Dagur - 05.11.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 05.11.1969, Blaðsíða 1
Lll. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 5. nóv. 1969 — 43. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SIRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPiERING Aðeins steinsnar til himna Dalvíkingar fagna því uni þessar mundir, að heita vatnið, sem þeir boruðu eftir á Harnri og þeir hafa lagt til Dalvíkur, er nú farið að liita fyrstu húsin á hinu nýja hitaveitusvæði. (Ljósm.: E. D.) Bæjarframkvæmdir í rétta átt Egilsstöðum 2. nóv. Veðráttan hefur verið óvenju góð í allt sumar og haust, þar til í síðustu viku að kólnaði og er nú föl á jörð. Allir vegir eru þó flug- færir og segja má, að bændur séu vel undir vetur búnir, enda sumarið þeim hið hagstæðasta í veðurfari í 30—40 ár. Féð reyndist allvænt til frá- lags á Héraði í haust. Bændur munu setja margar gimbrar á vetur að þessu sinni, svo vel heyjaðir eru þeir og nautpen- ingi mun ekki fækka. Atvinna hefur verið mikil hér í kauptúninu, svo jafnvel hefur vantað fólk, en nú mun dæmið snúast við þegar útivinnu og sláturtíð lýkur. Bæjarmálafundur FRAMSÓKNARFÉLÖGIN á Akureyri halda fund um bæjar mál n. k. fimmtudag 6. nóv. kl. 8.30 í Félagsheimilinu, Hafnar- stræti 90. Frummælendur verða bæjarfulltrúarnir Stefán Reykja lín og Sigurður Óli Brynjólfs-- son. Þá verður rætt um fyrir- komulag og uppsetningu á lista fyrir næstkomandi bæjarstjórn arkosningar. Stjórnirnar. í SÍÐUSTU VIKU var fyrsti mjólkurbíllinn á þessu hausti sendur frá Akureyri til Reykja- víkur með fullfermi af mjólk, og rjómi var einnig sendur á Reykjavíkurmarkað. í þessari viku verða send a. m. k. 10 tonn af mjólk á sama markað og sennilega verður framhald á þessum flutningum á meðan vegir eru færir. Sú þróun hefur orðið bæði í Reykjavík og Akureyri, að ný- mjólkursala hefur dregizt sam- an en sala á undanrennu aukizt að sama skapi. Fast verð hefur ekki verið á undanrennu og hefur hún verið seld á rúmar 10 kr. pr. lítrinn syðra en hér á Akureyri á kr. 5.50. Hinar breyttu neyzluvenjur eru senni lega bæði vegna minni kaup- getu en áður og e. t. v. að ein- hverju leyti af „heilsufars- ástæðum.“ Orðsending til nemenda Þórarins Kr. Eldjárns. I sumar var endurvarpsstöð sjónvarps reist á Gagnheiðar- hnjúki. Menn eru að kaupa sjón varpstæki og eiga von á stilli- myndinni innan skamms og sjónvarpi fyrir jólin. Kirkjan nýja er að verða fok- held. Hún þykir nýstárleg bygg ing. Turninn er 23 m. hár og aðeins steinsnar til himins. Æðimörg íbúðarhús eru einnig í smíðum. Eiðaskóli er fullskipaður með 110 nemendur og var í haust settur í fimmtugasta sinn. Þar er hátíðasalur nýbyggður. Hús- mæðra- og barna og unglinga- skólar á Hallormsstað eru og fullsetnir. Vegavinna var venju fremur mikil, einkum við viðhald veg- anna og brú var byggð yfir Rangá í Hróarstungu. Norskur fiskiræktarfræðing- ur, er hér var, telur eldi'i áætl- anir um fiskveg hjá Lagarfossi mjög í-angsnúnar og telur auð- velt að gera þann veg. Hreyfingar vei-ður nú vart í virkjunarmálum hér eystra og er þó enn verið að reikna. Talið er, að 5 þús. kw. rennslisvirkjun í Lagai'fljóti kosti 108 millj. ki\ og er það ódýrara en lína frá Laxá austui'. V. S. Z-M .**-•**>. * #*V 1 -A Mjólkursamlag KEA tekur á degi hverjum á móti 50—53 þús. kg. mjólkur og er það aðeins meiri mjólk en á sama tíma í fyrra, en fyrr á árinu var mjólk hins vegar minni en árið áður, svo ársfi'amleiðslan verðui' sennilega heldur minni hér en 1968. Ekki er enn vitað hvoi't svo- nefndur „mj ólkui'hristingur“ verður framleiddur syðra. Lík- legt er, að svo verði ekki á með an flutningar á landi ganga greiðlega, því á Norðuilandi er næg mjólk. □ VIÐ gerð hverrar fjárhagsáætl- unar Akureyrarkaupstaðar eru hinar ýmsu framkvæmdir ákveðnar. Og þótt mönnum finn ist gengið nærri gjaldþoli manna og útsvör há, eru hinar árlegu framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins aðeins smámun- ir, ef miðað er við þann mikla óskalista, sem er sameiginlegur flestra íbúanna. Af flestum er talið fremur hart í ári og er atvinnuleysi raunar glöggur vottur þess og því miður staðreynd. Þá þurfa bæjarfélög að hafa hugkvæmni, þor og þrótt til að gera þær ráð- stafanir, sem koma í veg fyrir eða minnka atvinnuleysið, með aðstoð lánastofnana og hins opinbera. Auðvitað finnst okkur Akur- eyringum fi-amkvæmdum miða seint, atvinna of lítil og útlit ískyggilegt á mögum sviðum efnahags- og atvinnumála, en þó megum við ekki ganga með lokuð augu fram hjá því, sem gert er, eða minnka þann hlut fyrir okkur, sem gerður er. í sumar hefur ýmsum málum þokað í rétta átt. Má þar minna á gatnagerðina. Götur og vegir í bæjarlandinu eru um 40 kíló- metrar á lengd og mestur hluti þess gatna- og vegakerfis eru eins og heiðarvegir. í sumar hafa um 2000 lengdar metrar veganna í bænum verið malbikaðir og eru þeir margir breiðir og hin ágætasta sam- göngubót. Eru þar með malbik- aðir 10.000 lengdarmetrar eða fjórði hlutinn. Malbikaðir voru þessir vegir og vegai'spottar: Þingvallastræti frá Þórunnarstræti að Mýrar- vegi, 365 lengdarmetrar, Hörg- árbraut frá Glerárbrú að~Höfða hlíð, 260 m. Glerárgata var fram lengd í Skipagötu, 170 m. og austan POB var malbikaður 300 metra kafli. Skarðshlíð sunnan Höfðahlíðar var malbikuð, 270 m. Gránufélagsgata ofan Geisla Siglufirði 2. nóvember. Dálítill snjór er kominn, vegurinn ill- fær vestur og Skarðið ófært. Rútan mun nú fækka verulega ferðum og minnka því sam- göngur verulega. I Aflabrögð eru viðunandi en ógæftir valda töfum. Siglfirð- ingur er að landa 40 tonnum og Hafliði landaði 100 tonnum fyr- ir helgina. Niðurlagning síldar er að ljúka vegna vöntunar hráefnis og er það illt, þar sem markaður er fyrir meiri framleiðslu. Þrátt fyrir vinnu í frystihúsum, eru því atvinnuhorfur hinar verstu. götu, 130 m. og Hólabraut sunn an Gránufélagsgötu, 100 m., ennfremur Byggðavegur milli Hrafnagilsstrætis og Þingvalla- strætis, um 270 m. En öll mal- bikun var samtals um 2000 lengdarmetrar eða tveir kíló- (Framhald á blaðsíðu 7). Kaupfél. Ólafsfjarðar tuttugu ára gamalt Ólafsfirði 2. nóvember. Hinn 29. október minntist Kaupféiag Ólafsfjarðar 20 ára afmælis síns, en afmælisdagurinn var þó mánuði fyrr. Við það tækifæri flutti Baldur Óskarsson frá SÍS ræðu um samvinnumál og sýndi myndir og Björn Stefánsson rakti sögu kaupfélagsins. Var afmælishátíðin eftir atvikum vel sótt. Múlavegur hefur verið opinn til þessa. í fyrri viku var afli sæmileg- ur, en síðan tregari. B. S. Talið er, að tunnuframleiðsla hefjist eftir áramótin. J. Þ. ZONTAKONUR ZONTAKONUR halda skemmt un í Sjálfstæðishúsinu 9. nóv., til fjáröflunar fyrir starfsemi sína. Þær hafa á þessu styrkt myndarlega byggingu Sólborg- ar, heimili vangefinna og kost- að miklu til endurbóta á Nonna húsi. Ágætt starf Zontakvenna þurfa bæjarbúar að styðja fram vegis sem hingað til, ag til þess gefst ágætt tækifæri 9. nóvem- ber. □ jmifiniiii iii iiiiiiiiiiuiiiiiiii ii ii ii iii iiiiiiiiiii ii ii iii iii iii m m ii •nmiMH •••••••••<•«»•*••• ÁKVEÐIÐ hefur verið að leita til nemenda Þórarins Kr. Eld- járns um framlög til kaupa á einhverjum grip sem gefinn yrði Tjarnarkirkju til minning- ar um þau Tjarnahjón, Þórar- inn Kr. Eldjárn og Sigrúnu Sigurhjartardóttur. Eftirtaldir aðilar veita fjár- framlögum móttöku: Gunnar Jónsson, Brekku, Þórarinn Jóns son, Bakka, Jóhannes Haralds- son, Daivík og afgreiðsla Dags. Nokkrir nemendur Þórarins Kr. Eldjárns. Fimmfán hundruff milij. | króna gjaldeyrislán ? I Atviimuliorfur eru STJÓRNARBLÖÐIN gera sér nú tíðrætt um „batann“ í gjaldeyrismálum. Segja þau, að í lok septembermánaðar hafi safnazt rúmlega 1200 milljónir króna í „gjaldeyrisvarasjóð" á þessu ári. Til innkaupa á ei'lendum vörum og þjónustu og til greiðslu á erlendum lánum svarar þetta að vísu ekki til nema 600 millj. kr. fyrir tveim árum, ef miðað er við Banda- ríkjadali. Þar að auki þarf þessi gjaldeyrisvarasjóður ársins bersýnilega skýringa við, því samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar var greiðsluhalli á vöruskiptunum við útlönd í septemberlok um 500 millj. kr. og eru innkaup Álverksmiðj- unnar (um 800 millj. kr.) þá ekki talin með í innflutningnum. „Duldar“ gjaldeyrisgreiðslur kunna að skýra þetta mál að einhverju leyti, en jafnframt hefur blaðið allgóðar heimildir fyrir því, að á þessu ári hafi verið tekin erlend lán, um 1500 milljón króna samtals. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem „við- reisnarstjórnin“ safnar „sjóðum“ á þann hátt. □ nú með versta móti "■IIIIIMIIIMIMMIMMIIMIMMIMIMIIMIIIIMIMMIIIIMMIMMIIMMIMIMIIIMM IIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIMIMIIIMIIIIIIMMIi Fyrsfa mjólkin send suður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.