Dagur - 05.11.1969, Blaðsíða 5

Dagur - 05.11.1969, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Blóðtaka, sem þarf að stöðva Á ALÞINGI í vikunni sem leið, mælti Gísli Guðmundsson fyrir laga- frumvarpi, sem' sex Framsóknar- menn flytja, um byggðajafnvægis- stofnun ríkisins, eða jafnvægisstofn- un ríkisins um ráðstafanir til að stuðla að verndun og eflingu lands- byggðar og koma í veg fyrir eyðingu lífvænlegra byggðarlaga. I ræðu hans og greinargerð frumvarpsins kom m. a. þetta fram: Á þrjátíu árum, 1938—1968, fjölg- aði þjóðinni úr nálega 119 þúsund- um upp í rúmlega 202 þúsundir eða um ca. 70%. í Kjalarnesþingi vestan fjalls fjölgaði fólki um þessi 70% og 40 þúsundir að auki. Af þessum 40 þúsundum komu 13 þúsundir af Norðúrlandi. Þetta er mikil blóð- taka. I Stór-Reykjavík, sem tekur yfir sjö sveitarfélög milli Straumsvík- ur og Kollafjarðar voru íbúar 1968 nálega 107 þúsund. t öllurn öðrum landshlutum samtals rúmlega 95 þúsund. Ef ekki verður að gert, lítur út fyrir að fsland sé að verða borg- ríki. Þessi þróun er hættuleg. Frum- varp Framsóknarmanna er byggt á þeirri skoðun, að framtíð liins ís- lenzka ríkis sé undir því komin, fyrst og fremst, að þjóðin haldi áfram að byggja land sitt sem víðast og að jafn vægi sé milli landshluta. Þeim fer nú fjölgandi, sem fallast á þetta sjónar- mið í orði, en það sem á vantar er, að allsherjar viðurkenning fáist á því, að hér sé um að ræða eitt stærsta viðfangsefni þjóðarinnar, og að vinna þurfi að því sem slíku með ráðstöfunum fjármagns og á annan hátt. Atvinnujöfnunarsjóður var, eins og komið var, spor í rétta átt. En betur má ef duga skal. Fjárfram- lög til sjóðsins nú, frá ríki og álverk- smiðju, er miklu minni hlutfallslega en framlög til framleiðslu og at- vinnuaukningar (einkum á Norður-, Austur- og Vesturlandi) voru fyrir tólf árum, miðað við upphæð fjár- laganna þá og nú. Samkvæmt frumvarpinu yrði fram lag til byggðajafnvægisstofnunar- innar (2% af tekjum ríkissjóðs) sennilega um 150 millj. kr. árið 1971. En auk þess tæki hún við tekj- um og eignum atvinnujöfnunarsjóðs og fengi heimildir til að nota lánsfé. Ef einhverjum þætti 150 millj. kr. ofrausn, má geta þess til samanburð- ar, að álíka upphæð mun árið 1971 verða greidd fyrir að innheimta tolla og skatta. Byggðajafnvægisstofnun- inni er ætlað að gera raunverulegar landslilutaáætlanir eða styðja sam- bönd sveitarfélaga til þess og leggja fram fé til viðbótar lánum, sem aðr- (Framhald á blaðsíðu 7) ASKELL EINARSS0N: Þjónustuskipulagið veldur búseluröskun BÚSETURÖSKUN síðustu ára- tuga til Faxaflóasvæðisins er mælikvarðinn á nauðsyn sér- stakra þróunaraðgerða í dreif- býlinu. Þróun búsetunnar hef- ur verið sú, að á tímabilinu frá 1920—1966 hefur búseturöskun orsakað, að hlutdeild Reykja- víkur og Reykjanessvæðisins um íbúahlutfall hefur aukizt um 31.8% af þjóðarheildinni. Búseturöskunin svarar til þess, að 0.7% þjóðarheildarinnar hafi flutt til búsetu sína á ári, að meðaltali. Hlutdeild þessa svæð is í þéttbýlishluta þjóðarinnar hefur vaxið á tímabilinu um 19.6% af heildinni. Þetta lætur nærri að vera sú hlutfallsaukn- ing, sem orðið hefur í Reykja- vík og Reykjanesi í mannafla iðnaðar og þjónustustétta miðað við heildina á sama tíma. Ekki fer á milli mála, að staðsetning starfsstöðva þróunarstéttanna á Faxaflóasvæðinu er ein megin orsök búseturöskunarinnar. Gleggst dæmi um þetta er, að mannaflahlutdeild Reykjavíkur og Reykjaness í þjónustustétt- unum hefur vaxið að meðaltali um 0.72% á ári tímabilið 1920— 1966. Aftur á móti hefur mann- aflahlutdeild í iðnaði á svæðinu aðeins aukizt um 0.12% á ári, að meðaltali umrætt tímabil. Þetta tekur af tvímæli um það, að hvorki frumframleiðslan eða iðnaðurinn hafi orsakað búsetu tilfærsluna til Faxaflóasvæðis- ins. Ástæðan er í öllum megin- atriðum sú, að þjónustustéttirn- ar hafa þjappazt saman í þess- um landshluta. Vafalaust á stað setning stjórnkerfisins og þjón- ustustarfsemi, sem er í órofa tengslum við ríkiskerfið stærst- an hlut í þeirri búseturöskun, sem átt hefur sér stað. Til við- bótar kemur staðsetning við- skiptastarfsemi, samgöngukerfis og fjármálaþjónustu, sem eru á höfuðborgarsvæðinu, vegna tengsla við stofnanir hins opin- bera. Þá bætist við á svæðinu, samþjöppun starfshópa mennta sviða og félagsþjónustu, sem orkar miklu um búsetuþróun- ina. Ahrif þróunarinnar. Ljóst er því, að hið þróaða þjóðskipulag hefur beinlínis stuðlað að búseturöskuninni. Þessi staðreynd er enn ljósari, ef borin eru saman íbúahlutföll landshlutanna, utan Reykjanes- skagans, og hlutdeild þeirra í mannafla þróunarstéttanna. Við þennan samanburð kemur í Ijós, að árið 1966 skorti um 20800 manns á, að hlutdeildin í mannafla þróunarstéttanna væri jafnhá íbúahlutfaili þeirra. Þetta er mjög ískyggilegt, þegar á það er litið, að fiskiðnaðurinn er hér talinn til þróaðra atvinnu greina. Þessi mismunur svarar til íbúa tilfærslu til Faxaflóa- svæðisins í ein 16—18 ár. Engin búseturöskun hefði átt sér stað í landinu á þessu tímabili, ef sköpuð hefði verið framfærslu- skilyrði fyrir 1300 manns árlega til viðbótar í þróunargreinunum í öðrum landshlutum. Þessar staðreyndir hljóta að opna augu manna fyrir því, að til að koma í veg fyrir áfram- haldandi búseturöskun til Faxa flóasvæðisins er nauðsynlegt að skapa í öðrum landshlutum starfsskilyrði til iðnaðar- og þjónustustarfsemi fyrir íbúa- aukningu þeirra og fyrir þann mannafla, sem hverfur frá frum framleiðslunni. Hefðbundnar hjálparaðgerðir við landbúnað og sjávarútveg duga ekki einar til þess að koma í veg fyrir búseturöskun. Þess vegna er óhjákvæmilegt að marka nýja byggðastefnu, sem tekur til þróunaraðgerða á þeim þjóðlífssviðum, sem orka rnest á búsetuþróunina. Það er augljóst, að mynda verður þróttmikil byggðasam- Áskell Einarsson. tök sveitarfélaganna í landshlut unum, sem geti markað stefn- una og mótað framkvæmd þró- unaráætlana. Hér bíður lands- hlutasamtakana, ásamt sveitar- félögunum, brautryðjendastarf og forystuhlutverk. Þátttaka landshlutanna. Samvinna landshlutabanda- laganna við ríkisvaldið hlýtur að stefna að því, með tilliti til búseturöskunar þjónustustétt- anna, að sköpuð verði starfsræn skilyrði til dreifingar stjórn- sýslunnar og þjónustustarfsem- innar í samræmi við umdæmis- skipulag. Þróunaraðgerðir í þessa átt verða að ná til starfs- sviða sveitarfélaga, samvinnu- sviða ríkis og sveitarfélaga, enn fremur til verkefnasviða ríkis- stofnanna. Þá stuðli þróunar- aðgerðirnar, að dreifingu þess þjónustukerfis, sem er utan verkahrings stjórnkerfisins. Landshlutasamtökin verða að beita sér fyrir með þróunarað- gerðum, í samvinnu við sveitar- félögin, að í hverju umdæmi náist jafnræði um menntunar- og félagslega aðstöðu. I þessu sambandi hafa svæðasamtök héraðanna miklu hlutverki að gegna. Hugsanlegt er, að endur skipuleggja svæðaskiptingu sýslufélaganna, með aðild kaup staðanna. Þannig er mögulegt, að mynda samstarfsvettvang, innan héraðs, um verkefni, sem bezt verða leyst með aðild nokk urra sveitarfélaga. Ennfremur Iryggja héraðasamtökin eðlilegt mótvægi innan landshlutaum- dæmanna. Næsta stigið er aðhæfing þeirra verkefnasviða, sem eru sameiginleg ríki og sveitarfélög um, með beinni aðild landshluta umdæmanna um stjórnun þeirra. Meðal þessara verkefna eru: fræðslumál, heilbrigðismál, orkumál, vegamál, hafnarmál, öryggismál, eftirlitsstörf og skipulagsmál. Þessir verkefna- þættir verða að sjálfsögðu áfram reknir fyrir ríkisfé, þótt við hverja umdæmisdeild starfi stjórnarnefnd, sem kosin er af umdæmisþingum landshlut- anna. Með þessum hætti eykst áhrifavald landshlutanna í stjórnkerfinu og þeim sköpuð skilyrði, til þess að móta byggða stefnuna. Samstjórn þessara þátta eru frumskilyrði byggðaáætlana, sem stefna að félagslegri þróun landshlutanna. Deilikerfið í þjóðfélaginu verður að ná til þeirra þátta, sem hafa beina þjónustu við fólkið. Umdæmis- skipulag þarf að taka upp í starfsemi Tryggingarstofnunar ríkisins og Húsnæðismálastjórn ar, með umdæmisstjórnum kosn um af landshlutaþingum. Eðli- legt er að í hverjum landshluta verði deilistofnanir fyrir fisk- veiðisjóð, iðnlánasjóð, stofnlána deild landbúnaðarins og aðra opinbera sjóði. Koma þarf upp deilistofnunum fyrir þjónustu og rannsóknarsvið atvinnuveg- anna í samvinnu við landshluta samtök hverrar atvinnugreinar. Jafnhliða þarf að gera þróunar- áætlanir um staðsetningu og deilingu stofnana, sem bundnar eru við starfrækslu á stærra svæði, en landshluta. Hér er hugsanlegur eins konar verka- skipting á milli umdæmanna. Skipuleg byggðaþróun. Ljóst er, að ásamt dreifingu stjórnsýslu og þjónustukerfis hins opinbera í samræmi við landshlutaumdæmin, verður að beina samgöngukerfi, viðskipta starfsemi og annarri þjónustu- starfsemi inn á sömu braut. í þessu sambandi verða lands- hlutaumdæmin að stuðla að því, að sérhæfð þjónustusvið geti fundið verkefni við sitt hæfi innan landshlutanna. Við fram- kvæmd byggðastefnu verður að samræma þróunaraðgerðirnar, bæði í heild og að því er varðar einstaka landshluta. Nauðsyn- legt er að komið verði á fót byggðaþróunarstofnun í land- inu sem annist gerð landshluta- áætlana og hafi ennfremur vald til fjármagnsbeiningar. Þessari stofnun eiga landshlutaumdæm in að stjórna í samvinnu við ríkisvaldið. Jafnframt verði í landshlutunum deilistofnanir sem annist framkvæmd og stjórnun þróunaraðgerðanna. Jafnhliða deilistofnunum staríi í hverjum landshluta byggða- þróunarráð, sem samræmi byggðarlega sjónarmið um fram kvæmd byggðaáætlana. Þannig FYRIR síðustu helgi bárust af því fregnir í blöðum og útvarpi, að fyrirhugaðh væru kirkjutón leikar í Laugameskirkju í Reykjavík. Var nánar til tekið um að ræða kirkjuleg verk eftir J. S. Back, og á efnisskránni var kantata svo og orgelverk og kaflar úr sónötu fyrir einleiks- fiðlu. Þarna átti ungt tónlistar- fólk hlut að máli, einsöngvarar, hljóðfæraleikarar og einnig tvö faldur blandaður kvartett. Við þessi tíðindi flaug mér í ■hug sem stundum fyrr, „hvers vegna í ósköpunum stendur aldrei neitt til þessu líkt hér á Akureyri?“ Telja menn, að slíkt fyrirtæki sem það að efna til kirkjutónleika sé algerlega of- vaxið 10 þús. manna bæjar- félagi? Hefur mönnum ekki dottið það í hug í neinni alvöru, að það má syngja ýmislegt fleira gott í kirkjunni en messur? Akureyrarkirkja er raunar ágætlega fallin til tónleikahalds svo sem margoft hefur verið bent á. Mig minnir, að hér um árið, þegar kirkjuorgelið var fengið hingað, og þökk sé öll— geta landshlutasamtökin orðið leiðandi byggðavald í landinu, sem hafi full áhrif á þjóðfélags- þróunina. Enginn skal ganga þess dul- inn, að ekki næst búsetujafn- vægi, milli landshlutanna, með þeim aðgerðum einum, sem rniða við dreifingu þjónustu- kerfisins. Hins vegar eykst, með þessum hætti, félagslegur jöfn- uður og atvinnujafnvægi milli landshluta. Það veigamesta er, að tækni og menntastéttir þjóð- félagsins færast nær viðfangs- efnum dreifbýlisins og verða þátttakendur í uppbyggingu þess. Þetta er þýðingarmikil forsenda eðlilegrar byggðaþró- unar, þar sem búseta og starfs- svið þessara hópa munu hafa vaxandi áhrif á þjóðarbúskap- inn í framtíðinni. Ástæðan til þess, að búsetujafnvægi næst ekki til fulls með dreifingu þjón ustustéttanna er sú að þjóð- félagsstærðin gerir ekki mögu- lega nægilega dreifingu, svo að jafnvægi náist á milli lands- hluta. Ennfremur að verulega aukning þjónustustéttanna er ekki æskileg og gæti dregið úr framleiðslumætti þjóðarinnar. Þess vegna þarf að leggja megin áherzlu á að bein iðnaðinum til uppbyggingar byggðanna, svo að náist búsetujafnvægi þróun- arstéttanna. Gera verður iðn- þróunaráætlanir fyrir lands- hlutana, sem leggi áherzlu á úrvinnsluiðnað bundin afurðum landkosta og iðju í sambandi við nýtingu orkukostanna, eftir legu þeirra í landinu. Sú stefna verður að ríkja, að hvert byggðasvæði njóti iðn- þróunarmöguleika, sem byggj- ast á afurðum, landsgæðum og orkuaðstöðu þess. Stefnt verði að því að full úrvinnsla sjávar- afurða fari fram í þeim ver- stöðvum, sem liggja við fiski- miðunum. Með þetta fyrir aug- um verði veiðisvæðin skipu- lögð, ásamt nýtingu vinnuskil- yrða í landi. Úrvinnsla landbún aðarafurða fari fram á aðal inn- leggsstað landbúnaðarhéraðs. Við ákvörðun um staðsetningu meiri háttar iðnfyrirtækja verði hafðar í huga staðarlegir mögu- leikar þeirra héraða, sem búa yfir orkuskilyrðum. Meginstefn an verði sú, að framleiðsluskil- yrðin dragi að sér þróunarsvið þjóðfélagsins. um, sem að því stóðu, þá hafi ríkt almenn ánægja og tilhlökk un. Það þuríti þó nokkur um- svif í kirkjunni til að koma því fyrir og svo var gengizt fyrir samskotum, sem var sæmilega tekið, ef ég man rétt. Langar nú engan til að heyra einleik á þetta afbragðs hljóðfæri? Eru Akureyringum nóg einungis að vita, að það sé til? Ber að líta á það sem bein- harða staðreynd, að á Akureyri þýði ekki að hugsa upp á neitt, sem heitir tónleikahald? Ég held samt, að hvað sem segja má um aðsókn að tón- leikum í seinni tið, þá sé hér töluverður hópur fólks, sem gjarnan vildi eiga þess kost að sækja tónleika þar sem um fjöl- breytni og vöndun í vali við- fangsefna væri að ræða. Mér virðist engin f jarstæða að hugsa sér, að t. d. í Akureyrarkirkju gætu farið fram svo sem tvenn- ir tónleikar á vetri. Þeir þyrftu sízt að raska starfsemi Tónlistar félags Akureyrar. Einungis væri nauðsynlegt að skipu- leggja slíkt með nokkrum fyrir- (Framhald á blaðsíðu 2). Askell Einarsson. Tónleikahald á Akureyri 5 í MINNINGU Ingibjargar Steingrímsdóttur KVEÐJA FRÁ KARLAKÓR AKUREYRAR Nú læðist húm yfir landið og laufin af björkunum falla. Loftið er lævi blandið, ljósu sumri að halla. Því brátt í vændum er vetur, þá vötnin og lindamar frjósa. Hroll mér að hjarta setur í lieimi bliknaðra rósa. í brjósti mér brostinn er strengur, það bifast af djúpsárum trega. Sólin ei laugar lengur landið mitt yndislega. Páll Helgason. Kveðja Bostinn er bjartur strengur. ^ Bliknuð er rósin dýr. Titra nú tónar hörpu. • | Tregi í hjörtum býr. * I •• RöðuIIinn rökkvi sveipast, reynslan er djúp og sár. Hugir þó aftur hefjast og hinúninn verður blár. i Því eilíft er söngsins yndi og auðnugjöf dagur nýr. , Listin á líf, sem varir, og listin er perla dýr. I sál þinni sumar barstu, í söngnum þú guð þinn fannst. Sótt var í átt til sólar og sól var hvar, er þú vannst. Á leið þinni blómin brostu. Þau breiðast um gengin spor. ( Minning þín mild og fögur minnir á sólhlýtt vor. I vorblæ — við unaðsóma opnást þér hærra svið. Sælt mun að sjá og njóta, er sumar þar brosir við. Glitra nú gígjustrengir við geislanna milda ljós. Mót heiðblárri himinhvelfing horfir þú — driflivít rós. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. TRYGGVI HELGASON, flugmaður: Er skynsamlegt að taka upp 1 PRÓFKOSNINGAR NÚ FER að styttast til næstu kosninga til Alþingis, en kjör- tímabilið rennur út, eftir um það bil eitt og hálft ár. Þá á hinn almenni kjósandi að velja þá menn, sem honum finnst vænlegast að sitji á þingi næstu fjögur árin. En hvaða möguleika hefir þá kjósandinn, raunverulega, til þess að velja? Getur hann val- ið hvern sem er, og hafnað öðr- um? í fljótu bragði, virðist sem svarið sé, já, — hér eru frjálsar kosningar, — en er það nú alveg víst? Getur ekki verið að svarið sé einmitt, nei? Hér á landi eru ekki einmenn ingskjördæmi, heldur margra þingmanna kjördæmi. Til fram- boðs þarf því að bera lista með mörgum frambjóðendum, og komast þeir á þing í þeirri röð sem þeir eru á listanum, en fjöldi þingmanna af hverjum lista, sem ná kosningu, fer eftir hlutfallslegu atkvæðamagni sem á listann fellur, samkvæmt kosn ingalögunum. Reynsla undan- farinna kosninga sýnir, að hlut- föll milli flokka, hafa ekki breytzt verulega frá einni kosn- ingu til annarrar. Það gefur því auga leið, að flokkarnir reikna með jafnmörgum þingsætum og þeir höfðu síðast, nema þá ef til vill aftasta sætinu. Enda eru flokkarnir fyrir löngu búnir að gefa þessum sætum sérstök nöfn. Kallast fremri sætin „ör- uggu sætin“ en það aftasta er kallað „baráttusætið“. En hvers vegna eru fremri sætin kölluð „öruggu sætin“? Jú, — þeir sem í þeim sitja, eru að dómi flokkanna, nokkuð ör- uggir með það að ná kosningu, en vafi leikur hins vegar á „baráttusætinu". Á þennan hátt eru kosnir í kjördæmunum 49 þingmenn, en þess utan fljóta svo inn á þing, samkvæmt kosningalögunum, 11 uppbótarþingmenn, — menn sem hvergi hafa náð kjöri, og því í rauninni menn sem enginn • kærir sig um, á þing. Er talið að sífellt fleiri kjósendur, álíti nú- gildandi kosningalög orðin úrelt. Eins og framboði hefir verið háttað, þá hefir sérstök nefnd hjá hverjum flokki, — framboðs nefnd — ráðið uppstillingu fram bjóðenda í hverju kjördæmi. Möguleikar kjósenda, til þess að breyta röð, eða strika út af kjör seðlinum, hafa verið allmjög skei’tar, með síðustu breyting- um á kosningalögunum. Má því gera ráð fyrir að röð frambjóð- enda breytist ekki, við sjálfar kosningarnar, enda er reynslan sú. Ef til vill, er því hugsanlegt að líta svo á, að með gildandi Tryggvi Helgason. kosningafyrirkomulagi, þá sé það í rauninni framboðsnefndin sem „kýs“ þingmennina til Al- þingis. Og vafalaust mætti einn ig halda þeirri skoðun fam, að frambjóðendur í „öi’Uggu sæt- unum“ væru í rauninni sjálf- kjörnir. Þótt, til dæmis, kjós- endur værú almennt óánægðir með fremsta mapninn á sínum lista, þá gætu þeir ekki, hversu fegnir sem þeir vildu, losnað við hann, eða hindrað að hann kæm ist á þing. Með prófkosningum gjör- breytist aðstaða kjósenda, og þeir fá sjálfir tækifæri til þess að ráða uppstillingu á lista þann er þeir hyggjast styðja. Getur það farið þannig fram, að væntanlegir frambjóðendur, gefa kost á sér til þátttöku í prófkosningum, eftir hæfilegan undirbúningstíma, sem þátttak- endur geta notað til þess að kynna sig og sín baráttumál, þá ganga stuðningsmenn flokksins til leynilegra, skriflegra kosn- inga. Nöfnum þátttakenda er raðað á kjörseðilinn í stafrófs- röð, en kjósandinn tölusetur síð an þá menn, og í þeirri röð, sem hann óskar að verði á hinum endanlega framboðslista. Til dæmis nr. 1 Jón Jónsson, — nr. 2 Pétur Pétursson o. s. frv. Tala þeirra sem hver kjós- andi má merkja við, má til dæmis ákvarðast við tölu þing- manna kjördæmisins (t. d. 5, 6 eða 12). Atkvæði eru síðan talin með líkum hætti og til Alþingis. Sá sem fær flest atkvæði úr þessum prófkosningum, er síð- an settur í fremsta sætið á hin- um endanlega framboðslista til Alþingis, sá sem fær næstflest atkvæði verður settur í annað sætið o. s. frv. En nú kann einhver að spyrja: En hvað þá um þing- mennina, sem voru á þingi síð- asta kjörtímabil, — á ekki að taka tillit til þeirra? í kosninga- lögunum eða stjórnarskránni, er ekkert að finna sem veitir ein- um meiri rétt en öðrum, til þess að gefa kost á sér til framboðs í kosningum. Þingmaður sem var eitt kjörtímabil, öðlast méð því engann rétt, umfram aðra, til þess að gefa kost á sér, og kjósandinn er á engan hátt skuldbundinn til þess að kjósa hann aftur. Ef kjósandinn er hins vegar ánægður með fráfar- andi þingmann, þá er honum í sjálfsvald sett að kjósa hann aftur, svo fremi að hann gefi þá kost á sér. Framsóknarflokkurinn hefir (Framhald á blaðsíðu 7) AKUREYRINGAR SYNDA — OG SIGRA. Það komu margir kappar í hress ingar- og heilsubótarstöð Akur eyrar í morgun, glaðir og reifir að venju þrátt fyrir vafasöm úrslit í Norrænu sundkeppn- inni. En vonbrigðasvipur var á sumum vegna þess að búið var að loka útilauginni. Þótt gott sé inni, þykir svona görpum til- komumeira úti, athafnasviðið meira, loftið enn betra og svo dúnmjúk mjöllin í kring til að velta sér í milli þátta! En kostn aður við upphitun vatnsins úti í vetrarkuldum er enn of mikill, auk þess, sem hálka á stéttun- um var orðin hættuleg. Vitanlega er jarðhitinn í grennd Akureyrar enn ekki nýttur sem skyldi, jafnvel í sam bandi við þessa einu æð, sem til laugarinnar liggur. Og úti hjá Laugalandi fossar heita vatnið nótt og dag, ár eftir ár, niður í Hörgá, heil auðævi hverfa þar engum að gagni, þar sem íbúar árinnar meta að engu velgjuna! En nú er vonarblika á lofti — að þarna sé um meira heitt vatn að ræða, og að innan skamms fái Akureyringar — o. fl. — næga hlýju í hús sín og til sinn- ar ágætu úti-sundlaugar — og í „pottinn“ —, svo að vetur jafnt sem sumar verði þar gott að svamla, jafnvel þótt bið verði á „hverfiþaki“, til hlífðar fyrir snjó og gusti. Nýting heita vatnsins í nánd Akureyrar er sannarlega mikil nauðsynja- framkvæmd, sem of lengi hefur dregizt, — þó vitanlega ekki að orsakalausu. Nú hafa verið birt úrslit í Norrænu sundkeppninni — og virðist sumum — og eðlilega — hlutur íslands þar fyrir borð borinn, — að hljóta 4. sæti (af 5) og þó með margfalda hundr- aðstölu keppenda, móts við þá, sem efri sætin skipa. Þátttaka íslendinga er vissulega góð, og hæpið mjög að gera ráð fyrir svo mikilli þátttöku að nægi til sigurs við slíka keppnisaðstöðu. En samt má segja, að til nokk- urs hafi verið barizt, því að sókn til sundstaðanna er greini lega meiri, almennari, keppnis- árin, og þótt sumir gleymi skjótt, hve gott var að koma í laugina og synda og láti letina ráða, eru hinir þó fleiri sem muna og koma öðru hvoru — og oftar — og njóta áfram hinna góðu, heilsusamlegu áhrifa sundíþróttarinnar. Og Akureyr ingar verða vonandi margir í þeim hópi, því að þeirra hlutur varð glæsilegur. íþróttafulltrúi hringdi í dag og þakkaði góða frammistöðu Akureyringa. Alls syntu —■ heima og heiman — 2663 Akur- eyringar (2043 syntu síðast, svo að viðbótin er góð). Sigruðu þeir nú í þriggja kaupstaða keppninni með 25.7% þátttöku. Hafnarfjörður var í 2. sæti með 23.8%, og Reykjavík 3. með 21.3%. Hjá öllum er þátttakan betri en síðast þó sérstaklega í Reykjavík. Framkvæmdanefnd keppninn ar á Akureyri vill enn þakka bæjarbúum alla aðstoð, áhuga og dug í keppninni og væntir þess að æ fleiri sæki sér holl- ustu og aukna lífsgleði til sund- íþróttarinnar. — Komið og syndið! Akureyri, 2. nóv. 1969. Il Jónas í „Brekknakoti.“ j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.