Dagur - 29.10.1969, Page 8

Dagur - 29.10.1969, Page 8
SMÁTT & STÓRT EITURLYF Loksins er staðfest af yfirvöld- unum, það sem margir vissu þó áður, að neyzla eiturlyfja hefur fest rætur hér á landi. Og loks- ins hafa yfirvöld bannað inn- flutning á nokkrum tegundum eiturlyfja eða nautnalyfja, sem grannþjóðir okkar hafa árum saman barist við og bannað inn flutning á. Hin nýbönnuðu lyf eru: LSD eða Iíselgið, maríuhu- ana eða kannabís og hassís. Notkun eiturlyfja, einkum meðal ungs fólks, er orðið eitt af mestu vandamálunum á hin- um Norðurlöndunum og mjög vaxandi. GERVISYKUR OG KRABBAMEIN Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkj unum hafa bannað notkun gervisykurefnisins Cyklamat, sem notað er í sykurlausa gos- drykki og margskonar matvæli erlendis. Þeir drykkir, sem hér á landi eru framleiddir og þetta efni notað í, eru Fresca, Orange og Valash. En það þykir víst, að cyklamat geti valdið krabba- meini. Ótti hefur gripið um sig víða um lönd vegna þessa banns vestra og bæði hér á landi og í nágrannalöndum, er þegar hætt að nota þetta efni í drykkj arvöru- og matvælaframleiðsl- unni. N ÓBELS VERÐL AUNIN Sænska akademían veitti í síð- ustu viku írska skáldinu Samuel Beckett Bókmennta- verðlaun Nóbels fyrir árið 1969. Þessi írski höfundur er 63 ára gamall og er ljóðskáld, sögu- skáld og leikritahöfundur. — Sagði svo í álitsgerð akademí- unnar við verðlaunaveitinguna, Fóðrun er hin brennandi spurning Ási Vaínsdal 24. október. Sauð- fjárslátrun er að ljúka: í dag eða morgun verður lógað 300 lömbum í sérsendingu á brezk- an markað. Kjötið verður kælt og fyrir það á að fást gott verð. Sláturfjárþungi hangir í meðal- lagi, en féð er mjög misjafnt. Nautgripaslátrun tekur svo við og síðan hrossaslátrun. Enn er eftir að selja lífhross til Sví- þjóðar og verður það nú um mánaðamótin. Eftir óþurrkasumrin 1926 og 1934 urðu mikil vanhöld á sauð fénu og vofir sú hætta yfir einnig nú vegna þess, að heyin eru ekki nógu gott fóður. Nú þarf að notfæra sér þá fóður- fræðiþekkingu, sem til er, til að koma í veg fyrir vanhöldin. Eflaust þarf að bæta heyfóðrið á fleiri en einn veg og það þarf að gera í tíma. En hvernig það verður gert á hagkvæman hátt, er hin brennandi spurning. Nú er verið í þriðju leitum á Grímstungu- og Haukagils- heiði, en hinar miklu og þrálátu rigningar hafa valdið því, að þessu var ekki lokið fyrr í haust. Það var ráðgert að fá flugvél til leitar, en horfið frá því ráði, einkum vegna hins lélega skyggnis, en snjóhrafl hefur lengst af verið á jörðu. G. J. 9. HINN árlegi bindindisdagur hefur verið ákveðinn sunnudag inn 9. nóv. n. k. Tilgangurinn með bindindisdeginum er sá, að vekja almenning til umhugs- unar um þann mikla vanda, sem við er að fást vegna áfengis- neyzlunnar. Landssambandið gegn áfengisbölinu hefur skrif- að aðildarfélögum sínum og hvatt þau til að minnast dagsins á þann hátt, sem bezt hentar á hverjum stað. Jafnframt væntir Landssam- bandið þess, að blöð, hljóðvarp og sjónvarp ljái starfsemi þess lið, með því að skýra frá bind- indisdeginum í fréttum og koma á framfæri efni, sem berast kann í tilefni dagsins. F. h. stjórnar Landssambands ins gegn áfengisbölinu. Páll V. Daníelsson. Eiríkur Stefánsson. Fróðleg sýning um náttúruvernd á Norðurlandi Nátturuverndarsynmg í Hunaveri í sumar. Opin um næstu helgar í Náttúrugripasafninu Á LAUGARDAGINN var opn- uð í húsakynnum Náttúrugripa safnsins á Akureyri „Sýning um náttúruvernd á Norður- landi“ og verður hún opin til 30. nóvember á laugardögum og sunnudögum kl. 2—7 e. h. Og kl. 5 á sunnudögum eru sér- stakar skuggamyndasýningar. Sýning þessi er myndasýning en nokkur uppstoppuð dýr eru þar líka. Mun þetta fyrsta ís- lenzka sýning sinnar tegundar hér á landi og eru fleiri sýning- ar Náttúrugripasafnsins á Akur eyri fyrirhugaðar. Bera þær þessi nöfn: Tunglið, Steinadjásn og Lífið í moldinni. Náttúrugripasafnið á Akur-. eyri hefur nú fengið þriðjungs- stækkun á húsnæði því, er það hefur til umráða, og er þar myndasalur kominn til viðbót- ar, sérstakt herbergi fyrir steina safn og rannsóknaraðstaða í tengslum við það. Mjög aukinn áhugi er nú á náttúruvernd. í sumar voru stofnuð norðlenzk samtök um náttúruvrend. Bráðabirgða- stjórn samtakanna skipa: Helgi Hallgrímsson, Hjörtur E. Þór- arinsson, Jóhann Skaptason, Egill Bjarnason og séra Árni Sigurðsson. Sýning sú, er frá segir hér á undan, er framhald sýninga, er upp voru settar á Laugum í Þingeyjarsýslu og Húnaveri í Húnaþingi, í sambandi við stofn fundi náttúruverndarsamtaka sl. sumar. Náttúruverndarfélög hafa hvorki vald eða fjármagn til mikilla átaka. En þau vinna að (Framhald á blaðsíðu 7) Spilakvöld á KEA FR AMSÓKN ARFÉLÖGIN á Akureyi hefja vetrarstarfið með spilakvöldi að Hótel KEA n. k. laugardagskvöld. Þar verða að venju veitt góð verðlaun og dansað til kl. 2 eftiK miðnætti við undirleik þeirra félaga Hauks og Kalla. Sjáið nánar í auglýsingu í blaðinu í dag. [J Myndin sýnir bifreiðaárekstur í síðustu viku á Grímseyjargötu. Hlífðarborð vörubifreiðarinnar stendur í gegn um hinn bílinn. Farþegi var í aftursæti en slasaðist ekki og má heita vel sloppið. (Ljósm.: J. I.j Fjórðungsþing Norðlendinga á Sauðárkróki að Samuel Beckett hefði hlotið verðlaunin fyrir „ritverk sín, sem með nýju formi skáldsög- unnar og leikritsins hafi lyft þeim upp yfir örbirgð nútíma- mannsins". HITT OG ÞETTA Forseti íslands hefur skipað dr. Gunnar Thoroddsen dómara við Hæstarétt, en dr. Gunnar var eini umsækjandinn. — f New York var á dögunum seldur á uppboði demant á stærð við sveskjustein, fyrir jafnvirði 85 millj. íslenzkra króna. — ís- lendingar sigla liraðbyri í áttina til EFTA. Nágrannaþjóðir okk- ar hafa lofað að gefa okkur stóran „iðnþróunarsjóð“ ef við rifum ekki seglin. Sumir hafa kallað þetta mútur. — Brezki lestarræninginn Ronald Biggs, sem á sínum tíma var dæmdur í 30 ára fangelsi en tókst, ásamt hinum lestarræningjunuin, að flýja eftir eitt ár í steininum, dvelur í Ástralíu og er ákaft leitað þar. Ránsfengur lestar- ræningjanna frá 1953 var 600 millj. ísl. króna, beinharðir peningar í sekkjum. — Mary sú, er sögð er vera höfundur pínu-pilsanna, gengur nú lengra en áður og hefur á kven fatasýningu ekki aðeins sýnt pínu-pils, heldur líka pínu- pínu-pils, sem hafa Iitla sídd. TOGARAR FYRIR NORÐUR- LAND Á nokkrum útgerðarstöðum á Norðurlandi er verið, að undir- búa togara- eða fiskiskipakaup. Ætla má, að skip að sömu gerð og stærð geti átt við alla þá staði, sem nú vilja kaupa eða láta smíða veiðiskip til hráefnis (Framhald á blaðsíðu 7) DAGANA 22. og 23. þ. m. var Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki. Fjórð- ungssamband Norðlendinga er félagsskapur, sem búinn er að vera starfandi um áratugi, en nú að færast í aukana. Á fjórð- ungsþingum hafa átt sæti fyrst og fremst tveir fulltrúar frá hverju bæjar- og sýslufélagi, en auk þess í seinni tíð fulltrúar Jólamerkin JÓLAMERKI Kvenfélagsins Framtíðarinnar eru komin út og eru smekkleg að vanda, teiknuð af frú Alís Sigurðsson, Akureyri. Merki þessi fást í Pósthúsinu og hjá Lenu Otter- stedt, sími 11184. Ágóði af jólamerki Framtíðar innar rennur til innanstokks- muna í nýja hluta Elliheimilis Akureyrar, sem nú er í smíð- um. Ætti því Akureyringum og öðrum að vera það ljúft, að kaupa þessi jólamerki og styðja gott og göfugt málefni um leið. frá nokkrum kauptúnum. Starf andi eru milli þinga svonefnd fjórðungsráð, en formaður þess nokkur undanfarin ár hefur ver ið Stefán Friðbjarnarson bæjar- stjóri á Siglufirði. Á fjórðungsþinginu á Sauðár króki voi'u mættir 35 fulltrúar með atkvæðisrétti frá sýslum, kaupstöðum og kauptúnahrepp um og áttu nú Húnvetningar þarna fulltrúa í fyrsta sinn. Auk þess voru boðnir til þings- ins með málfrelsi og atkvæðis- rétti alþingismenn allir úr báð- um Norðurlandskjördæmum, atvinnumálanefnd Norðurlands og þar var einnig forstjóri Efna hagsstofnunarinnar, Jónas Har- alz, og starfsmaður hennar héð- an frá Akureyri, Lárus Jónsson viðskiptafræðingur. Á þinginu var breytt lögum fjórðungssambandsins og starf- ar það nú á breiðari grundvelli en fyrr, og er nú kallað Sam- band sveitar- og sýslufélaga á Norðurlandi. Samkvæmt þess- um nýju lögum, eiga sæti á fjórðungsþingi, sem hér eftir verður haldið ár hvert, 5 full- trúar frá sveitarfélagi, sem hef- ur yfir 5 þús. íbúa, 3 frá hverri sýslu og frá hverju sveitarfélagi sem hefur yfir 1 þús. íbúa, og einn fulltrúi frá hverju sveitar- félagi sem hefur milli 300—1000 íbúa. Sýslumenn eru sem odd- vitar sýslunefnda sjálfkjörnir fulltrúar, án þess þó að það hækki fulltrúatölu. í fjórðungsráði eiga nú sæti átta menn, fjórir úr Norður- landskjördæmi eystra og fjórir úr Noi'ðurlandskjördæmi vestra og formaður, sem fjórðungs- þingið kýs sérstaklega. Mar- teinn Friðriksson bæjarfulltrúi (Framhald á blaðsíðu 5)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.