Dagur - 05.11.1969, Blaðsíða 2

Dagur - 05.11.1969, Blaðsíða 2
ÆSIÍAN 70 ARA r r Utbreiddasta barnablað á Islandi I>eir L. Heijnen til vinstri og J. Collart til hægri með PZ 2000 á milli sín. (Ljósm.: Þorv. Ásgeirsson) í lok spjallsins sögðu þeir félagar að bændur landsins ættu eftir að finna mikinn mun á vélareksturskostnaði sínum með því að nota í auknum mæli vélar frá PZ. Þrátt fyrir að sláttuþyrla er dýrari í stofn- kostnaði kemur munurinn fljótt fram á minni reksturskostnaði, og mætti finna dæmi um að bú- ið væri að slá hátt á annað hundrað hektara með einni sláttuþyrlu án þess einu sinni að þurfa að endurnýja hnífa. Sömu sögu væri að segja um heyvinnuvélarnar, sérstaklega band-, múga_ og snúningsvél- ina PZ 2000 og 2400, sem væri ákaflega einföld að gerð sinni og með réttri notkun þyrfti sára lítið víðhald samanborið við önnur tæki til sömu hluta. Þetta hlytu bændur að finna og meta °g hyggja þeir gott á samstarf við bændur, kaupfélögin og Samband íslenzkra samvinnu- félaga varðandi viðskiptin. □ SEINT í septembermánuði voru hér á ferð góðir gestir frá Hollandi. Þetta voru þeir Hr. J. Collart og Plr. L. Heijnen frá P. J. Zweegers & Zonen í Geldrop í Hollandi. P. J. Zweegers eru vélafram- leiðendur og framlieða m. a. fyr ir ísland, síáttuþyrlur, heyþyrl- ur, band-, múga- og snúnings- vélar og áburðardreifara. Framleiðslan á sér stað í þrem verksmiðjum í Hollandi og telja þeir alla vélafram- leiðslu sér viðkomandi svo fremi að eftirtöldum grundvall- aratriðum sé fylgt: 1. Vélin vinni ofanjarðar (þeir framleiða sem sagt engin jarðgangandi tæki, svo sem jarð vinnsluvélar). 2. Vélai-nar séu viðráðanlegar meðalstórum og minni búum og fari ekki upp fyrir ákveðið há- marksverð. Flatarmál verksmiðjanna er um 25 þús. ferm. og um 550 manns í þjónustu þess. Eins eru þeir með nýja verksmiðju á Nýja Sjálandi og eru vélar þeirra framleiddar gegn leyfi í Bretlandi, V.-Þýzkalandi og Japan. SLÁTTUÞYRLAN. Mesta athygli af framleiðslu P. Z. hérlendis hefur sláttu- þyrlan vakið. Búvéladeild SÍS héfur unnið að prófunum og innflutningi á sláttuþyrlu síðan 1965 og er nú búið að slá með sumum vélanna yfir 700 hekt- ara lands. Vélin hefur reynzt mjög vel og voru í sumar alls um 200 vélar í notkun. Nú eru framleiddar fjórar gei'ðir af sláttuþyrlu: Vinnu- Gerð. breidd. PZ CM-135 2ja tromlu 135 cm. PZ CM-4 4ra tromlu 152 cm. PZ CM-165 2ja tromlu 165 cm. PZ FM-215 4ra tromlu 223 cm. Síðast talda vélin PZ FM-215 tengist framan á traktorinn og afkastar 3—5 hekt/klst. HEYVINNUVÉLAR. PZ verksmiðjurnar hafa selt hérlendis heyþyrlur, bæði 2ja, 4ra og 6 stjörnu, auk þess sem nú kemur á markaðinn ný hey- þyrla, sem í senn rakar og snýr. Rakstrar- og snúningsvélarnar PZ 2000 og 2400, sem sýndar voru á Landbúnaðarsýningunni sl. sumar og hafa verið í prófun síðan, sýna mjög athyglisverðan árangur. Er sjáífsagt fyrir bænd ur að kynna sér vel árangur með vél þessa, því hún er í senn einföld, afkastamikil og ódýr um leið og hún gegni prýðilega framangreindum hlutverkum. Hér virðist því hafa tekizt að sameina í eina vél, vél sem get- ur: 1. Rakað ágætlega jafnt í þurru heyi sem votheyi. 2. Dreift vel úr múgum. 3. Snúið heyi sambærilega við heyþyrlur. ÁBURÐARDREIFARAR. PZ verksmiðjui'nar framleiða þyrildreifara,. sem ekki hafa enn náð neinni verulegri útbreiðslu hérlendis vegna óhagstæðrar kornunar áburðai ins. Hins veg- ar kemur nú á markaðinn nýr áburðardreifari, mjög athyglis- verður fyrir tilbúinn áburð með 5 metra dreifibi-eidd, en í flutn- ingsstöðu er breiddin aðeins rúm breidd traktorsins. Fyrir utan mikil afköst og stóra vinnu breidd þessa dreifara virðist sem engir hlutir hans hafi ástæðu til að geta slitnað, né ryðgað því flestir snertihlutir áburðarins eru úr nylon og hlið stæðum efnum, sem ekki tær- ast. Þeir félagar ferðuðust dá- lítið um landið og athuguðu legu og gróðurskilyrði landsins gagnvart notkun ofangreindra véla, en vegna óhagstæðra veð- urskilyrða urðu þeir að hætta við ferð til Norðurlands. ÞAÐ voru merkileg tímamót, þegar ÆSKAN hóf göngu sína 5. okt. árið 1897. Með útgáfu hennar var fyrir alvöru farið að viðurkenna hér á landi þá þörf, að börn og unglingar fái lestrar efni við sitt hæfi. Tildrög að út- gáfu hennar voru þau, að Þor- varði Þorvalrðssyni, stórgæzlu- manni ungtemplara, höfðu bor- izt óskir frá ýmsum Góðtempl- arastúkum um að Stórstúkan gæfi út barnablað „til eflingar bindindi, góðu siðferði, framför um og menntun unglinga yfir höfuð.“ Stórstúkan veitti til fyr irtækisins 150 kr. og Æskan hljóp af stokkunum undir stjórn Sigurðar Júl. Jóhannessonar. Ritstjórinn var vinsælt skáld, einkum meðal æskulýðsins, og í för með sér valdi hann fræga rit höfunda af Norðurlöndum, svo sem H. C. Andersen, ævintýra- skáldið danska, og Zaharias Topelius, hið finnska skáld. En sögur og ævintýi þessara skálda urðu mjög vinsæl hér á landi eins og annars staðar. Það var því auðséð, að Æskan mundi ná vexti, hún dafnaði ár frá ári. Þó urðu ýmsir örðugleikar á vegi hennar, svo að hún svaf Þyrni- rósarsvefni í tvö ár, árin 1909 og 1920, vegna pappírsskorts. Hún er í raun og veru 72ja ára, en þessi tvö ár, sem hún svaf, telur hún ekki í ævi sinni og heldur því 70 ára afmæli sitt hátíðlegt á þessu hausti. Það sýnir bezt, hve mikilla vinsælda Æskan nýtur meðal æsku landsins, að blaðið er í dag prentað í 16 þúsund eintök- um, og mun láta nærri, að 75000 manna lesi það. Mun þetta vera hæsta kaupendatala, sem nokk- urt barnablað hefur nokkru sinni haft hér á landi og met á öllum Norðurlöndum hjá barna blaði, þegar miðað er við fólks- fjöldann. Árið 1930 hóf Æskan útgáfu á unglingabókum sínum og hefur gefið út síðan yfir 170 bækur. Bækur Æskunnar hafa jafnan átt miklum vinsældum að fagna meðal barna, enda hefur ekkert verið sparað til að gefa út svo góðai' og vandaðar bækur að frá gangi, sem bezt má verða. Fyrsta bókin, sem Æskan gaf út, var Sögui' Æskunnar eftir Sigurð Júl. Jóhannesson, fyrsta ritstj. blaðsins. Á þessu hausti mun blaðið gefa út 8 bækur fyrir börn og unglinga. Eins og áður er sagt kom fyrsta tölublað Æskunnar út 5. okt. árið 1897. Var það blað í mjög litlu broti og aðeins 4 síð- ur að stærð, en nú er hvert blað milli 50 og 60 blaðsíður og auk þess farið að prenta það í litum í offsetprentvél. Æskan er nú stærsta og fjöl- breyttasta barna- og unglinga- blaðið á íslandi. Hún flytur ávallt mikið af hollum fróðleik, innlendum og erlendum, og öðru skemmtilegu lestrarefni við hæfi barna og unglinga. Margir þjóðkunnir menn hafa haft með höndum ritstjórn Æsk unnar í þessi 70 ár, en síðustu 12 árin hefur Grímur Engilberts annazt ritstjórnina, en framkv. stjóri er Kristján Guðmundsson og útbreiðslustjóri Finnbogi Júlíusson. □ SJALDGÆFT TÆKIFÆRI BLAÐIÐ hefur fregnað, að í stórbyggingunni Amaro á Akur eyri sé heil hæð laus og til leigu. TONLEIKAHALD A AKUREYRI (Framhald af blaðsíðu 4) vara þannig að hæfilegur tími næði að líða á milli og ekkert rækist á. í Akureyrarkirkju ættu a. m. k. einir orgeltónleik- ar að vera árviss viðburður. Það þyrfti elcki ævinlega að leita ýkjalangt til fanga. Við eigum ýmsa góða listamenn í röðum íslenzkra orgelleikara. í annan stað sýnist hér eðli- legt að gera ráð fyrir því, að í kirkjunni gætu árlega farið fram tónleikar þar sem flutt Tvímenningskeppni B. A. er lokið Sveitakeppni hefst 11. nóvember næstkomandi TVÍMENNINGKEPPNI B. A. lauk sl. þriðjudagskvöld. Spil- aðar voru 4 umferðir. Keppnin var hörð og mjög skemmtileg. Bræðurnir Ármann og Halldói' Helgasynir sigruðu, annars er röð efstu manna þessi: stig 1. Ármann — Halldór 977 2. Hörðui' — Ragnar 972 3. Mikael — Sigurbjörn 935 4. Dísa — Rósa 932 5. Guðm. — Haraldur 909 6. Gunnl. — Magnús 906 7. Alfreð — Guðm. 871 8. Soffía — Angantýr 870 9. Júlíus — Sveinn 869 10. Oðinn — Adam 865 11. Baldur — Sveinbjörn 859 12. Pétur — Sigurður Oli 855 13. Karl — Rafn 855 Meðalárangur út úr keppn- inni voru 840 stig, spilað var í tveim 16 para riðlum. Siglfirzkir bridgemenn komu í heimsókn til Akureyrar fyrir skömmu og spiluðu við heima- menn, er þetta árleg bæjar- keppni. Siglfirðingar sigruðu, hlutu 97 stig gegn 81. Þrjár sveitir spiluðu frá hvorum aðila. Næsta keppni Bridgefélags Akureyrar, sveitakeppni, hefst þriðjdaginn 11. nóvember. Spil- að verður bæði í meistaraflokki og 1. flokki, og er öllum heimil þátttaka. Tilkynna þarf þátt- töku til stjórnar B. A. ekki seinna en 10. nóvember. Spilað verður að Bjargi á þriðjudags- kvöldum kl. 8. væri kirkjutónlist frá ýmsum tímum. Af nógu er að taka, og væri sömuleiðis miðað við, að flytjendur væru bæði söngvarar og hljóðfæraleikarar. Það er kunnara en frá þurfi að segja hver vinna liggur að baki tónleikum sem þeim, er nefndir voru í upphafi þessa spjalls. Það sýnist vera heldur slæm nýting á góðum kröftum, að einungis einn staður á landinu verði aðnjótandi. Framtak þessa tónlistarfólks er í hæsta máta lofsvert m. a. fyrir þær sakir, að kirkjutónlist skipar hér á landi hvergi nærri þann sess, sem henni ber, innan ramma venjulegs tónleikahalds. Einnig hefur það komið glöggt í ljós, að tímabil hinnar merkilegu baroktónlistar hefur verið mjög afrækt á efnisskrám tónleika. Hafa ýmsir þeir, sem um tón- listarmál rita þai' syðra einmitt bent á þetta. Svo vikið sé aftur að okkar málum hér nyrðra, væri fróðlegt að frétta af því, hvort mönnum finnst ekki, að einhverra úrbóta sé þörf í tón- listarmálum okkar hér á staðn- um, hvort mönnum sýnist ekki rétt að fara nú að hugsa til skipulagðra framkvæmda í þeim efnum. Eða eigum við að halda áfram að hjakka í sama fari deyfðar og stefnuleysis í tónlistarmál- um? ~ Kunna menn því farinu bezt? S. G. Hér í bæ er mikið um það rætt, að unglingar innan 18 ára ald- urs hafi miður góða aðstöðu til tómstundastarfa og skemmtana halds, þótt nokkuð hafi verið unnið í þá átt. Til athugunar væri fyrir bæj- arfélagið eða aðra sterka aðila, að leita efth' leigu í nefndu hús- næði til að bæta úr þessari þörf. Mætti hugsa sér samkomuhald þar undir ströngu eftirliti fyrir vissa og tiltekna aldursflokka í senn, og þar yrði að sjálfsögðu að útiloka vín algerlega. Þar væri hægt m. a. að halda skóla- dansleiki o. s. frv. Auk þessa virðist þetta hús- næði geta þjónað sýningaþörf- um og öðrum, sem ekki eru bundnar unglingum. Vera má, að bæjarfélagið, með sitt æskulýðsráð gæti haft samvinnu um húsnæðið við ýmis félög í bænum, einkum félög ungs fólks, sem sjálf gætu í senn verið veitendur og þiggj- endur í þeirri tilraun í menn- ingarátt, sem þarf að vera fyrsta boðorðið í auknu æskulýðs- starfi. Urn kostnaðarhliðina verður ekki rætt hér. En eflaust er slíkt húsnæði og hér um ræðir, dýrt. Dýrt er einnig að búa við þá aðstöðu, sem ekki mætir þeirri þörf, er kallar á úrbætur í félagslegri aðstöðu unga fólks- ins, sem viðurkennt er að koma þurfi. Og það er e. t. v. dýrara en allt annað. Dagur væntir þess eins í þessu máli, að nefndir mögu- leikar séu nú þegar athugaðii', því óvíst er, að annað svipað tækifæri bjóðist í bráðina. Þá má dæma hugmyndina úr leik, þegar helztu staðreyndir liggja fyrir, ef neikvæðar eru. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.