Dagur - 28.01.1970, Síða 4

Dagur - 28.01.1970, Síða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Breiðholtsáætlun og byggingarkostnaður HRAÐVAXANDI byggingarkosnað ur hefur átt drjúgan þátt í því, hve dýrtíðin hefur aukizt hröðum skref- um á liðnum árum. Með það í huga er ekki seinna vænna að taka til gaumgæflegrar adiugunar á hveni hátt er hægt að hamla móti þessum mikla byggingarkosnaði. Virðist ein- sýnt, að þeir sein byggja ódýrt, mið- að við gæði, eigi að sitja fyrir lóðum og fjánnagni, enda er það eina sýni- lega leiðin til lækkunar. Þegar Breiðholtsáætlunin var gerð fyrir Reykjavík á sínum tíma var að því stefnt, að því er sagt var, að lækka byggingarkostnaðinn með fjöldaframleiðslu íbúðarhúsnæðis. Nú er það almenn skoðun, ekki sízt meðal iðnaðannanna, að Breiðholts- íbúðirnar hafi orðið enn dýrari en íbúðir byggðar af einstaklingum á sama tíma og auk þess séu Breið- holtsíbúðimar meira og minna gall- aðar. Það er ennfremur talið, að ýmis byggingasamvinnufélög hafi byggt fullkomlega sambærilegar íbúðir við Breiðholtsbyggingamar fyrir allt að 33% minna verð. En til þessara Breiðlioltsíbúða hefur verið lánað mun meira fé en annarra íbúða lijá Húsnæðismála- stjóm og kemur það niður á lán- veitingum annarsstaðar. Stefán Valgeirsson, Ingvar Gísla- son o. fl. Framsóknarmenn hafa nú lagt fram tillögu þess efnis, að Al- þingi láti gera athugun á byggingar- kostnaði íbúðarhúsnæðis í landinu og þannig upplýst, hvaða aðilar hafi náð beztum árangri, hvað verð og gæði snertir. Stefán gat jiess í framsöguræðu 21. jan. sl. að kostnaður við byggingar íbúða hér á landi værí, samkv. opin- berum skýrslum, helmingi hærri hluti af tekjum manna en annars- staðar á Norðurlöndum þrátt fyrír skýr fyrirmæli í lögum um Húsnæðis málastjórn ríkisins, um að stofnunin eigi að vinna að umbótum í bygg- ingarmálum og lækkun á byggingar- kostnaði, hefur þessum málum ekki verið sinnt sem skyldi enn sem kom- ið er. Öllum ætti að vera það áhuga- mál, að það sé kannað hvað sannast er í þessum málum og staðið sé að byggingu íbúðarhúsnæðis á þann hátt, að sem mest fáist fyrir það tak- markaða fé, sem þjóðin hefur efni á að leggja í það á ári hverju. □ | Svava Jónsdóttir leildcona í DAG 23. janúar verður mér hugsað til minnar kæru vin- konu, frú Svövu Jónsdóttur leikkonu. Hér í Fjörunni var hún borin í þenna hekn 23. janúar 1884. En þ. 15. des. sl. lézt hún eftir hálfs mánaðar legu og uppskurð á Landsspítal anum. Var það hennar fyrsta og síðasta sjúkrahúsvist. Þetta var erfiður hálfur mánuður, en hún mætti því, sem að höndum bar með hetjuskap og fékk hægt og friðsælt andlát. Þann 29. s. m. var hún jarðsett hér á Akur- eyri við hlið manns síns, Bald- vins Jónssonar verzlunarstjóra, sem lézt 1941. Öll börn hennar og þrjú barnabörn, öll búsett á Suðurlandi, fylgdu henni til grafar. Eyjafjörður gat ekki teikið betur á móti þessari merkuj dótt ur sinni. Náttúran var öll í dýr- legu jólaskarti, blæjalogn, feg- urð og friður hvert sem litið var. Garðurinn á Höfðanum líktist ævintýralandi í hinum ghtrandi hvíta 'hjúpi. Athöfnin í kirkjunni var áhrifamikil helgistund. Blómin úr gróðurreitum Hauks sonar hennar fögur og fersk. Ljósa- dýrð, fagur söngur Geysisfélaga og orgelleikur Jakobs Tryggva- sonar, og snilldargóð ræða séra Péturs. Að útför lökinni voru aðstand endur kvaddir að Hótel KEA í boði Leikfélags Akureyrar og Zontaklúbbsins og sama kvöld fengu þau gott flugveður suður. Eftir að frú Svava missti mann sinn hefir hún átt heima hjá börnum sínum. Um margi-a ára bii hér á Akureyri hjá frú Maju dóttur sinni og manni hennar, Sigurði L. Pálssyni menntaskólakennara, sem lát- inn er fyrir nokkrum árum. Eitt ár var hún í heimsókn hjá syni sínum Otto Jóni og fjölskyldu hans í Ameríku, en síðan hjá Bimu og manni hennar Gunn- ari Magnússyni í Hveragerði og þar var Haukur og hans fjöl- skylda í næsta húsi, en síðustu árin í Þorlákshöfn, en þangað fluttu frú Bh-na og Gunnar og frú Svava með þeim. Frú Jonna og hennar maðua- búa í Hafnar- firði, Hjördís Baldvins býr í Reykjavík. Frú Maja Baldvins er líka flutt til Rvíkur og sömu- leiðis Otto Jón Baldvins. Frú Svava Jónsdóttir var af góðu bergi brotin. Faðir hennai-, Jón Chr. Stephánsson timbur- meistari og dannebrogsmaður var einn af meiikustu borgurum bæjarins, síðustu áratugi 19. ‘aldai-innar og fram á þessa öild (1829—1910), var bæjarfulltrúi í 14 ár og gegndi jafnframt ýms- um öðrum trúnaðarstörfum bæj arins. Kirkjuna okkar í Fjör- unni by-ggði hann. Þegar trjá- ræktai-stöðin var sett sunnan við kirkjuna um aldamótin, tók hann að sér alla umsjón og gæzlu hennar. Jón Chr. Steph- ánsson var tvígiftur. Fyrri kona hans, Þorgerður, var dóttir Björns ritstjóra (Fróða) Jóns- sonar. Eiganda fyrstu prent- smiðju á Akureyri. Þau eign- uðust einn son, sem Olafur hét og var talinn músik séní. Hann veiktist af lungnabólgu nýkom- inn frá námi í píanó og orgel- leik í Reykjavík. Upp úr þessu veiktist hann af berklum og lézt 20 ára gamall. En skömmu áður hafði frú Þorgerður dáið, svo þetta voru miklir harmatímar hjá Jóni Stephánssyni. Um þrem árum síðar giftist hann aftur ágæti’i konu, Krist- jönu Magnúsdóttur skipstj. Jóns sonar. Bróðir hennar, Páll Magnússon, var leikari og ágæt ur söngmaður. Listrænt fólk í báðum ættum. Svava var einka barn foreldra sinna. Þegar séra Matthías Jochums son fluttist frá Odda á Rangár- völlum til Akureyrar, keypti hann næsta hús norðan við hús Jóns Stephánssonar. Börn séra Matthíasar voru á svipuðum aldri og Svava og eignaðist hún þarna heilan hóp leiksystkina. Hefir frú Svava sagt mér margt skemmtilegt frá þessum áru(:n, leikjum á balanum milli hús- anna eða i fjörunni. Þar voru óþrjótandi skemmtileg viðfangs efni. Ekki leið á löngu áður en þau fóru að leika, Svava og böm séra Matthíasar. Urðu þau fyrir miklulm áhrifum af leik- sýningu 1890, sem haldin var á þúsund ára minningarhátíð land nárns Helga magra í Eyjafirði, hét leikurinn „Helgi magri“ og var eftir séra Matthías. Helzta fólk bæjarins lék eða undirbjó þessa merku sýningu, sem frú Svava hefir sagt mér að hafi haft mest áhrif á sig af öllum leiksýningum, sem hún hefði séð. Mamma hennar saumaði alla búninga, sem voru mjög vand- aðir, úr silki, flaueli og fínasta klæði og faðir hennar sá u(m alla smíði fyrir leiksviðið. Svo þetta hefh- allt orðið henni mjög nátengt og minnisstætt. Frú Svava taldi sín fyrstu spor „á fjölunum" hafi verið í skrifstofu séra Matthíasar, er þær Þóra, Halldóra og Eh'n Matthíasdætur ásamt Svövu, léku Strikið eftir Pál Jónsson (síðar Árdal). Öllu var rutt úr svefnherbergi prestshjónanna, sem var næsta herbergi við skrifstofuna og þar settir bekkir og stólar. Kennarar bai-naskól- ans voru boðnir, en öðním seld- ur aðgangur á 5 aura. Raunar greiddu bara tveir og voru það húsráðendur. Auðvitað var leik ið fyrir fullu húsi. Og fleiri leik rit voru leikin af þeim vinkon- unum. Prestshúsið varð hennar annað heimili og urðu þau kynni þeim öllum ái-eiðanlega mjög dýrmæt, er fram liðu stundir. Svava var einbimi og ástæð- ur góðar, að veita henni alla þá menntun, sem ungri stúlku: þeirra tíma mátti að gagni koma. Hún var líka stórgáfuð og bókhneigð, enda sílesandi góðar bókmenntir alla ævi. Hún sagði mér að frú Anna Stephen sen hefði farið að kenna henni og Maríu kjördóttur sinni ensku þegar þær voru 5 ára. Enda var frú Svava ágætlega að sér í enskri tungu, talaði hana og las allt að því eins og móðurmálið. Um aldamótin var hún í Kvennaskólanum á Aku.reyri (áður Laugalandsskóla). Þá var sú fjölmenntaða gáfukona frk. Ingibjörg Torfadóttir frá Ólafs- dal skólastjóri kvennaskólans. Á árunum 1902—3 var Svava í skóla í Kaupmannahöfn. En þar voru búsettar tvær móðursystur hennar, Kristín og Ólína Magn- úsdætur, sem hefir verið gott að koma til. í dvöl sinni í KaUp mannahöfn sá frú Svava marg- ar góðar leiksýningar. Þá Sá hún t. d. á leiksviði Herold, Olaf Paulsen og Odu Níelsen o. fl. fræga leikara. Einnig heyrði hún fræga leikara lesa upp, þeirra á meðal var Martin Niel- sen forstjóri Dagmarleikhússins, sem eitt kvöld heimsótti skól- ann og las Ambrosius fyrir nem ana. En seinna átti hún eftir sjálf að leika á móti Adam Paul sen í þessu leikriti. Eftir heirn- komuna tók hún fulilan þátt í leikhússtarfinu á Akureyri allt til ársins 1914. Skömmu eftir heimkomuna giftist Svava Baldvini Jónssyni verzlunarmanni á Akureyri. Bjuggu þau í gaml-a fallega heimilinu ásamt foreldrum frú Svövu og frú Guðrúnu móður Baldvins. Þetta var stórt og mannmargt heimili. 1914 flutti fjölskyldan til Sauð árkróks, er Baldvin vai-ð verzl- unarstjóri „Hinna sameinuðu íslenzku verzlana.“ Þrátt fyrir mjög umfangsmikið heimili, börnin rnörg og mikið um gesti o. fl. gaf frú Svava sér tírna til að taka þátt í íeikstarfsemi þar á staðnuim. 1921 fluttu 'þau aftur til Akur eyrar. Þá var búið að stofna Leikfélag Akureyrar. Tók hún þá þegar fullan þátt í leikstarf- inu. Eftirlætis-hlutverk sín taldi hún Abigael í Ambrosius, frú Midget í Á útleið, Jenny í Apaloppunni, sem hún lék bæði á íslenzku og ensku og Grímu í Skrúðsbóndanum. Yfir 100 hlutverk lék hún. Ég flutti hingað í bæinn aftur 1937, eftir 27 ára fjarveru. Þá var ég svo lánsöm, að enn stóð frú Svava á hátindi listar sinnar. Margar pei-sónur, er hún skóp á leik- sviðinu, eru mér alveg ógleym- anlegar. Hún gerði öllum hlut- verkum beztu skil, smáum sem stórum. Það var sama hvað hún gerði. Hún vandaði sig ætíð. 1941 var frú Svava kjörin heiðursfélagi Leikfélags Akur- eyrar og hefir Leikfélagið sýnt henni margvíslegan sóma fyrr og síðar. Hún var einnig sæmd íslenzku Fálkaorðunni fyrir sína frábæru leilklist. 3. júní 1950 var hátíðlegt hald ið 50 ára leikafmæli frú Svövu Jónsdóttur af Leikfélagi Akur- eyrar. Er myndin sem fylgir þessum línuim á prógrammi þess kvölds. En frú Svava var meira en framúrskarandi leikkona. Hún var framúrskarandi í allri við- kynningu, fjölgáfuð og stór- skemmtileg. Persónulega höfð- um við mikið saman að sælda. Meðal annars hannyrðaði hún mikið fyria- mig á árabili. Hand- bragðið hennar var frábært og samvinnan elskuleg. Þegar frú Svava kom hingað 1967 í boði Leikfélags Akureyr_ ar í tilefni af 50 ára afmæli þess — hennar seinustu komu til bæjarins í þessu lífi, veittist mér sú mikla ánægja, að fá að njóta samvista við hana á mínu' heimili í eina stutta viku. Ég er mikið þakklát fyrir þessa ánægjulegu daga og mun minn- (Framhald á blaðsíðu 6). KEKLA VITNAR UM HAGAR HENDUR r Skapti Askelsson, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, sagði eftirfarandi, er hann afhenti HEKLU nýsmíðaða, 17. janúar 1970 Arnar Jónsson (Óvinurinn) og Þórhalla Þorsteinsdóttir (Kerling) lieldur á skjóðunni. (Ljósm.: Páll) Gullna liliðið er mikið breytt — LEIKFÉLAG AKUREYRAR minntist þess hinn 22. janúar, að liðin voru 75 ár frá fæðingu Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi, með því að sýna vinsæl- asta leikrit hans, Gullna hliðið. En það hefur verið sýnt víða um land og á þriðja hundrað sýningar þess í Reykjavík votta m. a. vinsældimar. En Leik- félaig Akureyrar sýndi Gullna hliðið 1944 og 1957 við ágæta aðsókn og góða dóma í bæði skiptin. Gullna hliðið er einstaklega íslenzkt að e-fni, byggt á þjóð- sögum og gömlum sálmum, og þótt það heyri liðinni tíð, á það ótrúlega mikinn hljómgTunn enn í hU|gum fólks, enda erum við alls ekki með öllu laus við draugatrúna og tilvist Óvinar- ins, þótt hlutirnir séu nú nefnd- ir öðrum nöfnum en fyrrum, myi-krið hafi verið hrakið úr vistarverum manna og margir lagt helvítiskenninguna á hill- una. Kirkjuvaldið hélt fólkinu í viðjum þungra trúarfjötra og ógnaði því með eilifri útskúfun í vonda staðnum ef vegur dyggð arinnar var ekki vandlega þræddur. Himnaríki og helvíti, hin andstæðu og stríðandi öfl, voru hvarvetna og toguðust á um hverja sál. Og stendur sú togstreita ekki enn? Ekki er þörf að rekja efni leiksins því það þekkja allir ís- lendingar. Gamla boðstofan er hrörleg, þar sem bóndi liggur fyrir dauðanum, breizkur mað- uir og hortugur, sem hvorki æðr ast né iðrast. Kerling, hin nafn- lausa kona, hugsar um sálar- heill hans á þeirri stundu og tekui’ til sinna ráða. Hún lætiy Jón geispa sálinni í skjóðu og síðan hefst förin mikla til himna rfkis. Það er mikið fyrirtæki og langt og erfitt ferðalag, en lika eina vonin, því án hjálpar var Jóni aiðeins vistin vis í neðna. Gangan mikla upp að hinu Guilna hliði, er erfið og löng. Kerling heldur á skjóðunni með sál Jóns bónda og tala þau margt saman og sitthvað ber fyrir augu, þar til komið er á leiðarenda. Leikhúsgestir gera miklar kröfur til leikhússins þegar Gullna hliðið er sýnt, og það er erfitt að verða við þeim kröfum, vegna þess hve vel hefur áður tekizt. Að þessu sinni er Gul'lna hlið ið sýnt með öðrum hætti en fyrr. Hraði þess er meiri, leik- ritið stytt og valdahlutföll milli hins góða og hins illa brejdt til muna á þann veg, að hlutur Óvinarins er stærri en vegur „himneskrar dýrðar“ minni, og orkar þessi röskun mjög tvi- mælis. Nokknr atriði önnur orka einnig tvímælis í uppsetn- ingu leiksins nú. fj » ... ( I : ,• rnjwTirrfTíf- Höfundur flutti prologus við hátíðlegar sýningar Gullna hliðs ins og þótti mikils um vert og hann las einnig inn á hljóm- plötu hið ágæta forspjall í bundnu máli. Hefði farið vel á að leika þá hljómplötu á frum- sýningunni, en var ekki gert. í fyrsta þætti heyrðist illa sam- tal þeirra Kerlingai- og Vilborg- ar grasakonu. Á leiðinni til Himnaríkis varð þeim Jóni bónda og Kerlingu margt um- ræðuefni, en ekki kom rödd Jóns úr skjóðunni, heldur úr allt annarri átt og er kannski ekki gott að gera við því. Á þess ari sýningu var Óvinurinn vængjaðuir en englai-nir ekki. Niðrn- var felldur söngur o. fl. við hið GuUna hlið og myndi höfundi vart hafa faUið það í geð, enda breytir það heildar- svipnum til muna. Leikstjóri er Sigmundur Öm Arngrímsson og er hann einnig framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar í vetur. Ég efast um að hann skUji þetta leikhúsverk nægilega vel, a. m. k. ekki sama skilning og höfundur og leik- stjórar létu okku'r áður skilja og skynja það. ÞórhaUa Þorsteinsdóttir leik- ur Kerlingu og þykir mörgum hún of ungleg, miðað við það, að hafa búið með Jóni gamla í 40 ár og eignast fjölda barna. Rétt er það að visu, en var ekki ferðin til GuUna hliðsins draum uir Kerhngar — fei'ðin, sem aldrei var farin? En í draumi konunnar er hún sjálf ekkert skar, heldur hugumstór, mikil- lát og myndarleg, og þá konu sýnh- Þórhalla vel og tekur óvæntum atburðum í samræmi við það. Ást til Jóns ræður för. Jóni sínum gleymir hún ©kki eitt augnabhk, en hana skortir alvöruþulnga á stundum. Jón Kristinsson í hlutverki Jóns bónda nálgast mjög leik Bjöms Sigmundssonar, sem á fyrri sýningum L. A. fór með þetta hlutverfc af srnlld. En klæðnaður Jóns bónda, er hann fær að yfirgefa skjóðuna um stund, og talar tæpitungulaust við starfsmennina við Gullna hliðið, mætti vera smekklegri. Óvininn leikur Amar Jóns- son af miklum þrótti, jafnvel um of, enda nægir honum ekki leiksviðið eitt, og daprast ekki einu sinni ki-afturinn er harni fótum treður tröppurnar við hið helga hlið. En samkvæmt auknu valdi iUra afla, svo sem fyrr er að vikið, er leikur hans mjög góður. Hjördís Daníelsdóttir leikulr Maríu mey og er hlutverk henn ar lítið að þessu sinni vegna styttingar leiksins. Marinó Þorsteinsson leikur Lykla-Pétur og Guðmundur Magnússon leikur Pál postula og gera hlutverkum sínum góð skil. Vilborgu grasakonu leikut Kristjana Jónsdóttir og gerir það vel. Þráinn Karlsson leikur bónda og er hlutur hans mjög góður að samanlögðu, en hann mælti einnig fram, í upphafi leiksins, forspjall sjónleiksins. Með minniháttar hlutverk fara: Sigmundur Örn Amgríms son, er leikur Mikael höfuð- engil, Kristin Konráðsdóttir og Kjartan Ólafsson, sem leika for (Framhald á blaðsíðu 6). Samgöngumálaráðherra, Ingólfur Jónsson, Iðnaðarmálaráðherra, Jóhann Hafstein. Virðulegir gestir, kæra samstarfsfólk. LOKS er því takmarki náð, að leysa landfestar Heklu. Aflvél skipsins sem og aðrar vélar hafa verið reyndar, sömuleiðis önnur tæki. Bæði vélar og tæki hafa reynzt í góðu lagi og skilað sínu hlutverki hvert og eitt, og talar það sínu máli, um faglegan frá- gang. Því er ekki að leyna, að bygg ingartími Heklulnnar er orðinn of langur, og má þar margt tU nefna, sem dregið hefur í tím- ann. Það stærsta er skortur á járniðnaðarmönnum (plötusmið um) og er þetta slæmt á meðan framboð er mikið af verkefnum og aðstaða stöðvarinnar ekki að fuUu nýtt. Að nokkru mætti bæta úr með því að þjálfa í starf ófaglærða menn við raf- suðuna, sem reynt hefir verið, en ekki náðzt samstaða um við viðkomandi fagfélag og er það að mínu viti á misskilningi byggt og mjög slæmt fyrir aUa öðila. Ef aðstaða sú sem fyrir hendi er, hefði ekki verið komin til gat smíði strandferðaskipanna ekki orðið að veruleika innan- lands. Er það Landsbankans að svo var, og ber að þakka það. Sú ákvörðun ríkisstjómarinn ar, að fela Slippstöðinni smíði beggja strandferðaskipanna var iðnaðarmönnum stór sigur, en vandi fylgir hverri vegsemd. Iðnaðarmenn aUir, aldnir ekki síðuf en ungir, treystum starf okkar með því að sína ástund- un, reglu og trúnað í starfi. Með því gerum við landi voru og okkur sj álfum bezt og tryggj um starf fyrir alla. Hekla sýnir hvað býr í Norðurlandinu. Við þurfum ekki að efast um getu iðnaðarmannsins, hér talar hver Skapti Áskelsson. hlutur sínu máli um haga hönd. Hekla er sönnun þess að við íslendingar getum og eigum að smíða okkar skip sjálfir í mikið stærri mæli en við hofum gert. íslenzksmíðiið skip hafa fyUi- lega staðið samanburð við er- lend hvað frágang aUan snertir. Við erum sjálfir bezt kunnugir Þröngur hagur námsmanna erlendis DEGI hefur borizt greinargerð íslenzkna námsmanna í Lundi í Svíþjóð, þar sem núverandi námslánakerfi er mjög gagn- rýnt og gerðar kröfur um breyt ingar. Sú ályktun er þar dregin, a® „menntun sé nú forréttindi hinna efnuðu á íslandi.“ í greinargerðinni segir m. a.: „1. Þeir, sem eru að hefja nám, njóta sýnu verri kjara hjá Lánasjóði ísl. námsmanna, en þeir sem lengra eru komnir í námi. Engin skynsamleg rök em þó tU fyrir þessai’i mismun- un. 2. Þrátt fyrir betri aðstöðu eldri námsmanna hrökkva lán þeirra hvergi nærri til að halda í þeim líftómnni, hvað þá til þess að þeir geti einbeitt sér að námi, sér og landi sínu til gagns. Þeir verða því stöðugt að taka ný aukalán. 3. Vegna þess, að námslánuþn er úthlutað undir lok skólaái's neyðist námsmaður til að vinna með nánii. Hann getur því efcki lokið prófum á tilskyldum tíma, og er sviptur láni árið eftir af þeim ástæðum og endar með því að flosna upp frá námi. Tak ist honum hins vegar að taka próf á tilskyldum tíma jafn- framt vinnu, hefur hann svo háar tekjur að lán úr lánasjóði til hans lækkar. en að vera uppbót á styrktarfé þeim er ætlað annað hlutverk úr foreldrahúsum námsmanna. 5. Námslániun er úthlutað svo seint á námsárinu, að engu er líkara en um sé að ræða sam- særi til að fæla fólk frá þeirri hugmynd að leggja út í nám, eða tU þess að tryggja að hóp íslenzkra menntamanna fylli eingöngu afkomendur hinna 4. Námslán eru alltof lág, ef betur megandi.“ I lok greinargerðarinnar eru gerðar eftirfarandi kxöfur: -K að framvegis verði náms- lánuím — eða a. m. k. hluta þeirra — úthlutað í upphafi hvers skólaárs. -K að lánum fyrir yfirstand- andi námsái' verði úthlutað þeg ar í stað, en verði það ekki gert, sé sýnt að margir námsmenn verða að hverfa frá nárni. -K að valdamenn geri sem fyrst ráðstafanir til þess að stór minnka bilið miUi námslána og fjárþarfar, og geri sér ljóst, að ef svo verður ekki gert, þá mun framhaldsmenntuðum íslend- ingum fara hríðfækkandi á sama tíma og aðrar þjóðir gera stórátak til að fjölga sínum menntamönnum. Þessa greinargerð hafa tekið saman: Birgir Guðmundsson. Högni Hansson. Þór Konráðsson. Þorbjöm Broddason. FOKDREIFAK A sjömidu viku í fönn Gunnlaugur á Hrappsstöðum í Bárðardal segir svo frá: Þegar fé var tekið í hús í haust, fyrstu daga nóvember- mánaðar, vantaði mig 5 ær, þar af 4 veturgamlar. Var mikið leitað að þeim en án árangurs. Hinn 7. desember kom ein þeirra saman við heimaféð og var hún allhress en þó mögur orðin og ullin reitt. Var auðséð, að hún hafði skriðið úr fönn. Var nú farið að leita að bæli hennar og fannst það og var þar ein veturgamla ærin, hálf fros- in niður. Hún var flutt heim, lifandi, eftir að hafa legið í fönn í 42 daga, enda var hún illa far- in og fékkst elcki tU að éta, en hafraseyði og töðuseyði var hélt ofan í hana. Seinna var hún að læknisráði sprauituð með pensilíni og fór hún þá að éta með góðri lyst. Og hún fær einn lítra mjólkur á dag og gefur þann sopa ekki eftir. Það var 14. jan. stóð hún loks upp og þá hafði hún legið 79 daga, þar af 42 í fönn. Nú er hún vel hress. Nafn hennar er Perla. □ hinum hörðu veðrum við ísland og skiljum að í engu má slaka til með frágang annan, frá því fyrsta til síðasta. Mörgum ber að þakka að smíði þessa skips er orðin að veruleika. Ég þakka ríkisstjóm inni fyrir það traust, og þá fi’am sýni að fela innlendum mönn- um smíði strandferðaskipanna. Bæjarstjórn og bæjarráði Akufr eyrar þakka ég stuðning og vel vilja á aUan hátt. Jakobi Frí- mannssyni þakka ég sérstak- lega hans framlag frá því fyrsta. Þóri Konráðssyni eftirlitsmanni við smíði skipanna þakka ég mjög gott starf. Gott samstarfsfólk. í dag er mér efst í huga þakklæti til ykkar allra fyrir störf ykkai'. Vissulega er ykkar hlutur stærstur. Smíði þessa skips mar'kar þáttaskil í atvinnumálum þessa bæjar, margfalt meira en við gerum okkur Ijóst í fljótu bragði, það er að segja, sé rétt á miálum haldið framvegis hvað svo sem segja má u|m hið liðna. Og verum þess minnug, að við verðum öll að standa sarnan og sækja á brattan, sameinuð berj- ast við örðugleikana, sem vissu- lega verða margir á vegi okkar. Ilekla er byggð sem tveggja þilfara, einnaskrúfu flutninga- skip með íbúðir fyrir tólf far- þega og 19 manna áhöfn. Aðal- mól eru: Öll lengd 68.40 metrar, breidd 11.5 metrar, dýpt 6.10 metrar og mælist 708 tonn brúttó. Skipið er byggt eíftir enskum flokkunarreglum, 100 A 1, styrkt fyrir siglingar í' ís. Aðalvél er Deuts 1600 hestöfl. Ljósavélar eru þi-jár af Pakk- mans gerð aifk Deuts hafnar- ljósavélar. Lips skiptiski-úfa er í skipinu og er henni stjómað ásamt aðalvél frá brú. Einnig er 200 hestafla bógskrúfa til að auðvelda stjórn skipsins við bryggju. í vélarrúmi er hljóð- einangraður klefi fyrir vél- stjóra með stjórntækjum fyrir vél og skrúfu auk mæla til af- lesturs fyrir tæki og viðvör- unarkerfi. Vélarrúm er hljóð- einangrað frá íbúðum áhafniar og farþega. Til lestunar og los- unar eru tvær þriggja tonna bómur, fimm tonna krani sem nær yfir allar lúgur og ein 20 tonna bóma. Lestarlúgur enl frá fyrirtaskinu Mark Gregor og eru sléttar á milliþilfari, þannig að nota má lyftara í lestunum. Lestarrými er um 53.000 kúbík_ fet auk fi-ystUestar og póstrým- is. Skipið er búið fullkomnustu sigUngartækjum, þar á meðal gýróáttavita, tveim rödurum, 64 og 24 mílna. íbúðir farþega erui á aðalþilfari ásamt eldhúsi og matsal. Yfinmannaíbúðii' eru, á yfirbyggingarþilfari en íbúðir undii’manna á neðraþUfari. All- ir skipverjar búa í einsmanns (klefum. Ég óska þess og bið að Hekla verði farsæl á allan hátt. Ég veit fyrir víst að aUir hafa lagt sig fram til þess eftii' beztu getu að smíði Heklunnar yrði sem aUra bezt frá því fyrsta til þess síðasta og ég veit að aUir sem unnið hafa að smíðinni biðja þess og vona að traust og bless- un fylgi þessu skipi í hverri för. Ráðuneytisstjóri, Brynjólfur Ingólfsson. Ég afhendi þér hér með þetta skip fyrir hönd Slippstöðvar- innar h.f. og óska þér og öUurn landsmönnum til hamingju með þennan fagra farkost, og bið öll um gæfit og gengis, blessunar guðs um alla framtíð.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.