Dagur - 10.12.1969, Side 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Siniar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Vilum hverju við
sleppum - en ekki
hvað við hreppum
TILLOGU þeirri frá ríkisstjórninni
um inngöngu íslands í EFTA, fylgir
löng greinargerð eftir Guðmund
Magnússon prófessor, sem hann lief-
ur samið fyrir iðnaðarmálaráðuneyt-
ið og nefnist „íslenzkur iðnaður og
EFTA.“
Þetta er ca. 130 blaðsíðna bók í
fræðimannastíl og nokkuð torskilin
leikmönnum í hagfræði. En í upp-
hafi hennar er efni hennar dregið
saman á fáum blaðsíðunr í tölusett-
um minnisatiiðum. Þar segir pró-
fessorinn í lokin: „Niðurstöður rann
sóknar minnar hníga að því að iðn-
þróun muni eflast með aðild að
EFTA með þeirri samningsgerð, sem
nú er kostur á.“
Þessum „niðurstöðum“ fylgir þó
svohljóðandi fyrirvari á öðrum stað
í efnisútdrættinum:
„Það er auðveldara að sjá hverju
við sleppum en hvað við hreppum á
mörgum sviðum, því það er ekki á
eins manns færi að kveða upp úr
með, hvaða útflutning við getum
stundað.“
Þessi fyrirvari prófessorsins hefur
vakið athygli. Hann sýnir m. a. að
það er ekki nema von, að almenn-
ingi geti veitzt örðugt að skapa sér
skoðun á þessu máli að svo stöddu.
Hjá mörgum vúkur hann líka þá
hugsun, að áður en gengið yrði í
EFTA, þyrfti að gera íslenzka iðn-
þróunaráætlun, og þar þyrftu inarg-
ir, bæði hagfræðingar og þeir sem
einhverja reynslu hafa í iðnaðar- og
markaðsmálum, að leggja hönd að
verki.
Um inngöngu íslands í EFTA
virðast sumir liugsa sem svo: Annað
hvort strax eða aldrei! En til þess eru
milliríkjasamningar, sem kostur er
á, lagðir fyrir löggjafarþing hér og
annarsstaðar, að fulltrúar þjóðarinn-
ar geri sér grein fyrir efni þeirra og
afleiðingum og hafi þó sjálfir ráð-
rúm til að gera þær athuganir og
hafa um það samráð við aðra, er þeir
telja nauðsynlegt.
Margir spyrja nú: Hvaða iðnaður
íslenzkur er hægt að selja til EFTA-
landa? Og einnig: Er hægt að lækka
tolla af vörum frá EFTA-löndum án
þess að lækka jafnframt samskonar
vörur frá öðrum löndum, sem nú
kaupa mikið af útflutningsvörum ís-
lendinga? □
SNORRI SIGFUSSON:
Ferðiii frá Brekku, II
Iðunn, Reykjavík 1969
í ÞESSIJ öðru bindi af sjálfs-
ævisögu Snorra Sigfússonar
segir frá skólastjórastarfi hans á
Flateyri við Önundarfjörð og
margvíslegum störfum öðrum.
Því að auk skólastarfanna, sem
hann hafði jafnan brennandi
áhuga fyrir, kom hann víða við
sögu í félagsmálum sem hrepps
nefndaroddviti, sóknamefndar-
maður, söngmaður, bindindis-
frömuður og síldarmatsmaður,
Snorri Sigfússon.
auk þess sem hann plægði kú-
fisk, fékkst við búskap og slapp
nauðulega frá því að verða
bankastjóri. Þá vann hann með
miklum áhuga að stjómmálum.
Hvarvetna var mikið líf í tusk-
unum í kringum hann, enda var
hann sjálfur manna glaðastur
og hinn öruggasti til fram-
kvaemda. Er þessi bók eins og
hin fyrri fjörlega skrifuð, og
brestur höfundinn hvergi at-
orku né áhuga að rekja sinn fjöl
skrúðuga minnissjóð.
Skemmtileg er sagan um að-
draganda alþingiskosninganna
1923, þegar Ásgeir Ásgeirsson
forseti var fyrst kosinn á þing.
Höfundurinn hafði verið feng-
inn til að syngja á sarhkomu
inni í Dýrafjarðarbotni gegn lof
orði um að honum skyldi verða
skilað seinna um daginn út að
Gemlufalli, þar sem fundur
skyldi hefjast á ákveðnum tíma
um framboð. Vél bátsins bilaði,
að því er haldið var „eftir áætl-
un“, og tók þá Snorri það til
ráðs að hann hljóp út með Dýra
firði norðanverðum allt til
Lambadals og náði þar hrossi
og kom í tíma til fundarins.
Móti Ásgeiri var í framboði
mikil kempa: Guðjón frá Ljúfu
stöðum, og þótti hinum eldri
mönnum sumum óviturlegt að
hafna þessum gamalreynda þing
manni og kjósa ungan mann og
óreyndan, líkt og óskrifuð póesi
bók væri tekin fram yfir Eddu.
En Vestfirðingar fylktu sér
samt sem áður um Ásgeir og
fylgdu honum æ síðan með fá-
gætum drengskap, hvernig sem
sjólagið var í stjórnmálunum
um áratugi.
Fjöldi manna kemur við sögu
í þessari endui'minningabók,
ekki aðeins um Önundarfjörð
og Flateyri, þar sem staldrað er
víð svo að segja á hverjum bæ,
heldur og víðs vegar um Vest-
firði, og dregur höf. upp af
þeim skýrar og eftirminnilegar
myndir. Eru umsagnir hans
margar hinar merkustu og vil
ég skjóta því hér inn, af því að
slíkt vill stundum gleymast í
bókum eins og þessum, að æski
legt væri að hafa með síðasta
bindinu nafnaskrá yfir allt verk
ið. Prýða og ritið fjölda margar
mannamyndir. Er hér miklu
efni þjappað saman og skil-
merkilega greint frá mörgum
þeim atburðum, er gerðust á
þessum árum vestra og sögu-
gildi hafa.
Það lýsir höfundinum vel, er
hann segir í foimála, að sumurn
kunni ef til vill að þykja hann
bera of mikið lof á samferða-
■menn sína. Hafi hann jafnan
haft opnari augu fyrir því, sem
vel var um náungann en hinu,
sem ef til vill mátti að honum
finna, enda talið minni ástæðu
til að tíunda það. Þessi skemmti
lega athugasemd mætti verða
mörgum til fyrirmyndar, sem
langminnugastir eru á það, sem
æskilegast er að gleyma. Og
þessi er efalaust líka ástæðan
fyrh' því, hversu vel höfundur-
inn hefur varðveitt gleði sína
og sálarfjör, og hversu bjart er
enn yfir honum, þó að nokkuð
sé liðið á daginn.
Bókin er harla vel prentuð og
úr garði gerð. Það er sérlega vel
til fallið að birda hina fögru
hlífðarkápu með bókinni, og svo
ætti að gera ætíð, ef vel er til
vandað. Er bókin efcki framar
heil, þegar kápan er orðin ónýt
og af henni slitin, eins og oft
vill verða.
Benjamín Kristjánsson.
Ákureyringar komu meðbikarinn
(Framhald af blaðsíðu 1)
framlengdum leik skoraði Kári
Árnason.
Þetta var 10. Bikarkeppni
KSÍ og fyrsti úrslitasigur Akur-
eyringa í þeirri keppni. — Til
hamingju, knattspyrnumenn.
BLAÐIÐ spurði Harald M. Sig-
urðsson íþróttakennara um
úrslitaleik Akurnesinga og Ak-
ureyringa í Bikarkeppninni, er
fram fór á Melavellinum í
Reykjavík á sunnudaginn.
Hann sagði efnislega á þessa
leið:
Þetta var mjög spennandi
leikur frá upphafi til enda og
jókst spennan auðvitað um all-
an helming, er liðin skildu jöfn
í leikslok 2:2. — Dómari var
Valur Benediktsson.
Akureyringar hófu leikinn og
má um þá segja, að þeir lágu
ékki á liði sínu, voru sívinnandi
og á mikilli hreyfingu, og þeir
náðu oft þessum ágæta og hnit-
miðaða samleik. Leikur þeirra
minnti mig mjög á leikinn við
Keflvíkinga hér á Akureyri í
sumar. Völlurinn var f rosinn og
á pörtum mjög háll. Veðui' var
gott.
Akurnesingar gerðu fyrsta
markið á þrettándu mínútu
fyrri hálfleiks og var þar að
verki Matthías Hallgrímsson,
mjög efnilegur knattspymumað
ur þeirra Skagamanna. Síðan
Tvær Setbergsbækur
ROBERT KENNEDY heitir ný-
útkomin ævisaga, rituð af Gylfa
Gröndal en Setberg, Reykjavík
gefur út.
Saga Kennedy-bræðranna er
hin merkilegasta og á sér vart
hliðstæðu. Bók um Robert mun
því mörgum kærkomin, þótt
mangt hafi verið um hann ritað.
Bókin um Robert Kennedy er
yfir 230 blaðsíður og skiptist í
23 kafla. Hún er saga um kjai'k-
mikinn og drenglyndan hug-
sjónamann, sem féll, eins og for
Hrakf allabálkur
SVO heitir nýútkomin bók eftir
Rósberg G. Snædal rithöfund á
Akureyri, en Skjaldborg s.f. gef
ur bók þessa út. Hún er 160
blaðsíður með viðauka og
mannanafnaskrá og er tíunda
bók höfundar.
Békin, sem ber þetta lítt að-
'laðandi nafn, fjallar um slys-
farir, harðindi og önnur ótíð-
indi í Húnaþingi á árunum
1600—1850.
í .formála segir höf., að hér
sé um að ræða alþýðlegt rit en
ekki sagnfræði. Mætti ekki síð-
ar kalla bókina annál, því frá-
sagnir eru stuttar og á mörg
mið er leitað til aðdrátta. Marg-
ur fróðleikur er í bók þessari og
eru margir atburðirnir efni í
lengri, eða jafnvel langar rit-
smíðar. En því miður njóta góð-
ir rithöfundahæfileikar Rós-
setinn bróðir hans, fyrir morð-
ingja hendi. Sagan er hin læsi-
legasta, prentun og band hið
snyrtilegasta.
Undir Jökli eftir Árna Óla rit
höfund, segir sögu, sagnir og frá
furðum náttúrunnar á Snæfells
nesi á 250 blaðsíðum og er bók-
in auk þess skreytt myndum.
Þarna er af miklu að taka, sögu
maður fróður og vanur að halda
á penna og er bókin vottur þess.
Snæfellsnes, þessi mjói fjall-
garður, sem teygir sig 80 km.
vestur í haf, er sérstætt sögu-
svið, náttúra þess voldug, nán-
ast kyngimögnuð, auk þess að
vera fögur og fjölskrúðug. En
bókin fjallar einkum um það
svæði, sem nefnist „undir
Jökli“, sem er vestasti hluti
Snæfellsness.
□
Rósberg G. Snædal.
bergs sín hér ekki eins vel og í
ýmsum fyrri bókum hans, þar
sem frásagnarhæfileikum eru
aðrar og minni skorður settar.
- JOLAVERZL. HAFIN
(Framhald af blaðsíðu 1)
markaðri kaupgetu fólks en
áður.
Iðnaðarvörur KEA seljast
mjög vel víða um land og greið-
ar samgöngur á landi eru góðar.
Þó urðum við fyrir því óhappi,
að fulllestaður bíll með iðnvör-
ur héðan frá verksmiðjum KEA
og SÍS rann út af vegi í Norður
árdal í Borgarfirði í mikilli
hálku. Verið er að kanna
skemmdir.
Snæfell selur í Bretlandi á
morgun, yfii' 50 tonn af fiski,
þar af verulegur hluti koli. □
skiptust liðin á frumkvæði fyrri
hálfleik til enda. Staðan var
ekki glæsileg, 1:0.
Þegar tíu mínútur voru liðn-
ar af síðari hálfleik gerðu Skaga
menn annað mark sitt og var
þár að verki Teitur Þórðarson
og má kalla það hálfgert klúður
mark. Kvennakór af Akranesi
hvatti sína menn óspart, bæði
í bundnu og óbundnu máli, en
við, Akureyringarnir og aðrir
norðanmenn, sem þarna vorum,
voruni naumast nógu vongóðir
eins og á stóð og vorurn nú hálf
vegis farnir áð reikna með tapi
ÍBA-liðsins. En þá snérist gæfu
hjólið í „rétta“ átt. Magnús
Jónatansson fyrirliði ÍBA af-
greiddi knöttinn í net þeirra
sunnanmanna og var það óverj
andi skot af alllöngu færi. Færð
ist nú líf í leikinn og ekki sízt í
áhorfendur að norðan, sem
reyndust nú hvorki raddlausir
eða áhugalausir, svo ekki mun
hafa hallazt á um hvatningar-
orðin. Fimm mínútum síðar
náði Kári boltanum og setti þeg
ar á fulla ferð í átt að marki
Akurnesinganna, með tvo fót-
fráa Skagamenn á hælunum, og
á glerhálum svellglotta gaf
hann boltann nú allt í einu aft-
ur fyrir sig til Valsteins, sem
þegar sendi hann til Eyjólfs, er
■skallaði hann með ágætum í
vinstra horn marksins. Þessi
samleikur þriggja manna var
alveg meistaralegur og svo hnit
miðaður, að hvergi skeikaði,
þótt aðstæður væru erfiðar.
Nú var staðan 2:2, við vorum
orðnir ákaflega spenntir, norð-
anmennimir og létum það
óspart í ljósi. Tækifæri buðust
báðum liðum, en notuðust ekki,
eins og þegai- Magnús skallaði í
stöng, Valsteinn skaut í þver-
slá o. s. frv., en sunnanmenn
áttu einnig sín tækifæri. Leikn-
um lauk með jafntefli. En nú
varð að leika til úrslita og var
leikurinn því framlengdur um
30 mínútur. Enn var sama
spennan og ekki minni en áður.
í fimrn mínútur skiptist á vörn
og sókn, en á sjöttu mínútunni
gaf Sævar knöttinn fram til
Kára, sem þegar brunaði fram,
með sínum kunna hlaupahraða
og náði að skjóta fram hjá mark
manninum, sem þegar hafði
hlaupið fram á móti knettinum.
Boltinn skall í innanverða stöng
ina og þaðan í netið. 3:2 fyrir
Akureyri. Nú reið á að halda
þessari stöðu eða gera jafnvel
eitt miark enn, en hvorugu lið-
inu tókst að skora. Akureyring-
ar gengu með sigur af hólmi og
það var sætur sigur.
Beztu menn hjá Akraneslið-
inu tel ég vera þá 'Teit Þórðar-
son og Þröst Stefánsson, en
erfiðara er að dæma um okkar
menn. Þeir voru jafnari nú en
oftast áður, léttir og hreyfan-
legir. Þar var enginn veikur
lilékkur. ■
Framundan eru nú fjórir leik
ir við íslandsmelstarana, Kefl-
víkinga. Fara tveir þeirra fi'am
á Akureyri en tveir í Keflavík,
og eiga þeir að fara fram á
fyrstu þrem mánuðum ársins.
Æfingai- eru því framundan og
ekkert hlé, segir Haraldur M.
Sigurðsson að lokum. □
5
Árni Jónasson
FRÁ STEINKOTI
HINZTA KVEÐJA TIL AFA, FRÁ ÁRNA,
SIGFRÍÐI OG SIGRÚNU
Kveðjum heitt í hinzta sinni
herrann leiðir þig til sín,
aldrei gleymum elsku þinni
englar Drottins gæti þín.
Hjartans þakkir elsku afi
um þig sveipast náðarlín.
Það er eins og ennþá stafi
engilljóma á sporin þín.
A friðar landi ljós þér skína
að loknu starfi, sofðu rótt.
fyrir alla elsku þína
ástar þakkir, góða nótt.
KVEÐJA FRÁ JÓHANNI ANGANTÝSSYNI
OG GUÐRÚNU JÓHANNSDÓTTUR
OG FJÖLSKYLDUM
Þetta er innileg þakklætis kveðja
þessa síðustu skilnáðarstund.
Kæri vinur þú vildir okkur gleðja
vertu sæll, nú er harmur í lund.
Bjart frá hæðum mun ljós guðs þér lýsa
lyftist blæja frá augunum tveim.
Englar drottins er veginn hér vísa
eru vinir sem fylgja þér heim.
H. J.
KVEÐJA FRÁ FJÖLSKYLDUNNI f VALLHOLTI
Við þökkum þér alla þá ánægju stund
okkur var kynning þín gróði.
Nú hcldur þú vinur á frelsarans fund
friður guðs sé með þér góði.
Frelsarinn réttir þér fagnandi hönd
í faðm sinn þig tekur sem bróðir.
Á himnum þú sérð yfir sólbjarta strönd
því svona er Drottinn vor góður.
Við kveðjum þig vinur í síðasta sinn
með söknuð og minning í hjarta.
Lýsi svo ætíð á legstaðinn þinn
ljósið guðs himneska og bjarta.
Þig venzlamenn kveðja og vinimir heitt
og votta þér þökk fyrir árin.
Þig hefur Drottinn í ljóssali leitt
við lítrnn þitt bros gegnum tárin.
Halldór Jónsson.
Bókin sem aldrei var rituð
í BRÉFI til Halldórs Friðriks-
sonar yfirkennara, rituðu í
Kaupmannahöfn 15. ágúst 1874,
kemst Jón Sigurðsson svo að’
orði:
„Vilt þú ekki styrkja til þess,
að Sveinn Sveinsson gæti verið
hér í vetur og komist til að sjá
búnaðarskóla, verkfæri etc.?
Hann gæti fengið 100 rd. hjá
Landbúst (j órnar ) -f él aginu.
Gæti þitt félag lagt til 100 rd.
FYRRI GREIN
og stjórnin svo sem 200 rd., þá
gæti það gengið. Blessaður,
gerðu hvað þú getur til þess.“
Með orðunum „þitt félag“, á
Jón auðvitað við Búnaðarfélag
suðuramtsins, þar eð Halldór
var þá forseti þess. En Halldór
vissi öll deili á Sveini, er að til-
stuðlun dönsku stjórnarinnar
og stiptsamtmanns hafði þá tek
ið til starfa hjá félaginu.
Eitthvað niun Halldór Frið-
riksson hafa látið Jón forseta á
sér skilja, að sér findist mikils
■krafist Sveini til handa, því 26.
sept. 1874 skrifar Jón Halldóri
aftur um málið og segir svo:
„Hvernig getur þú talað, að
ásaka mig fyrir heimtufrekju.
Eg heimta ekkert, en ísland
heimtar einna fremst af öllu að
allt sé gjört jarðyrkjunni til'
framfara, sem gjört verður. Það
er ekki einungis til að „þefckja“
verkfæri, sem Sveinn byrfti að
vera hér, heldur til að taka sér
fram, til að sjá ýmislegt og geta
„fylgt með“, til að ljúka við rit-
gerð sina og til að standa fyrir
útbúnaði hennar, og svo fleira,
sem um væri að gjöra. Þú sér
það sjálfur, minn kæri, að með
öðru eins áhaldi og hingað til
hefir verið í þeim efnum enda
í Suðuramts húss- og (bústjdrn
ar)félagi, sem þó hefir gert
mest, þá gengur ekki neitt, og
Oskjuhlíð verður með sama
sandroki á næstu þúsund ára
hátíð einsog nú. Þú verður að
skrúfa Finsen, annaðhvort
dírekte til að veita nokkuð, eða
indírekte til að mæla með, því
eg skal gera allt hvað eg get. Þó
að þ"ið getið ekki drifið upp
nema 300 rd. nú jæja! þá það.“
Enn skrifar Jón um Svein í
bréfi til Halldórs dags. 12. marz
1975: „Sveinn Sveinsson hefir
gengið á fyrirlestra á landbún-
aðarskólanum og kynnzt við
prófessor Jörgensen, og sýnt
honum ritgjörðtí sínar og
skýrslur, sem Jörg. hefir líkað
vel. Eg held honum finnist
miklu meira til Sveins en hann
vænti, og hann hefir fengið 100
rd. hjá landbúst(jórnar)félag-
inu, en heldur er minna um und
irtektir íslenzku stjórnarinnar."
— Og síðar í sama bréfi:
„... skrifar hann (Sveinn)
líklega landshöfðingja og þá
væri nú vænt ef þú styrkttí
hann---------, svo hann gæti
fengið svo sem 100 dali til, og
svo nokkuð til verkfæra ef vel
væri, því þess þurfum við nauð-
synlega. Hann býr til uppdrætti
á ýmsum jarðyrkjuverkfærum,
sem eiga að fylgja kveri hans,
og eg ver til þess því sem eg
get, þó það fari yfir þá 200 íxl.
sem til þesskonar voru ætlaðtí
af félaginu, því eg álít öllu því
bezt varið, sem gengur til fram-
fara landbúnaðar og sjávarút-
vegs. Þú mátt með engu móti
telja efttí Sveini það sem hann
fær, því það er sannarlega ekki
of mikið, — “.
Enn ræðir Jón hið sama, í
bréfi til Torfa Bjamasonar,
dags. í Kaupmannahöfn 20.
marz 1875. Þar segir hann:
„Núna verður prentuð rit-
gjörð eítir Svein með uppdrátt-
um af helztu jarðyrkjuverkfær-
um, og vona eg hún veroi til
nokkurs gagns. Hér er nú sem
stendur ekki kostur á öðru
betra, en verður það kannske
. síðar, og bá er eg fús til að
. styrkja' það eftir megni. Beztu
verkfæri af þeim sem kunnug
Árni G. Eylands.
eru mega vera brúkanleg ef
menn leggja sig til m.eð það og
fá tilsögn. En það versta er, að
landar vorir kaupa heldur syk-
ur og kaffi og brennivín heldiur
en slífc verkfæri, og sarna er eg
hræddur um að verði urn önn.ur
ný, nema þér fáið þá til að
reyna þau af fprvitni.“
— x —
Það sem hér er í efni, er Jón
Sigurðsson stendur svo vel í
ístaðinu með Sveini Sveinssyni
— það gerði hann raunar bæði
fyrr og síðar — er sú staðreynd
að Sveinn sat við í Kaupmanna
höfn veturinn 1874—75, að
semja bækling — sem hann kall
ar svo — LeiSarvísir til að
þefckja og búa til hin almenn-
ustu Landbúnaðar verkfæri.
Með 58 uppdráttum. Bók þessa
gaf Þjóðvinafélagið út 1875, er
formáli Sveins fyrir bókinni dag
settur í Kaupmannahöfn 2. apríl
1875.
Lesmál bókarinnar er ekki
langt né mikið, 36 blaðsiður, en
uppdrætttínir eru metía til f rá-
sagnar, 58 uppdrættir á 5 stór-
um uppdráttablöðum. Allir eru
þetí mjög vel gerðir og augljóst
að mikil vinna hefir verið í þá
lögð, enda getur Jón forse.ti
þess — sjá hér að framan — að
til þeirra hafi verið ætlaðir 200
rd. og gefur um leið í skyn, að
sú upphæð muni ekki hrökkva
til.
Ekki er mér kunnugt hvað
upplag þessai-ar bókar Sveins
hefir verið stórt, né hvernig sala
hennar gekk, en svo mifcið er
víst að eftir 49 ár er hún enn
eigi uppseld hjá forlaginu —
Þjóðvinafélaginu. Það mun hafa
verið 1949 og 1950 sem ég keypti
þau 10—20 eintök af bókinni,
sem þá voru enn óseld. Notaði
ég þau til gjafa, flest erlendis.
En þótt þessi bók Sveins
Sveinssonar væri ekki rifin út,
verður ekki annað sagt með
■sanni, en að hún var allmerki-
legt rit, á sinni tíð.
— x —
Nú varð 75 ára hlé á, að ritað
væri um búnaðarverkfæri og
búvélar, svo orð færi af, að
minnsta kosti ekki í bókarformi.
En árið 1950 gefur Bókaútgáfa
Menningarsjóðs út bókina Bú-
vélar og ræktun, er ég hafði sett
saman. Þetta var allmikil bók,
476 bls. í stóru broti með 527
myndum. Bókin var unnin vet-
m-na 1947—48 og 1948—1949.
Að bók Sveins Sveinssonar frá
1875 ólastaðri, var Búvélar og
ræktun, auðvitað frumsmíð á
sínu sviði, og bar þess nokkur
merki.
Ekki veit óg með vissu hve
stórt upplag bókarinnar var,
hygg að það hafi verið eitthvað
nálægt 2500 eintök. Þannig
gætti bjartsýni við útgáfu bók-
■arinnar. Munaði þar mest um
Valtý Stefánsson, sem þá var
íormaður Menntamálaráðs, má
segja að það væri honum að
kenna eða þalcka að ég samdi
bókina og að hún kom út.
Bókin hlaut yfirleitt góða
dóma og seldist vel fyrsta sprett
inn. Mætir menn sfcrifuðu vin-
samlega um bókina, má til
nefna menn eins og Runólf
Sveinsson skólastjóra, Ólaf
Jónsson tilraunastjóra, Jónas
Jónsson frá Hriflu, Ásgetí
Bjarnason alþingismann, Jón
Sigurðsson á Reynistað, Finn
Jónsson alþisgismann, Snæ-
björn Jónsson rithöfund, Stein-
dór Steindórsson frá Hlöðum
o. fl.
Þó bar skugga á. Á leiðbein-
inga óg fræðavettvangi Búnað-
arfélags íslands var bókinni
fyrst tekið með þumbara-þögn,
en síðar með fullum fjandskap.
Raunar kom stuttur ritdómur
um Búvélar og ræktun í júní-
blaði Freys 1950, var þar slegið
úr og í ekki óvingjarnlega, en
síðar var um bætt og áréttað
heldur betur í Frey í maí—júní
1952. Þar kom hinn „stóri dóm-
ur“ um bókina Búvélar og rækt
un, sem ryðja átti til hliðar öllu
sem áður hafði verið skrifað og
sagt um þá bók, og forða bænd-
um frá að kaupa hana.
Dómurinn, sem er upp á nær
fjórar síður í blaðinu, smáletr-
aður, endar á þessum orðum:
„------yftíleitt hefir höfund-
urinn ekki valdið efninu. Mér
virðist bókin sem heild vera!
vansmíði, — fánýtt tildur, — og
minnir mig helzt á digurt, feysk
ið, en gljáfægt montprik, sem
veifað er út í bláinn.
Þrátt fj'rir hina góðu pósta,
tel ég að bókin væri betur órit-
uð. Meðal annars vegna þess,
að ég óttast að hún kvekki
bændur þannig, að þeir verði
fyrst um sinn, ennþá ófúsari en
áður til að kaupa búfræðileg rit,
er bjóðast kunna, þó að hagnýt-
ari verði um fróðleik.“
Já þannig hljóðandi dómur-
inn. En hér var meira i efni en
dómur einstaks fræðimanns,
ráðunauts hjá Búnaðarfélagi ís
lands. Dómurinn var ritaður í
marz 1951, en hann birtist ekki,
svo sem fyrr er sagt, fyrr en í
maí—júní blaði Freys 1.952. Birt
ing ritdómsins í fræða- og leið-
beiningamálgagni Búnaðarfé-
lags fslands var því á döfinni í
um 14 mánuði. Svo langan tíma
tók að athuga hvort höggið
skyldi látið ríða, á mér sem höf_
undi bókarinnar Búvélar og
ræktun, og forlaginu sem hafði
gerzt svo djarft að gefa bókina
út bændum til hi'emmingar. Um
þetta fjölluðu ekki aðeins höf-
undur ritdómsins og ritstjóri
Freys, þetta kom auðvitað einn-
ig til kasta útgáfunefndar
Freys, stjórnar Búnaðarfélags fs
lands og búnaðarmálastjóra.
Alls var þetta þannig 7 manna
hæstiréttur auk sækjandans, rit
dómarans. Margt hefir orðið
undan að láta fyrir því sem
minna var.
Ritdómur þessi kom of seint
til að gtíða fyrtí sölu bókar-
innar, því að obbinn af upplag-
inu seldist á fyrsta ári, en nærri
má g'eta, að slíkur vitnisburður
forráðamanna B. í. dróg úr
(Framhald á blaðsíðu 2)
\