Dagur - 05.11.1969, Blaðsíða 8

Dagur - 05.11.1969, Blaðsíða 8
8 EYFIRÐINCAR SKARA FRAM SMÁTT & STÓRT ÍIR í NAUTGRIPARÆKT BÆNDAKLUBBSFUNDUR Ey firðinga var haldinn á Hótel KEA á mánudagskvöldið. Allt að 90 manns mæt'tu á þessum ' fyrsta bændaklúbbsfundi vetrar ins, en fundarstjóri var Ármann Dalmannssoon. I Frummælandi á fundinum I 1 var Jóhannes Eiríksson ráðu- nautur Búnaðarfélags íslands. Fjallaði ræða hans fyrst og fremst um nautgriparæktina á félagssvæði SNE, kúasýningar í héraðinu í sumar og fóðrun nautgripa. Hann sýndi einnig myndir, máli sínu til skýringar. í ræðu Jóhannesar kom þetta m. a. fram: Nautgripasýningar var bann- að að halda hér í fyrra, af heil- brigðisástæðum og fóru fram nú í sumar, án þess þó að kúm eyri berst nú feitasta mjólkin, yfir 4% feit. Fleiri kýr hlutu nú fyrstu verðlaun en áður og voru þó gerðar strangari kröfur nú. Sérstaklega voru nú gerðar meiri kröfur til góðrar bygg- ingar. Alls fengu 766 kýr fyrstu verðlaun móti 401 árið 1964, þrátt fyrir harðari kröfur. Kýrn ar í Evjafirði hafa batnað, bæði með tilliti til afurða, sem stafar af betra uppeldi, betri fóðrun og þó fyrst og fremst vegna kyn- bótanna. Og kýrnar eru betur skapaðar nú en 1964. Það er bæði að þakka betra uppeldi og kynbótum, en hækkandi mjólk- urfita stafar af kynbótunum. Svarfdælingar standa mjög framarlega, eða fremstir hvað Sokka 72 Sokkadóttir, ein af efnilegri ungum kúm í héraðinu. Eig- andi: Sveinberg Laxdal, Túnsbergi. væri safnað saman, heldur voru kýrnar dæmdar heima á búun- um og fóru ráðunautar á hvem bæ. Að lokum gerðum við upp árangurinn. Niðurstaðan var fádæma góð og urðu fleiri kýr í flokki fyrstu verðlauna kúa en áður. Enda munu nú eyfirzkir bændur fremstir bænda á landinu í nautgriparækt. Og afui’ðir kúa við Evjafjörð eru meiri en ann- arsstaðar þekkist. Munai miklu í því efni, ef t. d. eru bornar saman eyfirzkar kýr og hins veg ar sunnlenzkar kýr. Hér til Mjólkursamlags KEA á Akur- íslenzkt orðtakasafn KOMIN er út hjá Almenna bókafélaginu bókin íslenzkt orð takasafn í bókaflokknum ís- lenzk þjóðfræði, er útgáfa hófst á.fyrir fimm árum með bókinni Kvæði og dansleikir. íslenzkt orðtakasafn er samið og búið til prentunar af dr. Hall dóri Halldórssyni prófessor og er hér um síðara bindi þessa verks að ræða, en hið fyx-ra kom út fyrir einu ári. Með þessum bindum er út kominn megin- hluti íslenzkra orðtaka frá göml um og nýjum tíma og þau í-akin til upprunalegrar merkingai’. íslenzkt oi’ðtakasafn mun verða talið meðal grundvallar- atriða íslenzkrar málssögu, seg- ir á kápu bókarinnar og er það sannmæli. Orðtök og málshætt- ir eru hliðstæðui’, sem höfund- urinn gerði grein fyrir í formála fyrra bindis. En í báðum til- vikum er að finna marga hugs- un hnitmiðaða og á svo snjallan hátt og skáldlegan, að öllum er vænlegt til lestui’s, er vel vilja kunna skil á sínu móðurmáli. mundur á Hrappsstöðum fyrir Ski’autu 16. Ennfremur Snorri Kristjánsson á Hellu fyrir Huppu 8. En til að fá heiðui’s- vei’ðlaun verður að sýna fjögur afkvæmi kýi’innar og þurfa þrjú að hljóta fyi’stu verðlaun. Þess- snertir fyrstu verðlauna kýr og framförin er mikil síðasta ái’a- tuginn. Öngulsstaðahreppurinn hefur löngum verið góður í þess um efnum og í heild er árangur inn mikill og lofsverður í naut- griparæktunai’félögunum. Undirbúningur sýninganna var ágætlega skipulagður og miklu beti’i en við höfum áður vanist. Um hann sá ráðunautur inn héi’, Sigui’jón Steinsson. Meðal þeirra sem sýndu stóra hópa fyrstu verðlauna kúa má nefna: Félagsbúið á Möði’u- völlum í Saui’bæjarhx’eppi, Gísli Bjöi’nsson á Grund, Jónmund- ur Zophoníasson á Hi’appsstöð- um og Þói’hallur Pétursson, Grund, sýndu 14—17 kýr.Ænn- fremur sýndi Haraldur Hannes- son, Víðirgerði 12, Sveinn Krist jánsson, Hrísum 11 og Skjaldar víkurbúið hefur ákaflega gott bú með 11 fyi’stu verðlauna kýr. Heiðui’sverðlaun hlaut Jón- Meðalvigt dilka í ÞREM slátui’húsum KEA var um 50 þús. fjár lógað í haust. Á Akui’eyri var sláturfjár- talan 34.241 og meðalvigt dilka 14.167 kg. á móti 14.594 kg. í fyrra. Á Dalvík var 9.438 kindum lógað. Meðalvigt dilka var 13.336 kg. en var 14.395 kg. í fyi’ra. Sláturhúsið í Grenivík tók á móti 5.763 kindum og meðal- vigt dilka þar var 14.717 kg. móti 14.529 kg. í fyrra. □ Jóhannes Eiríksson. ar tvær kýr ei-u afbui’ðakýr í sjón og í afurðum, einkum Huppa á Krossum. Þrjú eldri nautin á Lundi höfðu áður hlotið fyrstu verð- laun og nú bættust önnur þi’jú við. Þau voru: Blesi N 163, Þjálfi N 185 og Bægifótur N 186. En Þjálfi og Bægifótur hlutu þessi verðlaun að loknum af- kvæmarannsóknum. En dætra- hópar þeiri-a skiluðu nákvæm- lega jafn möx-gum kg. mjólkur eða á fyrsta mjólkui-skeiði 2934 kg., en Þjálfadætur höfðu meii’i fitu og ennfremur voru þær betri, er mjaltahæfnin var prófuð. Aldrei fyrr á kúasýningu hafa jafn margar kýr hlotið eins góða dóma fyrir útlit og hér varð í sumar. Q 1 BRUGGAÐ f HESTHÚSI Á annað hundrað lítrar af áfeng um drykk fundust í hesthúsi á Akranesi. Þegar lögreglan kom á staðinn voru unglingar þar á stjákli og sumir stóðu yfir suð- unni. Sumir eigendur brugg- stöðvarinnar eru aðeins 16 ára gamlir. Brugg virðist nú heldur færast í aukana á síðustu misser um og víðar eru hesthús en á Akranesi. ÞORGEIRSBOLI Samkvæmt fréttum mun ballett inn Þorgeirsbali hafa verið flutt ur í norska sjónvarpinu í síð- ustu viku, með tónlist eftir Þor- kel Sigurbjörnsson. Má með sanni segja, að alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. En Þor- geirsboli og margar aðrar mergj aðar þjóðsögur er sannarlega efni fyrir listamenn að glíma við, sem naumast gengur strax til þurrðar. HYGGJUVITI flAFNAÐ f nýrri smábátahöfn ísfirðinga varð svo ókyrrt í vestanstormi um fyrri helgi, að smábátur sökk. Heimamenn höfðu varað verkfræðinga alvarlega við, að höfnin væri byggð á þann veg er gert var, en hyggjuviti lieima HUGINN ÞAKKAR LIONSKLÚBBURINN Huginn þakkar bæjarbúum og Eyfii’ð- ingum drengilegan stuðning við fjáröflun til kaupa á augnlækn- ingai’tæki handa Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akux-eyri um síðastliðna helgi. F. h. Lionsklúbbsins Hugins, Gunnar Árnason. Innanlandsflusf Flugfélags Islands FRÁ og með tilkomu veti-ar- áætlunar fljúga Friendship flug vélar til staða á Norð-Austur- landi svo og til Egilsstaða í fram haldi af Akureyrarflugi. Eftir að Friendship flugvélin Snar- faxi kemur úr skoðun og við- gei’ð í Hollandi nú um mánaða- mótin eru allar áætlunarfei’ðir innanlands áætlaðar með Friendship skrúfuþotum. DC-3 flugvélar munu hins vegar not- aðar meðan skoðanir fara fram á Friendship flugvélunum. Samkvæmt vetraráætlun vei’ð ur innanlandsflugi hagað sem hér segir: Til Akureyrar verður flogið alla daga; tvisvar á dag vii’ka daga og einu sinni á sunnudög- um. Til Vestmannaeyja verður flogið alla daga vikunnar. Til ísafjax’ðar og Egilsstaða vei’ða ferðir alla virka daga. Til Sauð- árkróks á þriðjudögum, fimmtu dögum og laugardögum. Til Hornafjarðar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Til Patreksfjarðar er flogið á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Tekið skal fram að fimmtudagsferðin til Patreks fjarðar heldur áfram til ísa- fjarðar og þaðan til Reykjavík- ur. Til Raufarhafnar og Þórs- hafnar verður flogið í framhaldi af Akureyrarflugi á miðviku- dögum. Til Fagurhólsmýrar verður flogið á miðvikudögum og heldur sú ferð áfram til Hornafjarðar og þaðan til Reykjavíkur. Hinn 1. desember verður tekið upp flug til Nes- kaupstaðar í Norðfirði. Þangað verður flogið á mánudögum og föstudögum. Flug til Norðfjarð- ar er með viðkomu á Hornafirði í báðum leiðum. Til Húsavíkur verður flogið á þriðjudögum og föstudögum, þannig að morgun ferð til Akureyrar heldur áfram til Húsavíkur og þaðan til Reykjavíkur. Milli Akureyrar og Egilsstaða verður flogið á þriðjudögum og fimmtudögum. manna var hafnað. Mun þetta minna marga á það, sem í sum- ar gerðist í Grímsey, er sjó- varnargarður var þar gerður með ærnum kostnaði og hvarf í fyrsta haustbriminu. JÓLUNUM FRESTAÐ Þær fréttir berast, að Fidel Castro einvaldur á Kúbu, hafi flutt þegnum sínum þann boð- skap, að jólum yrði frestað í ár og yrðu lialdin í júlí. Ástæðan er sú, að bjarga þarf sykurupp- skerunni og ekki tími til að slóra og skenmita sér. Einvald- urinn á að hafa sagt: „Við skul- um geyma grísasteikina, jóla- baunirnar, romrnið og bjórinn þar til við höfum fengið tíu milljón tonna uppskeru.“ 200 NÝJAR BÆKUR Bókaflóðið er að liefjast og er búist við að í þessum og næsta mánuði komi út 200 nýjar bæk- ur eða fleiri. Verð bóka hækkar eitthvað vegna hækkunar á prentkostnaði. Urn bókaútgáf- una í lieild er ekki vitað með vissu þótt nefnd sé tala, en hjá nokkrum útgefendum er tala bóka sú sama og í fyrra. ÞUNGASKATTURINN Ileyrzt hefur, að þungaskattur á vöruflutningabílum eigi nú að hækka, eða að uppi séu áætlan- ir um það, og yrði þá um til- finnanlega hækkun að ræða. Sennilega á þetta að örva sjó- flutninga, og er það út af fyrir sig þörf. Hins vegar kemur auk inn þungaskattur vörubifreiða mest og harðast niður á þeim, sem fjærst búa aðalinnflutnings höfn, þ. e. Reykjavík, og kemur því óréttlátt niður. ENN GERAST ÆVINTÝRI Segja má, í sambandi við fund heita vatnsins á Hamri í Svarf- aðardal og hitaveituna á Dal- vík, að enn gerast ævintýrin meðal okkar, og er Dalvíkur- ævmtýrið meðal þeirra skemmti legustu. Og það minnir Akur- eyringa á þeirra hitaveitu, sem enn virðist ekki alveg á næstu (Framhald á blaðsíðu 6). Harður árekstur Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ rák ust tvær jeppabifreiðar saman á veginum norðan við Laugar- brekku í Hrafnagilshreppi. Einn maður var í hvorri og meiddust þeir litilsháttar. En jepparnir voru báðir óökufærir og mikið skemmdir. □ Drangur til Grímseyjar á ný Grímsey 3. nóv. Veður er kyrrt og nú fyrir þrem dögum kyngdi niður óhemju miklum lognsnjó á auða jörð, sem sjaldgæft er •hér og má heita kafófærð. Ógæftasamt var í september og október en afli. góður þegar á sjóinn gaf. Nú er verið að meta fisk, sem taka á, á morgun. En þá kemur Drangur í áætlunarferð, þá fyrstu í langan tíma, en við höf- um búið við hið versta sam- gönguleysi í allt sumar og höf- um haft hin mestu óþægindi af því. Nú fyrir skemmstu urðum við að fá leigðan mótorbát til að sækja nauðsynjavörur til lands. Eins og kunnugt er, hvarf sjó varnargarður, sem vitamála- stjórn lét byggja í sumar og frægt er. Þá var farið að „fóðra“ hafnargarðinn, eða setja grjót- belti utan á hann. Brimið er nú farið að eyða þessari fram- kvæmd líka. Hingað er kominn nýr kenn- ari, Lárus Bjarnason að nafni, ásamt fjölskyldu, en kona hans er hjúkrunarkona og getur það komið sér vel. S. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.