Dagur - 24.09.1969, Síða 1
FILMU HÚSIÐ
Hafnarstræti 104 Akureyri
Simi 12771 • P.O. Box 397
SERVERZLUN:
LJÖSMYNDAVÖRUR
FRAMKÖLLUN - KOPIERING
Fjármagn lil íbúðalána
Mikið ieiklistarlíf á Akureyri
ÞEGAR blaðið spurðist fyrir
um það, hver væru aðalverk-
efni Leikfélags Akureyrar á
komandi leikári, svaraði for-
maður L. A., Jón Kristinsson,
með því að senda blaðinu tvo
unga menn til að kynna hin
nýju verkefni. Mennirnir voru
Sigmundur Örn Arngrímsson,
Reykjavík, nú framkvæmda-
stjóri L. A. og Arnar Jónsson
leikari. Búið er að ákveða fimm
verkefni. Hið fyrsta er „Rjúk-
andi ráð“ sýnt fyrir 10 árum
syðra og verður sá leikur sýnd-
ur í Sjálfstæðishúsinu um miðj-
an næsta mánuð undir stjórn
Arnars Jónssonar. Sigmundur
annast uppfærslu næsta leiks,
eftir Jón Dan og heitir hann
„Brönugrasið rauða“. Þriðja
verkefnið er „Gullna hliðið“
eftir Davíð Stefánsson. Leikur-
(Framhald á blaðsíðu 7)
Ný fjárrétt var vígð í Öxnadal á sunnudaginn, en hana lét hreppurinn byggja í sumar og er
það endurbyggð Þverárrétt. Almenningurinn rúmar um 5 þús. fjár og dilkar eru 24. Allir hom-
stólpar eru steyptir og hliðgrindur úr járni. Fjallskilastjórinn, Steinn Snorrason á Bægisá, rakti
aðdraganda, þörf og framkvæmd verksins. Fáni var dreginn að hún. Talið er, að fjárflestu bænd
ur hreppsins hafi átt um þús. fjár á fjalli í sumar. (Ljósm.: E. D.)
Höfnin dýpkuð og hifaveita endurbæff
Sigmundur og Arnar til hægri.
Ólafsfirði 22. sept. Hér hefur
verið mjög tregur afli undan-
farið, jafnt á togveiðibátum sem
færabátum. Hefur atvinna því
verið nokkuð sopul nú upp á
síðkastið á íshúsunum. Við síð-
ustu löndun höfðu togveiðibát-
arnir frá 14—23 lestir eftir 5
daga útivist og þykir lítið.
Heyskapur hefur í sumar
gengið heldur báglega, sem von
legt. er, því varla hefur komið
þurr dagur síðan snemma í
ágúst. Að vísu hefur ekki verið
mikið um stórrigningar, en nóg
til þess að gera bændum mjög
erfitt fyrir við alla heyþurrkun.
Þrátt fyrir votviðrasamt sumar
eru flestir bændur búnir að fá
sæmileg hey, en það eiga þeir
fyrst og fremst súgþurrkuninni
að þakka. Nokkrir bændur eiga
uppsætt hey úti ennþá.
Hér kólnaði mjög um helg-
ina og snjóaði þá nokkuð í fjöll,
bæði á laugardag og sunnudag.
Göngur standa yfir. Verið er
að ganga neðri hluta sveitai’-
innar í dag og verður réttað í
Ólafsfjarðarrétt. En á morgun
verður fremri hluti sveitarinn-
ar genginn og verður þá réttað
að Reykjarétt.
Á miðvikudaginn hefst svo
slátrun í sláturhúsi Kaupfélags
Ólafsfjarðar og er ráðgert að
(Framhald á blaðsíðu 2)
Fimtn báfar feknir í Lónafirði
Hrossin seld ufan til lífs og sláfrunar
Ási í Vatnsdal 22. sept. Útlit í
heyskai>armálum er nú orðið
mikið skárra en þegar ég talaði
við þig síðast. Menn hafa náð
miklu af heyjum þótt mikið sé
eftir að hirða enn. Sunnanblást-
ur hefur verið öðru hverju og
hver stund notuð. Frost var í
nótt og nú er bezta veður.
Göngur voru slysa- og stór-
til útflutnings, mest þriggja
vetra trippi og eldri hross líka.
Fyrir trippin fá menn 11.500—
12.000 krónur. En fátt hrossa
var heima, því stóð -er enn á
fjalli. Það verður réttað hér 30.
september.
Stóðrétt í Svartárdal verður
næsta miðvikudag og er þá
réttardansleikur, en á fimmtu-
daginn verður féð rekið þar til
réttar.
Senn verða hross tekin hér
til útflutnings, sláturhross, sem
•fara til Belgíu. Greiddar eru 23
krónur fyrir kílóið í lifandi vigt.
Verður sennilega selt töluvert
(Framhald á blaðsíðu 5)
Gunnarsstöðum 22. sept. Skarðs
rétt var í gær, og á morgun er
Hallgilsstaðarétt, en það er aðal
skilarétt Langnesinga, og í gær
var Fellsrétt. Slátrun hefst á
Þórshöfn á morgun. Féð sýnist
fremur álitlegt, og sjást naum-
ast mjög smá lömb í réttum nú,
enda var sumarið gott.
Nýlega tók landhelgisgæzlan
fimm dragnótabáta að meintum
ólöglegum dragnótaveiðum í
Lónafirði, mjög nærri landi og
einhverjir sluppu þó.
Heyskap má heita lokið og
varð heyfengur víðast sæmileg-
ur og veði’áttan var yfirleitt
góð..Um stærri heykaup verður
ekki að ræða þetta árið. Margir
bættu sér upp túnskemmdir
með grænfóðurrækt. Stöku
mann vantar þó tilfinnanlega
fóður, þótt heildin sé betur sett
í þessu efni en undanfarin ár.
Ó. H.
Banaslys á Hólsf jöllum
Á FÖSTUDAGINN féll ungur
maður af hesti í göngum á Hóls
fjöllum og leiddi það hann til
bana. Maður þessi, Haukur
Snorrason að nafni, átti heima
í Reykjavík og var 24 ára
gamall. Slysið varð norðan við
Hafragilsfoss, og er þar grjót-
urð. Er talið, að beizli hafi bilað,
maðurinn síðan fallið af baki,
fest fót í ístaði og hesturinn
dregið hann á grjótinu.
Haukur heitinn var fluttur til
Reykjavíkur og andaðist á
Landakotsspítala 19. september.
1 FRÉTTATILKYNNINGU fé-
lagsmálaráðuneytisins segir, að
samningar milli Seðlabankans
og ríkisstjórnarinnar um aukið
fjármagn til íbúðalána, hafi tek
izt. Helztu atriði þess, sem ríkis
stjórnin lofar að beita sér fyrir,
eru þessi:
Frá október n. k. til júní 1970
verður varið 470 milljónum
króna til íbúðalána og jafngildir
þetta fullum lánum út á 1100—
1200 íbúðir.
Hafizt verður handa um ann-
an áfanga byggingaframkvæmd
anna í Breiðholti strax í haust
og verða byggðar 180 íbúðir í
þeim áfanga. Verður varið 50—
60 milljónum króna á næstu 9
mánuðum til þeirra fram-
kvæmda.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið
að beita sér fyrir sérstakri 20
milljón króna fjáröflun til bygg
ingaframkvæmda í þéttbýli
utan Reykjavíkursvæðisins sem
sambærilegar eru við Breið-
holtsframkvæmdirnar.
Ríkisstjórnin hefur til athug-
unar aukna tekjuöflun vegna
Byggingarsjóðs ríkisins og mun
það mál verða tekið upp á Al-
þingi. □
Geigvænlegt atvinnuleysi er framnndan
tíðindalausar. Slátrun er hafin
á Blönduósi og virðist féð í
meðallagi og raunar betra en
búist var við.
Nokkuð hefur verið selt af
hrossum héðan og rétt búið að
taka nokkuð af lífhrossum hér,
FIRMAKEPPNI f
KNATTSPYRNU
FIRMAKEPPNI í knattspyrnu
hefst laugardaginn 27. septem-
ber n. k.
Þátttaka skal tilkynnt Páli
Magnússyni fyrir hádegi föstu-
daginn 26. september, sími
1-18-35. Firmakeppnin 1969.
STJÓRN Alþýðusambands ís-
lands hefur gert svofellda sam-
þykkt um atvinnumálin:
„Miðstjórn Alþýðusambands
íslands samþykkir að fela full-
trúum sínum í Atvinnumála-
nefnd ríkisins að hefja þegar
viðræður við ríkisstjórnina um
aðgerðir í atvinnumálum, er
fyrirbyggt gætu að geigvænlegt
atvinnuleysi skelli yfir á kom-
andi vetri.
Miðstjórnin lýsir ugg sínum
vegna ískyggilegra horfa í at-
vinnumálum, sérstaklega á
Reykjavíkursvæðinu og í öðr-
um stærstu bæjum landsins.
Bendir hún m. a. á stórfelldan
samdrátt í stærri framkvæmd-
um og byggingariðnaði, minnk-
andi atvinnu við hvers konar
vörumeðferð og þjónustustörf
og hættu á, að fiskvinnsla drag-
ist saman vegna siglinga togara
með eigin afla.
Miðstjórnin telur óhjákvæmi
legt að nú þegar verði gerðar
gagngerðar ráðstafanir til þess
að stórauka byggingastarfsemi
og opinberar framkvæmdir, að
hráefnisöflun til fiskvinnslu-
stöðva verði aukin eftir föng-
um, að skipasmíðastöðvum
verði fengin fullnægjandi verk-
efni og að greitt verði fyrir auk
inni framleiðslu iðnaðarins í
heild, svo sem með því að auka
rekstrarfé hans.
Miðstjórnin felur fulltrúum
sínum í Atvinnumálanefnd rík-
isins að hafa nauðsynlegt sam-
ráð við verkalýðsfélögin um til-
lögugerð til úrbóta í atvinnu-
málunum og aðgerðir allar til
að knýja þær fram.“
Atvinnumálanefnd ríkisins
mun nú óska greinargerðar frá
atvinnumálanefndum kjördæm
anna um atvinnuhorfur og
fjalla frekar um nauðsynlegar
aðgerðir á næstu fundum sín-
um. □
DAGUR
kemur næst út á miðvikudag-
inn, 1. október. Verðui’ þá vænt
anlega hægt að birta eitthvað af
því efni, er bíður. ,