlu- Giljá, A.-Hún. kl. 2—4 síðd. Miðvikud. 20. ágúst að Hvammi í Arnarneshr., Eyjafirði kl. 2—4 síðd. Þriðjud. 21. ágúst að Lundi við Akureyri kl. 2—4 síðd. Föstud. 22. ágúst að Vallakoti, Reykjadal, S.-Þing. kl. 2—4 síðd. Laugard. 23. ágúst að Sveinbjarnargerði, Svalbarðs- strönd, S.-Þing. kl. 2—4 síð. Mánud. 25. ágúst að Flugumýri, Blönduhlíð, Skagafirði kl. 2—4 síðd. Mánud. 25. ágúst að Brim- nesi, Viðvíkursveit, Skagafirði kl. 6—8 síðd. (Fréttatilkynning) veit ég af langri reynslu, að fáir menn eru hjálpsamari og því er sérlega gott til hans að leita. Sonnenfeld er kvæntur þýzkri konu, Elísabetu, og eiga þau kjördóttur, Ursúlu að nafni, nú búsetta í Reykjavík. Það vill svo til, að tannlækna stofa Kurts Sonnenfelds hefur um fjölda ára verið í Hafnar- stræti 90, í sama húsi og á sömu hæð og skrifstofur Dags. Hurð skilur þessa vinnustaði, en ekki hefur hún ryðgað á hjörum og ekki hefur það hvarflað að okk- ur Dags-mönnum, að við gæt- um fengið betri mótbýlismann og nágranna. Kurt Sonnenfeld átti fyrrum góða reiðhesta en stundar nú í tómstundum sínum ýmiskonar veiðiskap því hann kann vel með byssu og veiðistöng að fara. En bezt mun hann una og hvíldar njóta í sumarbústað sín um, á undur fögrum stað í Vaglaskógi, þegar dagsins önn leyfir. Sonnenfeld er ræðinn maður og kátur, fullur áhuga á vel- ferðarmálum lands og þjóðar og meiri íslendingur en ýmsir þeir, sem langar ættir rekja til ís- lenzkra forfeðra, enda bæði vin sæll og virtur borgari. Dagur sendir þessum ágæta granna beztu afmælisóskir í til- efni af sextugsafmælinu og þakkar forsjóninni fyrir það, hve mörgum ágætum mönnum hún hefur vísað veginn yfir ís- landsála. Sjálfur þakka ég af- mælisbarninu margar glaðar stundir, margskonar greiðasemi og óska þess að lokum, að hann eigi enn langan og farsælan starfsdag framundan. E. D. Hinn 30. þ. m. lialda „12 tenórar“ (þ. e. annar tenór úr Karlakór Akureyrar) dansleik og söngskemmt un að Ljósvetningabúð í Kinn. Þar munu þeir syngja syrpu af léttum og vinsælum lögum á milli dansa. Fyrir dansi mun liin vinsæla hljómsveit Póló og Bjarki leika. Þetta verður dansleikur með öðru sniði en venjulega og verður gaman að sjá hvernig til tekst. t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.