Dagur - 11.02.1970, Blaðsíða 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMtJELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
TVÆR LEIÐIR
EKKI ER LENGUR um það deilt,
að ofnotkun víns sé vandamál á ís-
landi og að takast þurfi á við það
vandamál. En menn greinir á um
leiðirnar. Boð og bönn eru fremur
óvinsæl, virðing fyrir lögum tak-
mörkunum háð, fræðsla af skomuin
skammti. Bent hefur verið á tvær
leiðir sérstaklega í þessu máli, sem
falla að ramma frjálshyggjunnar, og
báðar eiga að vinna bug á áfengis-
vandamálinu að verulegu leyti. Onn-
ur er sú að breyta drykkjuvenjum á
þá leið að taka upp drykkju öls í stað
sterkra drykkja. Þessi leið var farin í
Svíþjóð fyrir allmörgum árum og
þar er fengin allmikil reynsla af
henni. Niðurstaðan hefur orðið sú,
að á sumum stöðum hefur neyzla
sterkra drykkja minnkað, en víðast
hefur sú þróun ekki orðið. Hinsveg-
ar hefur drykkja áfengs öls til við-
bótar neyzlu sterku drykkjanna, stór-
aukist allsstaðar. Er nú svo komið,
að öl-dagdrykkjumenn eru að verða
eitt mesta áhyggjuefnið, og ekki nóg
með það, heldur hefur öldrykkjan
flætt inn í skólana, svo að margir
nemendur eru í þeim hópi, sem dag-
lega em undir áhrifum öldrykkj-
unnar. Hér á landi hefur kenningin
um framleiðslu áfengs öls til neyzlu
innanlands verið studd sömu rökum
og í Svíþjóð og á miklu fylgi að
fagna, þrátt fyrir reynslu Svía.
Hin leiðin er sú að afnema áfeng-
ishömlumar sem mest, fjölga útsölu-
stöðum, selja jafnvel venjulegar teg-
undir sterkra og veikra drykkja í
matvörubúðum, umgangast áfengið
á frjálslegan hátt, svo sem aðrar
neyzluvörur, en við það myndi að-
dráttarafl vínsins minnka. Það vill
svo til, að í einu mesta stórveldi
heims, Sovétríkjunum, hefur þessi
háttur verið á hafður og þar ætti
löng reynslan að vera ólýgnust. En
nú er svo komið þar, að áfengis-
vendamálið er orðið svo mikið, að
fá eða engin innanríkismál em talin
torleystari. Skortir þó ekki, að hús-
bændumir á því heimili hafi mikil
völd, og „þurfa ekki að óttast næstu
kosningar". — Vodka hefur lengi ver-
ið þjóðardrykkur Rússa og að
nokkm einnig þjóðarstolt. Nii hefur
opinberlega verið frá því sagt, í mál-
gögnum miðstjórnar austur þar, að
Votlka sé einn mesti skaðvaldur þjóð-
arinnar. Nokkurra ára áróður gegn
áfengisneyzlunni liefur ekki borið
tilætlaðan árangur. „Flaskan í búð-
arglugganum virðist sterkari áróður
en öll áróðursstarfsemi okkar“, segir
nýlega í Pravda. En Rússar vilja ekki
horfa lengur á það aðgerðarlausir að
(Framhald á blaðsíðu 7)
Nokkur orð um grasagarða —
HVAÐ er grasagarður? Það er
stofnun eða garður með safni
margra lifandi plöntutegunda í
ræktun, og tilgangurinn er fyrst
og fremst að útbreiða grasa-
fræðilega þekkingu, og leita að
hagnýtum tegundum plantna
víðsvegar þar sem kostur er, til
ræktunar í ýansum greinum
jarðræktar, svo sem garðyrkju,
’landbúnaði, iðnaði og fleiru. 1
Þessum tilgangi leitast grasa-
garðarnir við að ná með mörgu
móti. Sumir garðanna leggja
sérstaka áherzlu á eina eða tvær
greinar þessara náttúrufræða.
Til dæmis gerir einn grasagai'ð
ur greiningu plantna — Plant
Taxonomy — að sérgrein sinni.
Aðrir sinna aðallega landfræði-
legum eða líffræðilegum tilraun
um og rannsóknum í grasafræði.
Enn aðrir leggja megin áherzlu
á að koma upp fjölbreyttri
ikennslii- og rannsóknaaðstöðu.
Til eru líka grasagarðar þar
sem aðalviðfangsefnið er söfnun
vissra tegunda plantna, t. d.
manneldistegunda, fóðurjurta,
hitabeltisplantna og svo frv. En
í flestum grasagörðum er þó
megin áherzlan lögð á söfnun
sem flestra tegunda plantna og
sem víðast að úr heiiminum. Að
sjálfsögðu hefir þó lega og stað-
hættir hinna ýmsu grasagarða
mikil áhrif á gróðurfar þeirra
og fjölbreytni ásamt ýmsu
fleiru.
Talið er að til séu í heiminum
um 400 athyglisverðir grasagarð
ar. Þessir garðar eru mjög mis-
jafnir að stærð og allri gerð, en
flestir þeirra munu þó hafa með
höndum einhverskonar tilrauna
eða vísindastörf í sambandi við
plöntusöfnin. Langflestir hinna
stærri og fullkomnari grasa-
garða eru í suðlægum löndum.
T. d. er mjög stór grasagarður
á Jöfu við Buitenzorg (Bogor).
Er sá garður a. m. k. tvískiptur.
Er annar hluti garðsins niður
við sjó en hinn hátt upp til
fjalla, ekki alllangt frá.
í Evrópu eru rnargir stórir og
merkilegir grasagarðar, og er
þar fremstur í flokki hinn frægi
Kew-garður við London (The
Royal Botanic Gardens Kew).
Talið er að garðuirinn sé stofn-
aður 1759 og er fyrst og fremst
rekinn sem vísindastofnun og
vinna við hann fjölmargir vís-
indamenn. Mun starfsliðið vera
alls um 400 manns. Nú eru rækt
aðar í garðinum um 25.000 teg-
undir plantna, og er hann á
stærð nokkuð á annan ferkíló-
metra. Er garðurinn skipulagð-
ur meðfram sem skemmti- og
almenningsgarður. Eru þama
veitingastaðir og mai-gskonar
söfn, þar á meðal grasafræði-
bókasafn er telur um 55.000
bindi.
Margir fleiri grasagarðar eru
í Bretlandi. Til dæmis er mjög
fallegur og fjölbreyttur garður
í Edinboig og mörgum fleiri
stórborgum, og auðvitað í há-
skólabæjunum Oxfoa-d og Cam-
bridge.
Þá eru einnig stórir og mark-
verðir grasagarðar í París, Genf,
Berlín, Kaupmannahöfn,
Moskvu og fjölmörgum öðrum
stærri og minni borgum og bæj
um víðsvegar um Evrópu. í
Sovétríkjunum er talið að séu
um 100 grasagarðar, og álíka
margir í Bandaríkjunum.
í norðlægum löndum, einkum
er nálgast heimskautabauginn
er fátt um grasagarðá, enda þótt
vitað sé um að minnsta kosti
900 tegundir plantna sem vaxa
í kuldabeltinu villtar, auk þess
er vitað að margar tegundir
annarra landa geta vaxið furðu
langt norður á bóginn, þar sem
staðhættir eru ekki því verri.
Á Norðufi'löndum er grasa-
garðurinn í Kaupmannahöfn
einna merkastur með um 15
þúsund tegundum plantna. í
Osló er aðal grasagarður Nor-
egs. Hann er talinn stofnaður
1814 og því rúmlega 150 ára
gamall. Telur hann í útiræktun,
samkvæmt lista er Háskólinn í
Osló gaf út 1966, 2384 tegundir
plantna, en auk þess ræktar
garðurinn 1035 tegundir hi'ta-
beltisplantna í gróðurhúsum, og
eru þau opin almenningi á viss-
um tímum dags.
Eins og drepið er á hér að
framan eru fjölmargir grasa-
Jón Rögnvaldsson.
gai'ðar í Vesturheimi. í Norður
Ameríku eru kunnastir grasa-
garðurinn í New York, Berkeley
í Kaliforníu og Ottawa í Kan-
ada, allir þessir garðar hafa
miklu fé úr að spila og hafa með
höndum margskonar vísinda-
og tilraunastörf.
Hér á landi eru tveir grasa-
garðar, annar á Akureyri og
hinn í Reykjavík. Grasagarði
Reykjavíkur er ég ekki nægi-
lega kunnugur til þess að geta
lýst honum svo vel sé, en víst
er að hann hefir í framtíðinni
mikilvægu hlutverki að gegna,
bæði sem kennslutæki, t. d. við
Háskólann, þegar þar verður
tekin upp kennsla í grasafræði
og skyldum greinum, svo og
með ræktun á hitabeltisgróðri
í stórum gróðurhúsum, sem er
næsta auðvelt vegna jarðhitans.
Þessi gróðurhús geta bæði verið
til gagns og gamans, og kynnu
að geta beint eða óbeint ýtt und
ir áhulga og þekkingu á ræktun
blóma, og e. t. v. vissra tegunda
ávaxta til útflutnings, er við
höfum aflað okkur nægrar þekk
ingar og fjármagns til slíkra
framkvæmda. Öðru máli gegnir
með grasagarðinn á Akureyri.
Hann hefir engan aðgang að
jarðhita, og óvíst að hann fái
hann nokkurn tíman, og getur
því tæplega haft nokkra telj-
andi gróðurhúsarækt. Engu að
síður getur garðurinn haft mikil
vægum verkefnum að gegna í
framtíðinni, ekki síður en grasa
garður Reykjavíkur. En að sjálf
sögðu ættu garðarnir að ’hafa
nána samvinnu, og víkjum við
nánar að því síðar.
Grasagarðurinn á Akureyri
mun vera nyrzti grasagarðutr í
Evrópu, og einn af nyrztu grasa
görðum heims. Hann var stofn-
aður 1955, en raunar ekki opn-
aður fyllilega fyrr en 1957, og
er í föstum tengslum við Lysti-
garð Akureyrar, og er skipu-
lagður aðallega sem skrúðgarð-
ur eins og raunar margir ef ekki
flestir erlendir grasagarðar.
Hins vegar er þó jurtasöfnunum
raðað niður grasafræðilega, að
mestu leyti, og telja grasasöfnin
nú í ræktun samtals 2426 teg-
undir og afbrigði plantna, auk
nokkurra ónafngreindra teg-
unda. Mun garðurinn á Akuir-
eyri ekki standa neitt að baki
’hinna minni grasagarða á Norð-
urlöndum, og raunar þótt víðar
væri leitað, nema síður sé.
Hér á landi er innLendur jurta
gróður fremur fáskrúðugur, og
ætti okkur því að vera kapps-
mál að geta auðgað hann með
innfluttum plöntutegundum.
Víða erlendis er um skipulagðan
innflutning plantna að ræða, og
annast hann ýmist sérstakar
stofnanir, einstaklingar 'eða
grasagarðar viðkomandi landa.
Hér á landi hefir mér vitanlega
enginn skipulagður plöntuinn-
flutningur átt sér stað, nema hjá
Skógrækt ríkisins, og lítilshátt-
ar í gróðrarstöðvunum í Reykja
vík og á Akureyri meðan þær
voru í blóma. Hins vegar hefir
með stofnun grasagarðanna á
Akuireyri og í Reykjaví'k, skap-
azt aðstaða til skipulegs inn-
flutnings nytja. og skraut-
plantna svo sem til dæmis kal-
þolinna fóðurgrasa og beitar-
plantna, harðgerðra úrvals
grænmetistegunda og bei-ja-
runna, svo og ýmissa grasafræði
egra eða landfræðilegra teg-
unda. Þessum störfum og öðrum
gætu íslenzku grasagarðarnir
skipt með sér í samráði við hlut
aðeigandi yfirvöld, enda fengjrj
garðarnir styrk af opinberu fé
til plöntuinnflutnings, sóttvarna
sem þyrfti að taka fastari tötkum
í sambandi við plöntuinnflutn-
ing, og prófræktunar á erlend-
um tegundum.
Þá ættu íslenzku grasagarð-
arnir, þegar því væri við komið,
að senda menn til að safna viss-
um tegundum plantna erlendis,
og hefir Grasagarðurinn á Akur
eyri, raunar um árabil beitt sér
fyrir plöntusöfnunarleiðangrum
erlendis, og þá fyrst og fremst
til söfnunar á heimskauta- og
háfjallagróðri. Hefir Grasagarð-
urinn á Akureyri gert kulda-
'beltisgróður (arctic plants), að
sérgrein sinni. Mun láta nærri
að nú séu í garðinum nálægt
helmingur tegunda kuldabeltis-
ins. Telur grasafræðingurinn
Polunin, í grasafræði sinni um
heimskautalöndin (1959); Circ-
um Polar Arctic Flora, að um
900 tegundir plantna vaxi í
kuldabeltinu nyrðra, og ætti
það að vera tiltölulega auðvelt
fyrir okkur íslendinga að safna
mestum hluta kuldabeltistegund
anna, þar sem við eigum ’heima
á næstu grösum við heimskauta
löndin. Er ekki að efa að erlend
ir grasafræðingár, og náttúru-
skoðendur, munu vel kunna að
meta heimskautagróðurinn í
Lystigarði Akureyrar og eru
raunar þegar famir til þess. Er
efamál að nokkur annar grasa-
garður hafi jafn stónt safn af há
norrænum gróðri til sýnis, og
ekki sízt þar sem í garðinu(rn er
lika hægt að sjá allfjölbreytt
sýnishorn af margvíslegum
gróðri suðlægra Ianda, víðsveg-
ar að úr heiminum til saman-
burðar, að hitabeltisgróðri und-
anskildum.
Þegar tekið er tillit til þess að
íslenzku grasagarðarnir mega
heita nýstofnaðir í samanburði
við flesta erlenda grasagarða,
sem margir eru aldagamli-r, þá
verður að telja að þeim hafi
tekizt furðu vel, það sem af er,
og af þeim rúmum 2000 teg-
líndum erlendra plantna sem
ræktaðar eru í Grasagarðinum
á Akureyri eru mjög margar
tegundir allverðmætar fyrir
skrúðgarðyrkju, svo og frá
grasafræðilegu sjónarmiði. En
að þessi árangur hefir náðzt er
mikið að þakka íslenzkum grasa
fræðingum sem veitt hafa garð-
inum frá því fyrsta margskonar
hjálp og stuðning ásamt nokkr-
um útlendum og innlendum
einstaklingum og stofnunum.
Akureyri í janúar 1970
Jón Rögnvaldsson.
- SKULDIR BÆNDANNA...
(Framhald af blaðsíðu 8).
ur hafa a. m. k. mikið af þess-
um tíma verið tekjulægsta stétt
landsins og er þá auðvitað átt
við nettótekjur. Dýrtíð hefur
stóraukið stofnkostnað vélvæð-
ingar og framkv., stofnlán ekki
hækkað að sama skapi og láns-
tími er of stuttur. Vextir hafa
verið hækkaðir mjög mikið, og
sérstakur skattur lagður á bænd
ur. Á árinu sem leið, voru sett
lög um breytingar lausaskulda
bænda í föst lán að undangeng-
inni athugun harðærisnefndar
á fjárhag bænda. Ekki var þó
farið eftir tillögum nefndarinn-
ar við lagasetningu þessa. Það
kom í ljós, sem margir bjugg-
ust við, að aðstoð sú, sem látin
er í té samkvæmt lögunum, er
algei-lega ófullnægjandi og láns
kjör slæm. Umsóknir um þessi
lán vom rúml. 600 á öllu land-
inu og voru 400 lán afgreddd
fyrir áramótin.
í áramótaræðu búnaðarmála-
stjóra var nánar um þetta mál
fjallað og þá m. a. þær ástæður,
sem til þess liggja, að umsóknir
eru ekki fleiri en raun er á.
Framsóknai-menn á Alþingi
hafa flutt frumvarp til nýrra
laga um breytingu á lausaskujld
um bænda í föst lán og skulda-
skil, og mun það koma til um-
ræðu þegar þingfundir hefjast í
byijun næsta mánaðar. — í
frum-varpinu er m. a. lagt til,
að lögin nái yfir skuldasöfn-
un á tímabilinu 1960—1969, og
að þau taki m. a. til lausa-
skulda, sem myndast hafa vegna
bústofns og fóðurkaupa. — Að
heildarlánsupphæð megi vera
80% af matsverði, og auk fast-
eigna megi taka veð í vélum.
Að vextir verði ekki yfir 6%.
Að Seðlabankinn kaupi banka-
vaxtarbrófin á nafnverði, og að
veita megi vinnslustöðvum
’bænda lausaskuldalán.
Þá er og lagt til, að þeir bænd
ur, sem ekki komast af með lán
til að breyta lausum skuldum
í föst lán, skuli eiga kost á
skuldaskilum. Yrði þá um að
ræða bæði lán og eftirgjöf á
einhverjum hluta skuldanna, ef
hlutaðeigendur samþykkja, líkt
og átti sér stað um útgerðar-
menn fyrir 20 árum. Er lagt til,
að skuldaskilasjóður taki á sig
að greiða skuldareigendum sem
svarar helmingi þeirrar : eftir-
gjafar, sem þeir kunna að fallast
á, við skuldaskilin. — í sam-
bandi við skuldaskilin er gert
ráð fyrir veðsetningu búfjár,
eins og í ki-eppulánasjóðslögum
1933.
HINZTA KVEÐJA TIL
Margrétar Kristinsdóttur
E. 16. clesember 1900. — D. 21. janúar 1970.
Nú þegar horfin ert héðan
af hehnsvistarsviðL
Systurdóttirin dygga
og dáðkvendið Ijúfa,
vil ég í örfámn orðum
á útfarardaginn
færa þér klökkhuga kveðju
við kistuna þína.
Minningar sólbjartar svífa
frá samverustundum
umvafðar unað og mildi
og ástljúfum kynnum.
Varstu í söknuði og sorgum
og sjúkdóms í nauðum
ljósberi líknar og yndis
og ljúfustu bóta.
Þökk fyrir umhyggju alla
í orði og verki.
Merlaður mjúksárum trega
er minninga-ljóminn.
Það má og sannlega segja
— sýndu það dæmin:
hafðir á guðvegum gengið
göfuga kona.
Anna María Jónsdóttir.
Enn hefur Hel
er engum vægir
beittum brugðið
banageiri.
Hneit mér við hjarta
liarmakólfur
er þín andlátsfregn
yfir dundi.
Sár er söknuður
í sefa heitum,
nístist af sorg
negg í barmi.
Mædd og magnvana
má ég þreyja.
Titrar fyrir sjónum
táramóða.
Gott er þig að muna
góða kona,
vakvendið væna,
vinan kæra.
Minningar margar
og meginfagrar
himinheiðar
í huga vaka.
Bjart var þitt bros
og blíðuþrungið,
yljað umhyggju,
ást og mildi.
Hreinleik hugans
og hjartagöfgi
áttir með fleiri
eðliskostmn.
Var þínu viðmóti
við brugðið
hjálpfús, hugulsöm
og lilýsinna.
Máttir aldrei
hjá öðrum líta
andstætt og erfitt
nema úr að bæta.
Miðlaðir mörgum
af mannúð þinni
vel og vandlega
er veikir þjáðust.
Sjúkum, sorgmæddum
í samúð réttir
ljúfar, lífrænar
líknarmundir.
Sú er bölvabót
á bitrum trega,
hugljúfa vina,
hjartakæra:
um þig ástumblíð
endurminning
glóir gullfögur
yfir gröf og dauða.
Vikin er nú vökul
til vistar nýrrar
undir eilífðar-
árdagsljóma.
Sál þín í sælu
hjá sólarhara
á landi lifenda,
í ljósi dýrðar.
Ólöf Gunnlaugsdóttir.
Páll Guðlaugsson.
Aðalfundur Einingar árið 1970
BÆJARSTJÓRN GEFUR LAXÁR-
VIRKJUNARSTJ. „CRÆNT LJÓS“
AÐALFUNDUR Verkalýðsfé-
lagsins Einingar var haldinn í
Alþýðuhúsinu á Akureyri
sunnudaginn 8. febrúar.
Formaður, Björn Jónsson,
flutti skýrslu félagsstjórnar. Gat
hann þess í upphafi, að nú væri
svo komið, að langmestur hluti
aknenns verkafólks við Eyjá-
fjörð væri innan vébanda Ein-
ingar. Á síðasta ári hafði fjölgun
félagsmanna orðið hátt á
fimmta hundrað. Munar þar
mest um, að verkalýðsfélögin í
Olafsfirði gerðust á árinu deild
innan Einingar, og einnig vai'ð
mjög mikil fjölgun í Akureyrar
deild.
Eftir aðalfund eru félagar als
1.864, og skiptast þannig eftir
deildum:
Akureyrardeild .... 1348
Ólafsfjarðardeild .... 227
Dalvíkurdeild ........ 193
Hríseyjardeild ........ 96
Fjárhagsafkoma félagsins var
allgóð á árinu, og nam eigna-
aukning 1,4 milljónum króna, —
en bókfærðar eignir við áramót
voru í-úmar 6 milljónir.
Atvinnumál.
Atvinnuástand á félagssvæð-
inu hefur síðustu tvö árin ver-
ið stórum verra en áður hafði
þebkzt um langt árabil. Hefur
félagið því mjög beitt sér fyrir
úi-bótum í þeim efnum og gert
margar áskoranir og ályktan-
ir varðandi atvinnumálin. Hafa
srimar þeirra haft nokkur áhrif,
en enn hefur því miður ekki
tekizt að vinna bug á atvinnu-
leysinu.
Atvinnuleysisbæturnar, sem
um var samið eftir langt og
hartverkfall 1955, hafa nú kom-
ið að miblu gagni. Er fullljóst,
að á fjölda heimila hefði orðið
hreint vandræðaástand hefði
bótanna ebki notið við.
Greiddatr bætur til Einingar-
félaga námu á síðasta ári á 12.
milljón króna.
Kjaramál.
Það var einróma álit fundar-
manna á aðalfundinum að segja
bæri upp kjarasamningum fé-
AUKAFUNDUR var haldinn í
bæjai'stjórn Akureyrar síðdegis
í gær. Ein ályktun lá fyrir fund
inum. Fjallaði hún um það, að
- UMTALSVERÐIR ÁFANGAR...
(Framhald af blaðsíðu 1).
ýmiskonar fyrirgreiðslu bæjar-
ins. Bæjarstjóm liefur með því
örfað mjög atvinnulífið og hef-
ur þess vetíð fyllsta þörf.
Þá hefur sú stefna orðið ofan
á í stjórn bæjarins að efla at-
vinnu og framkvæmdir með
tvennu móti. í fyrsta lagi með
því að krefjast mikils af borg-
uruniun, svo sem í álagningu
útsvara, en í öðru lagi með því
að sækja fast opinbera fyrir-
greiðslu við hin ýmsu verkefni.
Þessi stefna hefur gjört kleift
að gera það, sem gert liefur ver-
ið, oig það er furðu mikið, þótt
okkur finnist framfarir ætíð of
litlar og hægfara.
Nú skyldi enginn ætla, að
Framsóknarmenn í bæjarstjóm
eigi allan heiðiu'inn af því, sem
áimnist hefur á þessu kjörtíma-
bili í bæjarframkvæmdum ann-
arsvegar og í margþættri fyrir-
greiðslu við aðrar framkvæmd-
íb hinsvegar. En þeir hafa mót-'
að stefnuna, haft á hendi for-
ystuna og notíð stuðnings full-
trúa annarra flokka í bæjar-
stjóm tíl að koma málum fram
Fyrir þetta ber að sjálfsögðu að
þakka og meta að verðleikum.
Við næstu bæjarstjómarkosn
ingar, sem fram fara í vor, verð
ur um það kosið, hvort bæjar-
búar almennt fylgja sömu eða
svipaðri stefnu á næsta kjör-
tímabili og fylgt hefur verið og
hér hefur verið dregin mynd af
í nokkrum helztu atriðum, eða
liagsins, sem í gildi erutil 15.
maí, og krefjast verulegra leið-
réttinga í launamálunum, og
bæri þegar að hefja undirbún-
ing samningagerðar, ekki sízt
með tilliti til ýmissa samnings-
ati-iða, sem setið hafa á hakan-
um við samningagerð mörg und
anfarin ár.
Fundurinn samþykkti fyrir
sitt leyti að segja upp samning-
um ,en sú samþykkt hefur þó
ekki fullnaðargíldi, fyrr en sams
konar samþykkt liefur verið
gerð í deildunum.
Stjórnarkjör.
Samkvæmt félagslögum skal
stjórnarkjör fara fram við alls-
herjaratkvæðagreiðslu. — Lýst
var eftir framboðslistum um
síðustu áramót. Aðeins einn
listi kom fram og varð því sjálf-
kjörinn. — Samkvæmt því er
stjórnin þannig skipuð:
Formaður: Björn Jónsson.
Varaform.: Jón Ásgeirsson.
Ritari: Rósberg G. Snædal.
Gjaldkeri: Vilborg Guðjóns-
dóttir.
Ályktun um atvinnumál.
Aðalfundur Einingar, haldinn
8. febrúar 1970, bendh- á þá í-
skyggilegu staðreynd, að hátt á
þriðja hundrað verfcafólks á
Akureyri er nú atvinnulaust
eða atvinnu'lítið og að atvinnu-
ástand er hlutfallslega litlu
betra annarsstaðar á félags-
svæðinu.
Fundurinn ítrekar því enn á
ný fyrri tillögur sínar um úr-
bætur í atvinnumálum, er sam-
þykktar voru og sendar réttum
aðilum í september og nóvem-
ber sl., en vill nú sérstaklega
leggja áherzlu á eftirfarandi:
1) Að bæjarstjóm Akureyrar
hlutisttil um að togarar Ú.A.
verði látnir landa heima eftir-
leiðis, a. m. k. að 3/4 hlutum.
2) Að stjórnarvöld og At-
vinnumálanefnd ríkisins hlutist
til um, að gagngerð leit að
rækjumiðum verði framkvæmd
nú í vetur á öllu svæðinu fyrir
Norð-Austurlandi. Sérstök á-
herzla verði lögð á leit á grunn-
miðum og innfjarða.
3) Að Útgerðarfélag Akureyr
inga h. f. taki þegar á leigu 40—
60 tonna bát til rækjuleitar og
rækjuveiða og haldi honum út
næstu mánuði til reynslu.
4) Að Slippstöðinni verði
þegr fengin næg verkefni, sem
geri vaktavinnu á stöðinni
mögulega.
5) Að fyrirhugaðar verklegar
framkvæmdir Akureyrarbæjar
á árinu 1970 verði hafnar svo
fljótt sem nokkrir möguleikiar
eru á með tilliti til tíðarfars og
fj ármagnsútvegunar.
6) Að bæjarstjóm hlutist til
um, að rekstur Niðursuðuverk-
smiðju K. Jónssonar &; Co. kom
ist í það horf, að verksmiðjan
hafi verkefni meginhluta ársins.
Lýsir fundurinn óánægju fé-
lagsins yfir því, að fyrii-tækið
virðist ekki sinna útvegun hrá-
efnis, jafnvel þótt fyrirframi
tryggðir markaðir séu fyrir
'hendi og þeir séu í hættu vegna
vanefnda. Telur fundurinn, að
við svo búið megi ekki standa
um jafn mikilvægt fyririæki og
Niðursuðuverksmiðjan getur
verið. (Úr fréttatilkynningu.) □
ER ALLT LAUNAKERFI
RÍKISINS AÐ SPRINGA?
RÉTT ÁÐUR en þingfundum
var frestað á dögunum, bar
form. Framsóknarflokksins, Ól-
afur Jóhannesson, fram fyrir-
spurn til fjármálaráðherra, sem
nú er að sögn mjög um rædd
syðra og raunar um allt land,
og að voniun.
T*¥’1
bæjarstjóm lýsti yfir því, að
hún vilji ekki, að hafnar verði
virkjunarframkv. við Laxá,
sem nú eru fyrirhugaðar, nema
leyfi fáist til fullvirkjunar Lax-
ár, en um það mál hefur mikið
verið rætt að undanförnu.
Þessari ályktun er að sjálf-
sögðu fyrst og fremst beint til
ríkisvaldsins, en í öðru lagi er
Laxárvirkjunarstjórn gefin
stefna bæjai-stjómar í málinu.
Talið var víst, að ályktun
þessi hlyti samþykki bæjarfull-
trúanna. Q
„Þú liefur aldrei leitað til neins, sem kunni eitthvað fyrir sér?“
Gullna hliðið í 15 skipliS
N. K. sunnudagskvöld sýnir
Leikfélag Akureyrar Gullna
hliðið í 15. sinn. Ágæt aðsókn
hafna lienni
betra.
von um eitthvað
□
Munið einkennisklæðnað
ÖSKUDAGSINS!
ÖMMUKÁPUR KR. 300.00
SAUMASI0FA GEFJUNAR - úlsalan
’hefur verið að leiknum, en sýn-
ingiim fer n úað fækka. Nokkuð
dró úr aðsókn vegna ilJviðris-
ins í síðustu viku, en uppselt
var þó á sunnudagskvöld. Er
þess að vænta, að fólk úr ná-
grannahéruðum komizt klakk-
laust á næstu sýningar.
Miklar umræður eru í bæn-
um vegna þessarar sýningar, og
s.l. miðvikudag áttu meimta-
skólanemendur viðræður við
leikstjóra og leikendur að lok-
inni sýningu. Virðist áhugi
nemenda M.A. fyrir leiklist
hafa aukizt mjög í vetur.
Næsta sýning Gullna hliðsins
verður á fimmtudagskvöld. Q
Ólafur spurði, hvort sú frétt
væri sönn, sem birt var í einu
Reykjavíkurblaðanna, að ráð-
herrann væri farinn að borga
nánar tilgreindum ríkisstaiifs-
mönnum sérstök viðbótarlaun
fyrir eitthvað, sem kallað væri
„ómæld eftirvinna“. Var fyrir-
spurnin borin fram munnlega,
utan dagskrár í neðri deild Al-
þingis.
Fjármálaráðherra kvað það
rétt vera, að viðbótarlaun fyrir
„ómælda eftii-vinnu“ hefði ver-
ið greidd einstökum embættis-
mönnum og hefði hver þeirra
fengið 60 þús. kr. á þann hátt
á árinu sem leið. Ekki var ná-
kvæmlega tilgr-eint hvaða eriib-
ættismenn þetta voru, enda
ekiki beint um það spurt rið
þessu sinni. En svo virðist, að
hér sé um að ræða ráðuneytis-
stjóra, forstöðumenn ríkisstofn-
na og e. t. v. feliri. En laun
þessai-a manna eru ákveðin með
kjaradómi, sem annaiTa opin-
berra starfsmanna, og enginn
lagastafur til fyrir launauppbót
af þessu tagi.
Er þing kemur saman að
ónýju, verður sennilega kra’fizt
nánari upplýsinga um þetta
mál.
- SMÁTT OG STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8).
sig þeirri spurningu á framfæri,
hvort það vær satt, að allstór
hópur nemenda í Gagfræðakóla
Akureyrar notaði áfengi. Blaðið
getur enga skýrslu um það gef-
ið, en veitir svari réttra aðila
rúm ef óskað er. — En lienni
sjálfri viljum við ráðleggja að
ræða slík mál við forráðamenn
skólans. Samvinna heimila og
skóla í þessu efni scm öðrum,
getur áreiðanlega verið mikil-
væg fyrir báða aðila.